Guðrún Sørtveit

ÆÐISLEGT VARASERUM FYRIR ÞURRAR VARIR

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Ég held að flestir tengi við þurrar varir á veturnar. Mínar varir eru að finna fyrir verður breytingunum og kuldanum. Ég reyni alltaf að vera dugleg að setja á mig varasalva eða eitthvað nærandi fyrir varirnar sérstaklega á þessum tíma árs. Það er samt eitt sem mér finnst mjög leiðinlegt að gera en það er að muna eftir að setja á mig varasalva áður en ég mála mig. Mér finnst það oft svo óþægilegt, varasalvar eru oft mjög þykkir og því finnst mér áferðin á varalitnum oft verða öðruvísi. Ég held ég sé búin að finna lausn á því en ég fékk snilldar vöru um daginn frá INIKA en þetta er varaserum. Formúlan er ótrúlega þunn og er því mjög þægilegt að setja þetta á undan varalitum.. og þá sérstaklega möttum varalitum sem eiga það til að þurrka varirnar. Þessi vara í stútfull af góðum innhaldsefnum sem eru meðal annars, grænt te, Jojoba, Shea Butter, rósaberja olía og sólblóm. Þetta gefur góða næringu, engin litur og inniheldur vitamín E sem er mjög rakagefandi fyrir húðina. Það skemmir síðan ekki fyrir að varan er 91% lífræn.

 

Þetta er mjög þægilega vara, þú einfaldlega berð þetta á varirnar einsog gloss en þetta er samt ekkert einsog gloss þegar að það kemur að formúlunni.

Fullkomið í veskið!

Þið getið fylgst með mér líka hér..

Snapchat: gsortveitmakeup
Instagram: gudrunsortveit

TRENDNET GOODIE BAG

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Anna

  8. January 2018

  Hvar er þetta selt? :)

  • Guðrún Sørtveit

   9. January 2018

   INIKA fæst meðal annars í Lyfju, Lyf og Heilsu og Hagkaup :-D