STELDU STÍLNUM: LÍTIÐ & BJART

HeimiliSteldu stílnum

Á meðan barnið sefur þá nýti ég tímann sem ég hef til að renna yfir uppáhaldsvefsíðurnar mínar, svara póstum, skipuleggja vikuna og sinna smá vinnu. Í dag rakst ég þetta fallega heimili sem mig langar til að deila með ykkur, eins og svo oft áður er það í nokkuð hlutlausum litum, eða hvítt, svart og með við en það kombó klikkar aldrei. Ég er sérstaklega hrifin af flísalagða veggnum í eldhúsinu og opnu hillunum, ef ég væri að innrétta eldhús þá væri þetta lúkk ofarlega á listanum. Svo er stofuborða mixið mjög skemmtilegt, Hay dlm borð ásamt borði á hjólum sem flestir myndu kalla heimabar og hafa á honum flöskur í stað kertastjaka, en borð á hjólum eru svo einstaklega fjölnota og hægt að finna því hlutverk í öllum rýmum heimilisins.

shh4 shh2 shh3

shh6

Ég ætla að næla mér í svona bókahillu í vikunni, en það er ekki mjög barnvænt að hafa háa bókastafla á gólfinu eins og þykir svo ógurlega smart.

shh7

Æðislegt myndamix á veggnum, sitthvað úr öllum áttum, og tímaritabunki sem náttborð.

shh9

Ég ákvað að endurvekja gamlann þátt hér á blogginu, ‘steldu stílnum’, en þar tek ég saman nokkra svipaða hluti og þá sem sjást í innlitunum, og stundum þá sömu. Ég hef sjálf alltaf voðalega gaman af svona efni, og það er víst besta uppskriftin af góðu efni, að gera bara það sem manni þykir sjálfum skemmtilegast. Það er þó eitthvað um flóamarkaðs-gersemar á þessu heimili en líka margt frá Ikea ásamt hönnunarvörum, það er svo góð blanda:) Sófinn er sá sami og ég á sýnist mér, en það er gamli góði Karlsstad sem er ofsalega praktískur sófi, hægt að skipta bæði um áklæði og fætur.

stuffmyndsáh

1. DIY ljós frá House Doctor. Fæst hjá Línunni.// 2. Hangandi blómapottur frá Postulínu. Fæst í Epal.// 3. Hay Dot púði. Fæst í Epal.// 4. Brass blómavasi frá Skjalm P. Væntanlegur í Snúruna.// 5. Staflanlega bókahilla. Fæst í Línunni.// 6. Marmara vegghilla. Fæst í Línunni.// 7. 101 RVK póster. Fæst í Epal & Snúrunni.// 8. Hangandi ljós frá Skjalm P. Fæst hjá Snúrunni.// 9. Dots púði frá Ihanna home. Fæst í Epal & Hrím.// 10. Ton stóll. Fæst í Epal.//

Ef þú vilt sjá meira af svona efni á síðunni ‘steldu stílnum’, skildu þá endilega eftir athugasemd eða smelltu á like-hnappinn!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42