fbpx

6 GÓÐ RÁÐ FYRIR ÞURRA HÚÐ

DEKURGÓÐ RÁÐHÚÐRÚTÍNASNYRTIVÖRUR
*Vörurnar í þessari færslu voru fengnar að gjöf eða í gegnum samstarf

Veturinn er kominn með sitt kalda veður. Ég verð alltaf jafn hissa hvað er kalt á Íslandi þegar ég hoppa út á leðurjakkanum og bölva síðan hvað er kalt.. týpiskur Íslendingur? En það er á þessum tíma árs sem húðin manns fær virkilega að finna fyrir kuldanum og verða oft miklar breytingar á húðinni. Húðin verður oft viðkvæmari, varaþurrkur og þurr húð. Mig langar að deila með ykkur mínum ráðum þegar kemur að þurri húð eða bara hvaða húðtýpu sem er. Ég er sjálf með olíu mikla húð en fer samt eftir öllum þessum skrefum.

1. Drekka nóg af vatni

Þetta er ótrúlega basic en mjög mikilvægt. Líkaminn þarf vatn og það sést að innan, sem og utan ef við erum ekki að drekka nógu mikið vatn. Íslenska vatnið er líka langbest og erum við heppin að geta alltaf fengið okkur vatn.

2. Gott rakakrem og augnkrem

Það er mikilvægt allan ársins hring að nota gott rakakrem til þess að viðhalda raka í húðinni. Núna er það þó en mikilvægara að nota rakameiri krem og mæli ég með að nota krem sem eru aðeins feitari.

3. Nota olíur

Það eru margir oft hræddir við að nota olíur og var ég það einu sinni líka því að ég er með olíu mikla húð. Olíur eru einstaklega nærandi og getur bjargað húðinni.. þá sérstaklega á veturnar.

4. Nota rakamaska

Raki raki raki! Það er svo mikilvægt að húðin sé að fá nógu mikin raka. Maskar eru það öflugasta sem við getum gert fyrir húðina á stuttum tíma og heima fyrir. Ég mæli með að koma því í rútínu að setja á sig góðan rakamaska að minnsta kosti einu sinni í viku.

5. Andlitsnudd

Andlitsnudd getur gert ótrúlega mikið fyrir mann. Ég sjálf er búin að vera nudda á mér andlitið núna í nokkra mánuði og finn ótrúlegan mun á húðinni. Ávinningar andlitsnudds eru þeir að þetta eykur blóðflæði húðarinnar, húðin verður meira ljómandi og verður húðin stinnari.

6. Rakasprey

Ég nota rakasprey óspart á daginn og finnst það gera ótrúlega mikið. Rakasprey gefa raka, næra og taka í burt púðuráferð sem á það oft til að myndast á þurri húð. Það er gott ráð að vera alltaf með rakasprey í töskunni og spreyja í gegnum daginn.

Hérna eru síðan vörur sem ég persónulega nota

Allar þessar vörur eru ótrúlega nærandi og gefa góðan raka.

Laugar Spa olían – Nærandi olía sem hægt er að blanda við rakakrem eða rakamaska til þess að fá ennþá meiri raka. Fæst hér.

BiOEFFECT OSA WATER MIST – Þetta sprey gefur mikin raka og ég myndi segja að þetta eigi frekar heima í húðrútínunni heldur en förðunarrútínunni, þótt það sé auðvitað hægt að nota í bæði.

La Mer Moisturizing Cream – Ég hef sagt ykkur áður frá þessu kremi en þetta er algjört töfrakrem. Mér finnst það næra húðina einstaklega vel og halda rakanum í húðinni yfir daginn. Ég setti þetta á vinkonu mína um daginn sem er með mjög þurra húð og það var eins og hún væri komin með allt aðra húð, algjört töfra krem! Það er dýrt en mér finnst það vera þess virði ef maður er tilbúin að fjárfesta í húðinni sinni. Ég mæli þó algjörlega með þessu kremi fyrir 25 +. Ég heyrði einu sinni mjög góðan punkt, maður á að spara þegar kemur að förðunarvörum en ekki húðvörum.

Ethiopian Honey Mask frá The Body Shop – Mjög nærandi maski frá The Body shop sem inniheldur hunang og er einstaklega róandi fyrir húðina. Fæst hér.

Aloe Shooting Eye & Lips – Þetta augnkrem finnst mér æðislegt vegna þess að þetta er bara raki, ekkert annað. Þetta hentar vel fyrir viðkvæma og þurra húð vegna þess að það eru engin viðbætt rotvarnarefni, litarefni, ilmefni eða alkóhól. Fæst hér.

Twin-Ball Revitalising Facial Massager – Þetta er andlitsnuddtækið sem ég er búin að vera nota og mæli 100% með! Fyrir utan það hvað þetta er gott og notalegt fyrir húðina þá er þetta að hjálpa henni mikið. Ég mæli með að setja olíu fyrst á húðina og nudda síðan. Fæst hér.

Vonandi hjálpar þetta en ég ákvað deila með ykkur vörunum sem hafa virkað fyrir mig. Þið þurfið þó ekki að eignast þetta allt en kannski getur eitthvað af þessum punktum hjálpað ykkur og mér þætti líka gaman að heyra hvaða ráð þið eruð með fyrir þurra húð, því listinn er ekki tæmandi.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

BREYTUM EKKI KONUM, BREYTUM SAMFÉLAGINU

Skrifa Innlegg