Elísabet Gunnars

REYKJAVIK NIGHTS

DRESS

Elsku Reykjavík, þú ert svo falleg á svona dögum.
Ég klæddist blómakjól og brillum í tilefni eina sumardagsins sem Ísland ætlar að bjóða okkur uppá í heimsókn okkar fjölskyldunnar. Það var viðeigandi.

//

I love love love Reykjavik on a days/nights like this. Blue skies and beautiful view by the harbour … but still, cold.

… myndir, með og án jakka. Ég var fljót að skella honum yfir mig þegar ég fattaði hvað var kalt úti. Fallegt en því miður fáar gráður í boðinu.

Kjóll: Lindex
Buxur: Monki
Skór: Mango
Sólgleraugu: Monki

Leðurjakki: H&M

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

H&M x LOVE STORIES

FRÉTTIRSHOP

Í morgun var kynnt spennandi samstarf hjá H&M. Um er að ræða fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf sænska risans og var það undirfatamerkið Love Stories sem varð fyrir valinu Ég þekki merkið eftir að það byrjaði í sölu hjá Hildi Yeoman á Skólavörðustíg og get með sanni sagt að þetta verður örugglega mjög næs flíkur ef vel heppnast.

Merkið, sem er frá Amsterdam, var stofnað árið 2013 af Marloes Hoedeman, er þekkt fyrir litrík munstur, blöndu af ólíkum stílum og þægilega hönnun. Þegar ég vel mér undirföt finnst mér skipta öllu máli að þægindi séu til staðar, á sama tíma og maður vill auðvitað að þau lúkki. Love Stories kunna að sameina þá tvo kosti.

Í fréttatilkynningu segir:

H&M x Love Stories er lína sem samanstendur af fallegum og þægilegum brjóstarhöldurum, þvengum og nærbuxum, ásamt náttfötum, augnmaska, sokkum og sérstökum geymslupoka úr blúndu, satín og pólíamíð. Hönnunin er samstarfsverkefni á milli Love Stories og hönnunarteymis H&M og bera allar flíkurnar klassísk Love Stories munstur og litasamsetningar sem Hoedeman kallar gjarnan „fullkomið ósamræmi“. Hlébarðamunstur, stjörnur og blómahaf er blandað saman við blúndur, rendur og pífur. Litapalletta línunnar er rykbleikur, svartur og olívugrænn. Öll flíkum línunnar má blanda saman og veita þannig notandanum færi til að setja saman sinn eigin persónulega stíl.

„Undirfatnaður hefur alltaf verið mikilvægur hluti af tískunni. Með þessu samstarfi viljum við sýna að þrátt fyrir að undirföt sjáist ekki alla jafna, fela þau í sér jafn mikla tjáningu og stíl og þau klæði sem maður ber utan á sér. Því fannst okkur Love Stories passa fullkomnlega við okkur. Við höfum lengi dáðst að Marloes fyrir drifkraftinn og auðvitað hönnun hennar.  Það gleður okkur því mikið að fá að taka þátt í þessu samstarfsverkefni“ segir Pernilla Wohlfart, yfirhönnuður H&M.

„Samstarfið á milli Love Stories og H&M er eins og ástarsamband. Frá fyrsta degi einkenndist samstarfið af gagnkvæmnri virðingu og það var góð orka í teyminu – það var augljóst að við pössuðum ótrúlega vel saman. Línan er þróuð út frá hinum klassísku Love Stories-undirfötum, brjóstahaldarar og nærbuxur, þar sem mismunandi munstrum og litum er blandað saman svo úr verður skemmtileg blanda af ólíkum stílum“ segir Marloes Hoedeman, stofnandi Love Stories.

Ég er strax komin með flíkur á óskalista og hlakka til að eignast þær um miðjan ágúst. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að svona samstörf eru alltaf á mjög góðu verði.  Svo auðvitað annað … ég nota alltaf náttföt sem venjuleg föt og þarna gæti ég hugsanlega gert góð.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: COPY/PASTE

COPY/PASTEDRESSLÍFIÐ

English Version Below

Hæ hó og jibbý jeij og gleðilegan Þjóðhátíðardag kæru lesendur. Miðað við leik gærdagsins þá verður Þjóðhátíð alla daga í júní. Ég er svo stolt af því að vera Íslendingur og fylgjast með þessu flotta fótboltalandsliði okkar og varla búin að ná mér eftir gærdaginn.

Leðurjakki: H&M gamall, Kimono: Hildur Yeoman, Gallabuxur: Lindex, Skór: Bianco, Poki: Lindex

Tölum aðeins um plastpokann sem ég er búin að nota síðustu daga. Um er að ræða innblástur af Celine poka úr SS18 sem hefur verið mikið trend síðustu mánuði. Hentugt með meiru hér í rigningunni á Íslandi ;)

Fínasta copy/paste. Þetta er nefnilega svona trend sem maður tekur ekki þátt í fyrir háar upphæðir, finnst mér.
Mæli með!

//

Copy/paste from Lindex. This trend suits good in rainy Iceland, from the Celine SS18 collection which has been around on social media. I chose affordable bag from Lindex instead because this is a trend that won’t live so long.

 

Minn kostaði 3.500 íslenskar krónur.
Celine kostar 65.000 íslenskar krónur.
.. smá verðmunur.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AMMA

DRESSLÍFIÐ

Amma mín fagnaði sjötugs afmæli sínu í gær og ég var viðstödd afþví að ég er á landinu þessa dagana. Mikið sem mér fannst það gaman að geta verið með – oft svo erfitt að missa af svona mómentum þegar maður býr erlendis. Elsa amma er alltaf hin glæsilegasta og ól mig upp (ásamt ungri mömmu minni) fyrstu árin mín. Hún er gull út í gegn og góð vinkona mín.

Ömmur eru bestu konur sem allir geta átt og ég er svo rík að eiga margar og allar með hjarta úr gulli. Ætli þetta gerist bara þegar maður fær þetta hlutverk? Eða er ég sérstaklega heppin með mínar? Ég finn það eftir að ég eignaðist börn að allar ömmurnar þeirra gefa þeim sömu ást og ég finn frá mínum, svo ætli þetta sé ekki lífsins gangur.

Til hamingju með afmælið amma.

//

Yesterday was my grandmothers birthday – 70 years! I am so grateful that I had the chance to celebrate with her, one of the faults of living abroad is that you miss a lot of these moments. Happy birthday!

Ég klæddist blússu sem ég keypti á Nelly.com í vor (sænsk netverslun) – þið voruð mjög margar að spyrja um hana í gær.
Maður getur dregið hana meira út á axlir sem er mjög næs og ég sé líka að hún er á 50% afslætti þessa dagana. Fæst: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

#MÆÐRASTYRKUR

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐSHOP

Ég klæddist sömu fallegu flíkinni bæði laugardag og sunnudag. Um er að ræða góðgerða bol sem hannaður er af Hörpu Einarsdóttir fyrir Mæðrastyrksnefnd.

Auglýsingaskiltið fyrir aftan er hluti af steggjun mannsins míns og ég fer ekkert nánar út í þá sögu haha. ;)


Myndin sem er á bolnum sýnir konu sem ver sig og ungann sinn fyrir utanaðkomandi ógn. Myndin táknar styrkinn og staðfestuna sem þarf að sýna til að halda velli í lífsins ólgusjó, auk þess sem hún sýnir að öll getum við þurft á verndandi öflum að halda til að bæta líf okkar.

Mér finnst myndin passa einstaklega vel við það dásamlega starf sem unnið er hjá Mæðrastyrksnefnd, nefndin veitir von og hefur gert það síðustu 90 árin. Að jafnaði aðstoða þau um 300 heimili á viku og mun fleiri um jól og aðrar stórhátíðir. Nefndin hefur barist fyrir mannúðlegri félagsmálalöggjöf og haft áhrif á bæði almenningsálit og löggjöfina þegar kemur að því að aðstoða efnaminni einstaklinga og fjölskyldur.

Verkefnið fór af stað fyrir rúmri viku síðan og stendur út sumarið. Settir voru í sölu tvær týpur af bolum, taupoki og bollar sem finna má víða í sölu. Til dæmis: HÉR en einnig í Kringlu og Smáralind eftir hádegi þann 14. og 15. júní. Og alla daga í Hátúni 12 b þar sem nefndin er til húsa.

Ég vona að við flest reynum að styðja við jafn verðugt málefni og þetta. Margt smátt gerir eitt stórt. Ég klæðist þessum bol mjög stolt og vona að þið eigið eftir að gera slíkt hið sama. 

Svo eitt að lokum .. Hvar er góða veðrið? Ég væri til í að sjá þessa gulu meira á elsku klakanum okkar.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGSLÚKK

LÍFIÐ

Gómsætt mataboð í heimahúsi endaði á Granda mathöll í náttúruvínsmökkun hjá Micro Roast sem er í eigu Te&Kaffi. Mjög vel heppnað konsept sem strax er orðið vinsælt miðað við hve þétt var setið þarna í gær. Íslenskir bjórar, náttúruvín, hágæða rauðvín og hvítvín, kampavín og Te & Kaffi. Mæli með í góðra vina hópi!

//

When in Iceland .. I recommend this Micro Roast wine bar located at Grandi Mathöll. 

Þessi tvö voru bæði mjög góð – og þetta til vinstri (Flam Ba Dou) var algjört uppáhalds á mínu borði.


Ég klæddist ..

Toppur: Nelly (sænsk netverslun), Buxur: AndreA, Skór: Zara, Kápa: Vintage Burberry 

Allir hressir … ;)

Vonandi áttuð þið góða helgi!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BLOGGAÐ Í BEINNI

SHOP

Munið þið þegar ég bloggaði oft í beinni úr mátunarklefum? Það hefur farið eitthvað minna fyrir því uppá síðkastið en hér er ég í dag, komin í Totéme dress sem mig langar að sýna ykkur. Um er að ræða eitt af mínum uppáhalds sænsku merkjum sem ég hef oft komið inná hér á blogginu. Síðast talaði ég um að kjóll frá Lindex minnti mig á áberandi Totéme munstrið og þið hafið nokkrar sent mér og spurt mig út í þann kjólinn. Ég er að bíða eftir því að fá það staðfest hvort hann fáist ekki á Íslandi, en ég mátaði hann hér í Svíþjóð.

… En aftur að dressinu þá finnst mér það hið Elísabetarlegasta þó það að sniðið sé mjög oversized. Efnið er samt alveg yndislegt og þið getið ímyndað ykkur þægindin, sem ég hugsa alltaf út í.  Ég ætlaði nefnilega fyrst að athuga blússuna við stuttbuxur (það koma líka stuttbuxur) en þær eru búnar í minni stærð svo það nær ekki lengra.

//

Tried out this dress from one of my favorite Swedish brands – Totéme. YES OR NO?

Má ég biðja um álit í beinni? JÁ EÐA NEI? Ohh ég elska jarðlitina. Held að mitt atkvæði fari á JÁ.
Meira af Totéme: HÉR

Bestu í bili. Sjáumst næst á Íslandi!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HÚ!

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP

Eru ekki allir byrjaðir að peppa sig upp fyrir HM í Rússlandi? Ég er allavega klár .. þökk sé 66°Norður sem sendu mér þessa fínu treyju fyrr í dag. Persónulega finnst mér hún flottari en alvöru búningurinn svo ég get ekki annað en mælt með henni fyrir ykkur líka.

Treyjan er hluti af fatalínu sem innblásin er af stuðningsmönnum Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni 66°Norður og fatahönnuðarins unga Arnars Más Jónssonar sem er einnig mikill áhugamaður um fótbolta. Virkilega vel heppnað samstarf.

Á Facebook síðu Trendnet (HÉR) eigið þið kost á að vinna mjög veglega gjöf frá toppi til táar frá Sjóklæðagerðinni, meðal annars þessa sem ég klæðist hér að neðan. Það verður dregið út í kvöld svo ekki missa af því stuði.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÓSKALISTINN: MAÍ

SHOP

 

Afmælismánuðurinn minn, maí, er allt í einu bara búinn! Og jú, ég ætla að halda í vanann og gefa ykkur kauptips í tilefni þess. Það er frábært að heyra að þið séuð að bíða eftir hugmyndalista eins og þessum, takk þið sem hafið verið að senda mér um helgina og minna mig á að birta. Það gefur mér extra pepp við að standa mig í stykkinu. Hér koma mínar óskir fyrir maí mánuð.

1. Bikini! Ég á rosalega mörg sundföt en samt langar mig alltaf í ný. Það er bara eitt af því sem mér finnst gaman að eiga til skiptanna yfir sumartímann. Þessi eru frá H&M. Fást: HÉR

2. Það er nýtt að mig langi í kjól en þennan hef ég haft bakvið eyrað síðan ég mátaði hann í Lindex á dögunum. Minnir mig mikið á Totéme sem er sænskt eðal merki .. bara miklu ódýrari! Fæst: HÉR

3. Ég var svo heppin að eignast loksins fallegt skart frá MAR Jewelry : Fæst: HÉR

4. Talandi um að vera ekki þessi týpiska kjóla kona? Samt með tvo á óskalista í maí mánuði … smekkurinn er kannski eitthvað að breytast? Þessi er auðvitað algjör dásemd, frá Hildi Yeoman. Fæst: HÉR

5. Á meðan þetta er skrifað sit ég með pírð augun úti í síðdegs sólinni. Hefði kannski hentað betur að vera með brillur á nefinu. Þessi týpa (Oval Flat Lenses) frá Ray Ban á eftir að verða trend sumarsins og næsta hausts. Ég þori eiginlega að lofa ykkur því þó þið fussið kannski yfir mér núna. Fást í Auganu í Kringlunni og ég ætla að gera mér ferð þangað um leið og ég lendi á klakanum seinna í vikunni. Og já, ég kem með sólina með mér! Fást: HÉR

6. Þó þetta verk sé á maí listanum mínum þá hefur mig langað í það mun legnur –  eftir Jeanette Getrosts. Þetta Dolce & Gabbana mætti gjarnan hanga inná mínu heimili. Fæst: HÉR

7. Útvíðar buxur sem eru þægindi og fasjón á sama tíma. Moss Reykjavík/Gallerí 17 er með mjög góðar sem mig langar í.
Fást: HÉR

8. Þetta eru sokkarnir sem við eigum að vera í allan júnímánuð. HÚ! Er það ekki? Samstarfsverkefni 66°Norður og unga fatahönnuðarins Arnar Más Jónssonar fór í sölu á dögunum. Þessir sokkar eru hluti úr línunni. Fást: HÉR

9. LOVE LOVE tshirt frá AndreA by AndreA er basic stuttermabolur með skemmtilegum skilaboðum á bakinu. Fæst í hvítu og svörtu og mig langar eiginlega í báða. Er það nokkuð of mikið? Fæst: HÉR

10. LA MER vörurnar hafa slegið í gegn um allan heim og eru hvað þekktastar fyrir það hversu græðandi þær eru. Í lok maí setti sjálf Victoria Beckham mynd af þessari dollu í Instagram story hjá sér og sagði þetta eina af hennar uppáhalds húðvörum. Ef frú Beckham segir það, þá held ég að það sé eitthvað til í því. LA MER fást t.d. í Lyf og Heilsu á Íslandi.

11. Gucci? Nei .. þetta er Shoe Biz Copenhagen .. og þeir fást í GS skóm: HÉR

Það lífgar uppá daginn að leyfa sér að dreyma um nýtt af og til. Algjörlega nauðsynlegt þó það sé líka mikilvægt að átta sig á að auðvitað getum við ekki eignast allt sem okkur langar í ..

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUMARKVEÐJUR

LÍFIÐ

Sænska sælan er að ná nýjum hæðum þessa dagana. Við eigum erfitt með að halda einbeitingu sökum þess að manni langar bara að vera úti öllum stundum. En .. mínir dagar skiptast í fyrir og eftir hádegi þar sem ég reyni að halda einbeitingu við tölvuna fyrripart dags og verðlauna mig svo með útiveru seinnipartinn. Þó hefði ég viljað ná enn fleiri sólarstundum í síðustu viku en stundum bjóða dagarnir ekki uppá það .. ég vinn það upp um helgina í staðinn.

Sólin færir manni svo mikla gleði og allt verður einhvern veginn auðveldara – ég veit að einhverjir á Íslandi loka tölvunni við þennan lestur, en þetta er þó sannleikurinn. Ég reyni að fanga þessi augnablik á filmu og hér hafið þið sólríkar helgarkveðju frá suður Svíþjóð sem hefur boðið uppá óeðlilega gott vor/sumar. Ég er einnig yfir mig ánægð að íslenska sumarið sé farið að láta sjá sig, Instagram lýgur ekki <3

Þið senduð mér rosalega mörg á Instagram og spurðuð um þessa strönd. Ég finn fyrir því að þið eruð mörg að fylgja mér sem búið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og viljið alltaf fá nafn á þeim stöðum sem ég heimsæki hérna á meginlandinu. Þessari mæli ég heilshugar með.

Ströndin er talin ein af fallegri í Svíþjóð og liggur rétt hjá Kivik. Það er heillandi leið að labba niður að henni því hún er endastopp í “Stenshuvud National Park” og það er einhver Tælands fílingur yfir henni (þó ég hafi aldrei komið til Tælands) – eitthvað sem þið setjið inn í GPS ef þið ætlið í bíltúr. Ef þið leggið í roadtrip þá mæli ég með því að enda daginn á eldbakaðri pizzu á Friden Gårdskrog, yndislegur staður með ljúffengum súrdeigspizzum. Þið verðið að panta borð því það er alltaf fullt á þessum leynistað.

Ítalía? Nei .. Suður Svíþjóð þessa dagana.

Balsby (fyrir GPS) er frábær staður að heimsækja með börn – stöðuvatn með fínu næði og bryggju fyrir börnin.

Lífið er núna. Góða helgi kæru lesendur!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR