fbpx

ÁSLAUG RÚN

LÍFIÐ

Halló!

Við ákváðum að gefa dóttur okkar nafn um helgina en eins og svo margir aðrir ákváðum við að fresta nafnaveislunni um nokkra mánuði útaf ástandinu. Við ákváðum að hittast bara með foreldrum okkar, með tvo metra á milli og engin knús.. mjög skrítið. Mér fannst mjög skrítið og erfitt að tilkynna nafnið í gegnum netið og geta ekki knúsað fólkið mitt eða séð viðbrögðin þeirra þegar við tilkynntum nafnið en við ætlum að halda veislu seinna og þá verður sko fagnað! Þegar við tilkynntum nafnið þá var mikið grátið af gleði og það var gaman að geta glatt fólkið sitt á þessum skrítnu og erfiðu tímum.

Mér líður eins og ég sé búin að vera bíða eftir þessu mómenti alla meðgönguna, þótt að ég vissi ekki nafnið en þá vissi ég að við myndum velja nafn fyrir hana. Okkur fannst mjög erfitt að ákveða nafn og staðfestum við bara nafnið fyrir nokkrum vikum. Við vorum hinsvegar komin með nokkur nöfn en svo þegar hún kom í heiminn fannst okkur ekkert passa við hana. Þetta er svo stór ákvörðun að ákveða nafn við fyrir einhvern eða það finnst mér. Síðan þegar hún var nokkra vikna kom nafnið upp, Áslaug Rún.

Hvaðan kom nafnið?

Mér finnst sjálfri svo gaman að heyra ástæðu og merkingu á bakvið nöfn. Stundum er eitthver ástæða fyrir nafninu og stundum ekki en alltaf jafn gaman að heyra afhverju fólk velur þetta ákveðna nafn fyrir barnið sitt. Ég er ein af þeim sem bíð spennt að heyra kannski nafn á barni sem ég þekki ekki haha. Mig langar því að deila með ykkur ástæðunni á bakvið nafnið hennar.

Dóttir okkar fékk nafnið Áslaug Rún en Áslaug er í höfuðið á mömmu minni og Rún er í höfuðið á systur hans Steinars. Þetta er hinsvegar búið að vera “mitt” nafn í mörg ár eða síðan ég var lítil. Litla systir bestu vinkonu minnar heitir Áslaug Rún og fannst mér það alltaf svo fallegt nafn þegar ég var lítil og sagði ég alltaf að ef ég myndi eignast stelpu myndi hún heita Áslaug Rún. Síðan hélt ég svo innilega að ég myndi aldrei eignast stelpu, hélt að ég myndi eignast strák, veit ekki afhverju en kannski útaf ég á tvo bræður og fannst eitthvað svo fjarstæð hugsun að ég myndi eignast dóttur. Þannig mér finnst fallegt að hugsa út í það að Áslaug Rún átti alltaf að koma og verða dóttir mín.

Þakklát fyrir hana Áslaugu Rún mína. Það er samt smá skondið að hún ákvað að láta bíða eftir sér í rúmar tvær vikur, mætti í rauðri viðvörun á Valentínusardaginn og svo daginn sem við ákváðum að tilkynna nafnið hennar er gul viðvörun. Hún verður eitthvað <3

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

LÍFIÐ ÞESSA DAGANA

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    24. March 2020

    Til hamingju með fallega nafnið – ótrúlega gaman að lesa söguna á bakvið það <3

  2. Hildur Sif

    25. March 2020

    Til hamingju með þetta fallega nafn yndis <3