MEIRA FÍNT

Hitt og þetta

Ég veit ekki hvort að þið vissuð það kannski…

En ég skrifa líka fyrir Epal bloggið, eða það er rúmlega ár síðan ég tók við því bloggi en ég held að ég hafi aldrei nefnt það hér?:) Svo ef þið eruð sjúk í fleiri hönnunar – heimilispósta þá er bloggið að finna HÉR

 xxx Svana (blogglúði)

NÝTT

Hönnun

Jæja hundraðasta færslan um Tom Dixon – Copper shade mætt á svæðið, en haldið þið ekki að ég hafi keypt þessa dásemd á barnalandi í dag…

 All mine…. 

Ég er aðeins of hamingjusöm með þessi kaup, þrátt fyrir það að ég sjái ekki fram á það að hengja það upp sökum plássleysis hmm
En einn daginn mun það prýða heimilið mitt, en þangað til geymi ég það vel:)

TIL LEIGU

Heimili

Fyrir ykkur sem eruð að leita að íbúð til leigu …. þá var þessi að detta inná leigumarkaðinn, 500þús á mánuð með öllu innbúi og leigist í 2 ár í senn.

Síðasta myndin er samt í uppáhaldi hjá mér.. ég gæti s.s búið í kjallara hússins með allt mitt hafurtask. Ég fíla líka þennan bláa stiga einstaklega vel.

(Sagan segir að þarna hafi Hannes Smárason búið undanfarið…)

Miklu fleiri myndir HÉR

AÐ FINNA ÍBÚÐ…

Heimili

…Er ekki góð skemmtun. Ekki það að ég sé að missa sætu íbúðina mína, staðsetningin er bara að henta okkur svo hrikalega illa hérna í miðbænum. En gallinn er sá að leigumarkaðurinn í dag er algjört helvíti. Það er ekkert úrval,  og verðið er svo ósanngjarnt að mig langar helst að flytja bara heim til mömmu og pabba.

 En allra stærsti gallinn er sá, að mig langar í fallega íbúð. Íbúð með karakter, helst gamla (ég þoli ekki nýbyggingar) helst með panel á veggjum, bita í loftum, lista og rósettur og so on..

Aint gonna happen.

Ég held barasta að sé farin til Sverige.

 Þetta er s.s auglýsingin mín um hina fullkomnu íbúð, og hún á helst að vera í Hafnarfirði (já þið lásuð rétt) 
Endilega sendu mér línu ef þú lumar á e-u yndislegu á svartahvitu@trendnet.is

SCINTILLA

Íslensk hönnunPlagöt

Ég var búin að lofa nokkrum að láta þá vita þegar Scintilla plagatið mitt kæmi aftur í Spark. Það eru til núna nokkur eintök, en í heildina voru bara prentuð 11 af hverri týpu. Það eru kannski eftir um 5 stk?

Þetta er mitt hér að ofan.. (er alltaf eftir að ramma það almennilega inn.)

 

Plagatið kom líka í þessum týpum, þetta að ofan er landscape.

Spark er á Klapparstíg 33 !

FÖSTUDAGS

Heimili

Ég trúi því varla að það sé kominn föstudagur enn eina ferðina.

Þetta fallega heimili er í eigu hinnar sænsku Johönnu.

Mér finnst það vera yndislega fallegt.. myndirnar eru líka svo bjartar og fínar..

Pörfekt.

Hitt og þetta

Þessi mynd er æði haha, litla klifurmúsin hress á kantinum.

Flott plagöt á veggnum og fínu ljósin frá Normann Copenhagen.

Þessi bleiki hér að ofan er fugl dagsins.. en ég er þessa dagana með fugla á heilanum útaf uppstoppunarnámskeiðinu sem ég er á. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og get ekki beðið eftir að fá tilbúinn fugl í hendurnar. Hef samt ákveðið að birta ekki myndir á blogginu af ferlinu hehe, þá myndi ég missa mjög marga lesendur.

Núna er ég að stoppa upp lunda. Ég þarf að ákveða í hvernig stellingu ég vil hafa hann, en þá á kennarinn eflaust bara við þessar hefðbundnu, liggjandi eða sitjandi. En ég ætla að leggja þessa mynd undir hann.. svo hriiikalega mikið krútt.

INNLIT: AKUREYRI

Heimili

Þessi fallega íbúð á Akureyri er til sölu, mér finnst hún algjört æði. En verst að ég hafði ekki hugsað mér að flytja norður.

Það er sko vel hægt að fá hugmyndir frá þessari íbúð, falleg blanda af vintage húsögnum, upprunarlegt eldhús og ‘tvöfalt’ baðherbergi. Meira HÉR

Ferlega fínt!

KRÍA

HeimiliÍslensk hönnunSkart

Heimasíðan FreundevonFreunden birtu í dag myndir frá heimili íslenska skartgripahönnuðarins Jóhönnu Methúsalemsdóttur sem búsett er í Brooklyn NY. Jóhanna hannar undir nafninu Kría, en vörurnar hennar eru t.d  seldar í Aurum.

Falleg kona sem kemur greinilega til dyranna eins og hún er, ég elska þannig fólk. Máturlega mikið drasl þarna, en þannig má það líka alveg vera!

Miklu fleiri myndir ásamt viðtali má sjá á heimasíðu þeirra HÉR

xxx

DAGSINS

Hitt og þetta

Rétt upp hönd sem væri til í rólu í stofuna??!

Hátískuvöfflur fyrir tískusjúklingana haha

En hefur einhver ykkar lesið þessa bók hér að ofan? Ég er sjúk í að panta hana á amazon.com, en ég reyni takmarkað að trúa því sem ég les á netinu.. Ég las þar að hún væri  æ ð i s l e g.

‘It’s not how good you are, it’s how good you want to be.’

Já ég er alveg hrikalegur sökker fyrir svona bókum.