Elísabet Gunnars

YOU GO GIRL

FÓLKFRÉTTIR

Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Í dag er dagurinn runninn upp að nýju og birti Hagstofa Íslands því nýjustu tölur um launamun kynjanna sem ná yfir árið 2016. Launamunur milli kvenna og karla hefur dregist saman síðustu árin en er enn óásættanlega hár. Breytum því! Mikilvæg áminning sem þarf að laga ..

Ég tók saman vel valin baráttu quote að þessu tilefni – feel free to share!

 

 

         

Áfram gakk!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

FRÁ TOPPI TIL TÁAR: BLEIKT

FRÁ TOPPI TIL TÁAR

Október er fallegasti haustmánuðurinn að svo mörgu leiti og árlega kem ég með áminningu hér á blogginu hversu mikilvægur hann er fyrir marga. Oktober er bleikur mánuður þar sem Krabbameinsfélags Íslands byrjar með sölu á bleiku slaufunni sem í ár er hönnuð af Ásu Gunnlaugsdóttur gullsmið. Ég hvet alla til að kaupa slaufuna í ár og styrkja þannig mikilvægt málefni. Við þekkjum öll einhvern sem hefur greinst með Krabbamein og peningnum sem safnast með bleiku slaufunni er vel varið í dýrmæta hluti. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2017 rennur til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, sem veitir ókeypis stuðning, fræðslu og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda – virkilega mikilvægt starf sem talið var ófullnægjandi í nýrri könnun sem gerð var meðal aðstandana.

Fæst: HÉR

Íslensk fyrirtæki hafa bætt um betur og eru mörg hver að styrkja enn frekar við Krabbameinsfélag Íslands í október með einum eða öðrum hætti.

Ég tók saman bleikar kauphugmyndir frá toppi til táar og fékk að svindla inn einni grárri flík með.

 

 

Nærföt: Lindex, Húfa: PIECES/VILA, Peysa: Duggarapeysa frá Ellingssen, Sokkar: Hansel from Basel/Geysir, Skór: ATP Atelier/Geysir, Kápa: H&M, Lakkrís: Johan Bülow/Epal, Eyrnalokkur: Maria Black/Húrra Reykjavik , Ullarbuxur: 66°Norður

Pósturinn er örlítið persónulegri að þessu sinni þar sem náinn fjölskyldumeðlimur greindist með æxli í lok síðustu viku og liggur í aðgerð í þessum skrifuðu orðum. Helgin hefur því verið mjög erfið í óvissu en ég er bjartsýn á að það sé góðkynja og allt fari vel. Með tárin í augunum sendi ég allar hlýjar hugsanir og sterka orku yfir hafið. Á svona stundu er erfitt að búa í útlöndum og geta ekki verið meira til staðar fyrir sína. <3

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR: BRÚÐKAUP

Það er eitt sem truflar einbeitinguna hjá mér þessa dagana. Það er brúðkaup mitt sem er á planinu fyrir næsta sumar.  Ég held að ég sé að segja frá því í fyrsta sinn hér á blogginu? Þið fáið að fylgjast með undirbúningi ef áhugi er fyrir slíku og mér þykir það líklegt miðað við öll kommentin sem ég fékk frá fylgjendum á Instagram þegar ég kom brúðkaupinu óvart að á story fyrir stuttu.

Aldrei hefði mér dottið í hug hversu tímanlega maður þarf að vera með vissa hluti. Kirkjan er bókuð en salurinn er enn í vinnslu .. allar ábendingar vel þegnar þar. Við höfum skoðað fjöldan allan af staðsetningum sem gætu hentað en annað hvort er salurinn of lítill eða uppbókaður!! Mig langar helst að vera með fallegt íslenskt umhverfi hvort sem það sé í borginni eða rétt fyrir utan. Stolti Íslendingurinn vill státa sig af fegurð landsins okkar við útlendingana sem eru á gestalistanum.

Þessar myndir að neðan mega vel vera titlaðar sem sunnudags innblástur .. bjartur brúðar innblástur sem er kominn í mína möppu á desktopinu.

//

I have something that is stealing my focus these days – my planned wedding next summer. It’s so much to think about, the church is booked but the location for the celebration isn’t and it seem to be harder than I thought . It’s either to small or already booked.

My Sunday inspiration today is wedding inspiration.

 

Sorry hversu margar myndirnar eru í albúminu en ég leyfði bara öllum að flakka með og vona að þið njótið góðs af því.

Ég hlakka svo til ….

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐA HELGI

LÍFIÐ

English Version Below

Hæ í beinni frá bílnum á leið á útileik hjá manninum mínum og liðsfélögum í IFK Kristianstad. Mér fannst tilvalið að klæðast nýjum skóm sem fóru með mér heim frá París en svo var það kannski ekkert voðalega sniðug ákvörðun því nú er byrjað að rigna á okkur – well well ..
Afþví að ég er svo lágvaxin þá finnst mér hentugt að nota skó með smá hæl og ég á einmitt nokkra í sama sniði og þessa hér að neðan en enga með svona fallegri skreytingu að framan. Ég er klædd í svart frá toppi til táar en finnst þessir búa til meiri gleði á heildarlúkkið.

Frá: &OtherStories

//

Hi from the car, on my way to a handboll game in Lund. Heja IFK!
Wearing a new shoes that I bought in Paris earlier this week. Love the details on the top. You as well? From &OtherStories. 

Góða helgi í glænýjum skóm :)

xx,-EG-.

DRESS: DETAILS

DRESSLÍFIÐ

Það var svo dýrmætt að fá framlengingu á sumrinu með heimsókn minni til Frakklands um helgina. Léttklæðnaður alla daga og sólbrillur á nefinu var eitthvað sem ég bjóst ekki við þegar ég pantaði flugið á sínum tíma.
Sunnudagur til sælu átti vel við þegar þessar myndir voru teknar fyrir utan hjá vinkonu minni Monu Lisu.

Fylgihlutirnir settu punkt yfir i-ið á dressið – smáatriðin stela athyglinni á sólríkum dögum.

//

This weather!! In October!! Love it!! I did not see it coming when I booked the flight to France some weeks ago. The weather made Paris even more wonderful – I really enjoyed it.

Sólgleraugu: Gucci // Augað Kringlunni
Samfella: OW // AndreA Boutiqe
Hálsmen: E // AndreA Boutiqe
Stuttbuxur: SamsoeSamsoe
Klútur í taglinu: Hildur Yeoman

Top Sunday wearing Samsoe Samsoe shorts, body by OW from AndreA Boutiqe, Gucci sunglasses and a scarf by Icelandic designer Hildur Yeoman.

Þið hafið margar verið að spyrja mig út í klútana sem ég hef verið að hnýta í hárið uppá síðkastið. Ég gríp í þann sem hendi er næst og finnst þetta vera skemmtileg leið til að poppa upp á lúkkið endrum og eins. Mæli með með að stelið hugmyndinni ;)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR