Mig langaði að deila með ykkur draumalistanum mínum. Ég veit ekki hvort ég var búin að minnast á það hér á blogginu en ég er að flytja að heiman í fyrsta skipti í næsta mánuði. Þannig í eiginlega fyrsta skipti er ég byrjuð að skoða eitthvað fallegt fyrir heimilið sem mig langar að eignast í framtíðinni. Það er svo margt fallegt í boði fyrir heimilið og maður fær allt í æð hérna á blogginu þökk sé Svönu. Þetta er samt ekki allt fyrir heimilið en meiri hlutinn.
Design by us – Ballroom veggljós
Þetta veggljós er svo fallegt! Þetta er búið að vera á óskalistanum mínum í nokkra mánuði núna. Það eru til fleiri týpur af þessu ljósi og í allskonar litnum.
Fæst hér
MYNDAVÉL
Mig dreymir um nýja myndavél til þess að geta tekið upp myndbönd og tekið betri myndir. Ég á eina frá Canon og fýla hana mjög mikið en er farin að vilja meiri gæði. Ég er búin að heyra góða hluti um þessa og algjör snilld að geta séð sig áður en maður tekur mynd (sérstaklega fyrir förðunarmyndir). Það er líka svo gaman að taka fallegar myndir og eiga til minningar.
Fæst hér
DESIGN LETTERS – MESSAGE BOX BY ARNE JACOBSEN
Ég held að þetta kæmi sér vel til þess að muna eða skrifa eitthver skemmtileg skilaboð.
Fæst hér
MOSCOW MULE MUGS
Ég fékk nokkur Moscow Mule glös í jólagjöf og langar núna að safna nokkrum. Mér finnst þau svo flott og gera mikið fyrir borðskreytingu eða fyrir meiri stemningu.
Fæst hér
Marocco Pouf frá Cozy Living Copenhagen
Ég rakst á þessa pullu eða skemil fyrir algjöra slysni og sé hana strax fyrir mér í íbúðinni.
Fæst hér
ÆFINGABUXUR
Ég er ekki mikið fyrir litrík æfingaföt en það er eitthvað við þessar buxur. Það líka gott að fara stundum út fyrir þægindarrammann og prófa eitthvað nýtt, þótt að það séu kannski bara litaðar æfingabuxur haha. Ég á þessar í svörtu og þær eru svo þægilegar, renna ekkert niður og mér finnst þær halda vel utan um mann.
Fæst hér
REYKJAVÍK POSTERS
Þeir sem þekkja mig vita hvað ég elska Hafnarfjörð mikið en ég er fædd og upp alin í Hafnarfirði. Það verður mjög erfitt fyrir mig að flytja úr Hafnarfirði og þessvegna þarf ég eiginlega að eignast þetta plakat.
Fæst hér
Reflections Ophelia – Clear
Þetta er án efa fallegasti kertastjaki sem ég hef séð. Kertaljósið frá þessum kertastjökum er einstaklega fallegt.
Fæst hér
FREDERICK BAGGER
Ég kynntist þessu merki um daginn þegar ég fór á kaffiviðburð hjá Sjöstrand en viðburðurinn var haldin í NORR11 og það er stórhættulegt að fara í þá verslun, allt svo fallegt. Á viðburðinum var boðið uppá kaffi í Cripsy Lowball glösunum frá Frederik Bagger. Það kom einstaklega vel út og er ég nú byrjuð að safna glösunum frá Frederik Bagger. Glösin á myndinni eru Long drink glösin.
Fæst hér
Þið getið líka fylgst með mér hér..
Snapchat: gsortveitmakeup
Instagram: gudrunsortveit
Skrifa Innlegg