PETIT.IS Í DAG KL.17:00

BúðirUmfjöllun

Í dag kl.17:00 verður kynning á KEX hostel á nýju vefversluninni Petit.is sem opnar á morgun. Á vefversluninni verður hægt að versla ýmis skandinavísk merki, þá sérstaklega vönduð og falleg barnaföt en einnig fallega hluti fyrir heimilið eða í barnaherbergið. Eigandinn Linnea Ahle er nefnilega sænsk en er búsett á Íslandi ásamt kærasta sínum og dóttur þeirra Þóru. Eftir að hún átti dóttur sína þá sá hún að úrvalið í verslunum hér heima var ekki það sem hún var að leita að og ákvað því að opna bara sína eigin verslun! Ég kynntist Linneu nýlega og finnst alveg aðdáunarvert að hún hafi einfaldlega skellt sér í rekstur sjálf til að ná hingað heim vörunum sem henni líkar svo vel við.. og hún er svo sannarlega smekkkona:) 942201_10153566831120226_78716205_n

Hér má sjá brot af vörunum sem verða til sölu á Petit.is, falleg rúmföt, púðar, plaköt og aðrir skrautmunir.

1422340_10153566825225226_1613454389_n 1450211_10153566868770226_2017745698_n

Fallegt plakat frá Mini Empire.

537085_10153566869240226_123182249_n1471232_10153566819995226_1086785808_nFoF_Barnkl_n_der2012_026.2

Svo eru barnafötin líka alveg æðisleg!

FoF_Barnkl_n_der2012_102.2

inbjudan_header

 

Ég hvet áhugasama til að kíkja við á KEX hostel á eftir og kynna ykkur vöruúrvalið, í dag verður einnig hægt að kaupa vörur á staðnum með góðum opnunarafslætti!

FALLEGT ÁSTRALSKT HEIMILI

Heimili

Ein af mínum uppáhaldsvefsíðum er The Design Files! Alltaf finnst mér jafn upplífgandi að skoða þessi fallegu áströlsku heimili þegar ég hef gleymt mér í of langan tíma að skoða stílhreina skandinavíska stílinn. Notkun á litum er allt önnur en við eigum að venjast, bjartir og oft skærir litir eru áberandi, sem er nokkuð ólíkt stíl okkar margra. Við ættum í rauninni að horfa meira til ástralska stílsins en skandinavíska stílsins, sérstaklega þegar að skammdegið hellist yfir.

TDFOH_2013_brooke-holm_LR-38TDFOH_2013_brooke-holm_LR-42
TDFOH_2013_brooke-holm_LR-32 TDFOH_2013_brooke-holm_LR-35
TDFOH_2013_brooke-holm_LR-40-1 TDFOH_2013_brooke-holm_LR-46TDFOH_2013_brooke-holm_LR-12TDFOH_2013_brooke-holm_LR-48

Myndir: Brooke Holm/The Design Files

Ég er ekki frá því að ég yrði bara nokkuð hamingjusöm að búa þarna!

Þetta er þó ekki “alvöru” heimili, heldur er þetta hið eina sanna The Design Files Open House, s.s. pop up heimili sem þau hafa útbúið á þann hátt að það sýnir hið týpíska ástralska heimili, fyllt af áströlskum vörum sem eru líka allar til sölu, allt frá rúmfötum, húsgögnum og listaverkunum á veggjum heimilisins.

Ótrúlega skemmtileg hugmynd sem er reyndar verið að útfæra þriðja árið í röð, mikið væri skemmtilegt að útbúa svona íslenskt heimili þar sem allt væri íslenskt!

:)

HEIMASKRIFSTOFUR

Fyrir heimiliðPersónulegt

3

4

5

6

2

Ég hef alltaf séð það í þvílíkum hyllingum að vinna heima, mér finnst það hreinlega vera best í heimi. Sérstaklega þar sem að ég er algjör b-manneskja og er ekki mjög skapandi svona fyrripart dags:) Hinsvegar elska ég að sitja frameftir heima og dunda mér í hinum ýmsu verkefnum. Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að ég fái tækifæri innan skamms til að vinna að einhverju leyti heima fyrir. Það er líka besta tilfinning í heimi að vera með fiðrildi í maganum yfir væntanlegum breytingum. Breytingar eru af hinu góða:)

Ég leyfi ykkur að fylgjast með um leið og allt er komið á hreint!

xxx

Í DAG

Hitt og þetta

Screen Shot 2013-11-18 at 10.29.41 PM

 

Ég ætlaði að setja inn færslu með fallegu innliti í kvöld, en ég er bara svo eftir mig eftir að hafa horft á myndina um hana Heiðu Dís á Rúv áðan að það fær að bíða betri tíma. Hún var svo mögnuð stelpa og þvílík fyrirmynd að ég hvet ykkur sem misstuð af myndinni að horfa á hana fyrir svefninn, hér má finna myndina.

Skylduáhorf ♥

SVART Á HVÍTU ♥ ARNE JACOBSEN

Hönnun

Kæru lesendur, það er loksins komið að aðalvinningnum í 4 ára afmælisleik bloggsins. Núna langar mig að gefa hönnun eftir einn besta hönnuð sem uppi hefur verið og einn af mínum uppáhalds, -sjálfan Arne Jacobsen.

Arne Jacobsen (1902-1971) er þekktur sem áhrifaríkasti móderníski arkitekt og hönnuður sem uppi hefur verið. Hann er þekktur fyrir nálgun sína sem heildar-hönnuður, en þá sá hann ekki aðeins um hönnun bygginga, en einnig húsgögnin ásamt öllum innréttingum og útbúnaði. Meistaraverk hans sem arkitekt eru meðal annars SAS hótelið í Kaupmannahöfn ásamt St Catherine skólanum í London, en það er þó hönnun hans á stólum sem hefur haldið nafni hans á lofti öll þessi ár.

Það kannast flestir við Maurinn sem þekktur er fyrir mínimalíska hönnun sína og formfegurð. Arne Jacobsen hannaði Maurinn upphaflega árið 1952 fyrir kaffiteríu danska lyfjaframleiðandans Novo Nordisk. Hann vildi hanna stól sem væri þægilegur, léttur og staflanlegur allt í senn og er stóllinn aðeins gerður úr tveimur pörtum; setan og bakið er úr formbeygðum krossvið og fæturnir eru úr krómhúðuðu stáli. Í takt við mínimalíska hönnunina vildi hann að stóllinn hefði aðeins þrjár fætur og voru þær hafðar eins mjóar og mögulegt var. Maurinn fór fljótlega í fjöldaframleiðslu hjá Fritz Hansen vegna gífulegra vinsælda. Sagan segir að Arne Jacobsen hafi verið á móti því að láta framleiða stólinn með fjórum fótum, en eftir að hann féll frá þá hóf Fritz Hansen framleiðslu á Maurnum með fjórum fótum sem er í dag vinsælasta útgáfan af stólnum. Stólinn hannaði hann einnig upphaflega í fjórum tegundum af krossvið ásamt svörtum lökkuðum, en eftir að hann féll frá hefur stóllinn verið framleiddur í öllum regnbogans litum.

316-KAISERCOLGANTE-1

Arne Jacobsen er talinn hafa verið mikill fullkomnisti og afar háar væntingar hans til framleiðslufyrirtækja á húsgögnum sínum leiddi hann á fund með Fritz Hansen árið 1934. Sá fundur markaði upphaf af löngu og afar farsælu samstarfi, en enn þann dag í dag sér Fritz Hansen um að framleiða hönnun Arne Jacobsen.

Fritz-Hansen-Chairs1

bb84cda3f830e718321af6e2b21f38a5 cdd3290018942aca3da1ee4cf9f97bef

Vegna vinsælda Maursins, hóf Arne Jacobsen að vinna að fleiri stólum sem einnig voru gerðir úr aðeins tveimur pörtum, stóllinn sem hefur vakið hvað mesta athygli er Sjöan (Series 7), en  þá má einnig nefna Grand Prix, Lily, Tongue og kollinn Dot.

fritz-hansen-serie-8-stapelstuhl-lilie-49_zoom

Sum af hans allra þekktustu húsgögnum í dag er Eggið og Svanurinn sem hannaðir voru fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn árið 1957, og svo eru það stólarnir Sjöan og Maurinn. Þessi húsgögn eru í dag álitin sem táknmynd skandinavískar hönnunar.

Arne-Jacobsen-4-Leg-Ant-Chair-www.swiveluk.com-323

maur

Maurinn valdi ég sem aðalvinninginn, ekki aðeins vegna þess hve fallegur hann er, en einnig vegna þess að mér þykir hann geta staðið mjög vel einn og sér.

Það er verslunin Epal sem gefur lokavinninginn, en það er ein af mínum allra uppáhaldsverslunum:) Fyrir þá sem ekki vita þá er Epal einnig eina verslunin á Íslandi sem selur hönnun frá Fritz Hansen.

Það sem þarf að gera til að eiga möguleika á því að vinna þennan fallega stól er að:

1. Setja like á facebooksíðu  Svart á Hvítu  og Epal

2. Like-a þessa færslu.

3. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafninu þínu.

Svo megið þið líka endilega segja mér hvar þið sjáið fyrir ykkur að stilla stólnum upp á heimilinu ykkar.

Endilega deilið gleðinni!

Ég mun svo tilkynna vinningshafa þann 1.desember.

MJÚKUR MARMARAPÚÐI

Fyrir heimiliðHönnun

Ó mig auma hvað þessi marmarakúla er falleg sem ég var að leita af um daginn. En þetta er svo sannarlega ekki ekta marmari, heldur marmaraprentað “pouf” eða fótskemill eftir ítalska fatahönnuðinn Maurizio Galante sem hann hannaði fyrir ítalska húsgagnaframleiðandann Cerruti Baleri.

Cerruti-Baleri-Tato-Tatto-Carrara-Marble-3

Cerruti-Baleri-Tato-Tatto-Carrara-Marble-4

Það eru nefnilega svo miklir snillingar sem að lesa þetta blogg, það liðu ekki nema nokkrar mínútur þangað til að einn lesandi var búin að finna hvar hægt væri að kaupa þessa fallegu marmarakúlu sem ég skrifaði um hér. 

Kostar þó 105 þúsund krónur, svo þetta fær að bíða betri tíma. Fæst hér. 

Falleg er hún þó, finnst ykkur ekki?

NÝTT UPPHAF

Fyrir heimiliðPersónulegt

Screen Shot 2013-11-14 at 5.45.17 PM

01e18caa9fea8bc298ebf3f5d9d2d338

029ebd665981c07dfd349f7a9b275c2f 34d03496985a656c3bcd0a452da751b166ba068ca749642fbb0dd84300f7bb6e354a2a8326964e6e9ce31c8b720f593235fa87a0c044f7811544e5c93c6d758fa94ad68f5358d380da0f5ae834f52481d5370faa180802378c3657ef5bb7d32d

Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan hjá mér, en ég tók þá stóru ákvörðun í gær að segja upp vinnunni minni með ekkert annað í höndunum. Stundum eru einmitt óþægilegu ákvarðanirnar þær bestu. Ég býð allavega spennt eftir framhaldinu og er með augun opin fyrir næsta tækifæri.

Ég leyfi ykkur að fylgjast með:)

908751_10152821963315425_1856402996_n

P.s. Svo er ég að íhuga að breyta síðunni minni örlítið, ég fékk kunningja minn úr skólanum hann Einar Guðmundsson sem er grafískur hönnuður til að setja upp nýjan banner fyrir síðuna, mér líst mjög vel á þessa tillögu:) Núna þarf ég bara að koma mér í það að skipta út ! Það er ekki gott að vera of vanaföst!

-Svana

 

MARMARADRAUMUR

Fyrir heimiliðÓskalistinn

b6b5942af9b057b5311e0ffada06677c

 Þessi marmarakúla á hug minn allann, en ég finn ómögulega uppruna hennar, né myndarinnar! En það er allt í góðu, hún væri hvort sem er svo dýr að ég hefði ekki efni á henni!

6cfe889dd6fb25171438f9f6d704f1ab

Eitt gott kvót sem ég held mikið upp á, og er svo sannarlega satt!

Eigið gott kvöld:)

HOME & DELICIOUS : Í JÓLAPAKKANN

BækurHeimili

Von er á nýrri bók frá hjónunum Höllu Báru og Gunnari Sverrissyni hjá Home & Delicious. Það gladdi mig mikið þegar Halla Bára sagði mér nýlega frá því að þau væru að vinna að nýrri bók sem kemur út fyrir jólin, þetta er nefnilega ekki þeirra fyrsta bók, en hinar nutu mikilla vinsælda á sínum tíma og hafa þau fengið margar fyrirspurnir um það hvenær eitthvað nýtt kæmi frá þeim. Þessar tvær myndir fékk ég að láni frá vefsíðu Home & Delicious sem sýna brot úr væntanlegri bók. Heimilin eru í gjörólíkum stíl, en bæði mjög falleg.

_A9T1818 bok_kynning1

Ljósmyndir : Gunnar Sverrisson.

Ég get ekki beðið eftir að fletta í gegnum þessa…