fbpx

DATE NIGHT

LÍFIÐ

Ég átti yndislegt þriðjudagskvöld í gær með kærastanum mínum en Burro veitingastaður bauð okkur út að borða. Þetta var æðislegt en ég hef nokkrum sinnum farið á Pablo Discobar og hefur mig alltaf langað að fá mér að borða á Burro. Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá er Burro og Pablo Discobar sami staðurinn en Burro er veitingastaður og Pablo er barinn. Maturinn var ótrúlega góður og við vorum alsæl með allt saman.

Það er líka alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast á Burro en þeir eru einmitt að fara halda uppá afmælið sitt núna næst komandi fimmtudag, þar verða allskonar tilboð og skemmtilegheit en þið getið séð allt um það hér.

 

 

Þetta var ótrúlega gaman og skemmtileg tilbreyting að gera eitthvað á þriðjudegi xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

STATEMENT LIPS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hlín

    3. November 2017

    Góð mynd af my man Steinsen !!