SPEGLAÐ

Persónulegt

Á netvafri mínu í gær rakst ég á þetta dásamlega speglaborð til sölu á facebook-sölusíðunni Húsgögn Retro og á bara 5 þúsund krónur.

Mér þótti það nú ekki mikið og var því ekki lengi að skella mér á það. Það er komið með sinn stað á heimilinu, og vekur miklu lukku (hjá mér).

Á myndinni sést nýja dásamlega Eivör teppið frá Ikea og Stockholm púðinn. Lampinn heitir AJ og er eftir Arne Jacobsen, en hann er ég bara með í smá láni frá Epal.. en mikið er hann fallegur!

TIL SÖLU

Heimili


Þetta guðdómlega hönnunar-heimili er til sölu á fasteignavef mbl.is. Þarna væri nánast hægt að opna safn og þarna gæti ég svo sannarlega búið:)

Fleiri myndir hér.

JÓLAINNLIT

Heimili

Heimili dönsku listakonunnar Tenku Gammelgaard hefur birst oft og víða og ég hef þó nokkrum sinnum birt myndir hér frá fallega heimilinu hennar sem ég virðist ekki fá nóg af. Hér er það enn á ný, þó komið í jólabúning í þetta skiptið:)

HEIMSÓKN-SVANSÝ

Heimili

Þegar það er mikið að gera, þá þarf stundum að fórna því að horfa á uppáhaldsþættina sína. Þessvegna var ég bara fyrst núna að horfa á síðasta þátt Heimsóknar þar sem kíkt var heim til Svanhildar Þórsteinsdóttur.

Mynd: Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir/Nude

Mikið hafði ég gaman af þessum þætti, hress og skemmtileg kona og GULLFALLEGT heimili. Hlutirnir sem hún á.. jiminn ég fæ bara vatn í munninn:) Ég veit þó að heimilið birtist í nýjasta tölublaði Nude Home, en það má sjá hér, það er samt allt annað að sjá og hlusta á heimilisfólkið, það gefur heimilinu svo mikið líf.

Fyrir áhugasama þá má sjá þáttinn hér.

FORMFEGURÐ

Fyrir heimiliðIkea

Ég neita því ekki að ég sé frekar mikill Ikea aðdáandi, en ég átti leið þangað fyrir stuttu til að kaupa mér ýmislegt “nauðsynlegt” fyrir jólin og á sama tíma að láta mig dreyma um fallega mottu fyrir heimilið.
Nr.1 Stockholm rand/uppseld 
Nr.2 Stockholm Kelim/er að klárast 
Nr.3 Lappljung Ruta/nýtt og frekar næs
Nr.4 Stockholm Kelim
Nr.5 Margareta/uppseld en mjög freistandi
Nr.6 Stockholm Figur/er að klárast
Verst að það er ekki hægt að fá allar í heimlán til að máta í stofuna, en ég á frekar erfitt með að velja á milli þeirra, ég skráði mig þó á biðlista…bara svona til öryggis:)

HUGGULEGAR BORÐSTOFUR

HeimiliHugmyndir

Fallegar borðstofur veita mér innblástur þessa dagana, núna þegar jólin eru að koma með tilheyrandi matarboðum og hittingum er skemmtilegt að vera með fallega borðstofu til að bjóða gestum í. Þið ættuð eflaust að geta fengið innblástur frá þessum myndum.

LITUR ÁRSINS 2013

Fyrir heimilið

Þá er það loksins komið í ljós hvaða lit Pantone hefur útnefnt sem lit ársins 2013.

Emerald grænn 17-5641

Það mun ekki líða langur tími þar til við sjáum þennan lit birtast á ýmsum heimilum, hvort sem það sé litur á veggjum, skrautmunir, naglalökk, fatnaður og fleira.

Hvað segið þið um það?

HEIMA : NÝTT

HeimiliPersónulegt

Ég eignaðist þetta fallega 2013 rif-dagatal í dag og var ekki lengi að finna stað fyrir það í stofunni áðan:) Það er eftir Snæfríð Þorsteins og Hildigunni Gunnars og það fæst í SPARK design space á Klapparstíg / Hafnarborg.


 Ég átti líka 2012 útgáfu þess, en þær hanna það árlega.. í fyrra var það svart en í ár fölbleikt og fagurt.
Það er reyndar ýmislegt á þessum myndum sem ég hef ætlað að sýna ykkur í smá tíma…
-Byrjum á lundanum sem er fyrsti fuglinn sem ég stoppaði upp og ég er mjög stolt af, eins túristalegur hann er þá mun hann alltaf eiga sinn stað á heimilinu mínu:) Vaninn er þó hjá uppstoppurum að mála gogginn og lappirnar því að með tímanum fölnar liturinn, en ég er bara eftir að gera það við minn.
En númer 2 er skenkurinn sem hann Andrés minn smíðaði handa mér og er hinn fullkomni skenkur að mínu mati.
Á myndinni glittir reyndar líka í dásamlega svart hvíta teppið mitt sem ég fékk í Ikea um daginn og heitir það Eivör!
:)