Elísabet Gunnars

HVAR FÉKKSTU ÞESSA HÚFU?

SHOPSMÁFÓLKIÐ

English Version Below


HVAR FÉKKSTU ÞESSA HÚFU?
… er spurning sem ég fæ í hvert einasta sinn sem Gunnar Manuel notar dásamlega dúska húfu frá PomPom og co. Sama hvar ég er, á handboltaleikjum, úti í búð, að sækja Ölbu í skólann eða bara á samskiptamiðlum þá fæ ég (hann) alltaf hrós fyrir krúttlegheitin. Það er kannski ekki að undra því ég var sjálf mjög spennt að vita meira þegar Ása Regins (gamall bloggari á Trendnet) setti inn fyrstu myndina af dóttur sinni með sömu húfu á sínum tíma. Ég var líka ein af fyrstu viðskiptavinum hennar þar sem ég fór á biðlista eftir húfunni um leið og hún gaf mér það svar að hún væri væntanleg í sölu.

Ása er konan á bakvið merkið PomPoms og co en svo er það hún ítalska Rósa sem sér um handavinnuna á lítilli saumastofu í Napolí á Ítalíu – fallegt samstarf.

UPPFÆRT:
Æjæj… því miður hefur pop-up markaðnum verið frestað þar sem sendingin týndist í pósti. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Flíkurnar frá íslenska barnafatamerkinu eru seldar á netinu (hér) og í heimasölu Ásu þegar hún auglýsir það með fyrirvara. Um helgina ætla PomPoms og co að breyta útaf vananum og vera með popup verslun í Petit – Ármúla 23 milli kl 11-16 og 12-16. Ég held að þetta verði fyrstur kemur fyrstur fær miðað við áhugann frá íslenskum mæðrum. Það er allavega ánægjulegt að segja ykkur frá því hér á blogginu eftir að hafa svarað mjög mörgum ykkar í beinum samskiptum á maili eða á Instagram.


//

Where did you get this hat? This is a question that I get quite often when Manuel is wearing this super cute icelandic rabbit hat designed by Ása Regins (old blogger here at Trendnet). The hats are handmade by Rosa in Napoli, Italy. You can order them from Facebook: here, or visit Petit this weekend in Ármúli where Pom Poms og co will be having a popup store.

 

Skellið kossi á Ásu og Linneu Trendnet vinkonur mínar um helgina.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

 

EGF SERUM

BEAUTY

 

Ég varð ein hamingjusprengja þegar ég eignaðist mínar fyrstu Bio Effect vörur á dögunum. Vörurnar hafa farið sigurför um heiminn og eru titlaðar þær bestu af virtustu tímaritum, vefsíðum og fólki. Þegar ég segi tímarit og fólk þá á ég við VOGUE (ekki bara einu sinni, heldur oft) og Karl Lagerfeld (ég bloggaði um það HÉR fyrir ári síðan), sem dæmi … það eru ansi stór nöfn (!) í bransanum.

Ég opnaði kassa með nokkrum mismunandi vörum frá merkinu og byrjaði strax að nota dropana og augn serumið sem ég hef notað daglega í 8 daga þegar þetta er skrifað. Serumið ber ég á mig á morgnanna og í hvert sinn þá man ég það í margar klukkustundir þar sem góða tilfinningin helst í lengri tíma – þú finnur að eitthvað rétt er að gerast í húðinni. Mér finnst ég líka vera ferskari útlitslega og vona að það sé bara rétt!
Augnsvæðið er það svæði sem ég hef þurft að hugsa sem best um síðustu daga í mikilli vinnukeyrslu. Ég gat því ekki valið betri viku til að prufa þessa íslensku snilld sem ég er svo stolt af. Vissulega þarf ég þó lengri reynslutíma áður en ég get mælt enn frekar með vörunni hvað varðar langtíma notkun. Mér finnst áhugavert að finna hversu vel ég kann að meta einmitt þessa vöru (eye serum-ið) úr þeirra vörulínu því hingað til hef ég heyrt lang mest talað um dropana sem ég persónulega þarf að kynnast betur.
Bio Effect vörurnar eru taldar tímamótameðferð sem á að halda húðinni unglegri … ég held að það sé alveg rétt.

Svona lítur mín uppáhalds vara út. EGF eye serum-ið :

Trendnet gaf fyrr í haust veglega gjöf til lesenda á Trendnet Instagram og seinna í desember mun Bio Effect gefa aðra gjöf á Trendnet Facebook síðunni okkar. Ég mæli með að þið fylgist með því ef ykkur langar að prufa líka?

Íslenskt, já takk.
Faglegri upplýsingar og ráð: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

INIKA GJÖF

BEAUTYINSTAGRAMLÍFIÐ

Aðventan er einn af mínum uppáhalds tímum og eru líklega margir á sama máli. Síðustu árin hef ég gefið gjafir til lesenda alla sunnudaga aðventunnnar og þetta árið er engin undantekning á því. Þó ætla ég aðeins að breyta útaf vananum og gefa gjafir í gegnum Instagram aðgang minn (@elgunnars) þó ég segi alltaf frá hér á blogginu líka.
Í gær fór fyrsta gjöfin í loftið sem er vegleg gjöf frá INIKA snyrtivörum. INIKA eru ástralskar náttúrulegar snyrtivörur sem nýlega fóru í sölu á Íslandi. Ég hef notað púðrið og sólarpúðrið frá þeim í ca 2 mánuði og kann mjög vel að meta þær. Guðrún Sortveit málaði mig svo fínt fyrir Sjöstrand viðburðinn fyrir helgi og notaði eingöngu INIKA snyrtivörur í verkið. Ég var svo upptekin að ég náði ekki að mynda förðunina fyrr en í lok dags en hún hélst þó vel á sem kannski er bara skemmtilegra að sýna ykkur.

//

I have had a tradition to give away presents to my readers on the Advent. Yesterday was the first Sunday and I have a give-away on my Instagram account (@elgunnars) with INIKA Organics. On the pictures above I try to show you the make-up by Guðrún Sortveit, all with INIKA products.

 

 

Fylgið mér á Insgtagram: HÉR og merkið vinkonu til að gleðja yfir hátíðina. Ég vel tvo heppna seinna í vikunni með mjööög veglegum gjafapoka.

Innihald // The giveaway:
Inika Organic Pure Primer  – Brow Pencil – Nude Pink Vegan Lipstick – Loose Mineral Eye Shadow, Coco Motion – Loose Mineral Eye Shadow, Peach Fetish – Eye shadow Duo, Gold Oyster  – Blush Puff Pot Loose Mineral Blush – Peachy Keen Mineral Mattifying Powder – Lip and cheek cream – Baked Mineral Foundation – BB cream – Baked Mineral Iluminisor – Lip pencil, Nude Delight – Lip Gloss, Watermelon Brush roll set – Long Lash Vegan Maskara

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

DRESS: SUNDAYS

DRESS

Gleðilegan fyrsta sunnudag í aðventu kæru lesendur! Eru allir jafn hamingjusamir með daginn og ég? Það má fylgja sögunni að Rósa (ljósmyndari þessa móments) var vissulega með brandara af bestu gerð þegar smellt var af.
Ég eyddi þessum ljúfa morgni með þremur góðum vinkonum með kertaljós í myrkrinu á Kaffihúsi Vesturbæjar – dýrmætt þegar maður býr í útlöndum og er oftast í vinnukeyrslu í Íslands stoppum.

Það eru margir búnir að spyrja mig út í sloppinn sem ég klæðist í dag. Hann er fjársjóður sem ég fann í undirfatadeild Lindex fyrir helgi. Mæli með.

//

Early morning with good (and funny) friends at Kaffihús Versturbæjar.
Wearing kimono from the lingerie department in Lindex.

Njótið dagsins!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

1987

SHOP

Fylgdust þið með mér á Trendnet story í gær(@trendnetis á Instagram) ?
Ég var með þéttbókaða dagskrá og ákvað að taka ykkur með mér á flakk. Ég byrjaði í heimsókn hjá Vero Moda þar sem ég mátaði stuttermaboli úr afmælislínu verslunarinnar sem stofnuð var árið 1987 og því merkingar eftir því. Ég er auðvitað svakalega ánægð með þessi print enda er ég sjálf fædd það herrans ár. Ég tók þá frá og ætla að reyna að koma þarna við aftur um helgina og kaupa mér annan þeirra. GIRL POWER verður held ég fyrir valinu … eða hvað finnst ykkur?

//

 

Vero Moda is celebrating their 30 year old birthday this year, like me. They made an anniversary collection, 1987 is a good year and I need to get one of the t-shirts below – which one?

 

Bolur: Vero Moda

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR