Svart Á Hvítu

Falleg og stílhrein íbúð

Heimili
Þessi látlausa og stílhreina íbúð er í miðbæ Stokkhólms. 
Íbúðin er spónlögð með furu hátt og lágt sem gefur einstaklega hlýtt og heimilislegt yfirbragð. 

Flottur marmari á veggnum.
Svefnherbergið eru flott, en heldur mikið stílhreint fyrir minn smekk. 
Það gæti mögulega haldist svona fínt í klukkutíma ef að ég ætti heima þarna.
Þvílík tilbreyting frá öllum svarthvítu heimilinum sem að ég kolfell alltaf fyrir!
xxx

Ibride

HeimiliHönnun
Ég er mjög skotin í þessum snilldarvasa sem ég sá í Aurum í lok sumars. 
Ming vasinn er frá franska hönnunarteyminu Ibride og er hann samsettur úr 6 staflanlegum hlutum.
Nokkrum skálum, disk og litlu íláti. Myndirnar gera reyndar ekki mikið fyrir vasann, en hann er ofsalega pretty.


Leiðist þér?

Heimili
Hér eru 2 frábærar hugmyndir til að fríska uppá heimilið en aðeins fyrir þá sem hafa nægann tíma til að drepa.

Að búa til veggskraut úr trélitum er góð hugmynd. Ég myndi velja nokkra liti til að vinna með en ekki allt litarófið. Gæti orðið mjög töff!

Og hér er enn ein biluð hugmynd, að þekja borðplötu með klinki!
Reyndar er þetta mjög slitsterkt og fín nýting á þessu klinki sem enginn nennir að eiga.
 (ég á sjálfsögðu bara við 1 krónurnar). 
Það eina sem þarf er epoxy sem er hellt yfir eftir margra klst vinnu við að raða klinkinu:)
Leiðbeiningar HÉR

*update* uppselt í bili

HeimiliHönnunIkea
Ef að einhver ykkar er jafn spennt/ur og ég fyrir þessum gordjöss IKEA vösum eftir hina einu sönnu Hellu Jongerius, þá hef ég gleðifréttir að færa.
Þeir eru komnir aftur til Íslands (búið að segja mér margoft að þeir myndu aldrei aldrei aldrei koma aftur)
Og ég er viss um að þeir munu renna út eins og heitar lummur!
xxx

wanted.

HeimiliHugmyndir
Þessi Eames snagi úr hnotu er að gera mig bilaða. 
Hann myndi fullkomna nýju íbúðina mína en ég einhvernvegin get ekki sannfært sjálfa mig að það sé eðlilegt að eyða svona miklum pening í snaga. 
Limited edition til febrúar 2011 eða þar til að byrgðirnar klárast. 
Sem þýðir bara eitt, núna eða aldrei! 

En nýja pleisið er yndislegt. Læt mig dreyma um að geta raðað skónnum mínum svona fínt en þeir eru grafnir ofan í kassa eins og er.
Hvernig á að raða skónum sínum er lúxusvandamál!
Á morgun fer ég í það að búa til fataslá, úr járnstöng og keðjum. Spennó
Og svo læt ég mig líka dreyma um flottann DIY skartgripastand. Verð að komast yfir svona fín horn:)
Og jú svo þrái ég lampann minn aftur sem ákvað að yfirgefa þennan heim í flutningunum og liggur hér í 10.000 molum. 
x

Milk Design: frábær hönnun

HeimiliHönnun
Ég elska einfaldar og flottar hugmyndir. 
Lace kallast þessi sniðuga hönnun og gerir okkur kleift að endurnýta flöskur eða jafnvel glös sem blómavasa.  

Flöskuhálsinn er klipptur af og blóma”vasinn” sem er úr gúmmí er skellt á.
Snilld!