fbpx

BLESS 2020

ÁSLAUG RÚNLÍFIÐ

Halló!

Vá þetta ár er búið, besta en erfiðasta ár sem ég hef upplifað. Mig langaði að fara yfir árið með ykkur í máli og myndum.

Janúar

Janúar einkenndist af óléttubugun, loka hreiðurgerð og óveðri. Það var stormur eftir stormur og ég var mikið heima. Ég kláraði jólaprófin í Háskólanum og var því bara að vinna þangað til að stelpan mín myndi mæta á svæðið en hún lét aðeins (!) bíða eftir sér.

Febrúar

Helmingurinn af febrúar fór í að bíða eftir henni litlu Stomhildi Valentínu (Áslaugu Rún). Ég prófaði gjörsamlega allt en ekkert virkaði. Labbaði upp og niður Laugarveginn tvisvar, fór í IKEA og slakaði á. Ég var sett 1. febrúar og hún kom í heiminn 14.febrúar í rauðri viðvörun. Þvílíkur dagur, best í heimi.

Mars

Þessi mánuður er smá í þoku en við fórum í fyrsta göngutúrinn okkar og upplifðum margt “fyrst” með Áslaugu Rún. Við vorum í litlu búbblunni okkar á meðan Covid var að dreifa sér um heiminn. Við ákváðum að tilkynna nafnið en fyrir Covid var planið að halda nafnaveislu um páskana. Við vorum með mjög lítið boð fyrir aðeins foreldra og systkini. Þetta var mikil gleði fyrir alla á þessum skrítnu tímum.

Apríl

Þarna var allt orðið frekar alvarlegt í samfélaginu og við tókum ákvörðun um að hitta engan nema okkar allra nánustu fjölskyldu. Steinar fór aftur að vinna og að byrja að æfa á fullu, þannig við mæðgur vorum mikið einar.

Maí

Þarna var byrjuð að myndast aðeins meiri rútína og ég byrjuð að læra meira og meira inn á þennan litla einstakling. Mér fannst fyrstu mánuðirnir mjög erfiðir en þeir eru samt allir þoku. Ástandið var samt að verða aðeins skárra og maður gat kíkt aðeins út. Við fórum líka í smá framkvæmdir og skiptum um parket.

Júní

Sumarið kom og það birti til! Við fórum í fyrsta og eina ferðalag sumarsins. Við gátum haldið nafnaveislu og fagnað með öllum. Það sem þessi nafnaveisla gerði mikið fyrir alla en allir sem komu veisluna voru svo þakklát fyrir það að geta hitt aðra, engin hafði farið neitt í marga mánuði. Við byrjuðum einnig í ungbarnasundi sem var yndislegt.

Júlí

Sumarið var yndislegt. Við gátum hitt fólk, fórum í fyrsta foreldrafríið okkar og nutum þess að vera saman.

Ágúst

Það var mikil útivera í sumar og ég fór í göngutúr daglega. Ég gaf út mína eigin skartgripalínu í samstarfi við my letra! Verkefni sem ég var búin að vera vinna allt árið.

September

Ég átti afmæli og skartgripalínan mín fór í sölu, avúhú!

Október

Ég tók þátt í skemmtilegu verkefni á vegum Finnska sendiráðsins en ég tók þátt í 75 ára afmæli Moomin. Það var ótrúlega gaman að fá að taka þátt og ég gleymdi eiginlega alveg að deila því á samfélagsmiðla. Síðan hóf ég samstarf við John Frieda og gerði auglýsingu með þeim sem ég er ótrúlega stolt af. Við mæðgur vorum mest megnis heima, eins og reyndar allt árið. Ég fékk einnig hræðilegar fréttir að Sævar föðurbróðir minn, tók sitt eigið líf. Hann bjó erlendis og var því ekki hægt að fljúga út í jarðaförina. Þetta var mjög erfiður tími og erfitt að sjá alla fjölskylduna sína í sorg.

Nóvember

Okkar fannst vera komin tími til að stækka við okkur, enda orðið svolítið þröngt um okkur þrjú í 50 fermetrum og ákvaðum við að setja elsku litlu íbúðina okkar á sölu. Ég hætti í fæðingarorlofi en ég var búin að vera í 50% vinnu frá því að Áslaug Rún fæddist en það verður spennandi að sjá hvernig árið verður. Ég tók að mér allskonar skemmtileg verkefni, vorum mikið heima og ég fór í klippingu, sem var frásögu færandi árið 2020.

Desember

Fyrstu jólin hennar Áslaugar Rúnar. Yndislegur tími sem við nutum þeirra í botn. Það var mikið að gera hjá mér í allskonar verkefnum og ákvað ég að taka því rólega milli jól og nýars.

Vá þetta ár var svo sannarlega viðburðarríkt og er ég ótrúlega þakklát. Það er gaman að gera þessa upprifjun en mér fannst allt árið renna saman í eitt, sem er örugglega algengt þegar maður er í fæðingarolofi. Miðað við allt sem ég er búin að læra á þessu ári, um sjálfan mig, aðra og lífið en þá líður mér eins og þetta ár hafi verið svona 10 ár. Það reyndi þó mikið á andlegu heilsuna mína og mun ég kannski deila því með ykkur seinna. Þetta ár er búið að vera erfitt fyrir alla og það ættu allir að vera stoltir af sér að hafa farið í gegnum þetta ár. Ég er svo sannarlega spennt fyrir 2021 og hlakka til!

Takk innilega fyrir samfylgdina á liðnu ári, takk fyrir að lesa bloggið og fylgja mér á öðrum miðlum. Ég kann ótrúlega mikið að meta það xx

INNBLÁSTUR FYRIR GAMLÁRS

Skrifa Innlegg