Halló!
Vá það eru til svo margar fallegar bækur og mér finnst falleg bók æðisleg gjöf. Ég ákvað að taka saman nokkrar bækur sem mér finnst fallegar og eigulegar.
1. Bakað með Evu eftir Evu Laufey – Mér finnst allt svo fallegt og vel gert sem Eva Laufey gerir og nota ég mikið uppskriftir frá henni.
2. Peppmolar – Æðisleg bók eftir þvílíkar kjarnakonur, Örnu Vilhjálmsdóttur og Sigrúnu Maríu Hákonardóttur. Þetta er fullkomin gjöf fyrir hvern sem er. Þær eru algjörlega með hausinn og hjartað á réttum stað og allt sem þær gera er svo flott!
3. Fjárfestingar eftir Fortuna invest – Bók sem ég held að allir þyrftu að eignast. Ég var svo heppin að fá þessa bók að gjöf frá stelpunum og ég er ekkert smá ánægð með hana. Þetta er bók sem útskýrir fyrir manni fjármál á mannamáli. Gott og hollt fyrir alla að lesa.
4. Húðin eftir Kristín Sam – Það var löngu komin tími á bók um húðina og umhirðu hennar! Í bókinni er að finna allskonar fróðleik um húðina og hvernig best er að hugsa um hana. Ráðleggingar, húðvandamál og fleira.
5. Vouge The Covers – Mig dreymir um að eignast þessa. Svo falleg bók með öllum forsíðum Vouge. Gaman að sjá tískuna í gegnum árin.
6. Skipulagsdagbók 2022 eftir Sólrún Diego – Skipulagsdagbók er eitthvað sem ég kaupi á hverju ári og finnst mér þessi frábær. Þessi bók er þægilega sett upp og auðveld í notkun. Ég elska líka öll litlu smáatriðin.
7. Live Beautiful – Falleg “coffee table” bók sem gaman er að skoða en líka falleg fyrir augað.
8. Aðeins færri fávitar eftir Sólborgu Guðbrandsdóttur – Aðeins færri fávitar er önnur bók Sólborgar, byggð á samnefndu samfélagsverkefni hennar gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Æðisleg og fróðleg bók sem er gott fyrir alla að lesa.
9. Louis Vuitton Catwalk – Falleg “coffee table” bók sem er gaman að skoða en líka falleg fyrir augað.
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg