fbpx

5 GÓÐ RÁÐ FYRIR HVÍTARI TENNUR

DEKURHÚÐRÚTÍNA

Mig langaði að deila með ykkur hvað ég geri til þess að halda tönnunum mínum hvítum og heilbrigðum. Ég passa rosalega vel uppá tennurnar mínar og hef gert síðan ég var lítil. Mamma og pabbi voru alltaf að “nöldra” í mér um að ég þyrfti að vera dugleg að tannbursta mig, nota tannþráð og flúor. Þetta fannst mér einu sinni ótrúlega þreytandi en vá hvað ég er þakklát í dag.

Ég ætla deila með ykkur hvað ég geri til þess að halda þeim hvítum. Þetta er kannski mjög basic en ég ætla einnig að sýna ykkur mínar uppáhalds vörur þegar kemur að tannumhirðu.

*Færslan er ekki kostuð

Mín ráð eru að:

1. Tannbursta kvölds og morgna með góðu hvítunartannkremi

Þetta er kannski mjög basic en nauðsynlegt. Ég reyni líka oftast að nota hvítunartannkrem en mér finnst það oft virka mjög vel. Hérna eru tannkremin sem ég mæli með.

Crest fæst því miður ekki á Íslandi en ég mæli með að kaupa þetta þegar þið eruð næst í USA eða blikka einhverja flugfreyju!

Þetta tannkrem fæst hinsvegar hérna á Íslandi og líka mjög gott

 

2. Nota munnskol

Ég nota flúor alltaf á kvöldin og finnst það ómissandi. Þetta hreinsar tennurnar ótrúlega vel og mér finnst þær alltaf verða extra hvítar eftir á. Ég kaupi yfirleitt bara eitthvað munnskol og kaupi stundum eitthvað sem á að gera tennurnar hvítari.

3. Nota tannþráð

Þetta er svo mikilvægt, um leið og þetta er komið í rútínu þá getur maður ekki sleppt þessu.

4. Nota hvítunar skinnur á 6 mánaða fresti eða oftar

Þetta er kannski það helsta sem maður getur gert til þess að hvíta tennurnar og sjá árangur á skömmum tíma. Ég geri þetta kannski á 6 mánaða fresti. Ég er búin að prófa nokkrar hvítunar skinnur og mér finnst þessar bestar.

5. Forðast litaða drykki

Það sem getur litað tennurnar eru til dæmis gosdrykkir, safar, rauðvín og kaffi. Ég drekk ekki gos, bara sóda vatn og drekk eiginlega aldrei djús. Hinsvegar drekk mikið af kaffi en ég næ að koma í veg fyrir að það liti tennurnar með því að hugsa vel um þær á hverjum degi.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

MUST FYRIR FERÐALAGIÐ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. sigridurr

  30. July 2018

  Hef prufað WHITESTRIPS virkar svo vel!!!!x

  • Guðrún Sørtveit

   2. August 2018

   OKEI verð að prófa!!