fbpx

5 GÓÐ RÁÐ TIL AÐ LÁTA FÖRÐUNINA ENDAST LENGI

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRUR

Halló!

“Afhverju endist förðunin ekki lengi á húðinni minni?” Þetta er mjög algeng spurning sem ég hef fengið í gegnum tíðina sem förðunarfræðingur og geta verið margar ástæður fyrir því. Það sem skiptir mestu máli þegar kemur að góðri endingu er undirbúningur húðarinnar. Þrífa húðina á morgnana og kvöldin, setja reglulega maska og drekka mikið vatn, þetta eru allt þættir sem skila sér þegar kemur að því að láta förðunina endast lengi á húðinni.

Ég ætla að fara í gegnum nokkra þætti sem mér finnst mikilvægir og sem ég mæli. Þetta er allt frekar einfalt en gerir mikið fyrir förðunina.

1. Byrja alltaf með hreina húð

Þetta skref er mjög mikilvægt en til þess að förðun endist lengi á húðinni verður maður að byrja alveg með hreinan grunn. Það er hægt að hugsa þetta þannig að ef maður væri málari þá myndi maður alltaf byrja með hreinan grunn.

2. Gott rakakrem og augnkrem

Þetta skref er einnig algjört lykilatriði þegar kemur að förðun en rakakrem og augnkrem geta gert kraftaverk fyrir endingu farða á húðinni. Með því að bera gott rakakrem 5-10 mín áður en þú farðar þig þá er húðin miklu meira tilbúin að taka á móti farðanum. Gott rakakrem sem hentar þinni húðtýpu getur einnig komið í staðinn fyrir farðagrunn (primer). Augnkrem undirbýr augnsvæðið fyrir hyljara og getur oft komið í veg fyrir að hyljarinn setjist í fínar línur.

3. Farðagrunnur (primer) sem hentar þinni húð

Mikilvægt að finna farðagrunn sem hentar þinni húðtýpu. Það er ótrúlega mismunandi hvað hver og einn þarf fyrir sína húð. Sumir eru með olíumikla húð og þurfa þá meiri mattandi farðagrunn en þeir sem eru með þurra þurfa farðagrunn sem gefur raka til dæmis.

Mér finnst farðagrunnur samt alls ekki eitthvað “must” en hentar sumum ótrúlega vel og er þetta auka skref við förðunina sem hjálpar henni að undirbúa sig fyrir farðann.

4. Finna rétta farðann fyrir þína húðtýpu

Þetta er mjög mikilvægt og getur oft verið vandaverk að finna hin “fullkomna” farða fyrir sig. Ég mæli með að lesa sig til um farða og fá aðstoð við að finna rétta farðann. Það er orðið svo gott upplýsingaflæði á netinu og ætti að vera ekkert mál að finna upplýsingar um farðann sem þú hefur áhuga á.

Ég reyni eftir bestu getu að vera með fjölbreyta umræðu um farða og skrifa þá ítarlega farða sem mér líkar við hér á Trendnet en ef þið viljið sjá meira af því ég þá megið þið endilega láta mig vita.

5. Púðra ef þarf

Þetta skref geta sumir sleppt en mér finnst mikilvægt að púðra ef maður er með olíumikla húð og einnig undir augun en ef þú ert með mjög þurra húð þá má alveg sleppa þessu skrefi. Sumir eru hinsvegar með blandaða og þá þarf maður oft að púðra á mismunandi staði í andlitinu.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

NOMI: STÓLL SEM VEX MEÐ BARNINU

Skrifa Innlegg