VIÐUR

Fyrir heimilið

 Nokkrar hlýlegar og heimilislegar myndir á þessum fína degi.
***
P.s. Mig langar að benda ykkur á að á eftir frá kl.19:00-21:00 opnar Markaður Normu og félaga í annað sinn í Fífuhvammi 5 í Kópavogi.
Ég gerði mjög góð kaup um helgina hjá þeim eins og sjá má HÉR, og ég mæli því svo sannarlega með að gera sér ferð:)

ÓSKALISTINN?

Óskalistinn

Á hverju ári fæ ég alltaf sömu spurninguna og það er alltaf jafn fátt um svör. “Hvað langar þig í afmælisgjöf?”
Ég sem hef atvinnu af því að skoða í búðir og fylgjast með nýjum vörum, get ekki með nokkru móti svarað svona spurningu á auðveldann hátt. Ég er í fyrsta lagi vön því að fá mér bara það sem mig langar í, og það “köttast” mjög hratt af óskalistanum mínum hvað varðar heimilið. Svo er oft með hlutina sem tróna efst á listanum, að þeir eru bara svo asskoti dýrir + það að fást ekki á Íslandi. Eins og þessir dásemdar svörtu hnífar frá Stelton. (sem er reyndar hægt að panta)…en ég fer nú varla að biðja um slíkt.

:)

BLESSUÐ BLÍÐAN

Fyrir heimiliðRáð fyrir heimilið

Þar sem að sumarið hefur ákveðið að láta ekki sjá sig næstu vikuna er þó tilvalið að koma heimilinu í smá sumarskap. Hægt er að kalla fram sumarstemmingu á svo ótalmarga vegu…

Hafðu pottablóm á heimilinu og/eða afskorin blóm í vösum.

Skreyttu heimilið með litríkum púðum í sófanum.

Keyptu þér sumarleg handklæði fyrir baðherbergið.

Skræpóttar gólfmottur og litrík rúmteppi hressa við heimilið.

Málaðu einn vegg í lit.

Dragðu fram litríka og fallega flík úr skápnum og leyfðu henni að njóta sín upp á vegg eða fremst á fatahenginu.

Hugmyndirnar eru endalausar! 

MARKAÐURINN

Hitt og þetta

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara á markaði og fá að gramsa og finna gersemar. Þannig byrjaði dagurinn hjá mér í dag, en í Kóparvogi er einn sá allra flottasti markaður sem ég hef farið á. Stelpurnar í Normu, s.s. Ólöf Jakobína, Guðný Þórarins og Hrönn Bjargar, ásamt Kjartani í Aurum eru þar samankomin og selja gersemarnar sínar. Ég og mamma vorum mættar á mínútunni og gerðum ótrúlega góð kaup.

Hér að ofan er bara lítið brot af því sem ég keypti, s.s. LANGÞRÁÐ motta eftir Tinnu Gunnarsdóttur sem hætt er í framleiðslu, ásamt kertastjaka frá Design House Stockholm.

Fífuhvammur 5 í Kóparvogi er heimilisfangið, og ég mæli svo sannarlega með að fara ASAP.

Góða Helgi:)

KRISTINA KROGH

ÓskalistinnPlagöt

Ég hef áður skrifað um þessa hæfileikaríku stelpu, Kristinu Krogh, en hún er grafískur hönnuður búsett í Kaupmannahöfn. Hún býr til verk sín úr ýmsum efnis”áferðum” og ljósmyndum af t.d. við, marmara, stjörnuþoku, stein og svo mörgu öðru fallegu. Útkoman er spennandi grafískt verk sem hægt er að gleyma sér í að skoða.


 Mæli með að fylgjast með henni á facebook Hér.
Varðandi færsluna hér að neðan þá segji ég bara VÁ. Þvílíkur áhugi og þvílíkar skoðanir á þessum límmiðum:)
Við þurfum bara að vera sammála um að vera ósammála, nema ég fái eitthvern Iittala sérfræðing sem getur komið með hið rétta svar fyrir okkur öll.

IITTALA LÍMMIÐI, AF EÐA Á?

Hönnun

Ég fékk áhugaverða spurningu við færslunni Heima hér að neðan, varðandi það afhverju sumir taki ekki rauða Iittala límmiðana af hlutunum sínum?
“Ég sé að þú ert með límmiðan á iittala krúsinni, ég fékk iittala kertastjaka að gjöf og tók límmiðana strax af því mér fannst þeir bara fallegri þannig, en eftir á var mér sagt að ég ætti að hafa þá á. Afhverju hefur fólk límmiðana á? er algert nono að taka þá af? mér finnst ég nánast eingöngu taka eftir þessu með iittala.” 
Ég hafði í rauninni ekki velt þessu fyrir mér og skildi límmiðann eftir alveg ómeðvitað á þessari krús. Ég hef hinsvegar tekið þá af öllum drykkjarglösum sem ég á, en eftir standa nokkrir kertastjakar ásamt vasa með lítilli rauðri doppu á.

Þetta er að sjálfsögðu algjört smekksatriði, en það sem ég komst að á netinu er að fólk hefur  mjög skiptar skoðanir á þessu, hér eru nokkrir punktar:

-Það er erfiðara að ná iittala límmiðanum af en öðrum, og það er ástæða fyrir því. 

-Þetta er límmiði, það á að taka hann af, annars væri þetta grafið í glerið.

-Fólk sem þekkir góða hönnun veit að þetta er iittala þrátt fyrir engann límmiða. 

-Það er snobb að skilja límmiðann eftir, þú myndir aldrei skilja eftir miðann á merkjaflíkum.

-Barnabörnin þín munu þakka þér fyrir að hafa skilið límmiðann eftir, það er söfnunargildi í honum.

-Þú lækkar verðgildi hlutsins um leið og límmiðinn fer af.

-Það er hefð í Finnlandi að halda límmiðanum á, enda nokkurskonar þjóðarstolt, og því er þetta einnig mjög algengt í Skandinavíu að hafa límmiðann á.

-Það er til mikið af eftirlíkingum og límmiðinn aðskilur ekta frá óekta.

….

Hver er ykkar skoðun á þessu?

HEIMA

HugmyndirPersónulegt

Ég keypti mér þessi skemmtilegu tilraunarglös í Söstrene Grene um daginn, fyrst vissi ég ekkert hvað ég ætlaði að gera við þau, en ákvað svo að nota þau undir salt & pipar.

 Stundum þarf bara að gefa hlutum nýja notkun:)

MALMÖ

Heimili

Þetta fallega og rúmgóða heimili er staðsett á Gamla Staan í Malmö. Einstaklega bjart og opið en innanhússstílistinn Emma Persson Lagerberg sá um alla hönnun þess.

Það sem heillar mig helst við heimilið er hversu allt er rúmgott þarna, baðherbergið, bókahillurnar, eldhúsið.. allt saman. Þetta er sko engin hola!:)