Flott heimili í São Paulo

Heimili
Í þessari töff íbúð í São Paulo býr arkitektinn og hönnuðurinn Mauricio Arruda. 
Margt sem finna má í íbúðinni er hans eigin hönnun, en spilaborðið er mjög áhugavert!


Fínt fínt fínt. 
Jæja. Lokaskil í skólanum á morgun. Best að fara að vinna:)

Facebook síður eða flóamarkaðir?

Hitt og þetta
Ég elska flóamarkaði og ég elska líka að gramsa í Kolaportinu og finna fjársjóði. Sumir af fallegustu og dýrmætustu hlutunum sem ég á fann ég einmitt á klink á slíkum stöðum. 
Það halda sumir að þeir séu dottnir í lukkupottinn þegar þeir finna facebook síður sem selja vintage/retro hluti en vita þó ekki að einmitt þetta er að finna í Góða Hirðinum á 70% lægra verði.
Sumt sem er til sölu á þessum facebook síðum á nokkra þúsundkalla í dag sá ég einmitt á 500krónur í Góða Hirðinum fyrir 2 dögum síðan. 
No joke. 
Afhverju haldið þið annars að það sé reglulega röð fyrir utan GH nánast alla daga fyrir opnun?
Ef ég væri þú.. myndi ég eyða svona síðum af vinalistanum mínum og skreppa í bæjarferð í staðinn!Það sem er í uppáhaldi hjá mér frá svona flóamörkuðum er t.d viðarvængir sem ég var að finna! Hef þó ekki hugmynd hvað ég ætla að gera við þá! (eru töluvert fallegri en þessi mynd af netinu)
Og svo tyggjóvélin sem slær í gegn hjá öllum krökkum sem koma í heimsókn:) 
En þetta er bara brot af dótinu sem ég hef dröslað heim. Og það má líka finna t.d ýmsar hönnunarvörur á svona mörkuðum! 

Kveðja Svana spæjó:)

skófínt

Skart
Þessar tvær myndir náðu mér einhversstaðar á netrúntinum.
Mér finnst þetta alveg geggjað!
Nú er bara að finna armbönd sem komast utan um ökklann…? og það fyrir kvöldið!

Og þetta ekki síðra, einfalt DIY!
Gleðilegan laugardag! vona að helgin ykkar verði góð…
Jólahlaðborð í Perlunni er á dagskrá hjá mér og mínum þessa helgina, það getur ekki klikkað:)

DIY snilld

DIY
Frábær og einföld hugmynd frá Martha Stewart sjálfri!

Einföldum körfum dýft í málingu!
Snilld.

Og fínir skartgripir úr föndurleir
:)
PS. langar að benda ykkur á tilboðskvöld í Epal á eftir frá 18-20, þar verða íslenskir hönnuðir á staðnum að kynna vörurnar sína. Og 15% afsláttur af öllum vörum!

DIY: Veggljós

DIYIkea
Með hillubera úr Ikea er hægt að búa til töff veggljós!
Svona hilluberar kosta undir þúsund krónur, þá þarf bara að redda flottri rafmagnssnúru+tengja og stinga í samband:)
Þessu er handmade: trélistar+sög+snúra+pera+skrúfur
via weekdaycarnival.blogspot.com

En ótrúlega einfalt og sniðugt!
-Svana

Svört eldhús

Heimili
Það er einhvað svo ótrúlega flott og elegant við svört eldhús.
Líka sniðugt að mála vegg með krítarmálningu til að krota á sæt skilaboð. 
 
Númer eitt á listanum mínum þegar ég eignast mína eigin íbúð.
En það gleður mig mikið að Rakel ætli að byrja aftur að skrifa:) Hún ætlar aðalega að skrifa um tísku og ég áfram um hönnun og heimili. 
Held þetta verði bara gaman:)
-S