Elísabet Gunnars

TAKK KONUR

DRESSKONUR ERU KONUM BESTAR

English & Svensk version Below

TAKK allar vinkonur sem mættuð á Konur Eru Konum Bestar kvöldið okkar í Hafnarfirði á föstudaginn. Ég er rétt að ná mér niður á jörðina þegar þetta er skrifað. Það er greinilegt að klappliðið okkar stækkar hratt og örugglega. Við konurnar sem stöndum á bakvið verkefnið vorum í hamingjukasti eftir vel heppnaðann viðburð en salan á bolum gekk fram úr björtustu vonum  og ég hlakka til að heyra niðurstöðuna.

TAKK líka þið sem keyptuð bol á netinu, álagið var mikið á kerfinu og við fengum að heyra að einhverjar hefðu þurft að refresha síðuna í 2 klukkutíma til að ná inn á meðan aðrar gáfust upp. Því finnst mér mikilvægt að segja ykkur að þið hafið ennþá tækifæri á að kaupa bol (HÉR) en við ákváðum að hafa opið fyrir sölu út næstu viku. Einhverjar stærðir eru uppseldar og lítið er eftir af hinum – bolirnir eru í boyfriend sniði og því nokkuð loose.

Allur ágóði af sölu bolanna fer í góðar hendur en í ár styrkjum við Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar, meira um málið – HÉR.

Þykir svo vænt um þessar bestu konur í baksýnisspeglinum .. þakklát fyrir að vinna verkefnið með slíkum ofurkonum.
AndreA Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir og Aldís Pálsdóttir eru konurnar á bakvið verkefnið (og mig). 

Hattur: AndreA, Bolur: Konur Eru Konum Bestar, Buxur: AndreA (væntanlegt), Skór: Vagabond/Kaupfélagið

SAMAN KOMUMST VIÐ ALLA LEIÐ!

xx,-EG-.

//

The “Konur Eru Konum Bestar” event was a success. I’m so so happy and thankful for all the positive feedback.

There are still some T-shirts left online: HERE.

//

Jag är så tacksam över mottagandet vi fick på vårt project “Konur Eru Konum Bestar”.

Vi har tryckt ordet “Kvinna” på många olika språk på ryggen, den detaljen gillar jag verkligen.
Några svenskar har skrivit till mig på Instagram ang. T-shirten. Nu går att köpa den på nätet, men vi har inte så många kvar – HÄR.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÞETTA ER ÍSLAND Í DAG

LÍFIÐ

Góðan og fallegan daginn Ísland!
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest í Hafnafirði klukkan 17:00 í dag. Takk fyrir stuðninginn sem við finnum fyrir úr öllum áttum. Klappliðið Konur Eru Konum Bestar stækkar hratt og þá erum við að taka skref í rétta átt. Takk Ísland í dag (uppáhalds þátturinn minn) fyrir að gefa okkur pláss í gærkvöldi, dýrmætt.

Ásamt því að vera til sölu í Andrea Boutique í Hafnarfirði þá verður hann fáanlegur á netinu í ár – HÉR.


Áfram við öll! Sjáumst seinna í dag.

Love love 

Elísabet Gunnars, AndreA, Aldís Páls & Rakel Tómas.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KASTRUP

DRESSLÍFIÐ

English Version Below


Góðan daginn elsku Ísland og allar vinKONUR mínar sem hér búa. Þið spurðuð svo margar um buxurnar sem ég klæddist í þessari færslu og því ákvað ég að skella í bloggfærslu í símanum á meðan ég sit hér og bíð eftir að Icelandair hleypi mér um borð. Það er svo þægilegt að ferðast frá Kastrup á þessum tíma. Seint og síðarmeir þegar fáir eru á stjá, smá eins og maður sé með verslunarmiðstöð út af fyrir sig. Það er þó vissulega líka hættulegt fyrir budduna. Kastrup er minn uppáhalds flugvöllur og verður bara betri og betri. Áður fyrr heimsótti ég Malene Birger, Royal Copenhagen, Illum Bolighus, Bang&Olufsen, keypti mér tímarit, drakk djús á JOE, lét mig dreyma í Gucci, Hermés og Mulburry. Nú er þar líka að finna FUR Copenhagen, Massimo Dutti, WoodWood, ARKET, veitingastaðinn Lélé og svona gæti ég haldið áfram. Þó ég sé flutt frá suður Svíþjóð þá held ég áfram að fljúga héðan og mikið sem það gleður mig.

Útsýnið þegar þetta er skrifað:

Skór: Bianco, Buxur: Vera Stockholm (fást í Ahléans og mjög næs fyrir lágvaxnar dömur)

Svo sjást buxurnar betur hér. Basic er alltaf best. Hvítur t-shirt við bláar denim hér og helst alla daga ef ég fengi að ráða.

Sjáumst soon, ég hlakka til! Meira: HÉR.

//

I think Kastrup is becoming my favourite shopping center. I spent yesterdays evening there and it’s also the perfect time, you have the shops all for yourself. I love the new additions – ARKET, WoodWood, FUR Copenhagen and the LéLé restaurant. 

Now I am in Iceland for my WOMEN’S project – do you like the t-shirt? You can buy it online this time. White t-shirt and blue jeans always works!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL2

FASHIONLÍFIÐ

English version below


Uppáhalds vinnuvika ársins er handan við hornið. Konur eru konum bestar vol2 fer í sölu á föstudaginn (21.september) og ég hlakka sko til.

Verkefnið er mér kærkomið en málefnið er eitthvað sem við Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður (og bloggari hér á Trendnet) höfum brunnið fyrir í langan tíma áður en við ákváðum loksins að gera eitthvað í málinu á síðasta ári. AndreA selur íslenskum konum föt hvern einasta dag og lesendur mínir eru að stærstum hluta konur. Það lá því beinast við að sameina kraftana og smita frá okkur með einhverjum hætti til kvenna í kringum okkur. Við fengum með okkur í lið Aldísi Pálsdóttur, ljósmyndara, og Rakel Tómasdóttur, grafískan hönnuð, sem hannaði letrið. Við státum okkur af því að í ár frumsýnir Rakel nýtt alíslenskt letur!

Í fyrra seldust bolirnir eins og heitar lummur og urðu uppseldir alltof fljótt. Við fundum og finnum enn fyrir rosalegum meðbyr frá íslenskum (og erlendum) konum. Þið virðist margar vera að tengja við málefnið sem er svo mikilvægt að minna á.
Þið sem ekki þekkið til þá snýst setningin Konur eru konur bestar um það að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugafari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað.

Ég klæddist mínum bol í fyrsta sinn í dag .. svo mun ég spara hann þangað til á föstudaginn þegar ég ætla að klæðast honum í annað sinn með ykkur.


Þó bolirnir séu hannaðir með það í huga að deila áfram mikivægum boðskap þá eru þeir að sjálfsögðu mjög mikið fasjón og við getum svo sannarlega klæðst þeim með stolti og dressað þá upp og niður eftir tilefnum. Í ár ákváðum við að setninguna á hægra brjósti og taka svo fyrir orðið “kona” á bakinu á mismunandi tungumálum. Það kemur svo vel út! Eruði sammála?


Mynd: Aldís Pálsdóttir 

Konur eru konum bestar er góðgerðaverkefni og fer allur ágóðinn í þörf málefni hverju sinni. Í fyrra styrktum við Kvennaathvarfið og í ár völdum við að styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Menntun er dýrmæt, en kostar líka sitt. Frá árinu 2012 hefur Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur gert yfir 100 tekjulágum konum kleift að stunda nám. Okkur finnst það passa vel að við konur styrkjum aðrar konur til náms og nýrra tækifæra. Við dáumst af þessum sjóð sem veitir efnalitlum konum stór tækifæri sem þær annars hefðu ekki kost á, tækifæri til þess að skína.

 


Bolurinn mun kosta 6.900 íslenskar krónur og afhendist í merktum taupoka. Fystu 200 pokarnir innihalda glaðning frá Essie, Glamour tímarit og Sjöstrand kaffihylki. Bolirnir verða til sölu á viðburðinum sjálfum (seldust upp á fyrsta degi í fyrra) – þannig að það borgar sig að mæta. Vegna fjölda fyrirspurna þá munum við í  ár einnig koma til móts við fólk sem ekki hefur færi á að mæta, býr t.d. erlendis eða úti á landi eða kemst ekki af öðrum ástæðum – bolurinn verður því einnig til sölu á netinu – HÉR.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar á föstudaginn!

HVAR: AndreA  // Norðurbakki 1 Hafnarfirði
HVENÆR: 17:00 – 20:00
Léttir drykkir í boði og ljúf stemning !
Meira: HÉR

Og svo ein að lokum: Family photo, tekin af Ölbu!


Verði þér að góðu Gunni ..

//

Me and my good friend (and fashion designer), Andrea, are having a big event this week. It’s a great project which is made to remind women to stick together in their different projects or activities. We want to be role models for upcoming generations and unfortunately it is too normal today that people drag each other down or criticize, especially on the internet.

Our goal is to get people to turn this negative thinking and try to get women to stick together. We did this last year with a great success and will repeat it on Friday this week. We will sell t-shirts with the Icelandic sentence Konur Eru Konum Bestar and the word “woman” in different languages on the back. 

We will donate all of the income to a good cause and you can buy the T-shirt online for 6.990 ISK  – HERE (starting on Friday).

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KÖFLÓTT

SHOPTRENDUncategorized

Þið hafið margar spurt mig út í þessa draumadragt sem ég klæddist í myndatöku fyrir Vikuna á dögunum. Þessi tiltekna er frá danska merkinu Blanche sem selt er í Húrra Reykjavík – ullardragt nefnd twiggy sem mér finnst passa við sniðið á henni.
Ég á reyndar nokkrar köflóttar dragtir og jakka sem ég dreg fram af og til. Köflótt er einmitt eitt af trendum vetrarins og ég sé þetta munstur hvert sem ég lít í verslunum landsins. Hér að neðan eru nokkrar næs kauphugmyndir.

//

I have gotten a lot of questions about this suit I was wearing in my Vikan photoshoot. This one is called Twiggy from the danish Blanche which is sold in Hurra Reykjavik.

I am seeing these kind of styles all over now – you can find some shopping ideas below.

MANGO

ZARA

LINDEX

SELECTED FEMME


Moss Reykjavík // Gallerí 17

AndreA Boutiqe

Happy shopping!

xx,-EG-.

H&M STUDIO: VIÐTAL VIÐ HÖNNUÐI

FASHIONFÓLKSAMSTARFSHOP

Vonandi missti enginn af Andreu Röfn í Oslo þegar hún skoðaði STUDIO línu H&M í beinni á Trendnet story og á blogginu: HÉR. Ég hef alltaf haldið uppá þessa fatalínu frá sænska móðurskipinu en línan kemur út einu sinni á ári og er innblásin úr ólíkum áttum hverju sinni. Í ár var það sjónvarpsserían Twin Peaks sem veitti hönnunarteyminu innblástur en línan samanstendur af  draumkenndum, dömulegum flíkum og stíl sem fenginn er að láni frá klassískri herratísku – eitthvað að mínu skapi !

„Í H&M Studio elskum við að blanda saman hinu kvenlæga og karllæga og í ár höfum við bætt við áhrifum frá fjórða áratuginum – við sjáum afar kvenleg form sem er blandað saman við þekkta stíla úr klassískri herratísku sem gefur notandanum færi til að skapa sitt eigið útlit” segir Pernilla Wohlfahrt, stjórnandi hönnunardeildar hjá H&M.”

 

Ég fékk það skemmtilega verkefni á dögunum að fá að taka viðtal við þær Pernilla Wohlfart, listrænn stjórnandi hjá H&M og yfirhönnuður Studio línunnar, og Angelica  Grimsborg, sem er yfir conceptinu. Ég fékk 3 spurningar á hvora og reyndi eftir bestu getu að koma með nokkuð óeðlilegar spurningar, semsagt ekki þessar sem allir spyrja. Þær gefa áhugaverð svör en töluðu þó aðeins í kringum það sem ég var að reyna að fá fram.

Það vekur áhuga minn og passar við minn stíl að markmið þeirra er að skapa tímalaus item í fataskápinn. Gæði og ending er einnig lykilatriði í Studio línunni og framleiðslulínur valdar eftir því. Skórnir vöktu einnig mikinn áhuga og gaman að heyra þessa vísun í Marlyn Monroe og James Dean, en þau verða líklega tísku fyrirmyndir um ókomna tíma.

Viðtalið er á ensku og þið getið lesið það að neðan.

//

I was lucky to be able to interview Pernilla Wohlfahrt, creative director at H&M an head of design for the Studio line, and Angelica Grimborg, concept director. I asked them about the new Studio line that just hit the stores. I tried to ask some unusual questions and got some interesting answers although I didn’t get everything I wanted.

You can read the interview below.

IS INFLUENCER INTERVIEW / EP1

Questions for Pernilla Wohlfart, Design Director

1. If you could choose only one favorite item from the collection – which one would it be and why?

It’s difficult to choose but I think it would have to be the neck-tie blouses. They’re so elegant and versatile, I can see them becoming a wardrobe favourite.

 

2. Is the Studio collection from the same production lines as other products from H&M or do you go other ways when manufacturing the items?

H&M Studio has a dedicated design team and comprises a fashion hit for our customers. When designing H&M Studio, quality is always a priority, and we spend a lot of time sourcing interesting fabrics with high quality for our customers. Most of the collection has been produced in Europe and Asia. For example, most of our tailored pieces are produced in Rumania and the knitwear in China.

3. Can you compare the Studio line to another fashion brand (not from the H&M family)? Here I am thinking about fashion and quality.

We don’t like to make direct comparisons between ourselves and other brands but I can say that everything at H&M Studio is designed to be timeless. We aim to provide customers with a wealth of wardrobe options to enhance their personal style, as well as to create timeless items that won’t feel outdated in three seasons’ time.

Questions for Angelica Grimsborg, Concept Designer

4. In your opinion, which 3 influencers (actress, singer, blogger or other) would totally fit into the AW18 Studio collection?

We don’t design the H&M Studio with celebrities or influencers in mind, although it’s always great when someone wears the clothes and looks totally effortless. My greatest pleasure is always in seeing people on the street, our regular customers, who have come into the store to pick something up and incorporated it into their personal look. Individuality is key.

5. The shoes (!) Where did the inspiration come from for those?

I love the square-toed shiny leather boots – they’re such a game-changing piece that will make your look feel instantly contemporary. We were looking at pictures of movie icons from the 1950s, including Marilyn Monroe and James Dean, and the latter certainly inspired the boots.

6. Why did you choose the show Twin Peaks?

The team all happened to be watching and feeling inspired by David Lynch’s original series of Twin Peaks, which is set in the late Eighties, early Nineties, but has a nostalgic Fifties aesthetic. We then started looking at Fifties movie icons and thought it would be fun to do a contemporary take on a Fifties look – from the precision mid-century silhouettes to the more rustic leather jackets and indigo jeans. 

Þetta eru mínar uppáhalds flíkur í línunni, sem kemur í takmörkuðu upplagi og aðeins í útvöldum verslunum, þar á meðal í Smáralind/ÍSLAND.

 

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TAX FREE AF SÉRVÖRU

SAMSTARFSHOP

Ég veit að lesendur Trendnet eru mjög hrifnir af því að fá kauphugmyndir frá okkur sem hér skrifum. Guðrún Sortveit hefur til dæmis verið dugleg að gefa hugmyndir þegar Hagkaup auglýsir vinsæla TaxFree daga af snyrtivörum og ég elska að lesa þær færslur.  Vissuð þið að Hagkaup voru þeir fyrstu á Íslandi til að bjóða upp á sérstaka Tax Free daga? Ég man eftir því að mér fannst það frábær hugmynd – auðvitað eiga aðrar verslanir en Fríhöfnin að bjóða uppá þessa þjónustu fyrir neitendur. Með þessu móti náðu Hagkaup að búa til stærstu snyrtivöruverslun landsins sem við Íslendingar leitum oftast til samkvæmt konunum í kringum mig. Um helgina eru enn einir afsláttadagarnir og í þetta sinn auglýsa þau hefjast TaxFree dagar í Hagkaup en í þetta sinn auglýsa þau afslátt af ALLRI SÉRVÖRU (snyrtivörur, fatnaður, leikföng, skór, heimilisvara).
Þið sem ekki vitið þá opnaði F&F verslanir inni í Hagkaupum fyrir nokkru síðan og því er hægt að gera góð kaup á fatnaði á alla fjölskylduna, á mjög góðu verði!
Í samstarfi við Hagkaup tók ég saman nokkrar vörur sem gætu ratað í minn innkaupapoka um helgina, allt sérvara og því á taxfree afslætti út mánudaginn.


1. Flauelisskyrta í flösku grænum lit er á óskalistanum fyrir veturinn. Þessi lúkkar mjög vel. Kostar 4.930ISK.
2. NYX Lid Lingerie er ein af mínum uppáhalds snyrtivörum fyrir þær sakir að hún svo einföld í notkun og hentar vel fyrir þá sem “ekki kunna að mála sig”, hef komið mörgum vinkonum mínum uppá lagið með að nota þessa snilld eftir að ég uppgötvaði hana fyrir rúmu ári síðan. Kemur í nokkrum litum.
3. Ég valdi að hafa Veet háreyðingakrem með á þessum lista en aðalega fyrir þær sakir að svona vöru er svo gott að kaupa á afslætti og eiga á lager ;) Ég hef notað Veet í meira en 10 ár en kaupi oftast hérna úti.
4. Þetta veski minnir mig smá á draumaveski frá Hermés. Vissulega ekki eins en það lúkkar vel og kemur líka í svörtu. Verð: 5.910ISK
5. Ég á sjálf svona svartar niðurþröngar buxur frá F&F (keypti þær þegar verslunin opnaði í Kringlunni fyrir nokkrum árum) og hef einmitt áður haft þær í kauphugmyndum hér á blogginu. Mjög góðar í sniðinu og kosta 4.430ISK
6. Skvísuskór. Verð: 6.410ISK
7. BioEffect augnmaski – sú vara sem hefur bjargað mér oft í sumar. Virknin er ótrúleg og ég mæli með að prufa fyrir þá sem ekki þekkja til.
8. Basic er best. Hvítur aðsniðinn síðermabolur úr bómul. Fallegur einn og sér en líka undir hlírakjóla eða boli. Verð: 1.470ISK
9. EGF day Serum á 20% afslætti hljómar eflaust vel í eyru margra. Þetta er vara sem ég nota daglega.
10. Munið þið þegar ég gaf glóandi gjöf á Instagram? Þar var meðal annars þessi snilld frá BECCA – makes magic!
11. Ég mála mig alls ekki alla daga en finnst góður varalitur í náttúrulegum lit gera mikið þrátt fyrir að vera ekki með aðra snyrtivöru í andlitinu. Þessi er frá MaxFactor og heitir Elixir en ég hef fengið spurningar um litinn síðustu vikur.
12. Nú eru eflaust margir að leita sér að góðum sundbol fyrir heitapott ferðirnar í vetur? Oroblu er með gott úrval sem ég kynntist vel í vor. Fæst í Hagkaup Kringlunni.
13. Ætli það sé til köflóttur jakki sem passar við buxurnar sem ég valdi að hafa með hér að ofan? Ég vona það .. því þá myndi ég kaupa báðar flíkurnar og nota saman en líka í sundur. Buxurnar kosta 4.430ISK.

Öll verð sem ég nefndi hér að ofan eru án afsláttar en 19,36% afsláttur reiknast af dagana 6.-10. september. Meira: HÉR

HAPPY SHOPPING!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR
&
Elísabet Gunnars á Instagram – HÉR

Hej Esbjerg

HOME

English version below

Síðasti pósturinn minn fór í loftið á sunnudaginn þegar ég pakkaði saman síðustu flíkunum í ferðatösku og hélt til nýja heima í Danmörku, sjá HÉR.

Á aðeins nokkrum dögum er ég að leggja lokahönd á að koma okkur fjölskyldunni fyrir, ég sagði á Instagram story að ég ætlaði að reyna að setja met í að klára að ganga frá öllu á stuttum tíma svo að við gætum byrjað rútínuna aftur sem allra fyrst. Þau orð mín virðast vera að ganga eftir því nú er mikið tilbúið og ég gaf mér tíma til að setjast við tölvuna og klára nokkra klukkutstunda vinnu sem hefur beðið mín. Alban mín, ofurhugi og dugnaðarforkur, byrjaði í danska skólanum í gær og bara hljóp inn eins og hún hefði aldrei gert annað. Hún var glöð eftir daginn og hljóp aftur inn núna í morgun. GM byrjar svo í lok vikunnar hægt og rólega. Ég vona að það eigi eftir að ganga eins vel. Þegar þeim líður vel, líður mér vel.

Það er ekki alslæmt vinnu útsýnið í nýja danska garðinum mínum. Ég er virkilega sátt og glöð í hjartanu. Nýtt tímabil í okkar lífi byrjar vel og ég vil trúa því að það eigi eftir að halda þannig áfram. Takk allir sem hafið tekið þátt í breytingunum með mér í beinni – ég finn fyrir svo miklum stuðning og áhuga frá fylgjendum mínum, það hjálpar helling.

//

In my last blog I told you about our last days in Sweden – here you have our first days in Denmark. I have been trying to get the house ready in record time to be able to start the normal routine life. It’s going well and we are getting there. Alba, which I am so proud of, has already started the school in a new country and she is happy about is so far. When the children are happy – I am happy.

Here you have my work view from the new garden – not bad, right?

 

Sólarkveðjur héðan !

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Hejdå sænska heima

HOME

English version below

Síðustu vikur hafa verið heldur viðburðaríkar. Ég hef náð að halda saman endum með miklu skipulagi en ég hef staðið í flutningum, ein í sænska kotinu með krakkana. Eftir sumarheimsóknina til Íslands hélt Gunni til Danmerkur þar sem hann skrifaði undir nýjan saming við Ribe Esbjerg. Þangað munum við fjölskyldan (í Esbjerg) því búa okkur til næsta heimili og erum mjög spennt. Síðustu dagarnir í Svíþjóð hafa samt verið smá erfiðir því kveðjustundir taka alltaf á. Ég held alltaf að ég sé orðin svo sjóuð í svona aðstöðu en er svo auðvitað bara mannleg og mömmuhjartað átti erfitt með sig í gær þegar þónokkur tár féllu hjá Ölbunni minni þegar hún kvaddi sænsku vinina síðasta skóladaginn. Gunnar Manuel fattar ekkert hvað bíður sín og er bara svaka peppaður fyrir Esbjerg sem hann heldur að sé hótel sem við sváfum á í heimsókn okkar til Gunna í byrjun ágúst.  Ég hef verið virk að deila dögunum mínum með ykkur á Instagram story og það er svo dýrmætt að sjá hvað margir fylgjendur mínir verða meðvirkir og taka þátt í að peppa mig og krakkana á einn eða annan hátt. Takk þið sem hafið sent mér línu – finnst það alveg frábært!

EN ég er MJÖG spennt fyrir komandi tímum. Elska DK og hlakka til að prufa að búa þar. Ég elska samt húsið mitt í Kristianstad svooo mikið og finnst erfitt að kveðja garðinn sem er hinn mesti draumur.

Þetta handboltalíf eða atvinnumannalíf getur verið mjög sérstakt og hefur líf okkar stjórnast af tilboðum og samningum síðsustu 10 árin. Það er hálf óþægilegt að hafa ekki fulla stjórn á þessu skipulagi á sama tíma og þetta eru ákveðin forréttindi. Við höfum upplifað ýmislegt saman sem fjölskylda og kynnst mismunandi stöðum og menningu sem ég er mjög þakklát fyrir. Núna er semsagt nýtt ævintýri á dagskrá, nýtt handbolta tímabil bíður okkar og ég get ekki beðið eftir að við verðum búin að koma okkur vel fyrir og lífið komist í góða rútínu aftur.

//
Our last day in Sweden is here. After two years we will say goodbye to our lovely house with my favourite garden. New adventures in Denmark are waiting for us and I can’t wait to start our “normal” life again in Esbjerg. This handball life can be strange and it’s always hard to say goodbye. 

Hejdå Sverige – Hej Danmark.

Útsýnið í augnabliknu er svona:

en minningarnar frá sænska heima verða svona (tekið í gær í pakkapásu):


Góða helgi kæru þið! Malmö bíður okkar eina nótt á meðan sterkir strákar ætla að sjá um flutninga á búslóðinni en svo verður það nýtt upphaf í Danmörku á morgun. See you soon Denmark!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SJÖSTRAND Í HAF STORE

FRÉTTIRSHOP

Eins og líklega flestir hafa tekið eftir þá opnuðu HAF hjón nýja og glæsilega hönnunarverslun á dögunum (Svana kíkti í heimsókn). Ég hlakka mikið til að gera mér ferð í búðina næst þegar ég verð á landinu. Hún lítur æðislega út miðað við myndirnar sem ég hef séð, staðsetningin er heillandi og þau eru að bæta vel við flóruna sem fyrir má finna. HAF hjónin eru með þennan skandinavíska hreina stíl, en þó með smá twisti og áhrifum frá búsetu þeirra á Ítalíu – sem má sjá á vöruúrvalinu.

Talandi um Ítalíu – þá er boðið uppá ljúffengan espresso í versluninni frá mínu uppáhalds Sjöstrand. Semsagt 100% lífrænt kaffi í umhverfisvænu hylki sem er bragðgott þar að auki (win win win!). Ég hvet ykkur því til að kíkja í kaffi hjá þeim.

Sjöstrand vörurnar eru allar fáanlega í HAF STORE og ég get slúðrað því í ykkur að það eru 3 nýjar kaffitegundir væntanlegar í september ásamt því að mjólkurflóarinn góði mun loksins koma aftur.

Ég tók saman nokkrar uppáhalds vörur núna þegar ég renndi yfir úrvalið þeirra í fljótu bragði.

Loftljós

Motturnar frá Marokkó

Þessi stóll

Síðan það sem er mitt uppáhalds uppáhald í versluninni – FÖSTUDAGS BLÓMIN!

Ég er eiginlega háð föstudagsblómum. Það er fátt betra en að eiga hreint heimili fyrir helgi og bæta við föstudags blómum til að setja punktinn yfir i-ið.

Gangi ykkur vel duglegu HAF hjón!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR