FALLEG DÝRAHÖFUÐ ÚR PAPPÍR

DIYFyrir heimiliðUppstoppað

Ég rakst á svo ótrúlega falleg pappírsdýrahöfuð í dag þegar ég var í göngutúr á Strandgötunni í Hafnarfirði að ég á til með að deila þeim með ykkur. Ég kíkti inn í ofsalega skemmtilega verslun sem ber líka mjög svo skemmtilegt nafn, Litla Hönnunarbúðin, ég fæ að segja ykkur betur frá henni seinna:)

Það þarf þó þolinmæði að setja höfuðin saman en það tekur um 3 klukkustundir (5 ef þú velur gíraffan), vel þess virði því útkoman er mjög falleg og “animal friendly” ef svo má að orði komast.

1382148_725627264132240_127392279_nHIPPO_TIJDELIJK2 beer_iceblue wolf_bear_klein_670Giraffe_Orange1klein_572 Rhino_Wit_Klein

Ég var ægilega skotin í myntugrænum nashyrning og hann hefði verið fullkominn í barnaherbergið þar sem einn veggur er einmitt málaður í þeim lit. Bjartur er þó nýbúinn að eignast ‘uppstoppað’ bangsahöfuð og ég veit ekki með að hafa tvö dýrahöfuð í herberginu hans? Er það ekki of mikið af hinu góða? Það yrði kannski smá ruglandi fyrir elsku Bjart að alast upp með alla þessa uppstoppuðu fugla á heimilinu og svo tvö höfuð í sínu herbergi en eiga svo lifandi kött sem gæludýr, haha kannski smá út fyrir efnið, en þið fattið hvað ég meina…

Ég átti til með að deila þessu veggskrauti með ykkur, ég hef nefnilega ekki rekist á þessi höfuð í verslunum áður en ég er nefnilega nýbúin að birta innlit þar sem einn svona flottur nashyrningur prýddi barnaherbergið, -sjá hér. 

Ef þið bara vissuð hvað það er æðislegt að rölta Strandgötuna í Hafnarfirði, ég mæli meððí;)

x Svana

Á GANGINUM…

PersónulegtUppstoppað

Gangurinn á heimilinu er loksins hættur að vera alveg tómur og nokkrar myndir hafa verið hengdar upp og meðal annars þessi fíni fugl. Það er orðið dálítið síðan að ég stoppaði hann upp, en hann hefur aldrei fengið að fara upp á vegg fyrr en núna nýlega. Ég er mjög hrifin af uppstoppuðum dýrum þó að það sé alls ekki allra sem ég skil mjög vel. Fuglinum var skellt upp á nagla sem var þarna fyrir svo ég er eftir að ákveða mig betur hvort að fiðrildamyndirnar fái að vera þarna líka, mér finnst eitthvað furðulegt við að hafa bæði fugl og fiðrildi á sama vegg, en það er kannski bara ég?

12

Þegar gengið er út úr forstofunni þá er þetta það fyrsta sem þú sérð á heimilinu, þetta áhugamál mitt fær alltaf misjafnar undirtektir sem ég hef þó vanist. Það er jú ekki hægt að geðjast öllum:)

3

Svo var ég búin að skipta út Scintilla myndinni sem var fyrir ofan sófann og núna prýðir hún ganginn:)

Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér 

5 Á ÓSKALISTANUM

Fyrir heimiliðÓskalistinnPlagötUppstoppað

Óskalistinn þessa stundina samastendur af þessum 5 hlutum:

OSKALISTINN

 

1. Veifur fyrir heimilið hafði ég bara hugsað mér að útbúa sjálf. Ég held að þær kæmu vel út í mörgum rýmum heimilisins og hægt að leika sér með litasamsetningar. 2. Tripp Trapp stóll í svörtum lit mun bætast í stólasafnið í lok sumars vonandi. /Epal. 3. Veggspjöldin eftir Nynne Rosenvinge eru svo falleg, gæti vel hugsað mér eitt stykki veggspjald eða málverk. /Snúran.is. 4. Útiblómapottar frá Ikea í fagurbleikum lit, já takk. /Ikea. 5. Bráðlega mun ég láta það eftir mér að eignast uppstoppaðann Hrafn, tignarlegur og flottur fugl.

Bara 5 dagar í nýja pleisið. Þessir hlutir mega allir fylgja mér þangað:)

-Svana

BUFFALO SKULL

Fyrir heimiliðUppstoppað

Ég eignaðist fallega Buffaló hauskúpu í gær, en þið sjáið mynd af henni hér til hliðar →  →  →

Hún er ekki enn komin upp á vegg, og hvort hún fari yfir höfuð upp á vegg í þessari íbúð er spurning…íbúðin okkar er mjög lítil og það er ekki hátt til lofts svo ég efast um að hún muni njóta sín mjög vel. Við hjúin látum okkur reyndar reglulega dreyma um að flytja svo þetta fær að koma í ljós. Myndin hér að neðan er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég skoða hana reglulega, svona íbúð gæti ég alveg hugsað mér ásamt innanstokksmunum:)

Núna þarf ég reyndar aðeins að fara að passa mig… ég er mögulega komin með of mikið af dýrum+hauskúpum hingað heim, og það vill enginn eiga “creepy” heimili:)

HAUSKÚPUR

Uppstoppað

 

Mér finnst hauskúpur og bein vera einstaklega falleg, ég veit að það eru alls ekki allir sammála og sumum mögulega blöskrar þegar að hauskúpa af því sem áður var á lífi er núna notuð til skrauts, einhverskonar vanvirðing. Sem er alveg valid punktur. Mér hinsvegar finnst þá einmitt verið að sýna dýrinu virðingu, í stað þess að vera fleygt.
Þið mögulega vitið sum að ég hef mikinn áhuga á uppstoppun, og hef verið að uppstoppa nokkra fugla þó þeir séu ekki allir uppivið á heimilinu mínu. -Ég vil helst ekki að litla íbúðin mín líkist dýragarði haha. Það helsta sem mig vantar er mín eigin vinnustofa til að geta keyrt þetta almennilega í gang, í dag er þetta bara hobbý…. sem er algjör synd.
Hvað finnst ykkur um svona… creepy eða fallegt?

UPPSTOPPAÐ

Íslensk hönnunUppstoppað

Ég hef lengi heillast af uppstoppuðum dýrum, mér finnst þau vera ótrúlega áhugaverð en þó svo viðkvæmt viðfangsefni.. Mér hryllir t.d við að horfa á uppstoppaðann kött eða hund, en verð agndofa þegar ég sé fallegann fugl sem hefur verið uppstoppaður.

Það er eitthvað við það hvernig hægt er að fanga þessa fegurð og gera um leið eilífa.. ég væri mjög mikið í að fá fallegann fugl á heimilið mitt, helst fljúgandi…Einhverstaðar heyrði ég að það sé ómögulegt fyrir manninn að reyna að endurskapa jafn flókna hönnun og fjöður?

Finnst ykkur þetta kannski ekkert heimilislegt?

En hinsvegar var mér bent á nýja íslenska hönnun í gær.. svona t.d fyrir þá sem eru mótfallnir uppstoppun…

Fljúgandi Hrafn og hvalabeinagrind frá Hönnunarverksmiðjunni. Mjög flott!

INNLIT: KAUPMANNAHÖFN

HeimiliUppstoppað

Þetta ofsa fína heimili er í Kaupmannahöfn en þetta innlit birtist nýlega í Bolig Magasinet.

Mikið er ég að fíla uppstoppaða fuglinn sem ‘flýgur’ þarna í loftinu, og gullfallega kopar hliðarborð frá Habibi!

Rúmteppi frá HAY.. me wants

Leðurklæddar Sjöur, fansý fansý…

Oxchair eftir Hans J.Wegner, Random bókahilla og HAY púðar

Hægt er að skoða það nánar HÉR

Eigið frábærann menningardag í dag, pant vera í blíðunni uppí bústað að týna bláber:)

ÍBÚÐ Í HELSINKI

HeimiliUppstoppað
Innanhúsarkitektinn Tanja Jänicke býr í þessari flottu íbúð í Helsinki,
Uppstoppaðir fuglar í loftinu og stílhrein forstofa.
Fallegt veggmálverk í eldhúsinu
Eggið eftir Arne Jacobsen í leðri og vegglampi eftir Serge Mouilles
Fallegt skipulag. -Mín heitasta ósk þessa dagana er að vera skipulögð!
Myndir Bolig Magasinet
Góða helgi allir saman, mín helgi mun fara í tiltekt, matarklúbb og kisupössun.
Fæ 2 kisulinga í vikupössun í dag vei
Þetta verður góð helgi:)
xxx

Svört og kúl íbúð

HeimiliUppstoppað

 

Svartir veggir, svart gólf, svart loft!
Og það býr einhver þarna…
Reiðhjól á baðherberginu, Gucci vélsög, risavaxið skósafn í stofunni, innrammaðar nærbuxur og uppstoppaður gylltur krókódíll
*VÁ*
Ég gat þó ekki valið á milli myndanna svo njótið!
Þessi íbúð er í Chelsea og þar býr hún Cindy Gallop sem var stjórnarformaður BBH sem er risafyrirtæki í auglýsingarbransanum.
Ég mæli mjög mikið með því að horfa á ÞETTA video en þá fáiði live túr um íbúðina hennar og sjáið skvísuna sjálfa, svo segir hún í lokin:
„Give up white and turn to the dark side.. it’s alot more fun“
Hvað finnst ykkur?