TILTEKT

Persónulegt

 Hér heima er allt á hvolfi þar sem allsherjartiltekt er í gangi ásamt vorþrifum:) Verst er að þegar ég byrja á svona tiltekt þá dett ég í það að flokka alltsaman og því eru nokkrir svartir ruslapokar orðnir fullir af hlutum+fötum, sem ýmist fara í Rauða Krossinn eða á Bland.is. Og ég er bara rétt að byrja…

Svo bíður mín stór bunki af lesefni sem ég ætla að njóta um helgina þegar allt er orðið fínt.

Eigið góða helgi!

x

HOUSE DOCTOR

Fyrir heimilið

Ég er algjörlega heilluð af danska House Doctor merkinu þessa dagana.

 Ég átti leið í Tekk Company í vikunni en þangað hafði ég ekki komið lengi og ég varð ástfangin af House Doctor deildinni. Virkilega fallegar og hlýlegar vörur fyrir heimilið, smáhlutir og húsgögn.

Ég hef talað um hér áður að mér finnist vanta smá hlýleika á heimilið mitt, ég fékk allavega nýja bæklinginn frá House Doctor með mér heim, og er búin að fletta honum fram og tilbaka (án gríns), svo ég verð vel undirbúin fyrir næstu ferð mína:)

MEÐ LIST Á VEGGJUM

Heimili

Þetta hlýlega og fallega heimili rakst ég á í hinu eina sanna Bo Bedre, en það sem einkennir það eru án efa öll listaverkin sem skreyta veggina. Þarna býr Metta Helena Rasmussen sem er innanhússstílisti, listakona og eigandi netverslunarinnar Retro Villa, og augljóslega líka mikil smekkkona.

Ótrúlega fallegt mix af flísum í eldhúsinu.

Þetta heimili er algjör draumur, en það sem heillar mig mest við það er hversu vel allt er raðað og hvernig hver hlutur virðist eiga sinn stað. Ég hef þó reyndar ekki nokkra trú á því að heimilið sé alltaf svona, eins með öll heimili í öllum tímaritum sem við lesum. Ég vil allavega trúa því að það séu öll heimili með drasli flesta daga vikunnar.. ekki bara mitt.

GLERBOX

Fyrir heimilið

Það er fallegt að nota glerbox “display box” til að leyfa uppáhaldshlutunum okkar að njóta sín, og þessvegna bara til að hafa ómerkilega hluti í eins og bómullarskífur inni á baðherbergi! Fást svipuð í My concept store og svo rakst ég á boxin á neðri myndinni í dag í Habitat/Tekk company!

SPEGILL SPEGILL

Fyrir heimilið

Það er ótrúlega fallegt að raða nokkrum speglum saman…

Núna langar mig að spurja ykkur að einu sem ég held ég hafi aldrei spurt að áður..

Hvað mynduð þið vilja sjá meira af hér á síðunni?

Kveðja, Svana:)

DIY

DIY

Ég er með koparæði á hæðsta stigi þessa dagana og finnst því þetta DIY vera FAB.

x

ÆÐISLEGT DANSKT HEIMILI

Heimili

Heimili arkitektsins og listakonunnar Önnu Boysen er ótrúlega fallegt, það er stútfullt af fallegri hönnun og skemmtilegum hugmyndum fyrir heimilið.

Listaverk eftir Önnu, Jong Form sófi, HAY púðar, AJ standlampi, Kubus kertastjaki, Svanastóll, Ferm Living teppi, Montana hillur, Sjöur, Bouroullec veggskraut frá Kvadrat og svo margt margt fleira fallegt.

Litrík listaverkin eftir Önnu gera ótrúlega mikið fyrir heimilið þar sem að flest húsgögnin eru í neutral litum.

Staflanlegar hillur sem Anna smíðaði sjálf, Svartur plasthundur frá Magis og Eames fuglinn…

Hvítar leðurklæddar Sjöur, Verner Panton Globe, Kubus kertastjaki, Stelton kaffisett og hlóðeinangrandi veggskraut eftir Bouroullec bræður frá Kvadrat.

Uten Silo vegghilla, Gulur stóll frá HAY ásamt tilraunastarfsemi listakonunnar…

Rúmföt frá HAY og Eames stóll.

Öðruvísi náttborð! Það bjó húsfreyjan til sjálf úr tréspítum og belti.

Montana skenkur, AJ lampi og ljós eftir Verner Panton.

 Vávává.. ég er sjúk í þetta heimili, þvílík smekkkona sem hún Anna er. Þess má geta að þetta innlit birtist í uppáhaldstímaritinu mínu Bolig Magasinet.

RÁÐ: NÁTTBORÐ

Ráð fyrir heimilið

Náttborð eru ólík eins og þau eru mörg og það er alltaf að vera vinsælla að vera með óhefðbundin náttborð, s.s. það sem þú finnur ekki í rekkanum undir skiltinu “náttborð”. Við erum að tala um stóla, kolla, tímaritabunka, bókastafla, gamla ferðatösku… listin er í raun endalaus. Það er líka ekki nauðsynlegt að þau séu eins báðu megin,  ólík og öðruvísi náttborð hressa upp á svefnherbergið og gerir það persónulegra.


 Lumið þið á fleiri góðum hugmyndum?

INNKAUPALISTINN

Fyrir heimilið

…er einstaklega stuttur þessa dagana, en mig dreymir um að eignast plöntu fyrir heimilið.

Þær setja algjörlega punktinn yfir i-ið.