fbpx

BLACK PEEL OFF MASK: IROHA

DEKURHreinsivörurMASKAR
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

Ég fékk um daginn sendan smá pakka frá IHROA að gjöf og í honum leyndust þrír maskar eða húðvörur. Þetta eru allt vörur sem innihalda kol og eiga að hjálpa til við að fjarlægja fílapensla. Mér finnst alltaf gaman að prufa nýja “peel off” maska en þeir hreinsa húðina vel og ekki skemmir það fyrir hvað það er skemmtilegt að taka þá af!

Þessi lína frá IROHA heitir Black collection – DETOX og er með virkjuðum kolum. Þessir maskar eiga að hjálpa til við að hreinsa húðina vel og losa húðina við fílapensla.

En afhverju kol? 

Vegna þess að virkjuð kol draga í sig bakteríur, eiturefni, óhreinindi og annað sem gæti hafa sest á húðina. 

Ég ákvað að prufa eina af þessum vörum og valdi mér svarta “peel off” maskann. Fyrir ykkur sem ekki vitið en þá virkar peel off maski þannig að þú setur maskann á þig og bíður þangað til að hann þornar og rífur hann síðan af eða sem sagt “peel off”.

Það á samt helst bara að setja þennann maska á þau svæði þar sem fílapenslar eða óhreinindi eru. Til dæmis á T-svæðið en ég var svo spennt að ég setti hann yfir allt andlitið haha.

Það sem þessi maski á að gera er að taka í burtu óhreinindi og minnka svitaholur. Mér finnst húðin líka verða ótrúlega mjúk eftir hann.

Mér fannst hann virka vel og húðin varð ótrúlega mjúk eftir hann. Ég er samt ekki með mjög djúpar svitaholur en fann aðallega mun á því hvað húðin varð hrein og mjúk.

Síðan eru þetta hinar vörurnar sem ég á eftir að prufa

Varan í miðjunni er svokölluð fílapenslabani og á að setja á nefið. Þetta á að hjálpa til við að eyða fílapenslum og öðrum óhreinindum. Mjög spennt að sjá hvernig þessi vara virkar!

Varan til vinstri er Tissue Face Mask og á að hjálpa til við að afeitra og hreinsa húðina. Þessi maski á einnig að róa húðina og skilja hana eftir ferskari. Hljómar mjög vel!

Ég elska að prufa nýjar vörur og þá sérstaklega maska. Það er mjög mikilvægt að setja á sig maska og hugsa vel um húðina. Húðin er stærsta líffærið okkar og fáum við bara eina húð! Þessi bréf eru líka mjög sniðug að því leytinu til að þú þarft bara að kaupa eitt bréf af maska en ekki heila krukku og ef þú fýlar ekki maskann þá áttu ekki heila krukku af honum.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

NEW IN: QUAY AUSTRALIA

Skrifa Innlegg