fbpx

DRAUMA SUNDBOLUR

TÍSKA

Ég er búin að vera leita mér að flottum sundfötum í nokkra mánuði núna. Mér finnst alltaf mjög erfitt að finna sundföt sem fara mér vel og láta mér líða vel. Ég á til dæmis bara eitt bikiní sem ég nota stanslaust og fannst komin tími á að finna eitthvað nýtt fyrir sumarið.

Mig langaði svo að finna mér einhvern flottan sundbol. Ég var búin að liggja yfir netsíðunum og skoða í búðum en fann ekkert sem hentaði mér. Síðan til allrar hamingju sá ég að Oroblu væri að koma með sundföt. Oroblu er þekkt fyrir gæða flíkur og eru allar vörurnar þeirra gerðar í Ítalíu. Margir tengja eflaust Oroblu strax við sokkabuxur en fyrirtækið hefur verið að prófa sig áfram með að hanna flíkur með góðum árangri. Sundbolarnir eru engin undatekning. Það komu sundbolir í allskonar litum og sniðum en það var einn sem ég gjörsamlega kolféll fyrir. Ég ákvað að fara alveg út fyrir þægindar(sund)rammann og fá mér gullfallegan gulan sundbol. Ég er í skýjunum með hann, hann er svo klæðilegur og hentar mínum vexti svo vel.

*Vörunar fékk greinahöfundur að gjöf

Sundbolarnir frá Oroblu fást einungis í Hagkaup Kringlunni og Smáralind –

 

 

Sundbolurinn liggur vel og þétt að líkamanum. Mér finnst hann draga fram það besta í mínum vexti. Ég mun sýna ykkur hann betur við tækifæri.. ég sýndi hann þó í instastory við mjög góðar undirtektir. Greinilega fleiri en ég að leita af fallegum sundbol.

Núna þarf maður bara að bíða eftir sumrinu!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

SÝNIKENNSLA: SVONA GERIR ÞÚ EINFALDA LIÐI Á 5 MÍN

Skrifa Innlegg