IKEA MULIG

HönnunIkea
Skemmtilegt hvernig poppað hefur verið uppá Mulig fatahengið frá Ikea með bandi.
Ég er reyndar smá skotin í þessu fatahengi, stílhreint og fínt.

FYRIR & EFTIR

DIYFyrir heimilið

Sandra Dís Sigurðardóttir er nýútskrifaður innanhússhönnuður frá Istituto Europeo di Design í Mílanó. 
Eftir að hafa búið í 3 ár í Mílanó og starfað í smá tíma í Helsinki er hún nýflutt heim til Íslands og getur því tekið að sér ýmis verkefni. Að ofan má sjá verkefni sem hún tók að sér fyrir Capital Inn og breytti hún þar algjörlega setusvæði gestanna.
Mjög fínt!:)

DRASL?

Hönnun
Hehe þessi hönnun er eftir Vaulot&Dyèvre
Og er gerð til þess að fela draslið þitt!:)

HÚSGAGNAVÖFFLUR

Hönnun
Á hverjum degi skoða ég myndir frá nýafstaðinni hönnunarsýningu í Mílanó.
Ég SKAL fara á næsta ári, en skólinn stoppaði mig því miður að komast í ár.
Eitt það skemmtilegasta sem ég hef séð so far er Húsgagnavöfflujárnið sem hannað er af Ryosuke Fukusada og Rui Pereira.
Yndislega skemmtilegt og hressandi
Mmmmm hversu æðisleg er þessi hönnun?
Þetta myndi ég sko kaupa:)

HeimiliHugmyndir
 
 
Falleg uppröðun á myndum eða diskum
Ég sé fram á að eignast svona teppi bráðum .. 
Því að ég hef ekki efni á draumateppinu mínu
Og Andrés minn er að verða gráhærður af hreindýraskinninu sem er núna á stofugólfinu okkar, 
Vissuði að hreindýraskinn fara fáránlega mikið úr hárum? 
Jebb it does. 
Má bjóða þér að kaupa hreindýraskinn hehe? 

ORGINAL?

HeimiliHönnun
Fína fína Woody hillan frá HAY sem er líka hægt að fá í hvítu
Hilla frá Nino Gülker sem var frumsýnd á hönnunarsýningunni í Mílanó núna í apríl

Mér finnst voða gaman að fylgjast með hönnun sem svipar til einhvers sem áður hefur verið gert.. 
Mér finnst þetta allavega vera frekar líkt!

ANT

HeimiliHitt og þetta
Afhverju er svona fáránlega gaman að kaupa fallega hluti? 
Ég skrapp á tiltekt í Epal fyrr í kvöld og ýmsir fallegir hlutir læddust með heim. 
Mmmm núna er bara að finna góðann stað fyrir alla nýju heimilismeðlimina.

FALLEG ÍBÚÐ Í MALMÖ

Heimili
Nina Bergsten er nýlega flutt frá Stockholmi í draumaíbúð sína í Malmö, 
stelpan er með flottann smekk, en frekar dýrann… 
60kg antík spegill sem að Nína dröslaði frá París heim til sín, ekki slæm kaup haha
Hún segist þjást af skyndihvöt og tekur því oft ákvarðanir/kaupir hluti án þess að hugsa lengra hvernig koma eigi þeim heim til sín
Teppi frá Ligne Roset og flottar myndir á veggnum, eins og stækkaðar poloriod myndir

Via RecedenceMagazine
Upprunarlegur Eames frá flóamarkaði í París, skrifborð frá IKEA og lampi frá Muuto
+
Henni dreymir um Bang&Olufsen sjónvarp þar sem að henni þykji öll önnur sjónvörp vera ljót. 
-Þangað til segist hún sætta sig við að horfa á þætti í tölvunni sinni.
Hún keypti sér nýlega risa 200kg marmaraplötu á borðstofuborðið sitt sem leigja þurfti krana og fjarlægja glugga til að koma inn í stofuna haha. 
Hægt er að skoða fleiri myndir og lesa viðtalið í heild sinni (á sænsku) HÉR

HEIMA HJÁ ÞORBJÖRGU HAFSTEINS

Heimili
 
 
Polder sofa e. Hellu Jongerius og PH lampinn frá Louis Poulsen
Þessi sófi er á langtímamarkmiðinu mínu yfir hluti sem ég “þarf” að eignast:)
Ágætis safn af sjöum á þessu fína heimili
Holla píja:)
Myndir via Boligmagasiner; Birgitta Wolfgang dreyer
Þorbjörg Hafsteins / heilsugúrúinn sem gaf út 10 árum yngri á 10 vikum eins og við íslendingarnir þekkjum hana flest fyrir á þetta fallega heimili sem nýlega birtist í danska Bolig Magasinet. 
Fallega opin og björt íbúð, virðist í raun bara vera eitt alrými + baðherbergi + svefnherbergi. 
Ofsa fallegt 
Fleiri myndir HÉR