fbpx

ALLIR ÆTTU AÐ SOFA MEÐ SILKIKODDAVER

DEKURGÓÐ RÁÐHÁRHÚÐHÚÐRÚTÍNA
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Halló!

Ég hef í mörg ár ætlað að kaupa mér silkikoddaver eftir að ég sá meðmæli frá hinni umdeildu Kim Kardashian West fyrir nokkrum árum ..“I always sleep on a silk pillowcase. The silk is really good for your skin and hair – and it’s SO soft,”. Kim ásamt mörgum öðrum þekktum einstaklingum sem pæla mikið í útlitinu, nota silkikoddaver. Mér fannst þetta ótrúlega áhugahvert og fór því að lesa mig meira til um silki. Ég eignaðist síðan fyrir nokkrum vikum fallegt silkikoddaver frá versluninni Loforð sem er gert úr Mulberry silki sem er eitt af því besta sem finnst og í hæsta gæðaflokki. Mulberry silki er 100% náttúrulegt og margir kostir við að nota það.

Eins og ég sagði hér að ofan þá eru margir kostir við það að sofa á silkikoddaveri. Silki er gætt þeim eiginleikum að kæla og hita eftir því hvað við á. Silki er einnig nærandi og mjúkt fyrir bæði húð og hár. Kemur einnig í veg fyrir að hárið verði úfið og slitni. Húðin krumpast ekki jafn auðveldlega eða teygist og kemur því í veg fyrir fínar línur. Mulberry silkið inniheldur líka litlar koparagnir sem hafa bakteríudrepandi áhrif. Húðvörur haldast betur á húðinni og einnig andar húðin betur þegar það sefur á silkinu.

Ég er svo hrifin af þessu og finnst ég einmitt ekki vakna með koddafar í andlitinu sem getur haft áhrif á húðina. Þetta er líka einföld leið til þess að betrum bæta húð og hár rútínuna sína. Síðan er þetta líka bara svo mjúkt og gott að sofa á þessu.

Koddaverið sem ég fékk mér er handlitað í “tie dye” stíl en það eru til fullt af öðrum fallegum litum.

Allir að sofa með silkikoddaver!

Þið getið keypt koddaverið hér

Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx

 

BLACK FRIDAY & CYBER MONDAY Í HEILSUHÚSINU

Skrifa Innlegg