fbpx

PETIT STORIES

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Við mæðgur létum plata okkur í smá bumbugigg á dögunum fyrir vinkonur okkar í Petit. Ég er svo stolt af því að fylgjast með kröftugum konum láta drauma sína rætast og það er svo sannarlega staðan hjá Linneu, eiganda Petit. Ég hef fylgst með henni frá fyrsta degi í þessum öfluga rekstri en verslunin byrjaði einungis á netinu áður en hún opnaði í pínulitlu rými í Grímsbæ og hefur stækkað án vaxtaverkja síðan þá. Í dag eru þau stödd í Ármúla í stóru plássi með marga fastakúnna, þau hafa opnað verslun í Stokkhólmi og startað sínu eigin barnafatamerki meðhliða. Merkið umrædda er Petit Stories sem ég klæðist hér að neðan – mjúk gæða bómullarföt úr eco efnum .. Hönnunarteymið eru Fríða Gauksdóttir og Linnea Ahle sem vita hvað þær eru að syngja.

Meðgöngukjóll fæst: HÉR

Við fengum að taka svona sett með okkur heim og ég get svo sannarlega mælt með. Á líklega eftir að nota áfram eftir barnsburð þar sem ég sé notagildi í því við brjóstagjöf. Fæst: HÉR

Skoðið Petitstories á ungana okkar hér
Skoðið Petitstories meðgöngufatnað hér

Petit Stories hannar ekki eingöngu fatnað á börn og mæður heldur finnum við líka aðrar vörur eins og sængurföt, leikföng og aðrar nothæfar vörur fyrir mæður og börn.

Takk fyrir okkur.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUNNUDAGS SÆLA HINU MEGIN VIÐ FJALLIÐ

LÍFIÐ

Talsmaður Hveragerðis? Það mætti halda það ..

LESTU LÍKA: DRESS: HVER RÖNDÓTTUR

Ég átti svo dásamlegar stundir hinu megin við fjallið í blíðviðri um helgina. Tilefnið var að nýta loksin afmælisgjöf sem við gáfum Andreu fyrir rúmu ári síðan. Mæli með því að leika þetta deit eftir en við notuðum sólríkan sunnudag í göngu inn Reykjadalinn, með nesti og sundföt með í för. Þegar niður var komið tékkuðum við okkur inn hjá Gróðurhúsinu þar sem við gistum eina nótt. Boð sem kom áður en þetta nýja hótel opnaði en síðan þá hefur það svo sannarlega gert mikið fyrir blómríka bæinn.

Ég er komin langt á leið á þessari meðgöngu og ætlaði mér ekki endilega í þessa göngu en ákvað svo að slá til. Sé ekki eftir því – vítamínsprauta! Fjöll og sund eru svo sannarlega það besta við Ísland að mínu mati – orka sem við finnum ekki annarsstaðar.

 

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Brot af því besta á lagersölu Andreu

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSHOP

Það er þessi tími árs, þegar dömurnar í Hafnafirði bjóða upp á lagersölu af allskonar djúsí fatnaði – íslenskri hönnun og öðru. Lagersala sem konur vilja ekki missa af því þar er hægt að gera ansi góð kaup. Fatasalan fer einungis fram á netinu og að gamni tók ég saman mínar uppáhalds vörur sem kauptips fyrir ykkur –

Satin pants
ég á þessar í ljósu og hef notað endalaust! Sniðið er æði, þyrfti að fá mér svartar líka.
Fæst: HÉR

Cropped joggara peysa í beige.
Áður: 12.900,- Nú: 5.000,-
Fæst: HÉR

AndreA tempo dress
V-hálsmál er hægt að hafa að framan eða aftan
Áður: 29.900 Nú: 10.000,-
Fæst: HÉR

Elska þessa gylltu skó frá Anonymous Cph – mjög stórar stærðir, mæli með að taka einu númeri minna en þið eruð vanar
Áður: 32.900,- Nú: 10.000,-
Fást: HÉR

Jii hvað þessir eru næs.
Fást: HÉR

NotesDuNord tshirt.
Áður: 9.900,- Nú: 3.000,-
Fást: HÉR

Notes Du Nord blómakjóll
Áður: 32.900,-
Nú: 7.000,-
Fæst: HÉR

Ef einhver notar númer 40 þá mæli ég með þessum sem mig sjálfri dreymir um að eignast fyrir veturinn.
Fást: HÉR

Tempo Tube Toppur.
Áður: 18.900 Nú:  6.000,-
Fæst: HÉR


Love Love samfestingur í bleiku
Fæst: HÉR

Elska þessa í appelsínugulu.
Fást: HÉR

Fallegir hælaskór úr mjúku leðri.
Úr skólínu Andreu Rafnar fyrir Jodisi
Fást: HÉR

Þetta er aðeins brot af því besta en lagersöluna í  heild sinni getið þið skoðað á andrea.is.

Happy shopping!

SKOÐA LAGERSÖLU HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: HVER RÖNDÓTTUR

DRESS

Hvaðan er röndótta settið? Er spurning sem hefur verið vinsælust um helgina eða frá því að ég birti deitið okkar Gunna á Instagram. Ég paraði saman gamlar buxur úr Zöru við nýju fínu peysuna mína sem fæst HÉR

Annars mæli ég með Matkránni í Hveragerði fyrir gott danskt deit, stutt að fara en samt annar andi en hér í borginni. Svo er smörrebrauðið þar líka bara svo gott.

Dejligt –

Peysa: mbyM/AndreA, Buxur: Zara, Sólgleraugu: Chanel, Skór: Álnavörubúðin Hveragerði (já það má kaupa ýmislegt á ólíklegum stöðum .. )

 

 

Æ hvað ég er að elska þetta sumar í september. Hætta ekki allir snemma að vinna á sólríkum dögum? Það má …

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

AÐ SJÁ FEGURÐINA Í LITLU HLUTUNUM

BETA BYGGIRLÍFIÐ

Helgin mín var löng og árangursrík með mikilli dagskrá í vinnu og einkalífi. Haustið kallar á stefnumótun og rútínu sem ég tek fagnandi á móti. Að vísu með smá öðru móti en ég er vön því nú finnst mér ég vera í kappi við tímann að klára ýmis verkefni sem ég vil ekki hafa hangandi yfir mér þegar litla systir í bumbunni mætir til okkar. Við erum öll orðin svo spennt að fá hana í fangið til að fullkomna fjölskylduna og mamman minnir sig á að sú minnsta geti auðvitað komið þó að við séum ekki með heimilið allt klappað og klár – henni er eflaust sama þó það sé ekki búið að græja ljós í loftin eða byggja bekk í ákveðið rými haha.  Þó að margt sé óklárað innan veggja heimilisins þá má alltaf finna fegurð í litlu hlutunm hér heima og um helgina hjálpaði birta sólarinnar við það að fanga auga mitt –

B27 – heima er best

Ég keypti mér þessi fallegu blóm hjá 4 árstíðum – vona að þau lifi lengi
Vasi: KER

Ég fæ margar fyrirspurnir um köflóttu flísarnar í forstofunni heima. Við keyptum þær í Flísabúðinni.
Skór: Prada vintage

N°5 klassík

<3


Glugginn sem seldi mér húsið og minnir mig svo reglulega á það.

Hér má sjá rússaperu hangandi í skuggamynd og á öllum myndum sjáið þið að ég þarf að græja ljósamálin ;)

Trúi því ekki að þessi bumbukona geti orðið mikið stærri, varla hægt.

Vonandi áttuð þið ljúfa helgi.

Hér var líka falleg birta, nýtt Vipp fundarrými hannað af Anthony fyrir Exeter hótels. Virkilega næs viðvera, þrátt fyrir inniveru á sólríkum laugardegi sem var kannski óheppilegt.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: FRIYAY

DRESSÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐSAMSTARF

Við Gunni röltum í fallega sólsetri 101 Reykjavíkur í kveðjufest hjá góðum vinum sem búa erlendis og eru á leiðinni út aftur eftir langt sumarfrí á klakanum. Ég var í nýrri kápu frá Andreu vinkonu minni sem ég gjörsamlega elska. Ég klæddist sömu kápu í grænum lit fyrr í vor en þetta er nýtt snið sem var að koma í sölu núna í síðustu viku eftir mikla spennu undirritaðrar.

LESTU LÍKA: DRESS: BARA AÐ ´GREENAST´

Síðustu sumarnætur

Kápa: AndreA, Skór: Jodis x Andrea Röfn, Gallabuxur: Acne af Gunna

Væntanleg í beige … Líka til í svörtu og fyrrnefndri grænu.
Fæst: HÉR

Íslensk Leður Trench Coat fyrir veturinn?
Það held ég nú!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SMÁFÓLKIÐ: BACK TO SCHOOL

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Hér á bæ vaknaði 6 ára Gunnar Manuel syngjandi, svo spenntur var hann fyrir fyrsta skóladeginum sínum. Mamman átti aftur á móti erfitt með að trúa því að litla barnið sé byrjað í skóla. Æ hvað var krúttlegt að fylgjast með þesssum dúllum halda út í óvissuna í morgun – vona að þeim vegni öllum vel í þessum stóra nýja veruleika.

Fjórða árið í röð fer ég í skemmtilegt Back To School samstarf með 66°Norður og það er viðeigandi að það fari í loftið á þessum merkisdegi í lífi barnanna minna þetta haustið. G.Manuel sest í fyrsta sinn á skólabekk og hvort em þið trúið því eða ekki þá á ég núna unga dömu í unglingadeild – jebbs, Alba er byrjuð í 8.bekk!

Krakkarnir eru klædd í fatnað frá 66 frá toppi til táar hér að neðan og linka inn á hverja flík finnið þið fyrir neðan myndir. Ekki missa af Instagram leik HÉR sem gefur möguleika á að vinna skólaföt og tösku á þitt smáfólk. Miði er möguleiki ;)

 

Húfa: HÉR
Úlpa: Loki, fæst í nokkrum litum HÉR
Joggari: buxur: HÉR & peysa HÉR
Taska: HÉR

Manuel

Peysa: Bifröst hettupeysa HÉR
Vesti: Loki, fæst í nokkrum litum HÉR
Sokkar: HÉR
Taska: HÉR


Alba

Vesti: Kría, fæst í nokkrum litum HÉR
Stuttbuxur: Kársnes, fást: HÉR
Poki: Fæst í verslun í nokkrum litum
Sokkar: HÉR

Peysa: HÉR
Sif jakki: HÉR
Taska: HÉR
Buxur: Jogger, fæst í verslun

Vertu velkomin rútína !

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

VÍSIR VIÐTAL: Þetta reddast alltaf

FASHIONFASHION WEEKTRENDWORK

Hahaha, það er mjög fyndið að Vísir hafi skrifað sér grein um ógleymanlega bátsferð sem ég húkkaði mér á tískusýningu Ganni á tískuvikunni. Saga sem verður ekki of oft sögð og því skiljanlegt að blaðamaður hafi metið hana þannig að hún þyrfti sitt pláss.

VÍSIR: Húkkaði sér far með spíttbát á tískusýninguna

Ég vildi alls ekki missa af sýningunni sem var haldin undir berum himni í ljósaskiptunum. Hér að neðan eru mín uppáhalds lúkk úr sýningu GANNI –

Drögum fram kúrekastígvél, minipils og galla á galla – því það er það  sem koma skal. Já og rauði liturinn, elska að hann sé að koma svona sterkur inn á næstu misserum.

Stolti Íslendingurinn í mér var með stjörnur í augunum þegar GANNI x 66°Norður gekk pallinn. Þetta er í þriðja sinn sem samstarf milli danska tískurisans við Íslensku sjóklæðagerðina er kynnt. Ég er svo þakklát fyrir það að hafa verið viðstödd í öll skiptin.


Með þessar buxur á heilanum, þarf strax í mitt líf. 

Lengra tískuviðtal við Vísi finnur þú svo hér: KÚREKASTÍGVÉL OG CARGO BUXUR ÞAÐ ALLRA HEITASTA 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ER ÞETTA AUÐVELDASTA LEIÐIN TIL AÐ TRYGGJA ÞIG OG ÞÍNA?

LÍFIÐPERSÓNULEGTSAMSTARF

Tölum um tryggingar … kannski ekki svo spennandi umræðuefni? Jú, reynum að hafa þetta bara á léttu nótunum. Það er bráðnauðsynlegt að tryggja sig en ég hef alltaf miklað það svo mikið fyrir mér, því hef ég ekki náð að strika þennan punkt af ToDo listanum í alltof langan tíma, breytum því hér með! Við Gunni höfum verið lengi búsett erlendi og þurftum því að koma þessum málum á hreint hér á klakanum góða.

Ég á einn kunningja sem vinnur hjá TM og hann sagði mér að þó hann væri hlutdrægur, þá væri TM með lang þægilegustu leiðina til að klára málin á heimasíðunni hjá þeim. Ég tók áskoruninni og úr varð þetta samstarf. Þetta var líklega rétt hjá honum því ég var búin að klára dæmið yfir kaffibollanum á engri stund. Á heimasíðunni er maður leiddur í gegnum einföld skref, hvert á fætur öðru.

HÉR GETIÐ ÞIÐ SKOÐAÐ MÁLIÐ

Gott að geta klárað málin bara þar sem maður er staddur og þegar maður hefur tíma …

Það  er stóra spurningin …

Ég óskaði eftir ráðleggingu og vildi helst bara fá einhvern staðlaðan kjarnafjölskyldupakka, því manni finnst stundum eins og maður sé að oftryggja sig eða jafnvel tvítryggja. Það var þó alveg svo einfalt en ég fékk góð ráð sem ég fylgdi. Það sem við enduðum með var líf- og sjúkdómatrygging fyrir okkur hjónin. Fyrir heimilið tókum við bruna-, fasteigna- og heimilistryggingu. Við þetta bætist síðan blessaður bíllinn og við veltum fyrir okkur að taka barnatryggingar, en gerðum það ekki á þessum tímapunkti.

Þetta gerðum við allt saman heima við eldhúsborðið á stuttum tíma og mér þótti jákvætt að verðin voru föst og þeir lofa sínum bestu verðum með þessum hætti. Áður höfum við alltaf fengið tilboð á nokkrum stöðum og reynt að lækka þessi gjöld þannig. Ég tek það þó fram að ég hef ekki upplýsingar um hvort ég hefði getað sparað einhverjar krónur ef ég hefði farið þá leið.

Ég ætla að halda þessu einföldu og stuttu, svo að þið trúið mér hversu einfalt og þægilegt þetta er ;)


Ég mæli með þessari frábæru og sjálfvirku leið hjá TM. Engin samskipti, engin tilboð og ekkert vesen.


SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA NÁNAR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Trend: cargo buxur

FASHION WEEKFÓLKTREND

Ætli götustíll dönsku tískuvikunnar sé ekki sá staður sem sýni best hvað er inn? Ekkert var meira áberandi en Cargo buxur að þessu sinni og því við hæfi að taka saman nokkur næs lúkk sem auðvelt er að leika eftir. Pant herma eftir þessum skvísum á næstunni – 

 

Þægindi …

 

 

Pörum þær saman við tupe topp í sumar en bomber jakka í haust … bæði betra.

Ég tek eflaust þátt í trendinu. En bíð með það smá, smá bras við bumbu.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram