fbpx

DATE NIGHT

LÍFIÐSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við MAT BAR

Halló!

Ég og Steinar fórum saman á deit um daginn en það styttist í að við verðum bráðum þrjú þannig það er gaman að gera eitthvað bara við tvö á lokametrunum. Það er líka bara alltaf gaman að gera sér dagamun og sérstaklega núna í janúar lægðinni sem er búin að vera seinustu vikur. Við fórum á MAT BAR sem er æðislegur veitingastaður og í miklu uppáhaldi hjá okkur en við höfum farið þangað áður og erum alltaf jafn ánægð. Það er ótrúlega róleg og notanleg stemning þarna en þessi staður er í eigu vinhóps sem gerir hann ótrúlega persónulegan og finnur maður fyrir vinarlegu andrúmslofti. Staðurinn er staðsettur ská á móti Þjóðleikhúsinu og ætlum við einhverntímann að fara þangað fyrst eða eftir leiksýningu, mjög sniðugt fyrir deit kvöld!

Fyrir utan góða og notanlega stemningu þá er maturinn æðislegur. Fyrst þegar ég kom þangað þá vissi ég eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast við en matseðillinn þeirra er ótrúlega fjölbreyttur og breyta þeir honum eftir árstíðum eða sem sagt hvenær varan er best. Vörurnar eru beint frá býli og gera þeir nánast allt sjálfir. Allir sem vinna á veitingastaðnum er kokkar fyrir utan yfirþjóninn og finnur maður fyrir hvað er mikið lagt í alla réttina og allt út pælt. Þeir leggja líka áherslu á að vera með góða vegan og grænmetisrétti sem mér finnst ótrúlega jákvætt og mæli ég sérstaklega með rauðrófunni! Þeir vilja reyna halda í þessa “slow food” menningu, nánast allt gert á staðnum og bjóða uppá lífræn vín og kaffi.

 

Systkinasvipur?

Ég er ótrúlega heilluð af þessum stað og fær því mín meðmæli. Það er líka gaman að segja frá því að bróðir minn vinnur þarna og hef því fengið að kynnast staðnum vel.

Mig langaði líka að deila með ykkur að vikuna 28. janúar til 1. febrúar er afmælisvika hjá MAT BAR og eru þeir að bjóða uppá frábær tilboð. Það verða sex réttir á 5.990 kr og happy hour af öllum drykkjum sem eru á matseðli. Mæli með að gera sér glaðan dag og komast aðeins úr þessari janúar lægð!

 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

ÓSKALISTI: SNYRTIVÖRUR

Skrifa Innlegg