fbpx

BESTU SNYRTIVÖRURNAR

SNYRTIVÖRUR

SNYRTIVÖRUR ÁRSINS 2017

Gleðilegt nýtt ár! Ég er svo sannarlega tilbúin í 2018 og hlakka til að halda áfram að vera með ykkur hérna á Trendnet. Fyrsta færslan mín 2018 verður um bestu snyrtivörurnar 2017 en þessi færsla er búin að taka langan tíma og búið að vera erfitt að velja á milli. Mér leið einsog ég væri að gera uppá milli bestu vinkvenna minna eða halda framhjá haha.. mjög dramatísk en það eru bara til svo margar góðar snyrtivörur.

Þessar vörur eru í engri sérstakri röð en þetta eru mínar uppáhalds vörur árið 2017 en það eru margar aðrar sem ég held mikið uppá en ef ég ætti að minnast á allt þá væri þessi listi alltof langur haha..

*Færslan er ekki kostuð en inniheldur affiliate links

LANCOME STICK FOUNDATION

 

 

Þetta er einn af mínum uppáhalds förðum. Ég kynntist honum samt frekar seint á þessu ári en hann er strax komin í topp 5. Þetta er ótrúlega léttur en samt sem áður þekjandi farði frá Lancome, blandast mjög auðveldlega og myndast vel.

Fæst í Hagkaup

 

INIKA LIQUID FOUNDATION

 

Þetta er minn “go to” farði og gríp ég alltaf í þennan dagsdaglega. Farðinn gefur fallega og létta áferð. Inika er lífrænt snyrtivörumerki sem er búið að koma mér endalaust á óvart, gæðin eru mjög góð og eru innihaldsefnin ótrúlega hrein.

Fæst hér

BECCA BACKLIGHT PRIMING FILTER

Þessi farðagrunnur er fullkominn til þess að blanda við farða eða nota undir farða en þetta gefur fallegan ljóma. Ég er mikið búin að tala mikiði um þennan primer áður þannig ég ætla ekki að fara í mikið smáatriði en ég mæli með honum 100%.

Fæst í Hagkaup 

GLOWSTARTER – GLAMGLOW

 

Þetta er ljómandi rakakrem frá GlamGlow og ég nota þetta alltaf undir farða. Þetta gefur húðinni góðan raka og fallegan ljóma á sama tíma. Hentar sérstaklega vel í kuldanum á Íslandi!

Fæst hér

MILK MAKEUP BRONZER

Þetta er besti krembronzer sem ég hef prófað. Hann blandast einfaldlega óaðfinnanlega og mótar húðina náttúrulega.

Fæst í Sephora

NYX LINGERIE

Þessi er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér en þetta er krem augnskuggi frá Nyx Professional Makeup og fæ ég nánast alltaf spurningu um hvað ég sé með á augnlokunum þegar ég er með hann. Þessi krem augnskuggi helst á augnlokunum allan daginn og mjög sniðugt að nota sem augnskuggagrunn.

Fæst í Hagkaup Kringlunni og Hagkaup Smáralind

SENSAI BRONZING GEL

 

 

Ég notaði þetta mikið í sumar en þetta gefur húðinni fallegan lit og ljóma. Það er líka hægt að blanda þessu við farða til þess að fá smá ljóma og ferskleika eða nota eitt og sér.

Fæst í Hagkaup

 

GINZING ENERGY-BOOSTING SPRAY – ORIGINS

 

Ég elska að nota rakasprey og nota þau mikið í gegnum alla förðunina. Þetta Ginzing sprey frá Origins er æðislegt til þess að gera förðunina ferskari og láta hana endast lengur. Það er líka sniðugt að nota rakaprey með augnskuggum til þess að gera þá litsterkari.

Fæst hér

 

NAKED HEAT – URBAN DECAY

 

Það var erfitt að velja bara eina augnskuggapallettu fyrir árið 2017, það voru ótrúlega margar flottar pallettur sem stóðu uppúr. Naked Heat kom út á þessu ári og er ég búin að nota hana mikið síðan að ég fékk hana í hendurnar. Litirnir í pallettunni eru fullkomnir fyrir mig og blandast ótrúlega vel út.

Fæst í Hagkaup Kringlunni og Hagkaup Smáralind

BAKED BRONZER – INIKA

Sólarpúður finnst mér oft vera stór partur af fallegri förðun og er þetta sólarpúður frá INIKA eitt af mínum uppáhalds. Þetta gefur fallegan hlýjan tón og mótar andlitið á náttúrlegan hátt.

Fæst hér

BELLINI – OFRA

Ég er ekki mikið fyrir kinnaliti en þessi er gullfallegur. Hann er mjög látlaus en gerir samt heilmikið, mér finnst hann passa við flest allar farðanir og er alveg mattur. Stundum finnst mér of mikið að vera með ljóma í kinnalitnum og síðan highlighter, þannig þessi er fullkominn.

Fæst hér

MAYBELLINE AGE REWIND

Þessi vakti mikla lukku hérna á blogginu en hann kom loksins til Íslands eftir langa bið. Mér finnst þessi hyljari þekja mjög vel, myndast vel og síðan er hann á mjög góðu verði sem skemmir ekki fyrir.

Fæst í Hagkaup

EYLURE – DUOS&TRIOS

Þetta eru uppáhalds augnhárin mín en ég elska að geta leikið mér með það hvernig augnhár ég vil, ýkt eða látlaus. Ég nota þau ef ég vil gera eitthvað “extra” dagsdaglega og líka þegar ég er “full glam”. Það er líka hægt að nota sama pakkann allavega þrisvar sinnum.

Fæst hér

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

BESTU HÚÐVÖRURNAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Rósa

    7. January 2018

    Hvaða litir af NYX LINGERIE eru í uppáhaldi hjá þér?