fbpx

DJÚSÍ MORGUNMASKI

MASKAR

Gleðilegan föstudag kæru lesendur! Ég ákvað að tríta mig á þessum föstudegi og setja á mig maska í morgunsárið. Það er ekki venjan hjá mér að setja á mig á morgnana heldur set ég þá yfirleitt á mig á kvöldin. Þegar maður hugsar um maska, hugsar maður oft um eitthvað kósý og notalegt sem er þá yfirleitt á kvöldin. Það er samt svo frískandi og endurnærandi að setja á sig maska á morgnana. Ég mæli með!

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Ég á einn maska frá The Body Shop sem er sérstaklega ætlaður til þess að setja á sig á morgnana. Þessi maski heitir Amazonian Acai Energising Radiance mask. Einsog nafnið gefur til kynna þá er þetta maski sem gefur orku og ljóma. Maskinn dregur úr þreytu og vekur húðina. Þetta er einsog að fá kalt vatn í andlitið, á góðan hátt haha – mjög frískandi.

Þessi maski er ótrúlega djúsí og það er smá einsog maður hafi búið til hann sjálfur eða mér líður einsog þetta sé heimagert. Hann er 100% vegan og inniheldur meðal annars Acai ber.

Síðan finnst mér algjört must að setja maska á sig með maska bursta. Þá eru minni líkur á að bakteríur komist í maskann, minna fer til spillis og dreifingin verður jafnari.

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á mínum samfélagsmiðlum ..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

 

RÓSROÐAMEÐFERÐ

Skrifa Innlegg