Fyrir heimiliðHitt og þetta
Hversu gaman væri að eiga eitt stk Smeg en mér finnst ískápar vera eitt ljótasta fyrirbæri heimilisins:)
En vá hvað ég er að detta í sumarfrísgírinn þrátt fyrir að vera ekki í sumarfríi hoho.
Hef hreinlega ekki gefið sjálfri mér nokkra daga frí í marga marga mánuði svo að langþreyta er farin að segja til sín. 
Hef sjaldan vanrækt bloggið mitt svona lengi né Epal bloggið sem að ég sé líka um! 
koma svo svana….

TIL SÖLU

Hún Rakel fyrrverandi meðeigandi Svart á hvítu er að selja þessa fínu og glænýju skó. 
Við erum báðar búnar að reyna og reyna að passa í þá og íhuguðum í gær að skera smá framan af tánnum, en okkur snérist þó hugur. Þetta eru hvítir strigaskór með platform frá Asos og eru merktir 39 en eru þó meira eins og 38-38,5.
Verð 5 þúsund krónur!

Nánari upplýsingar á svartahvitu@gmail.com
:)
Seldir!

HELLA

Hönnun

Draumur í dós 
Hvernig væri nú að borða M&M úr þessum fallegu skálum á kvöldin? 
Animal bowl hannaðar af Hellu Jongerius árið 2004.

ELDHÚS

Fyrir heimiliðHugmyndir
 
Draumaeldhús
Nýlega er ég búin að láta mig dreyma um að flytja í nýja íbúð og kaupa mér ný húsgögn. Ég verð bara alltaf jafn hissa þegar að ég vakna af þessum dagdraumum og átta mig á því að peningar vaxa ekki á trjánum! Mig dreymir um að eignast fallegt eldhús og svefnherbergi, eða að minnsta kosti að búa ekki í leiguíbúð þar sem að ég get ekki gert nákvæmlega það sem hentar mér:)
En yfir í annað, þá sá ég þessa snilld áðan á Pinterest, skjalamöppulímmiðar notaðir til að gera french á neglur. Oh lala

ANDREA MAACK – STUDIO

Íslensk hönnun
Nýlega fór ég í heimsókn á vinnustofuna hennar Andreu Maack og fékk þar að finna tvo nýja ilmi frá henni sem eru væntanlegir á markað. Coal sem kemur út núna í sumar ásamt unaðslegum ónefndum ilm sem kemur út nokkru seinna sem að ég er tryllingslega spennt fyrir.
Anyways, vinnustofan hennar er frekar mikið fín og ég stalst til að taka nokkrar ‘hágæða’ símamyndir þar.
Kolaverk í vinnslu
Fallegur spegill
Handlóð-skúlptúr eftir Andreu
Oriental skápur og borð
Pappírskjóll skreyttur teikningum eftir Andreu
Risavaxið ilmvatnsglas
Inspiration myndir á veggjum
En fyrir ykkur sem ekki þekkja til þá er Andrea Maack listamaður og ilmvatnshönnuður sem er ásamt því gædd þeim hæfileika að vera alltaf mega flott í tauinu og á trylltum hælum.
Ég virðist hafa tapað mínum hæfileika í því haha.

DIY

DIY
Ég er að elska þetta DIY 
Blaðra+vatnsglas 
Fallegt undir stök sumarblóm, jafnvel lúpínur (sem eru fallegastar í heimi btw)

HELSINKI

Heimili
Æðislegt safn af Monki púðum..Ég á eitt stk. mikið væri gaman að eignast fleiri.
Falleg motta
Moderna plagat-næs
bleikir kollar-næs 
 Fallegur óróinn eftir Melissu, fæst HÉR
 Gulur veggur er frekar hressandi
Þessi íbúð er frekar fín, en þarna búa Laura og Kosmo. 
Source HÉR

IKEA RAND

Fyrir heimiliðIkea
Ég gerði mér sérferð í IKEA í dag til að kaupa Rand mottuna fyrir stofugólfið mitt.
Ég var búin að heyra af því að minni týpan væri til og ég var harðákveðin að hún fengi að fylgja með mér heim, en jimundur stærðin á þessari mottu. Minni týpan er 2,40 x1,70m…
Ég fékk smá sjokk og vonbrigðin leyndu sér ekki.
Ég sem hélt að við værum meant to be.
Er samt að íhuga núna að taka hana í heimlán og gefa henni þó einn séns, krossa fingur að hún kæfi ekki litlu stofuna mína!

 

SIBYLLEGATAN 5

Heimili

Þessa íbúð fann ég á sænsku fasteignasölunni ESNY.se 
Þarna má finna flott safn af Grand Prix stólum og hauskúpa á eldhúsveggnum, -óvenjuleg staðsetning en kemur þó vel út.
Kúl íbúð, fær mig til að langa í stóra flotta ljósmynd á vegginn minn!

RANNVEIG GÍSLA

Íslensk hönnun

Rannveig Gísla er íslenskur fatahönnuður sem nýlega flutti heim til Íslands eftir að hafa stundað nám við fatahönnun í Los Angeles. Hún hefur verið að búa til þessa gullfallegu fjaðraeyrnalokka í dálítinn tíma og selt í verslunum í LA. (Meðal viðskiptavina hennar þar var t.d Steven Tyler..)
Ég rakst á þá hjá vinkonu minni fyrir nokkrum vikum og gaf síðan sjálfri mér eitt stk í útskriftargjöf:) 
Þess má geta að þetta er engin smá eyrnalokkur, en minn er jafn langur og framhandleggurinn á mér og vakti hann þvílíka athygli um helgina.
Hægt er að senda henni línu á rannagisla@gmail.com fyrir áhugasama.