WANTED

HönnunÓskalistinnPersónulegt

Flower table eftir Christine Schwarzer væri mjög vel þegið í stofuna mína.. einn daginn.. eins og með svo margt annað;)

 

Það kemur í tveimur stærðum og í nokkrum útgáfum, en mér finnst þetta svartbæsaða hér að ofan vera langfallegast.

Ég er að njóta þess að vera ein heima í kvöld og nördast smá… Við fengum s.s Ikea sófann okkar LOKSINS í dag, en ég hef beðið lengi eftir að hann komi aftur til landsins. Þá þurfti að hliðra öllu til í stofunni og mér finnst sko ekki leiðinlegt að þurfa að raða öllu uppá nýtt;)

Betri mynd síðar.. ætla að strauja smá yfir nýja vin minn til að hann lúkki sem best.

PS. nýja vinkona mín MacBook Air fékk líka að vera memm á myndinni, hún var keypt fyrir 2 vikum síðan og er enn ósnert… En það er loksins farið að róast hjá mér eftir nokkur verkefnaskil og ég ætla að opna hana á morgun #spennt

Góða helgi!

PERFUME TOOLS

Hitt og þetta

Það er gaman að sjá fólki sem maður þekkir ganga vel, en fyrrverandi bekkjarsystir mín, Jody Kocken dúxaði frá Design Academy Eindhoven nýlega og útskriftarverkefnið hennar var líka valið eitt af 10 bestu af hönnunarsíðunni Dezeen.com. Með ofnæmi fyrir ilmvötnum ákvað Jody að hanna lausn þannig að hún gæti gengið með ilmvatn. Verkefnið hennar heitir Perfume tools, en það er lína af skarti sem hægt er að setja á opið ilmvatnsglas og dregur það í sig ilm. Þegar þú gengur svo með skartið gefur það frá sér ilminn…

Myndir: Rene van der Hulst & Jody Kocken

Mér finnst þetta vera svo fallegt að ég kemst ekki yfir það.. öll framsetning og lokaniðurstaðan er svo falleg. Ég hefði reyndar aldrei búist við öðru af henni. En í dag er hún í starfsþjálfun hjá hollenska hönnunarteyminu Scholten & Baijing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.. þau hönnuðu meðal annars uppáhaldsrúmfötin mín, þessi hér:

Ef þessi stelpa er ekki rísandi stjarna.. þá veit ég ekki hvað.

HOLLENSKA HÖNNUNARVIKAN

Hönnun

Hollenska hönnunarvikan stendur sem hæðst núna, en henni líkur þann 28.október. Ég hefði gefið svo mikið fyrir að vera þar núna, ekki bara það að nokkrir vinir mínir eru að útskrifast, þá er þetta ein sú allra besta hönnunarsýning sem haldin er. Hápunktur hönnunarvikunnar er alltaf útskriftarsýning Design Academy Eindhoven, en hollenskir ásamt ýmsum erlendum hönnuðum fylla borgina lífi þessa vikuna. Þetta er það sem snillingurinn og uppáhaldið mitt, Kiki van Eijk kynnti: Saumabox!

Risavaxið saumabox sem nýtist sem skápur. Ég elska hana Kiki, en mér finnst svo fallegt hvernig hún leikur sér með hlutföll í hönnun sinni. En margir muna kannski eftir Kiki teppinu hér að neðan, þar sem hún vann með minningar sínar úr barnæsku þegar hún prjónaði teppi í dúkkuhúsið sitt. Hún færði síðan þau hlutföll yfir í okkar raunveruleika og gerði stærðarinnar teppi í þeim hlutföllum að manni leið að vissu leiti eins maður hefði minnkað. -Yndislega þægilegt samt að ganga á teppinu.

 Ég er búin að lofa mér að fara á næsta ári.. en þá eru enn fleiri af vinum mínum og fyrrverandi bekkjarfélögum að útskrifast:)

IKEA KÓSÝ

HugmyndirIkea

Ég er frekar heilluð af þessu Margareta efni sem er nýtt í Ikea, ég rakst á það áðan á LivetHemma blogginu þeirra. Það er að sjálfsögðu hægt að nota efnið og skella í nokkra púða en líka hengja það beint á vegginn fyrir hlýlega stemningu á heimilið!

 Á myndinni er Sigurd stóllinn, Asunden karfa og Ikea ps innskotsborð. Ég fann reyndar ekki kassana, en þeir eru líka Ikea en virðast ekki vera til hér heima samkvæmt heimasíðunni þeirra.

ÍBÚÐ Í BROOKLYN

Heimili

Á vappi mínu um Brooklyn í síðustu viku þá rakst ég á hönnunarverslunina The future perfect, ein sú allra skemmtilegasta sem að ég hef komið í. En þegar ég kom heim og skoðaði verslunina á netinu þá fann ég innlit til eiganda verslunarinnar, David Alhadeff, sem er alveg jafn skemmtilegt og verslunin var!


Hress íbúð! Bleikir veggir, mix og match af stólum, kaos af fallegum hlutum og ísbjörn í frystinum!

Yndislega Williamsburg hverfið, ég trúi því varla að ég hafi verið þarna fyrir nokkruð dögum, ég sem hafði beðið eftir þessari ferð síðan í byrjun árs.. og núna er hún búin!

MYNDIR Á VEGG

Hugmyndir


Fallegar myndir og plagöt á veggjum gera heimilið aðeins heimilislegra.. ég hef ekki verið nógu dugleg hér heima að klára að koma okkur fyrir eftir flutningana vegna mikilla anna. En eftir morgundaginn þá ætla ég að setja Bree van de Kamp í 5 gír.. hún býr einhverstaðar í mér:)

LOUIS POULSEN

HeimiliHönnun

Ég birti þessar myndir á Epal blogginu í gær, en má til með að deila þeim líka hér.. finnst þær vera svo pretty!

Danski ljósaframleiðandinn Louis Poulsen tók fyrr á árinu nokkrar myndir af vörunum sínum á heimili listakonunnar Tenku Gammelgaard, ég hef reyndar áður birt myndir af heimilinu hennar, en þær má sjá hér. Falleg ljós á ennþá fallegra heimili, ég fíla vel stílinn heima hjá Tenku.. svart á hvítu;)

Ljósmyndir; Jakob Termansen

En vonandi var helgin ykkar góð, mín fór öll í vinnu… enda er eitt stykki jólablað á leið í prentun eftir helgina:)

xxx

STEINUNN VALA

HeimiliÍslensk hönnun

Mér finnst síðasta tölublað Húsa & híbýla vera einstaklega djúsí og fallegt, eitt af uppáhaldsinnlitunum mínum var hjá skartgripahönnuðinum Steinunni Völu sem átti þetta líka svaka fallega heimili sem var stútfullt af fínum hönnunarvörum.

Ljósmyndari: Ernir Eyjólfsson

Fleiri skemmtilegar myndir má sjá á facebook síðu Húsa og Híbýla

NÝTT NÝTT

Persónulegt

Ég get varla beðið eftir morgundeginum.. en þá kemur sófinn minn heim  l o k s i n s (ekki þessi að ofan)

Annars vildi ég kynna ykkur fyrir nýju ástinni í lífi mínu.. Zhora frá Jeffrey Campbell sem að ég keypti mér úti.

Þetta var ást við fyrstu sýn.

xxx