HOME & DELICIOUS

Umfjöllun

Ég elska netið, 
og ég elska hönnun og heimili og mat
Þessvegna varð ég mjög glöð að sjá fyrsta íslenska nettímaritið um nákvæmlega það sem ég elska.
 Hægt að skoða HÉR 
XXX

STÝRIMANNASTÍGUR 12

Heimili
Ég rakst á flotta mynd á facebook síðu -Húsgögn retro- í morgun frá þessu fallega heimili og fann svo fleiri myndir af því á fasteignasölu mbl.is. Húsið er jú á sölu á 110 milljónir fyrir áhugasama:)

Fallegt og virðulegt steinhús með mansardþaki og júgendgluggum. Húsið sem er í herragarðsstíl var teiknað af Guðmundi H. Þorlákssyni og byggt árið 1926. Eignin er samtals 322,5 fm á tveimur hæðum ásamt kjallara og er bílskúr sérbyggður.”

Meira HÉR

NEON

Hönnun

Undanfarið hef ég verið með þennan bilaða neon koll eftir Tom Dixon á heilanum. 
Offcut stool fluoro kallast hann og var hannaður árið 2009 úr afgangsvið.
Hann kostar um 235 dollara sem gera um 30 þúsund krónur í dag, ég veit ekki til þess að hann sé seldur hér heima en hann kemur þó í flatpack svo ég hef hann bakvið eyrað fyrir NY ferðina mína í haust:)
Hann Tom Dixon kannetta!

ÍBÚÐ Í LUND

Heimili
Hér er enn ein sænska íbúðin til sölu (ég er sjúk í allt sænskt), en þarna býr þó íslensk fjölskylda.
Ég fékk skemmtilega ábendingu um hana í gegnum tölvupóst.
Mikið er þetta æðislega fallegt loftskraut í eldhúsinu, og fíni bleiki stóll! 
Svipað loftskraut er til í hvítu frá Ferm Living…
Þarna glittir í krumma eftir Ingibjörgu Hönnu. Er það ekki annars möst eign fyrir íslendinga í útlöndum:)
 Fleiri myndir HÉR

NO.14

Hönnun
Stóll no.14 eftir Michael Thonet er á óskalistanum mínum þessa stundina. 
Hannaður árið 1859 og er látlaus en flottur. 
Eitt stykki í svörtu takk:) 

LAUGARDAGS

Hitt og þettaHugmyndir
Mála eitt horn í hvítu rými í lit. -Helst bleikt að sjálfsögðu:) 
fallegir bókastaflar.
Hnötturinn er fallegur sem náttlampi -ég sé hann oftast notaðann sem stofuskraut
+++
En yfir í annað, þá fór ég á kósý deit í gær með mínum one and only. 
Tapashúsið varð fyrir valinu sem er uuuuuunaðslegt og eftir það skelltum við okkur í bíó á The intouchables sem er alveg hreint frábær mynd! Ég mæli s.s með henni:) 
Á bloggflakki mínu áðan rakst ég síðan á mjög girnilega hugmynd af sumarsalati sem er komið á -to do- listann. Fengin hjá ÁsuRegins 
Avókadó, rúkola, minta, kóríander, epli, baunir, limesafi & ólífuolía

GAMALT ÍSLENSKT

Hitt og þetta
Það eru nokkur íslensk blogg sem að ég sakna úr bloggflórunni. (Mér finnst ekki vera nógu margir virkir íslenskir bloggarar..)
+++
Wardrobe wonderland mæðgurnar
http://wardrobe-wonderland.blogspot.com/
M, eða Margrét.. ég er reyndar nýlega búin að rekast á hana á pinterest
http://margret-h.blogspot.com/
Stelpan sem var með look i like bloggið, minnir að hún hafi farið í fatahönnunarnám í London -ennþá meiri ástæða til að blogga:)
Einnig væri ég til í að Rakel Flygenring myndi aftur opna tískubloggið sitt
Eins hefur Bára Ragnhildardóttir í mörg ár verið öflugur bloggari, -hún ætti að byrja aftur
Nennið þið að byrja að blogga aftur:)
og þið sem eruð að lesa þetta megið koma þessu til skila hehe

MONKI

Fyrir heimilið

Mikið væri ég til í að búa í Monki landi.. þá fengu þessar elskur að fylgja með mér heim.