KVÖLDSTUND Í HAFNARFIRÐI

BúðirÍslensk hönnun

Jæja… enn einu sinni brýst Hafnfirðingurinn út í mér. Í kvöld er nefnilega tilvalið að gera sér ferð í fjörðinn fagra, margar verslanir eru opnar til kl. 22 og Jólaþorpið verður einnig opið! Það er nefnilega alveg hreint merkilegt að mínu mati hvað Strandgatan er orðin skemmtileg, og vel þess virði að gera sér ferð til að rölta í búðir og setjast á kaffihúsin.

Það sem er möst að gera er…

1424452_10152042915269525_1642249058_n

Í kvöld er opið til kl. 22 í Júniform, sérstök jólatilboð eru í gangi og léttar veitingar frá Pop up Lemon verða frá kl. 17-20:)

1390739_10152098546885520_780874234_n

Það er líka möst að kíkja við í AndreA Boutique sem er með opið til kl. 21 í kvöld.

1424396_749195911760699_738596079_n

Og svo er það uppáhalds Luisa M sem stendur við Thorsplan, þar eru fallegir munir fyrir heimilið frá House Doctor og þar er einnig hægt að setjast niður í kaffi og köku! Opið til kl. 22.

Að sjálfsögðu er þessi listi ekki tæmandi, það eru margar aðrar spennandi verslanir, kaffihús og að ógleymdri Hafnarborg sem selur vörur frá Spark Design space.

Ég mæli með þessu:)

BETÚEL : BEST OF

Persónulegt

Núna ætla ég að gerast smá væmin og deila með ykkur myndum af krútthnoðranum mínum honum Betúel. Ég hef verið að vinna svolítið heima síðustu 2 vikur og hef því eytt ágætis tíma með þessu dýri mínu, og þvílík gleði sem hann gefur mér:) Mér datt í hug að nota tækifærið í leiðinni og benda ykkur á facebook síðu Kattholts sem finna má hér, þar er nefnilega hægt að ættleiða einn svona sjarmör:)

Screen Shot 2013-12-18 at 2.22.39 PM Screen Shot 2013-12-18 at 2.23.04 PM Screen Shot 2013-12-18 at 2.23.30 PM Screen Shot 2013-12-18 at 2.23.46 PM Screen Shot 2013-12-18 at 2.24.08 PM Screen Shot 2013-12-18 at 2.24.28 PM Screen Shot 2013-12-18 at 2.24.57 PM Screen Shot 2013-12-18 at 2.25.18 PM

 Sumir vilja halda því fram að það sé ekki hægt að fá nóg að kisumyndum.. þið hin sem ekki eruð sammála þurfið bara að afsaka þessa færslu;)

Myndirnar eru frá instagramminu mínu : svana_

KLASSÍSK HÖNNUN: KäHLER

HönnunKlassíkÓskalistinn

Danska keramíkfyrirtækið Kähler hefur verið sérstaklega áberandi undanfarið ár og hafa t.d. Omaggio vasarnir frá þeim sést í nánast hverju einasta skandinavíska innanhússblaði á árinu. Þrátt fyrir að sumir séu aðeins nýlega farnir að kannast við merkið þá á Kähler sögu sína að rekja allt aftur til ársins 1839! Þeir eru algjörlega fremstir í flokki þegar kemur að dönsku keramíki og framleiða m.a. vasa, diska, skálar og kertastjaka, og hafa sumar eldri vörurnar þeirra mikið söfnunargildi.

Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds Kähler vörum,

14

Það er ekki annað hægt en að byrja á Omaggio vasanum sjálfum, hann er framleiddur í mörgum litum þó að svart hvíti höfði mest til mín!

4d126c7cb5fc66c415f5d95371426ea5

283e25a30bb2e01052b3eb8fae1bab2a

Omaggio línan inniheldur líka m.a. diska og skálar.

ce784e9098ad324f86f78679bc626705

Cono línan er næst í röðinni, virkilega formfagrir hlutir með mikinn karakter.
c6e0057c763190ca9116923673e50f241aa2c958a41d5b9140c629c971890995

Efst á óskalistanum eru þó Bello krukkurnar sem sjá má hér að neðan, þær koma í nokkrum stærðum og koma einnig í ótrúlega fallegri litasamsetningu. Þessi stóra er algjör draumur í dós.3e709da9fe416a52480d197a04017187d5c22fdbcb6733454e50bc15a479fe2bFiducia segulvasinn sem Louise Campell hannaði fyrir Kähler er mjög skemmtileg hönnun, vasarnir tengjast saman með segul og því hægt að tengja marga saman.

183544e0d1d1bb8dcd32028a129ac161

Og síðast en ekki síst þá er það Ora klukkan sem er að sjálfsögðu líka úr keramík, gullfalleg og mínimalísk, ég gæti vel hugsað mér eina slíka í eldhúsið mitt.

9f71e6655eb7f0e4030fecb3a7988602

Falleg dönsk hönnun!

Ég var að íhuga að hafa “klassísk hönnun” sem fastan lið á blogginu… mér finnst oft gefa hlutunum meira gildi að vita smá sögu á bakvið þá.. að þetta sé ekki bara enn ein fjöldaframleidda varan:)

Fyrir áhugasama þá fæst Kähler í versluninni Hrím.

:)

SVART Á HVÍTU ♥ VÍK PRJÓNSDÓTTIR

Íslensk hönnun

Á svona köldum snjódegi er alveg tilvalið að starta smá jólaleik þar sem hægt er að vinna hlýan trefil frá Vík Prjónsdóttur. Flest okkar þekkjum Verndarhendurnar, treflana sem hafa heldur betur slegið í gegn á Íslandi og mörg okkar eigum jafnvel einn eða jafnvel tvo slíka, nýju treflarnir Vængirnir gefa hinum þó ekkert eftir og eru alveg gullfallegir! Þeir eru úr 100% íslenskri ull sem er ein sú hlýasta í heiminum og eru þeir því alveg sjóðheitir.

Vík Prjónsdóttir hefur lengi verið eitt af mínum uppáhalds íslensku hönnunarmerkjum, ég á einmitt frá þeim Verndarhendur (trefil) og einn stóran Verndarvæng (teppi) og var nýlega að eignast nýja teppið frá þeim sem að ber fallega heitið Svanurinn;)

Mér þykir einnig alveg einstaklega ánægjulegt að tvær af Vík Prjónsdóttur snillingunum hafa kennt mér á einn eða annan hátt, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir kenndi mér í Iðnskólanum á sínum tíma og opnaði augu mín að mörgu leiti fyrir hönnun en þá var ég algjör nýgræðingur, Brynhildur Pálsdóttir var svo leiðbeinandinn minn í lokaverkefni mínu frá Listaháskóla Íslands, gaman af því:)

Á föstudaginn mun ég að draga út einn heppinn lesanda sem vinnur VÆNG í lit að eigin vali…

1482291_10152271977808488_1126633657_n

Svanurinn er dásamlegur… þennan fékk ég mér í teppaútgáfu!:)

1484800_10152271977813488_463747369_n

 Flamingo er líka æðislegur

1476923_10152271977823488_1208851369_n

Papageno II

Screen Shot 2013-12-17 at 5.23.21 PM

Æðarkóngurinn heitir þessi.

Screen Shot 2013-12-17 at 5.24.35 PM

Papageno I.

Screen Shot 2013-12-17 at 5.23.39 PM

Papageno II.

Screen Shot 2013-12-17 at 5.23.52 PM

Svanur.

Screen Shot 2013-12-17 at 5.24.01 PM

Hrafninn.

Screen Shot 2013-12-17 at 5.24.12 PM

Haförninn.

Screen Shot 2013-12-17 at 5.24.23 PM

Flamingo.

Þeir eru hver öðrum fallegri og það er erfitt að velja bara einn uppáhalds. Vængirnir fást í Spark Design space, Geysi, Kraum, Epal Hörpunni, Aurum og Mýrinni. Alveg sérlega hlýjir og fyrir bæði konur og karla…

Já, kæru lesendur, þið eigið möguleika á að eignast einn af þessum trylltu Vængstreflum!

Það eina sem þið þurfið að gera er að:

1. Setja like við facebooksíðu Svart á Hvítu og Vík Prjónsdóttir

2. Like-a þessa færslu.

3. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafninu þínu.

Ég mun svo tilkynna vinningshafa á föstudaginn, þann 20.desember.

Kveðja, Svana

 

JÓLATRÉ Í VASA

Fyrir heimiliðHugmyndir

Eitt það fallegasta sem ég sé þessa dagana eru lítil jólatré í vasa, sumir kjósa mögulega að kalla þetta bara grein en engu að síður þá er þetta gullfalleg hugmynd sem hver sem er getur nýtt sér.

df287fea23bd6254ff435e2bcd510a06bbde4198b69e4ddc8a7324ede0422de820b5cf4a0638d6f5896ffb9cef0c4e2d f66ca4cf07842f3f0381bed17c032720

Núna þarf ég bara að sannfæra einn hér heima um að þetta sé alveg jólatré, ég sé fyrir mér að setja eitt í Ikea-Hella Jongerius vasann minn, ó hvað það verður pretty.

Er þetta ekki alveg jólatrendið í ár?:)

DIY : LJÓSASTAFIR

DIYFyrir heimilið

Ég hef verið að pæla í svona ljósastöfum í dálítinn tíma, mér finnst þeir ótrúlega töff og þeir geta hresst við hvaða rými sem er, hvort sem það sé stofan, eldhúsið eða barnaherbergið. Allskyns ljósaskilti og ljósastafir hafa verið í mikilli tísku undanfarið ár og ég held að það sé ekkert lát á vinsældunum, en þrátt fyrir að hafa rekist á svona ljós í fjölmörgum tímaritum og á bloggsíðum þá virðast þau ekki hafa ratað í miklum mæli inná íslensk heimili…og ég hef nú heimsótt þau ófá:)

Screen Shot 2013-12-14 at 8.16.48 PM

Þessir stafir koma frá House Doctor, en þá er bara hægt að sérpanta í verslunum á Íslandi sem selja merkið.

d2520d275744bf132022873a2321a2c9

Þrátt fyrir að svona stafaljós séu kannski vinsæl inná heimili þessa stundina þá hafa þau þó verið til í fjöldamörg ár og eru mest notuð í skiltagerð fyrir fyrirtæki.

b0be797a8904e3c44555f257842a4a34

Ég fann þetta frábæra DIY á bloggsíðunni Sugar&cloth, þar sem farið er yfir skref fyrir skref hvernig gera eigi svona ljósastaf úr pappa.

marquee5 marquee6-619x787 marquee7-619x411

Myndir: Ashley via Sugar&Cloth

Flest okkar skellum þó ekki í svona ljósastaf en to tre, ég myndi t.d. þiggja hjálp við að tengja allar perurnar, nema þið finnið flotta peruseríu. Stafinn sjálfan er þó auðvelt að skera út í pappa, það þarf ekki meira en það ásamt málningu og lím. Jú og svo dass af þolinmæði!

HLÝTT FYRIR HEIMILIÐ

Fyrir heimilið

Það er fátt jafn heimilislegt og hlýlegt og gærur,

0420cfb3958093837d3f662240004a77 d03c2497a574da83be9784bb5453ea95

010ec85dee65f443aac9b05af63cc722

   Þær eru einstaklega fallegar á stólum og gera í rauninni hvaða stól sem er þægilegan.

2714d25db869c191001463bf8fc791a2Þær eru líka sérlega vetrarlegar og fín viðbót við heimilið í þessum kulda síðustu vikur.

Brrrr….

Myndir: 1/ 2/ 34

JÓLA DIY

DIY

Ég rakst á þetta skemmtilega krossviðsjólatré á finnsku bloggsíðunni Pikku Varpunen rétt áðan. Ætti ég að láta húsgagnasmiðinn minn skella í eitt svona stykki?

_MG_0473 _MG_0481

Nei veistu… þó að grænn litur sé svo sannarlega ekki minn uppáhalds, þá er grænt jólatré aðeins meira heillandi en svona stílhreint viðar-tré.

Hugmyndin er þó góð!

SCINTILLA SPEGLAR

Íslensk hönnun

Ég hef áður skrifað um Scintilla speglana (mögulega af því að ég er með þá á heilanum) en ég hef aldrei sýnt myndir af speglunum sjálfum, bara tölvuteikningar!

Tadaaaaa…

1467414_629230863800017_1870838885_n copy

Ef að þetta eru ekki fallegustu speglar sem ég hef séð…

1474472_629231527133284_635947790_n

Þessi bleiki á hug minn allan og ég hef heyrt að hann sé mjög Svönulegur, það er því bara tímaspursmál hvenær hann verður kominn upp á vegg heima:)

Myndirnar eru teknar í Spark design space þar sem nú stendur einmitt yfir sýning á speglunum.

-Svana

MÁLAÐI SJÁLF ELDHÚSGÓLFIÐ

DIYHeimiliHugmyndir

Þetta fallega heimili birtist nýlega í sænska tímaritinu Plaza Interiör, það sem mér finnst áhugaverðast við heimilið er eldhúsgólfið, en það málaði húsfreyjan sjálf! Það er eflaust mikil nákvæmisvinna og tímafrekt að mála gólf í svona mynstri, en algjörlega þess virði fyrir þessa útkomu:)

image-3.axd

Eldhúsið er mjög smart í heildina litið, svartar innréttingar og fölblár Smeg ískápur mmmmm.

image.axd

Sniðug hugmynd að fela sjónvarpið inn á milli myndaramma, sjónvörp eru jú ekki fallegasta mubblan á heimilinu!

image-1.axd

image-2.axd image-4.axd

Marmaraveggfóðrið er frá Ferm Living.

image-5.axd

Litríkir og fallegir skór setja oft skemmtilegan svip á heimilið, þeir eiga ekki bara heima inni í skáp.

image-6.axd

Myndir: Plaza Interiör/Therese Winberg

Fallegt heimili ekki satt?