ÓKEYPIS PLAKÖT

BarnaherbergiPlagöt

Ég var að grúska aðeins í tölvunni minni nýlega og mundi þá eftir nokkrum plakötum sem ég hafði búið til og skreytt heimilið með. Til þess að þau rykfalli ekki alveg ákvað ég að deila með ykkur link þar sem hægt er að sækja þessi plaköt frá Dropbox og prenta út. Þetta er eitthvað sem ég ætlaði mér aldrei að selja heldur aðeins til þess að hafa gaman og var bara eitthvað sem mig langaði í á sínum tíma.

Þessi tvö efri hef ég stundum verið með í barnaherberginu en þessi neðri í eldhúsinu. Matarplanið er ég með í ramma sem ég skrifa svo á með töflutúss og þurrka svo einfaldlega af.

Þið finnið Dropbox möppuna hér – það má vel vera að það séu fleiri plaköt þar inni en ég ítreka að þetta var aðeins upp á gamanið og í mínum augum jafnvel ekkert merkilegt:)

NÝTT & TJÚLLAÐ FRÁ HEIÐDÍSI HELGA

Íslensk hönnunPlagöt

Teiknisnillinn og vinkona mín hún Heiðdís Helgadóttir var að gefa út nýja línu sem ber heitið FEMME. Ég er alveg bálskotin í þessum teikningum eins og flestu öðru sem hún gerir og á þegar nokkrar myndir eftir hana. Í gær fékk ég í láni hjá henni tvær myndir til að máta heima og tók nokkrar myndir til að sýna ykkur er  nefnilega með alveg brjálaðan valkvíða hvorri myndinni ég er hrifnari af, bleiku eða svart-hvítu. Myndin er þó einnig til með bláum bakgrunni en ég kunni ekki við að taka þá mynd í láni því það voru svo margar myndir fráteknar! Þær eru nefnilega að rjúka út…

13523719_10154942075163332_237418009_o13509374_10154942075288332_641936693_o

13509502_10154942075723332_92775312_o 13523870_10154942075593332_1131912904_o 13524045_10154942075348332_381343102_o 13524213_10154942075663332_349781573_o copy13493455_10154942075538332_9513933_o

Hér að neðan er bláa fína!

13407018_1036878313067138_4570153837033527071_n

Hversu fínt!! Sjá meira hér:
Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

KATE MOSS : LIFE IS A JOKE

Fyrir heimiliðPlagöt

Ef það er eitthvað plakat sem mætti bætast við á mína veggi þá væri þá Kate Moss: life is a joke, ég er alveg bálskotin í því enda einstaklega flott plakat. Ég væri þó gjarnan til í að vita hver ljósmyndarinn er en ég fann það því miður ekkert á minni netleit, enda óteljandi niðurstöður þegar leitað er af portrait mynd af hinni fögru Kate Moss. Ég get hinsvegar glatt ykkur með þeim fréttum að vefverslunin Reykjavík Butik var að hefja sölu á þessu æðislega plakati, sjá hér.

12525695_1060420573979688_988710419833637304_o

 Þess má geta að eigandi þessa plakats hér að ofan er búin að setja límmiða yfir skeggið til að fela það:)

12573779_1060420603979685_368489549983017120_n

12494880_1060420623979683_895420770208004330_n

 Tikk takk tikk takk… þetta mun líklega klárast fljótt:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

NÝTT UPPÁHALD: RÖKKURRÓS

BúðirFyrir heimiliðPlagöt

Ég reyni dálítið að hafa síðuna mína þannig uppbyggða að hún er einfaldlega gott mix af því sem mér þykir persónulega vera áhugavert, og eitt af því eru tips um nýjar og fallegar verslanir. Í dag kíkti ég í fyrsta skipti við hjá Rökkurrós en ég hafði fylgst með þeim á netinu í dálítinn tíma en þau opnuðu loksins verslun fyrir rúmlega viku síðan í Grímsbæ þar sem Petit var áður. Ég fór þangað til að sækja Andy Warhol plakat sem ég hafði pantað mér en ég dauðsá alltaf eftir mínu sem ég hafði selt í einhverju flýti í fyrra svo ég var ekki lengi að ákveða að skella mér á annað þegar þau loksins voru byrjuð að fást á Íslandi. Það verður að viðurkennast að eins gaman það er að versla á netinu þá er alltaf allt annað að geta líka snert og skoðað hlutina og séð þá í umhverfi, og nokkrir hlutir þarna komu mér skemmtilega á óvart sem ég hafði áður séð í annaðhvort innlitum eða á vefsíðunni þeirra.

12325622_10154358006688332_400861167_o 12315021_10154358006463332_396935635_o 12318453_10154358005973332_793729817_o 12318337_10154358007128332_1405420702_o

Love Warrior myndirnar heilla mig alveg uppúr skónum.

12315309_10154358007228332_1008577732_o

Það munaði mjög litlu að ég hafi nælt mér í nokkur svona jóla-hreindýraskraut en mundi svo að ég er að spara…

12318461_10154358006268332_953478123_o12318172_10154358005663332_526765257_o

 Hversu fínt?

P.s. ég er að undirbúa trylltasta gjafaleik sem hefur komið inn á þetta blogg… ég mæli með að fylgjast vel með:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

VILTU VINNA ANDY WARHOL PLAKAT?

Fyrir heimiliðKlassíkPlagöt

*BÚIÐ ER AÐ DRAGA ÚR ÞESSUM LEIK*
Einn af þeim hlutum sem ég hef fjallað hvað oftast um er án efa Andy Warhol plakötin frægu, upphaflega fengust þau aðeins í Moderna safninu en það er ekki langt síðan að þau létu loksins af þessum ströngu reglum sem gerðu mörgum aðdáendum hreinlega ómögulegt að næla sér í eintak. Það verða því líklega margir glaðir þegar ég segi ykkur það að þau núna fást á Íslandi hjá Rökkurrós sem hingað til hefur aðeins verið falleg vefverslun en á föstudaginn næstkomandi opnar hún verslun sína í Grímsbæ (þar sem Petit var). Í tilefni þess að þessi fallega verslun er loksins að opna þá ætla ég í samstarfi við Rökkurrós að gefa einum stálheppnum lesanda Andy Warhol plakat að eigin vali. Þá er það bara að velja, úllen dúllen doff…
2b37200fc7ba8bd0f112265ceb1ad98f19.4.2012-via-emmas-designblogg weekdaycarnival 3Andy-Warhol-posters_Moderna-Museet_N d-620x460 ashleigh-leech-someform-andy-warhol-poster-02-620x460il_570xN.536413967_fein

Það sem þarf að gera til að taka þátt er að …

1. Deila þessari færslu 

2. Skilja eftir athugasemd með hvaða plakat þú vilt en allt úrvalið má sjá hér.  

3. Extra stig eru gefin fyrir það að fylgja Rökkurrós & Svart á hvítu ef þú ert ekki þegar búin/n að því!

-Dregið verður út laugardaginn 21.nóvember-

Uppfært* Búið er að draga út vinningshafa úr þessum leik og var það hún Hólmfríður Birna Sigurðardóttir sem hafði heppnina með sér.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

♡ HFJ

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunPersónulegtPlagöt

Það er tvennt sem að ég þarf að sýna ykkur í þessari færslu, fyrst og fremst er það Hafnarfjarðar plakatið fína sem ég fékk mér reyndar í lok sumars en þar sem að ramminn brotnaði fljótlega er ekki svo langt síðan að það endaði uppi á vegg. En svo er það Montana hillan mín sem ég var búin að segja ykkur frá, ég hef verið í smá vandræðum hvar ég ætti að koma henni fyrir og er með hana núna inni í stofu ofan á tveimur kollum í mátun svo ég fari nú ekki að bora í veggi að óþörfu. Mér sýnist þetta þó vera staðurinn fyrir hana fyrir utan það að hún verður hengd upp í sömu hæð og sófinn er. Ég var síðan svo sannarlega ekki að ýkja þegar ég sagði ykkur frá krotinu á hillunni en ég hef haft tímarit ofan á þessari blessuðu eiginhandaáritun til þess að ég geti horft á hana á hverjum degi, ég er ekki alveg komin yfir áfallið en brosi þó alveg yfir þessum ósköpum. Áritunina má sjá á neðstu myndinni… *Þið ykkar sem vitið ekki hvað ég er að tala um verðið fyrst að lesa þessa færslu hér “Fyrsta Montana hillan mín”. 
12236572_10154320210743332_849918761_o

Horft úr eldhúsi inni í stofu, mér hefur þótt frekar erfitt að fá fallega blómapotta undir stórar plöntur eins og Monstera en ég er ennþá eftir að finna þann eina rétta. Ég er mjög hrifin af þessum í gluggakistunni en þeir eru úr Garðheimum og svo er svarti frá Postulínu. Eins og ég skrifaði hér að ofan þá er ég bara að máta hilluna þarna og þessvegna er hún ofan á kollunum:)

12235643_10154320210628332_1383887469_o

Áritunin er vel falin undir nokkrum tímaritum… úff, ég lofa að ykkur mun bregða smá:)

12236663_10154320211018332_1051615015_o

Plakötin frá Reykjavík Poster eru seld víða, ég fékk mitt í gegnum síðuna þeirra því ég vildi láta sérmerkja mitt sem þau bjóða einmitt upp á. Sum plakötin eru þá með “Ég bý hér”, en vegna þess að við höfum flutt mjög oft og erum ennþá á leigumarkaðnum vildi ég geta átt plakatið lengur og fékk því hönnuðinn til að setja lítil bleik hjörtu við alla staðina sem við höfum búið saman á í Hafnarfirðinum. Ef þið horfið vel á neðri myndina þá ættuð þið að geta séð fjögur hjörtu öll í kringum miðbæinn. Efsta hjartað er reyndar heima hjá foreldrum mínum en þar sem við Andrés vorum bara 16 ára þegar við kynntumst þá eyddum við mörgum árum þar:)

12228159_10154320210943332_640671199_o 12250381_10154320211088332_748044737_o

Ég veit að Epal, Snúran og Hrím hafa verið að selja plakötin, en Hafnarfjarðar plakatið er líka hægt að kaupa í Litlu Hönnunarbúðinni á Strandgötunni.

12228124_10154320211223332_130003255_o

Hér bættist svo einn gordjöss leðurpúði við á dögunum en hann er frá Andreu og ég er alveg hrikalega skotin í honum:)

Svo er það aðalmálið sem ég veit að sum ykkar voru mjög forvitin að sjá.. úff ég veit varla hvort ég eigi að vera að sýna þetta! Hér er brot úr færslunni þar sem ég sagði ykkur frá þessu “ Í gær hitti ég hinsvegar Peter Lassen sjálfan sem hannaði Montana hillurnar, hann er á níræðisaldri og því varð ég mjög spennt að fá að spjalla við hann um hönnun enda býr sá maður yfir mörgum sögum. Hann var einnig forstjóri Fritz Hansen í 25 ár og vann á þeim tíma með m.a. Arne Jacobsen sjálfum. Ég ákvað að það hlyti að vera besta hugmynd í heimi að kaupa mér Montana einingu og fá Lassen til að árita hana, og sá gamli var svo sannarlega til í það. Ég sýndi honum með fingrinum hvar áritunin ætti að vera, mjög lítið og smekklegt. Hann hinsvegar var með aðra hugmynd greinilega, því hjartað í mér stoppaði smá þegar ég sé hann byrja á risa teikningu með svörtum olíutúss ofan á hillunni…”

12236518_10154320210473332_2139248927_o

Hér má sjá þessa glæsilegu eiginhandaáritun frá Peter Lassen sjálfum og svona fín teikning líka, haha ég held að mér muni aldrei hætta að þykja þetta fyndið.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

TUTTUGU TJÚLLUÐ PLAKÖT

Fyrir heimiliðPlagöt

Ef það er eitthvað sem ég fæ aldrei nóg af þá eru það falleg plaköt… og ég held að það sama megi segja um ykkur því þetta er ein af þeim spurningum sem ég fæ aftur og aftur, að gera færslu með flottum plakötum. Það er til alveg gífurlegt úrval af plakötum hér heima og því eitthvað til fyrir alla, í þetta sinn tók ég bara saman plaköt sem fást á Íslandi, en það er efni í aðra færslu plaköt sem hægt er að panta erlendis frá. Helsti kosturinn við það að skreyta heimilið með plakötum er sá að þau eru flest á mjög viðráðanlegu verði og því vel hægt að breyta til og fá sér nýtt til að fríska upp á heimilið sem er góður kostur. Það að eiga einstakt listaverk er nefnilega eitthvað sem er ekki á allra færi og því er eftirspurnin eftir ódýrari skreytingum fyrir heimilið alveg gífurlega mikil og framboðið er svo sannarlega eftir því, hér eru 20 tjúlluð plaköt. 

Hér að neðan má svo sjá hvaðan hvert og eitt er…

11014742_1410165919287687_8802053956091604728_n

 Fallegt plakat eftir Veroniku Gorbacova (grafískur hönnuður LHÍ), fæst í gegnum facebook síðu hennar Apóchrosi.

Chanel_Lipstick_Patent_Poster_Black_Frame_1024x1024-650x650

 Eftirprentun af upphaflegu teikningunni af Chanel varalitnum fyrir einkaleyfi frá 1952. Frá Bomedo sem fæst núna loksins hjá Hrím, sjá hér. 

Screen Shot 2015-09-08 at 22.50.00

Veggspjald eftir Nynne Rosenvinge, frá Snúran.is, sjá hér. 

101-REYKJAVIK.GULL-650x650

101 Reykjavík frá Reykjavík Posters, fæst hjá t.d. Hrím, Epal og Snúrunni. Ég nældi mér einmitt í 220 Hafnarfjörð um daginn sem fæst t.d. í Litlu Hönnunarbúðinni í Hfj:)

4fafa546c6-svanen_designklassiker_magdalenatyboni_design_illustration_watercolour_painting_motiv_akvarell._konst_art_magdaty

 Við sem erum enn að spara fyrir þessu húsgagni getum stytt biðina með þessu plakati, fæst hjá Intería.is.

productimage-picture-anatomy-of-letters-the-letter-s-150_jpg_1280x1280_upscale_q85

 Anatómía leturs eftir Sigríði Rún, fæst hjá Spark Design space (allir stafir), sjá hér.

original_shhhh-print

Shhhh frá One must dash, fæst hjá Hjarn.is, sjá hér. 

productimage-picture-urban-shapr-reykjavik-266_jpg_1280x1280_upscale_q85

Reykjavík úr seríunni Urban space, fæst hjá Spark Design space, sjá hér. 

10891427_1410165445954401_6176691401863480080_n

Fallegt plakat eftir Veroniku Gorbacova (grafískur hönnuður LHÍ), fæst í gegnum facebook síðu hennar Apóchrosi.
funkishouse_white

Fúnkís hús eftir Kristinu Dam, fæst hjá Esja Dekor, sjá hér. 

12-650x650

Plakat eftir hina dönsku Kristinu Krogh, fæst hjá Hrím, sjá hér.

43b2009934-ram_eames_rocking_chair_rar_magdalena_tyboni_design_print_och_poster

Vatnslitamynd eftir eftir sænsku listakonuna Magdalenu Tyboni, fæst hjá Intería.is, sjá hér. 

PAP-02005

Skeggjaði maðurinn frá Paper Collective, fæst hjá Epal.is, sjá hér. 

676144_15063608_pm

Veggspjald eftir listakonuna Jenny Liz Rome. Fæst hjá Intería.is, sjá hér.
the-kids-are-all-right-poster-miniwilla

The kids are all right , -and so are we. Frá Petit.is, sjá hér. 

BC_Ballerina_New

Ballerínuskór frá Lovedales studio, frá Petit.is, sjá hér. 

Revolver_Patent_Poster_Black_Frame_1024x1024-650x650

Enn ein einkaleyfisteikningin, byssa frá 1860 eftir Bomedo studio, fæst í Hrím, sjá hér.
Screen Shot 2015-09-08 at 22.47.58

Falleg strigamynd eftir Nynne Rosenvinge, fæst hjá Snúran.is, sjá hér. 

ruben.marianna_1024x1024

Plakat eftir breska listamanninn Ruben Ireland, fæst hjá Reykjavík Butik, sjá hér. 

PAP-02008

Invisible frá Paper Collective, fæst hjá Epal.is, sjá hér. 

kristina-krogh-levels-blue-gold-650x650

Æðislegt plakat með koparfólíu eftir Kristinu Krogh. Fæst í Hrím, sjá hér. 

Ég er nokkuð viss um að þið ættuð flest að geta fundið að minnsta kosti eitt plakat við ykkar hæfi í þessari samantekt. Vonandi kemur þetta sér vel fyrir þá sem eru í þeim hugleiðingum að fríska upp á heimilið. Ég tengdi einnig slóð við hvert plakat svo hægt er að versla það núna með einum smelli. Ég er eflaust að gleyma einhverjum gullmolum, en þá kemur bara önnur færsla bráðlega með enn fleiri plakötum! 20 tjúlluð plaköt, hvernig lýst ykkur á?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HOME SWEET HOME : JELLYPARTY

Íslensk hönnunListPlagöt

Ég kíkti við í dag til vinkonu minnar og teiknisnilla Heiðdísar Helgadóttur, það er afar hentugt að það eru bara nokkur skref frá mér í stúdíóið hennar á Strandgötunni og því kíki ég af og til við og trufla hana í vinnunni. Ég fór reyndar í dag í öðrum tilgangi en að versla handa sjálfri mér en allt í einu er ég komin með þessa hrikalega fallegu Jellyparty mynd inn í stofu til mín í mátun. Þessi mynd hefur heillað mig í langan tíma en þær voru að koma úr innrömmun í dag og er sjúhúklega fallegar….

20150724_203434

Ég myndi þó líklega hafa hana á öðrum stað og þá upphengda, en fínt að máta aðeins við umhverfið:)

20150724_203445 20150724_203454

Og svo er blá líka mjög pretty…

11781600_862620283826276_5307810286135135486_n

Ég er alltaf jafn skotin í verkunum hennar og á sjálf nokkrar ugluteikningar sem eru nú orðnar ansi frægar. Ég mæli svo sannarlega með því að kíkja í fjörðinn fagra á morgun því þá er 20% kynningarafsláttur af Jellyparty myndunum, en bara á morgun í Stúdíó Snilld – Strandgötu 29 HFJ.

Mæli með!

x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

Á ÓSKALISTANUM: FLÓRA ÍSLANDS

ÓskalistinnPlagöt

Screen Shot 2015-06-04 at 13.50.01

Ég var að rekast á þetta fallega plakat sem var að koma í Eymundsson, en plakatið er unnið upp úr bókinni Flóra Íslands sem kom út árið 1985.  Það er smá nostalgía yfir þessu plakati en ég man eftir að svona plaköt skreyttu ófá heimili þegar ég var krakki, heima hjá okkur voru t.d. fuglar Íslands og svo voru fiskar Íslands líka hið fínasta veggskraut. Tískan gengur ekki bara í hringi þegar kemur að fatnaði…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

LITRÍKT HEIMA HJÁ SIGGU ELEFSEN

HeimiliÍslensk hönnunPlagöt

Heimilið hennar Siggu Elefsen smekkpíu með meiru er algjört augnakonfekt. Ég man svo vel í fyrsta sinn þegar ég kom þangað inn að ég hafði sjaldan séð jafn líflegt heimili en þar er að finna nóg af litum og fallegum hlutum. Algjörlega æðislegt heimili og svo er heimilisfólkið heldur ekki af verri endanum, Siggu kynntist ég upphaflega í gegnum bumbuhóp en svo komumst við að því að það eru bara nokkur hús á milli okkar hér í Hafnarfirðinum, stelpan hennar hún Birta er líka bara nokkrum vikum eldri en Bjartur minn svo við eigum heilmikið sameiginlegt annað en áhuga okkar á hönnun og heimilum. Heimilið hennar er þó töluvert litríkara en mitt og ég mætti alveg taka niður nokkra punkta frá Siggu og koma heimlinu mínu í sumargírinn.

11251281_10152708812440870_8350044165782842459_n

Litir spila stórt hlutverk á þessu heimili sem gerir það svona hrikalega djúsí. Úlfurinn í miðjunni er hannaður af Siggu Möggu sem rekur Litlu Hönnunarbúðina á Strandgötunni í Hfj, ég er alltaf á leiðinni að segja ykkur betur frá þeirri æðislegu búð en ég mæli með að kíkja á hana. Verkið lengst til vinstri er eftir hafnfirðinginn Ingvar Björn og lengst til hægri er Scintilla, ég og Sigga vorum einmitt einar af 11 heppnum sem nældum okkur í bleika verkið á sínum tíma sem nú er ófáanlegt.

11012519_10152715170370870_8933169827445557058_n

Þegar maður er í vafa hvað skuli velja þá er um að gera að prófa fleiri týpur:) Hér má sjá bleika útgáfu af úlfinum, ég er mjög hrifin af hvernig myndunum er raðað en sófinn er frekar stór og veggurinn líka svo hann þolir vel að bera svona margar stórar myndir. Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða plakötin hennar Siggu Möggu á vefsíðu Litlu Hönnunarbúðarinnar hér.  Litlu myndirnar á veggnum eru frá Ilva.

11329652_10152758288425870_1764777847_n

Talandi um líflegt heimili? Þessi veggur er ævintýralega fallegur, en þetta er vegglímmiði sem Sigga fékk í Bauhaus fyrir nokkru síðan og límdi á vegginn í fjórum pörtum. Það er svo æðisleg hugmynd að veggfóðra einn vegg með svona líflegri mynd, eða þá að veggfóðra alla veggi í litlu rými t.d. á gestabaðherbergi það kæmi ofsalega vel út! Svanurinn er í pössun hjá þeim en eigandinn má teljast heppin ef hún fær hann aftur tilbaka, svona gersemi myndi ég aldrei skila:)

10610648_10152346385415870_9153898233969983418_n

Svo er ein eldri mynd af stofunni sem mér finnst líka vera svo mikið æði, nóg af bleikum og djúsí litum. Stofuborðið hannaði og smíðaði Sigga sjálf og veifurnar í loftinu setja puntkinn yfir i-ið á þessu litríka heimili,  þessi mynd var tekin í kringum skírnarveisluna hjá dótturinni sem útskýrir skreytingarnar:)

Eftir að horfa á þessar myndir langar mig samstundis að hrúga litríkum púðum á sófann og bæta við litríkum myndum á veggina, maður kemst bara í gott skap að skoða svona heimili! Eruð þið ekki sammála?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421