Færslan er í samstarfi við Heilsuhúsið
Halló!
Ég er búin að finna æðislegan bólubana sem virkar fyrir mína húð! Húðin mín er búin að breytast mikið eftir meðgöngu og fæðingu. Það er svo skrítið hvað margt breytist á meðgöngu og eftir fæðingu og ekki datt mér í hug að húðin mín myndi breytast svona mikið. Húðin mín hefur alltaf verið í frekar góðu jafnvægi og hef fengið þessar einstöku bólur en núna er hún búin að vera extra viðkvæm og fær bólur oftar. Ég hef verið að nota bólubana frá Mádara sem hentar fyrir mína viðkvæmu húð. Mádara er merki sem stendur fyrir lífrænar og hreinar snyrtivörur.
MÁDARA ACNE INTENSE BLEMISH & PORE TREATMENT
Þetta krem inniheldur ótrúlega flott innihaldsefni sem vinna gegn bólum og öðrum óhreinindum. Inniheldur innhaldsefni á borð við Salicylic sýru en hún hjálpar til við að draga út óhreinindi í burtu, Tea Tree sem ótrúlega sótthreinsandi fyrir húðina og plöntu stofnfrumur sem eru róandi fyrir húðina. Varan er glútenlaus, vegan og cruelty free.
Þetta virkar ótrúlega vel en þetta er samt ekki vara sem lætur bólur hverfa, heldur er einungis til að hjálpa og bæta inn í húðrútínuna sína. Ég mæli alltaf með að fara til húðsjúkdómalæknis ef maður er með mikla vandamála húð.
Hvernig á að nota þetta?
Þú setur smá dropa á bóluna eða það svæði sem þú vilt hreinsa. Mikilvægt að vera með hreina húð og gott að leyfa þessu að vera í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg