Svart Á Hvítu

Fallegt heima hjá Hildu Grahnat

Heimili
Hila Granhnat er 23 ára sænskur ljósmyndari . 
Hún er augljóslega með mjög gott auga fyrir smáatriðum, en eitt það áhugaverðasta við íbúðina eru þessi smáatriði. Svosem hillan í eldhúsinu sem er stútfull af gömlum ílátum, fallegur myndaveggur og gamlar myndavélar í stofunni. Og allt er þetta í blandi við klassísk húsgögn sem fundin eru á mörkuðum.
Mikið elska ég líka hvernig hún nýtir myndarammana sína á “random” hátt. 
Litlar myndir í stórum römmum, tómir myndarammar, einn á gólfinu og so on. 
FÍNT
Hilda tók sjálf myndirnar en hægt er að skoða heimasíðuna hennar HÉR

MMM

Íslensk hönnun
SKYR konfektið er komið aftur …. 
en konfektið er afrakstur sex vikna áfanga í LHÍ þar sem nemendur í vöruhönnun unnu með bændum.
:) 

betra seint en aldrei.

Heimili

ég var að skrolla yfir gamlar færslur og þá nefndi ég oft að ég ætlaði að gera flottann myndavegg heima. 
það vill svo skemmtilega til að sá veggur er ekki ennþá tilbúinn haha! 
en ég er þó búin að sanka að mér fallegum römmum, í geymslunni hjá ma og pa, og í kolaportinu
betra seint en aldrei skal ég segja ykkur! 
en aldrei hefði mig grunað hvað það tekur langann tíma að koma sér fullkomnlega fyrir í nýrri íbúð.
úff.

Stólar í Sokkum

DIY
ég er alltaf jafn hrifin af þeirri hugmynd að klæða stóla í sokka. 
það er svo krúttlegt. 
og að sjálfsögðu DIY.
máling, pensill og teip til að ná beinni línu.
PS. fyrsti dagurinn minn í sumarfríi. 
til hamingju ég! 
Eintóm hamingja

já takk.

Heimili
Þetta er vinnustofan hjá dönsku listakonunni Tenku Gammelgaard.
Þarna gæti ég svo sannarlega unnið vel.