fbpx

5 BURSTAR SEM ÉG GÆTI EKKI VERIÐ ÁN

BURSTAR
*Færslan er unnin í samstarfi við Real Techniques

Mig langar að deila með ykkur nokkrum af mínum allra uppáhalds burstum. Ég á samt mjög marga uppáhalds bursta þannig ég ákvað að byrja á að sýna ykkur þessa fimm og mun eflaust deila með ykkur fleirum seinna.

Real Techniques er uppáhalds bursta merkið mitt og er búið að vera það í mörg ár. Það er svo margt sem ég dýrka við þetta merki. Í fyrsta lagi fannst mér ótrúlega auðvelt að læra á burstana þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í förðun. Allir burstarnir eru merktir og litaskiptir. Burstarnir úr grunnlínu Real Techniques eru skiptir í þrjá litaflokka: fjólubláan, bleikan og appelsínugulan. Það er nefnilega góð ástæða fyrir þessum litum en appelsínuguli liturinn á að tákna grunn. Þannig allir appelsínugulu burstarnir eru ætlaðir fyrir grunninn í förðuninni. Fjólublái stendur fyrir augnsvæðið, þannig allir fjólubláu burstarnir eru ætlaðir augnsvæðinu. Bleiku burstarnir eru síðan ætlaðir fyrir lokaskrefin í förðuninni, til dæmis kinnalit, highlight og svo fleira. Þetta er samt að sjálfsögðu ekkert heilagt og maður getur notað burstana í það sem maður vill en ótrúlega þægilegt ef maður er að læra að nota bursta. Í öðru lagi eru það systurnar sem eru andlit merkisins. Þær voru fyrstu Youtube-arnir sem ég byrjaði að fylgjast með og fékk þar að leiðandi meiri áhuga á förðun.

 

STIPPLING BRUSH

Þessi bursti er búin að vera í uppáhaldi lengi og ótrúlegt en satt þá er þetta einn mínum fyrstu burstum, alveg einsog nýr ennþá. Hárin á burstanum gefa létta áferð og er stippling brush einstaklega góður ef maður vill ná fram léttri áferð á húðinni. Það er hægt að nota hann í krem og púður vörur. Ég nota burstann mest þegar ég er að bera krem á andlitið og þá sérstaklega þegar ég er að farða. Einnig nota ég hann óspart þegar ég er að bera primer á húðina.

FAN BRUSH

Fan brush nota ég á nánast hverjum einasta degi. Þessi bursti er sérstaklega ætlaður fyrir að blanda út highlighter á kinnbeinin og á þá staði sem þú vilt ljóma. Mér finnst hann blanda öllu svo ótrúlega vel og fyrir ljóma aðdáanda einsog mig þá er þessi bursti ómissandi.

CONTOUR BRUSH

Þessi bursti er mikið notaður hjá mér en hann er úr Flawless Base settinu. Þessi bursti er ætlaður til þess að skyggja einsog nafnið gefur til kynna en ég nota hann samt í allt annað. Mér finnst best að nota þennan bursta í að setja púður undir augunum eða til þess að blanda út hyljara þegar ég er að flýta mér.

 

DELUXE CREASE BRUSH

Deluxe crease brush er mjög þéttur blöndunarbursti og er hann hannaður til þess að blanda allskyns smáatriði í kringum augnsvæðið. Hann er til dæmis mjög góður í að blanda út augnskugga, augskuggagrunna og hyljara. Ég nota hana mest til þess að blanda út hyljara undir augunum, áður en ég fer yfir með svampi. Síðan nota ég hann líka mikið til þess að blanda út augnskuggagrunn á augnlokinu.

INSTAPOP FACE BRUSH

Þetta er nýr bursti í safninu hjá mér en hann er strax kominn í uppáhalds. Þessi bursti er einstaklega þéttur, skáskorinn og hentar vel til þess að blanda út krem vörur. Ég er búin að nota hann mikið í það að blanda út kremskyggingu og blandar hann einsog draumur.

Þessir burstar endast endalaust eða ég hef allavega ekki þurft að henda neinum ennþá og er ég búin að eiga elstu burstana mína í rúm fimm ár. Til þess að eiga burstana sína sem lengst og að þeir vinni verkin alltaf jafn vel, þá er mikilvægt að þrífa þá reglulega. Ég mæli með að djúphreinsa burstana sína einu sinni í viku eða aðra hvora viku, fer eftir notkun.

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á mínum samfélagsmiðlum ..

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup

SUNDAY FUNDAY

Skrifa Innlegg