*Færslan er í samstarfi við Mynto og Sleepy á Íslandi
Halló!
Mig langaði að deila með ykkur nýja rúminu mínu eða réttara sagt nýju dýnunni minni. Ég og Steinar kærasti minn vorum lengi búin að vera pæla í nýrri dýnu. Eftir að ég eignaðist dóttur mína byrjaði ég að sofa verr og tengdi það alltaf bara við það að vera ný og þreytt mamma. Síðan fór ég að pæla í umhverfinu, til dæmis að muna taka vítamín, hreyfing og hugsa vel um mig. Ég fór meira segja í blóðprufur og fékk vottorð til að fara til sjúkraþjálfara. Það kom samt sem áður allt vel út og þá fór ég að pæla í rúminu og svefninum almennt. Við sáum þá að dýnan okkar var orðin þreytt og var orðin frekar ójöfn. Ég tók því samstarfinu við Mynto og Sleppy fagnandi. Við fórum að skoða dýnuna og fengum að prófa hana fyrir samstarfið. Ég hefði aldrei pælt í því að fá mér nýja dýnu hefðum við verið ánægð með okkar en eins og við lásuð hérna að ofan þá var ég orðin frekar þreytt og þreytt á því að vera þreytt. Maður byrjar að kunna að meta góðan svefn ennþá meira eftir að maður eignast barn.
Það sem heillaði mig við Sleepy dýnuna er að hún er laser skorin frá enda í enda sem þýðir að hún andar einstaklega vel. Það er líka skemmtilegt að segja frá því að eftir að við fengum dýnuna þá fengu tengdaforeldrar mínir sér hana líka. Þau sögðu að í fyrsta skipti í langan tíma vöknuðu þau ekki sveitt og heitt, og þetta er vegna þess að dýnan andar svo vel! Einnig er MicroFiber Technology í áklæðinu sem dregur í sig raka og hægt er að þvo á 60 gráðum.
Dýnan kemur í handhægum kassa og er því mjög auðvelt að skella í bílinn. Það þarf því ekki að redda stærri bíl eða kaupa auka flutningsþjónustu.
Hybrid koddinn er einstakur, hæðastillanlegur, NASA technology og hefur farið sigurför í Evrópu. Koddinn heldur jafnvægi á hitanum og helst því kaldur. Magnað!
Samkvæmt neytendakönnunum þá er þetta besta dýnan í Evrópu og hefur Sleepy verið eitt fremsta fyrirtæki Evrópu í Svefnlausnum í tæp 40 ár.
Mér finnst líka algjör kostur að Sleepy bíður uppá 120 nátta prófun, sem þýðir að fólk getur notið þess að sofa á dýnunni í tæpa fjóra mánuði og fær fulla endurgreiðslu ef það er ekki í skýjunum. Einnig er 10 ára ábyrgð á dýnunum frá Sleepy.
Mynto og Sleepy bjóða núna uppá 20% afslátt af öllum vörum frá Sleepy. Afslátturinn gildir aðeins á Mynto, mynto.is og í Mynto appinu. Tilboðið gildir 16. ágúst til 29. ágúst og það er frí heimsending!
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg