NORTHERN DELIGHTS

Fyrir heimiliðUmfjöllun

Ég er alveg einstaklega spennt fyrir þessari bók sem Gestalten var að gefa út með Emmu Fexeus, ég fletti í gegnum hana í gær og get svo sannarlega mælt með henni fyrir hvert heimili. Þetta er þó reyndar flest allt áður birtar myndir, margar hafa gengið á milli í bloggheiminum en núna hafa þær verið teknar saman í eina þykka og veglega bók. Munurinn á bókinni og blogginu hennar Emmu segir hún þá helst vera að hún hafi þurft að bæta nokkrum litríkari heimilum við til að ná til víðari lesendahóps, en hennar stíll er meira grátóna. Einnig bloggar hún aldrei um vörur, en í bókinni má finna umfjöllun um nokkrar vel valdar skandinavískar hönnunarvörur.

 

Í lok hittingsins á laugardaginn var haldið smá “happdrætti” og hún Ólöf Jakobína var sú heppna af bloggurunum og fékk áritað eintak af bókinni Northern Delights.

-Þá er HönnunarMars búinn og ég á skilið slökun. Ég byrjaði daginn eldsnemma og kvaddi Emmu, fór þaðan og hitti Anders Färdig eiganda og stofnanda Design House Stockholm, dró svo Andrés á nokkrar sýningar og endaði á því að sofna í boði hjá tengdó.

HOME

HeimiliPersónulegt

Ég tók þessa símamynd hér heima í dag. 

Eins og áður hefur komið fram bý ég í leiguíbúð og í stofunni minni er þessi hleri á veggnum, sem ég veit í rauninni ekkert alveg hvað er bakvið. Fyrst þótti mér hann vera ótrúlega truflandi, en mér líkar alltaf betur og betur við hann, ég mætti þó mála hann betur hvítan:)

Langur og góður dagur að baki. Byrjaði á að taka viðtal við hönnuðinn Sebastian Wrong sem er að starta nýju merki fyrir HAY, þaðan var haldið á blogghitting sem ég og Emma sáum um, en þar hittist góður hópur af íslenskum og erlendum bloggurum. Og núna var ég að skríða heim af lokapartý Hönnunarmars. Ég verð að viðurkenna að ég er smá glöð að Hönnunarmars er að klárast, bara einn dagur í viðbót:)

+++

Fyrir heimiliðHitt og þetta

Nokkrar fagrar myndir á fallegum degi.

Ef HönnunarMars er bara ekki besti tími árins….ég er að njóta mín í botn, vinnandi eins og brjálæðingur en samt svo ótrúlega ótrúlega gaman.

Góða helgi

xxx

HÖNNUNARMARS

Íslensk hönnunUmfjöllun

Hönnunarmars er svo sannarlega skolllinn á og ég er eins og undin tuska eftir daginn. Byrjaði daginn á mjög skemmtilegum morgunfundi með Emmu og fórum svo á fjölmargar opnanir ásamt fyrirlestrum í Þjóðleikhúsinu á vegum Hönnunarmiðstöðvarinnar.

Sýningin Skepnusköpun í Spark design space er mjög flott, og áhugaverð nálgun á vöruhönnun.

Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn kynnti þessi borð í Epal + Hörpu.

Marmaraborð eftir Ólöfu Jakobínu voru líka í Epal.

Tinna Gunnardóttir sýnir þessa gordjöss geometrísku lampa í Þjóðmenningarhúsinu, þar er Vík Prjónsdóttir einnig að sýna nýjann Selsham í samstarfi við Eley Kishimoto. Á fyrstu hæðinni er svo sýningin Flétta.

Einnig kíktum við á opnun sýningu vöru- og iðnhönnuða í Hörpu, þar er einnig sýning á húsgögnum frá öllum helstu húsgagnaframleiðendum og húsgagnahönnuðum á Íslandi sem kom mér skemmtilega á óvart.

Það sem hefur heillað mig mest enn sem komið er (og þá er ég bara að tala um nýja hönnun) : Lampar Tinnu Gunnarsdóttir, Marmaraborð Ólöfu Jakobínu og hliðarborð Önnu Þórunnar í Epal.

En það er margt eftir að sjá, og sumt í annað sinn til að njóta betur.

p.s. takk þið sem hafið pikkað í mig og heilsað mér á sýningunum, það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að hitta lesendur mína en ég kann virkilega að meta það.

xxx

PELLA HEDEBY

Heimili

Hér má sjá fallega íbúð í Stokkhólmi sem stíliseruð var af hinni hæfileikaríku Pellu Hedeby fyrir tímaritið Recidence.  Mikið af flottri og klassískri hönnun má finna í íbúðinni sem er björt og rúmgóð, parketið vekur sérstaka athygli mína, en fiskbeinamynstrað parket er að koma mjög sterkt inn núna.

Myndirnar fékk ég í láni frá Emmas designblogg, en ég á einmitt deit með henni Emmu eldsnemma í fyrramálið, en hún er stödd hér á land í tilefni HönnunarMars. Ég er smá spennt að hitta skvísuna, en hún hefur náð alveg gífurlega langt sem bloggari og lifir í dag af því. -Sem mér þykir að sjálfsögðu einstaklega áhugavert!

 Annað áhugavert er komment sem ég fékk frá honum Andrési mínum í dag. “Svana, þú veeeerður að hætta að kaupa svona mikið af dóti. Þú veist að við eigum ekki nógu stóra íbúð fyrir þetta.”  haha úbbs.

BAÐDRAUMAR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Mig dreymir þessa dagana um nýtt baðherbergi. Ég bið reyndar ekki um mikið, bara helst það að ég þurfi ekki að skammast mín fyrir það, svona eins og staðan er í dag…

Þessi flísalagði veggur er algjör draumur, að blanda saman mörgum ólíkum flísum en þó í svipuðum tón til að mynda fallega heild.

Listaverk á ólíklegum stað!

Þetta baðherbergi er fyrir lengra komna, en marmari á öllu er eitthvað sem ég mun leyfa mér að dreyma um í næsta lífi:)

Svart á hvítu klikkar seint.

Það er eitthvað við þetta baðherbergi, stílhreint og flott. Mig langar í svona stiga-handklæðastand, hafið þið rekist á slíkann í verslunum hér heima?

Það helsta sem ég get gert hér heima til að hressa upp á annars frekar sorglegt baðherbergi er að vera með fínt sturtuhengi, handklæði og smáhluti. Þetta hér að ofan er frá Ferm Living, ásamt stálgrindinni fínu.

:)

STELTON NÝTT

HönnunÓskalistinn

Jiii núna fær hönnunarperrinn í mér alveg kitl í mallann.

Hinar klassísku Stelton kaffikönnur munu koma út í metal litum í vor! Gull, brons og silfur.

Ég sem er eiginlega nýbúin að eignast mína fyrstu…. en þessar eru svo gordjöss að ég gæti ekki sagt nei. Þarf að heyra í vinum mínum hjá epal hvenær þær verða pantaðar!

Hvaða týpa ætli verði fyrir valinu hmmm?

FINNSKA BÚÐIN

Fyrir heimilið

Ég átti leið í Suomi PRKL! design búðina í dag, eða öðru nafni Finnsku búðina eins og ég kalla hana oftast. Þar fékk ég svona fínann finnskann geymslupoka undir smádótið mitt. Mér finnst alltaf jafn gaman að kíkja á þær Satu og Maarit, þær taka alltaf jafn ótrúlega vel á móti mér:)

Ég fékk mér þennan hér að ofan, þetta eru sniðugir pokar fyrir skipulagið og allskyns smádót. Ég er þó eftir að ákveða hvað verður í mínum:)

GRÆNT & VÆNT

BúðirFyrir heimilið

 

Ég varð svo hrikalega glöð í morgun þegar ég leit út um gluggann og við mér blasti fagurgrænt gras en ekki mjallahvítur snjórinn. Í tilefni þess er hér græn og væn stöff-mynd af fallegum íslenskum og erlendum grænum og vænum hlutum:)

Séð frá vinstri: Skór: KronbyKronKron. / Plagat eftir Godd: Spark Design space. / Panton loftljós: Epal. / Polder sófi: Penninn Húsgögn. / Maribowl: Epal, Artform, Módern… / Fagurgrænn íslenskur hnífur: Keris.is, Tékkkristall, Artform, Búsáhöld Kringlunni. / HAY púði: Epal. / Keramikvasi frá Finnsdottir: Mýrin. / Dásamlegt hálsmen eftir Steinunni Völu: Epal, Mýrin… / HAY bakki: Epal. / Normann Copenhagen hliðarborð: Epal. / Kastehelmi skál: Epal, Módern, Artform…

HÖNNUNARMARS : FYRIRLESTRAR

Íslensk hönnunUmfjöllun

HönnunarMars nálgast hratt og dagatalið mitt er að fyllast, ég mæli með því að þið kynnið ykkur dagskrá HönnunarMars HÉR og skipuleggið dagana 14-17 mars, því það er ó svo margt fallegt að sjá. Ég er sérlega spennt fyrir fyrirlestrardeginum -Um Sköpunarkraftinn- þann 14.mars í Þjóðleikhúsinu, í fyrra voru fyrirlestrarnir alveg frábærir og mjög “inspirerandi”, og ég ekki von á öðru en að þessi verði líka frábær. Fyrir áhugasama þá hljómar dagskráin svona:

9:30 | Húsið opnar
10:00 | Inge Druckrey, The Magical Eye
Inge Druckrey er grafískur hönnuður og á 40 ára glæstan starfsferil að baki sem bæði starfandi hönnuður og prófessor í Kunstgewerbeschule í Basel í Sviss. Inge hefur helgað ævistarf sitt hugmyndum um töfra augans og æfingum til að læra að nota sjónina betur í hversdagslífinu og njóta meiri fegurðar.
11:15 | Maja Kuzmanovich og Nik Gaffney 
Maja Kuzmanovic er stofnandi FoAM, þar sem hún leiðir metnaðarfullan hóp þverfaglegs teymis m.a. hönnuða, listamanna, kokka, garðyrkjumanna og vísindamanna. Maju er erfitt að skilgreina en FoAM hefur meðal annars að leiðarljósi að rækta menninguna til að næra samfélag framtíðarinnar. Maja var útnefnd ein af Top 100 Young Innovators (1999) og Young Global Leader (2006) af World Economic Forum og MIT Technology review.
Hádegisverður
13:15 | Juliet Kinchin
Juliet Kinchin er sýningarstjóri í hönnunar- og arkitektúrdeild MoMA og starfaði áður sem sýningarstjóri hjá Victoria og Albert Museum. Juliet gegnir stöðu honorary research fellow við Glasgow háskóla og hefur mikinn áhuga á og skrifar um hlutverk nútímahönnunar í félagslegu og pólitísku samhengi.
14:00 | Mark Eley og Wakako Kishimoto 
Hönnuðirnir á bak við Eley Kishimoto, hjónin Mark Eley og Wakako Kishimoto eru þekkt fyrir litríkan fatnað og fylgihluti, þar sem einstök mynsturhönnun er í aðalhlutverki. Hönnuðirnir, sem vinna gjarnan á jaðri hins hefðbundna tískuheims, hafa starfað saman í ríflega tvo áratugi og leita fanga í breskum handverksbrunni Eley og japönskum hönnunararfi Kishimoto.
Hægt er að kaupa miða á Miði.is

(Myndin efst er af M-inu sem fatahönnuðurinn Mundi hannaði fyrir Marsinn:)