fbpx

Á BAKVIÐ TJÖLDIN: MYNDATAKA FYRIR REAL TECHNIQUES

BURSTARSAMSTARF

Fyrir tveimur vikum var ég í myndatöku fyrir Real Techniques. Þetta var ótrúlega skemmtileg myndataka og tók Íris Dögg snillingur myndirnar. Þetta var dálítið út fyrir minn þægindarramma en þetta gekk mjög vel og er spennt að sjá útkomuna.

Ég er varla að trúa því að ég hafi verið í myndatöku fyrir Real Techniques. Þetta merki er búið að vera í miklu uppáhaldi síðan að ég byrjaði að mála mig. Fyrstu burstarnir sem ég eignaðist voru frá Real Techniques og er ég ennþá að nota sömu burstana. Þegar ég var að byrja á samfélagsmiðlum eða nánar tiltekið á snapchat, sem færðist síðan yfir í blogg og instagram sirka ári seinna. Þá hafði Real Techniques samband við mig og vildu senda mér bursta til þess að prófa. Ég var svo glöð, hissa og spennt að ég fór að gráta haha. Ég var svo yfir mig ánægð og stolt af sjálfri mér! Þegar ég byrjaði á snapchat þá var ég einungis að gera það til gamans og hélt að þetta myndi aldrei fara neitt lengra eða verða að einhverju. Ég er ekkert smá stolt af samstarfi mínu við Real Techniques og ég hlakka til að segja ykkur meira frá framhaldinu síðar.

Hérna eru nokkrar myndir á bakvið tjöldin –

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Takk fyrir að lesa og ég er spennt að sýna ykkur myndirnar!

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

LIFE'S A PEACH: ILMANDI KINNALITUR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Andrea

  2. May 2018

  Flott
  Hlakka til að sjá ❤️

 2. Hlínza

  2. May 2018

  Svo falleg!!