DIY : PÍPULAGNIR

DIY

Pípulagnir heilla mig, sérstaklega þegar búið er að föndra heilu húsgögnin úr þeim, lampa eða fatahengi fyrir heimilið. Það er þessi hrái iðnaðarstíll sem er svo flottur við pípulagnirnar og í raun ættu flestir að geta búið til eitthvað þar sem auðvelt er að tengja saman bútana.

Ég stakk upp á því um daginn við húsgagnasmiðinn minn hvort við ættum að búa okkur til matarborð þar sem grindin væri úr pípulögnum. Ótrúlegt en satt þá tók hann bara ágætlega í hugmyndina, en við eigum fyrir fallegt 60’s danskt tekkborð, sem er hægt að stækka í þokkabót svo þetta er ekki auðveld ákvörðun.

Pípulagnir eða hitalagnir á veggjum eins og þessar hér að ofan eru líka gullfallegar, og praktískar líka!
Myndina hér að ofan tók ég á nýja veitingarstaðnum Nýja Bryggjan á Akureyri í vikunni, en þar voru mörg borðin smíðuð úr pípulögnum.
Svolítið töff, er það ekki?

STRANDGATAN

Búðir

Ég sem er fædd og uppalin í Hafnarfirði er ein af þessum óþolandi hafnfirðingum sem nota hvert tækifæri til að dásama bæinn minn og tala um hvað það er gott að búa hér. Ég er því ótrúlega spennt fyrir því að í dag mun Júniform opna verslun sína á Strandgötunni sem er litla verslunargatan okkar.

Aðeins nokkrum húsum frá er svo fallega verslunin Andrea, svo ég mæli því svo sannarlega með ferð í Hafnarfjörðinn fagra:)

KAFFIBORÐABÆKUR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Ég kann virkilega að meta það hvað bækur eru orðnar mikill partur af heimilum fólks, þá ekki bara uppi í hillum eða lokaðar inni í skápum. Bækurnar eru orðnar partur af skreytingum heimilisins og þjóna jafnvel þeim tilgangi að nýtast í stöflum sem náttborð, hliðarborð og slíkt. Fallegar bækur geta verið eins og listaverk sem þó er hægt að njóta á fleiri vegu en bara til að horfa á… ég hef það fyrir venju að vera með fullt af skemmtilegum hönnunar eða heimilisbókum ásamt tímaritum hér á stofuborðinu, hliðarborðinu og uppi í hillu svo mér þarf aldrei að leiðast, né gestunum mínum:)

Hér að neðan sést hversu mikið nokkrar bækur geta gert fyrir heildarsvip stofunnar, þetta er líka töluvert þægilegra en að negla upp listaverk sem verður svo á þeim stað jafnvel næstu árin, með þessu móti er hægt að endurraða og breyta og bæta alla daga:)

xxx

MÍN BOSTON

BúðirPersónulegtUmfjöllun

Ég ákvað taka saman nokkrar uppáhaldsverslanirnar mínar og veitingarstaði í Boston, fyrir ykkur að njóta ef þið eigið leið þangað einn daginn. Ég fór þangað með systur minni en hún hafði gefið mér í jólagjöf flug+gistingu til Ameríku. Ég hafði gefið henni annað og stærra í gjöf áður og þetta var hennar leið til að þakka fyrir sig. Við ákváðum saman að Boston yrði fyrir valinu, ég hafði aldrei farið áður og þar þykir líka ódýrt að versla barnaföt+dót en hún er einmitt ólétt. Við þræddum því allar barnaverslanir sem finna mátti í borginni, og svo dró ég hana með mér inní nokkrar verslanir sem ég var spennt fyrir.

Hér eru mínar uppáhalds:

Mín allra uppáhaldsverslun er Anthropologie sem ég heimsótti einnig í New York síðasta vetur. Hér byrgði ég mig upp af t.d. Voluspa kertum sem kosta klink þarna, ásamt fallegum bókum og skálum fyrir heimilið. Stíllinn þarna inni er svo einstaklega fallegur að hægt er að gleyma sér í heilann dag að fikta í hlutunum, prófa krem, spreyja á sig framandi ilmvötnum og glugga í bækur. Ef þú hefur ekki nú þegar heimsótt þessa verslun þá ættir þú að punkta hana niður fyrir næstu Ameríku-ferð. 203 Newbury street.

Marimekko má finna á skemmtilegu verslunargötunni Newbury street í hjarta Boston. Hér á Íslandi er hægt að versla og panta flestar Marimekko vörur en það er sjaldan að maður fái tækifæri til að virða fyrir sér í einni og sömu verslun svona mikið úrval frá þessu finnska og flotta merki. Alltof margir tengja Marimekko bara við blómamynstrið fræga, en þeir framleiða m.a. gullfalleg rúmföt, textíl, gler og keramik. 140 Newbury street.

Það er gaman að kíkja við í Jonathan Adler þrátt fyrir að ætla ekkert að kaupa, lítil og krúttleg verslun sem selur púða, húsgögn og aðra skrautmuni f. heimilið (ekki ódýr). Nokkuð amerískur stíll en hægt að finna frábæra hluti inn á milli. 129 Newbury street.

Hvernig er hægt að fara til Ameríku án þess að gera sér leið í Barnes & Noble. Frábær bókaverslun með gífurlegt úrval af öllum þeim bókum sem að þig vantar án þess að þú vitir það. Ég sem var að leita af fallegum bókum um heimili og hönnun datt í lukkupottinn og kom heim með 5 bækur sem ég keypti á mjög góðu verði og sem ég glugga í núna á hverjum degi. Prudential centre

Papersource löbbuðum við óvart framhjá í leið okkar í partýbúð, þarna keypti ég mjög fallega skipulagslímmiða, en verslunin er með úrval af allskyns skemmtilegum vörum úr pappír.. bækur, kort, plaköt og annar óþarfi. 338 Boylston Street.

Partýbúðin… þarna færðu allt til að skreyta fyrir partýð þitt.. m.a. þessa fínu pappírsdúska. (Við hliðina á Papersource)

Urban Outfitters heillar mig alltaf jafn mikið, flott föt, skart, bækur og hlutir til að poppa upp á heimilið. (Hauskúpubaukurinn minn er t.d. þaðan). 361 Newbury street.

Crate & Barrel er falleg verslun, frekar amerísk svo ef þið fílið þannig þá er þetta ykkar verslun, þar er einnig Marimekko deild. 777 Boylston street.

Marshalls er ein af þessum ódýru verslunum sem virðist selja allt, þarna rakst ég t.d. á fullt af fínum skiltum. 500 Boylston street.

Við gerðum okkur einnig ferð í Target sem var nauðsynlegt, ég viðurkenni að ég missti mig smá þarna inni og keypti meira en eðlilegt þykir af allskyns snyrtivörum, íþróttafötum og ýmsum óþarfa hlutum. Það er varla annað hægt þegar að hlutirnir kosta svo lítið að byrgja sig upp fyrir komandi ár:) Á þessu svæði er einnig risa barnaverslunin Babies’R’us og risavaxna föndurverslunin Micheals. Gateway centre, takið lest til Wellington.

Svo að sjálfsögðu er þetta týpíska ameríska, Bath & Body works fyrir dásamlega ilmandi sápur fyrir baðherbergið, Cheesecake Factory fyrir Avacado eggrolls og ostaköku, Amerísk apótek eru líka æðisleg að heimsækja fyrir “óþarfa” hluti. Allar helstu tískuverslanir eru svo að sjálfsögðu staðsettar í borginni, en ég tek þær ekkert fyrir:)

Veitingarstaðir sem stóðu uppúr.

PF Chang er einn besti kínverski staður sem ég hef borðað á. Prudential centre.

Kashmir er ótrúlega góður indverskur veitingarstaður í Back Bay hverfinu. 279 Newbury street.

Þetta er s.s. mín Boston, endilega kommentið ef ykkur finnst ég hafa gleymt einhverju

FYRIR & EFTIR

DIYPersónulegt

Að pússa þessa kertastjaka átti að vera verkefni helgarinnar, en svo datt ég í gírinn með Brasso í annarri og tusku í hinni. Núna sit ég hér í makindum mínum með kolsvartar og helaumar hendur og dáist af þessum stjökum sem fengu verðskuldaða andlitslyftingu.

Þessa kertastjaka hannaði og smíðaði afi minn heitinn Kristján Hans Jónsson (1927-2007). Hann starfaði sem rennismiður á vélarverkstæði Keflarvíkurflugvölls í 43 ár og hann var því afar handlaginn. Þessa kertastjaka ásamt svo ótal mörgum öðrum renndi hann í frítíma sínum og gaf gjarnan í gjafir. Mér þótti afskaplega vænt um hann og eftir að afi lést þá langaði mig að eignast einhvern hlut eftir hann, amma lagði þá það á sig að hafa uppi á börnum gamals kunningja afa sem hann hafði eitt sinn gefið kertastjaka. Sá maður var látinn og því höfðu þessir stjakar endað í kassa inni í geymslu barnanna hans og sem betur fer komust þeir að lokum í mínar hendur:)

Það er enginn hlutur á mínu heimili sem kemst með tærnar þar sem þessir hafa hælana, að eiga hluti með sögu er mér mikilvægt og gerir heimilið að heimili.

Eigið góða helgi!

DIY

DIY

Kannski ekki mikilvægast í heimi, en engu að síður skemmtileg hugmynd. -Að lita hefti gulllituð áður en þau eru sett í heftarann. Getur verið flott detail fyrir þá sem eru aaaalltaf að hefta;)

DRAUMUR

Hönnun

Ég er alveg sjúk í Componibili hirslurnar frá Kartell sem hannaðar voru árið 1969 af Anna Castelli Ferrieri.

 Meira hér. 

HEIMILI THERESE SENNERHOLT

Heimili


Heimili hinnar hæfileikaríku Therese Sennerholt birtist í nýjasta Residence Magzine og var það myndað aKristofer Johnson. Therese er þekktust fyrir ýmis plaköt með flottum kvótum á sem seljast eins og heitar lummur, en það má þó sjá furðulega lítið af þeim á hennar eigin heimili. Stílstinn var svo engin önnur en hin sænska Lotta Agaton, en hægt er að sjá myndir af heimili hennar sem ég birti hér til að bera saman. Heimili Therese og Lottu eru í rauninni ekki svo ólík, mikið af jarðlitum og nokkuð hrár stíllinn, einnig eru þær með álíka margar plöntur á heimilinu -áhugavert! Ég er einstaklega hrifin af þessu heimili, draumavasinn minn frá Jamie Hayon er á stofuborðinu, marmari í eldhúsinu, hvíttuð gólf og fallegar ljósmyndir á veggjum.

Þvílík fegurð.

H&H

Persónulegt

Eruð þið búin að sjá nýja blaðið? Ég er ekki búin að sjá það en ég get ekki beðið eftir að mæta í vinnuna á morgun og ná í eintakið mitt. Ég fæ það venjulega í hendurnar degi fyrir útgáfu svo mig kitlar alveg niður í tær að fletta þessu. Ég er mjög skotin í forsíðunni, ásamt innihaldinu sem er mjög djúsí þó ég segji sjálf frá;)

HOME SWEET HOME

HeimiliPersónulegt

Mikið er gott að vera komin heim! Heima er alltaf best þrátt fyrir að Boston hafi verið yndisleg. Ég ætla að taka saman smá lista yfir þær verslanir sem mér þótti vera skemmtilegastar úti og birti hann eflaust á morgun, vonandi einhverjum til gagns. Ég drösslaði ágætis magni af dóti með mér heim og því endaði kvöldið í tiltekt til að koma fyrir nýju hlutunum…allt af sjálfsögðu alveg bráðnauðsynlegt;)

I never read. I just look at pictures plakatið fékk sinn stað í kvöld og bleika dagatalið fékk því að fjúka. ( er samt eftir að negla rammann upp). Á myndinni sést einnig hvernig svefnherbergið okkar er aðskilið frá stofunni á þennan frábæra hátt -með kögurhengi… hver þarf svosem hurð haha.

xxx