fbpx

Í FYRSTA SINN MEÐ FURU

HOMELÍFIÐSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Æ – er þetta ekki besti tími ársins þegar kemur að smáfólkinu okkar? Það eru börnin sem hringja inn jólin á þessu heimili og stundum einum of snemma miðað við hvað elsta vill kveikja snemma á jólalögunum. Nú er ég sjálf dottin með þeim í hátíðargírinn og því var ekkert smá gaman að eiga samveru með jólaskreytingum innan og utandyra í nýliðinni viku, við fórum alla leið og skreyttum líka jólatréið.

 

Það kom auðvitað ekkert annað til greina en að sækja okkur tré til vina okkar í BYKO, sem selja tvær tegundir af lifandi trjám, Nordmannsþinur og Stafafuru. Við ákváðum að velja okkur Furu í fyrsta sinn, en alveg pottþétt ekki það síðasta þar sem við erum ó svo ánægð með útkomuna. Það er einhver rómantík í furunni og mér fannst hún passa svo vel við stílinn í okkar gamla og góða húsi.

Fururnar eru alíslenskar og koma úr Skógræktinni, það er því mun umhverfisvænni kostur en innflutt tré. Ég fékk síðan upplýsingar um að minnsta kosti 10 tré séu ræktuð í stað hvers trés sem fellt er sem jólatré.

Hér sjáið þið mesta jólabarn sem ég þekki.

Hvítar kúlur, jólaljós, kertaljós … og allskonar sætir jólakarlar fóru á okkar tré. Breytið þið til eftir árum eða haldið þið í sömu skreytingar ár eftir ár? Skoðið allskonar jólaskraut í BYKO – HÉR nú á 25% afslætti.

Við prufuðum einnig kertaseríur í fyrsta sinn og það kom bara ljómandi vel út – fæst HÉR

Psst. Eitt að lokum. Við keyptum okkur jólaseríur úr System 24 línunni þeirra í fyrra og þær hafa staðið úti alveg frá síðustu jólum án þess að ein pera sé skemmd. Við keyptum 4 og tengdum saman í fyrra og bættum við 3 í ár. Það er aðeins meiri áskorun að lýsa upp allt tréð en mig grunaði, en þetta kemur smám saman :)

Gleðilega hátíð … segi það í fyrsta sinn hér með þessari færslu.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

FRÁ TOPPI TIL TÁAR MEÐ LINDEX

DRESSFRÁ TOPPI TIL TÁARSAMSTARF

Það er svo margt fallegt frá Lindex fyrir jólin og ég sá færi í hendi og langar að sýna ykkur nokkrar vel valdar vörur.

Úti á náttfötunum, það var þá ekki í fyrsta sinn hjá undirritaðri eins og þið ættuð að vera orðin vör við. Þessi djúpi rauði litur kallaði á mig … fyrir jólaboðin sem framundan eru? Fást: HÉR og koma einnig í svörtu.

Lindex bíður upp á mikið úrval yfirhafna – þessar tvær eru aðeins brot af því sem í boði er.
Army jakki fæst: HÉR
Appelsínugula fæst: HÉR
Takið eftir buxunum – þær eru líka frá Lindex og fást: HÉR

Heima um jólin? Ó ég elska þennan notalega, hlýja og mjög svo smarta kjól. Fæst: HÉR

Að lokum … ég hef ekki farið úr þessari peysu frá því að hún varð mín fyrr í desember. Hún kemur í rauðu (svo jóló) og svörtu. Hún minnir á peysu úr smiðju GANNI. Fæst: HÉR fyrir áhugasama.
Önnur sem er í miklu uppáhaldi er þessi HÉR en hún minnir mikið á Stine Goya. Mæli með báðum þessum peysum í jólapakkann.

 

Allar þessar flíkur að ofan, ásamt miklu fleiri, finnið þið á Lindex.is sem og í verslunum um land allt.
Happy shopping!
HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUNDAYS .. HEIMA Á AÐVENTUNNI

LÍFIÐSAMSTARF

Það er svo gaman að gefa og gleðja á aðventunni, jólahefð sem ég kann vel við á mínum miðlum. Takk allir fyrir góða þáttöku en ég vanda mig hverju sinni við að hafa leikina veglega og í anda ársins sem senn líður hjá.

LESTU LÍKA: EIN STOFA – 4 MOTTUR FRÁ KARARUGS

 

Það eru vinir mínir hjá KaraRugs sem gefa næstu gjöf. Ekki láta leikinn fram hjá þér fara, freistaðu gæfunnar hér –

Heima … á aðventunni. Notalegt með meiru.

 xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

PASTA LA VISTA BABÝ

DRESSLÍFIÐSAMSTARF

Að fara út að borða með ungabarn … Lýtur vel út á mynd? Raunveruleg staða er sú að stefnumót okkar Gunna síðustu vikurnar hafa í fyrsta lagi verið mun færri en áður og þegar að við loksins komumst á deit þá borðum við alltaf í sitthvoru lagi haha. Hér sótti ég í uppáhalds pastað mitt og naut þess vel þrátt fyrir að unga daman hafi verið á höndinni á meðan.

Pasta la vista, beibí hefur sjaldan passað betur.

*flíkin var gjöf

Mér fannst ég svo fín í þessari fallegu flík eftir unga fatahönnuðinn og vinkonu Eddu Gunnlaugsdóttir. Edda startaði nýlega fatamerkinu ddea, fatamerki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á hágæðafatnaði, saumað á Ítalíu. Til hamingju Edda og takk fyrir mig. VAKA fæst HÉR

Pastað er í miklu uppáhaldi undirritaðrar, þið fáið það hjá Hrefnu Sætran á Trattoria – mæli með!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

FYRSTA AÐVENTUGJÖF ÁRSINS – Í mykri og kulda er gott að hlýja sér

LÍFIÐSAMSTARF

Gleðilegan fyrsta í aðventu kæru lesendur. Ég hef varla áttað mig á því að það sé kominn vetur en hér erum við samt mætt, byrjuð að telja niður í jólin sem bráðum mæta í hús. Eins og fyrri ár gef ég vel valdar gjafir með góðum samstarfsaðilum á aðventunni.

Í miklu hamingjukasti heimsótti ég Skylagoon í vetrarblíðviðri – Bali eða Kópavogur? Ég var ekki viss .. Ég er aðdáandi þessarar perlu höfuðborgarsvæðisins og er þakklát fyrir það að geta gefið ykkur tækifæri á heimsókn þangað sem innifelur passa í lónið ásamt fullt af fleiri fríðindum – með einhverjum sem ykkur þykir vænt um.

Viltu gefa gjöf sem býr til samveru og nærir líkamlega og andlega líðan? Þá er þetta gjöf sem gleður. 
Fyrsta aðventugjöf ársins er stefnumót í Skylagoon – dásamlegt deit fyrir hvaða dúó sem er. 

Innifalið:

  • 2 Sky Pass
  • Sjö skrefa Ritúal meðferð
  • Vel búinn einkaklefi með sturtu ásamt Sky Body Lotion og handklæði
  • Drykkur á mann (vín hússins, af krana eða óáfengt)
  • Sky sælkeraplatti á Smakk Bar

       SMELLTU HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT 

Finndu hugarró við sjávarsíðuna þar sem himinn og haf renna saman – ó svo dásamleg leið til að gera vel við sig. 7 skrefa Ritúal meðferðin setur svo punktinn yfir i-ið. Mæli mikið með.

Fleiri sniðugar jólagjafir sem Skylagoon bíður uppá:

Multi-Pass sem gjafakort
6 skipti á meira en helmingsafslætti.

Drykkur sem gjafakort
Þú getur bætt drykk sem gjafakorti við gjöfina til að gera góða stund enn betri. Eingöngu hægt að kaupa í Sky Lagoon.

Þegar þú kaupir gjafakort þá býrðu sjálfkrafa til 20% afslátt af Sky Lagoon húð- og heimilisvörum. Sá afsláttur er veittur þegar þú borgar með gjafakorti. OG síðast en ekki síst þá fást gjafakortin og vörur nú innpakkaðar í hátíðlegar gjafaumbúðir fyrir 300 kr en þær renna óskertar til Kolviðar sem plantar tré fyrir hvern kassa. 1 gjafaaskja = 1 tré ❤

 

Í myrkri og kulda er gott að hlýja sér – eins og segir í laginu góða og á svo einstaklega vel við þessa upplifun á vetrarmánuðum.

Meira: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: Tróð skvísulátum inn á milli brjóstagjafa

DRESS

DAGS & NÆTUR var það víst ..


LESTU LÍKA: CHANEL O´CLOCK

Í tilefni af því að Chanel var á landinu í vikunni þá borðuðum við kvöldmat á Tides, veitingastaðnum á Edition. Við spjölluðum, fórum yfir málin með gómsætan mat í munninum og mamman fékk loksins tækifæri á að klæða sig smá upp í tilefninu. Ánægjulegt, að eiga smá skvísustund á milli brjóstagjafa.

Kjóll: Zara, Glingur: Zara, Kápa: AndreA, veski: Karl Lagerfeld/Gallerí17 *gjöf, Skór: Anonymous Cph/AndreA

Frábær félagsskapur. Ætli það hafi ekki verið það sem stóð helst uppúr. Vá hvað þið eruð skemmtilegar Sigríðurr og AndreA og svo voru það yndislegu Marine og Stefanía frá Chanel Beauty sem sátu líka til borðs.

Gaman saman.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

CHANEL O´CLOCK

BEAUTYSAMSTARF

Chanel dagarnir eru done hér í höfuðborginni í bili og undirrituð fer í jólaskapi frá borði. Fullsnemmt en það er þessi mikli klassi sem svífur yfir Chanel býr til smá jól í hjartanu.

Það var ánægjulegt að fá að hitta frönsku Marine sem heimsótti Reykjavík í annað sinn frá París til að kynna fyrir okkur það sem koma skal frá Chanel fyrir jólin. Flestir ættu að þekkja eitthvað til franska hátísku merkisins en ég hef fengið að kynnast snyrtivörunum vel síðustu árin. Nokkrar vörur nota ég daglega og ég hef sagt frá því áður hverjar mínar uppáhalds vörur eru og á á sama tíma er ég líka að kynnast nýjum. Nú síðast úr jólalínunni …

LESTU LÍKA: HÁTÍÐARFÖRÐUN MEÐ CHANEL

 

Hátíðarlínan heitir DEMANDER LA LUNE og guðdómlega falleg þar sem hugsað er út í hvert smáatriðið. Umbúðirnar eru úr endurunnu plasti og hannaðar þannig að hægt er að nýta þær lengi með því að kaupa áfyllingu hverju sinni – hagstætt og umhverfisvænt.

ECLAT LUNAIRE

Maskari sem lengir og þykkir ..

Jólalitirnir eru rauður gylltur og glimmer

Það var hin hæfileikaríka Kolla Vignis  sem prufaði nokkrar næs hátíðarvörur á mér og ég er strax seld á nokkrar þeirra.

Merci Chanel Beauty.

LESTU LÍKA: CHANEL N°1 – ferskt & fallegt frá Frakklandi

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

ELDHÚSIÐ – SAMI LITUR Á VEGGJUM OG SKÁPUM

BETA BYGGIRSAMSTARF

Beta Byggir er ekki dauð í öllum æðum og ég ætla að fá að segja ykkur aðeins betur frá breytingum okkar í eldhúsinu. Við fórum í miklar pælingar fram og tilbaka og að lokum fengum við þær snilldar dömur frá M studio til að gefa okkur faglegt ráð og það borgaði sig heldur betur.

 

Vissuð þið að það er hægt að fá sama lit á vegg og innréttingu? Þetta er eitthvað sem ég bara hafði ekki hugmynd um fyrr en í okkar ferli og mér finnst þetta svo frábær punktur að deila með ykkur ef þið eruð eins og ég, og viljið ekki hafa skil á milli mismunadni tóna hvítu, sem dæmi.

PRESSIÐ Á PLAY

 FÁÐU FAGLEGA RÁÐGJÖF UM JKE INNRÉTTINGAR MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR – 25% AFSLÁTTUR ÚT NÓVEMBER

Gamla eldhúsið var í einskonar U sem endaði í smá eyju útá gólf. M studio komu með þá uppástungu að fjarlægja eyjuna og hafa örðum megin heilan vegg af skápum og hinum megin bara lága skápa og þá engar innréttingar við endavegginn. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum og ég læt myndirnar tala sínu máli ásamt smá teikningum frá þeim. Á þennan máta náðum við að láta glugga og birtu njóta sín mun betur, flæðið verður einnig fallegra.

Tillaga:

Fyrir:

Innblástur:

Tillaga með opi í skápaeiningu:

Staðan í dag:

Við vorum einnig í miklum vangaveltum með op sem var staðsett á þessum vegg sem er þakinn háum skápum. Vildum við loka gatinu og fá auka skáp eða halda því opnu? Eftir að hafa búið í húsinu nokkrar vikur þá komumst við að því að við notuðum þessa gönguleið svo ótrúlega mikið að við gátum ekki sleppt því. Þetta er líka mitt uppáhalds deitail í eldhúsinu og Gunni maðurinn minn fékk þann draum uppfylltan að geta gengið í gegnum innréttingar.

Við völdum eldhús frá JKE og það var ekki spurning eftir að ég uppgötvaði þá snilld að hægt væri að fá innréttinguna í sama lit og veggirnir. Við völdum að sjálfsögðu lit úr BYKO litakortinu mínu og varð Hvítur Svanur fyrir valinu. Liturinn er nokkuð tímalaus og ætti að virka þó svo að við myndum velja aðra liti á veggina síðar meir. Við völdum háa skápa, innbyggðan ísskáp og smá tækjaskáp ásamt toppskápum sem ná alveg uppí loft. Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og einn risa kostur er að skáparnir koma samansettir til landsins, sem sparar mikinn tíma og taugaáreynslu.

JKE býður uppá 25% afslátt af innréttingum út nóvember og því gæti þetta verið kjörið tækifæri til að breyta eða bæta. Við hjónin ætlum sjálf að nýta tækifærið og panta bæði fataskápa og innréttingu í þvottahúsið. Allt saman komið í pöntun og skilar sér í byrjun 2023, ég fagna því, ekkert framkvæmdabras yfir hátíðarnar en betra verð með því að panta núna á þessum nóvember afslætti.

Fyrir ykkur sem eruð í blöndunartækjahugleiðingum þá sé ég að það er allt að 35% afsláttur af öllu GROHE hjá Byko þessa dagana. Við erum með slík tæki inná baði hjá okkur.

LESTU LÍKA: B27 – BAÐHERBERGIÐ

Þegar ég skoða þessar myndir þá fæ ég kitl í puttana og spark í rassinn að fara að kaupa mér ljós í loftin. Ég held að okkur langi í kastara í sama lúkki allstaðar en það þarf víst að velja það vel eins og annað. Næst á dagskrá ….

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

MÍN 1111 KAUPTIPS

FRÁ TOPPI TIL TÁARSAMSTARFSHOP

Gleðilegan 1111 dag kæru lesendur.

Er þetta dagurinn sem þú klárar allar jólagjafirnar og hvílir sig þig svo bara fram að jólum? Ég vildi að ég væri það skipulögð en það kannski kemur með reynslunni. Ég er aftur á móti með nokkra hluti í körfum hér og þar og að velta fyrir mér hvar peningunum verður best eytt á þessum ágæta afsláttardegi sem flestar verslanir taka þátt í.

Hér að neðan hef ég tekið saman vörur frá samstarfsverslunum mínum í bland við annað sem ég bara kann vel að meta og hef því með. Allt vörur frrá íslenskum netverslunum sem allar eru með afslátt út miðnætti í kvöld. Um að gera að skoða vel og nýta til góðs.

Tíska – heimili – smáfólkið? 

Sjöstrand Espresso vélin fallega í gulli – á óskalista margra og þetta er eini dagur ársins þar sem við fáum hana á 20% afslætti. Hika er sama og að tapa ;) haha. Fæst: HÉR
PLAIN SAND RENNINGUR frá Kara Rugs, 20% afsláttur í dag. Fæst: HÉR
Tiba+Marl skiptitaska, fæ mjög oft spurningu um mína sem var gjöf frá Móa&Mía – á afslætti HÉR í dag
Spiladós og líka þessi fallegi svanur. Fallegt í jólagjöf eða sængurgjöf. Fæst: HÉR
Tesvor ryksuga. Besta gjöf sem ég gat fengið rétt fyrir fæðingu. Hefur verið mín besta aðstoð hér heima síðustu vikur. Nú á 20% afslætti HÉR með kóðanum 1111
Það er 20% afsláttur af öllum vörum hjá Andrá í dag. Er þetta dagurinn sem við fjárfestum í drauma kápunni frá Saks Potts? Fæst: HÉR
Það er 25% afsláttur af öllu hjá Swimslow í dag. Ég er mikill aðdáandi og er komin með þennan á minn óskalista. Sundbolurinn er íslensk hönnun og nýtt úr smiðju Ernu Bergmann, hönnuðarins á bakvið merkið. Fæst: HÉR með kóðanum 1111
Ég er svo svo spennt að byrja að hreyfa mig aftur eftir barnsburð. Byrjaði í mömmujóga í vikunni sem er fyrsta skrefið hjá mér að þessu sinni. Þessi toppur er á óskalista en H verslun er með svakalega góða afslætti í netverslun í dag. Toppur: HÉR
EMU – skórnir
sem ég hef ekki farið úr upp á síðkastið. Eru á 20% afslætti hjá Andreu í dag. Fást: HÉR eins og að ganga á skýi
Hringspegill með ljósi, frá BYKO – ef þú smellir HÉR sérðu hvað hann er fallegur inn á okkar baðherbergi og HÉR færðu hann á 35% afslætti
Ég ætla að nýta 20% afslátt hjá Verma í dag til þess að fylla á Kinfill sápurnar mínar. Fást: HÉR
Hér á bæ hafa staðið yfir strangar duddu æfingarbúðir sem eru að skila árangri. Bibs fæst HÉR á afslætti í dag

 

Þetta og svo svo margt fleira fáum við á afslætti í netverslunum í dag. 1111.is er vefsíða þar sem þú finnur öll tilboð undir eina og sama hattinum.

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

BENEDICTA‘S TIMETRAVEL

ÍSLENSK HÖNNUN

Íslenska vörumerkið Sif Benedicta hefur verið starfandi um árabil en merkið var stofnað árið 2017 af fatahönnuðinum Halldóru Sif með línunni Benedicta‘s Room. Lína sem innihélt handtöskur, hálsmen & silki slæður. Síðustu ár hefur merkið þróast og stækkað og inniheldur nú fleiri fylgihluti eins og hárspennur og belti og nú síðast, á Covid tímum, bættist við fatnaður í flóruna. Halldóra sagði okkur frá því hvernig það kom til:

Þegar Covid skall á þá var ég á leiðinni erlendis en þurfti eins og aðrir að breyta plönum. Þá hittumst ég og vínkona mín Brynja Skjaldar i kaffi og fengum þá hugmynd að gera fatalínu saman og sýndum við hana á HönnunarMars á Listasafni Einars Jónssonar. Hún fékk góðar viðtökur og fór ég þá að einbeina mér að framleiða flíkur og finna góða og trygga framleiðendur. En stefna mín hefur ávallt verið að vinna helst með litlum fjölskyldu fyrirtæjum og mynda sterkt og gott samaband við þau.

BENEDICTA‘S TIMETRAVEL er glænýtt í smiðju Halldóru og mér lék forvitni á að heyra og skoða meira og segja ykkur frá. Myndirnar grípa mann og undirrituð er hrifin –

Halldóra kom mér á óvart með vönduðum og innihaldsríkum svörum um sterkar konur og ég hvet ykkur til að lesa lengra, góður lestur yfir kaffibolla sem veitir innblástur – 

Hver er konan á bakvið Sif Benedicta?


Ég heiti Halldóra Sif og er menntaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Ég er þriggja barna móðir og eiginkona. Ég er stofnandi og eigandi Sif Benedicta. Þegar ég stofnaði fyrirtækið fékk ég ómetanlega hjálp frá manninum mínum, vinum og fjölskyldu. Ég rek verslunina Apotek Atelier á Laugavegi 16 með vinum mínum Sævari Markús og Ýr þrastardóttur fatahönnuðum. Við seljum þar okkar hönnun og íslenskar vörur eins og kerti og húðvörur.

Segðu okkur frá nýju fatalínunni og hvaðan þú sóttir innblástur við gerð hennar ..

Þessi nýja fatalína sækir innblástur í brautryðjandi sterkar og hugrakkar konur. Ein þeirra er Natacha Rambova. Hún fæddist árið 1897 og á sínum yngri árum var hún ballettdansari og vann síðar í leikhúsum og við kvikmyndir við búninga- og leikmyndahönnun. Hún var þekkt fyrir nýstárlegar hugmyndir, undir sterkum áhrifum af Art Nouveau og Artdecolistastefnunum. Kærasti hennar var Theodor Kolsoff, frægur leikhúshönnuður og samstarfsmaður hennar. Hann lét hana sjá um alla vinnuna, en stal síðan hugmyndunum hennar og nýtti sér hennar hugmyndir til þess að ná sjálfur frama. Þetta er gott dæmi um hvernig konur þurfa oft að leggja mun meira á sig til þess að öðlast frama og sanna sig fyrir öðrum, á meðan menn taka allan heiðurinn. Önnur fyrirmynd sem mér varð hugsað til er Vigdís Finnbogadóttir, fyrsta konan í heiminum sem var lýðræðislega kosin til forseta.

Natacha Rambova er sterk kona sem veitti innblástur við hönnunina

Til þess að lýsa sem best þeim áhrifum sem línan kallar fram, vil ég deila með ykkur sögu. Þessi saga er fyrir konur sem þurfa að klæða sig öðruvísi en þær raunverulega vilja, til þess eins að tekið sé mark á þeim. Þessi saga er fyrir konur sem unnu heima til þess að ala upp börnin sín og greiddu þannig leið fyrir eiginmenn sína svo þeir gætu elt sína drauma.

Hugrökk kona er ein á ferðalagi með lest. Á ferðalaginu ekur hún bæði framhjá stöðum sem hún hefur heimsótt og minningum sem hún býr að. Lestin staldrar við á nokkrum stöðum og hún ræður því algjörlega hvar hún ákveður að stíga út. Sumir staðir vekja hlýjar og skemmtilegar minningar á meðan henni þykir aðrir drungalegir og vekja jafnvel upp erfiðar minningar. Þessir staðir, sem lestin stöðvast á eru til þess gerðir að fá konuna til þess að huga að því hvað sé raunverulega mikilvægt í hennar lífi, hvað skiptir hana raunverulega máli og hvaða upplifanir hafa mótað hana, í gegnum lífsleiðina.

Þetta er svolítið það sem covid kenndi okkur, þá stöðvaðist í raun tíminn, við fjarlægðumst okkar daglega líf. Þessi tími fékk okkur til þess að hugsa allt upp á nýtt. Mörg hver okkar fengu tækifæri til þess að líta inn á við, staldra við og kunna virkilega að meta fólkið í kringum okkar, kenndi okkur jafnvel hverjir eru raunverulegir vinir okkar og hverjir hafa í raun jákvæð áhrif á okkur. Lestarferðin er í raun ferðalag í gegnum tímann, konan staldrar stutt við þar sem hún vill ekki dvelja en staldrar við á stöðum sem vekja hjá henni jákvæðar tilfinningar. Hjá vinum, fjölskyldu og jákvæðum minningum. Með lestinni heimsækir hún fortíðina til þess að rifja upp minningar allt frá hennar yngri árum til dagsins í dag. Með því móti sér hún hvaða upplifanir hafa mótað hana að þeirri konu sem hún er í dag. Á leiðinni grípur hún þá eiginleika sem hún saknar hvað mest við sjálfa sig og minna hana um leið á góða tíma en heldur síðan ávallt áfram veginn með lestinni. Hún lítur fram á veginn og horfir fram á vit ævintýranna, sem býður upp á ótal mörg tækifæri til þess að skapa fleiri góðar minningar. Það sama má segja með þessa fatalínu, sem sækir innblástur í margvísleg tímabil og fjölmargar kvenkyns fyrirmyndir sem ruddu veginn.

Hvar voru þessar fallegu myndir teknar?

Nýja myndatakan var tekin á fallega veitingastaðnum Monkeys. Ljósmyndarinn er auðvitað hin hæfileikaríka Saga Sig. Stílisti ein mín besta og snillingurinn Brynja Skjaldar, förðunin og hárið gerði hin frábæra Helen Dögg. Módelin eru þær fögru og yndislegu Anna Líf, Jóna G, Eydís Barke og fyrirmynd mín amma mín hún Guðleif Guðlaugsdóttir. Við myndatöku er oft gott að hafa margar hendur því eins og þessi var á stað sem við höfðum bara stuttan tíma eða frá 9-12:30 þá þurftum við að vera búin að skipuleggja öll look-in áður og vinna hratt þannig ég fékk vínkonur mínar Lindu Péturssdóttur, Drífu Líftóru og Sóley Mímisdóttir til þess að aðstoða mig

Áttu þér uppáhalds flík/vöru úr línunni?

Já mín uppáhalds flík er V- silkitoppurinn eftir að hafa prófað að klæðast silki er ekkert annað efni sem er jafn þægilegt. Vegna þess að silki er náttúrulegt efni að þá eru eiginleikar þess að silkiefni kælir þegar manni er heitt og hitar þegar manni er kalt. Einnig Denim sailor settið sem er gert úr endurunnu denim efni. Upphálds fylgihlutur er gold chain hálsmenið og gold hoops.

Hvað er framundan?

Núna fer að líða af einum að uppáhalds mánuðinum mínum, desember , ég er algjört jólabarn. Ég elska að vera að vinna og taka á móti gestum í versluninni okkar Apotek Atelier á Laugavegi 16. Við aðstoðum við að finna rétta jóladressið eða gjöfina fyrir hana. Við erum að fá fullt af nýjum skarti: eyrnalokkum, hárspennum, hálsmenum, handtöskum og fallegum jólakjólum eða jóladressum frá okkur öllum. Við eigum alltaf til kaffi og með því fyrir viðskiptavini.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram