fbpx

NÓVEMBER, VERTU VELKOMINN

LÍFIÐ

Fyrsti dagur nóvember mánaðar lofar góðu en ég hef verið svo sérstaklega þakklát fyrir íslenska haustið sem hefur sýnt sína bestu hlið þetta árið. Ég sagði einhverstaðar að október væri nýji uppáhalds mánuðurinn minn en áður en að litla daman mín kom í heiminn þá hefði ég ekki trúað því að ég fengi að sitja utandyra með barni og bolla. Sú varð þó raunin, nokkrum sinnum og aftur í dag, á þessum fyrsta degi nóvembermánaðar. Sjáum hvert þetta leiðir okkur, en þetta lofar góðu fyrir nýbkaða mömmu sem vill komast í göngutúr alla daga.

Dúðuð dúlla á leiðinni út í göngutúr.

Þetta er ekki auglýsing en ég elska elska þessa snilld, burðarrúm, sem ég átti ekki með hin börnin mín en nota endalaust með Önnu Magdalenu, minnstu mús – ferða babynest sem ég tek úr og set í vagninn og get þannig verið frjálsari á ferðinni.
Ég er með þetta að láni frá vinkonu en þetta er sænsk snilld sem fæst HÉR og á Íslandi fæst þetta hjá Petit HÉR 

Mætt í mömmó!

AndreA var svo sniðug þegar hún gaf mér þessa dásamlegu skó í sængurgjöf. Ég hef ekki farið úr þeim, enda er það eins og að labba á skýi að labba í þessum. Fást: HÉR

Sloppur: Spútnik/Vintage, Buxur: Zara, Skór: EMU/AndreA 

Eigið góðan og fallegan dag.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ÞESSI FALLEGI DAGUR

LÍFIÐ

Litla 3 vikna daman okkar bauð heim í hádegisboð í gær þegar við gáfum henni nafn, umvafin okkar nánustu fjölskyldu. Svo vel heppnuð spontant skírn á þessum bjarta föstudegi. Það þarf greinilega ekki allt að vera planað með löngum fyrirvara því á nokkrum dögum bjuggum við til, að okkar mati, hina dásamlegustu stund. Hefðum ekki viljað hafa þetta öðruvísi.

Látlaus athöfn, frábrugðin því sem við héldum t.d. með Ölbunni okkar fyrir um 13 árum. Þá var það nánast eins og fermingarveisla í sal með peppaða unga foreldra. Núna vorum við heima með okkar nánustu, fengum prestinn heim, buðum uppá mat og drykk ásamt gómsætri marengs frá einni ömmunni og auðvitað kaffið með. Flóknara þarf það ekki að vera. Það eina sem við gerðum tengt nafninu var í raun að prenta servíettur, við keyptum síðan blóm á borðið og blómakrans á litlu dömuna.

Takk séra Hjördís Perla fyrir að mæta með svona stuttum fyrirvara. Þú ert alveg dásamleg í þessu hlutverki, hátíðleg en á sama tíma í takt við tíðarandann. Við pöntuðum smørrebrød frá Brauð og co – verð að mæla mikið með þessari nýju snilld sem Helga Gabríela á heiðurinn af. Við elskum smørre og øl frá danska tímanum, varð oftast okkar val þegar við buðum heim í meiri léttleika. Við vildum halda í þessa góðu hefð á Íslandi og því er ég mjög glöð með þessa nýjung, vegleg og í minni sneiðum til að sleppa við hnífapörin.

Anna Magdalena átti daginn og fékk nafnið sitt þennan fallega föstudag. Forrík kona þakklát fyrir sig og sína og takk fyrir allar kveðjurnar.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

EIN STOFA – 4 MOTTUR FRÁ KARARUGS

B27SAMSTARFSHOP

Ég hef lengi haldið upp á fjölskyldufyrirtækið Kara Rugs sem stofnað var árið 2018 af fótboltamanninum Ólafi Inga og eiginkonu hans Sibbu Hjörleifsdóttur. Þau byrjuðu ævintýrið með því að flytja inn handofnar tyrkneskar mottur eftir búsetu í Tyrklandi um nokkurt skeið. Í dag hefur vöruúrvalið breikkað og bjóða þau upp á mottur frá ýmsum vel völdum birgjum hvaðan af úr heiminum. Sænska merkið Classic Collection er virkilega veglegt merki sem sérhæfir sig í handofnum mottum frá Indlandi. Fyrirtækið setur mikinn metnað í handverkið og vinnur náið með verksmiðjum sínum til að skapa vörur sem endast. Classic Collection motturnar eru handofnar í vefstólum, hver og ein, eftir ævagömlum hefðum á Indlandi. Engar vélar koma þar við sögu. Hver motta er því einstök.

Ég mátaði nokkrar mottur fyrir stofuna okkar heima og fór yfir málið á story með ykkur. Hægt er að sérpanta flestar mottur frá Classic Collection mjög stórar, 250×350 og 300×400. Það er örugglega gott tips að fá fyrir marga.

KÓÐINN elgunnars10 gefur þér 10% afslátt hjá KaraRugs dagana 21.-26.október

ÝTTU HÉR TIL AÐ SJÁ KARA RUGS HIGHLIGHTS Á INSTAGRAM

CLASSIC COLLECTION

Hver motta er einstök og smávægileg frávik á mynstri, lit og stærð geta komið fram. Þessi frávik eru það sem gerir motturnar frá Classic Collection persónulegar og einstakar. Hver motta framleidd fyrir Classic Collections skapar vinnu og hjálpar til við að halda lífi í gömlum hefðum. Motturnar eru vottaðar af Care & Fair.

Hér að neðan eru þrjár ljósar og dásamlegar sem ég mátaði í okkar stofu. Úrvalið er auðvitað miklu meira og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

CURVE IVORY

Ullarmottan Curve Ivory er handofin úr mjúkri ull. Hún hefur hærra og lægra ofið munstur flatofin í grunninn með loðnu bogadregnu mustri. Mottan er einstaklega mjúk og kósý.

CURVE IVORY FÆST HÉR

ARCH WHITE

Mottan Arch white er handofin úr meðhöndlaðri bómull og fáanleg í nokkrum stærðum. Textíllinn er mishár í mottunni sem skapar nýtískulegt en samt fágað munstur.

ARCH WHITE BÓMULLARMOTTA FÆST HÉR 

PLAIN SAND

PLAIN SAND FÆST HÉR

Plain Sand er ullarmotta sem hægt er að fá í tveimur litum og þremur stærðum. Mottan er látlaus með kögri á styttri hlið mottunnar og er afar einfalt að stílera hana með öðrum mottum eða eina og sér. Mottan er slitsterk og hrindir frá sér óhreinindum og gerir hana því hentuga fyrir flesta staði á heimilinu. Plain er tillvalin undir matarborð, í hol eða stofu. Meira: HÉR

Að lokum.
Ég verð auðvitað að fá að mæla með þessari hér sem við höfum átt í nokkur ár og elskum svo mikið þó við séum að taka pásu á henni þessa dagana. Oh danska heima, ég sakna svo!

GRI FÆST HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

LÍFIÐ – 3.0

LÍFIÐ

Og þá stækkaði hjartað enn meira, þegar ég varð á einni nóttu forrík þriggja barna móðir. Það má með sanni segja að litla vogin mín hafi viljað hoppa með hraði í heiminn en ég rétt náði á spítlann áður en daman skaust í heiminn, í orðsins fyllstu. Ég á tvær fæðingasögur á undan þessari sem báðar voru langar, erfiðar og átakanlegar. Ég hef því verið að grínast með það á meðgöngunni að ég sé ekkert voðlega góð að eignast börn – en hver er það svosem? Auðvitað á maður kannski ekki að tala svona enda sagt með brosi á vör, allar konur eru góðar að eignast  börn, sama hvernig þau komast í þennan stóra heim. Það allra mikilvægasta og magnaðasta sem við fáum að upplifa og ég er svo lánsöm að hafa nú gengið í gegnum þessa upplifun þrisvar sinnum. Að þriðja fæðing hafi verið svona frábrugðin hinum tveimur setti svo fallegan punkt á þetta hlutverk í mínu lífi. Þetta var síðasta fæðingin mín og að fá nýja mynd á það magnaða móment er svo gefandi og gaman. Bestu móment lífsins sem gefa fallegustu gjafirnar. Ég er mjög þakklát kona og ber svo mikla virðingu fyrir öðrum konum sem ganga í gegnum þessa athöfn, VÁ hvað við erum geggjaðar – sterkar og stórkostlegar, það þarf sko ekkert að spara hrósin fyrir mæður.

Það má líka tala um ljósmæður – sú stétt, vá. Ég hefði aldrei getað þetta án þeirra, í öll þrjú skiptin. Svo fallegt hvernig Gunni kom inná þann þátt þegar hann deildi fyrstu mynd af dóttir okkar. Ég bæti þá kannski við að ég gæti ekki heldur gert þetta án makans mér við hlið, þó þeir geri “ekkert” eins og margir vilja meina, þá gerir Gunni allt í minni upplifun, þó það sé bara að halda í höndina á mér. Gunni kom einmitt aðeins inná þeirra stöðu í pabbaspjalli við Mbl fyrir nokkrum vikum, sem bar titilinn „Maður er svo mik­il­væg­ur þarna, en á sama tíma svo gagns­laus“.

Velkomin í heiminn litla líf, síðustu tvær vikur hafa verið svo dásamlegar með þig hjá okkur, síðasta púslið í fjölskylduna okkar. Hlakka til að njóta þesss áfram að kynnast þér enn betur ♡

Er eitthvað í heiminum betra?
Knús og kveðjur úr baby bubblunni.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

AÐ SJÁ FEGURÐINA Í LITLU HLUTUNUM

LÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

Loksins í mömmó, þó fyrr hefði verið passaði vel við Instagram innlegg helgarinnar sem sýndi mín fallegu móment síðutu daga sem öll snúa að undirbúningi barns. Síðustu vikur hafa verið rosalega busy en nú hef ég loksins gefið mér tíma í baby undirbúning og það hefur verið vel metið. Öll þessi móment voru svo falleg og létu mig fá smá skilning á því að þetta sé raunverulega rétt handan við hornið, nýtt barn í fjölskylduna. Við hlökkum svo til að taka á móti litlu systur sem má koma þegar passar henni best, þegar þetta er skrifað er ég gengin fulla meðgöngu.

Ég svara hér að neðan nokkrum spurningum sem bárust mér á Instagram –

Þó það sæist aðeins glitta í vögguna þá voru flestar spurningar um hana. Æ svo falleg babyshower gjöf frá mínum bestu konum. Fæst í Petit og HÉR

Kommóða: OPJET PARIS/La Boutiqe, fæst HÉR (á 20% afslætti þessa dagana)
BABY bók: Gjöf frá MoaogMia, fæst: HÉR
Ljósmynd: Mynd sem ég tók á hlaupum á símann við danska stöðuvatnið mitt, Svanurinn, vinur minn fallegi

Kommóða, önnur stærð: HÉR

Hvar kaupir þú gjafahaldara? Síðast notaði ég mest þessa týpu frá Lindex, Fæst: HÉR
Á 20% afslætti þessa dagana, kemur í nokkrum litum.

AD/

Fjólubláu Lansinoh vörurnar hafa reynst mér vel áður og því fer ég stolt í samstarf með merkinu í vetur. Ég hef fengið svakalega mörg tips um COLD & WARM sem ég hef þó ekki reynslu af sjálf. Þetta dömubindi fær að vera í frysti þangað til eftir fæðingu og getur vonandi hjálpað til við að draga úr bólgum eftir átökin sem framundan eru. Þetta er eina varan sem ég var spurð út í á Instagram og því fær hún sitt pláss í þessari færslu. Annað fer ég betur yfir síðar.

,,Lansinoh Cold & Warm Post-Birth Relief Pad eru púðar sem hægt að nota bæði sem kæli og hita meðferð til þess að róa og draga úr sársauka eftir fæðingu. Kælimeðferð er notuð til þess að kæla sárt og bólgið svæði, gyllinæð eða óþægindi eftir keisaraskurð. Hitameðferð er t.d. hægt að setja á kviðinn til þess að róa og draga úr krampa í legi sem algengt er eftir fæðingu”

Lansinoh Cold & Warm fæst: HÉR


Bolli: KER
Kaffi: Númer 4 frá Sjöstrand er koffínlaus –  mæli með fyrir óléttar konur. 

Krúttlegi fyrsti þvottur og fína skiptitaska sem mun fylgja mér á fæðingardeildina en líka undir vagninum næstu misseri.
Taska: HÉR

Fegurðin í litlu hlutunum …

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Á ÞRIÐJU MEÐGÖNGU UPPGÖTVAÐI ÉG MEÐGÖNGUFATNAÐ

SHOP

Ég er í viku 40 á minni þriðju (og síðustu) meðgöngu. Það hefur verið alveg magnað hvað tíminn hefur liðið hratt og allt í einu sér maður fyrir endann á þessari bið, sem í mínu tilviki aldrei varð. Okkur hlakkar mikið til að fá litlu dúlluna okkar til okkar sem mun vera síðasta púslið inn í fjölskylduna.

Það er hálf fyndin staðreynd að vera að ganga með barn í þriðja sinn en hafa aldrei fyrr en nú keypt mér meðgöngufatnað. Ég er enn á því að það má kaupa venjuleg föt og nýta á meðgöngu en mikið sem nokkrar flíkur hafa verið í uppáhaldi sem eru allar hannaðar sem sérstakar meðgönguflíkur.

Hér að neðan eru kauptips fyrir konur í sömu stöðu og ég. Eitthvað sem ég hef mikið verið beðin um að taka fyrir á blogginu og því aldeilis tímabært að sú færsla fái að líta dagsins ljós –

Vert skal taka fram að þetta er auðvitað bara brot af því sem ég gæti mælt með en ég markmiðið með færslunni er aðalega það að við bumbukonurnar minnum okkur á að blanda saman fatnaði sem er sérstaklega hannaður fyrir okkur en að við sjáum líka tækifæri á að kaupa flíkur sem duga okkur eftir fæðingu.

Lindex leggings sem ég hef notað allra mest á minni meðhöngu! Mæli með en þær koma í svörtu og grænu. Buxurnar voru búnar í búðunum en ég sé að þær eru nú til í nokkrum stærðum og ég mæli með þeim af heilum hug. Fást: HÉR 

Þegar ég nota svona uppháar óléttubuxur þá finnst mér næs að kasta mér í stuttermabol (oftast af Gunna) við og svo stóran blazer eða kápu. Ég mæli með þessum : ) frá GANNI sem fæst HÉR eða okkar eina sanna Konur Eru Konum Bestar bol en taka hann í stórri stærð. KEKB fæst HÉR og HÉR sjáið þið mig klæðast honum með bumbu.

Gallakjóll (ekki meðgöngufatnaður) sem ég sé virka vel yfir bumbur en lifa lengi eftir að barnið kemur í heiminn líka. Fæst í Companys og HÉR – frá InWear.

The little black dress, nema í útfærslu fyrir bumbur. Óléttar konur hafa nefnt þennan sérstaklega við mig en ég hef þó ekki prufað hann sjálf. Fæst: HÉR

Yeoman kjóll sem teygist vel yfir bumbur, finnst þessi græni fallegur og ákvað því að hafa hann með hér sem kauptips inn í helgina. Fæst: HÉR

SKÓR – það er nú eitt sem verður ekki tekið af okkur, eða að vísu kemst ég ekki í neina skó þegar þetta er skrifað þar sem bjúgur ákvað að mæta með hraði svona inn í lokasprettinn. En, þessir þrír sem ég tek fyrir ættu að duga sem lengst og eiga það allir sameiginlegt að vera mjúkir og góðir og auðvitað mjög næs. Svartir leður frá Vagabond fást: HÉR, Það er að kólna og þessir mjúku boots gætu vel gengið í göngutúr með vagn, fást: HÉR. Að lokum, Birkenstock Boston sem núna eru uppseldir í kvennastærðum hjá Húrra Reykjavík en samkvæmt mínum heimildum koma þeir aftur. Fást: HÉR

Joggara pants eins lengi og við komumst upp með. Fást: HÉR í mörgum litum.

Happy shopping.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

KEKB – SAMSTAÐA KVENNA Í SAMA GEIRA

KONUR ERU KONUM BESTAR

Konum í sama geira eða sömu stöðu er gjarnan stillt upp á móti hvor annarri, við ákváðum að breyta til og stilla þeim saman. Saman erum við sterkari og það er nóg pláss fyrir okkur allar. Samkeppni er holl og íþróttirnar endurspegla þetta vel, handbolta- og fótboltakonurnar á myndunum hér að neðan eru mótherjar í sínum félagsliðum en sameina síðan krafta sína í landsliðinu þegar þær spila fyrir okkar hönd, sannar fyrirmyndir. Við vorum með einn karlmann í myndatökunni, hann Bassa sem er á mynd með Birgittu Líf en þau eru í sitthvorum raunveruleikaþættinum – þetta á því að sjálfsögðu um fólk almennt, ekki bara konur í öllum tilvikum, þó við séum að einblína á þær í okkar verkefni.

Okkar eina sanna Aldís Pálsdóttir myndaði heilan hóp kvenna í allskonar geirum fyrir Konur Eru Konum Bestar herferðina í ár þar sem þær stóðu sterkar hlið við hlið á mynd. Við erum í skýjunum með útkomuna sem er lýsandi fyrir tilgang KEKB og þann árangur sem herferðin hefur skilað.

Konur eru Konum Bestar.

TAKK ALLAR KONUR FYRIR YKKAR AÐSTOÐ VIÐ AÐ DEILA MEÐ OKKUR BOÐSKAPNUM Í ÁR

Það er pláss fyrir okkur öll.

Sjónvarpsstjörnur RÚV/Stöð2 – Ragnhildur Steinunn & Sigrún Ósk Kristjánsdóttir

Bæjarstjórar Kópavogs og Hafnarfjarðar – Ásdís Kristjánsdóttir & Rósa Guðbjartsdóttir

Borgarfulltrúar –  Hildur Björnsdóttir & Brynja Dan

Fatahönnuðir – Magnea Einarsdóttir & Anita Hirlekar

Fótbolti, Valur/Selfoss – Elísa Viðarsdóttir & Sif Atladóttir

Golfarar  – Perla Sól & Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 

Förðunarfræðingar – Erna Hrund, Harpa Kára, Sara Dögg & Helen Dögg

Handbolti Stjarnan/Fram – Helena Rut Örvars & Steinunn Björnsdóttir 

Leikkonur  – Þuríður Blær Jóhannsdóttir & Kristín Pétursdóttir

Ljósmyndarar – Rán Bjargar, Saga Sig & Aldís Pálsdóttir

Ráðherrar Vinstri Græn/Sjálfstæðisflokkurinn – Svandís Svavarsdóttir & Áslaug Arna

Raunveruleikastjörnur Æði/LXS – Bassi Maraj & Birgitta Líf

Skólastjórar MR/VERSLÓ – Guðrún Inga Sívertsen & Sól­veig Guðrún Hann­es­dótt­ir

Söngkonur – Gugusar & Una

Bankastjórar Landsbankinn/Íslandsbanki/Arion – Lilja Björk Einarsdóttir,  Birna Einarsdóttir & Iða Brá

YOGA Rvk Ritual/SÓLIR –  Eva Dögg & Apríl

Þegar þessi færsla er skrifuð höfum við selt rúmlega 1000 boli, við erum í skýjunum og finnum fyrir því hvað klappliðið okkar hefur stækkað, uppfullt af power konum og allskonar fólki með jákvæða orku. Verum fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð, sem lætur mig enda á þessu innleggi –

 LESTU LÍKA: KEKB – ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA

FJÁRFESTU Í BOL HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

KEKB – ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA

KONUR ERU KONUM BESTAR

25. september klukkan 11:00 –  KEKB vol6 fer í sölu, ég hlakka til!

Það er eitthvað sérstaklega dýrmætt að byrja sölu þessa árs með mína litlu konu í maga. Verkefnið byrjaði auðvitað með það að leiðarljósi – við viljum hafa áhrif á næstu kynslóð kvenna –  tökum pláss – verum næs – höldum með hvor annarri – það er nóg pláss fyrir alla til að blómstra á mismunandi, eða sömu, sviðum samfélagsins.

Ég er virkilega ánægð með bolinn í ár en við fengum unga listamanninn kridola með okkur í lið að þessu sinni en hún er eigandi setningarinnar sem prýðir bolinn:

ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA

Setningin á svo vel við í okkar ágæta átaki sem snýst einmitt um það að við erum öll bara mannleg og að gera okkar allra besta í misjöfnum aðstæðum. Það er enginn með allt uppá 10 og þannig verður það áfram. Það er alltaf hægt að leggja áherslu á það jákvæða, koma fram við náungann að virðingu, velja að samgleðjast frekar en að sýna öfund, hrósa og styðja við bakið á næstu konu.
KEKB vol6: Aldís Pálsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Andrea Magnúsdóttir og Kristín Dóra Ólafsdóttir
Bolurinn í ár er með litlu mikilvægu setningunni að framanverðu og stærra letri og nýrri áminningu yfir allt bakið. Okkur finnst líka gaman að leika okkur með það hvernig við horfum á fram og bakhlið – allt má!
Það er alveg hreint ótrúlegt að  við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur  sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér. Við leggjum ótrúlega hart að okkur við verkefnið hvert ár og þetta er sú vinna sem gefur okkur hæstu og bestu launin, laun sem eru sko ekki í krónum talin. Við eruð ótrúega stoltar yfir þessu verkefni, hvernig það hefur vaxið og dafnað og svo þakklátar fyrir þann frábæra stuðning og meðbyr sem við fáum frá ykkur – kæru bestu konur.
Erfiðasta verkefnið ár hvert er líklega að velja bara eitt málefni til að leggja hjálparhönd. Í ár höfum við ákveðið að styrkja við Ljónshjarta, samtök til stuðnings ungs fólks (20-50 ára) sem misst hefur maka og börnum þeirra. Fyrri ár höfum við styrkt eftirfarandi málefni, öll jafn mikilvæg:

2017  –   Kvennaathvarfið | 1 milljón
2018  –   Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar | 1,9 milljónir
2019  –   KRAFTUR, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur | 3,7 milljónir
2020  –  Bjarkarhlíð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum | 6,8 milljónir
2021  –  Stígamót, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi | 4,5milljónir
2022 –  Ljónshjarta | 

Ár hvert fer allur ágóði af sölu bolanna til málefnisins og í ár erum við ánægðar að kynna Íslandsbanka sem nýjan bakhjarl. Bankinn mun leggja okkur lið við innkaup á bolum og því fer nánast hver einasta króna af hverjum bol í ár beint til Ljónshjarta. Takk Íslandsbanki fyrir þannan stuðning!

Tekið úr minni fyrstu KEKB færslu – sagan er enn sú sama – gott að minna sig á:

Um er að ræða hvíta stuttermaboli sem bera merkinguna: KONUR ERU KONUM BESTAR … hljómar það ekki miklu betur en þessi gamla leiðinlega lína sem við erum vanar að heyra?

Neikvæðni og slæmt umtal virðist vera orðið daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta verið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnavart náunganum.

VOILÀ! KEKB 2022
Einungis í sölu online á konurerukonumbestar.com
Takmarkað magn í boði.

Eitt að lokum. Þetta með að vera góð fyrirmynd fyrir komandi kynslóð. Dætur okkar Andreu og Aldísar árið 2017 þegar við störtuðum verkefninu & aftur núna 2022. Sumir hafa stækkað smá en enn eru þetta konur sem við viljum að búi í jákvæðu og góðu samfélagi …

2017

2022

xx,-EG-.

B27 – BAÐHERBERGIÐ

B27BETA BYGGIRSAMSTARF

Nýja baðherbergið í kjallaranum okkar er loksins klárt og ég frumsýndi það víst alveg óvart um síðustu helgi. Fannst eins og ég hefði áður sett það í mynd á Instagram hjá mér en það var greinilega ekki staðan því spurningunum rigndi inn í kjölfar þessa innleggs:

Við fengum allt á einum stað – í BYKO – og erum í skýjunum með útkomuna.

PRESSAÐU Á PLAY

 

LESTU LÍKA: MEÐ KITKAT FLÍSAR Á HEILANUM

Við tókum kannski smá séns með því að flísaleggja alla veggi í þessum undurfögru flísum en eins og ég hef sagt áður þá kom það svo ótrúlega vel út og ég get því staðfest að það getur algjörlega verið málið fyrir lítil baðherbergi eins og þetta. Öll tæki og tól voru valin með það að markmiði að fá mikið fyrir peninginn. Verðin á t.d. blöndunartækjum eru á risa bili og þetta er allt saman fljótt að telja þegar öllum atriðum er safnað saman. Við völdum því að taka látlausar vörur á góðu verði og sem dæmi má nefna þá voru blöndunartækin og klósettið á tilboði þegar við festum kaup á þeim. Það er nefnilega alls ekkert þannig að það dýrasta sé það flottasta á þessu sviði :)

Innrétting: JKE, einn skápur með tveimur skúffum, úr eik

Ég er sérstaklega ánægð með spegilinn. Hann kemur með þessu innbyggða ljósi fyrir aftan og gefur rýminu svo fallega birtu.

Vaskurinn er mött skál úr Byko og blöndunartækin frá Grohe

Basic handklæðaofn og klósett

Þetta verður líklega í fyrsta og síðasta sinn sem ég tala um klósett hér á blogginu. En ég deili með ykkur ábendingum sem ég fékk við valið. Í fyrsta lagi þá völdum við þunnan klósettkassa því hann gat þá verið alveg innfallinn í einangrun veggjarins, semsagt engin hilla eða kassi í kringum klósettið. Við völdum síðan klósett sem var styttra en önnur af því að baðherbergið er lítið og eina tipsið sem ég fékk var að passa að það væri auðvelt að þrífa svæðið bakvið setuna. Ekki meira um klósett í bili :)

____

Í samstarfi við BYKO stend ég fyrir veglegum Instagram leik sem ég vona að þið kunnið vel að meta. Ég hef áður staðið fyrir svona dúndur gjafaleik með þeim og þá voruð þið virkilega ánægð með það og því held ég að það passi jafn vel núna, inn í breytingar og bætingar haustsins. Um er að ræða 150.000 (!) króna inneign í verslun …. 100 fyrir þig og 50 fyrir þann sem þú merkir.

MIÐI ER MÖGULEIKI MEÐ ÞVÍ AÐ PRESSA Á MYNDINA HÉR AÐ NEÐAN

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

CHANEL X HARPER’S BAZAAR Á ÍSLANDI

FASHION

Ljósmyndarinn ANDREAS ORTNER heimsótti Ísland á dögunum þegar hann myndaði haustlínu Chanel fyrir Harpers Bazaar. Frönsk tíska og íslenskt umhverfi fer vel saman og ég fyllist stolti að fletta hér í gegn.

Á þessum ágæta rigningardegi virðast það vera stígvélin sem standa eftir í huga undirritaðrar – finnst ég þurfa þau í lífið.

HARPER’S BAZAAR  október issue

Fyrirsætan er hin vinsæla Hirschy Grace en á setti voru líka Íslendingar, förðun: Ísak Helgason, Hár: Hildur, Production: Helga Hagalin.

 

Hopp í polla í þessum? Já takk!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram