Svart Á Hvítu

MEGA NÆS vegglímmiðar

HeimiliPlagöt
Núna er ég orðlaus. 
Ég hef fundið hina fullkomnu vegglímmiða vefverslun, en núna vandast málin þar sem að þeir eru allir svo flottir að það væri aldrei hægt að velja BARA einn.
Verðið er frá 5þúsund krónum og uppúr…. 
FLOTT?? :)
Hægt að panta HÉR

Slumber pouf

HeimiliHönnun
Pólski textílhönnuðurinn Alexandra Gac hannaði slumber pouf sem eru með krúttlegustu púðum sem ég hef séð.
Eins og litlar fígúrur á stofugólfinu. 
Mmmmmm
Fyrir áhugasama þá er stutt viðtal við mig á Innlit Útlit blogginu HÉR
:)

*****

Hitt og þetta

Regnbogakaka sem systir mín bakaði handa mér
IKEA vasinn frá mínum bestu vinkonum
Aalto vasinn frá bestu múttunni og pabbanum 

Vitra húsið

HeimiliHönnun
Þarna gæti ég sko búið.
Vitra fyrirtækið er þekktast fyrir framleiðslu sína á hönnunarvörum, og eru þetta höfuðstöðvarnar. 
PS. bloggið hefur e-ð orðið útundan síðustu daga, ég hef undanfarna daga kynnst því hvernig það er að vinna yfir sig og ég tel því spennt niður í sveitasæluna næstu helgi víjj:)

Olaf Hajek

Heimili
Hinn þýski Olaf Hajek er í miklu uppáhaldi hjá mér, hann er einn fremsti listamaður nútímans og hefur hann hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir ævintýraleg málverk sín/illustration. 
En hann er ekki bara flinkur að mála og teikna, en hann er líka mikill smekksmaður og íbúðin hans er mjög flott og á hann ágætis safn af fallegri hönnun.
Mér þykir kalkmálaða eldhúsið hans sérstaklega flott, en að sjálfsögðu afþví að hann er búinn að skreyta vegginn. Og svo koma tómu myndarammarnir á skrifstofunni hans mjög vel út. Öll íbúðin í heild sinni er mjög flott og líka hann Olaf Hajek.. hann er ekki svo slæmur sjálfur:) 
P.S fyrir áhugasama, þá er viðtal við hann HÉR

3

HeimiliHönnun
Þarna má sjá 3 góða vini mína. 
PH50 ljósið eftir Lois Poulsen. 
Kaffikannan frá Stelton 
Og Eames DSR stóllinn
Enginn þeirra býr þó heima hjá mér því miður.