SCINTILLA

Íslensk hönnun

Ég hef lengi verið ofsalega hrifin af Scintilla vörunum. Það er fatahönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir sem hannar heimilistextílvörur undir nafninu Scintilla, þar má nefna t.d. púða, rúmföt, teppi, dúka, náttföt og fleira en vörurnar eru seldar í nokkrum verslunum hér heima, t.d. Spark design space, Epal og ATMO.

Púðarnir eru algjört æði, mig dreymdi lengi um þennan beige litaða á efstu myndinni en endaði þó á einum með appelsínugulu mynstri, voða fínn. Gulu handklæðin eru þó ofarlega á óskalistanum þessa stundina, svo vorleg og falleg.

EGG EÐA SVANUR?

Hönnun

Ef að peningar væru ekkert vandamál…hvort myndir þú frekar kaupa þér Eggið eða Svaninn?

Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra, en það þarf að leita langt til að finna jafn formfagra stóla. Það má alltaf leyfa sér að dreyma:)

BENJAMIN GRAINDORGE

Hönnun

Þessi sófi fer alveg með mig.. hann er svo hrikalega spennandi, frumlegur, töff og fallegur.

Hannaður af franska hönnuðinum Benjamin Granidorge. 
 Það nær ekki eitt orð yfir þennan sófa. Er þetta bara ég, eða er hann ekki trylltur?

TÍMARITIN

Fyrir heimiliðHugmyndir

Mér finnst eitthvað vera svo heillandi við tímaritastafla, ég er sjálf með nokkra hér heima .. en sem starfsmaður stærsta útgefanda tímarita hér heima kem ég alltof oft með ný tímarit heim (held samt bara eftir 3 af 9), ásamt því að ég kaupi mér sjálf nokkur í mánuði. Ég vil helst hafa þau öll uppivið svo það er auðvelt að grípa í eitt gamalt og gott uppi í sófa eða á meðan ég borða kvöldmatinn. 

Það er góð hugmynd að koma þessum bunkum í notkun, t.d. skella borðplötu ofan á og nota sem stofuborð, einnig er hægt að strengja belti utanum og nota sem hliðarborð eða náttborð? Verst þætti mér reyndar að setja þau undir borðplötu og komast sjaldnar í þau.. En þá væri að sjálfsögðu möst að nota glerplötu… og flottasta forsíðan færi efst! Díses hvað það er fín hugmynd:)

Þetta fína tímarit var einmitt að koma úr prentaranum og kemur í verslanir á morgun (ef veður leyfir).

Ég er SJÚK í þessa forsíðu:)

P.S. Mig langar að bjóða ykkur að finna Svart á hvítu á facebook HÉR til að fá allt það nýjasta beint í æð:)

 :)

AGENT BAUER

HeimiliHugmyndir

Agent Bauer er síða sem ég gleymi mér stundum við að skoða, þetta er í raun sænsk umboðsskrifstofa sem hefur m.a. stílista, teiknara, hárgreiðslu og förðunarfólk ásamt ljósmyndurum á sínum snærum. Í kvöld renndi ég í gegnum innnahúss-stílista flokkinn og fékk þessar myndir lánaðar þaðan.

Það er mikið úrval af fallegum myndum að finna á þessari síðu, hvort sem þú hefur áhuga á ljósmyndun, matarstílistun eða slíku:

HÉR. 

 

INNLIT : SJÖVIKSKAJEN

Heimili

Innlitið sem ég ætla að sýna ykkur í dag er þetta fallega og afslappaða heimili í Stokkhólmi (eins og svo oft áður), sem er jafnvel til sölu ef einhver er áhugasamur að flýja kuldann hér heima.

Stílisering: Pella Hedeby
Ljósmyndir: Kristofer Johnsson

Svartur, hvítur og grár er allsráðandi, það mætti jafnvel segja að íbúðin sé örlítið kuldaleg, sem er þó mjög viðeigandi á þessum kalda degi. Ég sakna þess að sjá einhverja smá liti en íbúðin er töff engu að síður.
Hvað finnst ykkur?:)

ÓSKALISTINN

Fyrir heimiliðÓskalistinn

HAY HAY HAY

Allt sem þau framleiða er alveg dásamlegt, fylgihlutalínan er sérstaklega djúsí, smáhlutabakkar, skipulagsbox, gyllt skæri, púðar og annað sem fegrar heimilið.

Kaleido bakkarnir eru í sérstöku uppáhaldi.

Bakkaborðin eru mjög ofarlega á óskalistanum mínum, en ég mun eflaust skipta út stofuborðinu mínu á næstu mánuðum.

 Þennan púða frá HAY fékk ég mér reyndar í síðustu viku… já hann er bleikur.
Það síðasta bleika sem kemur hingað inn í bráð:)

DAGATALIÐ

Fyrir heimilið

Ég var spurð í færslunni hér að neðan hvar hægt væri að kaupa þetta fína dagatal. Það heitir Max 365 og fæst í þessari norsku netverslun Hér.

LAUGARDAGS

Fyrir heimilið

 Margir nota helgarnar sínar í tiltekt og annað stúss heimavið, sérstaklega í svona grámyglulegu veðri eins og er í dag. Það er eitthvað sem ég ætla mér að gera þegar ég er búin í vinnunni eftir 22 mínútur akkúrat:)

 Ég las áhugaverða athugasemd við hillu færsluna hér að neðan frá Valdísi, en þar segir hún “Ég hef fáa hluti í hillunum mínum og skipti svo reglulega út, ég er meira að segja með svona “punt” kassa þar sem ég geymi þá hluti sem ég er ekki að nota hverju sinni og í hverri viku þegar ég þurrka af þá dreg ég fram kassan og breyti einhverju. Mæli alveg með því að prufa þetta (þótt það sé kannski óþarfi að gera þetta í hverri viku) en það heldur manni á tánum með skreytingar heimilisins og þannig nær maður líka að nota alla hlutina sína.”
Ég er frekar hrifin af þessari pælingu hennar, en eins og ég sagði hér síðast þá er ég allt í einu að kafna úr hlutum, sem fá þá kannski ekki að njóta sín jafn vel fyrir vikið. Ég sat uppí sófa seint í gærkvöldi og horfði í kringum mig, og áttaði mig þá líka á því að ég safna aaaalltof mörgu bleiku!
Ég leyfi mér samt að dreyma um þennan laxableika Savoy vasa sem er væntanlegur.. greyið Andrés!:)
…bleikur slæðist alltaf með…

MIKIÐ MINNA MINNST

Fyrir heimilið

Eru þið eins og ég … að finnast alveg hrikalega erfitt að raða í hillur?

 Það eru að verða komnir ca. 2 mánuðir frá því að ég hengdi upp eina hillu eins og þessar myndarammahillur frá Ikea hér að ofan, og ég hef ekki enn getað fundið út hvað ég á að hafa í henni.. mögulega vegna þess hversu fáa hluti hún tekur? Þessi á efstu myndinni væri klárlega málið fyrir mig, ég er nefnilega hrikalegur safnari stundum en mig vantar stærri íbúð og stærri hillur undir aaaaallt þetta drasl.