✚ HALLÓ SUMAR ✚

Heimili
 
 
fínt fínt fínt

Þetta fína heimili má finna í Stokkhólmi. 
Elska þessi röndóttu teppi, hvar ætli sé hægt að kaupa slíkt á Íslandi?

 

Jæja haugur af lærdóm kallar en bara 2 vikur eftir sem betur fer:)
Pant læra útá svölum í dag í þessari blíðu!

+ +

HeimiliHugmyndir
Jæja þá eru páskarnir búnir, ég er allavega búin að borða súkkulaði fyrir allt árið
2x matarboð í dag og lambakjöt í bæði skiptin 
Ferming á morgun og líka lambakjöt þá. Hressandi haha

FALLEGT HEIMILI Á SMÁRAGÖTU

Heimili
 
Gullfallegt heimili á Smáragötunni í Reykjavík.
Rosa fallegt safn af hönnun sem sjá má á þessum myndum og nokkrar af mínum draumaeignum t.d 
Finn Juhl -Poet sófinn, Borge Mogensen -hunting stóllinn ásamt Copper shade eftir Tom Dixon.
Fleiri myndir HÉR

HEIMA HJÁ SILJE AUNE

Heimili
+
Neon lituð máling fæst t.d í Litalandi og Litir og föndur (ekki ódýrt) 
En fáránlega flott að poppa upp á gamalt húsgagn
Dýrapúði, Cubus kertastjaki eftir Mogens Lassen og motta frá HAY
Stólar svipaðir J77 stólunum frá HAY, glittir líka í fínu korkhitakúlurnar frá Ferm living
Hvítt hliðarborð frá Hay og Acapulco stóllinn í grænu
Innlit frá Elle Decoration frá febrúar 

LE BOYS

Heimili
Ég hef tekið eftir því að strákar eru í auknum mæli farnir að lesa bloggið mitt.
Og þessvegna er þessi færsla handa þeim!
Master chair e.Philippe Starck
tjill í stofunni..
DIY vaskur úr lögnum
String hilla e. Nils Strinning
Fínt náttborð
Maurinn e.Arne Jacobsen
Svanurinn e.Arne Jacobsen
“I like boring things”
Gömul iðnaðarljós
Svart eldhús
Hver þarf hillur svosem..
Þín eigin hlið
Og skósafn að sjálfsögðu .. það vilja allir eiga slíkt
strákar og stelpur.
Góða helgi!

IKEA SNILLD

HönnunIkea

Sænska fyrirtækið Prettypegs var að setja á markað sérhannaðar fætur sem passa á öll IKEA húsgögn.
Þú ferð bara inná síðuna þeirra, velur rétt húsgagn, velur form og svo lit á fæturnar.
SNILLD 

 

HÖNNUNARMARSINN

Íslensk hönnun
VÁ ég veit varla hvar ég á að byrja.. Hönnunarmars var mesta klikkun sem ég hef komið mér í.
Ég var búin að taka að mér nokkur verkefni sem endaði í því að ég var vinnandi allann sólahringinn í 3 daga. En það sem stóð mest uppúr var hversu mikið af snilldarfólki ég fékk að kynnast í gegnum öll þessi verkefni.
Ég tók einnig að mér að sjá um nokkra erlenda fjölmiðla, upphaflega átti það að vera Elle interior og Bo bedre, en það endaði með að ég eyddi helginni með ritstjóra Designboom.com og ritstjóra sænska Elle interior. Ég sýndi þeim Reykjavík og ýmsar sýningar ásamt smá túristadóti.
Hönnunarmars var svo kláraður með besta mat í heimi á Fiskmarkaðnum í gærkvöldi mmmm…
Takk þið sem hafið veitt mér þessi tækifæri. Þið vitið hver þið eruð;)
PS. ég bendi enn aftur á liveproject.me fyrir endalausar hönnunarmarsmyndir!

HÖNNUNARMARS SO FAR

Íslensk hönnun
Nokkrar svipmyndir af Hönnunarmars so far… more to come
Rúna Thors bregður á leik með sverðið sitt
Sigga í Spark, Finna og Brynhildur í Vík Prjóns á opnun stefnumót hönnuða við bændur
Ruggustóll úr einni plötu by Bility / Framleiðsla.is
Skyrkokteill mmmm
Guðrún Lilja að kynna snilldarvefinn Framleiðsla.is sem opnar innan skamms. Ef vel er að gáð má kannski finna verkefni eftir mig þarna…
Norðaustan 10 kynnti vöruþróunarverkefni sitt í Epal, unnið með ál, íslenskt lerki og hreindýraleður
HAF
The Devil’s Pet… kúl kerti eftir Þórunni Árnadóttir…
Kveðja Busy BEE
PS. Fyrir áhugasama þá er Liveproject.me með fullt fullt af HönnunarMars myndum