Reykjavik Fashion Journal

Video: It-Lash nýr maskari frá Dior

AuguDiorÉg Mæli MeðMakeup ArtistMaskararMyndböndSnyrtibuddan mín

Ég er ábyggilega mesti maskarafíkill sem um getur. Ég elska maskara og allt sem tengist þeim – ég elska hvað enginn maskari er eins og hvernig augnhárin mín eru misjöfn eftir maskaranum sem ég nota.

Núna er nýr uppáhalds maskari í snyrtibuddunni – sá er frá Dior og nefnist Dior Addict It-Lash. Hér neðar sjáið þið video þar sem ég sýni muninn á augnhárunum með maskarann á þeim og aðeins neðar en þar getið þið séð hvernig þið getið átt kost á að eignast ykkar eintak af þessum maskara en fjórir lesendur fá maskara fyrir sig.

En að því sem maskarinn gerir. Hér er á ferðinni gúmmímaskari (ég elska gúmmíbursta!) sem aðskilur ótrúlega vel úr augnhárunum og er þæginlegur í notkun. Stundum er vesen að nota nýja maskara því oft er formúlan svo svakalega fljótandi og hann klessist þess vegna dæmi ég aldrei maskara fyr en í svona 4.-5. skiptið sem ég nota þá. Þessi hins vegar var fullkominn í fyrsta skiptið. Þetta var ást við fyrstu sýn – en greiðan minni óneitanlega á greiðuna sem fylgir vinsælasta maskara heims (They’re Real frá Benefit). Greiðan er því alveg jafn góð á Diornum en formúlan er að mínu mati betri. Hún þéttir augnhárin miklu betur.

Þessi tollir á allan daginn fullkominn. Augnhárin mín eru nákvæmlega eins frá því ég set maskarann á mig á morgnanna og þar til ég tek hann af á kvöldin. Hann fer þó auðveldlega af og sérstaklega með heitu vatni – hann bara rennur af t.d. í heitri sturtu en smitast samt ekki. Hann minnir dáldið á 38° maskarann gamla. Annars nota ég alltaf augnhreinsi til að fjarlægja maskara og þessi rennur líka af auðveldlega og ég verð alls ekki eins og pandabjörn, það fer bara allt í bómulinn.

Á myndunum hér fyrir neðan er ég með tvær umferðir á milli augnháranna…

itlash3

Hér fyrir neðan sjáið þið þennan gæðagrip sem er með gúmmíbursta með mörgum litlum hárum sem greiðir ótrúlega vel úr augnhárunum. Þéttir þau saman við rótina og teygir út. Svo á toppnum eru líka gúmmíhár sem ég nota til að ná að koma maskaranum alveg uppvið rótina eftir að ég er búin að setja eina umferð á augnhárin sjálf með burstanum láréttum. Með toppnum er líka auðvelt að komast að augnhárunum inní augnkrókunum sem getur oft orðið dáldið klesst en mér finnst þetta ganga eins og smurt með þessum!

itlash5

Ég verð að koma því hér að að ég var með þennan maskara í gær niðrí bæ á 17. júní – hann er ekki vatnsheldur en samt sem áður var hann enn fullkominn þegar ég kom heim eftir þriggja tíma göngutúr í rigningunni! Maskarinn smitaðist ekkert, hann hrundi ekki, hann var bara alveg eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan.

itlash4

Á nærmyndinni sjáið þið alveg hvað maskarinn nær að þykkja augnhárin vel þétt uppvið rót augnháranna. Þetta er snilld sérstaklega fyrir þær konur sem eru með ljós augnhár og þá þarf að passa uppá að það myndist ekki ljós rönd við rótina – þetta er svona maskari sem kemur í veg fyrir það.

itlash8

Ég ráðfærði mig við eina vinkonu mína sem ég vissi að væri búin að prófa þennan maskara. Ég er svo mikill maskarafíkill og ég þurfti eiginlega bara að vera viss um að upplifun mín á maskaranum væri í samræmi við annarra. Henni fannst nákvæmlega það sama og ég – frábær maskari sem smitast ekki og er fullkominn allan daginn!

Eins og ég reyni mikið að gera þá fá fjórir heppnir lesendur þennan stórkostlega maskara til að prófa. Svo ef ykkur líst vel á þennann þá þurfið þið bara að fara eftir eftirfarandi leiðbeiningum og ég dreg út maskarana á föstudaginn!

1. Smella á Like takkann á þessari færslu.

2. Fara inná Facebook síðuna mína – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL – og smella á Like takkann ef þið hafið ekki nú þegar gert það.

3. Skrifa athugasemd við þessa færslu með fullu nafni – ef þið eigið einhverja uppáhalds snyrtivöru frá Dior þá væri voða gaman að heyra af því í athugasemdinni – mér finnst svo gaman að forvitnast aðeins :)

Þó þið séuð nýbúnar að kaupa ykkur maskara ekki láta þetta tækifæri framhjá ykkur fara – maður á aldrei nóg af möskurum (ég er yfirleitt með 5-6 maskara í gangi í einu). Passið bara að loka umbúðunum vel og alls ekki pumpa maskara þá endast þeir vel og lengi!

Þessi maskari kemur líka í ótrúlega flottum og björtum litum sem ég hlakka mikið til að prófa fyrir sumarið.

EH

Maskarann fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Lífið á Instagram síðustu daga

Lífið Mitt

Mér finnst alveg ómissandi að deila með ykkur skemmtilegum augnablikum úr lífi mínu og hvernig er betra að gera það nema með Instagram myndum. Hér fáið þið smá innsýn inní mitt persónulega líf síðustu daga – í gegnum Instagram myndirnar mínar…

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.02 PM

Með yndislega frænda mínum honum Sigga Val í afmæli hjá frænku okkar.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.12 PM

Maskakvöld! Dekurkvöld sem ég og húðin mín áttum um helgina sem endaði á uppáhalds Silicia Mud maskanum frá Bláa Lóninu.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.20 PM

Áður en ég setti maskann á notaði ég skemmtilegasta skrúbbinn sem ég á – svarta Pure Ritual skrúbbinn frá Helenu Rubinstein. Ótrúlegt hvað skrúbbur getur slegið í gegn sérstaklega fyrir það að vera svartur (hann hreinsar húðina auðvitað líka sjúklega vel!).

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.30 PM

Fyrst hreinsaði ég húðina vel með nýja hreinsiburstanum frá Olay sem ég er vægast sagt búin að fá fullt af fyrirspurnum um eftir eitt Instagram video sem ég deildi. Þið fáið að vita allt um hann seinna í vikunni en ég ætla líka að gefa eitt stykki af honum – já og hann fæst í Hagkaup Kringlu og Smáralind ;)

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.40 PM

Skápatiltekt er nauðsynleg reglulega en ég fyllti tvo svarta ruslapoka með fötum sem ég þarf að losna við – fatamarkaður framundan!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.51 PM

Kíkti í Esprit fyrir helgi og kolféll fyrir þessu fallega pilsi sem fékk að koma með mér heim. Sumarlegt við bera leggi en elegant við svartar sokkabuxur og einfaldan stuttermabol.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.01 PM

Ég naut þess að eiga góða stund með sjálfri mér á kaffihúsi einn morguninn í síðustu viku. Embyolisse kremið mitt fékk að koma með og þessi girnilega gulrótarmúffa var frábær með kaffibollanum.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.07 PM

Hér er hreinsiburstinn fallegi – ásamt mynd sem var tekin af Tinna eftir fyrstu baðferðina hans.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.16 PM

Nýr bolli í safnið – múmín mamman fyrir mömmuna.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.25 PM

Moli og mamma á kaffihúsi – þennan elska ég meira en allt annað í lífinu!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.35 PM

Eftir nýjasta sýnikennslumyndbandið – engir förðunarburstar ;)

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.45 PM

Við fjölskyldan fórum í ísbíltúr eftir vinnu og sætilíus var mun hrifnari af því að nota hendurnar til að skófla uppí sig ísnum sem var í þetta sinn hvítt súkkulaði!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.52 PM

Á leið á deitkvöld með kallinum með nýtt úr sumarlínu Chanel – sem þið fenguð að sjá betur hjá mérí gær.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.59 PM

Sól – sólglerugu og glossaðar varir – sumarið 2014 byrjar svo vel!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.06 PM

Þessi fallega Pieces hálsfesti fékk að koma með mér heim frá Miðnæturopnun Kringlunnar fyrir nokkru síðan – fæst í Vero Moda.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.11 PM

Þessir eru snild og verða ofnotaðir í sumar – úr uppáhalds Bianco!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.35 PM

Mynd af útskriftarmyndinni minni þegar ég kláraði Versló. Kjólinn keypti ég þremur árum áður en ég útskrifaðist og hann beið inní skáp þar til þessi dagur rann upp. Í ár eru 5 ár síðan ég kláraði skólann – alveg ótrúlegt hvað margt getur gerst á svona fáum árum. Nú bíður þessi kjóll inní skáp eftir nýju ævintýri og mögulega nýjum eiganda. Hann hefur ekki verið notaður síðan þarna en ég hef þó ekki enn fengið mig til að selja hann – kannski kemur að því á fatamarkaði sumarsins.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.43 PM

Kosningadress sem þið hafið fengið að sjá áður – elska þessar buxur úr Selected!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.50 PM

Snærinn minn kom með mér að kjósa – hann benti þó ekki á bókstafinn sem móðirinn merkti við en ég get þó ekki sagt að mér hafi litist illa á val hans.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.57 PM

Uppáhalds skórnir mínir í Bianco – ótrúlega gaman að fá að gera þetta með svona flottri verslun!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.14 PM

Gular rósir eru í miklu uppáhaldi – þessar eru náttúrulega óendanlega sumarlegar!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.21 PM

Fallegt lakk frá Barry M – æðislegar vörur!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.26 PM

Nýjungar frá fallega MAC – Varalitablýantinn fáið þið að vita meira um á morgun, snilldarvara!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.32 PM

Must buy tímarit fyrir förðunarfíkla eins og mig;)

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.38 PM

Snærinn og Mía litla að kveðjast einn morguninn áður en sá yngri fór til dagmömmu.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.46 PM

Fallega dótakarfan hans Tinna Snæs frá 3 Sprouts – fæst á andarunginn.is

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.53 PM

Sumarbollinn frá Múmín bættist í safnið fyrir stuttu. Ég held ég þurfi bráðum sér eldhús fyrir alla fallegu bollana mína!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.58 PM

Besta handsápa sem ég hef keypt! Mæli eindregið með vörunum frá Aesop sem fást í Madison Ilmhúsi. Ég keypti svo sjampó og hárnæringu frá merkinu sem ég og hárið mitt erum að elska í botn!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.04 PM

Mattar varir með Matte Me lit frá Sleek – meira á haustfj0rd.is

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.12 PM

Þennan fallega skýjabakka fékk ég í Hrím Eldhús – myndin var tekin til að taka þátt í Instagram leik sem verslunin var með og viti menn ég vann! Ég fékk í staðin 20.000kr gjafabréf sem ég get ekki enn ákveðið hvað ég á að gera með – held samt koparlituð Stelton kanna;)

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.20 PM

Undursamlega falleg rós sem var props í myndatöku sem ég gerði með frábæru fólki um daginn.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.27 PM

Í sömu myndatöku bjó ég til augnskugga og varalit með því að blanda öðrum vörum saman sem var kannski ekki ætlað það hlutverk sem þau fengu í þessari myndatöku.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.33 PM

Bakvið tjöldin í fataleik sem ég fékk að fara í í Esprit um daginn – ég er enn að hugsa um þennan fallega jakka!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.51 PM

Andreu appelsínusúkkulaði sem ég fann í vasanum mínum um daginn – aðeins of gott. Pinnahælarnir sem þið sjáið svo á þessari mynd eru einmitt innihald Bianco pokans hér neðar…

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.58 PM

Allt útum allt eftir fyrstu brúðarförðun sumarsins!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.52.07 PM

Sjúklega flottu neon lituðu lökkin frá OPI – sem voru að koma aftur í búðir!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.52.14 PM

 

Föstudagsglaðningur einn daginn – pinnahælarnir á myndinni hér ofar :)

Eins og alltaf er öllum frjálst að adda mér á Instagram – þið finnið mig undir @ernahrund :)

EH

Munstur einkenna fataskápinn…

Annað DressFashionLífið MittNýtt í FataskápnumShopSS14Trend

Ég hef áður sýnt ykkur flíkur sem hafa átt heima í fataskápnum mínum og sögur á bakvið þær en nú langaði mér að deila með ykkur nýjustu flíkunum í fataskápnum sem eiga allar sameiginlegt að vera með skemmtilegum munstrum.

Munstur tengi ég við sumar og það er eing og ég verði bara munsturóð þegar grasið verður grænt – en hér er sönnunin fyrir því :)

munstur munstur3

Marmaraæðið er komið í fötin… mér finnst það snilld! Ég er ekki enn búin að eignast marmarabakkann sem mig dauðlangar svo í – (ILVA & Snúran.is selja t.d. þannig) svo þegar ég sá þessa vissi ég að hún yrði að vera mín!! Aðeins 5995 kr í Lindex – passið að ermarnar eru dáldið þröngar. Medium var alveg sleikt við mig svo ég tók frekar L bara til að geta alla vega verið í henni yfir eitthvað annað en bara hlýraboli :)

munstur4

Ég er aðeins farin að vera meira pikkí yfir því hvaða flíkur fá að bætast við í fataskápinn hjá mér sem ég held að sé jákvæð breyting. Þetta pils var ég búin að sjá vikur áður en það fékk að koma með mér heim – ég bara gat ekki hætt að hugsa um það og þá vissi ég að ég yrði að eignast það. Ég er nú þegar búin að nota það tvisvar síðan á föstudaginn. Esprit er að standa fyrir sínu í mínum bókum!

munstur5

Þessi fallega blússa er úr Zöru. Ég hef ekki farið þar inn óralengi en hún Sigga mín sem vinnur með mér á þessa fallegu blússu sem mig langaði svo í. Ég hef greinilega eitthvað breyst síðan ég var að versla í búðinni – já eða bara stærðirnar þar því þessi flík sem er í M er eiginlega frekar tæp – ég er alltof löt stundum til að máta svo ég þarf að sjá til hvort ég gefi henni annað tækifæri, skili henni eða taki hana bara með á fatamarkað sumarsins :)

munstur2

Loks eru það þessar dásamlegu buxur sem ég sit nú í við tölvuna á meðan ég skrifa þennan texta. Þessar koma líka úr Esprit og eru svona svakalega fínar! Úr rosalega veglegu efni, teygja í mittið og ekta buxnasnið fyrir mig. Þessar verða mikið notaðar og sérstaklega í sumar þegar sólin fer á fullt því þær eru úr þannig efni að mér líður svo vel í þeim :)

Þessar voru vígðar á rennandi blautum 17. júní í gær – komu svona svakalega vel út!

munstur6

Venjulega er ég í sokkabuxum innanundir svona buxum en ég ákvað að sleppa því í gær – það var ekki farið að rigna þegar við fórum út en það gerði svo sem ekkert til þó svo buxurnar blotnuðu fann ég ekkert fyrir kulda:)

Það er greinilegt að ég og minn fataskápur erum komin í sumarskap þó veðrið úti sé ekki alveg að fatta hvaða árstíð er komin – það má endilega kippa því í lag núna!

EH

Uppáhalds ilmvatnið

Ég Mæli MeðEstée LauderFallegtIlmirLífið MittSS14

Júbb nýlega sló ilmvatn út Dolce sumarilminn minn sem ilmvatn sumarsins. Ég átti engan vegin von á því en þegar ég fann nýja ilminn í fyrsta sinn varð ég húkkt. Ég skil vel afhverju þessi ilmur er einn sá mest seldi í heiminum í dag!

Pure Goddess frá Estée Lauder ilmar af kókos og vanillu – það tvennt ætti að vera nóg til að vekja forvitni margra ykkar. Þetta er dásemt í gylltri flösku. Ég hef aldrei verið spurð jafn oft um hvaða ilmvatn ég er með eftir að ég byrjaði að nota þennann. Hann er bara svona gómsætur.

bronze4

Bronze Goddess ilmurinn samanstendur af:

Vanillu – kókosmjólk – amber – sandalviði – mandarínu – appelsínu – jasmín – magnólíu og svo miklu fleiru!

bronze3

Ásamt ilminum er fáanleg olíuútgáfa af honum sem inniheldur örfínar gylltar glimmeragnir og lætur konunni sem notar ilminn einmitt líða eins og Bronze Goddess. Ég hlakka til að prófa þennan almennilega þegar ég er komin með fallegan lit. Sólin verður því fyrir mig að fara að láta sjá sig svo ég geti testað hann af alvöru.

bronze2

Glasið sjálft er svo fallegt með þessu glimmeri og það minnir mig stundum á jólakúlu með snjókornum en ég varð auðvitað að hrista glasið aðeins til fyrir myndina til að sýna ykkur einmitt hversu mikið er af glimmeri og hversu fínar agnirnar eru í raun…

bronze

Sjáið þetta – þvílíkt flott stofustáss!

Mæli eindregið með þessu ilmvatni – það kemur bara í takmörkuðu upplagi þar sem hér er á ferðinni sumarilmur frá merkinu en þetta er sá allra vinsælasti eins og ég sagði frá hér fyrir ofan.

EH

Ilmvatnið sem fjallað er um í færslunni fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

17. júní lúkk

AuguBiothermEyelinerFörðunarburstarInnblásturLancomeLífið MittlorealLúkkmakeupMakeup ArtistNáðu LúkkinuReal TechniquesShiseidoYSL

Fyrst og fremst vil ég byrja á því að óska ykkur öllum innilega til hamingju með daginn okkar! 17. júní er dagur sem mér þykir svo vænt um því hann hafur alltaf snúist um hjá mér að eyða tíma með fjölskyldunni minni. Þetta er í annað sinn sem ég eyði deginum með stráknum mínum og í þetta sinn er hann kannski aðeins meiri þáttakandi heldur en í fyrra. Ég hlakka mikið til að eyða deginum með honum og Aðalsteini og ég vona að þið njótið dagsins líka með ykkar fólki.

Í gær ákvað ég allt í einu að gera smá þemaförðun til að deila með ykkur á þessum æðislega degi! Innblásturinn er að sjálfsögðu þessi stórskemmtilegi dagur og litina sem einkenna förðunina sæki ég í íslenska fánann. Blár eyeliner með spíss, hvítur augnskuggi og rauðar varir – það gerist varla þjóðlegra en þetta…

17júní

Ég setti hvíta augnskugga yfir allt augnlokið og í kringum innri augnkrókinn og aðeins undir augnhárin. Svo bjó ég til eyelinerlínuna og af því ég er með eyelinerblýant þá dró ég út spíss með því að nota Silicone Eyeliner burstann frá Real Techniques. Svo setti ég nóg af maskara og ákvað að nýta tækifærið og prófa almennilega loksins augnhárin frá Red Cherry – þau eru virikilega falleg og þæginlegt að nota þau! Svo setti ég enn meiri maskara á augnhárin. Ég notaði mjög ljósan varablýant til að móta varirnar og setti svo þennan fallega rauða varalit yfir þær.

17júní4

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði til að gera förðunina:

17júnícollage

Skin Best CC krem frá Biotherm – Rouge in Love varalitur frá Lancome nr. 181N – Baby Doll kinnalitur frá Yves Saint Laurent – Shiseido Sheer Eye Zone Corrector – Augnhár nr. 747 frá Red Cherry fást HÉR – Hvítur sanseraður mono augnskuggi frá L’Oreal – Volume Million Lashes frá L’Oreal – Shiseido Natural Eyebrow Pencil – Silicone Eyeliner Brush frá Real Techniques – Graceful varablýantur frá Make Up Store – Color Riche eyelinerblýantur í Navy Bláu frá L’Oreal.

17júní2 17júní3

Eigið frábæran dag í dag kæru, yndislegu lesendur***

EH

Leyndarmál Makeup Artistans: Sumarhúð!

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup TipsSS14

Það kemur eflaust fáum ykkar á óvart að ég er ekki ein af þeim sem æfir af kappi í ræktinni til að verða sér útum bikiní líkama fyrir sumarið – ég er voða kærulaus þegar kemur að einhverju svoleiðis. En þegar kemur að því að koma húðinni í gott jafnvægi til að fá fallegan lit sem endist lengi og næra húðina vel í sólinni þá fæ ég toppeinkun! Mig langaði að deila með ykkur nokkrum tipsum til að gera húðina reddí fyrir sumarfríið.

Undirbúningur er mikilvægur sama hvort þið eruð að fara til sólarlanda eða bara setja á ykkur sjálfbrúnkukrem til að vera með fallegan lit á húðinni í sundi. Húðskrúbbur er möst fyrir hvert baðherbergi til að pússa húðina, fegra yfirborð hennar og fyrst og fremst hjálpa húðinni að endurnýja sig og losa sig við dauðar húðfrumur.

sumarhúð4

 Myndatextinn: „Það er alltaf gott að hafa í huga að nota góðan líkamsskrúbb einu sinni í viku til að hjálpa húðinni að endurnýja sig. Mér finnst alltaf best að vera með skrúbb í sturtunni svo ég gleymi alveg örugglega ekki að nota þá. Eftir því sem við eldumst hægist á endurnýjun húðarinnar og því er enn mikilvægara að muna eftir skrúbbunum. Þegar þið eruð búnar að skrúbba húðina er alltaf nauðsynlegt að næra hana vel með góðu bodylotioni.“

Góð næring er nauðsynleg a.m.k. eftir allar sturtuferðir. Við setjum krem á andlitið eftir að við hreinsum húðina til að gefa húðinni góða næringu og það þurfum við líka að gera fyrir líkamann. Eins og með andlitið er gott að hafa í huga að velja líkamskrem sem hentar ykkar húðtýpu. Líkaminn er þó sjaldan of glansandi eða með umfram olíu á sér eins og andlitið svo oftast er valið á milli þess að nota húðkrem fyrir normal eða þurra húð. Ef þið eruð ekki alveg með á hreinu hvort þið þurfið þá er gott að fylgjast með fótleggjunum. Ef það koma hvítar flögur á sokkabuxurnar ykkar þegar þið dragið upp sokkabuxurnar ykkar þá eruð þið með þurra fótleggi og þurfið bæði að skrúbba og næra :)

Mér finnst sjálfri langbest að vera með rakakrem fyrir húðina sem er með pumpu – pumpur gera lífið svo miklu einfaldara:)

Það eru til alls konar krem sem þétta húðina og fá hana til að draga sig saman. Mörg þeirra hafa kælandi áhrif á húðina sem mér persónulega finnast mjög þægileg.

sumarhúð1

Myndatextinn: „Krem/gel/húðmaski sem hafa stinnandi áhrif á húðina, Þannig draga þau úr ójöfnu yfirborði og jafna áferð húðarinnar. Þessi er gott að nota beint eftir sturtu. Maskann frá Make Up Store á að þrífa af húðinni eftir um 10 mínútur.“

Eftir að við höfum verið úti í sólinni er nauðsynlegt að næra húðina vel.

sumarhúð3

Myndatextinn: „Hér eru á ferðinni tvær vörur sem mér þykja ómissandi fyrir sumarið. Næringarríkt rakakrem fyrir líkamann sem heldur litnum fallegri, kælir húðina og hjálpar henni að jafna sig eftir sólina. Svo er það léttur olíu ilmur sem er frábær eftir kælandi sturtu eftir sólina til að gefa húðinni mýkt og mikinn raka.“

Ég er alfarið á móti ljósabekkjanotkun – sjálf datt ég í þá þegar ég var í menntaskóla og ég held það sé fátt sem ég sé jafn mikið eftir og sú vitleysa í mér. Í dag eru sjálfbrúnkuvörur mjög góðar og með tilkomu merkja eins og St. Tropez er leikur einn að gefa húðinni fallega litinn sem þið viljið. Stigvaxandi sjálfbrúnkukrem mætti nota sem rakakrem og gefur þá bara smá lit og svo meiri og meiri lit eftir hvert skipti. Það sem er þó mikilvægt að hafa í huga til að láta sjálfbrúnku endast er að nota alltaf rakakrem sem er olíulaust þar sem olían leysir sjálfbrúnkuna upp og gerir það að verkum að við verðum flekkóttar – það vill enginn;) Húðrakakremin frá St. Tropez eru t.d. án olíu :)

sumarhúð5

Myndatextinn: „Sumir vilja vera komnir með smá lit fyrir sumarið. Þá mæli ég eindregið með notkun á sjálfbrúnkuvörum en ég forðast ljósabekki eins og heitan eldinn! Bestu vörurnar eru að mínu mati þær frá St. Tropez – merkið tekur vörurnar á næsta stig og skila fallegum og náttúrulegum lit á líkamann. Hér sjáið þið vörur sem gefa stigvaxandi lit og það krem nýtist einnig sem rakakrem fyrir líkamann og svo er það krem sem gefur samstundis lit sem fer síðan af í sturtu. Olíuliturinn er svo sá sú vara sem mig langar sjálfri að prófa næst frá merkinu.“

Ef þið skellið ykkur í sólarlandaferð eða takið sundferð á heitum degi á Íslandi í sumar er frábært að vera með einn frískandi ilm í töskunni. Mér finnst best að vera með Eau Fraiche ilmi þar sem þeir eru mun léttari og meira eins og body spray.

sumarhúð2

Myndatextinn: „Mér finnst ómissandi að eiga einn Eau Fraiche ilm fyrir sumarið til að fríska uppá vitin eftir góða sundferð. Fraiche ilmirnir eru ótrúlega léttir og minna margir hverjir alla vega mig á frískandi sjávarloft. “

Ég vona að þessi ráð geti hjálpað ykkur eitthvað í sumar – ef ekki þá bara til að hjálpa ykkur að pakka niður fyrir sólarlandaferðina. Ráðin sjálf finnið þið á myndunum. Mig langaði voðalega mikið að gera skemmtilega myndauppsetningu fyrir þessa færslu og mér finnst það bara hafa tekist ansi vel – vona að þið séuð sammála. Ef einhverjum finnst óþæginlegt að lesa textann á myndunum þá er það sami textinn sem er skásettur fyrir neðan þær – bara til öryggis eða ef þið eruð að lesa í símanum og svona :)

EH

Sumarið frá Chanel

ChanelFallegtFashionmakeupMakeup ArtistNýjungar í Makeup-iSS14Trend

Árstíðarlínurnar frá snyrtivörumerkinu Chanel finnst mér ómissandi að fylgjast með og kynna mér þegar þær koma. Ég veit að ég er ekki ein um það.

Línurnar frá Chanel og þessum stærri merkjum eru venjulega þær sem eru mótaðar eftir förðunartrendum hverrar árstíðar og innbláusturinn er nánast fallegri en vörurnar sjálfar.

Lína sumarsins nefnist Reflets D’été de Chanelog einkennist af sterkum og áberandi litum sem eru ekkert endilega gerðir til að passa beint saman. En oft eru það andstæður sem dragast saman og á endanum passa bara betur saman. Ég fékk nokkur sýnishorn til að prófa og sýna ykkur. Ég viðurkenni það fúslega að mér finnst fá naglalökk koma í jafn fallegum umbúðum og þessi frá Chanel.

sumarchanel5

Þegar ég breyttist í varalitakellingu þá hætti ég nánast alveg að nota gloss. En ég hef notað þennan uppá hvern einasta dag síðustu vikuna – síðan ég fékk hann. Glossinn er bara virkilega fallegur, hann klístrast ekki og liturinn er frekar þunnur svo í staðin fá varirnar mínar fallegan ljóma og þær líta út fyrir að vera frísklegri.

Mér finnst kostir og gallar við lökkin frá merkinu en það sem fellur eiginlega í báða flokka er hvað þau eru þunn. Þunn lökk eru ekki með eins góðri endingu en þau eru fljót að þorna og því er ekkert mál að byggja upp þéttingu. Ég set venjulega þrjár umferðir af Chanel lökkunum á neglurnar – á myndunum sem þið sjáið hér neðar eru reyndar bara tvær. Með réttu undir- og yfirlakki er hægt að láta öll naglalökk endast vel og ég nota aldrei naglalakk án auka lakkanna minna.

sumarchanel3

Hér er ég með glossinn og orange lakkið á nöglunum. Þó línan sé byggð á andstæðum þá smellpassa þessir tveir litir saman. Ótrúlega sumarlegir og skemmtilegir litir!

sumarchanel4

Hér er á ferðinni bjartur en pastel orange litur sem heitir Mirabella nr. 623 – hér er ég með tvær umferðir á nöglunum – ekkert yfirlakk þó ég nota ekki svoleiðis þegar ég tek test myndir fyrir bloggið. Ég byrjaði á því að vera með þennan á nöglunum og liturinn entist alveg heill án hnjasks í 3 daga – aftur ekkert yfirlakk þegar ég testa.

sumarchanel

 

Hér er á ferðinni bjartur og sumarlegur bleiktóna litur Tutti Frutti nr. 621. Ég er ekki búin að testa þennan nógu vel þar sem ég fann fyrir löngun til að skipta um lit þegar ég var búin að vera með hann á nöglunum í tvo daga – en þá var hann enn heill :)

Summer2014_collection

Hér fyrir ofan sjáið þið official auglýsinguna fyrir línuna en HÉR getið þið skoðað vörurnar í línunni í heild sinni. Ég þarf endilega að skoða fjólubláa maskarann betur næst þegar ég kíki í Hagkaup. Fallegur litaður maskari er alveg jafn ómissandi þetta sumar og þeir voru síðasta.

EH

Vörurnar sem ég sýni í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

 

Kíkt í snyrtibudduna: Heiðdís Lóa

Makeup ArtistMakeup Tips

Nú er komið að uppáhalds liðnum mínum á síðunni minni. Þegar ég fæ að leika spæjara og kíkja í snyrtibuddur yndislegra kvenna og fræðast um þeirra förðunartakta.

Heiðdís Lóa er ótrúlega hæfileikarík stelpa sem er eins og ég förðunarfræðingur. Nafnið hennar ættuð þið að kannast við því hún heldur úti ótrúlega skemmtilegu og fallegu bloggi undir sínu eigin nafni. Bloggið hennar Heiðdísar er eitt þeirra sem ég kíki reglulega á og sérstaklega til að skoða myndirnar hennar. Hún er ótrúlega hæfileikaríkur ljósmyndari og deilir mjög fallegum förðunarmyndum sem hún tekur sjálf á síðunni sinni.

302140_10151280935832952_1207940971_n

Geturðu líst þinni daglegu förðunarrútínu?

Já! Dags daglega mála ég mig ekki mikið. Ég set alltaf á mig CC krem, hyljara undir augun, smá highlight á kinnbeinin, brúnan kinnalit í skyggingu og maskara og svo stundum set ég varalit eða litaðan varasalva.

Prófarðu reglulega nýjar snyrtivörur?

Já og nei, mér finnst mjög gaman að prófa nýjar snyrtivörur og þá sérstaklega þegar ég finn eitthvað nýtt sem mér líkar en svo er ég líka mjög vanaföst í þeim vörum sem mér líkar mjög vel við.

download (1)

Förðun og mynd eftir Heiðdísi Lóu

Hver er uppáhalds maskarinn þinn og afhverju?

Ég held ég verði að segja Telescopic frá L’Oreal. Mér finnst hann lengja augnhárin mjög fallega og klessa þau ekki saman. Mér finnst hann bestur eftir að búið er að nota hann í örfá skipti.

Hvaða húðvörur notarðu?

Núna undanfarið hef ég verið að nota kókosolíu til að taka málinguna af og eplaedik blandað í vatn sem tóner. Ég nota einstaka sinnum kornakrem og þá nota ég kornakrem frá Gatineau, maskinn frá þeim er líka mjög góður en ég nota hann c.i. 1x í mánuði, hann heitir Clear and Perfect. Ég er með frekar þurra húð svo að ég er dugleg að bera á mig rakakrem en ég nota oftast gula kremið frá Clinique (dramitically different mosturizing lotion) og svo er Strobe Cream frá M.A.C. sparikremið mitt en mér finnst það gefa húðinni extra ljóma og fallega áferð.

Áttu eitthvað gott förðunartips sem þig langar að deila með okkur?

Já! Ég set oft smá maskara á handarbakið og svo nota ég lítinn bursta til þess að setja hann alveg upp við augnhárin ofan á þau því maskarinn nær því aldrei alveg 100%.Einnig er hægt að blanda ýmsu út í meik til þess að fá húðina til þess að fá ljómandi áferð eins og lustre drops frá M.A.C sem ég er nýbúin að uppgötva eða Wonder Powder frá make up store, einnig má blanda því út í rakakrem eða dagkrem, algjör snilld finnst mér og gerir ótrúlega mikið!

Hvernig popparðu upp á förðunina þína þegar þú ert að fara fínt út?

Með augnhárum og varalit!

1 2

 Heiðdís Lóa mælir með þessum vörum í nýlegri færslu á síðunni sinni – Red Cherry augnhár og varalitur frá MAC

Hvar verslarðu helst snyrtivörur?

Það er mjög misjafnt en flestar snyrtivörurnar mínar eru frá M.A.C. og Make Up Store.

Hvað þarf til þess að þú prófar nýjar snyrtivörur?

Ég les mjög mikið að umfjöllunum um vörur á netinu, mig langar að prófa vörur sem fá góða dóma, og svo finnst mér líka mikilvægt að sjá vörurnar á einhverjum.

download (2)

Girnilegar matarmyndir eru fastur liður á síðunni hennar Heiðdísar

Er eitthvað snyrtivörumerki sem er meira í uppáhaldi en önnur?

Nei ekki beint, ég á mér frekar uppáhaldsvörur frá hinum ýmsu merkjum og svo er ég alltaf að uppgötva ný og ný merki sem mér líkar vel við.

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni fyrir sumarið?

Mér finnst nauðsynlegt að húðin fái að njóta sín á sumrin með léttum farða sem gefur ljóma og fallegum high-lighter á kinnbeinin sem gefur húðinni extra-glow! Að auki finnst mér bleiktóna og appelsínutóna varalitir must á sumrin!

download (4)

Förðun og mynd eftir Heiðdísi – elska þennan varalit!

Notarðu förðunarbursta – ef svo er áttu einhverja uppáhalds?

Já ég á nokkra sem eru í miklu uppáhaldi en það eru: Expert Face Brush frá Real Techniques – hann nota ég fyrir CC krem, meik og stundum hyljara, bursti nr #217 frá M.A.C. finnst mér fullkominn til að blanda augnskugga, bursti #209 frá M.A.C. finnst mér þægilegur í eyeliner og svo held ég mikið uppá e.l.f. blush brush og flawless concealer brush í kinnalit og hyljara og high-light og að lokum er bursti nr 377 góður púður bursti og passar fullkomlega fyrir Wonder Powder-ið mitt frá Make Up Store.

Takk kærlega fyrir að leyfa mér og lesendunum að kíkja í snyrtibudduna hjá þér kæra Heiðdís Lóa! Ég hvet ykkur til að kíkja á síðuna hennar heidisloa.com til að kynnast þessari flottu stelpu betur og stela smá af innblæstri frá síðunni hennar fyrir ykkar farðanir – ég veit að ég hef gert það nokkrum sinnum :)

EH

Möndludásemd

Burt's BeesÉg Mæli MeðLífið MittNýtt í SnyrtibuddunniSnyrtivörur

Ein af nýjustu snyrtivörunum mínum sameinar tvo af mínum uppáhalds hlutum – handáburð og möndlur.

Ég er með rosalega þurrar hendur og ég er því sjúk í handáburði. Ég held að sú snyrtivara sem ég kaupi  mest af sé klárlega handáburður – það er alltaf auðvelt að selja mér svoleiðis:) Ég hef aðeins verið að fá að kynnast vörunum frá Burt’s Bees sem mér finnst mjög skemmtilegar sérstaklega vegna sögunnar á bakvið vörurnar sem ég ætla að skrifa betur um seinna. En fyrst varð ég bara að kynna fyrir ykkur þennan dásamlega handáburð.

Eins og ég segi þá geta hendurnar mínar orðið mjög slæmar af þurrki. Ég nota alltaf dip hreinsa til að þrífa naglalökk og stundum tek ég margar naglalakksmyndir á dag fyrir síðuna. Þá sérstaklega þorna hendurnar upp – ég nota samt alltaf Astintone lausa hreinsa en það er greinilega slæmt að nota þá kannki 10x á dag… :(

Um daginn átti ég þannig dag og ég fann hvað mér leið illa í höndunum – þið vitið hvernig það er þegar hendurnar þorna bara smám saman upp þá líður manni eins og þær séu eins og sandpappír og manni svíður í hendurnar. Ég mundi þá eftir þessum handáburði sem ég átti eftir að finna tækifæri til að testa og þessi er nú kominn í hóp uppáhalds.

möndlur2 möndlur

Handáburðurinn er ótrúlega þéttur og þykkur og þa þarf lítið sem ekkert af honum svo þessi 57 gr ættu að endast mér lengi. Ég er samt ekkert svo bjartsýn því ég er orðin svo húkkt á honum að ég nota hann aftur og aftur og aftur. Ilmurinn finnst mér þó bestur en hann er gerður úr möndlum – en hann ilmar í stíl við innihaldið. Það er svona gómsæt marsípan lykt af honum.

Handáburðurinn inniheldur E vítamín og möndlur sem næra hendurnar og mýkja þær og svo er það býflugnavaxið sem verndar hendurnar á meðan hin efnin vinna á þurrkinum.

Ég er yfirleitt alltaf með einn handáburð á náttborðinu hjá mér – stundum fleiri en nú er þessi þar einn og sér. Það síðasta sem ég geri áður en ég fer að sofa er að bera smá möndluáburð á hreinar hendurnar og svo þegar ég vakna eru þær silkimjúkar og dásamlegar!

EH

Handáburðinn fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Sýnikennsluvideo: fingramálning

AugnskuggarBourjoisEyelinerLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMyndböndSýnikennsla

Kannist þið við það að vera að fara eitthvað fínt út eftir vinnu t.d. og svo þegar þið ætlið að fara að taka ykkur til þá munið þið allt í einu að þið gleymduð að taka með ykkur förðunarbursta – vá hvað ég hef oft lent í þessu, þetta er alltaf jafn pirrandi :)

Mér hefur hins vegar tekist oft rosalega vel upp með að búa til smoky förðun með púðurbursta – það er mjög fljótlegt. En stundum er ég bara ekki með hann og maður hleypur kannski ekki útí apótek og kaupir sér nýja förðunarbursta bara af því maður gleymdi sínum heima. Ég hef komist uppá lagið með það að venja mig bara líka á að nota fingurna – það er sérstaklega auðvelt þegar það leynist fallegur kremaugnskuggi í snyrtibuddunni. Mig langaði að kenna ykkur trixin mín þegar kemur að því að redda sér úr svona aðstæðum. Reyndar er líka voðalega fínt að nota bara fingurna þegar þið eruð með kremaugnskugga maður er eiginlega ekkert lengur að því heldur en með förðunarbursta.

En þá er einmitt komið að því að kynna nýjasta sýnikennsluvideoið til leiks en í því sýni ég ykkur hvernig þið náið þessari förðun með engum förðunarburstum!

bourjoisfingur4

bourjoisfingur

Hér fyrir ofan sjáið þið almennilega vörurnar sem ég notaði til að ná þessari augnförðun:

Color Edition 24H kremaugnskuggi í litnum Prune Nocturne nr. 05 – Color Edition 24H kremaugnskuggi í litnum Or Desir nr. 02 – Twist Up the Volume maskari – Mega Liner eyelinertúss – allt vörur frá Bourjois.

Ég er mjög skotin í þessum eyeliner en ég var voðalega klaufsk með hann fyrst þegar ég var að prófa hann. Hafði aldrei notað svona skásettan eyelinertúss og ég þurfti aðeins að venja mig á hann. Svo ég byrjaði á því að móta nokkrar línur á handabakinu til að sjá hvernig tækni ég þyrfti að nota – það er mjög sniðugt að gera með eyelinera sem þið eruð að prófa í fyrsta sinn því enginn er eins og maður þarf að venjast nýjungum :)

Á vörunum er ég svo með Color Boost varalitablýant frá Bourjois í litnum Plum Russian nr. 06 – sýni ykkur hann og fleiri varalitablýanta eftir helgi ;)

bourjoisfingur3

En með þessari sumarlegu sýnikennslu býð ég ykkur góða helgi***

EH