2X DIY

DIY

Á bloggsíðunni Weekday Carnival rakst ég á þetta flotta DIY: Marmaralampi og hitaplatti.

Töff marmaralampi.

Og ennþá flottari kopar-viðar-hitaplatti.

Nánari upplýsingar má finna HÉR.

NÝTT HEIMILI

Persónulegt

Síðasti kassinn var loksins tæmdur um helgina, það var reyndar bara afþví að við áttum von á gestum annars væri ég að öllum líkindum ennþá að dúlla mér við þetta. Svefnherbergið er reyndar ennþá eftir þar sem eftir er að henga upp fataslá, en það þarf enginn að sjá það sem kemur í heimsókn, ég loka bara hurðinni á pokaflóðið.

Ég er búin að fletta í gegnum óvenju margar bækur eftir að við fluttum, það er einstaklega þægilegt að hafa bókastaflann við hliðina á sófanum. Ég mæli með því.

instagram @svana_

SUNNUDAGS

PersónulegtUmfjöllun

Óskalistinn minn þessa stundina birtist í helgarblaði Morgunblaðsins, þar tel ég upp nokkra hluti sem að mig langar í t.d. fyrir forstofuna, baðherbergið og svefnherbergið.

Gaman að þessu:)

STAÐAN Í DAG

Fyrir heimiliðIkea

… er sú að tvær hvítar Ikea Malm kommóður voru keyptar í gær/settar saman í dag svo ég get loksins farið að láta sjá mig meðal fólks (get byrjað að tæma fatapokana:), erum annars bara hægt og rólega að klára að koma okkur fyrir sem tekur sinn tíma þegar margir hlutir þurfa að raðast niður í litla íbúð, 54fm til að vera nákvæm. Þetta er þó mjög hugguleg íbúð og góður andi hér, það skiptir miklu máli. Það lítur einnig út fyrir að fleiri hlutir komist fyrir en ég áætlaði, fyrir utan annan skenkinn minn sem verður seldur bráðlega. (ekki skenkurinn sem Andrés smíðaði) ;)

Frekar huggulegar þessar Malm hillur!

Einnig var nettengingin að mæta á svæðið svo ég verð duglegri að skrifa!

Þangað til næst

xx

ÞREYTANDI.IS

Íslensk hönnun

Ég rakst á þessa mynd á facebook í dag, en Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir hönnuður Notknot púðanna deildi henni frá dönsku síðunni Stoff og Stil, en þeir eru farnir að nota eftirlíkingu af púðunum hennar til að selja efni sem þeir framleiða, ásamt því að deila ókeypis uppskrift af púðunum hvernig á að búa þá til úr efnishólkum sem þeir bjóða nú til sölu. Þetta er að sjálfsögðu alltaf jafn þreytandi þegar svona mál koma upp og mjög dýrt að berjast gegn þessu, púðarnir hennar Ragnheiðar eru einstakir og eru algjörlega hennar eigið hugvit og koma heldur ekki útfrá tískubylgjum eins og vill oft gerast. Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta eftirlíkingin sem sprettur upp af Notknot púðunum og varla sú síðasta. En mikið vona ég að íslenskir hönnunarunnendur láti sér ekki detta til hugar að skella í svona sjálfir, heldur styðji við íslenska hönnun og versli upprunarlegu hönnunina.

Er þetta ekki að verða þreytandi?

ÓSKALISTINN

Óskalistinn

Ef að ég ætti eina ósk, þá væri það sú ósk að eignast flík úr A/W ’13 línu Freebird. Þetta eru svona flíkur sem fengu aldrei að vera faldar inni í dimmum fataskáp, svo fallegar eru þær, ekki satt?:)

Freebird er á Laugavegi 46, 101 RVK.

Eigið góða helgi, ég verð komin í nýja íbúð þegar við heyrumst næst:)

HVAÐ MEÐ LOFTIÐ?

HugmyndirRáð fyrir heimilið

Þegar kemur að heimilum þá einskorðast uppröðun og stílfærslur oft að mestu leyti við veggi heimilisins, líklegast afþví við erum vön því að þannig eigi hlutirnir bara að vera? Veggirnir eru til að mynda málaðir en loftin ekki (allavega ekki í lit). Ég fór í ótrúlega skemmtilega heimsókn í gær á einstaklega fallegt heimili þar sem loftin voru flest máluð og það í dökkum litum (ásamt veggjum reyndar). Það var nokkurskonar uppljómum fyrir mér, ég hef margoft séð slíkar útfærslur á netinu, og í unglingaherbergjum, en aldrei komið inná slíkt heimili. Mér leið samstundis vel þarna innan um alla þessa dökku liti þó að íbúðin hafi ekki verið stór, heimilið hélt betur utan um mann. Ég þarf klárlega að skoða þennan möguleika betur á framtíðarheimilum mínum.

Virkilega fallegt og hlýlegt.

Fyrir þá sem ekki eru mjög hrifnir af dökkum litum á veggjum og loftum þá er líka fallegt að mála í björtum lit.

Svo heillaðist ég uppúr skónum þegar ég rakst á þessa mynd. Flísalagt loft ásamt veggjum er ótrúlega fallegt og hreinlegt á sama tíma, flott lausn fyrir baðherbergi, og flottara eflaust því minna sem baðherbergið er!

Ég sé fyrir mér að þetta sé alveg málið í haust til að gera heimlið hlýlegra.

xx

TOPP 10

Persónulegt

Í tilefni þess að Trendnet varð eins árs nýlega ákvað ég að skoða yfir vinsælustu færslurnar mínar undanfarna 12 mánuði, hér eru þær, þið klikkið bara á bleika linkinn til að fara inn í færsluna sjálfa:)

1. Ittala límmiði af eða á? Var mest lesna færslan mín, enda voru margir með gífurlega sterkar skoðanir á þessu “mikilvæga máli”. 

2. Mín Boston var önnur mest lesna færslan, þar fer ég yfir skemmtilegar búðir og veitingarstaði sem stóðu uppúr í heimsókn minni til borgarinnar í vor.

3. Verslað í Hafnarfirði… ég meina hver vill ekki vita hvar er gaman að versla í fagra firðinum;)

4. Nýtt : Ikea flottu útfærslurnar á Ikea húsgögn frá Superfront eru nokkrum númerum of fallegar og varð 4. mest lesna færslan.

5.@HOME reyndar komust nánast allar færslurnar þar sem ég birti myndir frá heimilinu mínu á topp-listann!

6. Heima er best. 

7. Fallegasta heimilið? Myndir af sænsku draumaheimili sem ég væri til í að birta myndir af aftur og aftur.

8. Heima hjá Almari. Heimili Almars vöruhönnuðs og snillingsins á bakvið Jón í lit var mjög vinsæl færsla.

9. Uppáhalds Pinterest síðan mín. 

10. Heimapælingar. Ég var í smá ljósahugleiðingum í sumar og íhugaði að skipta Dixoninum út fyrir PH5 (sú pæling er komin á hold). Enn ein eldhúsmyndin, sumum kannski til mikillar gleði en ég mun ekki koma til með að birta fleiri frá þessu eldhúsi a.m.k. Það verður töluvert öðruvísi á nýja staðnum!

Þá hef ég það… til að vera með allar færslurnar mínar vel lesnar þá þarf ég augljóslega að birta oftar myndir héðan heima, skrifa um skemmtilegar verslanir hér heima og erlendis, benda á síður sem ég skoða á netinu, ný og flott hönnun, ásamt því að flest íslenskt efni er mjög vel lesið:)

On it!

PAKKAÐ

Fyrir heimiliðPersónulegt

Eins og sum ykkar vita kannski, þá er ég að pakka niður þessa dagana. Vandamálið er bara að ég er alveg hræðilega léleg í því, dett í e-ð nostalgíu kast og fer að skoða allt draslið mitt, lesa bréf og annan óþarfa. Um helgina fannst mér ég allt í einu þurfa nauðsynlega að tímaraða og flokka öll tímaritin mín, guð forði mér frá því að flytja óflokkuð tímarit með mér á milli húsa! Einnig er ég búin að tæma alla skápa og flokka hlutina vel og vandlega, fylli kassa og poka af hlutum sem enda í Góða Hirðinum/Rauða Krossinum, en því sem að ég vil halda er raðað aftur smekklega inn í skáp (ekki ofan í kassa).

Þessi kisi fylgir mér eins og skugginn minn:)

Er að íhuga að skella þeim öllum í svona veglegan (tímaraðaðann) bunka á nýja heimilinu:)

6 dagar til stefnu, koma svoooo…