fbpx

5 GÓÐ RÁÐ TIL ÞESS AÐ LOSNA VIÐ BÓLUR

GÓÐ RÁÐHÚÐRÚTÍNA

Mig langaði að deila með ykkur mínum ráðum þegar kemur að bólum eða vandamálahúð. Ég ætla samt að taka það strax fram að ég er ekki snyrtifræðingur eða húðsjúkdómalæknir. Húðumhirða er mjög mikið áhugamál hjá mér og hef ég lært ýmislegt í gegnum árin. Þetta eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga ef maður er að glíma við bólur en ég mæli þó alltaf með að fara til snyrtifræðings eða húðsjúkdómalæknis.

Bólur eða vandamálahúð getur komið af svo mörgum ástæðum og oft engin ein rétt skýring. Það eru allir mismunandi og eitthvað sem virkar fyrir mig, getur kannski ekki virkað fyrir þig. Það sakar þó ekki að prófa þessi ráð ef maður er fá skyndilega bólur eða slíkt. Ég hef þó verið mjög heppin með húð en hugsa líka mjög vel um hana. Einu sinni fékk ég slæm útbrot/bólur og leið svakalega illa þannig get varla ímynda mér hvernig er að ganga í gegnum þetta í mörg ár. Ég fæ samt að sjálfsögðu inná milli eina og eina bólu sem er eðlilegt.

1. Hreinsa húðina kvölds og morgna

Þetta er gríðalega mikilvægt og einnig mjög mikilvægt að finna hvaða vörur henta sér. Ef þú er ekki viss hvernig húðtýpu þú ert með þá er gott að fara til snyrtifræðings.

Ég þríf húðina alltaf vel á kvöldin en á morgnana tek ég hreinan þvottapoka og renn yfir andlitið með vatni eða andlitsvatni. Ég mæli með að kíkja á færsluna mína sem ég gerði um húðumhirðu í einföldum skrefum hér.

2. Þrífa símann reglulega

Já þetta er eitthvað sem uppgötvaði á seinasta ári. Ég var alltaf að fá bólur öðru megin á kinnina eða þar sem ég talaði alltaf í símann. Ég skildi ekkert í þessu.. en síðan var eins og einhver kveikti á peru, ég fór strax og sótthreinsaði símann minn! Núna reyni ég að gera það reglulega.. ef þið pælið í því þá er síminn manns allsstaðar og fer síðan beint á andlitið.

3. Hætta að vera með hendurnar í andlitinu

Þetta er eiginlega það sama og með símann en margir eru oft að fikta í andlitinu á sér með fingrunum ómeðvitað. Hendurnar eru miklir sýklaberar og geta oft valdið bólum.

4. Skipta á rúmföt reglulega

Þetta hljómar kannski mjög “basic” en þetta getur oft verið að valda bólum eða útbrotum.

5. Nota maska og drekka mikið af vatni

Góður hreinsimaski getur gert ótrúlegustu hluti en það verður að viðhalda því. Það er ekki nóg að setja á sig maska einu sinni og hugsa aldrei um húðina sína. Ég sá ótrúlega mikin mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að nota hreinsimaska einu sinni í viku samhliða húðrútínu og rakamaska. Síðan að drekka nóg af vatni getur gert ótrúlegustu hluti!

Ég vona svo innilega að þessi ráð hjálpi einhverjum!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

VOUGE, SEPTEMBER 2018: BEYONCÉ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Rakel

  15. August 2018

  Sæl, hvaða hreinsimöskum mæliru með? :)

  • Guðrún Sørtveit

   19. August 2018

   Ég mæli með Himilayan Clay maskanum frá The Body Shop :-D Hann hreinsar ótrúlega vel, kælir og mér finnst vera sjáanlegur mun eftir fyrsta skipti. Það skiptir samt ótrúlega miklu máli einsog ég tók fram í færslu að viðhalda öllu svona :-) Ég er búin að nota þennan maska núna í ár og húðin mín er öll önnur, mæli með!