fbpx

BREYTUM EKKI KONUM, BREYTUM SAMFÉLAGINU

LÍFIÐ

Í dag var Kvennafrídagurinn og fór ég á Arnhól til þess að sýna samstöðu. Árið 1975 24.október var fyrsti kvennafrídaguirnn lögðu þá 90% kvenna á Íslandi niður störfin sín til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði, til að krefjast sömu réttinda og launakjöra. Dagurinn í dag, 24. október 2018 var engin undartekning og var magnað að sjá fjöldan af konum sem mættu á Arnarhól. Það var ótrúlegt að sjá allar konurnar sem komu til þess að styðja við hvor aðra, berjast fyrir launamun, vekja sérstaka athygli á almennu öryggi kvenna á vinnustöðum og berjast fyrir þeim sem gátu ekki gengið útaf sínum vinnustað. Við erum magnaðar, áfram við!

 

“Breytum ekki konum, breytum samfélaginu”

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SPOOKY SEASON

Skrifa Innlegg