Halló kæru lesendur, 236 bloggfærslum síðar og ég trúi ekki að það séu komin heil tvö ár síðan ég byrjaði að blogga hérna á Trendnet. Þessi ár eru búin að vera yndisleg, búið að vera nóg að gera í fullu námi í háskólanum og vinnu með blogginu. Það var alltaf stór draumur hjá mér að blogga á Trendnet en ég var búin að vera aðdáandi í mörg ár áður en ég byrjaði að skrifa fyrir Trendnet.
Fyrir ykkur sem vitið það ekki en þá byrjaði ég á snapchat en það var fyrsti miðilinn sem ég byrjaði að vera virk á og var þar einungis að sýna farðanir, til þess að auglýsa mig sem förðunarfræðing, var eiginlega bara eins og like-síðurnar á Facebook voru. Ég ætlaði aldrei að gera neitt meira en síðan vatt þetta uppá sig, ég varð smátt og smátt virkari á öllum samfélagsmiðlum. Síðan ákvað ég loksins eftir mikla umhugsun að opna mitt eigið blogg sem hét þá einfaldlega gudrunsortveit.com og ætlaði ég að skrifa þar um allt sem tengist förðun en ég hafði verið að tala um snyrtivörur á snapchat og instagram í eitt ár. Eftir sex mánuði á mínu eigin bloggi var mér boðið að vera partur af þessu flotta teymi hérna á Trendnet. Ég trúði ekki að stóra markmiðinu mínu var náð og man ég táraðist af gleði (mjög dramatískt haha). Ég er svo ótrúlega stolt og þakklát að vera partur af þessu flotta teymi hérna á Trendnet.
Hérna er að brot af vinsælustu færslunum mínum og allskonar skemmtilegar færslur í bland
Getið lesið færsluna hér
Getið lesið færsluna hér
Getið lesið færsluna hér
Getið lesið færsluna hér
Getið lesið færsluna hér
Getið lesið færsluna hér
Getið lesið færsluna hér
Getið lesið færsluna hér
Takk Trendnet <3
Takk fyrir að lesa, alltaf!
Ykkar einlæg, Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg