Elísabet Gunnars

DRESS: TRENCH COAT

DRESS

Þið virðast margar vera jafn sjúkar og ég í nýja trench frakkann minn. Ég fór ekki úr honum á Íslandi og fékk margar fyrirspurnir varðandi hann á förnum vegi. Enn er staðan sú sama að ég klæðist þessari ágætu nýju flík dag eftir dag enda Elísabetarleg með meiru. Ég segi það enn og aftur – yfirhafnir eru bestu kaup sem við gerum. Setja punktinn yfir i-ið á basic dress.

//

My most used item these days is my new trenchcoat. Been wearing it since I got it some weeks ago. As I have said before – a good jacket, coat or a blazer is the best buy. Completes the outfit!

 

PRIMADONNA

Bolur: Konur eru Konum bestar, Buxur: H&M trend, Skór: Isabel Marant

CPH AIRPORT

Bolur: Blanche, Buxur: Gina Tricot, Skór: Vagabond/Kaupfélagið

Hönnunarmars // AGUSTAV

 

FRÁ: Libertine Libertine // Húrra Reykjavik

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HEIMSÓKN: 17

HEIMSÓKN

Köflótt sjúk! ..

Þið tókuð kannski eftir því þegar ég heimsótti Gallerí 17 á Trendnet Instagram story í síðustu viku? 17 er verslun sem á alltaf smá part af hjarta mínu. Ég vann hjá verslunum NTC í hlutastarfi í mörg ár og svo sem verslunarstjóri áður en ég byrjaði í Háskólanum. 17 hefur verið flottasta tískuvöruverslun landsins í mörg mörg ár og gaman að geta til þess að pabbi minn vann t.d. þar þegar hann var ungur.

Ég sæki í 17 vegna merkja eins og Samsoe Samsoe, Just Female og Cheap Monday en þar fæst líka Tommy Hilfiger, Kenzo, Diesel og Envii sem er nýtt merki sem lofar góðu. Ekki má svo gleyma Moss Reykjavík sem margir tengja við mig eftir að ég vann fatalínu undir nafninu Moss by Elísabet Gunnars hér um árið. Eftir það samstarf var það algengur misskilningur að Moss Reykjavík væri hannað undir mínu nafni, alltaf. Og ég er enn að svara spurningum hvort þessi eða hin flík sé til hverju sinni. En sendi auðvitað alltaf boltann yfir til verslunarfólksins á gólfinu því ég er ekki með þau svör á hreinu :)

Í heimsókn minni mátaði ég nokkrar vel valdar flíkur frá mínum uppáhalds merkjum. Sjáið hér að neðan og í Instagram highlights hjá Trendnet.

Samsøe & Samsøe samstæðudress –
Dásamlegt efni og falleg smáatriði í blúndunum.

Eru ekki að koma páskar? Gula peysan er frá Envii

Just Female blússa í fallega grænum lit – líka til buxur í stíl –

Yfirleitt fýla ég ekki hermanna munstur en þessi jakki frá Samsoe kallaði á mig –

Köflótt við allt .. betra ef það er í rauðu –

Buxurnar eru mömmusnið frá Tommy Hilfiger – 

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

PÁSKAGLAÐNINGUR

INSTAGRAMLÍFIÐ

Ég byrjaði daginn á einum rótsterkum …

Bolur: Blanche/Húrra Reykjavík, Buxur: Monki, Bolli: Sjöstrand Iceland

Gleðilega páska! Of snemmt? Þetta er allavega útsýnið mitt þessa dagana …
Í samstarfi við Hafliða súkkulaðikóng hjá Mosfellsbakarí, Reykjavik Letterpress og Sjöstrand á Íslandi ætla ég að gleðja nokkra fylgjendur á Instagram. Ég babblaði um málið á Instagram story í morgun, HÉR og birti svo mynd af gjöfunum þar sem ég hvet ykkur til að merkja vin á myndina.

 

Eggið til hægri er því miður ekki til lengur á mínum bæ …. besta súkkulaði sem ég hef smakkað og það hvarf á einum degi.
Sjáumst á Instagram.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Baum UND Pferdgarten á ÍSLANDI

HEIMSÓKN

Íslendingar geta fagnað komu Baum und Pfergarten til landsins – dönsk gæðahönnun sem ég hef fylgst með í nokkur ár. Um er að ræða litríkar flíkur með smáatriðum sem gleðja augað.

Ég vissi ekki af tilveru verslunarinnar á Íslandi fyrr en ég fann þær á Instagram þegar ég ætlaði að merkja official síðuna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Sýningin var ein af þeim sem ég heimsótti síðast og haustið lofar aldeilis góðu eins og þið sáuð á Trendnet Instagram story í janúar.

Í síðustu viku heimsótti ég verslunina á Íslandi og var í beinni á Trendnet Instagram story, HÉR. Hér að neðan sjáið þið nokkrar af þeim flíkum sem ég mátaði … og langaði að taka með mér heim ;)

Hugsað út í öll smáatriði ..

Dásamlega kápa í yfirstærð – köflótt við allt ;)

Jakki drauma minna .. og see-through kjóllinn sem hefur verið mjög vinsæll frá merkinu ..

Þessi kjóll er til í fleiri litum – og þetta snið er aldeilis málið ..

Dags og nætur ..

//

 

Á morgun, fimmtudaginn 22.mars, býður verslunin í partý til að fagna öllum nýju vorvörunum sem voru að detta í hús. Það er tilvalið tækifæri fyrir áhugasama að gera sér ferð í Garðabæinn og kynnast þessu merki frekar. Það verða veitingar og tilboð af völdum vörum samkvæmt mínum upplýsingum.

Hvar: Garðatorg
Hvenær: 17-20

Frábært hvað Ísland býður uppá fjölbreytta skandinavíska hönnun – ég held að ég sé ekki ein um að kunna vel að meta Baum und Pferdgarten.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HILDUR YEOMAN: VENUS

ÍSLENSK HÖNNUN

Það má með sanni segja að Hildur Yeoman sé búin að fanga tískuhjörtu okkar fyrir löngu. Íslenskum konum dreymir um að eignast þessar ævintýralegu flíkur sem skera sig úr fjöldanum.
Hildur kynnti nýjustu fatalínu sína, VENUS, í verslun sinni á Skólavörðustíg í gærkvöldi og ég var á staðnum. Sólin skein svo fallega og myndaði töfrandi stemningu sem gaman var að upplifa.

Um er að ræða litríkar flíkur úr fallegum efnum sem kalla á mann. Sniðin eru ólík og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi eins og Hildur hefur passað uppá síðustu árin. Ég á nokkrar flíkur frá þessari hæfileikakonu og sú nýjasta er hvíta skyrtan sem ég klæðist hér að neðan. Skyrtan er ekki endilega í anda Hildar en ég var ótrúlega glöð að sjá hana innan um allar hinar flíkurnar. Ég á eftir að nota hana endalaust og þið munið örugglega taka eftir því :)

 

Ný lína merkis Hildar Yeoman er innblásin af gyðjunni Venus …

HAHA – elska þessa mynd!
Hæ Hildur!

Þetta eru mínar uppáhalds flíkur úr línunni:

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AGUSTAV

HOMEÍSLENSK HÖNNUN

Eins og þið hafið flest tekið eftir þá er ég stödd á Íslandi í mesta vinnuspani sem ég hef tekið að mér. Ekki nóg með það að það sé Hönnunarmars (mæli með að allir skoði dagskrána hér) þá náði ég að troða inn fundum og heimsóknum í allar mínar mínútur þassa fáu daga sem ég stoppa. Í gær heimsótti ég fyrirmyndarhjón hjá íslensku húsgagnamerki sem ég kynntist nýlega. Um er að ræða húsgangahönnunnar – og framleiðslufyrirtæki rekið af Gústavi Jóhannssyni og Ágústu Magnúsdóttur.


AGUSTAV vinnur með heildstæðu hönnunar- og framleiðsluferli þar sem form og notagildi kallast á. Framleiðslan er í höndum faglærðra húsgagnasmiða og eru öll efni framleiðslunnar sérvalin og unnin með tilliti til gæða.

Skoðið endilega heimsókn mína í sýningarherbergið á Instagram story hjá Trendnet HÉR en opinn viðburður verður seinna í dag í sýningarrými þeirra að Funahöfða 3 í tilefni frumsýningar á nýjum vörum – nýjir lampar, stólar, speglar og fleiri innanstokksmunir.

AGUSTAV nýtir alla afganga í fallegar minni vörur. Ég var sérstaklega hrifin af mæliprikinu sem persónuleg sængurgjöf –

Bókasnaginn kemur í eik, hnotu og wenge –

Klassískt útlit hillunnar er stílhreint og fágað –

Að þetta sé íslensk hönnun gefur mér hlýju í hjartað. Langar langar langar í svo margt! Skandinavískur draumur!

Ég mæli með að sem flestir reyni að heimsækja sýningarherbergið á Hönnunarmars. sem er opið sem hér segir:

Fimmtudagur 15.mars kl: 10 – 18
Föstudagur 16.mars kl: 10 – 20
Laugardagur 17.mars kl: 10 – 18
Sunnudagur 18.mars kl: 12 -18

Frekari upplýsingar fáið þið: HÉR og HÉR

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN GLAMOUR

LÍFIÐ

Góðan daginn!

Ég verð að fá að hrósa vinkonum mínum hjá Glamour fyrir æðislega forsíðu á fyrsta blaði ársins. Ég leyfði mér loksins að lesa það almennilega í morgun og rakst á nokkrar skemmtilegar síður. Það er Björk Guðmundsdóttir sem er forsíðufyrirsætan og viðtalið við hana veitir manni innblástur og það er ekki í fyrsta sinn sem þessi drottning gerir það.

Ég á líka fleiri uppáhalds síður í blaðinu því andlitið á mér tók skemmtilega STÓRT á móti mér í boði Max Factor (held fyrir augun), ásamt því að Glamour virðist vera sjúkt í Sjöstrand kaffivélina góðu .. eins og undirrituð!

#MYFACTOR

Ég er líka með þessa fegurð á heilanum … en það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgir mér á Instagram. ;)

 

Trendsíðurnar eru líka alltaf on point og eru yfirleitt mínar uppáhalds að skoða. Mæli með ….

Áfram íslensk útgáfa! High five Glamour!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HVERT FER ÉG Í BRÚÐKAUPSFERÐ?

BRÚÐKAUPINSPIRATION

Í mörg ár höfum við Gunni reynt að finna hentugan tíma til að ganga upp að altarinu saman. Í sumar ætlum við loksins að láta verða af því og er undirbúningurinn því farinn á fullt. Við munum gifta okkur á Íslandi og planið er að stinga síðan strax af í brúðkaupsferð og njóta fyrstu daganna sem hjón, bara tvö.

Við getum ómögulega ákveðið hvert við eigum að fara og erum búin að fara fram og tilbaka í okkar pælingum. Ég held að það sé ekkert eitt rétt val í þessum málum og erum við nokkuð opin. Einu skilyrðin sem við setjum er hvítur sandur, tært haf, góður matur og kannski einhver hreyfing eða afþreying með – yoga á morgnanna væri til dæmis eitthvað sem við myndum elska. Er það nokkuð of mikið að biðja um?

Við erum allaveg ekki búin að ákveða neitt og mig langar að biðja um smá hjálp – kæru lesendur.

Getið þið gefið mér góð ráð eða tips? Hverju mælið þið með?

Sunnudagsmorguninn fer í að skoða nokkra áfangastaði og er það sunnudagsinnblásturinn þennan daginn. Þær eru margar myndirnar sem ég væri til í að stökkva inná – draumur!

//

Spending my Sunday morning looking at locations for our honeymoon. As you maybe know, me and Gunnar, are planing our wedding this summer in Iceland.

Do you have some good tips for me? Where should we go?

 

Mexico, Bora Bora, Maldavies, Bahamas, Grísku eyjarnar, Tæland, Bali … eða kannski bara aftur/alltaf Frakkland eða Ítalía?

Gleðilegan sunnudag! .. fylgist vel með á Trendnet í kvöld þegar spennandi fréttir fara í lofið.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LOW BUDGET BRILLUR

SHOP

Þessar hafa verið á nefinu á mér síðustu vikur … reyndar þangað til í gær þegar fór að snjóa á okkur hér í sænska. Ég veit að það er sólríkt á Íslandi og því pósturinn vel við hæfi í birtingu inn í helgina. Þessi fínu kisu-gleraugu keypti ég í Monki fyrir ekki svo löngu síðan. Ég mátaði fyrst sambærileg sem kostuðu 25.000 íslenskar krónur (voru á óskalistanum mínum í janúar: HÉR) áður en ég rakst á þessi sem kostuðu rétt rúmlega 2000 krónur – og ég get svo svarið það að þessi ódýrari virkuðu betri – ekki bara lúkkið heldur líka gæðin – við sjáum svo til hversu vel þau munu halda. En ódýr kaup geta svo sannarlega glatt því þessi verða notuð í allt sumar, í bland við önnur.

 

Sólgleraugu: Monki

Það má líka nota sólgleraugu í snjó … sjá HÉR haha.

Góða helgi til ykkar ♡

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAGERSALA HELGARINNAR ER HÉR

SHOP

iglo+indi, Hring eftir hring og barnaskóbúðin Fló verða með lagersölu um helgina sem engin mamma má missa af!
Um er að ræða vandaðan barnafatnað, barnaskó, fallega skartgripi og fleira frá iglo+indi, Hring eftir Hring, Veja, Angulus og völdum vörumerkjum. Einnig verða einstök i+i sýnishorn til sölu sem ekki hafa farið í sölu.

HVAR?
Auðbrekka 10, 200 Kópavogur
HVENÆR?
Fimmtudaginn 8. mars frá 11:00-18:00
Föstudaginn 9. mars frá 11:00-18:00
Laugardaginn 10. mars frá 12:00-16:00
Meira: HÉR

Skilið kveðjur xxx ég elska að gera góð gæðakaup á lækkuðu verði!!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR