Svart Á Hvítu

Leiðist þér?

Heimili
Hér eru 2 frábærar hugmyndir til að fríska uppá heimilið en aðeins fyrir þá sem hafa nægann tíma til að drepa.

Að búa til veggskraut úr trélitum er góð hugmynd. Ég myndi velja nokkra liti til að vinna með en ekki allt litarófið. Gæti orðið mjög töff!

Og hér er enn ein biluð hugmynd, að þekja borðplötu með klinki!
Reyndar er þetta mjög slitsterkt og fín nýting á þessu klinki sem enginn nennir að eiga.
 (ég á sjálfsögðu bara við 1 krónurnar). 
Það eina sem þarf er epoxy sem er hellt yfir eftir margra klst vinnu við að raða klinkinu:)
Leiðbeiningar HÉR

*update* uppselt í bili

HeimiliHönnunIkea
Ef að einhver ykkar er jafn spennt/ur og ég fyrir þessum gordjöss IKEA vösum eftir hina einu sönnu Hellu Jongerius, þá hef ég gleðifréttir að færa.
Þeir eru komnir aftur til Íslands (búið að segja mér margoft að þeir myndu aldrei aldrei aldrei koma aftur)
Og ég er viss um að þeir munu renna út eins og heitar lummur!
xxx

wanted.

HeimiliHugmyndir
Þessi Eames snagi úr hnotu er að gera mig bilaða. 
Hann myndi fullkomna nýju íbúðina mína en ég einhvernvegin get ekki sannfært sjálfa mig að það sé eðlilegt að eyða svona miklum pening í snaga. 
Limited edition til febrúar 2011 eða þar til að byrgðirnar klárast. 
Sem þýðir bara eitt, núna eða aldrei! 

En nýja pleisið er yndislegt. Læt mig dreyma um að geta raðað skónnum mínum svona fínt en þeir eru grafnir ofan í kassa eins og er.
Hvernig á að raða skónum sínum er lúxusvandamál!
Á morgun fer ég í það að búa til fataslá, úr járnstöng og keðjum. Spennó
Og svo læt ég mig líka dreyma um flottann DIY skartgripastand. Verð að komast yfir svona fín horn:)
Og jú svo þrái ég lampann minn aftur sem ákvað að yfirgefa þennan heim í flutningunum og liggur hér í 10.000 molum. 
x

Milk Design: frábær hönnun

HeimiliHönnun
Ég elska einfaldar og flottar hugmyndir. 
Lace kallast þessi sniðuga hönnun og gerir okkur kleift að endurnýta flöskur eða jafnvel glös sem blómavasa.  

Flöskuhálsinn er klipptur af og blóma”vasinn” sem er úr gúmmí er skellt á.
Snilld!

Flutningur

Heimili
Ég er að flytja í dag og mun búa í kössum næstu 3 daga!

 
Hér er smá brot af heimilinu mínu.
Reyni að ná fleirum í dag, en mikið hlakkar mig til að fara í nýju íbúðina. 
Allsherjar tiltekt og losað sig við allt sem ekki er ennþá notað. 
SVO GOTT.

Draumasæti

HeimiliHönnun
Þessi bekkur hér að ofan er hönnun eftir japanska stúdíóið h220430
Bekkurinn lítur í raun út fyrir að fljúga í lausu lofti en er í raun vel boltaður í loftið og blöðrulaga festingarnar fela það.
Balloon bench er ein fallegasta hönnun/hugmynd sem ég hef séð. 
Þvílíkur draumur að eiga svona á sínu heimili:)

DIY:Flott ljós

HeimiliHugmyndir
Frábær hugmynd fyrir ljósið, extra löng snúra+þvottaklemma
Hér er búið að bora í gegnum keramik skálar og setja ljósastæði inní. 
En elsku þið sem lesið síðuna mína, 
Ég er á fullu að leita að íbúð þessa dagana, í eða í kringum miðbæinn. 
Ef að þið vitið um e-ð frábært megið þið endilega senda mér info á svartahvitu@gmail.com
:)

Hótel dagsins

Heimili
Ef að ég mun einn daginn eiga leið til Stokkhólms þá mun ég klárlega gista á Story Hotel.
Ofsalega smart hótel á góðu verði.
Fallegt ljós
Girnilegt morgunverðarhlaðborð
Gordjöss baðvaskar
mix og match
Herbergin eru líka ekki af verri endanum, baðkar við rúmið og afgangur af gömlu veggfóðri á veggjunum. 
NÆS.

ýmislegt.

Heimili
 
Núna þegar skólinn er loks byrjaður er kominn tími á alsherjar tiltekt. Ekki bara íbúðin og fataskápurinn heldur einnig tölvan mín.
Svo er ég alltaf að mana mig að taka ágætis myndir af pleisinu mínu og deila með ykkur.