Svart Á Hvítu

Theresa Sennerholt: Nýtt

HeimiliPlagöt
Nýtt collection frá Theresu Sennerholt var að koma út og allaf jafn flott og fínt. 

Ji ég held það sé kominn tími til að ýta á Buy takkann. 
Þetta á svo mikið heima á veggjunum heima hjá mér! 
Hægt að skoða nánar HÉR

Anything is possible.

Hönnun
Stundum elska ég námið mitt fáránlega mikið. Að geta gert allt sem manni dettur í hug. 
Max Lamb er breskur hönnuður sem bjó til þetta borð á einum degi.
Það tók hann 6klst að búa til mótið í sandinn, en hann notaði bara eldhúshníf til að útbúa toppinn.  
Hann hitaði tinblöndu í stálpottum, 
Og hellti svo í sandinn. 

Eftir klst var tinið þornað og borðið var grafið úr sandinum. 
Voila. 
Algjör snilldarhönnun.
Ætla aðeins að skreppa í Nauthólsvík….

90210 : innlit

Heimili
Ég er algjör Beverly Hills sökker og varð mjög glöð þegar ég rakst á þessar myndir frá heimilinu hennar Shenae Grimes aka Annie Wilson.
Ég fíla oftast ekki karakterinn hennar í þáttunum, aðeins of amerísk. 
 En ágætis smekkur sem stelpan er með, og virkilega flott draumanetin sem hún safnar!
Hvað finnst ykkur?

PS. Svartáhvítu bloggið varð 2ja ára í gær. 
Ótrúlegt alveg hreint hvað það geta boðist mörg tækifæri útaf einu litlu bloggi, og ég er virkilega ánægð með það:)
Takk fyrir að lesa!

Hvað á að gera í dag?

HeimiliUmfjöllun
Í svona leiðindarveðri er fátt betra en að vera menningarlegur og heimsækja söfn.
Í dag kl.15.00 opnar sýningin Hamskipti eftir Sögu Sig og Hildi Yeoman í Hafnarborg. 
 
En fyrir þá sem ekki vita, þá er Saga Sig snilldarljósmyndari og Hildur Yeoman er einn besti tískuteiknari landsins. Og sameina þær hér krafta sína í þessari sýningu sem vert er að sjá!
X

 Og þegar búið er að heimsækja fallega fjörðinn minn þá er um að gera að kíkja við í Hönnunarsafninu í Garðabæ þar sem sýningin Hvít Jól opnaði í gær.

Tekið af síðu Hönnunarsafnsins. 
Norræn jól snúast að miklu leyti um hefðir og hátíðleika. Við höldum gjarnan í fjölskyldusiði þar sem matargerð og borðhald leika stærsta hlutverkið. Á hátíðarborðinu á hver hlutur sinn sess og öllu er tjaldað til. Á sýningunni má meðal annars sjá diska, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun og er orðin þekkt víða um heim. Þó hafa margir þessara hluta ekki hlotið þann stað í hugum okkar að þeir eigi heima á uppdekkuðu hátíðarborði.”


kATe FoleY

Heimili
Hin breska Kate Foley vinnur við innkaup hjá tískurisanum Opening Ceremony í New York. 
Heimilið hennar er vægast sagt töff, enda er hún sjálf töff týpa með meiru sem klæðist bara hælaskóm við hvíta sokka…sem hún setur reglulega í klór til að halda þeim hvítum!
Kate safnar Bearbrick.. 
Enn meira Bearbrick
Flott týpa.
Fíla hvernig hún blandar saman nýju og gömlu á mjög hráann hátt. 
Stórborgarfílingur  í’essu.

Héðan og þaðan.

HeimiliHitt og þetta
Trylltir litir, skærbleikt og grátt.

Þessi mynd er í tilefni þess að ég var að passa 2 ketti um helgina. 
Það væri ekki frásögu færandi nema það að kisinn ákvað að æla á nýja teppið mitt.
 
Ætli ég selji það ekki bara í Kolaportinu í desember.
djók.
Svo í tilefni þess að það er meistaramánuður þá má ég til með að mæla með þessari bók HÉR
Góð hugmynd að skipulagsvegg!

hugmyndir..

HeimiliHugmyndir

Ef að ég væri að læra grafíska hönnun, en ekki vöruhönnun. 
Þá myndi ég breyta bannernum med det samme.
Held það sé kominn tími á hann?
Svo fann þessa á bókasafninu í skólanum, skemmtilegt!

The new kid in town

Heimili
Cupcake Factory er ný snilld sem ég var að finna á Facebook. 
Þar er íslensk stelpa að selja allskyns horn til að hengja uppá vegg. 
Tékkit át HÉR 

Íslensk hönnun: Flothetta

Íslensk hönnun
Flothettan er hönnuð fyrir fólk til að upplifa vellíðan í vatni, losa um streitu og stuðla að heilbrigði. 


Hugmyndin miðar að áhugaverðri upplifun sem sækir innblástur í vatnsauðlegð Íslands og baðmenningu þjóðarinnar.

Unnur Valdís er nýútskrifaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands, 
og er flothettan verkefni frá námi hennar þar og er núna nýkomin í sölu.

Flothettan fæst í Spark Design Space
Snilld.