fbpx

BLACK FRIDAY & CYBER MONDAY Í HEILSUHÚSINU

*Færslan er í samstarfi við Heilsuhúsið

Halló!

Mig langaði að deila með ykkur að það eru afsláttadagar frá 27.-30.nóv um helgina hjá Heilsuhúsinu. Það er 20-50% af snyrtivörum og bætiefnum bæði í verslunum Heilsuhússins og í netverslun en þar hefst afslátturinn kl. 22:00 á netverslunni í kvöld!

Ég mæli með að klára allar jólagjafirnar um helgina og slaka síðan bara á í desember, líka miðað við hvernig ástandið er þá er gott að geta klárað kaupin á netinu. Ég held mikið uppá Heilsuhúsið og búin að vinna með þeim síðast liðið ár. Verslunin býður uppá marga möguleika og hægt að finna eitthvað handa öllum. Ég hélt sjálf alltaf að Heilsuhúsið væri bara með engiferskot og annað en það er svo sannarlega ekki raunin. Þau eru til dæmis með ótrúlega flott úrval af snyrtivörum. Mig langaði að deila með ykkur mínum óskalista!

SNYRTIVÖRUR

Það er ótrúlega flott úrval af snyrtivörum í Heilsuhúsinu og er snyrtivörumerkið Mádara algjörlega falin perla að mínu mati. Ég hef nokkrum sinnum áður sagt ykkur frá þessum vörum. Mádara er hannað með íslenska veðráttu í huga. Lífrænar snyrtivörur sem henta viðkvæmri og þurri húð einstaklega vel, sem að mínu mati er oft þessi pirraða íslenska húð. Ég mæli innilega með að skoða þessar vörur og eru þær á afslætti núna.

Mádara Anti-Pollution CC Cream

Þetta er náttúrlegur léttur farði, inniheldur SPF15, dregur fram ljóma húðarinnar. Kremið jafnar tóna húðarinnar, þar á meðal roða, dullness, dökka bletti og fölva. Vísindalega sannað að ver húðina fyrir mengun og öðrum umhverfisþáttum. Ver húðina fyrir sólinni og gefur henni góðan raka með hyaluronic sýru. Varan er vegan og cruelty free.

Ég er búin að nota þennan farða mikið í vetur, elska hvað hann er léttur á húðinni og gefur góðan raka.

Mádara Acne Blemish

Þetta krem inniheldur ótrúlega flott innihaldsefni sem vinna gegn bólum og öðrum óhreinindum. Inniheldur innhaldsefni á borð við Salicylic sýru en hún hjálpar til við að draga út óhreinindi í burtu, Tea Tree sem ótrúlega sótthreinsandi fyrir húðina og plöntu stofnfrumur sem eru róandi fyrir húðina. Varan er glútenlaus, vegan og cruelty free.

Ég set þetta krem á bólur áður en ég fer að sofa og hjálpar þetta bólunni að fara fyrr eða koma í veg fyrir hana þegar hún er myndast.

Mádara Ocean Love Gjafakassi

Gjafakassi sem inniheldur Daily Defence Ultra Rich Balm sem er viðgerðarkrem, verdnar og kemur í veg fyrir þurrk og roða. Kremið hentar bæði fyrir andlit, varir og hendur. Einnig er góð andlitssápa sem hreinsar húðina vel.

Mádara SOS Revive Hydra augnkrem

Augnkrem sem dregur úr þurrk og roða. Augnsvæðið okkar er svo ótrúlega viðkvæmt og því mikilvægt að nota krem sem hentar því svæði.

Mádara Cleansing Milk

Rakagefandi, róandi og mýkjandi hreinsimjólk. Hreinsimjólk sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og hentar einstaklega vel viðkvæmri húð.

Mádara SOS Hydra Star Gjafakassi

Fallegur gjafakassi sem inniheldur þriggja þrepa húðrútínu úr SOS Hyrda Star línuna frá Mádara. Þetta er sniðugur gjafakassi fyrir þá sem vantar góða húðrútínu eða raka.

Mádara Anti 20 sec hands spray

Sótthreinsirinn inniheldur 70% hreint jurtaspritt, sýkladrepandi og róandi kraft úr trönuberjum, roðrunnaberjum (Quince) og kamillu. Einnig inniheldur sprittið betaín sem viðheldur rakajafnvægi húðarinnar. Mikilvægt að vera með sótthreinsisprey í hverjum vasa og tösku.

 

 

BÆTIEFNI

Heilsuhúsið er einnig með held ég með eitt flottasta úrvalið af bætiefnum. Mér finnst líka vefversluninn þægilega sett upp þannig auðvelt sé að finna hvaða bætiefni maður er að leita af.

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

RISA TAX FREE: HÁTÍÐARFÖRÐUN

Skrifa Innlegg