Halló!
Mér finnst ótrúlega langt síðan að ég gaf ykkur “life update” eða sagði ykkur hvað væri að frétta af mér hérna á blogginu. Ég átti afmæli um helgina, 8.september nánar tiltekið og þeir sem þekkja mig vita að ég er MJÖG (já í caps lock) mikið afmælisbarn.
Ég elska að eiga afmæli og ein af aðal ástæðunum afhverju er vegna þess þá fæ ég að vera með fólkinu mínu. Svo finnst mér mikilvægt að maður fagni hverju ári og þetta er nú bara einu sinni á ári. Þessi afmælisdagur var hinsvegar mjög frábrugðin öðrum afmælisdögum. Vikuna fyrir afmælið mitt varð ég mjög veik og þurfti ég að fara á viðeigandi sýklalyf og fá púst. Það datt einhvernveginn öll tilhlökkun úr mér, mér fannst líka allir vera svo uppteknir og Steinar kærasti minn var mjög fastur á æfingum þessa helgi. Þetta hljómar kannski mjög dramatísk fyrir suma en miða við hvernig ég er alltaf fyrir afmælið mitt fannst öllum þetta mjög skrítið. Ég veit ekki hvort það spili líka inn í miklir hormónar útaf óléttunni, sem ég er að finna mjög mikið fyrir þessa dagana haha. Þetta var allavega mjög ólíkt mér og var ég næstum búin að hætta við að gera eitthvað þessa afmælishelgi. Þessi helgi varð síðan allt öðruvísi en ég átti von á en ég er svo ótrúlega heppin með vinkonur sem héldu óvænt pítsupartý fyrir mig og kósýkvöld, þrátt fyrir að vera fara i afmæliskaffi til mín daginn eftir. Þetta var mjög fyndið því ég og Steinar fórum út í búð og þegar við komum aftur heim voru vinkonur mínar heima hjá mér að útbúa pítsur. Þær komu mér svo mikið á óvart að ég var eiginega bara í sjokki allt kvöldið, bjóst svo innilega ekki við þessu! Meyjan í mér á mjög erfitt með óvissu og á erfitt með stjórna ekki aðstæðum, ég hafði mjög gott af þessu. Ég er ekkert smá þakklát að vinkonur mínar gáfu sér tíma og gerðu þetta fyrir mig. Endalaust þakklát! Síðan vinkonur mínar daginn eftir í yndislegt afmæliskaffi sem var yndislegt.
Mig langaði svo að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég tók úr afmæliskaffinu sem ég hélt, þær eru hinsvegar ekki margar og ég steingleymdi að taka myndir í óvænta afmælinu mínu, ég var bara í sjokki haha!
Þetta var eina myndin sem ég tók úr óvænta afmælinu mínu – hversu yndislegar vinkonur og ekki nóg með það að þær komu með allt fyrir pítsuna, gerðu pítsurnar og tóku til allt. Þannig það var ekki að sjá að það hefði verið pítsupartý.
Afmæliskaffi
Ég ákvað bara að hafa þetta mjög einfalt, bauð uppá brauð og salat frá BRIKK, ávexti, Mimosur og köku
Kökuna fékk ég að gjöf frá @una_bakstur en þið getið fundið hana á instagram og vá hvað ég mæli með. Þessi kaka er ein sú fallegasta sem ég hef séð og var ótrúlega bragðgóð. Mæli innilega með henni! Kökutoppinn keypti ég í USA. Marenstoppana keypti ég í Krónunni. Síðan keypti ég allt annað skraut í Søstrene Grene.
Skemmtilegir kampavínshlaupbangsar sem ég keypti í USA líka
Eini gesturinn sem ég tók mynd af, Gunnar Steinn vinur minn xx
Dress dagsins og förðun
Eftir að ég deildi þessum myndum á instagram þá fékk ég ótal spurningar um hár, dress og förðun.
Spöng: ZARA
Skart: My Letra
Bolur: Gamall úr ZARA
Tjullpils: Fæst í Andrea by Andrea
Förðunina og hárið gerði ég á 20 mín því mér seinkaði aðeins. Ég ætla deila með ykkur algengustu spurningunum sem ég fékk en þið getið alltaf spurt mig ef þið viljið vita meira x
Hár: Léttir liðir með GHD Classic Curve Wave
Farði: Stay Naked – mæli með að nota rakan Miracle Complexion með þessum farða
Augnskuggi: Clarins – Peach Girl yfir allt augnlokið og síðan sólarpúður til að skyggja í glóbus
Brúnkukrem: St.Tropez Classic
Bronzer: Soleil Tan De Chanel
Ljómi: Glow silk Highlighter Drops frá Becca Cosmetics
Vonandi fannst ykkur gaman að heyra þessa stuttu afmælissögu og fá aðeins sjá hvernig afmælishelgin mín var xx
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg