STIGINN MINN

DIY

Ég var að skella þessum myndum inná instagram, svo hingað koma þær líka.

Þetta er stiginn heima, horft niður og svo upp…
Ég gerði þetta DIY fyrir svolitlu síðan.. liturinn á stiganum sem liggur uppí íbúðina okkar var frekar boring svo ég fékk fagurgrænar límfilmur í Ferró Skiltagerð og smellti þeim á, ég var búin að mæla út þrepin og fékk filmuna skorna út í réttri stærð, svo þetta var ekki mikil vinna.
Er þetta ekki bara soldið fínt??

HEIMILI í SKOTLANDI

HeimiliIkea

+++

Flotti krumminn hennar Ingibjargar Hönnu!

Ikea rand teppið ofur fína

 Það eru allir að missa sig yfir þessari íbúð, en Emma Fexeus deildi þessum myndum á blogginu sínu fyrr í dag. Þetta er heimili Deborah Moir í Skotlandi, ofsalega fallegt heimili í skandinavískum stíl, en eins og Deborah segir sjálf;

I have a real love for Scandinavian Design and its aesthetics. It has taught me to declutter my home and keep a neutral colour palette throughout, meaning a happier relaxed home for my family! It has been a slow process but I’m getting there.”

Fíííííínt!!!??

BACK 2 SCHOOL

Fyrir heimiliðIkea

Eða “Ertu klár í skólann” .. (já ég var s.s að gleyma mér á Ikea síðunni í gær hehe:) Undanfarna daga er búinn að vera smá leiði í mér því að skólarnir eru að byrja og þetta er fyrsta skipti í 20 ár sem ég er ekki á leið í skóla um haust sem mér þykir vera smá leiðinlegt. Ég er þó að reyna að fá mig til að byrja að vinna að verkefnum tengdum vöruhönnun en mig vantar almennilega vinnuaðstöðu heima.. gott skrifborð og slíkt.

Ég er frekar mikið skotin í þessum vinnuaðstöðum hér að neðan;

No.1 eru búkkar, búkkar, búkkar.. fáránlega þæginlegir og líka flottir

Ikea Vika búkkarnir, Lerberg, Lilleby & Artur

Flott að setja bara borðplötu ofan á skúffueiningar.. þessi heitir Vika Alex
Minimal vinnurými, fljótandi Malm hillur, glær stóll og glerplata
Ég náði samt örlítið að næra þessa skólaþörf mína í morgun og skráði mig á uppstoppunarnámskeið… ég er sjúklega spennt:) Ég mun læra að stoppa upp 2x fugla, einn sitjandi og einn á flugi! Spennandi…

WANTS

Hönnun

 

Habibi hliðarborðin eru hönnuð af Philipp Mainzer árið 2008, hægt er að taka þau í sundur og nota bara sem bakka. Borðin sem eru úr kopar, brass og stáli eru aaaaðeins of falleg og eru fyrir löngu komin á óskalistann minn! En þau eru frekar dýr svo ég læt mig bara dreyma áfram. Það má alltaf…

 

INNLIT: KAUPMANNAHÖFN

HeimiliUppstoppað

Þetta ofsa fína heimili er í Kaupmannahöfn en þetta innlit birtist nýlega í Bolig Magasinet.

Mikið er ég að fíla uppstoppaða fuglinn sem ‘flýgur’ þarna í loftinu, og gullfallega kopar hliðarborð frá Habibi!

Rúmteppi frá HAY.. me wants

Leðurklæddar Sjöur, fansý fansý…

Oxchair eftir Hans J.Wegner, Random bókahilla og HAY púðar

Hægt er að skoða það nánar HÉR

Eigið frábærann menningardag í dag, pant vera í blíðunni uppí bústað að týna bláber:)

SPARK DESIGN SPACE

Íslensk hönnunUmfjöllun

Það eru fáir vinnustaðir sem mér þykir jafn vænt um og SPARK, litla notarlega hönnunargalleríið/verslun á Klapparstígnum sem fer svo ofsalega lítið fyrir en það er þó alltaf svo margt að sjá þar inni. Í síðustu viku opnaði þar ný sýning sem að mig langar að benda ykkur (hönnunarunnendum) á, PRIK.

“Brynjar Sigurðarson útskrifaðist með MA gráður í vöruhönnun frá hinum virta hönnunarskóla ECAL í Sviss árið 2011. Áður hafði Brynjar lokið BA námi við Listaháskóla Íslands þar sem lokaverkefni hans spratt upp úr mánaðardvöl á Vopnafirði. Útkoman voru húsgögn sem höfðu þá sérstöðu að hafa óskilgreint hlutverk. Brynjar kynnir nú til leiks viðbót við þetta verkefni, prik sem eins og húsgögnin hafa óskilgreint hlutverk. Prik eru óneitanlega hluti af barnæsku okkar og leikjamenningu. Þau hafa sterka tengingu við verkfæri og vopn og síðast en ekki síst hefur maðurinn notað prik sem framlengingu og stuðning við líkamann frá örófi alda.”

Og í dag, Menningardag kl.15.00 kynnir Hanna Dís Whitehead vinkona mín og snillingur með meiru verk sín og einnig verður boðið upp á kaffi og svampbotna:)

Gaman gaman!

 

HJALTI PARELIUS

Hönnun

Mér finnst verkin hans Hjalta Parelius vera frekar skemmtileg,

 Svanurinn, Eggið og Sjöan í allri sinni dýrð.

DIY: HÁLSMEN

DIY

Undanfarið hef ég verið að sanka að mér ýmsum myndum af flottum DIY hálsmenum sem búin eru til úr reipum og litríkum böndum, mig dauðlangar að búa mér til eitt stykki handa sjálfri mér, og þessar myndir munu veita mér innblástur.

Ég læt fylgja með 2 slóðir sem geta hjálpað manni að byrja.. HÉR og HÉR 

FUZZY EFTIRLÍKING

Hönnun

Íslenski Fuzzy kollurinn var hannaður árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni, og hefur alla tíð verið afar vinsæll sem gjöf, margir ferðamenn kippa stólnum líka með sér heim því að hann kemur í mjög þægilegum umbúðum með haldfangi. Ég var að slæpast á netinu nýlega og rakst á áhugaverða danska hönnunarstofu sem heitir Lop Furniture sem er að framleiða kolla sem eru alveg hrikalega líkir Fuzzy!

Hér að ofan er íslenskur Fuzzy, dropalagaðar og renndar viðarfætur ásamt íslenskri gæru.

Þessar 2 myndir tók ég af facebook síðu Lop furniture en þarna má sjá þrífættann gærukoll með renndum dropalöguðum fótum. Þessi er líka örlítið lægri.

Kollarnir eru óeðlilega líkir til að mögulega hægt sé að segja þetta vera tilviljun!

Halló halló, hvað er í gangi?

INNLIT TIL SAFNARA

Heimili

620

620 (3)

620 (2)

620 (5)

620 (7)

620 (9)

620 (10)

Dagurinn minn í dag hljómar svona: dagur 7 í veikindum og slappleika, bíll rafmagnslaus á leið í vinnu, í vinnu helli ég vatni yfir tölvuna mína elskulegu, viðgerð í Macland sem mun taka 3 daga. (og krossa fingur að hún lifir baðið af)

En það jákvæða var það hversu æðislega kósý kvöld ég ætlaði að eiga upp í sófa að lesa bók sem ég pantaði nýlega af amazon.com og lesa tímarit. Það entist að ekki lengur en það að núna er ég búin að yfirtaka tölvuna hans Andrésar því að ég vaaaarð að sýna ykkur þessa æðislegu íbúð sem ég rakst á í Bolig Magasinet (á meðan að ég lá upp í sófa að lesa).

Þarna býr hann Anders Arhøj smekkmaður, safnari og flottur keramiker, mér finnst þessi íbúð vera algjört æði, björt og falleg. Safnið hans er sérstaklega skemmtilegt, afrísku grímurnar, teikningar eftir hann á veggnum og keramik kanínurnar hans.

Hægt er að skoða og lesa meira HÉR

Þetta verður ekki lengra í bili, sumir þurfa að komast aftur á fotbolti.net haha