#smearforsmear – strokan er lítið mál!

Lífið Mitt

Ég heillaðist samstundis af skemmtilegri herferð sem starfssystur mínar í Bretlandi hrintu af stað fyrir stuttu. Herferðin nefnist Smear for Smear og felst í því að fá konur til að mæta í krabbameinstékk á leghálsi. Það er greinilegt að minnkandi aðsókn kvenna í þetta einfalda tékk á sér stað um allan heim en ekki bara hér á Íslandi. Ég hef sjálf alltaf haft mjög gaman af bleikum október og geri mitt til að styrkja málefnið ár hvert.

Ég fór fyrst í stroku þegar ég var 17 ára – 20 ára fékk ég frekar leiðinlegt símtal frá kvensjúkdómalækninum mínum það var þá eftir stroku númer 2. Ég greindist með frumubreytingar á fyrsta stigi – í stuttu máli sagt leið mér eins og læknirinn væri að segja mér að ég væri með leghálskrabbamein. Ég vissi reyndar ekki alveg hvað fólst í þessu á þessum tíma en ég man ótrúlega vel að þegar ég skellti á lækninn þá brotnaði ég alveg saman og ég hágrét. Ég hringdi í foreldra mína til að láta þá vita og pabbi kom beint til mín í vinnuna bara til að halda utan um stelpuna sína og láta mig vita að þetta yrði allt í góðu lagi. Ég þurfti svo að bíða í nokkra mánuði þar til ég gæti komið aftur í stroku, það var virkilega erfiður tími og ég var í mikilli óvissu allan tímann. Ég var þó heppin, frumubreytingarnar höfðu staðnað og engin hætta var á ferðum lengur ég þurfti ekki einu sinni að fara í keiluskurð eins og margar aðrar. En eftir þetta var ég í ströngu eftirliti og fór í stroku á 6 mánaðafresti í 2-3 ár. Ég var hjá alveg einstökum lækni og pantaði bara nýjan og nýjan tíma eftir hverja stroku þar til hann tilkynnti mér að nú væri þetta í góðu lagi og ég gæti bara komið á 2-3 ára fresti eins og vani er á. Síðast fór ég í stroku eftir að ég átti Tinna Snæ svo það fer að koma kall á mig von bráðar og ég mun að sjálfsögðu svara því með glöðu geði og mæta með bros á vör í tékk því ég fæ alltaf svo yndislegar móttökur hjá mínum lækni sem gerir þetta svo vel – svo vel að ég finn ekki fyrir neinu.

Mér finnst ekkert endilega þurfa að vera alltaf október bara til þess að minna á mikilvægi þessarar heimsóknar. Þegar ég fer í fína gula sloppinn og kem mér fyrir á stólnum tilbúin að takast nánast á hvolf þá hugsa ég um allt það sem ég vil ekki missa af hvort sem það eru minningar eða tækifæri. Því hvet ég ykkur sem hafið ekki enn farið í stroku eða eruð komnar á tíma til að fara í tékk.

Fyrir ykkur sem hafið ekki farið í leghálsstroku hjá lækni þá er ferlið einfalt og stutt. Þið farið annað hvort til kvensjúkdómalæknis (ég geri það) eða á leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Svo var það fyrir stuttu í fréttum að það er verið að efla þessa þjónustu úti á landi og að ljósmæður á Suðurlandi munu sinna sýnatökum þar – frábærar fréttir! Þegar ég fer í tékk til læknis fer ég afsíðis þar sem bíður mín gulur sloppur, ég fer úr að neðan og klæðist sloppnum svo hann sé opinn í bakið, ég sest í stólinn hjá lækninum og stóllinn fer nánast á hvolf. Læknirinn byrjar á því að opna leggöngin með græju sem minnir helst á gogg á önd, þá skoðar hann hálsinn, tekur svo eitthvað sem lýtur út fyrir að vera eyrnapinni sem hann strýkur eftir leghálsinum. Þetta er strokan sem hann sér svo um að koma til skila. Ég fæ svo að koma af hvolfi og stend uppúr stólnum, klæði mig og þakka kærlega fyrir mig. Þetta er einfalt, sársaukalaust og þetta hjálpar manni að slaka á og sofa betur á nóttunni – ég lofa!

Pantið tíma núna – og deilið ykkar varalitastrokumyndum inná Instagram með #smearforsmear eða #strokufyrirstroku til að hvetja kynsystur ykkar til að passa uppá sinn legháls!

knús og kram frá mér***

EH

Varalitadagbók #27 – Lightness of Being frá MAC

Ég Mæli MeðKæra dagbókLífið MittMACMakeup Artist

Ég fékk sýnishorn af tveimur vörum úr fyrstu línu ársins 2015 frá MAC fyrir stuttu og ég er loksins að koma mér í gírinn til að sýna ykkur þær almennilega. Það er eins og egóbústið til að taka endalausar selfie myndir minnki smá eftir veikindi – húðin mín er í all svakalegu ásigkomulagi get ég sagt ykkur en það er ekkert sem hinn einstaki Diorskin Star farði tæklar ekki.

En önnur þessara tveggja vara var varalitur svo mér datt í hug að skella í eina dagbókarfærslu enda alltof langt síðan sú síðasta var skrifuð. Hér sjáið þið vörur úr línunni Lightness of Being frá MAC sem er nú fáanleg í báðum verslunum MAC á Íslandi.

macbeing

Mér finnst þetta dáldið fallegur varalitur – hann er svaka 90’s, léttur og nærandi og fer mínu litarhafti vel. Af þeim litum sem komu í línunni hefði ég alltaf valið þennan svo ég var mjööög lukkuleg að fá hann ;)

macbeing5

Liturinn heitir Taupe Wood og er af tegundinni Mineralize frá merkinu.

macbeing2

Mineralize varalitirnir frá MAC eru einstakir af því leitinu til að formúlan er léttari en hjá venjulegum varalitum, þeir gefa vörunum mikla næringu svo þeir henta vel konum með þurrar og viðkvæmar varir og þeir gefa ekkert eftir í styrkleikum pigmenta. Þetta er svona léttari útgáfan af varalitunum frá MAC og ég elska allt við þessa liti því ég finn ekkert fyrir þeim á vörunum. Ég hef átt nokkra í gegnum tíðina og kosturinn við þá er að maður getur sett þá blindandi á sig – þeir renna svo mjúklega eftir vörunum og það er skemmtilegt að nota lögunina á þeim til að móta varirnar. Svo gæti ég auðvitað nota varablýant undir til að auka endingu en ég ákvað að gera það ekki hér. Sjáið svo hvað liturinn glansar fallega – gefur ekkert highlighternum á kynnunum mínum eftir!

macbeing4

Á myndinni hér fyrir ofan sjáið þið líka augnskuggann sem ég fékk úr línunni – hann er líka úr Mineralize línunni frá af tegundinni Mineralize. Ég elska þegar það er svona skemmtilega öðruvísi áferð á púðurvörunum í línunum frá MAC – mér finnst þessi voðalega hlýleg og skemmtileg og minnir á áferð í fallegri prjónaflík og lúkkið á sængurverasettinu frá Esja Dekor sem mig langar svo í!

Mér fannst ekki beint passa að gera lúkk með augnskugganum og varalitunum saman ég hefði kannski orðið of mikið 90’s svona á mánudegi en líklega púllað það um helgi. Augnskugginn er tvöfaldur og ég ákvað svona aldrei þessu vant að taka létt swap af litnum til að sýna ykkur hvernig hann er. Ég renndi yfir hann þannig að ég náði báðum litunum í einu. Sjáið hvað pigmentin eru sterk! Ég nuddaði mjög létt :)

macbeing3

Liturinn á augnskugganum heitir Unhibited.

Hér sjáið þið svo alla vörulínuna í heild sinni. Línan inniheldur augnskugga, kinnaliti, ljómapúður, varaliti, varagloss, naglalökk og svo eru paraðir eyelinerar og burstar sem henta vel með og í vörurnar. Línan einkennist af Mineralize vörum sem eru mjög vinsælar hjá merkinu.

MAC Lightness of Being Collection for WinterAð lokum langar mig að mæla með því að þið fylgist með MAC á Facebook. Verslanirnar eru með sína síðu hvor þar sem dömurnar deila með alls konar skemmtilegum förðunum, förðunarráðum og fréttum úr MAC heiminum. Þú telst nú helst ekki snyrtivöruaðdáandi nema þú fylgist með vinsælasta snyrtivörumerkinu á Íslandi á Facebook ;)

MAC Kringlan á Facebook

MAC Debenhams á Facebook

Annars er væntanleg klikkaðslega flott lína inní MAC núna í mars. Þið finnið umfjöllun um hana ásamt vorlínum frá öðrum snyrtivörumerkjum á Íslandi í næsta Reykjavík Makeup Journal. Sú lína sker sig sko all svakalega frá hinum – það eru alltaf spennandi hlutir að gerast hjá merkjunum og svona samstarfslínur eins og vorlínan eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Meira um hana síðar!

Æjj vitið þið það hressti mig aðeins við að skella í varalitadagbókarfærslu – sérstaklega með einum svona ekta 90’s lit ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

og Múmínbollann fær…

FallegtFyrir HeimiliðLífið Mitt

Ég efaðist nú ekki um að það leyndust fjömargir Múmín aðdáendur þarna úti – en þáttákan í þessum litla leik mínum kom mér skemmtilega á óvart! Ég ákvað að splæsa í einn auka bolla þegar ég keypti minn svo bollinn er gjöf frá mér til heppins lesanda og ég mun svo sannarlega gera þetta aftur. Moominhouse mug2

Bollinn býður hér heima hjá mér nýs heimilis og nafn sigurvegarans finnið þið hér neðst í færslunni en fyrst langar mig að nýta tækifærið og sýna ykkur nýju Moomin bollana sem koma í sölu á þessu ári – mér tókst eftir mikla leit að grafa upp myndir á netinu :)

nýjubollarnir

Hér sjáið þið Snúð og Míu, það er aðeins búið að breyta teikningunni og karakterarnir stærri og taka meira plássa á bollunum og þá ekki í hlutfalli. Ég er sérstaklega hrifin af Snúðsbollanum hann er rosalega fallegur og litirnir fanga mína athygli. Míu bollinn er heldur einfaldari en mér finnst hann flottari en sá sem er til núna sov ég hyggst eignast þá báða og eiga þá loksins bolla með þessu fína Múmínfólki á!

sumarbolli

Svo er það þessi skemmtilega bleiki bolli sem er umvafin einhverju sem minnir mig helst á Lagarfljótsorminn en ég finn ekki alveg nægar upplýsingar um þennan bolla eða hvort hann sé í raun að koma í almenna sölu. Miðað við það sem ég er búin að finna út á hann eingöngu að vera fáanlegur í Svíþjóð – ég sem hélt fyrst að þetta væri suamrbollinn. Ó jæja ég hlýt að finna upplýsingarnar fyrr en síðar – og lofa að deila þeim. Annars er þessi mjög skemmtilegur – svona fallega áberandi bleikur :)

En svo ég fari úr einu í annað og segi nú loks frá nafninu á nýjum eiganda :)

Screen Shot 2015-01-26 at 12.06.27 PM

Til hamingju Matthildur – heppin þú!! – Sendu á mig línu á ernahrund(hjá)trendnet.is og ég læt þig vita hvar þú getur nálgast bollann ;)

Takk aftur kærlega fyrir frábæra þáttöku og mér fannst mjög gaman að sjá hverjir ykkar uppáhalds bollar eru. Bleiki ástarbollinn bar sigur úr býtum í keppninni sem ég skil vel enda óskaplega fallegur bolli og einn af mínum uppáhalds líka.

EH

Olíur á varirnar

Ég Mæli MeðLífið MittNýjungar í Makeup-iNýtt í SnyrtibuddunniVarirYSL

Nú get ég loksins séð fyrir mér að minn einstaklega óþægilegi og pirrandi varaþurrkur hverfi – það yrði kraftaverki líkast og allt því að hjálpa að tvö snyrtivörumerki senda frá sér alveg stórkostlega vornýjungar en það eru förðunarvörur fyrir varirnar sem eru ríkar af nærandi olíum.

Ég hef nú ekki lagt það mikið í vana minn að vera að skrifa um vörur áður en ég hef fengið það staðfest að þær séu komnar útí búð en mig langar bara svo að segja ykkur fá þessum tveimur vörum sem eru að næra mínar varir svo vel þessa dagana. Svo segji ég ykkur og sýni ykkur bara meira þegar þær eru komnar – díll? :)

Hér sjáið þið olíurnar…

olíur-varir3

Þetta eru samt eiginlega léttir glossar, eða þannig þykir mér alla veg auðveldast að lýsa þessum flottu vörum. Varirnar fá ofboðslega fallegan glans en svo fer næringin inní varirnar og þá verður yfirborð þeirra mjög fallegt, slétt og mjúkt.

Fyrst er það Instant Light Lip Comfort Oil frá Clarins, hér er um að ræða alveg litlausa næringu. Þessi er æðisleg fyrir mig svona dags daglega, þá er ég yfirleitt með berar varir og bara litlausa varasalva í mesta lagi. Það er mjög breiður svamppensill sem kemur með þessari olíu svo það er lítið mál að ná honum yfir allar varirnar með einni stroku. Olían er líka til með bleikum lit og þá er það næringin sem fer inní varirnar og eftir situr bleiki liturinn sem litar varirnar og gefur þeim fallega áferð.

olíur-varir

Svo er það Volupté Tint-in-Oil frá Yves Saint Laurent. Þessir fallegu litir koma í rosalega skvísulegum umbúðum – ekta YSL – og mörgum mismunandi litum. Ég fékk svona fallegan berjalit til að prófa og eins og með hina litina frá Clarins þá er það næringin sem fer inní varirnar og nærir þær innan frá en liturinn situr eftir og skilur eftir sig svona stained varir. Litirnir frá YSL eru alls konar og hver öðrum fallegri, ég væri alveg til í að eiga fleiri liti af þessum fallegu varanæringum.

olíur-varir2

Ég finn samstundis þegar ég set olíuna á varirnar mínar hvað hún skilar miklu, svo þarf ég bara að vera dugleg að skrúbba varirnar mínar með til að ná dauðu húðfrumunum og þurrkinum burt og svo næra þær með olíunni. Mér finnst ég fá miklu drjúgari næringu sem virkar miklu hraðar með þessum olíum heldur en með varasalva.

Það er greinilegt að olía er sannkallað tískuinnihaldsefni í snyrtivörum í dag og fyrir mitt leyti þá tek ég fagnandi á móti því. Þessar vörur henta líka fyrir allar konur, sama hver húðtýpan er þetta eru bara æðislegar vörur sem gefa endingargóðan raka og koma vörunum í jafnvægi – fullkomið í þessum ískalda kulda!

Mæli eindregið með!! ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Annað dress

Ég Mæli MeðLífið MittNýtt í FataskápnumVero Moda

Hér á bæ höfum við reynt að halda bóndadaginn hátíðlegan þrátt fyrir endalaus veikindi mín og Aðalsteins. Ég náði nú aðeins að rífa mig fram úr og út í dag en fjörið entist þó ekki lengi og ég er komin aftur uppí rúm – #heilsulaustlíf2015 :( En á þessum örfáu klukkutímum þar sem ég náði aðeins að hressa mig við gat ég fagnað með því að dressa mig loks uppí nýja samstæða dressið sem við fengum inní Vero Moda í síðustu viku – þið þekkið mig ég fell fyrir öllu matching svo ég keypti það um leið og það kom uppúr kassanum!

vmmatching2

Það er eiginlega alltof langt síðan síðasta hversdagsdress fékk að líta ljós á blogginu. Dressin í fataskápnum einkennast flest af því að vera þægileg og þetta nýja dress er það sérstaklega – flottar flíkur sem passa saman og með öðrum.

vmmatching

Bolur: Vero Moda – þessi er með tveimur röndum að neðan og svo á sitthvori erminni, hann er í svona A sniði svo hann er frekar sniðlaus og fínn.

Buxurnar: Vero Moda, þær eru með teygju í mittið og því sérstaklega þægilegar, ég elska buxur með teygju í mittið því þá get ég alltaf leyft mér að borða aðeins meira því teygjan gefur svo vel eftir – svona lærir maður af of miklu Friends glápi ;)

Kápa: Vero Moda, þessi fína kápa heitir Fame og var að koma til okkar fyrir helgi og er að fara hratt hratt hratt! Hún kom svört og svona ljósbrún og ég valdi mér þennan lit því ég er bara komin í smá vorfíling og mér finnst gaman að eiga ljósu litina fyrir sumarið – ég á reyndar aðra svona aðeins dekkri svo á ég eina síða bleika og aðra stutta bleika svo ég ætti að vera vel búin fyrir sumarið. Við eigum von á fleiri svona trenchum á næstunni inní Vero Moda en það er svo sem alltaf von á einhverju flottu í þessa búð sem ég er voðalega stolt að fá að vinna fyrir;)

Skór: Bianco, þessi boots hafa bjargað mér í vetur, ég er í þeim daglega! Þau eru úr Camilla Pihl línunni og ég bara get ekki skilið við þau – þau passa líka við allt svo ekki kvarta ég.

vmmatching3

Hér sjáið þið svo bóndadagsgjöfina sem sló í gegn á mínu heimili og húsbóndinn þú þegar búinn að ákveða pláss fyrir gripinn. Ég pantaði þessar æðislegu myndir og ramma í gegnum Prentagram og sótti svo til innrammarans – virkilega fallegur gripur og gaman að eiga nokkur ómetanleg augnablik í ramma :)

Hér sjáið þið myndir af okkur fjölskyldunni á áramótunum, feðgum í brunch, mæðginum í göngutúr, kærustupari á leið á JT tónleika, fjölskyldu sem þurfti að kveðja yndislegu kisuna sína hana Míu mikið var þetta erfitt augnablik en svo margar yndislegar minningar sem standa eftir, fjölskylda sem sullar í vatni, lítill moli að kasta steinum, kærustupar í fallegri eyju og feðgar hlæja dátt. Mæli algjörlega með þessum römmum hjá Prentagram, var lengi búið að langa í svona og er svo ánægð að ég sló til og ákvað að splæsa í – þetta er falleg gjöf fyrir hvaða fjölskyldumeðlim sem er!

Nú vona ég að þessi flensupest fari að yfirgefa líkamann minn svo ég geti fengið fullan kraft aftur – því nú er bara að spýta í lófana og klára eitt stk risastórt tímarit.

Eigið yndislega helgi mín kæru***

EH

Einn heppinn lesandi fær þennan fallega bolla!

FallegtFyrir HeimiliðLífið Mitt

Eins og ég var búin að lofa þá ætla ég nú að gleðja einn heppinn lesanda með 70 ára Moomin afmælisbollanum. Þessi er alveg gullfallegur og má sem dæmi nefna að sonur minn – þessi 2 ára! – tók frekjukast þegar hann fékk ekki að súpa vatnið sitt uppúr honum þegar hann kom fyrst uppúr kassanum. Bollinn er með eindæmum glæsilegur og ég er svakalega ánægð með hann og ég verð að segja að hann er sannarlega skyldueign fyrir okkur Moomin áhugamanneskjurnar.

Það er ekki nóg með það að ég varð að eignast þennan bolla heldur er ég komin á biðlista eftir hinum tveimur nýju bollunum sem eru með Snúð og Míu litlu. Loksins eru komnir bollar með þessum dásamlegu karakterum sem ég get séð fyrir mér að eiga – mér fannst hinir ekki nógu fallegir. En meira um þá seinna :)

Snúum okkur að þessari gersemi…

Screen Shot 2015-01-22 at 6.24.47 PM

Þessi fallegi bolli hefur að geyma alla helstu Moomin karakterana og ef þið eruð vel að ykkur sjáið þið að hér er um að ræða fallega bláa Moomin húsið – já ég viðurkenni fúslega að mig langar í svona hús, þetta er eitthvað svo kósý!

En ef þið viljið að þessi bolli verði ykkar þá eru það þrjú atriði sem þið þurfið að standa skil á…

1. Smella á Like á Facebooksíðunni minni – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

2. Deila þessari færslu á Facebook hér fyrir neðan með því að smella á “deila” takkann.

3. Skilja eftir athugasemd með fullu nafni og segja mér hvaða Moomin bolli er í uppáhaldi hjá ykkur :)

Ég dreg svo bollan út eftir helgi – hlakka til að sjá hvaða bolli lesendum þykir fallegastur ;)

EH

p.s. fyrir áhugasamar þá sá ég að þær hjá Suomi Prkl voru að segja frá því á Facebook hjá sér að bollinn væri væntanlegur og þau hjá Líf og List líka – svo kannski er hann kominn :)

Á bakvið tjöldin

Ég Mæli MeðHúðLífið MittReykjavík Makeup Journal

Mér fannst ég knúin til að láta aðra bloggara á Trendnet vita að ég væri ekki týnd og tröllum gefin – mér finnst ég núna knúin til að láta vita af því hér. Það er ekkert grín að skrifa efni í 100 blaðsíðna blað á einum mánuði og það er það sem ég er búin að vera að gera ásamt því að sinna vinnunni svo því miður þá hefur bloggið fengið að mæta afgangi. Ég verð þó að segja að ég er fáránlega stolt af nýjasta tölublaðinu sem þið fáið að sjá þann 12. febrúar næstkomandi og ég er svo sannarlega viss um að blöðin munu bara verða betri og betri eftir því sem líður á – næsta blað er sko komið af stað í hausnum á mér, svona er maður alltaf einu skrefi á undan.

En í dag var síðasti myndatökudagurinn fyrir blaðið og mér datt í hug að ykkur myndi kannski finnast gaman að skyggnast aðeins á bakvið tjöldin og fá að vita aðeins um það sem mun vera í blaðinu :)

Screen Shot 2015-01-22 at 2.25.13 PM

Binni ljósmyndari að störfum – þessi er einn sá skemmtilegasti í bransanum og ég ligg venjulega í hláturskrampa þegar ég kíki í heimsókn til hans. Hér er hann að taka hópmynd af vörum sem eru fullkomnar til að nota á kvöldin. Þess vegna er þeim stillt uppá náttborði. Já ég skellti bara náttborðinu mínu inní bíl og ók með það inní stúdíó maður verður aðeins að leggja smá í props. Mér þykir alltaf skemmtilegt af svona uppröðuðum myndum í blöðum og það verða nokkrar svona í blaðinu.

Screen Shot 2015-01-22 at 2.24.57 PM

Í blaðinu verður myndaþáttur þar sem 8 andlitsmaskar verða til sýnis – hér sjáið þið Volcanic Ash hinn dásamlega hreinsiskrúbb/maska frá MAC – þessi kemur svo vel út á mynd og ég er alveg kolfallin fyrir þessum! Það er hin yndislega vinkona mín Íris Tanja sem situr fyrir á myndunum – held að húðin hennar hafi aldrei verið jafn hrein og eftir daginn í dag!

Screen Shot 2015-01-22 at 2.24.42 PM

Í blaðinu munið þið líka finna þessa gullfallegu ungu konu! Það er svo ótrúlega fyndið að Eva Laufey er alveg minn uppáhalds matarbloggari og þegar við hittumst fyrst föðmuðumst við strax – okkur fannst við bara þekkja hvor aðra þó svo við höfum aldrei einu sinni talað saman, svona er þessi bloggheimur. Þessi yndislega dama verður með skemmtilegar uppskriftir í blaðinu og ég er mjög spennt að fá að deila þeim með ykkur þar – þær eru svo girnilegar!

Ef þið eruð ekki búin að geta ykkur til um það þá snýst blaðið fyrst og fremst um húðina – þetta er skincare blað útí gegn. Blaðið er búið að vera lengi í hausnum á mér en það er ár síðan það átti að koma út á netinu en ég varð að fresta útgáfunni vegna of mikillar vinnu. Nú er það að mæta á svæðið og draumurinn minn að rætast – mér finnst nefninlega að maður eigi að byrja nýtt ár með það markmið að hugsa betur um húðina svo nú skora ég á ykkur að gera það! Ekki bara andlitið – við megum nefninlega ekki gleyma líkamanum. Húðin okkar er okkar stærsta líffæri og við verðum að hugsa vel um hana – ekkert rugl bara húðdekur ;)

EH

p.s. þessar myndir birtust allar á Instagram hjá mér – þar er öllum frjálst að fylgjast með og ég tek fagnandi á móti öllum! Þið finnið mig undir @ernahrund ;)

Þær sem fá Beautyblender!

Ég Mæli MeðFörðunarburstarHúð

Vávává! Það er ekkert smá gaman að sjá hvað það er gríðarlega mikill áhugi og spenningur fyrir svömpunum frá Beautyblender, yfir 300 athugasemdir eru nú komnar inn og mér fannst sérstaklega gaman að sjá að það voru ekkert endilega allir sem vildu bara fá bleika svampinn heldur var þetta mjög misjafnt svo ég átti ekkert í sérstaklega miklum vandræðum með að draga út :)

Hér fyrir neðan þessa fínu mynd af bleika Beautyblendernum sjáið þið nöfn sigurvegaranna!lesdoit-beautyblender-11

 

Þann bleika fær:

Screen Shot 2015-01-19 at 9.59.07 AM

Þann svarta fær:

Screen Shot 2015-01-19 at 9.59.21 AM

Þann hvíta fær:

Screen Shot 2015-01-19 at 10.00.36 AM

Innilega til hamingju með sigurinn – þið megið senda Söru og Sillu skilaboð í gegnum facebook síðuna þeirra – BEAUTYBLENDER Á ÍSLANDI –  þær svara ykkur svo og láta ykkur vita hvernig þið getið nálgast svamapana ykkar.

Njótið vel og takk kærlega fyrir þessa frábæru þáttöku – ég hlakka svo til að prófa svampana mína betur og segja ykkur frá þeim og jafnvel taka upp myndband. Það þarf þó að bíða betri tíma þar sem Reykjavík Makeup Journal er á lokaspretti í skilum og hausinn minn er helst þar ;)

EH

Langar þig í Beautyblender?

Ég Mæli MeðFörðunarburstarNýtt í Snyrtibuddunni

Já þið lásuð rétt! Nú er komið að því að gefa heppnum lesendum Beautyblender að eigin vali. Ég efast nú ekki um að margar ykkar hafi lesið það úr færslunni minni í gær um svampana góðu sem nú fást hér á landi að ég myndi setja af stað eins og einn gjafaleik. Okkur Söru og Sillu fannst það alveg tilvalin hugmynd og gefa einhverjum sem langaði mikið að prófa svamapana færi á því. Þið getið komist að því hvernig þið gætuð unnið Beautyblender hér fyrir neðan en ég vona að þið lesið fyrst restina af færslunni þar sem ég fer aðeins yfir hvern svamp… :)

Hér sjáið þið þá alla – þetta eru náttúrulega ekkert smá litríkir og flottir förðunarsvampar!

bjútíblender

Eflaust hugsa einhverjar um hver er munurinn á þessum og öðrum förðunarsvömpum en þá eru það auðvitað Beautyblender svamparnir þeir sem koma förðunarsvömpum aftur á kortið. Þeir eru sérstaklega mjúkir og það er rosalega gaman að fræðast um tilgang hvers og eins. Ég hlakka mikið til að prófa mig áfram með mína, fara eftir leiðbeiningunum og prófa mig svo áfram. Svamparnir eru alveg lygilega mjúkir og flottir og get rétt ímyndað mér áferðina sem kemur þegar maður notar þá bara í grunninn – en margir af þekktustu Youtube gúrúunum eru bara að nota Beautyblender svampana í sínar farðanir – nota bara bursta fyrir augu og varir – það er nú alveg frekar magnað og ég á nú erfitt með að ímynda mér hvernig þau fara að en ég er spennt að læra!

Sá bleiki:

Hér er þessi upprunalegi svampur sem virðist hafa startað öllu þessu svakalega svampæði sem hefur gripið um sig í förðunarheiminum. Þessi er svo mjúkur og fallegur og hann gefur af því sem ég hef séð af hönum öllum förðunarvörum fullkomna áferð – ég er rosalega spennt að prófa þennan almennilega og deila því að sjálfsögðu með ykkur!

“The unique shape and exclusive material available only with beautyblender® ensures impeccable, streak-free application with minimum product waste. Use it with primers, foundations, powders, cream blushes, and any other complexion product.“
- Sephora.com

bjútíblender3

Sá hvíti:

Þessi er svo hreinlegur og fallegur að ég myndi bara aldrei vilja setja hann í neinar litaðar förðunarvörur! En einhvers staðar las ég mér til um að þessi hæfði sérstaklega í allt sem tengdist húðinni og að hann hentaði betur í s.s. ólitaðar förðunarvörur eins og krem, serum, augnkrem, primera og allar þessar undirstöðu vörur. Það er eflaust líka hægt að nota þennan í ljómandi vörur eins og ljósa higlightera og svoleiðis.

„beautyblender® pure® is designed to ensure optimal application of the most advanced skincare products. Leave the old method of applying product with fingers behind and say goodbye to spotty coverage, less penetration of product in key areas (eyes, nose, etc.), and dirt traveling over freshly cleansed skin. Use it with complexion products, serums, eye treatments, moisturizers, makeup removers, and any other skincare product. “
- Sephora.com

bjútíblender2

Sá svarti:

Hér er á ferðinni hrikalega flottur svampur sem er auðvitað fullkominn í þessar vörur sem eru superstay eða vatnsheldar og mjög dökkar, vörur til að skyggja húðina og jafnvel til að setja á sjálbrúnkukrem og fá fullkomna áferð – því það mun ekkert sjást á svampinum hann er jú svartur!

„Beautyblender® Pro is the perfect application method for darker-toned products that would be difficult to rinse clean from a lighter colored applicator. Use with complexion products, long-wear makeup, and self-tanners for flawless results. “
- Sephora.com

bjútíblender4

Sá græni:

Hann er minnstur og þeir koma tveir saman í pakka. Ég sé fyrir mér að með honum sé hægt að fullkomna grunnförðunina, fela misfellur og jafna áferð farðans, bæta á hyljara og hægt að gera svona vandaverk sem þarfnast nákæmni.

„This makeup blender lets you perfect makeup application in the inner eye corners, brow bones, sides of nose, cheeks, and more. Designed with exclusive beautyblender® material and one fourth the size of the original sponge, these non-disposable micro.mini sponges are the perfect tool for concealing small areas. Simply wet them so that they increase in size so that you can highlight and contour your face and ensure less makeup waste.“
- Sephora.com

bjútíblender5

En mig, Söru og Sillu langar að gefa áhugasömum lesendum svamp að eigin vali til að prófa – við ætlum að gefa einn bleikan, einn svartan og einn hvítan og það sem þið þurfið að gera til að vera með er að…

1. Deila þessari færslu með því að smella á Facebook takkann.

2. Setja Like á síðu Beautyblendersins – BEAUTYBLENDER Á ÍSLANDI

3. Skrifa athugasemd við þessa færslu, undir fullu nafni, hvaða svamp þig langar í (bleikan, hvítan eða svartan) og afhverju þig langar að prófa Beautyblender!

Ég dreg svo úr öllum innsendum athugasemdum seinni part sunnudags og birti nöfnin á síðunni hjá mér :)

Svo svona að lokum fyrir þær sem langar í svamp ekki seinna en á morgun þá ætla þær Sara og Silla – Beautyblender drottningar Íslands – að vera með opið inní Reykjavík Makeup School á morgun milli 14:00 og 16:00 fyrir þær sem langar að kaupa en skólinn er staðsettur á Lynghálsi 4 uppá Höfða.

Go nuts!

EH

Beautyblenderinn er mættur til Íslands!

Ég Mæli MeðFörðunarburstarNýtt í Snyrtibuddunni

Það var einstaklega spennt ung kona sem gerði sér ferð uppá Höfða um miðjan dag í dag til að hitta snillingana tvo þær Söru og Sillu sem eru eigendur Reykjavík Makeup School og nú Beautyblender dottningar Íslands! Tilgangur ferðarinnar var að kíkja á svampana sem þær voru að fá til landsins og fræðast aðeins meira um þá – ég viðurkenni það heilshugar að ég hef aldrei prófað Beautyblender svampana en vinsældir þeirra hafa þó alls ekki farið framhjá mér og vonandi engri makeup áhugamanneskju.

Screen Shot 2015-01-15 at 4.24.54 PM

Hér sjáið þið hinn dásamlega fallega upprunalega Beautyblender en það eru samtals fjórar týpur. Ég ætla að prófa mína aðeins í kvöld – kíkja á nokkur video og læra aðeins meira til að segja ykkur frá á morgun – já og kannski gera eitthvað aðeins meira en bara segja ykkur frá þeim ;)

Fyrir áhugasamar þá legg ég til að þið smellið við like á síðu svampanna á Íslandi til að festa kaup á þeim og til að sjá verð og meiri upplýsingar.

BEAUTYBLENDER Á ÍSLANDI

EH