fbpx

20 VIKUR

LÍFIÐMEÐGANGA
*Minningarboxið fékk ég að gjöf frá Petit

Halló!

Ég trúi ekki að ég sé hálfnuð með meðgönguna, hálfnuð! Fyrst þegar ég komst að því að ég væri ólétt þá fannst mér heil öld í 12 vikna sónarinn og hvað þá 20 vikna sónarinn. Þessi meðganga er búin að líða ótrúlega hratt en samt svo hægt, það er svo margt búið að gerast og margt framundan. Mér líður samt eins og það sé heil öld í settan dag og finnst svo óraunverulegt að ég muni einn daginn halda á barninu mínu. Ég tek bara viku fyrir viku og er smá byrjuð að plana næstu mánuði en mig langar samt sem áður ekkert að plana of mikið eða gera allt strax, heldur bara einn hlut í einu.

Fyrstu vikurnar að 12 viku

Mig langaði svo að deila með ykkur mínum fyrstu vikum og fram að deginum í dag. Mér finnst sjálfri svo ótrúlega gaman að lesa reynslusögur frá öðrum konum.

Fyrstu vikurnar voru mjög skrítnar og mér fannst þær líða mjög hægt. Ég upplifði mikla ógleði alveg fram að sirka 12 viku en ég ældi bara nokkrum sinnum. Mér fannst ótrúlega skrítið að finnast allt í einu matur sem ég elska að borða vondur. Fyrir utan smá ógleði og þessa hefðbundnu meðgöngukvilla þá leið mér almennt vel líkamlega, það var aðallega andlegan hliðin sem var alveg í rugli. Það hjálpaði mér þó að tala við mömmu og vinkonur mínar sem eru óléttar eða hafa gengið í gegnum það sama. Mér fannst ég geta sagt allt uppáhátt og þær skyldu mig, sem var ótrúlega góð tilfinning. Ég mæli með að tala við óléttar vinkonur eða aðrar sem eiga börn, mér fannst það hjálpa mikið en svo er líka mjög gott að hringja bara í ljósmóður.

12 – 20 vikur

Eftir 12 viku þá smátt og smátt byrjaði mér að líða betur og núna fyrst þegar ég er komin 20 vikur finnst mér ég vera orðin meira ég sjálf. Mér finnst ég búin að fá orkuna mína aftur en þetta er samt allt öðruvísi orka og ég hafði áður. Mér finnst ég verða þreytt mjög auðveldlega, ef ég sef til dæmis ekki nóg eða það er mikið að gera einn daginn. Þetta er ótrúlega skrítin tilfinning. Ég er samt byrjuð líka í meðgönguleikfimi og finnst æðislegt að vera byrjuð að hreyfa mig reglulega aftur.

Mig langaði líka að deila með ykkur þessu gullfallega minningaboxi. Mér finnst þetta tilvalin skírnar/nafna veislugjöf eða “baby shower” frá vinkonum og vinum. Þetta er gjöf sem gefur og hverrar krónu virði að mínu mati.

Minningaboxið inniheldur sex umslög frá eins árs til sex ára, sex þunnar bækur, box fyrir fyrstu tennurnar, box fyrir litlar gersemar, box undir skemmtilegar tilvitnanir, málband sem sýnir hæð barnsins frá 1 árs til sex ára, umslag undir fyrsta hárlokkinn, poki fyrir fyrstu skónna, poki fyrir uppáhalds snuðið, umslag fyrir myndir af höndum og fótum.

Það fer ótrúlega lítið fyrir þessu og vá hvað verður gaman að skoða þetta eftir nokkur ár. Það er líka svo einfalt að geta bara sett allt í einn kassa og auðvelt er að geyma.

Pokarnir fyrir fyrstu skónna og uppáhalds snuðið

Box á stærð við eldspítustokk sem geyma allskonar gersemar

Fyrir fyrstu klippinguna

Umslög undir myndir eða annað frá fyrsta ári til sjötta

Umslög til að stimpla hendur og fætur í

Málband til að mæla hæð barnsins fyrstu sex árin

Síðan er hægt að geyma fullt af öðru fallegu og ég ætla til dæmis að geyma allar sónarmyndirnar

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HÚÐRÚTÍNA FYRIR BYRJENDUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    19. September 2019

    Fallega ólétta kona <3