fbpx

BRUTTA FACCIA

TÍSKA

Halló!

Ég hef ótrúlega gaman að því að sjá drífandi ungt fólk vera koma sér á framfæri og vera skapa eitthvað. Vinur minn Styrmir Erlendsson hefur verið að þróa fatalínu sem heitir Brutta Faccia og hef ég haft mjög gaman að því að fylgjast með. Ég keypti mér peysu hjá honum í fyrra og er hún mikið notuð. Ég fæ alltaf spurningar þegar ég er í henni hvaðan hún er og hvar hægt sé að kaupa hana. Mér finnst flíkurnar hans vera öðruvísi, þægilegar og flottar. Það er líka mjög gaman að segja frá því að flíkurnar verða bráðum seldar í CNTMP Store á Laugarvegi 12b. Ég ákvað að taka stutt viðtal við Styrmi, leyfa honum að segja ykkur betur frá merkinu og hvað sé framundan.

Hver er Styrmir?

Ég er 25 ára Árbæingur og hef spilað fótbolta frá því ég man eftir mér og stundað hjólabretti frá 13ára aldri, ég held að þar hafi áhugi minn kviknað á svokallaðri götutísku.

Afhverju ákvaðstu að byrja á þinni eigin fatalínu?

Hef verið með það í kollinum í mörg ár núna, ég fór á tvö saumanámskeið og langaði að læra meira tengt fötum. Ég er enn að læra að sauma og stefnan er sett á að geta saumað mín eigin föt með tímanum, allavega að kunna það. Í byrjun síðasta árs fór ég til Indónesíu með félögum mínum í hálft ár með það í huga að vinna í okkar verkefnum. Þar náði ég að kynna mér smá framleiðslu á fötum og byggja smá tengsl og upp úr því byrjaði þetta.

Hver er hugmyndin á bakvið merkið?

Vildi hafa merkið byggt sem streetwear, eitthvað sem ég myndi vilja ganga í sjálfur. Varðandi nafnið þá var ég fastur á því að vilja ítalskt nafn, það hefur alltaf heillað mig. Þótt það komi kannski skringilega út fyrir einhverja þá var mér alveg sama um það. Ég vildi hafa tvö orð og eftir smá leit og spurningar þá fann ég Brutta Faccia. Brutta Faccia merkir “Ugly Face” en er einnig ítalskt slangur fyrir að þér sé ekki treystandi, oft tengt skuggalegu fólki.

Hvað er framundan?

Núna á laugardaginn 2.mars verður release á minni fyrstu heilu fatalínu í CNTMP Store á Laugarvegi 12b. Og svo er það í raun bara að fikra mig áfram, hanna meira, prufa eitthvað nýtt og stækka merkið.

model: @maringauta – mynd: @olafuralexander

model: @maringauta – mynd: @olafuralexander

model: @maringauta – mynd:@olafuralexander

model: @maringauta – mynd: @olafuralexander

model: @swankthug_69 – mynd: @olafuralexander

model: @maringauta – mynd: @olafuralexander

model: @maringauta – mynd: @olafuralexander

model: @swankthug_69 – mynd: @olafuralexander

model: @swankthug_69 – mynd: @olafuralexander

Takk fyrir viðtalið Styrmir, gangi þér vel og hlakka til fylgjast með Brutta Faccia! Það er hægt að fylgjast með merkinu á instagram @bruttafaccia_ og @stymmie 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NEW LOOK: GLERAUGU

Skrifa Innlegg