Halló!
Afmælismánuðurinn og afmælisvikan mín formlega hafin. Ég ákvað samt sem áður að ná mér í smá haustflensu svona rétt fyrir afmæli en ég hef fulla trú á því að engifer og vítamín eiga eftir að bjarga mér.
Það er mjög langt síðan að ég gerði óskalista og finnst mér sjálfri alltaf gaman að lesa hjá öðrum. Þetta er aðsjálfsögðu bara listi yfir hluti sem mig er búið að langa í lengi. Hlutir handa mér eru þó eitthvað sem eru neðst á mínum lista þessa dagana en ég er nánast alveg búin að skipta yfir í barnafataverslanir.
1. Frederik Bagger Crispy kokteilglös í litnum Topaz
Gullfalleg bleik glös frá Frederik Bagger. Ég er að safna glösunum frá honum í bland við IITTALA.
2. by my letra Maze Lása hálsmen
Skartið frá My Letra er í miklu uppáhaldi hjá mér og er ég nánast með það á mér daglega. Mér finnst þessir lása hálsmenn svo ótrúlega flott og hægt að nota við margt.
Mér finnst mjög fyndið að vera með strá á óskalistanum mínum en þessi strá eru svo falleg. Þetta er einstaklega fallegt núna fyrir haustið.
Draumakápa! Mér finnst hún svo falleg og klassísk. Það er mikið notagildi í henni, hægt að vera í henni við strigaskó og hæla.
Við eigum fimm matardiska og er því alltaf næst á dagskrá hjá mér að fara fá mér fleiri. Mér finnst þessir diskar einstaklega fallegir.
Núna er ég mikið að reyna taka mig á og hætta að nota einnota ferðmál. Ferðmál í gjöf finnst mér alltaf sniðugt og þetta hérna er einstaklega fallegt.
7. Fanny taska Andrea By Andrea
Fanny hliðartaskan frá Andreu er búin að vera lengi á óskalistanum mínum. Ég sé mikið notagildi í henni og er algjör klassík í fataskápinn.
Það er svo gaman að geta prentað út myndir en mig langar virkilega að bæta mig í því. Það er smá leiðinlegt hvað allar myndirnar manns eru bara í símanum.
Góðir skór fyrir veturinn er eitthvað sem mig vantar. Mér finnst þessir skór passa við svo margt og eitthvað sem maður á í mörg ár.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg