LITAGLEÐI

Heimili

Það er eitthvað við þessar tvær myndir sem heillar mig einstaklega mikið. Það eru þessir sterku litir sem njóta sín svo vel á hlutlausum bakgrunninum. Ég er einstaklega hrifin af hvítum gólfum, þau leyfa hlutunum og litunum að njóta sín svo mikið mikið betur.

P.s. Ég er þessa stundina að pakka niður fyrir vinnuferð til Frankfurt í fyrramálið, hönnunarsýningin Ambiente skal vera heimsótt í þetta sinn. Ég var þó að kynna mér netið á hótelinu mínu, -20 evrur á dag gera mig ekki mjög bjartsýna um að ég muni koma til með að blogga þarna úti…

Ef það er einhver þarna úti sem þekkir þessa borg (sem ég geri svo sannarlega ekki) þá má sá hinn sami lauma til mín tipsum hér í kommenti;)

HÖNNUNARSÝNINGIN AMBIENTE

Hönnun

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók á dögunum þegar ég var á Ambiente sýningunni. Ég get svo sannarlega mælt með þessari sýningu fyrir hönnunarunnendur sem og verslunareigendur og innkaupastjóra, hér má finna allt fyrir heimilið frá a-ö!

Sýningin var haldin í 11 höllum, ég komst reyndar ekki yfir það að skoða allar hallirnar svo ég valdi úr hvar áhuginn minn liggur og hvaða vörur fást hér á Íslandi:)

IMG_8912IMG_8915IMG_8917IMG_8919

Danska barnavörufyrirtækið Sebra var með skemmtilegann bás, ég gat alveg leyft mér að dreyma þarna inni:)

IMG_8947IMG_8965IMG_8966IMG_8974IMG_8979IMG_8987IMG_9000IMG_9008IMG_9012IMG_9016

Bynord nýtur mikilla vinsælda hér heima og voru þeir með æðislegann bás með vöruúrvalinu sínu.

IMG_9023IMG_9024
IMG_9042

Hinn íslenski Fuzzy?

IMG_9046

Hér má sjá yndislega eigandann af Flensted Mobiles:)

IMG_9048

Í einni höllinni var sérmerkt svæði fyrir Young and Trendy þar sem að ungum og upprennandi hönnuðum var gefið færi á að sýna hönnun sína í von um að finna framleiðendur eða kaupendur.

IMG_9052IMG_9055IMG_9057IMG_9060

Dásamlegu ljósin frá Vita.

IMG_9061IMG_9066IMG_9067IMG_9073IMG_9074IMG_9108

Nýjir litir frá Hoptimist! Æðislegir:)

IMG_9109IMG_9123

Og svo kemur varla neinum á óvart að sýningar”básinn” hjá Georg Jensen var afar glæsilegur og íburðarmikill.

IMG_9125IMG_9127IMG_9133IMG_9137

Rosendahl og Kay Bojesen var á sínum stað, klassísk hönnun.

IMG_9172IMG_9175

Núna er það bara að krossa fingur að ég nái að kíkja aftur að ári liðnu!

Takk fyrir mig Ambiente og takk Frankfurt fyrir ánægjulegar stundir:)

x Svana

HEIMA ER BEST

HeimiliPersónulegt

Ég kláraði loksins þennan litla “myndavegg” í dag, en mig hefur vantað eitthvað á þennan stað í dálítinn tíma. Augnlæknaspjaldið er frá Norma, Fiðrildið fékk ég í NY, If you…textann prentaði ég útaf netinu, og svarta skiltið fékk ég í dag í My Consept store:)
“Enjoy the little things in life because one day you will look back and realise they were the big things.”

MINIMALÍSKT

Heimili

Þetta dásemdarheimili er að finna á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Hlutirnir eru vel valdir og tóna þeir hver við annan, og skapa þægilegt andrúmsloft. Þarna er lítið um liti, fyrir utan eina plöntu, og þau Jesper og Majbritt sem þarna búa segja að til að halda stílnum svona minimalískum þurfti alltaf einn hlutur að víkja þegar nýr er keyptur. “if a piece comes in, another must go.” via

TIL SÖLU

Heimili

Ég rakst á þessa æðislegu íbúð á netvafri mínu í morgun, en íbúðin sem staðsett er í Baugakór er til sölu hér. Stofan er ein sú fallegasta sem að ég hef séð með samblöndu af fallegum hlutum og listaverkum, og það er ótrúlegt hvað smá hint af grænbláa litnum gerir mikið fyrir heildarlúkkið. -Sjá Panton ljósin, hnöttinn og HAY púðann! Svo eru barnaherbergin líka dásamleg, greinilega mikið smekkfólk sem býr þarna:)

HEIMA HJÁ LOTTU AGATON

Heimili

Lotta Agaton er einn frægasti innanhússstílisti á Norðurlöndunum og er gífurlega vel þekkt á meðal bloggara sem fylgja eftir hverju skrefi sem hún tekur. Ásamt því að starfa sem stílisti rekur hún verslun í Stokkhólmi sem ég reyndi einmitt að heimsækja í fyrra, en eftir mikla leit kom ég að lokuðum dyrum, því að það er bara opið á fimmtudögum! Ég mæli þó virkilega með heimsókn ef þið eigið leið hjá; heimilisfangið er Radmansgatan 7.

Fyrir nokkru birtust fyrst myndir af heimili hennar í tímaritinu RUM (sem ég mæli líka innilega með að lesa.) en myndirnar voru þó bara rétt í þessu að detta á netið fyrir fleiri að njóta.

Þetta heimili er ekkert nema æðislega fallegt. Hvítt í grunninn en með sterkum andstæðum þar sem margir hlutirnir & húsgögnin eru svört. Hún blandar einnig náttúrulegum efnum við svosem við og leðri og lifandi plöntur má finna í hverju rými, sem gerir heimilið nokkuð sérstakt.
Leðurstólarnir frá Borge Mogensen, keramikfígúra frá Jamie Hayon, Ton stólar með örmum og álhlutir eftir Annalena.. ég gæti haldið endalaust áfram.
Vonandi veita þessar myndir ykkur innblástur:)
Myndir: Pia Ulin / Stílisti: Lotta Agaton

53 FM

Heimili

Í þessari 53 fm. íbúð í Christianshavn / Kaupmannahöfn býr hönnuðurinn Nina Bruun ásamt kærasta sínum Adam Dyrvig. Þegar þau ákváðu að flytja inn saman þurftu þau að velja vel úr búslóð þeirra beggja til að koma öllu sem best fyrir í þessari litlu íbúð. Það mætti segja að þeim hafi tekist vel til!

Þetta litla eldhús er eitt það flottasta sem ég hef séð, litrík og falleg listaverk&plagöt á veggnum og AJ lampinn setur punktinn yfir i-ið.

Bókahillan Paperback er algjört æði, og bækurnar fá virkilega að njóta sín.

Veggljósin hannaði Nina sjálf.

Tungusófi frá Eilersen.

Það dugar ekkert minna en 2 stk. Hang it all fyrir öll veskin.

 Ég elska að sjá svona pínulitlar íbúðir þar sem öllu er þó komið svo vel fyrir!

Myndir via: Alt for damerne

RUT KÁRA

HeimiliÍslensk hönnun

Ég gleymdi mér aðeins í gærkvöldi við að skoða heimasíðu Rutar Kára,sem er án efa einn vinsælasti innanhússarkitekt landsins. Það er ekki annað hægt en að fyllast innblæstri við að skoða þessar fallegu myndir. Það er einhvað svo fallegt við lita og efnisvalið sem virðist einkenna stíl Rutar sem er bæði hlýlegur og elegant.

Ég leyfi mér þessa stundina að dreyma um Pilaster bókahilluna sem sést í eldhúsinu.

Einnig vil ég benda þeim sem ekki hafa séð innlitið til Rutar Kára í þættinum Heimsókn, að kíkja á það Hér. Eruð þið jafn skotin í henni Rut og ég:)