fbpx

BEAUTY BEYOND SIZE

BODY POSITIVITY

Ég hef lengi ætlað að segja ykkur frá einni konu sem ég lít mikið upp til. Hún kom einnig til landsins í dag, þannig ég held að það sé tilvalið að segja ykkur frá henni. Ashley Graham er fyrirsæta og ofurbomba. Hún er þekkt fyrir líkamann sinn og fyrir að vera “óhefbundin” fyrirsæta. Hún er í yfirstærð og hefur lengi verið að vekja athygli á því að konur geti verið í öllum stærðum og gerðum. Mottó Ashley er “Beauty beyond size”, sem mér finnst æðislegt og hefur svo fallega merkingu. Það eru allir flottir í sínum líkama og allir líkamar eru mismunandi, einsog þeir eru margir. Það er líka einstaklega jákvætt að sjá að hún breytir myndunum sínum ekki á samfélagsmiðlum.

Þegar ég byrjaði að fylgjast með Ashley varð ég strax mjög hrifin af henni. Ashley sýnir margt sem var og er tabú á samfélagsmiðlum. Ég varð samt sem áður ástfangin af henni þegar ég sá myndina hér að ofan sem hún deildi á instagram, undir henni stóð “I workout. I do my best to eat well. I love the skin I’m in. And I’m not ashamed of a few lumps, bumps or cellulite.. and you shouldn’t be either”. Þessi mynd og þetta caption undir myndinni finnst mér alveg magnað. Það er ótrúlegt hvað ein mynd getur haft mikil áhrif á mann. Þarna er gullfalleg kona sem er með sjálfstraust uppá tíu og elskar líkamann sinn. Það er eitthvað sem mig langar að tileinka mér og hvet alla til þess að gera það líka.

Ég mæli svo sannarlega með að fylgja henni á instagram – @ashleygraham

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TO BUY OR NOT TO BUY: KKW BEAUTY

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Guðrún Sørtveit

      2. August 2018

      Gaman að heyra <3 Hún er flottust!