SMÁ GÆÐAMUNUR?

Heimili
Ég á það til að skoða fasteignasíður til að drepa tíma og oft eru áhugaverðar myndir að finna þar. 
Þessa íbúð á Vesturgötunni í 101 Rvk er Fasteignasalan Torg að selja. 
En hérna er nákvæmlega sama íbúð til sölu á Vesturgötunni en í þessu tilviki er það Neseignir Fasteignasalan að selja. 
Sjáiði villurnar? 
Haha
Það sem að góð myndavél og tiltekt getur gert mikið!

SUNNUDAGS

Heimili
Hilluskúlptúr eftir Hugo Arcier
Fallegur stóll, HAY hefur nýhafið framleiðslu á mjög líkum stólum.
Eigið góðann dag.

KLINGKLING

Mig langar svo vandræðalega mikið í þessar elskur. 
Skór frá Elin Kling fyrir Nowhere.


PS.KOMMENTARAR 
Ég fékk vinsamlega ábendingu í kvöld að það væri orðið svo leiðinlegt að kommenta á blogspot útaf ‘word verification’. Ég hélt ég hefði tekið það af fyrir langalangalöngu en blogspot hefur í millitíðinni uppfært stillingarnar sínar. Núna á að vera gaman að kommenta aftur og auðvelt.
Mér finnst mjög gott að fá svona ábendingar hvernig hægt sé að bæta bloggið.
Takk!

FALLEG LJÓS

Hönnun
Maison Martin Margiela
The muffin lamp
The concrete lamp
The Fossil lamp 
The Urban camper lighting
Loftljós frá Bec Brittain
Trunkeon floor light 
Hanging light eftir Lukas Peet
Mér finnst fátt erfiðara en að velja rétta ljósið, þú hefur ekki pláss fyrir nema nokkur ljós inná heimilið og það er úr svo mörgu fallegu að velja. Ef að maður leyfir sér að kaupa eitt fallegt (dýrt) ljós, þá situr maður líka uppi með það næstu árin?

LESENDABRÉF

Hugmyndir
Í sama bréfi og hér að neðan var spurning hvernig sniðugt væri að nýta fallegar gamlar ferðatöskur svo að þær þurfi ekki að safna ryki inní geymslu. Þar er reyndar átt við vintage Gucci töskur, svo það er algjört no-no að hafa þær í geymslunni.

Mér finnst afar smart að stafla þeim smekklega og hafa nokkra fallega og vel valda hluti ofan á.
Þær passa fullkomnlega við hliðina á t.d veglegum tímaritabunkum.
Ég hef líka rekist á endurnýtingu með ferðtöskum þar sem að löppum er skellt undir, ég er ekki jafn hrifin af því og læt því ekki mynd af því fylgja. Það getur auðveldlega orðið “föndurslegt”. 
En hægt er að nýta ferðatöskur sem náttborð, sófaborð, og líka bara til skrauts.
xx