HÖNNUNARSAFN TIL SÖLU

HeimiliHönnun

Ég hef alltaf jafn gaman af því að skoða íslensk heimili og þá sérstaklega á fasteignarsölunum. Alltaf detta inn gullmolar þangað eins og þetta heimili hér að neðan sem er hálfgert hönnunarsafn. Þarna get ég talið upp marga hluti sem eru á óskalistanum mínum en þar tróna hæst Svanurinn, Eggið, Arco lampinn, Grand Prix stóllinn og Libri hillan frá Swedese…það má jú leyfa sér að dreyma:)

e652440_1A

Corona stóllinn eftir Poul Volther er glæsileg hönnun, Grand Prix stólar eru við borðstofuborðið og Montana hillur í stofunni.

e652440_4A

Svanurinn í hvítu leðri, Flowerpot ljós eftir Verner Panton og verkið á veggnum er eftir Hjalta Parelius.

e652440_6A

Ég er einstaklega hrifin af þessu Ferm Living veggfóðri, í eldhúsinu má einnig sjá Louis Poulsen ljós og nokkra Maura.

e652440_16A

Þarna er minn eini sanni Svanur og Arco lampinn í allri sinni dýrð.

e652440_20A

Fyrir áhugasama þá eru fleiri myndir að finna hér. 

Það væri ekki amalegt að komast á bílskúrssölu hjá þessari fjölskyldu:)

♥ JÓN Í LIT

Íslensk hönnun

1387968_10201716792754248_972211870_n

498 komment! 

Jón í lit á sér greinilega marga aðdáendur:) Bestu þakkir þið öll fyrir skemmtileg komment, þau gefa mér mikla hvatningu til að halda áfram að blogga. Það hefur farið gífurlega mikill tími í þessa bloggsíðu að það er frábært að sjá að þið kunnið að meta það:)

Enn og aftur bjargaði random.org mér, því ég hefði aldrei getað valið á milli ykkar allra. Eins vil ég að allir geti átt möguleika á að vinna og því þarf ég að gera þetta á hlutlausan hátt.

Vinningshafinn að þessu sinni er:

Arna Margrét Johnson 

“Það nær auðvitað engri átt hvað þetta er fallegt. Alltaf stendur þú fyrir þínu Svana, búin að fylgjast með þér svo lengi enda forfallinn aðdáandi alls sem er fallegt fyrir heimilið sem og auðvitað DIY verkefnunum. JÓN Í LIT er klárlega skyldueign inn á hvert heimili og myndi svo sannarlega sóma sig vel í nýja hreiðrinu mínu :) <3 

Til hamingju Arna, endilega sendu mér póst á svartahvitu@trendnet.is

P.s. fyrir ykkur hin sem ekki unnuð í þetta skiptið þá eru enn eftir tveir afmælisleikir og það verður til mikils að vinna, því mæli ég með að fylgjast með:)

NÝTT H&H

Tímarit

1375785_514199078673768_502420212_n

Nýtt Hús og Híbýli kom í verslanir rétt fyrir helgi og ég mæli svo sannarlega með því! Ég verð alltaf jafn glöð þegar ég fæ nýtt blað í hendurnar en ég varð ennþá glaðari í þetta skiptið því núna fengum við að byrja á jólablaðinu…já ég sagði jólablaðinu!:)

FIMM Á FÖSTUDEGI

Búðir

Stöff2

 

Ég reyndi mitt besta að setja saman bleika mynd í tilefni Bleika dagsins í dag, en það gekk ekki betur en þetta:) Ég er greinilega ekki í bleiku skapi í dag! Þetta eru þó allt dásamlega fallegir hlutir sem ég myndi ekki slá hendinni á móti.

Iittala lampi: Epal/Módern. Plakat eftir Kristinu Krogh: kkrogh.dk. Chanel leðurpúði: (Virðist vera ófáanlegur samkvæmt netleit minni:) Knot chair frá Normann Copenhagen: Epal. Icarus ljós eftir Toord Bontje: Amazon.com. -Ég hef í rauninni aldrei skilið afhverju þetta ljós fæst ekki á Íslandi, ég á eitt stykki og ég elska það.

Eigið góðan föstudag og takk fyrir ótrúlegar viðtökur á afmælisleiknum, ég ELSKA að lesa kommentin:)

x Svana

SVART Á HVÍTU ♥ JÓN Í LIT

Íslensk hönnun

Afmælisleikurinn heldur áfram út októbermánuð í tilefni af 4 ára afmæli bloggsins. Enn og aftur hef ég valið hönnun sem ég er virkilega hrifin af, mest langar mig til að svindla í leiknum og vinna verðlaunin sjálf!

Í þetta skiptið verður hægt að næla sér í þrjú stykki af dásamlegum JÓNI Í LIT í litasamsetningu sem ég valdi sjálf saman, litirnir eru gull, silfur og hvítur.  Þetta er stílhrein litasamsetning sem passar við aðrar litasamsetningar ef vinningshafinn er þegar byrjaður að safna ásamt því að auðveldlega er hægt að bæta við uppáhaldslitnum sínum. Toppurinn er sá að þessi litasamsetning höfðar jafnt til stráka og stelpna og er í þokkabót alveg gordjöss!:)

1387968_10201716792754248_972211870_n

JÓN Í LIT eru litlar og litríkar lágmyndir sem eru handgerðar úr gipsi og sprautaðar í mörgum mismunandi litum. Vöruhönnuðurinn Almar Alfreðsson fann árið 2009 gamlann koparplatta með lágmynd af Jóni Sigurðssyni (1811-1879), oft nefndur Jón forseti, sem gefinn var út sem minjagripur árið 1944. Árið 2011 voru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns og því ákvað hann að gera afsteypur af þessari lágmynd í gips og sprauta þær í 20 mismunandi litum. Þetta eru litlar og litríkar lágmyndir sem tekið er eftir, hvort sem þær eru stakar eða nokkrar saman. Undanfarin tvö ár hafa þessar litríku lágmyndir heldur betur slegið í gegn og finna má þær á fjölmörgum íslenskum heimilum í dag, einnig hafa fleiri litir bæst við en ég mæli með að skoða þá á facebook síðu Jóns í lit.

1235401_361957897271524_608801871_n
31569_294826320651349_1641069484_n

Á heimili Almars er að sjálfsögðu að finna Jón í lit og eitthvað fær mig til að trúa að það hafi heldur betur bæst í safnið hjá honum frá því að þessi mynd var tekin:)

282010_197356283731687_76308989_n311111

Myndin hér að ofan er frá heimili Almars þegar hann bjó í Reykjavík, hægt er að skoða allt innlitið hér.

1376059_10201716821234960_1479663229_n

Þessir þrír gætu orðið þínir!

Þáttökuskilyrðin eru þessi þrjú:

1. Setja like á facebook-síðu Svart á Hvítu 

2. Like-a þessa færslu

3. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafninu þínu

Gangi ykkur vel, mikið finnst mér erfitt að fá ekki að taka sjálf þátt, ég á einn Jón í koparlit sem vantar félagsskap:)

Ég dreg svo út einn heppinn lesanda þann 13.október.

-Svana

TIL SÖLU: ÁSVALLAGATA 18

Heimili

Á þessu heimili býr mikil einstaklega mikil smekkdama ásamt fjölskyldu sinni. Húsið sem stendur við Ásvallagötu í 101 Reykjavík er núna til sölu fyrir áhugasama, frekari upplýsingar má finna hér. 

20131002_Asvallag_019Koparljós Tom Dixon og rauður Svanur gera stofuna extra djúsí.

20131002_Asvallag_008
20131002_Asvallag_003

Horft inn í stofu frá borðstofunni, Jón í lit í hressandi litasamsetningu prýðir vegginn.

20131002_Asvallag_00520131002_Asvallag_010

Eldhúsið er fallegt í 60’s stíl, ljósblár veggurinn leyfir litlu hlutunum að njóta sín extra vel. Takið eftir smáhlutunum hér að neðan hvað þeir poppa út:)

20131002_Asvallag_022 20131002_Asvallag_029

Sæblátt og fallegt barnaherbergi.

20131002_Asvallag_031

Hjónaherbergið er mjög smart, Ikea rand mottan setur mjög sterkan svip á herbergið en þarna má líka sjá Componibili hirsluna og Eros stólinn sem bæði er frá Kartell. 

20131002_Asvallag_035

Dásamlega fallegt ekki satt?

VINNUSTOFA?

Fyrir heimiliðÓskalistinn

HL_TENKA_G_18268 cherry blossom

HL_TENKA_G_18280 cherry blossom

HL_TENKA_G_18295

Myndir: Ranvita La Cour og Rishi. www.happyliving.dk

Ég fæ ekki nóg af vinnustofu dönsku listakonunnar Tenku Gammelgaard. Ég hef undanfarið verið með augu (og eyru) opin fyrir vinnustofuaðstöðu í Hafnarfirði en án árangurs. Annaðhvort er nýbúið að gefa plássið eða að það sé of dýrt. Það sakar því varla að láta ykkur líka vita að ég sé að leita af litlu og ódýru vinnustofuplássi:) Endilega hafið mig í huga ef þið heyrið af einhverju!

-Svana

HÓTEL: MARTIN MARGIELA

Heimili

Ef þið eigið leið til Parísar og viljið gista á brjálæðislega fallegu hóteli þá er La Maison á Champs Elysees málið. Nokkur herbergi og svítur eru sérhannaðar af tískuhönnuðinum Martin Margiela, t.d. þetta hér að neðan.

Skjermbilde 2013-10-05 kl. 22.57.18Skjermbilde 2013-10-05 kl. 23.00.47 Skjermbilde 2013-10-05 kl. 22.58.05

1 2 3Screen shot 2013-10-07 at 2.23.24 AM

Screen shot 2013-10-07 at 2.22.06 AM

Þvílík fegurð! Veggfóðrið er eitt það allra fallegasta sem ég hef séð, það er í rauninni svarthvít ljósmynd af gylltri setustofu sem er á neðri hæð hótelsins. Ef að Napóleon III væri enn uppi þá myndi hann pottþétt gista á þessu hóteli… það er ég alveg viss um:)

Þetta er komið á topp tíu listann minn yfir fallegasta “heimilið” sem ég hef séð.

Hvað finnst ykkur? 

HEIMA HJÁ ANNALEENA

Heimili

Mikið gladdi það mig að rekast á innlit hjá sænska stílistanum Annaleena Karlsson frá bloggsíðunni frægu, Annaleenas Hem. Ég hef lengi fylgst með henni og tengi mikið við stílinn hennar, þá helst þennan hráleika og svo er stíllinn hennar líka frekar töffaralegur. Annaleena sem er menntuð sem hjúkrunarfræðingur stefndi alltaf á að verða ljósmóðir en skipti heldur betur um stefnu í lífinu og starfar í dag við “interior” eða innanhúss-stíliseringu og ljósmyndun. Hún segir áhugann á innanhúshönnun hafa kviknað af alvöru við byggingu á draumahúsinu sínu sem myndirnar hér að neðan eru frá. Fyrir áhugasama þá er hægt að lesa viðtalið við hana á vefsíðu tímaritsins Residence, en þar birtust myndirnar fyrst. Þetta heimili er algjörlega æðislegt!

varberg06_2

Eldhúsið er skemmtilega hannað, göt á skápahurðum og skúffum í stað þess að nota höldur, -allt fyrir heildarlúkkið. Einnig segir hún stálplöturnar vera í iðnaðareldhúsa gæðum, s.s. þykktin er slík að leggja má heitt á plötuna og missa þunga hluti án þess að það sjáist á henni. Hreindýrahornin eru svo auðvitað punkturinn yfir i-ið.

VARBERG16

varberg23

annaleenashem

varberg04

Yfir borðstofuborðinu hangir þetta risavaxna ljós, en þetta er í raun karfa sem Annaleena spreyjaði svarta og hengdi upp sem ljós. -Góð hugmynd:)

Screen shot 2013-10-06 at 10.51.53 AM
Æðislegt heimili ekki satt? 

VINNINGSHAFINN

Íslensk hönnun

PIR-NEC-DOU-Coal-web  copy

Ég get ekki annað en sagt  yfir viðtökunum á afmælisleiknum, 260 dásamleg komment sem ég hafði svo ótrúlega gaman af að lesa og mikið vildi ég óska þess að þið allar gætuð unnið fallega Pirouette Coal hálsmenið frá Hring eftir Hring. Með aðstoð random.org fann ég vinningshafann sem er…

Sigríður Ágústa Finnbogadóttir

“Innilega til hamingju með árin 4 :) alltaf svo gaman að skoða bloggið þitt. Það er eitthvað svo ekta, ástríða þín á hönnun og fallegum hlutum skín í gegn til okkar lesenda :)” 

Endilega sendu mér póst á svartahvitu@trendnet.is

Ég mæli svo með að fylgjast með í vikunni, ég er þegar búin að ákveða gjöfina fyrir næstu helgi og ég get lofað því að ykkur mun öllum langa í hana:)

-Svana