Litur ársins 2012

Heimili
Hvert ár velur Pantone litakerfið lit ársins og næsta ár mun liturinn vera: 
 
 
Appelsínugulur! 
Eða réttara sagt Pantone 17-1463.

En mig langaði að þakka ykkur fyrir viðbrögðin við blogginu hér að neðan. 
Þvílík viðbrögð, en þó ekki allir par sáttir að ég skyldi nota þeirra hönnun sem dæmi. 
Þetta var ekkert illa meint, bara til að vekja upp þarfa umræðu:)

Oversized leðurjakki

Uncategorized
Er ykkur ekki sama þó ég komi með nýtt blogg?
Greinin hennar Svönu hefur vakið fáránlega athygli og ég held að heimsóknafjöldinn okkar hafi milljón faldast! 
Ef þú ert ekki búin að lesa hana mæli ég með því að þú fléttir aðeins neðar:)
Að öðru…
Nú sé ég ekki annað en oversized leðurjakka
Ég á eftir að finna minn eina sanna, öll tips vel þegin, ég gefst ekki upp :)
xx
Rakel

Hönnunarkópýur?

HönnunUmfjöllun
Ég er þessa stundina að vinna að lokaritgerðinni minni sem fjallar að miklu leyti um upphaf hugmynda og viðhorfsmun íslendinga þegar kemur að hönnunarstælingum. 
Þetta er ótrúlega loðið mál og erfitt að komast að einni niðurstöðu og flakka ég sjálf fram og til baka, ég byggi ritgerðina að miklu leyti upp á viðtölum við áhrifafólk í hönnun á Íslandi ásamt ýmsum greinum og bókum. Þessum degi eyddi ég með Gunnari Magnússon húsgagnahönnuði og Eyjólfi Pálsson í Epal sem hafa t.d gjörólíkar skoðanir á þessu máli. 
Er íslensk hönnun einungis samblanda af öðru sem áður hefur sést, og er það þá ástæða þess að erfitt er að skilgreina hvað íslensk hönnun er? En við jú vitum flest hvað dönsk, ítölsk og hollensk hönnun er!
Það ríkir mjög sterk sjálfsbjargarviðleytni í okkur íslendingum og vilja margir gera allt sjálfir. Og þegar skoðað er í verslunum eitthvað sniðugt heyrist oft í fólki “tjahh ég get nú alveg gert þetta sjálf” og þau hika ekki við að fara heim og búa hönnunina til sjálf og sýna jafnvel stolt á netinu.
Hér má sjá til vinstri hálsmen eftir Hlín Reykdal sem hefur verið selt í nokkurn tíma í Kiosk. 
Og til vinstri má sjá hálsmen sem ég fann á facebook eftir konu út í bæ.
Hér er í báðum tilvikum búið að lita trékúlur og blanda saman á skemmtilegann hátt og þræða upp á borða. Er þarna verið að stæla hönnun Hlínar án þess að geta í heimildir, eða er þetta fullkomnlega eðlilegt þar sem þetta er jú bara hálsmen búið til úr trékúlum sem fást í Litir og Föndur?

Hér má sjá Drottinn blessi heimilið mynd sem finnst á mörgum heimilum útsaumað eða málað. 
Ólöf Jakobína gerir það að sínu og hannar vegglímmiða, sama skrift og sama setning. 
Nýlega hófu mömmur.is sölu á álíka vegglímmiðum og þeim til varnar segja þær að það geti enginn eignað sér þessa hönnun? Þetta er jú bara “Drottinn blessi heimilið” sem til er á mörgum heimilum nú þegar.
Hér má sjá að ofan sófa sem Guðrún Lilja hannaði árið 2006 fyrir Kjarvalstaði og sófann fyrir neðan hannaði Hella Jongerius árið 2005. Sófarnir hafa í nokkurn tíma vakið smá undrun hjá þeim sem vel þekkja til í hönnun á meðan aðrir dásama þennann fallega sófa sem finna má á listasafninu.
Guðrún Lilja hannar hann augljóslega undir nokkrum áhrifum frá Hellu enda var hún nemandi hjá henni fyrir nokkrum árum síðan. Hún segist þó alfarið hafa hannað sófann út frá Kjarval sjálfum og arkitekt safnsins en einnig horft til Hellu sem er jú frábær hönnuður.
En hvar liggja þá mörkin? Er í lagi að hanna eitthvað sem áður hefur verið gert ef það er komið í nýjann búning?

Hér má sjá til hægri Hoch die Tassen hábollana eftir Hrafnkel Birgisson sem hefur verið hannaður í nýjum búning um heim allann. Að skeyta saman bolla og glasi er kannski ekki hans hönnun en er þó hans hugmynd. Má þá stæla hans hugmynd því hver sem er getur nálgast gamalt postulín og glös og leikið sér með lím?
Það virðist líka fara nokkuð eftir hentugleika hvenær má stæla og hvenær ekki!
Hér má sjá Krumma eftir Ingibjörgu Hönnu (hannað f.nokkrum árum síðan)
Og ég blandaðist í gær inní umræður á facebook síðu Lakkalakk systra sem var einmitt um hönnunarstælingu og þá á Krumma hálsmenum. 
Að ofan má sjá RIM design sem kemur með sýna útfærslu af krummanum í hálsmen og vegglímmiða. Hannað 2008. 
Hér að ofan má sjá Fóu Feikirófu með sitt krummahálsmen gert árið 2010.
Það sem ég sé er að í öllum tilvikum má nálgast svipaða krumma á netinu eða úr bókum, því fuglinn lítur jú nokkurnveginn svona út og það er enginn að segja mér að hann hafi hannað Krumma sjálfann. Og því er erfitt að eigna sér hönnunina sem sjá má hér að ofan? Eða hvað?
+
Fyrir þá sem þekkja hönnun vel hafa kannski tekið eftir Egginu eftir Arne Jacobsen sem finna má í 66 gráður norður á Bankastræti, en ekki allir vita að Arne Jacobsen hannaði Eggið aldrei í barnastærð! Sem þýðir bara það eitt: að okkar fremsta hönnunarmerki er með “stolna” hönnun til sýnis í búðinni sinni. Og ég efast ekki um að þau myndu ekki vera sátt ef dönsk búð væri með kópýur af flíspeysunum þeirra til sýnis í sinni verslun. Eða hvað?

Annað svona dæmi sem fáir vita af er að í Listasafni Reykjavíkur má finna ógrynni af Sjöum sem hannaðar eru af Arne Jacobsen. En þeir sem auga hafa fyrir sjá vel að inn á milli stólanna má sjá eftirhermur af stólunum… ekki marga, en þeir eru þó þarna í bland:) Listasöfn berjast fyrir því að ekki séu fölsuð málverk í umferð, en eiga aðrar reglur við þegar kemur að hönnun?

+
En eins og áður sagt, þá er þetta viðfangsefni svo ótrúlega loðið og virðist vera að hægt sé að teygja það og tosa í allar áttir svo henti að hverju sinni. En eitt er víst að ég mun eflaust ekki vera komin með niðurstöðu fyrr en daginn fyrir lokaskil. 
En þó reyni ég sjálf sem vöruhönnuður að hafa eitt í huga sem kennarinn minn bendir iðulega á, 
Að hanna ekki eitthvað sem er svo einfalt að hvaða föndurkona út í bæ geti gert nákvæmnlega eins! 
Og það er hið fínasta mottó!
En eitt veit ég þó, að á Íslandi er mikill skortur á virðingu fyrir verkum hönnuða og á fólk auðveldara að brjóta á hugverkaréttindum en öðrum réttindum því þau halda að hönnuðurinn finni minna fyrir brotinu en ef þau myndu stela snyrtivörum í Hagkaup.
Ef þú hefur skoðun á þessu máli, endilega tjáðu þig!:) 
x Svana

Mjúkt í jólapakkann?

Íslensk hönnun
Það líður ekki sá dagur sem að ég leggst ekki undir verndarvænginn minn.
 
Vík Prjónsdóttir teppin er yndislega skemmtileg hönnun sem ætti að finnast á öllum íslenskum heimilum:)

HAY.

Heimili
Ég vildi vera góð við systir mína í dag og gaf henni mega falleg viskustykki frá HAY, en það virðist vera að allt sem þau senda frá sér er alveg fáránlega flott og það er ekkert grín en mig langar í allt frá HAY!

(OK jú ég fékk mér líka)
Það að eiga ekki uppþvottavél afsakar kaup á svona fallegum viskustykkjum. 
Þessi fínheit fann ég í Epal.

Fóa Feikirófa

Uncategorized
Við eigum svo flinka vinkonu sem er að gera þessi flottu hálsmen fyrir jólin!

Hún Áslaug á heiðurinn af þessum hálsmenum en hún hannar vörur undir merkinu Fóa Feikirófa
Krumminn hefur verið til sölu hjá henni frá byrjun 2010 en uglan og hornin eru ný. 
Núna er í gangi leikur á facebook síðu Fóu Feikirófu þar sem hún er að gefa hálsmen :)
*Tilvalið í jólapakkann í ár*
! UPDATE !
Í dag voru úrslitin í hönnunarkeppni Lakkalakks tilkynnt og var hún Áslaug okkar sigurvegari í þeirri keppni!! 
oohh við erum svo stoltar :)

Sunnudags DIY

DIY
Fínt föndur fyrir þær sem eru búnar í prófum! 
Það væri líka ekki verra að geta smellt svona í jólapakkann handa góðri vinkonu:) 
via Pinterest
Það sem til þarf er band, öryggisnælur og litlar perlur! 
-Svana:)

Á morgun verð ég svona:

Hugmyndir
Þvílík hamingjustund þegar að jóla”fríið” byrjar á morgun! 
Sem mun þó reyndar aðalega einkennast af BA skrifum:)
En hér er smá bland í poka frá desktop-inu mínu:
Fínt skartgripahengi/DIY úr plastdýrum.

Hverjum langar ekki að vera með gólf í fallegum lit!:) (fyrir utan Rakel sem neyðist til að vera með fjólublátt)  Þetta hér að ofan er of pretty. 
 Og hverjum langar ekki að eiga GLIMMER klósett???
Finnst þetta fínt DIY, poppa upp gamla skyrtu með göddum eða öðru fínerí. Gaddar fást t.d í Hvítlist.

Þessi prjónaði trefill er æðislegur, verst að ég kann ekki að prjóna! En puttaprjón gæti mögulega gengið með þennann?
Og það síðasta í þessum langa “mig langar í” pósti þá eru það svona falleg hreindýrahorn sem ég get svo vafið svona fallega litríku bandi utan um:) 

Jæja Svana… koma svo!
 læra læra læra