71 FM

Heimili

Þetta fallega heimili fann ég á sænsku fasteignasölunni Fantastik Frank.  
Ég er að sjá á svo mörgum síðum í dag myndir af flísalögðum veggjum með svartri fúgu, mér finnst það koma virkilega vel út. En ætli ég verði ekki orðin þreytt á því áður en ég eignast mitt eigið eldhús? 
Þau á Fantastic Frank eru alltaf sömu snillingarnir hvernig þeir stílisera heimilin, þeim tækist að selja músaholu.
X

CONFETTI

DIYFyrir heimilið

Það er eitthvað svo einstaklega fallegt og skemmtilegt við confetti skraut.
En hönnuðurnir Nicholas Andersen og Julie Ho hjá Confetti System eru snillingar í því að skapa confetti veröld, og meðal viðskiptavina þeirra hafa t.d verið Lanvin, Mercedes Benz, Beyonce, Opening Ceremony og MOMA ásamt fleirum…. 
Confetti dúskar geta verið æðislegt skraut ef að þeir eru vel gerðir.. fyrir veisluna, verslunina, tjahh eða bara heima í stofu fyrir smá stuð!
HÉR má sjá hvernig hægt er að búa til Confetti dúska heima!

Fyrir heimilið
Stólamix!
Mikið væri ég til í að eiga svona falleg uppstoppuð fiðrildi, en það virðist engin búð á Íslandi selja slíkt.
 Fína greiðsla
Vonandi verður helgin ykkar góð,
mín verður róleg í bænum og vinna vinna vinna
:)

MALM MIRROR

Fyrir heimiliðHönnunHugmyndirIkea
Eigum við eitthvað að ræða þessa fegurð?
#fallegasta kommóða í heimi maske..
IKEA 2013 bæklingurinn kemur ekki út fyrr en í lok ágúst en lúðinn ég er byrjuð að spæja á netinu og þessi MALM kommóða er að gera útaf við mig.
Ég geri ráð fyrir að hún muni kosta örlítið meira en hin venjulega MALM?

*UPDATE
Þessi elska er víst komin vúbb vúbb 

DIY

DIY
Einn uppáhaldsbloggarinn minn, hin hollenska Ivania Carpio gerði þetta snilldar plexy borð með hitabyssu að vopni.
Ég mæli líka með blogginu hennar Love-Aesthetics

ÓSKALISTINN

Hönnun
Lempi glösin sem voru hönnuð af Matti Klenell fyrir Iittala eru komin á óskalistann minn (endalausa).
Staflanleg og falleg, það er eitthvað við glös… svipað og með skó, mér finnst ég aldrei geta átt nóg af þeim:)  

DOTTIR & SONUR

Hönnun

Ég er smá skotin í þessu ljósi frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Dottir og Sonur. 
Hönnuðirnir Ingvi og Tinna búa í Þýskalandi, en samkvæmt heimasíðunni þeirra er Aurum söluaðili þeirra á Íslandi.. 
Það væri gaman ef hægt væri að fá þetta ljós í fleiri litum.. þessir litir eru kannski ekki -mything- en fallegir engu að síður!

INNLIT

Heimili
Þarna gæti ég hugsað mér að búa.
Gullfallegt safn af húsgögnum, m.a vintage Eames og Arne Jacobsen stólar, og toppurinn yfir i-ið er Verner Panton ljósið.
Flottir púðar og Grass blómavasinn 
Acapulco stóllinn fíni
Demantsljósið 
Vipp tunnu í eldhúsið mitt takk
Vintage Grand Prix eftir Arne Jacobsen
Fíni Eames Hang it all.
Þarna býr sko smekkfólk, en íbúðin sem er í Danmörku er stútfull af fallegum hlutum og detailum.
Ef ég mætti búa þarna þá myndi ég flytja inn med det samme
:) 

DIY

DIY
Þetta þykir mér mjög fallegt 
Skyrtulampi…