Í ELDHÚSINU

Persónulegt

Þar leynist þessi fína hilla með nokkrum uppáhaldshlutum.

Blá karafla:frá Muuto, gjöf frá stelpunum. Sítrónupressa Philippe Starck: Gjöf frá Andrési fyrir mööörgum árum. Hvítvínsglös: Urban Outfitters. Blómaskál: Anthropologie í NY. Doppótt rör: NUR. Ultima Thule glös: jólagjafir undanfarin ár. Stelton kaffikanna: Gjöf frá mér til Drésa.

:)

HEIMILI MUNTHE plus SIMONSEN

Heimili

Á þessu heimili býr Naja Munthe yfirfatahönnuður og stofnandi Munthe plus Simonsen sem er leiðandi merki í danskri fatahönnun. Naja Munthe er afskaplega smekkleg kona og 230 fm heimilið hennar í Frederiksberg/Kaupmannahöfn er engin undantekning þar sem afslappur stíll ræður ríkjum og einstakir munir og hönnun mynda fallega heild.

Myndir: Morten Koldby Inhouse  via Mad & Bolig

Dásamlega fallegt og heillandi heimili. Ef þið viljið vita meira um það og hvaðan sumir hlutirnir eru þá eru fleiri upplýsingar að finna hér.

24 FM

Heimili

Elísabet Gunnars benti mér á svo skemmtilegt video á heimasíðu vb.is í dag, en þar má sjá íbúð Christian Schallert, en hann býr í 24 fm íbúð í Barcelona. Honum hefur tekist með mikilli útsjónarsemi og snilldarlegri útfærslu að koma fyrir heilli íbúð; eldhúsi, stofu, svefnherbergi og baðherbergi á ótrúlega smekklegann hátt í því sem við flest myndum kalla sýnishorn af íbúð. Ég má til með að deila þessari snilld með ykkur!

JÓNÓFÓN & FRITZ HANSEN

Íslensk hönnun
Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður er á hraðri uppleið með útskriftarverkefni sitt frá Listaháskólanum, Jónófón. Jón sem er einnig góður vinur minn er á fullu þessa dagana að vinna að því að koma spilaranum í framleiðslu. En hann hefur fengið umfjöllun um Jónófón um allann heim, bæði í tímaritum og á ýmsum hönnunarnetsíðum. Merkilegast þykir mér þó þessa stundina að plötuspilarinn er til sýnis í flaggskipsverslun Fritz Hansen sem opnaði nýlega í Mílanó. Þar er Jónófón sýndur ásamt vörum framleiddum af Fritz Hansen og t.d Normann Copenhagen. Hér að neðan má sjá myndir úr versluninni þar sem sjá má Jónófón í góðum félagsskap:)
Jónófón í öllu sínu veldi.


 “Jónófón er akústískur vínylplötuspilari sem notast við pappabolla og lúður úr pappír til þess að magna upp tónlistina af vínylplötunni. Jónófón berstrípar tækni sem flestum er hulin og stælir virkni hins mikla klassíska grammófóns. Grammófónninn er einskonar táknmynd upphafs tónlistar á föstu formi en fyrir hans tíma var ekkert annað í boði en lifandi tónlist. Það má því segja að Jónófón sé einskonar afturhvarf til einfaldleikans þar sem að tæknin í dag er orðin það flókin að hún er ekki á færi hins venjulega meðaljóns að skilja. Jónófón kemur því ósamsettur og á notandinn að öðlast skilning á virkni spilarans með því að setja hann saman frá grunni.”
Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með Jónófón á facebook Hér.

10 ÁR

Hitt og þettaPersónulegt

Í dag eru 10 ár frá því að ég og Andrés urðum fyrst kærustupar, deginum hefur því verið eytt í allskyns kósýheit og núna er ferðinni heitið á Grillmarkaðinn,en þar hef ég aldrei borðað áður. Yndisleg helgi að baki og mikið er ég ekki tilbúin í að helgin taki enda úff..

FORGET ME NOT

Íslensk hönnun

Ástralski vöru og -fatahönnuðurinn Sruli Recht hannaði nýlega hringinn Forget me not. Sruli sem býr og starfar á Íslandi lét skera 110×10 mm breitt skinn af maganum á sér sem hann síðan sútaði og setti á 24 karata gullhring. Hringinn er hægt að  kaupa núna á 350.000 evrur (sem gera um 60 milljónir.)

Hringurinn er partur af haust/vetrarlínu hans sem kynnt er í París í dag, einnig er hægt að sjá hér video á youtube þar fylgst er með aðgerðinni.

Að vissu leyti er þetta eflaust gert til að sjokkera fólk og það vekur alltaf athygli, en svo jaðrar þetta við að vera listgjörningur  frekar en að flokkast sem hönnun eða hvað? Hvað finnst ykkur um þetta?

Ég er nánast orðlaus.

SPEGLAÐ

HugmyndirIkea

mynd: ikea livet hemma

Þessi MALM kommóða bræðir mig því hún er svo falleg, en það sem ég tók reyndar helst eftir við þessa mynd, er að speglarnir (sem eru bara venjulegir hringlaga speglar úr Ikea), það er búið að líma borða bakvið þá svo þeir virðast hanga á borðanum, en gera það í raun ekki. En þannig speglar hafa notið mikillar vinsælda undanfarið, t.d HAY og Adnet speglarnir!

Hér má einnig sjá video af aðeins metnaðarfyllra DIY sem að mér var bent á af lesenda:)

FYRIR ÁHUGASAMA

Hönnun

Þá rakst ég á nokkra viðarlitaða J77 stóla frá HAY í -notað og nýtt- horninu í Epal í gær.. og það munaði töluverðu á verðinu. Ég hefði skellt mér á eitt stk en ég er að safna svörtum stólum:)

HELGARMARKAÐUR

Umfjöllun

Á morgun verður einstaklega djúsí fatamarkaður á efri hæðinni í GK Reykjavík. Ása Ninna eigandi verslunarinnar ásamt nokkrum öðrum stelpum verða frá kl.14-16 að selja fötin sín.

Ása Ninna sem er ekki þekkt fyrir annað en að vera brjálæðislega smart segist ætla að selja nánast allann fataskápinn sinn! En ástæða þess að þetta á erindi hingað inn er sú að hún ætlar einnig að selja Tom Dixon gólflampana sem margir hafa eflaust séð í versluninni….jiii

Þessi dásemd kallast Fat Spot og var hannaður árið 2006 af Tom Dixon.

Ég mæli með að kíkja við og gera góð kaup:)

HÉR má sjá eventinn á facebook.