KÓSÝ

Fyrir heimilið

Ég er í þvílíku kósý skapi þessa dagana, og langar í eitt stykki hlýlegt heimili takk. Með miklum við, fallegum mottum á gólfið og helst arin. Já mig er farið að hlakka til haustsins (enda ekkert sumarveður hvort sem er). Gef þó þessari gulu einn séns í viðbót þegar ég fæ sumarfrí í lok vikunnar, annars er ég farin í búðarleiðangur þar sem aðeins verða keypt kerti, mottur á gólf og teppi í sófann.

SUNNUDAGS INNLITIÐ

Heimilivia stadshem.se

Á meðan að sambloggarar mínir njóta sín í sólinni þá nýt ég mín hér heima upp í sófa að skoða gömul tímarit og grafa upp falleg heimili á netinu. Þetta hér að ofan finnst mér vera einstaklega fallegt, svarti veggurinn í svefnherberginu og svart gólfið í eldhúsinu stendur upp úr. Motturnar á gólfinu eru líka æðislegar, mikið væri ég til í eina vínrauða persneska á stofugólfið eða undir eldhúsborðið!

Vonandi áttuð þið ótrúlega góða helgi, mín var frábær… ég er þessa dagana að skoða í kringum mig vinnustofur svo ég fer vonandi að komast í gang með mín eigin verkefni í haust. Ég krossa fingur!

:)

HALLO GOTHENBURG

Heimili

Í dag ætlum við að heimsækja fallegt heimili í Gautaborg. Íbúðin var til sölu á einni af uppáhaldsfasteignasíðunum mínum fyrir nokkru, Alvhem, þar sem íbúðir sem þessar eru teknar í gegn af stílistum og gerðar sem söluvænlegastar. Þarna gæti ég alveg hugsað mér að búa… með hvíttað gólfið, hvíta veggi og hvítar hurðar.. eins og tómur strigi, þvílík draumaíbúð fyrir innanhússperra eins og mig;)

Þessir svíar eru alveg meðetta!

STIGINN

DIYRáð fyrir heimilið

Það eru til endalausar hugmyndir til að skreyta stiga, minn var á tímabili fagurgrænn með límfilmu (þ.e.a.s. þegar ég bjó ekki í kjallara eins og núna). Það er besta lausnin fyrir þá sem eru í leiguhúsnæði að nota límfilmu, en fyrir hina er svosem ekkert því til fyrirstöðu að draga fram pensilinn og mála stigaþrepin:)

1000

Fyrir heimiliðHitt og þetta

1000 þakkir fyrir fyrstu 1000 like-in á nýju facebook síðu Svart á hvítu. Mig hefði ekki grunað að þetta myndi ganga svona hratt!

Hér að neðan eru myndir af skemmtilegum lausnum sem mér þætti gaman að sjá á fleiri heimilum,

Þessi mynd hér að ofan á hug minn allan þessa dagana, ef gulllitur inná heimilinu er ekki eins FAB og það gerist? Ég veit til þess að gullfilmur hafa fengist í Bauhaus.. hvernig væri nú að skella eins og einni rúllu á vegginn? Þetta brýtur upp á rýmið á skemmtilegan hátt:)

Það að mála hurðar og hurðakarma er of góð hugmynd til að birta bara einu sinni, þessa mynd hef ég birt þónokkrum sinnum. Einn daginn verður hurð á mínu heimili máluð í bleikum lit… (en bara þegar kallinn er ekki heima haha:)

Svo er að sjálfsögðu hægt að mála annað en bara veggi, í þessu tilviki kemur einstaklega vel út að mála einn vegg ásamt lofti í ferskum bláum tón. Eins hef ég séð skemmtileg heimili þar sem gólf hafa verið máluð/lökkuð í lit.

Hugsum út fyrir kassann fólk, þessar hugmyndir hér að ofan eiga það allar sameiginlegt að vera auðveldar í framkvæmd og ódýrar, en gera heilmikið fyrir heimilið.


Og svo eitt klassískt að lokum svona fyrir svefninn.

xx

 

facebook.com /svartahvitu

Persónulegt

Elsku heimsins bestu lesendur, ég ákvað (loksins) að búa til nýja facebook síðu fyrir Svart á hvítu, sú gamla hét ennþá svartahvitu.blogspot.com og skemmtilegar reglur facebook gerðu það að verkum að ekki er hægt að breyta nafni á síðum eftir x mörg like. Ég sem var svo gífurlega ánægð með mín 2700 like ákvað að byrja aftur á núlli og vona svo innilega að þið hafið áhuga á að halda áfram að fylgjast með mér:) Það verður miklu skemmtilegra á nýja staðnum! p.s. ég er að skipuleggja djúsí gjafaleik mmmm.

Nýju síðuna er hægt að finna HÉR.

SUMARHÚS Í SVÍÞJÓÐ

Heimili

Þetta fallega sænska sumarhús fann ég á síðunni hennar Emmu, það var hún Lotta Agaton sem stíliseraði heimilið fyrir myndatöku en hennar stíll er mjög áberandi á myndunum ef þið hafið séð verkefni eftir hana, tjahh eða hennar eigið heimili. Ég birti myndir af því í febrúar á þessu ári og hægt er að skoða færsluna hér.

Æðislegt sumarhús ekki satt?

VERSLAÐ Í HAFNARFIRÐI

Búðir

Það er aldeilis hægt að versla í Hafnarfirði, heimabænum mínum:) Nýjasta viðbótin í bænum er verslunin Luisa M sem er í senn verslun fyrir heimilið og lítið kaffihús, ég tók nokkrar myndir nýlega til að deila með ykkur.

Ég eignaðist tvo nýja hluti í þessari verslunarferð minni, sem ég sýni ykkur í næstu færslu:)

Ég mæli með að þið gerið ykkur ferð í fjörðinn fagra, það mun koma ykkur á óvart úrvalið af flottum verslunum!

NÝTT FRÁ TULIPOP

Íslensk hönnunPlagöt

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop var að hefja sölu á flottum stafrófsplakötum sem eru tilvalin í barnaherbergið. Plakötin koma í tveimur litum, ljós gulum og svörtum og eru í stærð 50×70 cm.

Verðið á þeim er 2400 kr. en það er sérstakt kynningarverð út morgundaginn á 1900 kr, en hægt er að versla þau hjá Tulipop, Hverfisgötu 39, 101 Rvk. :)

Áfram íslenskt!

*Update! tilboðið var framlengt fyrir þá sem misstu af og stendur því út vikuna 8-12 júlí:)

SUMAR&SÓL

Fyrir heimilið


Ég er ekki frá því að það sé best í heimi að vera í sumarfríi …sérstaklega þegar maður er í of mörgum vinnum…

Vonandi eruð þið að njóta sumarsins sem lét loksins sjá sig!

xx