fbpx

BEST MAKEUP GOLDEN GLOBES 2019

FÖRÐUNINNBLÁSTUR

Halló! Mig langaði að fara yfir með ykkur að mínu mati flottustu farðanirnar á Golden Globes sem var haldin hátíðleg í gær. Mér finnst alltaf gaman að sjá glamúrinn, fallegu flíkurnar og farðanirnar á rauða dreglinum. Förðun á rauða dreglinum verður fyrst og fremst að vera myndahæf og passa verður að förðunin komi vel út frá öllum sjónarhornum. Þess vegna skipta öll lítil smáatriði miklu máli og förðunin verður að tóna vel við heildarútlitið.

Ég ætla að fara yfir með ykkur flottustu farðanirnar að mínu mati:

 

LADY GAGA

Bjartir og fallegir kaldir bláir tónar! Það má segja að Lady Gaga hafi stolið senunni en margir voru mjög hrifnir af hennar heildarútliti. Það passar allt svo vel saman fallegi blái kjólinn, skartið, hárið og förðunin. Á augunum er dramatísk og falleg skygging með fjólubláum tónum og áberandi silfurlitaður augnskuggi settur yfir allt augnlokið. Ég elska hvað augun eru dramatísk en passa fullkomlega við bláa pastel hárið og kjólinn. Hún er svo flott!

 

EMMA STONE

Fallegir ferskjutónar! Emma Stone hittir alltaf í mark þegar kemur að rauða dreglinum en mér finnst ferskjutónarnir fara henni einstaklega vel og er mjög skotin í þessum kinnalit.

LUPITA NYONG’O

Dökkblár maskri og eyeliner! Lupita er ekki hrædd við að nota liti og er ég alltaf spennt að sjá hvaða kjóll hefur orðið fyrir valinu og hvernig förðunin hennar er. Það fer henni líka einstaklega vel að vera í litum.

EMILY BLUNT

Látlaust og slifur! Einstaklega falleg og látlaus förðun. Húðin mjög falleg, engin áberandi eyeliner og stök augnhár. Kjólinn hennar er líka æðislegur og fékk algjörlega að njóta sín.

THANDIE NEWTON

Gullfallegt smokey! Það eru ekki margir sem þora að vera með dökkt smokey á rauðadreglinum eða það var allavega ekki áberandi í ár. Þetta smokey fer henni einstaklega vel. Smokey rammar oft augun svo fallega og leyfir þeim að njóta sín. Síðan er flott hvað hárið er áberandi og kjólinn, tónar allt mjög vel saman.

LILI REINHART

Látlaust rautt smokey! Þetta rauða smokey er svo flott og tónar mjög vel við blágrænu augun hennar. Rauður litur ýkir oft augnlitinn hjá bláum og grænum augum. Það er algjörlega leyft rauða litnum að njóta sín og því engin áberandi eyeliner eða augnhár. Love it!

JULIA ROBERTS

Bronze og hlýjir tónar! Mér finnst Julia Roberts vera merki um tímalausa fegurð. Hún geislar alltaf og förðunin alltaf uppá tíu. Húðin er falleg og hlý.

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT ÁR - NÝ ÉG?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1