Halló!
Það styttist óðum í haustið og ég verð að viðurkenna að ég er bara orðin mjög spennt fyrir haustinu, einhver annar að tengja við það? September er uppáhalds mánuðurinn minn enda afmælismánuðurinn minn en þá fer allt í rútínu og mér finnst maður fá mikla orku. Ég er að fara byrja í skólanum og margt spennandi sem sem tengist barninu framundan.
Mig langaði að deila með ykkur förðunartrendum haustsins 2019. Margt sem kemur alltaf aftur í tísku en margt nýtt og gaman að sjá að neon liturinn heldur áfram að njóta síðan og meðal annars ljóminn.
1. Mattar rauðar varir
Dökkar varir koma alltaf aftur í tísku á haustin. Ég hlakka mikið til að setja á mig dökkar varir, fara í haustkápuna mína og fá mér kaffi.
2. Kinnalitur
Kinnalitur kemur sterkur inn í haust.
3. Eyeliner
Áberandi eyeliner og grafískur eyeliner kemur sterkt inn í haust.
4. Ljómandi varir
Gloss og ljómandi varir verða mjög áberandi. Ég er mikill aðdáandi glossins.
5. Náttúrulegt smokey
Það heldur áfram að vera mjög áberandi náttúruleg förðun eða þetta “no makeup, makeup” og meðal annars þegar kemur að augnskuggum.
6. Neon
Neon heldur áfram að koma sterkt inn í haust!
7. Látlaust glimmer/mikið glimmer
Látlaust glimmer og glimmer steinar til dæmis verða áberandi.
Þessi öll trend er eitthvað sem ég get hugsað mér að vera með en hvað finnst ykkur?
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg