WHEEL OF NUTRITION

Íslensk hönnun

 Næringarhjólið er matardiskur sem hannaður er af Hafsteini Júlíussyni ásamt Rui Pereira, en diskurinn á að minna okkur á hvernig við eigum að borða rétt! Diskurinn sem framleiddur er í aldargömlu postulínsverksmiðjunni Porcel í Portúgal kemur í þremur gerðum: megrunar, venjulegur og ofurstór.

Mér finnst þessi hönnun vera sérstaklega skemmtileg svona eftir hátíðarnar og á tímum þegar að líkamsræktarstöðvar landsins fyllast og margir eru að reyna að taka sig á í matarræðinu;)

Það skemmtilega við diskinn er að þetta er ágætis áminning, þó að ekki sé alltaf borðað eftir réttum hlutföllum og jafnvel þó diskurinn endi sem skrautmunur uppá hillu!

Virkilega skemmtileg hönnun!

:)

GLERKÚPLAR

Fyrir heimiliðÓskalistinn

Ég væri virkilega til í að eignast fallega glerkúpla undir nokkra uppáhaldshlutina mína.

So far hef ég bara rekist á þá í My Consept store.. fást þeir nokkuð í mörgum verslunum?

DECO IDÉES

Heimili

Þetta innlit birtist í september tölublaði franska tímaritsins Deco Idées, en þarna býr bloggarinn Marine Gobled sem heldur úti síðunni Studio Nord. (þó ekki mjög virk síða)

Þessar fallegu myndir tók ljósmyndarinn Frédéric Raevens.

FLOTHETTA

Íslensk hönnun

“Að fljóta gefur manni frelsi frá öllu utanaðkomandi áreiti. Það býr til aðstæður fyrir djúpslökun og jafnvægi. Við þessar aðstæður skapast rúm fyrir líkamann til að fínstilla sinn innri takt og njóta vellíðunnar sem og heilsubætandi áhrifa slökunar.
Við það að fljóta eiga sér stað nærandi efnaskipti. Streituvaldandi efni líkt og adrenalín og kortisól víkja fyrir vellíðunarhórmóninum endorfín sem gerir það að verkum að þú flýtur inn í sælutilfinningu. Líkaminn losnar undan þreytutilfinningu og verkjum. Slökun sem næst með þessum hætti hefur góð áhrif á heilastarfsemi, getur bætt minni og getu til að læra. Eðlileg efnaskipti eiga sér stað án allrar áreynslu. Eina sem þú þarft að gera er að njóta þess að leyfa vatninu að umlykja þig og fljóta með inn í slökunarástand.”

Flothettan sem hönnuð er af Unni Valdísi Kristjánsdóttur er alveg dásamleg, en eins og segir á facebook síðu Spark “Það er svo dásamlegt að hönnuður með frumlega hugsun, dýpt og frumkvæði skuli koma með þessa einstöku viðbót við baðmenningu okkar. Það er óhætt að segja að baðmenningin á Íslandi feli í sér ótal tækifæri. Galdurinn er einfaldlega að gera hlutina framúrskarandi vel og átta sig á því að besta hugmyndin er ekki endilega ný sundlaug heldur kannski eitthvað frumlegra eins og til dæmis flothetta.”

HANS J.WEGNER

HönnunÓskalistinnPlagöt

Mynd: Ernir Eyjólfsson, tekin fyrir 10 tbl. Húsa og Híbýla á gullfallegu heimili Steinunnar Völu skartgripahönnuðs.

Þarna sést einnig bakkaborð Hans Bolling, Fuzzy kollurinn, PH5 ljós ásamt ruggustól eftir Mugga (Guðmund J.Stefánsson.)

Það fer ekki á milli mála að Hans J.Wegner er einn merkilegasti hönnuður sögunnar. Plagatið hér að ofan sá ég fyrst í innliti hjá Steinunni Völu en henni hafði áskotnast það í heimsókn í verksmiðju ættinga hennar í Danmörku, PP Möbler. Sem að einmitt framleiðir öll húsgögn hönnuð af Wegner.

 Grafíska hönnunarstofan Rasmus Koch studio hönnuðu plagatið fyrir PP möbler árið 2007, en þar sjást teikningar Wegner settar saman lag fyrir lag.
Mikið yrði nú frábært ef ég fyndi leið til að eignast eins og eitt eintak.

LEILA JEFFREYS

Hitt og þetta

Þessar myndir vistaði ég í tölvunni fyrir dágóðum tíma síðan. Þvílík fegurð.


Leila Jeffreys er ljósmyndari frá Ástralíu sem ólst upp í kringum allskyns dýr. Þegar hún var yngri bjargaði hún ásamt pabba sínum ýmsum slösuðum fuglum og villtum dýrum og hjúkruðu þau þeim. Í dag tekur hún fallegar ljósmyndir af dýrum í nafni föðurs síns heitins, Richards

Ég gæti vel hugsað mér að eiga eina slíka mynd upp á vegg, en fallegar eru þær.

FERM LIVING SS13

Fyrir heimiliðHönnun


Vor og sumar bæklingur Ferm Living kom út á netinu í dag, en allt umbrot og hönnun er einstaklega vel unnin og hann er fallegur fyrir augað. Hægt er að skoða bæklinginn hér.

 Einnig vil ég nota tækifærið og benda ykkur á facebook síðu Svart á hvítu, ég á það til að setja inn skemmtilega hluti þar.

Á VEGGINN

Fyrir heimiliðIkea

 Þessar myndahillur heita Ribba og eru frá Ikea, ég splæsti í eitt stykki í vikunni, mér finnst þetta sniðug lausn undir nokkrar myndir og fallega hluti, það er hægt að breyta uppröðuninni endalaust. Geri samt ráð fyrir að ég kíki aðra ferð á næstu dögum og kaupi eina í viðbót, finnst koma vel út að hafa fleiri en eina.