Afmæli afmæli.. já ég á afmæli eftir nokkra daga og verð 24 ára! Mér finnst svo stutt síðan að ég fagnaði 20 ára afmælinu mínu.
Ég er mjög mikið afmælisbarn og tel alltaf niður dagana þangað til ég á afmæli, sem er núna á föstudaginn. Það er bara eitthvað við það að eiga afmæli og fagna með þínum nánustu. Mér finnst mikilvægt að fagna hverju ári og vera þakklát.
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum hlutum sem eru á óskalistanum mínum en þetta er samt meira draumalisti..
1. DRANGAJÖKULL – 66° NORÐUR
Þessi úlpa er búin að vera á óskalistanum mínum lengi og verður það örugglega aðeins lengur en þetta er hrikalega flott úlpa frá 66° norður og heitir Drangajökull. Mér finnst svo flott hvað hún er kolsvört og síð.
2. MARSHALL HÁTALARI
Þessi er búin að vera á óskalistanum í svolítinn tíma núna en mér finnst þessi hátalari ótrúlega töff og kæmi sér vel þegar ég eigast íbúð, sem verður vonandi bráðum!
3. FUJI INSTAX MINI 70
Ég elska að taka myndir og finnst þessi mjög flott en ég held að þetta sé nýrri týpan frá Fuji. Mér finnst ég ekki nógu dugleg að prenta út myndir og þetta er því frábær lausn, þá get ég fangað skemmtileg augnablik.
4.NIKE AIR ZOOM PEGASUS 34
Þessir eru búnir að vera á óskalistanum í allt sumar en mig er búið að langa í góða hlaupa skó. Ég er búin að spurja marga með hvaða hlaupaskóm þeir mæla með og þessir verða alltaf fyrir valinu. Ég finn það bara hvað það munar miklu að vera í góðum skóm þegar maður hleypur.
5.NIKE W NK PWR LGNDRY TGHT HI RISE
Þetta eru bara klassískar svartar æfingarbuxur, mjög háar upp og er eitthvað sem mig vantar en allar mínar eru með eitthverju munstri.
6. BLÓMKOLLUR BY SIGGA SOFFÍA
Falleg rúmföt er eitthvað sem er á óskalistanum mínum fyrir framtíðaríbúðina mína en ég sá þessi á facebook og finnst þau gullfalleg. Sagan á bakvið þau er líka svo einlæg og falleg en þetta er íslensk hönnun eftir Siggu Soffíu.
7.DANIEL SWORD BRACELET
Þessi armbönd frá Daniel Sword eru mjög falleg og stílhrein. Ég er mjög mikið fyrir einfalt skart og gæti hugsað mér þetta við úrið mitt.
8. DR.MARTENS – FUR LINED LEONORE WYOMING
Fallegir skór fyrir veturinn.. þessir kæmu sér ótrúlega vel í vetur.
Mér finnst þetta allt svo fallegir hlutir og kannski einn daginn mun ég eignast þá en vonandi fannst ykkur gaman að sjá hvað sé á óskalistanum mínum xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg