STRINNING

Hönnun

String hilluna hannaði Nils Strinning árið 1949.

Þvílík fegurð í einni hillu..

FÍNERÍ

Persónulegt

 Þessir dásamlega fuglar fást í Aurum, en þá rakst ég á fyrir jólin. Ég stóð ekki við planið mitt í jóla”fríinu” sem var að stoppa upp nokkra fugla sem að ég er með inni í frysti, planið er því að klára þá fyrir febrúar. Þessi mynd er allavega ágætis hvatning:)

Hinsvegar vildi ég deila með ykkur þessari fallegu teikningu sem að ég fékk í jólagjöf, hún er eftir Megan Herbert og heitir Bones, en er þú horfir vel þá sérðu nokkra kvenmannslíkama sem að mynda hauskúpu.

Fínt?

HEIMA HJÁ RAKEL

HeimiliPersónulegt

Þið munið kannski eftir henni Rakel sem stofnaði Svart á hvítu bloggið með mér í upphafi. Hún býr núna  í Leicester þar sem hún er að læra master í fashion management og ég sakna hennar ó svo mikið. Ég hef ekki ennþá heimsótt hana, en hún hefur hinsvegar komið sér mjög vel fyrir og ég leyfi mér að stelast að birta nokkrar myndir af instagraminu hennar (sem hún verður kannski ekki mjög kát með haha). @rakelrunars

Þessa fínu myndavél benti Rakel mér á að hægt væri að nálgast ókeypis hér í hárri upplausn.

Þetta er hún Rakel mín og Emil sætabaun.

Fyrst ég er byrjuð að ræna instagram myndum vinkvenna minna þá má hér sjá stofuna heima hjá henni Kristbjörgu Tinnu. Plagötin með tilvitnunum í Andy Warhol hafa notið mikilla vinsælda undanfarið og þá sérstaklega í skandinavískum heimilistímaritum og bloggum, en þau eru keypt í Moderna safninu í Stokkhólmi.
Ji hvað maður á smart vinkonur!

HÁPUNKTUR

Persónulegt


Þegar ég fór yfir nokkra atburði sem stóðu upp úr árinu mínu um daginn gleymdi ég algjörlega einu atriði. Hönnunarmars 2012!

Þá fékk ég það verkefni að vera með Anders Bergmark einum ritstjóra sænska Elle Decoration og sýna honum áhugaverða staði í Reykjavík, ég sá einnig um einn blaðamann hönnunarvefsíðunnar Design Boom hana Richelle, en ég var algjörlega með stjörnur í augunum yfir Anders. Ég fór meðal annars með hann á gamla vinnustaðinn minn Kex hostel, þar sem að hann heillaðist uppúr skónum og ætlaði að fjalla um þá í blaðinu.

Ég tók þessa mynd á Kex á nýliðnum ársfundi Trendnets. 

 Ég kynntist líka á árinu henni Sari Peltonen sem er verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar en það er hún sem veitti mér þessi tækifæri og reyndar mörg fleiri sem ekki er hægt að nefna að svo stöddu og hafði hún ótrúlega trú á mér í rauninni áður en við kynntumst. Takk!
Ég er orðin hrikalega spennt fyrir Hönnunarmars 2013 og er búin að taka frá dagana í dagatalinu mínu.
14-17 mars it is.

DIY : FATAHENGI

DIY

Flott fatahengi sem gert er úr pípulögnum, það þarf varla að fá leiðbeiningar með slíku.
Virkilega flott og fallega stíliseraðar myndir.
Vonandi prófar einhver þetta DIY, mig sjálfri vantar ekki fatahengi.
xxx

SKÓR Í SKÁP

Heimili

Ég er þessa stundina að skila af mér (þó ég segji sjálf frá) fáránlega fínu eintaki af Húsum og Híbýlum, ljósaþema skal það vera en inná milli stelst ég til að kíkja á skemmtilegar netsíður og þá skorar The Coveteur alltaf jafn hátt.

Hvernig væri nú að ég tæki bara saman nokkrar uppáhaldssíðurnar mínar.. íslenskar og erlendar?

HEIMA HJÁ ALMARI

HeimiliIkeaÍslensk hönnun

Vöruhönnuðurinn Almar Alfreðsson hefur gert það mjög gott undanfarið ár með hönnun sinni Jón í lit. Hann flutti þó nýverið ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar en myndirnar hér að neðan eru frá fallegu heimili þeirra í Reykjavík sem ég var mjög heilluð af. Þarna eru augljóslega smekkhjón á ferð og hægt að fá margar hugmyndir frá þessari litlu en heillandi íbúð. Það verður spennandi að fylgjast áfram með Almari en hægt er að fá fréttir af hönnun hans, Jón í lit hér.

Vinnuherbergi hjónanna. Ég er mjög hrifin af þeirri lausn að hafa margar Ikea Lack hillur á einum vegg, og gæti vel hugsað mér að setja svona upp á mínu heimili. Uten Silo smáhlutahillan hangir á veggnum og Eros stóllinn eftir Philippe Starck sómar sér vel við skrifborðið.

Hella Jongerius, Polder sófinn nýtur sín vel á heimilinu, þarna má einnig sjá Fuzzy kollinn, Philippe Starck stólinn, nokkra Maura og Krumma eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur listamann á Akureyri.

“30 túlípanar, í Savoy vasa eftir Alvar Aalto, geta gjörbreytt stofunni og fengið konuna til að brosa út að eyrum.” segir Almar á facebook síðu sinni þar sem ég rakst á þessa fallegu mynd.

Kötturinn Hneta er líka hrifin af sófanum.

Eames – Hang it all snaginn forstofunni.
Tam Tam kollar, upphaflega hannaðir árið 1986, og Aalto trébakkinn fallegi.
 Og svo síðast en ekki síst þá má hér sjá Jón í lit.
Þess má geta að heimili Almars var birt í heild sinni í Hús og Híbýli snemma árs 2012, hvort það hafi ekki verið maí-blaðið?:)
Nýárskveðjur, Svana

ÁRAMÓTAKVEÐJA ♡

Persónulegt

Það er gaman að lesa áramótaheit vina sinna á netinu og eru sumir metnaðarfyllri en aðrir:) Ég ætla að setja mér mörg lítil markmið fyrir árið 2013 sem að ég ætti auðveldlega að geta tæklað, en markið eins og mæta 5x í ræktina í viku og hætta að borða súkkulaði myndi ég ekki einu sinni byrja á að skrifa niður á blað.

En þegar ég lít til baka yfir liðið ár og hugsa til tækifæra sem að mér voru veitt vil ég deila með ykkur nokkrum hlutum sem að ég lifi kannski ekki eftir, en þetta er mér mjög ofarlega í huga.

Þetta er það allra besta sem að ég hef tileinkað mér og ég vildi óska þess að fleiri myndu gera hið sama. Ef að mér dettur eitthvað í hug þá hika ég ekki mikið lengur en í hálftíma við að framkvæma það, og þessar skyndihugmyndir mínar hafa hinsvegar veitt mér svo margt.

!

 
2012 var nokkuð viðburðarríkt. Ég skilaði BA ritgerðinni minni um hönnunareftirlíkingar, fór á hönnunarsýninguna í Stokkhólmi, útskrifaðist sem vöruhönnuður og Andrés sem húsgagnasmiður, var fastráðin hjá Húsum og Híbýlum, fór í yndislega Akureyrarferð með saumaklúbbnum og mökum, gerðist meðlimur Trendnets, flutti í Hafnarfjörð, lærði uppstoppun, fór til New York með fjölskyldunni og kynntist svo ótalmörgum snillingum.
Ég vil þakka öllum þeim sem leggja leið sína á Svart á hvítu fyrir lesturinn og ég hvet ykkur til að halda því áfram því að næsta ár verður enn betra:)
Áramótakveðjur, Svana
xxx

ANGENÄM : IKEA

HönnunIkea

Ég er sérstaklega hrifin af Angenam línunni sem til er í Ikea og er hönnuð af Nike Karlsson, hún er bæði klassísk og elegant.

 Ikea kann þetta!

ÁRAMÓTIN

HugmyndirPersónulegt

Ég get hreinlega ekki beðið eftir nýja árinu og öllu sem að því mun fylgja, spenntust er ég fyrir verkefnum sem ég er sjálf að vinna að, ásamt tveimur boðsferðum erlendis. Sú fyrri er á hönnunarsýninguna Ambiente í Frankfurt í febrúar og sú seinni er til USA í mars/apríl. Undanfarið ár hefur verið gífurlega viðburðarríkt hjá mér og mig hlakkar til að geta fókuserað á færri hluti og sinnt þeim þá betur. Ég var að lesa skemmtilega stjörnuspá hjá Helga Ómars en ég er einmitt líka í tvíburamerkinu eins og hann. “Vindar breytinganna munu loksins hætta að blása á árinu sem nú fer í hönd og framundan er tími uppbyggingar. Tvíburinn þarf líka að gefa sér tíma til þess að horfa á inn á við og finna sér tíma til þess að sofa, dreyma, skrifa, teikna, halda dagbók eða hvaðeina sem sálin mun þarfnast á næstunni.” Þetta á afskaplega vel við mig en ég trúi mikið á stjörnuspár. Þessa stundina er ég að taka saman árið 2012 hjá mér og útbúa áramótaheit, ég mun deila því með ykkur innan skamms.