Svart Á Hvítu

Sexý rúm

Hugmyndir
Þessar frábæru myndir fann ég á The Selby. 
Ég er þó vön að henda brjóstahöldurunum mínum þegar þeir hætta að passa, hefði ég ekki gert það í gegnum tíðina gæti ég skellt í eitt svona fallegt silkirúm. ansans.
En fallegt er það.

Góð hugmynd!

HeimiliHugmyndirIkea
Þeir sem eiga það sameiginlegt með mér að mega helst ekki bora mikið í veggi í leiguíbúðinni sinni gleðjast líklega jafn mikið og ég þegar ég fann þessa snilld.
Ikea vegghillur ásamt bunka af tímaritum (helst gömlum sem þarf ekki að nálgast í bráð).
 VOILA.

Þráður.

Íslensk hönnunUmfjöllun
Fyrir ykkur sem aldrei hafið kíkt í yndislega hönnunarrýmið Spark á Klapparstíg 33, þá mæli ég eindregið með því að kíkja sem allra fyrst. 
Þar er að finna rjómann af íslenskri hönnun ásamt fallegum sýningum sem standa í smá tíma í senn. 
Núna í sumar er sýningin Þráður, en þar mætast tvær kynslóðir sem fást við skartgripagerð.
Dóra Guðbjört Jónsdóttir hefur starfað sem gullsmiður í um 60 ár. Hún hefur sérhæft sig í smíði á víravirki og er án efa fremsti fagmaður á því sviði og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. 
María Kristín Jónsdóttir útskrifaðist úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún er fulltrúi kynslóðar sem hefur tileinkað sér frelsi í verkefna- og efnisvali. 
Verk þeirra endurspegla ólíka aðferðarfræði og gildismat en eiga samt sem áður margt sameiginlegt.
 Og hér að neðan eru þær stöllur saman.

CHARLOTTE

Heimili
Þessar fínu myndir ertu búnar að vera seivaðar of lengi í tölvunni minni, 
excusez moi 
En það eina sem ég man er að píjan heitir Charlotte
Fáránlega töff þakíbúð
Hún Charlotte er greinilega mikill dýravinur, en það eru dýrastyttur, feldir eða uppstoppuð dýr í hverju horni. 
x

DIY: Fataslár

DIYHeimiliHugmyndir
Mikið er þetta mega næs fataslá. 
Núna þarf ég bara að grafa upp sögina mína og skella mér útí garð. Það hlítur þó að þurfa að hreinsa börkinn af, svona til að hafa þetta snyrtilegra og smá sandpappír líka!
Önnur útgáfa, og flott hvernig skónum er raðað.
Þessa mynd fann ég á facebook, íbúð sem að mig langaði að leigja.
Frábær nýting á plássi að hafa fataslánna fyrir ofan rúmið alveg uppí lofti!
X

XXX

HeimiliSkart
Ég hef verið sjúk í alla skartgripina frá Fashionology síðan að ég bjó í Hollandi og safnið mitt stækkar smátt og smátt. Hin hollenska Rachel Duister klikkar ekki þegar kemur að ofurflottu skarti og ég bráðnaði þegar ég sá þessi hálsmen hér að ofan. 
Var líka að kanna málið og þau eru væntanleg í GK innan skamms. *update* eru komin til landsins.. ómæ
komatilmammasínxxx