Elísabet Gunnars

DARK MOOD

SHOP

Jæja, nú hef ég aldeilis tilefni til að segja ykkur betur frá fylgihlut sem ég nota óspart þessa dagana. Ég hef nefnilega fengið fjöldan allan af spurningum sem snúa að þessu ágæta body harnessi eftir að ég notaði mitt á tískuvikunni í Kaupmannahöfn fyrr á árinu. Setur punktinn yfir i-ið.

img_1943-620x774

Dark Mood er skemmtileg og öðruvísi íslensk hönnun. Ég er mikill aðdáandi!

Fylgihluturinn fíni er íslensk hönnun eftir Hildi Sumarliðadóttur sem hannar undir nafninu DARK MOOD. Hildur selur hönnun sína í GK á Skólavörðustíg.

Í kvöld, fimmtudag, mun hún sjálf standa vaktina þar sem sérstakur afsláttur verður af harnessinu, boðið verður uppá  léttar veitingar og dj mun halda uppi fjörinu. Eru ekki allir að hönnunarmars-ast yfir sig? Bætið þessu á dagskrá kvöldsins ;) Stuðið hefst klukkan 19:00.
Hér að neðan fáið þið smá sneak peek af þeim ljósmyndum sem verða frumsýndar í kvöld – myndir sem voru sérstaklega teknar fyrir Hönnunarmars og innihalda allar þennan fína fylgihlut.

dark_mood-7 dark_mood-8 dark_mood-9 dark_mood dark_mood-3

Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir
Stylisti: Ása Ninna Pétursdóttir
Hár og makeup: Adda Soffía Ingvarsdóttir
Model: Iðunn Daníels og Bryndís Magnús

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

STÍLLINN Á INSTAGRAM: HELGAJOHANNS

Norðlenska fasjónistan Helga Jóhannsdóttir á Stílinn á Instagram að þessu sinni. Helga virkar á mig sem dugnaðarforkur í sínum verkefnum en hún heldur úti virkum Instagram reikningi þar sem hún skvísar yfir sig ;) Helga er ein af þeim sem notar Instagram reikning sinn sem eins konar blogg og ég kann að meta það – persónulegt í bland við innblástur og mood.

Ég heyrði betur í þessari áhugaverðu sveitastelpu og svör hennar finnið þið fyrir neðan myndirnar.

@helgajohanns :

Hver er Helga Jóhannsdóttir?
Ég er 22 ára og uppalin á Akureyri, flutti svo til Reykjavíkur og bjó þar í rúmlega tvö ár, en eins og er bý ég í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Ég er nýflutt en ég elti kærastann minn hingað sem er sjómaður. Ég hef mikinn áhuga á tísku og hönnun en einnig brjálaðan áhuga á matargerð.

Afhverju Instagram?
Instagram er frábær miðill til að halda utan um skemmtilegar minningar – mitt instagram er eins og dagbók fyrir mér, mér finnst ég halda best utan um myndirnar mínar á þessum miðli. Svo finnst mér líka gaman að fylgjast með því hvað aðrir eru að gera.

Venjulegur dagur í lífi þínu?  
Nú er ég nýflutt til Ólafsvíkur frá Reykjavík, og hafa dagarnir breyst ansi mikið eftir það. Venjulegur dagur væri að gera mér morgunmat, fara svo í vinnuna frá 11 til 15, svo kem ég yfirleitt heim og kíki aðeins í tölvuna, fer í ræktina eða út að hlaupa og enda svo á að elda góðan mat fyrir mig og kærastann minn.

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar að kemur að klæðaburði?
Nei myndi ekki segja það, ég fer frekar í eitthvað sem mér dettur í hug hverju sinni, en fyrir sérstaka viðburði finnst mér mjög gaman að ákveða í hvað ég ætla fyrirfram.

Skemmtilegast að kaupa?  
Sneakers og jakka, ég fell alltaf fyrir því.

Uppáhalds flík í fataskápnum?
Won Hundred samfestingurinn minn myndi ég segja að væri uppáhalds, sem og Nike Air Max 97 gold sneakerarnir mínir – mig hafði lengi langað í þá

Áttu þér styleicon – tískufyrirmynd?
Ekki beint icon nei en finnst mjög gaman að fá inspo á instagram, td. hjá Thoru Valdimars, Melissu Bech og Idu Broen.

Framtíðarplön?
Ég er að vinna í því að opna veitingastað á Snæfellsnesinu í sumar. Ég, mágur minn og svilkona ætlum að opna veitingastað í júní/júlí, dagsetningin er ekki alveg komin á hreint – en við erum að gera upp gamalt hús fyrir staðinn sem er mjög skemmtilegt verkefni. Vonandi gengur það vel – annars langar mig líka að klára að mennta mig og ferðast eins mikið og ég get.

Svo ein að lokum … afþví að íslenska tískuhátíðin, RFF er handan við hornið –

Hvað er íslensk tíska fyrir þér?

Fyrir mér er íslensk tíska hönnun (sem er ekki fjöldaframleidd), vönduð og eitthvað sem að ég get hugsað mér að nota mikið og lengi. Það er ekki langt síðan að ég fór alvarlega að pæla í hvað íslenskir hönnuðir eru að gera en finnst alltaf jafn frábært þegar einhverjum íslenskum hönnuði gengur vel. Nú heillast ég mikið af Hildi Yeoman, en ég er líka mjög spennt að sjá hvað hönnuðirnir sem sýna á RFF í ár hafa upp á að bjóða. Sem dæmi er ég mjög spennt að sjá línuna sem Cintamani mun sýna en Heiða sem var með Nikita á sínum tíma hannaði hana ásamt teyminu sínu. Mér finnst líka mjög flott hvað íslenskir hönnuðir gera mikið sjálfir, sem dæmi sauma strákarnir hjá Inklaw öll fötin sem þeir hanna sjálfir. Það finnst mér aðdáunarvert.

Ég þakka Helgu fyrir gott spjall. Ung fyrirmyndar stúlka með sterkan stíl. Ég gæti vel hugsað mér að taka roadtrip og koma í kvöldverð á Snæfellsnesinu á nýjum spennandi veitingastað í sumar.

Takk @helgajohanns!

xx,-EG-.

ÁBERANDI EYRNALOKKAR

SHOPTREND

English Version Below

unspecified-4

Ég eignaðist svo fallega eyrnalokka í síðustu viku. Systir mín færði mér lokkana frá Íslandi en það hefur ekki farið framhjá ykkur sem fylgið mér á Instagram story. Ég hef notað þá daglega frá því að þeir urðu mínir.

 

img_3551img_3560

 

Fyrir tveimur árum talaði ég um áberandi eyrnalokka í tískubabbli mínu fyrir Fréttablaðið, hér. Þá grunaði mig ekki hvað þetta trend myndi halda velli í langan tíma … eða fór það kannski og kom svo aftur?

Lokkarnir eru frá verslun Andreu Boutiqe þar sem þeir seljast á verðbilinu 1990,- 3.990,-. Það var ómögulegt að velja á milli því úrvalið er mjög mikið af fallegum týpum.
Laugardagslúkkið á þessum bænum. Einföld og ódýr leið til að lífga uppá dressið.

img_3558img_3562

img_3569img_3565

 

//

My sister brought me these beautiful earrings last week when she came for a visit. I really love the look and have been wearing them since.
They are from Andrea Boutique in Iceland and you should go and have a look the different types she has. The price is good which is a big plus.
The statement earrings trend seems to continue through the summer – a good “finish” for every look, casual or evening.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

YEOMAN OPNAR Í DAG

ÍSLENSK HÖNNUN

17342628_10155042422391774_3572909491209015451_n

eeyeoman

Í dag bætist í verslunarflóru miðbæjarins þegar fatahönnuðurinn og dugnaðarforkurinn Hildur Yeoman opnar sína fyrstu verslun undir eigin nafni, YEOMAN.

Hildur mun selja sína hönnun ásamt því að selja vörur eftir aðra íslenska hönnuði á borð við Kalda og GUDRUN. Einnig verður fatnaður frá American Vintage (merki sem ég er persónulega mjög hrifin af) og skór frá Miista, dásamlegt skart, ilmvötn, ilmkerti, blómavasar og margt annað fallegt – frábær blanda.

Mikið sem ég er spennt að fá að heimsækja þessa áhugaverðu viðbót á Skólavörðustígnum (nr 22B) sem allra fyrst.

Til hamingju Hildur Yeoman  ♥ Meira: HÉR og HÉR

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FIMM DÖNSK FASJÓNTREND

FASHION WEEKMAGAZINETRENDWORK

17354721_10154568868032568_1469245938_n

Þetta er útsýnið í augnablikinu. Glamour skilaði sér loksins inn um lúguna og í þessum mánuði á ég þrjár síður í blaðinu. Síðurnar tvær á myndinni innihalda fimm dönsk fasjóntrend sem við megum búast við að sjá meira af í haust. Ég er strax byrjuð að taka þátt í mörgum þeirra en hettur og merktir bolir er eitthvað sem við sjáum í verslunum nú þegar.

glamour

Lesið um mína upplifun af tískuvikunni í Kaupmannahöfn – það mátti finna margar hliðstæður hjá hönnuðum sem sýndi mér betur hvað koma skal.

1. RAUTT
Dönsku hönnuðirnir eru sammála um að rautt sé litur haustsins. Rauðir skór voru áberandi og þá mátti sjá rautt frá toppi til táar í klæðaburði. By Malene Birger, Won Hundred, og Ganni sýndu öll stígvél í þessum eldheita rauða lit. Allt eru þetta merki sem sem fást í íslenskum verslunum.

2. STATEMENT T SHIRT
Kannski besti staðurinn til að koma skilaboðum á framfæri? Merktir stuttermabolir voru áberandi og mátti finna frá flestum hönnuðum. Þetta er trend sem einnig má finna í sumarlínum hönnuða og auðvelt er að taka þátt í. Það þarf ekki að kosta mikinn pening og getur verið nóg að gramsa eftir gömlum hljómsveitarbolum í geymslunni.

3. HETTUR
Hettupeysan hefur verið áberandi undanfarið og sú tíska virðist vera að ná hámarki. Hönnuðirnir sýndu okkur peysuna í ólíkum útfærslum á pöllunum en þetta var líka sú flík sem gestir tískuvikunnar klæddust hvað mest.
Klæðum hettupeysuna upp og niður eftir tilefnum, yfir rómantíska kjóla, undir kápuna sem við kaupum í yfirstærð eða eina og sér. Alveg pottþétt vinsælasta flík ársins!

4. VÍÐAR SKÁLMAR
Niðurþröngar skálmar hafa átt langan líftíma en nú fögnum við víðum skálmum og mittissniði. Malene Birger, Henrik Vibskov, Baum Pferdgarten eru dæmi um hönnuði sem sýndu eingöngu þetta snið í sínum línum. Það getur tekið tíma að venja sig við þessa breytingu og því þarf að sýna henni smá þolinmæði.

5. HLÉBARÐAMUNSTUR
Það er komið aftur, fyrr en okkur grunaði. Við bjóðum hlébarðamunstrið velkomið á ný. Við fegnum að sjá það í mismunandi myndum, t.d. í kjólum og yfirhöfnum. Oftast var það parað við látlausari liti. Trend sem mikilvægt er að para rétt saman að mati undiritaðrar.

 

//
I had three pages in the newest Glaomur Magazine in Iceland. I wrote about the main trends I saw on Copenhagen Fashion Week.
The top five fashion trends were:
The color RED, Statement T-shirts, Hoodies, Wide leg jeans and leopard pattern.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR