*Færslan er unnin í samstarfi við Real Techniques
BRAND AMBASSADOR REAL TECHNIQUES
“Ég er varla að trúa því að ég hafi verið í myndatöku fyrir Real Techniques. Þetta merki er búið að vera í miklu uppáhaldi hjá mér síðan að ég byrjaði að mála mig. Fyrstu burstarnir sem ég eignaðist voru frá Real Techniques og er ég ennþá að nota sömu burstana. Þegar ég var að byrja á samfélagsmiðlum eða nánar tiltekið á snapchat, sem færðist síðan yfir í blogg og instagram sirka ári seinna. Þá hafði Real Techniques samband við mig og vildu senda mér bursta til þess að prófa. Ég var svo glöð, hissa og spennt að ég fór að gráta haha. Ég var svo yfir mig ánægð og stolt af sjálfri mér! Þegar ég byrjaði á snapchat þá var ég einungis að gera það til gamans og hélt að þetta myndi aldrei fara neitt lengra eða verða að eitthverju. Ég er ekkert smá stolt af samstarfi mínu við Real Techniques og ég hlakka til að segja ykkur meira frá framhaldinu síðar.”
Þið munið kannski eftir myndatökunni sem ég sagði ykkur frá sem tekin var fyrir Real Techniques í sumar og skrifaði ég þetta að ofan í samnefndri færslu, þið getið séð myndir á bakvið tjöldin hér. Núna get ég loksins sagt ykkur frá því að ég er nýja andlit Real Techniques á Íslandi eða Brand Ambassador merkisins. Ég er ótrúlega stolt af því að vera andlit Real Techniques og eru það margar ástæður fyrir því. Real Techniques fyrir mér er merki sem allir geta notað, burstarnir eru einfaldir og góðir í notkun. Þeir eru fyrir alla, byrjendur eða lengra komna og eru aðgengilegir öllum, einnig á góðu verði. Burstarnir eru cruelty free en þeir eru gerðir úr gervihárum sem má nota fyrir púður eða krem vörur. Burstana er ég búin að nota síðan ég byrjaði að læra förðun og eru þetta núna einu burstarnir sem ég nota.
Ég mun því halda áfram að skrifa um Real Techniques, fræða, kenna og deila með ykkur nýjungum. Það eru margar spennandi nýjungar frá Real Techniques væntanlegar sem ég hlakka til að deila með ykkur!

Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir

Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir

Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir

Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir
Ég er dugleg að sýna frá því á instagram hvernig mér finnst best að nota burstana og nýjungar. Þið getið einmitt séð nýjustu viðbótina við Real Techniques fjölskylduna núna á instagraminu mínu @gudrunsortveit xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg