fbpx

JODIS BY ELÍSABET GUNNARS

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARFSHOP

Það er alltaf eitthvað stuð …. og mikið sem ég hef verið spennt að segja ykkur frá verkefni sem hefur verið lengi í vinnslu og ég hef þurft að halda leyndu. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri á að hanna mína eigin skólínu í samstarfi við JoDis. Þar feta ég fótspor vinkonu minnar, Andreu Rafnar, sem hefur hannað margar trylltar línur með merkinu, DJ Dóru Júlíu og GDRN.

Línan fer í sölu á morgun, föstudaginn 28. apríl, í verslunum Kaupfélagsins. Að því tilefni stöndum við Andrea vaktina í Kaupfélaginu í Kringlunni frá klukkan 15 til 17. Þar verður boðið uppá drykki & meððí og við stöllur gefum góð ráð. Smelltu HÉR til að vita meira um viðburðinn.

Fyrsti fundur fór fram á tískuviku í Kaupmannahöfn, daginn sem ég fattaði (en var ekki búin að segja við neinn) að ég væri ólétt. Ég afþakkaði kaffibolla og var svo bumbult en hélt haus og fundurinn gekk vel. Það er því komið eitt og hálft ár síðan að við skissuðum niður fyrstu hugmyndir.

Ferlið að skólínu er langt en það hefur verið lærdómsríkt að fá að vinna það með jafn kláru fólki og finna má innan veggja JoDisar. Ég lagði upp með að hafa alla skóna í línunni með mikið notagildi & næs og held tryggð við mína uppáhalds línu – basic er best. Ég er ótrúlega stolt af útkomunn og vona mikið að hún muni gleðja ykkur sömuleiðis.

EG N°1

Ég kynni sex liti af Mule – hvíta, svarta, orange, bláa og glæra í hvítu og svörtu ..

Elska skvísustælana í þessum, svo vel heppnaðir ..

EG N°2

Það var ekki  hægt að búa til Basic er best skólínu án þess að hafa sandala með í för – einfaldir, mjúkir ganga í og á frábæru verði eða 12.990,- // Koma í hvítu og svörtu með gylltri sylgju.

EG N°3

Wedding season? Þessir pump koma í fjórum litum og eru ótrúlega vel heppnaðir ..

Metal er í mestu uppáhaldi hjá mér sjálfri í augnablikinu ..


EG N°4

Loafers í beige, svörtu, bláu. Skórnir sem ég ofnota, passa við allt, dag&nætur. Must have fyrir ykkur!

Fyrstu 100 sem versla loafers eða pumps fá svona fallega klemmu í kaupæti .. breytir skónum algjörlega.

Myndir: Helgi Ómars
Förðun: Kolbrún Vignis
Aðstoð: Hildur Rut 

Næstu daga mun ég setja mikið í story á IG – myndir frá ferlinu og meira fjör. Fylgist endilega með á aðganginum mínum @elgunnars og sjáumst svo vonandi sem flest í verslun Kaupfélagsins í Kringlunni frá klukkan 15-17 á morgun þegar línan fer í sölu. Ég og Andrea Röfn stöndum vaktina og gefum góð ráð.

Þið sem eruð erlendis þá minni ég á að allir skórnir koma einnig í sölu hér: jodisshoes.dk

SMELLTU HÉR TIL AÐ VITA MEIRA UM VIÐBURÐ Í VERSLUN

xx,-EG-.

AUKA VOR Í BARCELONA

FERÐALÖGSAMSTARF

Já – nú man ég hvað þetta gefur mér mikið, sólin, elsku vorið á meginlandinu á þessum tíma árs. Namaste.

Það sem ég sakna líklega mest frá því að búa á meginlandi Evrópu eru þessir auka sumarmánuðir, vorið byrjar miklu fyrr og veturinn byrjar síðar. Ef ég hef tök á þá ætla ég að reyna að nýta mér það sem oftast að hoppa út og taka forskot á sumarið á þessum tíma árs. Maður þarf ekki alltaf að mikla þessar borgarferðir fyrir sér. Flugið er ekki dýrt, í þetta skiptið fékk fría gistingu hjá vinkonu hluta af ferðinni, sem er auðvitað mikill plús fyrir budduna, en á sama tíma var ég bara á mínum hraða að njóta. Það þarf alls ekki alltaf að vera að wine-a og dine-a og skoða einhverjar kirkjur og sögufræga staði – bara anda og njóta.

PLAY flýgur til Barcelona tvisvar í viku og stundum oftar. Og við mæðgur hoppuðum um borð í rúma viku að þessu sinni þar sem við fullnýttum dagana í notalegri hlýjunni. Barcelona er svo barnvæn borg og býður upp á eitthvað fyrir alla. Í okkar tilviki elskaði ég að hafa rólóvelli á öllum hornum en líka hvað fólkið var hjálpsamt og hrifið af litlu dúllunni minni sem var minn eini ferðafélagi að þessu sinni.

Þó að Barcelona sé best þá tókum við líka nokkra daga í fallega strandbænum Sitges sem gefur aðra orku. Ég var að heimsækja bæinn í fyrsta sinn og get svo sannarlega mælt mikið með fyrir alla sem stoppa í lengri tíma í Barcelona borg, bara plís gefið ykkur 2-3 daga þarna, þið verðið ekki svikin! Bein lest kostar 4,90 evrur, sem er svipað og ein strætóferð í Reykjavík.

Takk fyrir okkur að sinni.

Barcelona Highlights HÉR
Sitges Highlights HÉR

 

HOLA BARCELONA

FERÐALÖG

Loksins heilsa ég frá meginlandinu en þið sem hafið fylgst með blogginu mínu lengi vitið hversu vel mér líður hérna megin við hafið, hvað þá á þessum tíma árs. Það er svo gott að stinga stundum af og að þessu sinni ferðuðuðumst við til Barcelona. Útsýnið mitt er dásamlegt – góður bolli, me time með mini me – vonandi einhver léttklæðnaður, vinkonustund með góðum vinum sem búa í borginni. En aðalega er planið að bara fá að vera, anda, rölta, knúsast …. æ hvað við mæðgur eigum slíkt inni eftir keyrslur síðustu vikna.

Bestu kveðjur heim.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

FERMINGARSPJALL VIÐ FRÉTTABLAÐIÐ

ALBALÍFIÐMAGAZINE

Við Alba erum loksins komnar í skipulagsgírinn því bráðum líður að fermingu. Við svöruðum Fréttablaðinu nokkrum léttum spurningum sem snéri að deginum, sem er sá sami og við foreldrar hennar áttum fyrir *hóst* svolítið mörgum árum –
Datt í  hug að deila viðtalinu hér ef það gæti vakið athygli lesenda <3

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA VIÐTALIÐ Í HEILD SINNI

Takk fyrir okkur, og áfram gakk í planeríi – það er svo gaman.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LOKSINS MEÐ SKÁPAPLÁSS

B27BETA BYGGIRSAMSTARF

Eftir alltof langan tíma með fötin mín í óreiðu ákváðum við að fjárfesta í betri lausn. Ég hélt áfram samstarfi mínu við Byko og JKE og fyrir valinu urðu fataskápar sem fylla einn vegg hjá okkur á efri hæð. Eins og áður þá létum við sprauta skápana í lit úr litakortinu mínu, líturinn er Hvítur Svanur og því falla skáparnir að vegglitnum. Liturinn er nokkuð hvítur að sjá en ég myndi segja að hann væri smá kremaður. Ég hef oft fengið spurninguna um hvað ég geri þegar ég breyti lit á vegg, en þessi litur á skápum er mjög basic og mun passa vel við aðra veggliti.

Svo góð tilfinning, ahhh –

Skápur: JKE/Byko

Við völdum eitthvað ákveðið mix af hillum, stöngum og síðan grindum/skúffum. Það er síðan toppskápur ofaná öllum skápunum sem ég kemst ekki í nema með tröppu, þar geymum við rúmföt og annað skemmtilegt. Toppskápur yfir inngang í herbergi og því er gengið í gegnum skápastæðuna, rétt eins og á neðri hæðinni í eldhúsi.

Eitt gott tips sem mig langar að gefa ykkur sem hugið að stærri framkvæmdum eða eruð að taka hús/íbúðir í gegn. Það er mjög gott að búa í eigninni aðeins fyrst og fá tilfinningu fyrir henni. Við plönuðum allt áður en við fluttum inn og mjög margt hefyr breyst síðan þá. T.d. þetta opna rými á efri hæðinni, það átti að vera sjónvarpsherbergi og við settum sófa og sjónvarp á vegg. Við komumst hins vegar að því að við erum greinilega ekki fjölskyldan sem setjumst saman í sjónvarpsherbergið og því breyttist þessi sjónvarpsveggur í skápavegg og við ætlum að útbúa smá heimaskrifstofu/föndurstað í staðinn og færðum sjónvarpið niður í alrými (stofa/eldhús).
Önnur mistök sem við gerðum var að setja hjónarúmið á vitlausan vegg. Þar er allt rafmagn og slökkvarar lagt miðað við þá staðsetningu og núna erum við búin að færa rúmið að betri stað en rafmagnið færist ekki svo auðveldlega. Dýr byrjendamistök!

Jakki: Vintage/nýlega keyptur – svo glöð með hann.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

TÖLUM UM: NÝTT HLAÐVARP HJÁ GUMMA KÍRÓ

FASHIONLÍFIÐ

Takk fyrir mig Gummi og til hamingju með fyrsta þáttinn þinn af Tölum um …
Heiður að fá að vera fyrsti viðmælandi þegar að við töluðum um tísku  en mismunandi áhugaverð efni verða tekin fyrir í hverjum þætti. Ég vona að ég sé ekki að skúbba of mikið en ég veit að í næsta þætti verður talað um föstu.

Gummi ætti að vera orðinn fólki kunnugur, þekktur fyrir sinn stíl og áhuga á tísku, samhliða vinnu sinni sem kírópraktor. Duglegur og góðhjartaður drengur þarna á ferð. Við deilum líka sænsku hjarta eftir að hafa bæði búið þar í mörg ár.

Ég hlusta aldrei né horfi á sjálfa mig en vona að þetta létta tískuspjall okkar sé bara ágætis afþeying til að deila með ykkur.


PRESSIÐ Á PLAY

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Fermingarkvöld Hagkaups í beinu streymi

BEAUTYSAMSTARF

Talandi um fermingar …

Eins og við Alba sögðum ykkur á Instagram story um helgina þá stendur Hagkaup fyrir frábæru fræðsluámskeiði í förðun og húðumhirðu fyrir fermingarbörn á miðvikudagskvöld, 8.mars klukkkan 20:00. Aðeins takmarkað sætaframboð var í boði og varð því uppselt mjög hratt.

EN fylgstu með fermingarkvöldinu í beinu streymi, annað kvöld !

Hagkaup og Beautyklúbburinn bjóða upp á klukkustundar námskeið í förðun og húðumhirðu fyrir fermingarbörn ásamt því sem sérfræðingar verða á svæðinu og veita ráðgjöf. Námskeiðið verður sýnt á vefnum í beinni útsendingu og verður einnig aðgengilegt í viku eftir að því líkur – virkilega vel gert hjá Hagkaup að veita þessa þjónustu, öllum að kostnaðarlausu.
Sjá þessar sætu fermingarstelpur, svona fallega farðaðar. Mér finnst það skipta miklu máli að krakkar á þessum aldri læri að farða sig fallega/náttúrulega. Ég er því mjög ánægð með þetta framtak Hagkaupa og Beautyklúbbsins.
Meira: HÉR
xx,-EG-.

FERMINGARMAMMA

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐSAMSTARF

Ég er fermingarmamma (hvert flaug tíminn!?) ….

Það er ótrúlegt að við séum komin á þann stað að vera að fara að ferma, nú erum við Gunni alveg örugglega orðin fullorðin? Þegar mér finnst ég samt ennþá vera unglingur.

Victorian TopRhinestone trousers, Silfen veski

Landscape top

 

Silver Sparkle pants, Marine Serre bolur

Femme fatale dress

Studio Overcoat

Vanessa Mooney

Árlega fermingarblað Hildar Yeoman er komið út og við mæðgur erum svo lánsamar að hafa fengið að vera með að þessu sinni. Blaðið er uppfullt af æðislegum lúkkum fyrir fermingarbörn og mömmur en Yeoman selur líka fylgihluti, kerti og annað sem passar í veisluna eða í fermingarpakkann. Sjáið þessa flottu forsíðudömu mína !!?  – mamman verður meir.

SMELLIÐ HÉR EÐA Á MYNDINA TIL AÐ LESA BLAÐIÐ

Eins og þið sjáið á svörum okkar hér að neðan, þá erum við ekkert voðalega skipulagðar en nú erum við komnar á rétt skrið. Annars snýst þetta um að njóta en ekki vera að stressa sig um og of – það ætlum við svo sannarlega að gera.

Takk fyrir okkur.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FALLEG FATALÍNA Á FULLORÐNA

ÍSLENSK HÖNNUNSAMSTARF

As We Grow fagnaði 10 ára afmæli á dögunum og bauð að því tilefni til fallegrar samveru á Editon. Í sama boði kynntu þau nýja fatalínu á fullorðna og ég var svo heppin að fá að klæðast kjól úr línunni, sem ég fékk mikið lof fyrir. Fallegur aðsniðinn prjónakjóll úr silkimjúkri baby alpaca ull, með V hálsmáli.
Svo glöð með minn – viðeigandi að sýna og segja ykkur betur frá honum hér á blogginu. Ég klæddist sama kjól milli jóla og nýárs nema þar snéri ég honum á hina hliðina.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til merkisins þá hef ég verið aðdáandi lengi og klætt börnin mín í fatnað frá þeim í mörg ár. Hugmyndin að íslenska hönnunarfyrirtækinu kviknaði út frá peysu sem reykvísk móðir í fjölskyldunni prjónaði á son sinn og var notuð í áraraðir, á milli kynslóða og fjölskyldna og er enn í dag í notkun. Innblástur er sóttur í arfleifð, ættartré, vini og handverk. Virðing er borin fyrir umhverfi, venslum og efnahag, í anda „Slow Fashion“ stefnunnar. Íslenskar mömmur þekkja orðið merkið vel.

SKOÐIÐ FULLORÐINSLÍNUNA Í HEILD SINNI HÉR

xx,-EG-.

Rihanna býður uppá Salomon sneakers sumar

Það hefur varla farið framhjá neinum þegar Rihanna gjörsamlega slóg í gegn í hálfleiks show-inu á Super Bowl. Það eru ávallt gerðar gríðarlegar væntingar til sýningarinnar og hún stóð sko heldur betur undir þeim og rúmlega það, eins sín liðs og ólétt. Þvílík kona og sjarmatröll!

Rauða dressið hennar hefur vakið mikla athygli – rauður samfestingur frá Loewe, rauður dúnjakki frá Alaïa og kannski það sem stal athyglinni voru rauðir Salomon sneakers. Strigaskórnir eru úr samstarfi Salomon við Maison Margiela (MM6 Maison Margiela X Salomon) og voru fáanlegir fyrir um 50.000 kr., en auðvitað löngu uppseldir núna.

Þetta voru óvænt tíðindi fyrir franska útivistarmerkið, en þeir höfðu ekki hugmynd um þetta og á einni nóttu þá jókst leit eftir skónum á Google um 4.000 %.

Salomon hefur verið í gríðarlegum vexti undanfarið og á hraðri uppleið á sneakers markaðnum og þetta óvænta útspil frá Rihanna gaf þeim heldur betur extra boost. Við Íslendingar getum fagnað því, enda eru skórnir einstaklega hentugir fyrir íslenskar aðstæður. Þið finnið Salomon á Íslandi í Húrra Reykjavík og pssst…  ég fann 2 pör (því miður ekki mín stærð) af MM6 Maison Margiela x Salomon á útsölu í Stefánsbúð, stærðir 38 og 40. Ekki sami rauði litur, en þessi finnst mér eiginlega meira næs fyrir hversdaginn.

Ég held að Rihanna sé setja af stað Salomon Sneakers Sumarið á Íslandi.

//EG