Elísabet Gunnars

SKÝRARI REGLUR OG ÁFRAM GAKK!

LÍFIÐWORK

Hér sit ég í nýju dönsku vinnuumhverfi og dásama haustið sem ég er að taka í sátt, auðveldara á svona sólríkum dögum.

Í gær var mikið líf á Trendnet þegar tveir af bloggurum okkar voru nafngreindir á Vísi og “skammaðir” eins og vefsíðan orðaði það. Vísir vísar þar í niðurstöðu úr máli Neytendastofu sem birt var á heimasíðu þeirra í gær. Svana og Fanney voru svo óheppnar að lenda í þessum aðgerðum stofnunnarinnar, Svana hefur bloggað í milljón ár og er ein sú heiðarlegasta í bransanum, Fanney er persónulegur penni sem nýlega byrjaði að deila lífi sínu á Trendnet. Leiðindamál ..

Ég hef sagt það í viðtölum og lengi langað að tjá mig um það á blogginu að ég vilji skýrari upplýsingar um hvernig Neytendastofa vill að við setjum fram færslur sem unnar eru í samstarfi við einhvern. Mér finnst það ekki við hæfi að vísað sé einfaldlega í lögin að við séum að feta vitlausa slóð heldur vil ég kalla eftir því að settar verði fram skýrar reglur sem hægt er að fylgja. Það er sjálfsagt mál að fylgja reglum en þær þurfa að vera til staðar, svart á hvítu, svo hægt sé að framfylgja þeim. Ég veit að t.d. í Svíþjóð, Danmörku og Noregi er þetta útskýrt fyrir áhrifavöldum á mjög skýran máta og allir að vilja gerðir (báðum meginn við borðið) til að takast á við breytt markaðsumhverfi. Þar hef ég séð framsetningu á þessu myndrænt sem auðvelt er að framfylgja, óháð aldri og fyrri störfum.

Trendnet er ekki ritstýrður miðill, bloggararnir eru alveg frjálsir í sinum skrifum og engar færslur krefjast samþykkis. Við útvegum þennan vettvang fyrir þau að blogga og lítum við á okkur meira sem síðu á borð við Blogcentral, eða jafnvel Instagram sem útvegar notendum sitt heimasvæði sem þau stjórna síðan sjálf.

Á Trendnet er að finna siðareglur (sjá HÉR) sem við, eigendur síðunnar, settum upp og hvetjum bloggara til að fara eftir. Og sömuleiðis ykkur lesendur til að lesa. Við stöndum fast á því  að við seljum engar beinar umfjallanir. Sem sagt er það ekki í boði fyrir auglýsendur að kaupa umfjöllun í formi færslu, sem við fáum fjölda fyrirspurna um. Það er þó algengt að fyrirtæki komi vörum beint á bloggara og líki þeim varan þá rata þær í færslur. Við lítum ekki á það sömu augum og að þiggja greiðslu fyrir að skrifa um vöru sem höfundar hafa annað hvort lítið vit á eða líkar jafnvel ekki við. Það er fín lína þar á milli, ég geri mér grein fyrir því. Í þessu tilfelli snýst málið um myndavél sem bloggarar mæla með eftir góða reynslu og taka fram að hún hafi verið gjöf. Óháð því hvort myndavélin sé gjöf eða ekki þá eru bloggararnir að mæla með henni vegna góðrar reynslu við notkun.

Við höfum nú þegar reynt að bæta um betur og merkja betur færslur sem innihalda einhverskonar samstarf á Trendnet. Þær verða þá settar í flokkinn “Samstarf” og það stendur skýrum stöfum fyrir neðan titil færslunnar. Það má síðan deila um það hvenær blogg er orðið samstarf en ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hef ég bloggað af heiðarleika öll mín ár og aldrei vikið frá mínum gildum eða sannindum fyrir greiðslu eða gjöf. Ég hef heimsótt verslanir og veitingastaði, fengið snyrtivörur og annað en ávallt bara skrifað um eða mælt með því sem virkar fyrir mig.

Mér finnst frábært að blogg og áhrifavaldar séu að koma með nýjar leiðir þegar kemur að markaðssetningu. Og þar sem þetta er ört stækkandi er nauðsynlegt að setja fram skýrar reglur sem allir þurfa að fylgja, það er betra fyrir alla, okkur sem blogga og sömuleiðis lesendur.

Þetta er vandasamt verkefni fyrir Neytendastofu því hér er um að ræða mikinn frumskóg sem erfitt er að ráða við og aðgerð þeirra því liður í því að setja eitthvað ákveðið fordæmi. Við, eigendur Trendnet, höfum sent skeyti um að við séum öll að vilja gerð að vinna með Neytendastofu í þessum efnum, við viljum fara eftir reglum og vera fyrirmyndir.

Það var lítill samstarfsvilji hjá Neytendastofu þegar eftir því var leitað fyrr í sumar. Það særir mig og finnst mér þær Fanney og Svana hafa verið sigtaðar út til að búa til fordæmi fyrir aðra, án þess að gefa þeim færi á að svara fyrir sig eða leiðbeina þeim á réttar brautir.

Og hver eru svo næstu skref? Verða strákarnir í fótboltalandsliðinu næsta skotmark? eða Crossfit stelpurnar okkar? Hvar á að draga línuna þegar kemur að einstaklingum sem eru að markaðsetja vörur fyrirtækja á sínum persónulegu miðlum?
Þetta varð allt of langt hjá mér en ég vona innilega að íslenskur nútími geti unnið eins og skandinavísku vinir okkar í nánustu framtíð. Með skýrum relgum sem allir geta og verða að fylgja í sátt og samlyndi.
Áfram ég, áfram þið og við öll. Áfram gakk!  Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: “LJÓTIR” STRIGASKÓR

LÍFIÐSAMSTARF
Skóna fékk ég að gjöf.

Ég man þegar ég talaði um að “ljótir strigaskór” yrðu nýtt trend 2018. Því ljótara því betra … ;) Ég var svo ekki fyrr búin að sleppa orðinu þegar ég var sjálf byrjuð að klæðast slíku. Þeir nýjustu í mínum skóskáp eru gjöf frá Steinari Waage í Smáralind sem kom mér skemmtilega á óvart með fallegu vöruúrvali frá Calvin Klein. Ég vissi ekki að sú verslun væru að selja skó frá herra Klein en þarna fékk ég valkvíða þegar ég valdi á milli tveggja. Báðir minna heldur mikið á Balenciaga sem startaði stuðinu sem margir fylgdu fast á eftir.

Hér er komið haust og ég á í love/hate sambandi við árstíðina sem skall á mig með engu boði á undan sér. Vissulega finnst mér gaman að klæða mig í mörg lög af fötum og því ætla ég að vera jákvæð á komandi vikur. Áfram við!

Frakki: Burberry/Vintage ,Veski: LouisVuitton/Vintage, Skyrta: COS, Leðurbuxur: Selected, Skór: CK

xx,-EG-.

Þarf auðvitað ekki að taka það fram, en mér finnst skórnir mjög flottir.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HUGSAÐ UM HÚÐINA

BEAUTYSAMSTARF

Frá því í sumar hef ég loksins hugsað um húðina eins og hún á skilið. Það má alltaf gera betur en ég hef allavega þrifið húðina með Micellar hreinsivatni öll kvöld síðustu vikurnar og  borið á mig næturkrem strax á eftir. Ég hef líka reynt að nota Bioeffect volcanic ecfoliator x sinnum í viku (þegar ég er með farða). Ég skammast mín fyrir að segja það en ég hef því miður verið alltof löt við að þrífa húðina í gegnum tíðina, sama hversu mikið vinkonur mínar reyna að segja mér að það sé nauðsynlegt.
Það er algengur misskilningur, að ég held, að maður þurfi ekki að þvo andlitið ef þú ert ekki með makeup. Flesta daga er ég án andlitsfarða og þá finnst mér eins og ég geti bara tannburstað og hoppað upp í rúm. En það er svo aldeilis ekki þannig! Umhverfi okkar er óhreint og daglegt áreitið á húðina því mikið. Ég finn að ég er að gera eitthvað rétt upp á síðkastið, og finnst frábært að þrifin fari fram með íslenskum Bio Effect vörum sem gera mér svo gott. Eitt skref í einu .. ég stefni á að þrífa hana kvölds og morgna fyrr en seinna. Allt pepp vel þegið!

Sólargeislafilter! Hér er húðin nýbúin að fá EGF day serum.


Bio Effect kynnti nýja hreinsi línu í vor og ég hoppaði strax á vagninn. Ég hef verið að kynnast merkinu síðustu árin og veit hversu góðar vörur þetta eru. Ég notaði dropana (sem er þeirra vinsælasta vara) reglulega en þið sjáið á myndinni hér að neðan að ég þarf að fara að uppfæra mína (tómt glas) .. Einnig hef ég elskað EGF eye serum-ið sem hefur reglulega bjargað þreyttri mömmu. Ég skrifaði um þá vöru í fyrra: HÉR

Uppáhalds Bio Effect varan mín og Gunna (já þessar vörur eru líka fyrir stráka) er DAY serum-ið, vara sem ég set á mig daglega eftir sturtu. Hreinsivatnið fer svo að detta undir uppáhalds vöru líka, fáum ekki hreinni vöru á húðina – tandurhreint íslenskt vatn, mjög rakagefandi og dregur í sig óhreinindi húðarinnar.

Ég mæli með að horfa á Trendnet Instagram story frá því í gær þegar AndreA frá Trendnet fór ásamt fríðu föruneyti í heimsókn í gróðurhúsið þar framleiðslan á vörunum fer fram. Ég hefði svoo viljað fara með. Áhugavert með meiru að komast svona nálægt vörum sem þú notar dagsdaglega. Hlakka til að lesa bloggfærsluna sem mun örugglega birtast um heimsóknina á Trendnet fljótlega.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál

FÓLK

Ég bara get ekki annað en vakið athygli á nýrri herferð UN Women sem snerti svo við mér rétt í þessu. Ég pressaði á play á myndbandi sem varð á vegi mínum á Facebook og kláraði að horfa á það með tárin í augunum eftir að hafa hlustað á upplestur á raunverulegum reynslusögum kvenna – brýtur hjarta mitt.

HeForShe er aljóðleg hreyfing UN Women sem hvetur sérstaklega karlmenn til að beita sér í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Hreyfingunni var ýtt úr vör fyrir fjórum árum í Samaeinuðu þjóðunum af leikkonunni Emmu Watsson sem hvatti karlmenn til að láta til sín taka.

 

Tekið af heimasíðu UN WOMEN:

Vissir þú að?

  • Um 120 milljónir núlifandi stúlkna hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi
  • Konur og stúlkur eru 71% allra þolenda mansals í heiminum
  • Þriðja hver kona í heiminum er beitt kynbundnu ofbeldi

UN Women hefur hrint af stað átakinu Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Við vonum að myndbandið hreyfi sérstaklega við karlmönnum og strákum og hvetjum þá til að beita sér markvisst gegn kynbundnu ofbeldi.

Hvað getur þú gert?

  • Gríptu inn í aðstæður ef þú verður vitni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni
  • Taktu samtalið ef þú þekkir nákominn geranda og hvettu hann til að leita sér hjálpar
  • Segðu frá og útvegaðu stuðning þegar þú verður vitni að kynbundnu ofbeldi og áreitni
  • Hringdu á lögreglu ef grunur liggur á heimilisofbeldi
  • Tilkynntu hefndarklám og netníð sem þú verður vitni að


Ég er búin að skrá mig HÉR og hvet þig til að gera það líka!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SKELFISKMARKAÐURINN

LÍFIÐSAMSTARF

English version Below

Skelfiskmarkaðurinn bauð okkur upp á matinn.

Gleðifréttir dagsins eru þær að núna eru allir #KONURERUKONUMBESTAR bolirnir UPPSELDIR og þeir sem pantaðir voru á netinu eru nú þegar lagðir af stað til eigenda sinna eða bíða í Hafnafirði eftir að vera sóttir. Við gerum aðeins ákveðið upplag hverju sinni og í ár seldum við tæplega 500 stk. Það var ánægjulegt að vakna við þær fréttir í morgun. TAKK.


Eftir að hafa átt langa viku í aðdraganda viðburðsins þá var ánægjulegt að skála við samstarfs-konur mínar (og Rósu mína) í lok dags nokkrum klukkutímum áður en ég kvaddi klakann. Við vorum líklega þreyttustu gestirnir á Skelfiskmarkaðnum þetta kvöldið en samt náðum við að “þrauka” við borðið framyfir miðnætti, húrra fyrir okkur!
VÁ VÁ VÁ þessi veitingastaður – algjört konfekt fyrir augað, hannaður af HAF hjónum.

Og elsku ofurkona Hrefna Sætran, takk fyrir að leyfa okkur að smakka af matseðlinum. Ég pantaði mér risarækjur af forréttaseðlinum en fékk mér þær sem aðalrétt og pantaði grænmetisrétt með. Stelpurnar fengu sér nautasteik, franskar og bernaise – parisian way.

Ég hef verið töluvert í París síðustu árin og þessi veitingastaður gaf mér sama “vibe” og ég fæ á vel heppnuðum stöðum í tískuborginni. Þið verðið að prufa !

Svo leið hvað við náðum fáum myndum en þið getið skoðað matseðilinn HÉR og fylgt Skelfiskmarkaðnum á Instagram HÉR .

Ég smakkaði snigla í fyrsta sinn .. 

Ása Regins (okkar gamli Trendnet bloggari) og Emil Hallfreðs flytja þessi eðal ítölsku vín til landsins – Allegrini fær góða einkunn frá undiritaðri.

Mig langar/vantar þessa rauðu leðurbarstóla hingað heim til mín … þeir voru því miður sérhannaðir fyrir staðinn svo sá draumur rætist því líklega ekki.Takk kærlega fyrir okkur.

Ekki missa af bloggfærslunni hennar Andreu með myndum af gestum og gangandi í partýinu okkar fyrr um kvöldið: HÉR
Fleiri myndir finnið þið svo hér – takk Smartland og takk Glamour. 

 

//

When in Iceland I recommend Skelfiskmarkaðurinn for good coffee/brunch/lunch/dinner. New brasserie which is open all day. We went there for dinner to celebrate the result of our Women project. I love the design by HAF Studio and the food was delicious.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BESTA Í BÚÐUNUM: SMÁRALIND

SAMSTARFSHOP
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Smáralind.

Ég tók að mér smá verkefni fyrir Smáralind þegar Glamour hélt glæsilegt skvísukvöld þar á fimmtudagskvöldið, sjá HÉR. Húsið var fullt af fólki, 100 fyrstu fengu veglegan gjafapoka (það var komin löng röð hálftíma áður en pokinn var gefinn), gangarnir voru lifandi af allskonar kynningum frá ólíkum fyrirtækjum sem selja vörur sínar í verslunarmiðstöðinni. Dansarar, tónlistarmenn, photobooth, afslættir í verslunum, spákonur, drykkir, smakk og svona mætti lengi telja …  Ég sá um að hlaupa á milli búða og velja mín uppáhalds haustklæði sem hanga á slánum að þessu sinni. Ég stoppaði ekki í eina mínútu frá 17-21 en þið sem fylgist með Trendnet á Instagram voruð með mér í beinni í stuðinu.

Eitthvað af myndunum hér að neðan eru skjáskot úr myndböndum og því léleg gæði því mæli ég með að skoða highlights á Instagram: HÉR til að sjá flíkurnar betur.

BilliBi // GS SKÓR

VERO MODA

VILA

SPRINGFIELD

KARAKTER

ZARA

LINDEX

66°NORÐUR

VAGABOND // KAUPFÉLAGIÐ

Calvin Klein // Steinar Waage 

WOMENS SECRET

VILA

LINDEX

CALVIN KLEIN // Steinar Waage 

CORTEFIEL

CORTEFIEL

H&M

 

Takk fyrir mig Smáralind.
Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

TAKK KONUR

DRESSKONUR ERU KONUM BESTAR

English & Svensk version Below

TAKK allar vinkonur sem mættuð á Konur Eru Konum Bestar kvöldið okkar í Hafnarfirði á föstudaginn. Ég er rétt að ná mér niður á jörðina þegar þetta er skrifað. Það er greinilegt að klappliðið okkar stækkar hratt og örugglega. Við konurnar sem stöndum á bakvið verkefnið vorum í hamingjukasti eftir vel heppnaðann viðburð en salan á bolum gekk fram úr björtustu vonum  og ég hlakka til að heyra niðurstöðuna.

TAKK líka þið sem keyptuð bol á netinu, álagið var mikið á kerfinu og við fengum að heyra að einhverjar hefðu þurft að refresha síðuna í 2 klukkutíma til að ná inn á meðan aðrar gáfust upp. Því finnst mér mikilvægt að segja ykkur að þið hafið ennþá tækifæri á að kaupa bol (HÉR) en við ákváðum að hafa opið fyrir sölu út næstu viku. Einhverjar stærðir eru uppseldar og lítið er eftir af hinum – bolirnir eru í boyfriend sniði og því nokkuð loose.

Allur ágóði af sölu bolanna fer í góðar hendur en í ár styrkjum við Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar, meira um málið – HÉR.

Þykir svo vænt um þessar bestu konur í baksýnisspeglinum .. þakklát fyrir að vinna verkefnið með slíkum ofurkonum.
AndreA Magnúsdóttir, Rakel Tómasdóttir og Aldís Pálsdóttir eru konurnar á bakvið verkefnið (og mig). 

Hattur: AndreA, Bolur: Konur Eru Konum Bestar, Buxur: AndreA (væntanlegt), Skór: Vagabond/Kaupfélagið

SAMAN KOMUMST VIÐ ALLA LEIÐ!

xx,-EG-.

//

The “Konur Eru Konum Bestar” event was a success. I’m so so happy and thankful for all the positive feedback.

There are still some T-shirts left online: HERE.

//

Jag är så tacksam över mottagandet vi fick på vårt project “Konur Eru Konum Bestar”.

Vi har tryckt ordet “Kvinna” på många olika språk på ryggen, den detaljen gillar jag verkligen.
Några svenskar har skrivit till mig på Instagram ang. T-shirten. Nu går att köpa den på nätet, men vi har inte så många kvar – HÄR.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÞETTA ER ÍSLAND Í DAG

LÍFIÐ

Góðan og fallegan daginn Ísland!
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest í Hafnafirði klukkan 17:00 í dag. Takk fyrir stuðninginn sem við finnum fyrir úr öllum áttum. Klappliðið Konur Eru Konum Bestar stækkar hratt og þá erum við að taka skref í rétta átt. Takk Ísland í dag (uppáhalds þátturinn minn) fyrir að gefa okkur pláss í gærkvöldi, dýrmætt.

Ásamt því að vera til sölu í Andrea Boutique í Hafnarfirði þá verður hann fáanlegur á netinu í ár – HÉR.


Áfram við öll! Sjáumst seinna í dag.

Love love 

Elísabet Gunnars, AndreA, Aldís Páls & Rakel Tómas.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KASTRUP

DRESSLÍFIÐ

English Version Below


Góðan daginn elsku Ísland og allar vinKONUR mínar sem hér búa. Þið spurðuð svo margar um buxurnar sem ég klæddist í þessari færslu og því ákvað ég að skella í bloggfærslu í símanum á meðan ég sit hér og bíð eftir að Icelandair hleypi mér um borð. Það er svo þægilegt að ferðast frá Kastrup á þessum tíma. Seint og síðarmeir þegar fáir eru á stjá, smá eins og maður sé með verslunarmiðstöð út af fyrir sig. Það er þó vissulega líka hættulegt fyrir budduna. Kastrup er minn uppáhalds flugvöllur og verður bara betri og betri. Áður fyrr heimsótti ég Malene Birger, Royal Copenhagen, Illum Bolighus, Bang&Olufsen, keypti mér tímarit, drakk djús á JOE, lét mig dreyma í Gucci, Hermés og Mulburry. Nú er þar líka að finna FUR Copenhagen, Massimo Dutti, WoodWood, ARKET, veitingastaðinn Lélé og svona gæti ég haldið áfram. Þó ég sé flutt frá suður Svíþjóð þá held ég áfram að fljúga héðan og mikið sem það gleður mig.

Útsýnið þegar þetta er skrifað:

Skór: Bianco, Buxur: Vera Stockholm (fást í Ahléans og mjög næs fyrir lágvaxnar dömur)

Svo sjást buxurnar betur hér. Basic er alltaf best. Hvítur t-shirt við bláar denim hér og helst alla daga ef ég fengi að ráða.

Sjáumst soon, ég hlakka til! Meira: HÉR.

//

I think Kastrup is becoming my favourite shopping center. I spent yesterdays evening there and it’s also the perfect time, you have the shops all for yourself. I love the new additions – ARKET, WoodWood, FUR Copenhagen and the LéLé restaurant. 

Now I am in Iceland for my WOMEN’S project – do you like the t-shirt? You can buy it online this time. White t-shirt and blue jeans always works!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL2

FASHIONLÍFIÐ

English version below


Uppáhalds vinnuvika ársins er handan við hornið. Konur eru konum bestar vol2 fer í sölu á föstudaginn (21.september) og ég hlakka sko til.

Verkefnið er mér kærkomið en málefnið er eitthvað sem við Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður (og bloggari hér á Trendnet) höfum brunnið fyrir í langan tíma áður en við ákváðum loksins að gera eitthvað í málinu á síðasta ári. AndreA selur íslenskum konum föt hvern einasta dag og lesendur mínir eru að stærstum hluta konur. Það lá því beinast við að sameina kraftana og smita frá okkur með einhverjum hætti til kvenna í kringum okkur. Við fengum með okkur í lið Aldísi Pálsdóttur, ljósmyndara, og Rakel Tómasdóttur, grafískan hönnuð, sem hannaði letrið. Við státum okkur af því að í ár frumsýnir Rakel nýtt alíslenskt letur!

Í fyrra seldust bolirnir eins og heitar lummur og urðu uppseldir alltof fljótt. Við fundum og finnum enn fyrir rosalegum meðbyr frá íslenskum (og erlendum) konum. Þið virðist margar vera að tengja við málefnið sem er svo mikilvægt að minna á.
Þið sem ekki þekkið til þá snýst setningin Konur eru konur bestar um það að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugafari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað.

Ég klæddist mínum bol í fyrsta sinn í dag .. svo mun ég spara hann þangað til á föstudaginn þegar ég ætla að klæðast honum í annað sinn með ykkur.


Þó bolirnir séu hannaðir með það í huga að deila áfram mikivægum boðskap þá eru þeir að sjálfsögðu mjög mikið fasjón og við getum svo sannarlega klæðst þeim með stolti og dressað þá upp og niður eftir tilefnum. Í ár ákváðum við að setninguna á hægra brjósti og taka svo fyrir orðið “kona” á bakinu á mismunandi tungumálum. Það kemur svo vel út! Eruði sammála?


Mynd: Aldís Pálsdóttir 

Konur eru konum bestar er góðgerðaverkefni og fer allur ágóðinn í þörf málefni hverju sinni. Í fyrra styrktum við Kvennaathvarfið og í ár völdum við að styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Menntun er dýrmæt, en kostar líka sitt. Frá árinu 2012 hefur Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur gert yfir 100 tekjulágum konum kleift að stunda nám. Okkur finnst það passa vel að við konur styrkjum aðrar konur til náms og nýrra tækifæra. Við dáumst af þessum sjóð sem veitir efnalitlum konum stór tækifæri sem þær annars hefðu ekki kost á, tækifæri til þess að skína.

 


Bolurinn mun kosta 6.900 íslenskar krónur og afhendist í merktum taupoka. Fystu 200 pokarnir innihalda glaðning frá Essie, Glamour tímarit og Sjöstrand kaffihylki. Bolirnir verða til sölu á viðburðinum sjálfum (seldust upp á fyrsta degi í fyrra) – þannig að það borgar sig að mæta. Vegna fjölda fyrirspurna þá munum við í  ár einnig koma til móts við fólk sem ekki hefur færi á að mæta, býr t.d. erlendis eða úti á landi eða kemst ekki af öðrum ástæðum – bolurinn verður því einnig til sölu á netinu – HÉR.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar á föstudaginn!

HVAR: AndreA  // Norðurbakki 1 Hafnarfirði
HVENÆR: 17:00 – 20:00
Léttir drykkir í boði og ljúf stemning !
Meira: HÉR

Og svo ein að lokum: Family photo, tekin af Ölbu!


Verði þér að góðu Gunni ..

//

Me and my good friend (and fashion designer), Andrea, are having a big event this week. It’s a great project which is made to remind women to stick together in their different projects or activities. We want to be role models for upcoming generations and unfortunately it is too normal today that people drag each other down or criticize, especially on the internet.

Our goal is to get people to turn this negative thinking and try to get women to stick together. We did this last year with a great success and will repeat it on Friday this week. We will sell t-shirts with the Icelandic sentence Konur Eru Konum Bestar and the word “woman” in different languages on the back. 

We will donate all of the income to a good cause and you can buy the T-shirt online for 6.990 ISK  – HERE (starting on Friday).

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR