Reykjavik Fashion Journal

Annað dress: blóma kimono

FallegtFashionLífið MittNýtt í Fataskápnum

Ég er alveg sjúk í kimonoa þessa dagana ef þið hafið mögulega ekki tekið eftir því. Fataskápurinn er orðin ansi mettur af þessari tegund af flík en ég sé reyndar mikið notagildi í þeim sérstaklega á fallegum sumardegi og svo er snilld að henda einum yfir plain svartan kjól þegar ég fer út að vera menningarleg á tónleikum eða í leikhús.

Þessi fylgdi mér heim úr vikulegri heimsókn í Smáralindina á föstudaginn…

Þrátt fyrir mikinn vind á höfuðborgarsvæðinu í gær þá ákvað ég nú samt að klæða mig aðeins upp og reyna að njóta þess sem eftir er af sumrinu í nýja kimono-inum mínum.

blómakimono3 blómakimono2

Kimono: Vero Moda, hann er frá merkinu Only sem er eitt af undirmerkjum Vero Moda. Það er langt síðan ég hef keypt mér einhverja flík frá Only en á stuttum tíma hafa tvær flíkur bæst í fataskápinn minn frá merkinu. Þessi kimono og síður bolakjóll með marmaraprinti – hann kom mér skemmtilega á óvart en ég nældi mér í hann á enduropnun Vero Moda í Kringlunni. Kimono-inn heitir Rae og kostar 7990kr.

Bolur: Þennan fallega bol keypti ég líka á enduropnun Vero Moda – þið sjáið allt um hann HÉR. Ég á bæði svartan og hvítan og þeir eru mikið notaðir – held alveg örugglega að þeir séu uppseldir í Kringlunni en þeir voru til í Smáralind núna á föstudaginn þegar ég kíkti þar við til að kaupa kimonoinn.

Buxur: VILA – en ekki hvað! Nútt buxnasnið úr uppáhalds búðinni sem ég elska, þarf endilega að næla mér í fleiri liti af þessum elskum!

Skór: Nike Free, þið trúið því eflaust ekki en þessa fínu skó fékk ég gefins frá samstarfskonu minni sem keypti þá í USA. Henni fannst þeir svo óþægilegir (trúið þið því!) að hún gaf mér þá. Þessir eru alveg að redda mér í framkvæmdum – þægilegir skór eru möst í þannig stússi.

blómakimono

Á meðan pabbinn neyddist til að taka myndir af mömmunni fyrir utan Nauthól þar sem við höfðum nýlokið við að gæða okkur á dýrindis brunch hljóp sonurinn um alsæll og skemmti sér konunglega.

Vona innilega að þið séuð búnar að njóta helgarinnar ykkar og ég hlakka bara til alls sem er framundan núna eftir þessa helgi. Það er einhvern veginn eins og haustið fari af stað eftir Verslunarmannahelgi. Þannig er það alla vega hjá mér – mörg óendanlega spennandi verkefni framundan í vinnu, einkalífinu og svo er smá leyniverkefni í gangi sem tengist mínu elskulega Reykjavík  Makeup Journal – neibb það er sko ekki gleymt og langt frá því að vera hætt – bara að breytast smá :)

EH

Gullpenninn special edition

Ég Mæli MeðHyljariMakeup ArtistNýjungar í Makeup-iYSL

Gullpenninnn frá Yves Saint Laurent er án efa ein þekktasta förðunarvara í heimi og ég held að þær séu fáar konurnar sem vita ekki hvaða snyrtivara þetta er og við höfum flestar líklega prófað hann.

Gullpenninn var búinn til af förðunarfræðingnum Terry de Gunzburg árið 1992. Terry gegndi þá starfi Creative Director fyrir merkið sem hún gerði í samtals 20 ár. Penninn er fyrstur sinnar tegundar í heiminum og er enn í dag sú snyrtivara sem konur tengja við merkið. Einu sinni á ári kemur út sérstök útgáfa af pennanum – í útgáfu ársins í ár er penninn þakinn upphleytptu hlébarðamunstri og flottari en nokkru sinni áður!

gullpenni

Gullpenninn er fyrsti ljómahyljarinn sem ég kynntist og hann var á sínum tíma ein af fyrstu snyrtivörunum sem ég keypti mér sjálf. Hyljarinn nýtir ljósendurkaststækni til að vinna á móti þreytu í húðinni og til að eyða dökkum litum og gefa húðinni ómótstæðilega glóð. Penninn er á sinn hátt fyrsti highlighterinn og uppfrá komu hans var mun einfaldara að móta andlit fyrir allar konur. Gullpenninn heitir réttu nafni Touche Éclat og hann er nú líka fáanlegur í formi farða – það er s.s. til léttur farði sem nýtist við sömu hugsun og gullpenninn.

Gullpennann hef ég skrifað um áður og bendi ykkur því á þessa færslu til að afla ykkur upplýsinga um hvernig ætti að nota hann.

gullpenni2

„In 92’ I came up with this click pen, Touche Éclat and the term, ‘Éclat’ did not exist in vocabulary of the cosmetics industry, it was coverage, perfection, matte, sheer, iridescent, but not glow. I invented the word ‘glow’ in this industry. It sounds ridiculous but it’s true. I always believed even when I was a makeup artists that glow is much more interesting than perfection. My focus was to get the glow. Who wants to be perfect but completely flat.I prefer to pretend we have imperfection but with a natural face.“

- Terry de Gunzburg

Ég veit ekki með ykkur en það eru þessir hlutir sem heilla mig við förðunarvörur – litlu sögurnar á bakvið vörurnar. Þær ná að á einhvern hátt að tengja mig við förðunarvörurnar og búa til sterk bönd okkar á milli. Ég kýs mun frekar vöru sem ég heillast af vegna tækninnar, sögunnar og gæðanna heldur en t.d. sambærilega ódýrari vöru þar sem mér finnst söguna vanta.

Gullpenninn er nú fáanlegur í hátíðarlúkkinu á öllum sölustöðum Yves Saint Laurent á Íslandi og þetta er gripur sem á heima hjá öllum aðdándum pennans. Svo ætti maður ekki að henda þessum þó hann klárist heldur eiga hann sem minningu um einstaka förðunarvöru og svo eru umbúðirnar auðvitað annað atriði sem spilar inní það að varðveita hann.

EH

Gullpennann fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

#dolcesumar sigurmyndirnar!

Dolce & GabbanaFallegtFashionSS14

Heima hjá mér bíða nú tvö 30ml glös af sumarilminum í ár frá Dolce & Gabbana sem nefnist Dolce. Þau bíða þess að komast í hendur nýrra eigenda en samtals voru 78 myndir merktar með #dolcesumar – sumarlegar og skemmtilegar. Hér sjáið þið sigurmyndirnar…

photo 1-1 photo 2-1Til lukku @hrafnhildurmarta og @raggabjork – sendið mér endilega póst á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um hvert ég má senda ilmvötnin!

Takk kærlega fyrir allir sem tóku þátt í leiknum og merktu sínar myndir með #dolcesumar – það var svo gaman að fylgjast með myndunum og ég vona að sigurvegararnir njóti nýja ilmvatnsins sem er án efa einn besti sumarilmurinn í ár!

Vona að restin af #dolcesumrinu ykkar verði frábært:)

EH

 

Trend: Litaðir eyelinertússpennar

AuguBourjoisÉg Mæli MeðEyelinerMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í Makeup-iNýtt í Snyrtibuddunni

Þið sem hafið fylgst með mér lengi vitið að ég elska fátt meira en eyelinertússpenna. Ást mín á þeim er sterk vegna þess hve einfalt er að nota þá. Litaval í þessum eyelinertússum þykir mér frekar slæmt hér á Íslandi sérstaklega miðað við litaúrval sem er fáanlegt erlendis hjá merkjum eins og t.d. Stila. Aðallitirnir hér á Íslandi sem eru í boði virðast vera svartur og brúnn – athugið að ég er bara að tala um svokallaða tússpenna ekki almennt blauta eyelinera:)

Slappt litaúrval hérlendis hentar mér ekki alveg sérstaklega þegar það að vera með litaðan eyeliner hefur aldrei verið jafn vinsælt. Nýlega tókst mér þó með hjálp Silicone Eyeliner burstanum frá Real Techniques að móta spíss á eyelinerblýanta sem er auðvitað mun auðveldara að fá í öllum regnbogans litum hér á landi.

Þegar ég fékk send sýnishorn af nýjum vörum frá franska merkinu Bourjois leyndist þar á meðal litaður eyelinertúss! Ég get varla líst því hversu mikið þessi eini eyeliner gladdi mig og hlakkaði mikið til að fá að prófa hann.

bourjoislitaður

Oddurinn er beinn og ávalur og töluvert ólíkur öðrum eyelinertúss sem ég hef prófað frá merkinu sem er skásettur (mjög skemmtileg vara sem ég sýndi HÉR). Annars hef ég mikið verið að nota undanfarið eyelinera frá merkinu og mér líkar mjög vel við þá alla – sérstaklega er ég hrifin af endingunni sem er frábær.

Ég ákvað í þetta sinn bara að gera einfalda augnförðun þar sem lítið annað væri í forgrunni en eyelinerinn sjálfur. Liturinn er fjólublár með hint af rauðu í og því er hann tilvalinn fyrir t.d. græn augu. Liturinn nær þó að vega jafnt á milli tónanna sem einkenna hann og því ætti hann að ganga fyrir flest augu. Mín tillaga er sú að ef þið hafið áhuga á setjið þá rönd af tester af eyelinernum á handabakið og berið upp við augun til að sjá hvernig litirnir fara saman.

bourjoislitaður4 bourjoislitaður5

Ég er persónulega mjög skotin í þessum lit en eyelinerinn sjálfur heitir Liner Feutre og liturinn heitir Noir Violine. Samkvæmt heimasíðu Bourjois er linerinn líka fáanlegur í svörtu, brúnu og grænu.

Stundum er tilvalið að kaupa sér bara skemmtilegan eyeliner í lit til að poppa uppá augnförðun. Þessi litur passar t.d. vel við alla brúntóna augnskugga – sem ég efast ekki um að margar ykkar eigi nokkra af – en hann myndi breyta samt ásýnd skugganna í kringum augun mikið.

Eyeliner er eins konar fylgihlutur fyrir augnförðun – hann er ekki nauðsynlegur en hann fullkomnar lúkkið!

Að lokum langar mig að deila með ykkur nöfnum á þeim sem ég dró út í Puma ilmvatnsgjafaleiknum…

Screen Shot 2014-08-01 at 10.29.03 AM Screen Shot 2014-08-01 at 10.28.55 AM

 

Máney fær herrailminn og Kristín dömuilminn – endilega sendið mér póst á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um hvert ég má senda ilmvötnin :)

EH

Eyelinerinn sem ég skrifa hér um fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Penny Talk

FashionneglurNýtt í SnyrtibuddunniTrend

Um daginn mætti heim til mín flottasta naglalakk sem ég hef nokkur tíman átt – Penny Talk frá Essie. Ég er algjörlega sjúk í þetta naglalakk og ég hef fengið fullt af fyrirspurnum um það síðan ég birti nokkrar myndir af því á Facebook og Instagram – svo fyrir ykkur sem voruð forvitnar þá sjáið þið lakkið hér…

pennytalk3

Lakkið gefur þétta metal áferð og er koparlitað – svo nú get ég verið með neglur í stíl við einn af aðaltrendlitum ársins. Lakkið er rosalega þétt og það var eiginlega nóg að setja bara eina umferð af því. Lakkið þakti allar neglurnar og liturinn svo þéttur og flottur. Ég setti reyndar tvær umferðir til að hafa lakkið enn flottara en undir setti ég base coat.

pennytalk2

Oft með svona metal liti þá eru þeir þunnir en til að fá alveg þétta áferð á lakkið þarf að nota base coat undir þá – ég notaði nú bara base coat frá L’Oreal sem ég átti í skúffunni hjá mér og það virkaði sjúklega vel.

pennytalk

Penny Talk lakkið fann ég á ebay á nokkra dollara og fékk sent til Íslands. Ég er alveg sjúk í þetta naglalakk og ef ykkur langar í það setjið þá bara „essie penny talk“ inní leitargluggann á ebay og þá ættuð þið að finna það.

EH

p.s. vissuð þið að nú fást Essie naglalökkin í DutyFree á Keflavíkurflugvelli – bestu fréttir sem ég hef fengið í langan tíma!!

Stafaborði í barnaherbergið

Fyrir heimiliðTinni

Í nokkra daga er ég nú búin að næstum því kaupa sætasta stafaborða ever í íslenskri vefverslun sem ég sé fyrir mér að hafa inní herberginu hans Tinna Snæs. Eina ástæðan fyrir því að ég hef ekki keypt það er mögulega sú að ég er ekki viss um að ég geti stafað allt nafnið hans með stöfunum – en kannski er það algjört rugl í mér – og kannski væri bara miklu skemmtilegra að skrifa eitthvað annað með stöfunum…

Borðann ættuð þið sem hangið jafn mikið á Pinterest og ég að vita hvernig er – hann er frá OMM Design og fæst hér á landi í versluninni petit.is.

505ebb8edf23e67053da442516986853 a324b70a9e323527f97f893dedef16db (1) ec3f30ecaa8642befd8194fe4e702991 07bb6674cb2216c3049253b970667a5f Screenshot-2014-07-24-18.45.52

Eftir að ég rakst á þessa mynd þar sem er auðvitað verið að vitna í einn flottasta karakter Disney – Bósa Ljósár – datt mér í hug að það gæti einmitt verið dáldið skemmtilegt að nota stafina til að stafa skemmtilegar setningar úr teiknimyndum. Mögulega breyta svo reglulega um setningar og þá verða litlar og skemmtilegar breytingar á herberginu smám saman.

En vitiði það að ég hef aldrei verið jafn ringluð á ævinni og nú um hvernig við eigum að setja upp herbergið hans Tinna Snæs. Nú er það svo raunverulegt að hann fái sitt eigið herbergi og mér finnst svo mikil pressa á mér að gera herbergið fallegt – en það hlýtur að reddast ég hef alla vega besta verkfærið – Pinterest!

Ég hef verslað föt á Tinna Snæ hjá Petit – frá merkinu Farg og Form Sweden – án efa ein bestu föt sem barnið mitt hefur átt og gæðin í efnunum eru mikil og því endast þau ótrúlega vel. Tinni Snær á skýjadress og ég veit ekki hversu oft ég hef þrifið þau og sett í þurrkara en liturinn hefur alla vega ekkert dofnað. En nú þarf ég klárlega að fara að ganga frá kaupum á þessum blessaða borða sérstaklega þegar ég hef fundið honum tilgang – kannski þó ekki fyr en við erum komin með heil gólf. En þetta er allt að koma hjá okkur og í dag voru gluggarnir pússaðir og eldhúsinnréttingin gamla er nánast komin niður. Sem mér finnst synd þar sem hún var ótrúlega skemmtileg og ég hefði viljað færa hana með eldhúsinu en það var því miður ekki í boði.

EH

p.s. fullt af innanhúshugmyndum framundan á síðunni hjá mér – ég er bara svo hugmyndasnauð þessa dagana og í stöðugri leit að innblæstri;)

Dekur á brúðkaupsdaginn

Bobbi BrownBrúðkaupHúðLífið MittMakeup ArtistNetverslanirShiseido

Ég hef fengið margar fyrirspurnir um hvernig ég hátta því þegar ég er bókuð í brúðarfarðanir, hvað það kostar og hvað er innifalið í verðinu. Stutta svarið er að það er bara allt sem er innifalið í verðinu. Mér finnst að brúðkaupsdagur hverrar konu eigi að snúast dáldið um hana – á daginn sjálfan fá konur oft dáldið spennufall en það er þó misjafnt hvort því fylgi stress, spenningur, bros eða nokkur tár. Ég hef því iðulega gert það að mínu markmiði að hjálpa konum að slaka á og njóta dagsins.

Fyrir þær sem eru í brúðkaupshugleiðingum langaði mig svona aðeins að nýta tækifærið og segja frá vinnuferlinu mínu í brúðarförðunum. Að sjálfsögðu byrjum við á upphafinu en það er húðin. Undirstaða fallegrar förðunar er heilbrigð og vel nærð húð.

brúðarhúð

Hér sjáið þið svo grunnvörurnar sem mér finnst fullkomna yfirborð og áferð húðarinnar áður en ég byrja förðunina. Þetta eru svona þessar vörur sem eftir smá tilraunarstarfsemi bæði á sjálfri mér og í prufuförðunum hafa verið að koma best út – hér er um að ræða vörur sem eru hugsaðar að henti sem flestum húðtýpum.

Shiseido Benefiance Express Smoothing Eye Mask - Bio-Performance Super Corrective Serum (prufa) - Bobbi Brown Hydrating Face Cream -
Bobbi Brown Hydrating Eye Cream - Embryolisse Lait-Crème Concentré.

brúðarhúð4

Ein sem er í sama bransa og ég – brúðarförðunum – gaf mér tips um að bjóða brúðum uppá kælandi augnpúða. Þeir draga úr þrota og vekja um leið húðina í kringum augun svo hún verður áferðafallegri og ásýnd augnanna frísklegri. Ég er bæði hrifin af þessum púðum frá Shiseido en eins líka púðunum frá Skyn Iceland sem fást á nola.is – HÉR – ég átti bara enga í skúffunum hjá mér til að taka mynd. Ég sjálf nota svona púða mikið og ef ég hef tíma á morgnanna er ekkert sem vekur mig betur en kælandi augnpúðar.

brúðarhúð3

Shiseido serumið er því miður ekki alveg í fókus en hér er um að ræða litla prufu sem ég fékk en varan lítur ekki svona út í raun. Serumið prófaði ég á sjálfri mér og ég varð ástfangin af áferðinni sem það gaf húðinni. Húðin varð svo þétt og falleg um leið og ég bar það yfir hana. Mér fannst eins og hún væri mjög rakafull og vel nærð og miklu áferðafallegri og sléttari. Serumið varð þar af leiðandi strax eitt af mínum uppáhalds og eiginlega bara uppáhalds uppáhalds! Serum er gott að nota á undan rakakremi þar sem það fer lengra inní húðina en kremin og vinnur uppað yfirborði húðarinnar og kemur því með virkni á móti kremum.

Nýjasta merkið sem ég er skotin í er Embryolisse. Hér sjáið þið eitt stykki beisik rakakrem sem er alveg dásamlegt og svo létt og fallegt. Þetta krem er svo fallegt undir alla farða og það án efa fullkomnar allar farðanir. Embryolisse er merki sem allir förðunarfræðingar dásama og nota mikið. Þar held ég að styrkur merkisins sem er einfaldleikinn og engin flókin loforð spili stórt hlutverk – að sjálfsögðu líka áferðin sem kremið gefur. Ég hlakka til að prófa fleiri vörur frá merkinu mig dauðlangar eiginlega bara í allt. Þetta krem er blanda af virkum náttúrulegum innihaldsefnum með þekkta virkni, ríkt af fitusýrum og vítamínum. Vörurnar frá Embryolisse fást á nola.is – sem er vefverslun sem er alveg að slá í gegn alla vega hjá mér :D

brúðarhúð2

Kosturinn við Bobbi Brown kremin – hér sjáið þið rakakrem fyrir andlitið og rakakrem fyrir augun – er ekki bara sá að þetta eru ábyggilega einar fallegustu húðvöruumbúðir sem fást á Íslandi (elska einfaldleikann við þær) heldur fara þær fljótt inní húðina og gefa henni samstundis raka. Í brúðarförðunum dugir ekki að vera með mjög þykk og virk krem því þau geta setið lengi á yfirborði húðarinnar og ef þau fá ekki góðan tíma til að fara inní hana geta kremin smitast við farðann og hann þar af leiðandi orðið kannski ekki alveg eins og hann á að vera.

Bobbi Brown kremin eru létt rakakrem sem eru ekki þykk en alls ekki þunn, mér hefur fundist þau koma mjög vel út á langflestum brúðum. Auðvitað aðlaga ég þó kremavalið að hverri konu og ef ég er til dæmis með brúði sem er með olíumikla húð þá vel ég frekar krem sem er hugsað til að draga úr þessari olíustarfsemi. Ég reyni líka þegar ég fæ konur í prufuförðun að gefa þeim tips ef þær biðja um það um hvernig húðvörur þær eigi að nota til að húðin fái að njóta sín sem best á stóra daginn.

Mér finnst fátt skemmtilegra en að taka að mér brúðarfarðanir og mér finnst eiginlega bara sumarið í ár vera sérstaklega skemmtilegt vegna allra brúðarfarðananna sem hafa einkennt það. Það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessum stóra degi með konum sem eiga allar skilið að eiga áhyggjulausan og dásamlegan dag. Svo þykir mér ekkert skemmtilegra en að fá fallega kveðju frá brúðum að deginum loknum það segir mér að ég sé að gera eitthvað rétt. Ef þið hafið viljið vita meira eða panta prufu/brúðarförðun hafið þá endilega samband á ernahrund(hjá)trendnet.is – ég svara öllum spurningum með glöðu geði en ég mun líka skrifa meira á næstunni um það hvernig ég hátta brúðarförðunum sem ég tek að mér.

EH

Vörurnar sem ég skrifa hér um fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Gjöf til að gleðja aðra

Ég Mæli MeðIlmir

Mér finnst svo ótrúlega gaman að gleðja fólk í kringum mig og þá sérstaklega lesendur. Í dag langar mig að hjálpa ykkur að gleðja aðra með því að setja af stað smá mini leik þar sem í boði eru dömu- og herrailmur frá PUMA.

Nýlega komu ilmvötn sem bera nafnið Time to Play í sölu á Íslandi og ég ákvað strax og ég fékk þau að þessi væru tilvalin í smá tækifærisgjöf fyrir lesendur mína til að gefa áfram. Hér sjáið þið ilmvötnin og fyrir neðan það sem þarf að gera til að eiga kost á að eignast þau.

„PUMA Time To Play is an uplifting fragrance that inspires you to treat life as a game that is meant to be played!“

pumatimetoplay

Hér til vinstri er það dömuilmurinn sem einkennist af – rauðum ávöxtum, mangó og lime í toppnum, Tiare, Liljum and rósum í hjartanu og svo sandalviði og ambery nótum í grunninum.

Hér til hægri er það svo herrailmurinn sem einkennist af – sítrusávöxtum og ananas í toppnum, melónu og basil í hjartanu og loks Patchouli, Labdanum Resin and sedarviði í grunninum.

pumagrunnur

Til að eiga kost á því að eignast eitt af þessum ilmvötnum til að gefa þeim sem standa ykkur næst hvet ég ykkur til að skrá ykkur hér fyrir neðan með því að að skrifa í athugasemd við þessa færslu hvern þið væruð til í að gleðja með einum af þessum skemmtilegu nýju ilmum.

Munið bara að hafa fullt nafn í athugasemdinni – og já það er allt í lagi að setja í athugasemd að þið viljið gleðja ykkur sjálf með ilminum. Ég mun svo draga út tvo sigurvegara fyrir helgi og birta nöfn þeirra hér á síðunni. Um leið ætla ég að birta vinningsmyndirnar tvær í #dolcesumar leiknum svo þið hafið enn tækifæri til að merkja ykkar sumarmyndir á Instagram með merkingunni og eiga þá kost á að eignast sumarilminn frá merkinu.

Til að missa ekki af svona spontant leikjum er tilvalið að smella á Like takkann á Facebook síðu REYKJAVÍK FASHION JOURNAL.

Eigið dásamlegan dag kæru lesendur!

EH

Brotið og bramlað!

Lífið Mitt

Já það hefur vægast sagt verið fjör í nýju heimkynnum okkar og mig langaði aðeins að koma með update af framkvæmdunum. Á þessum tveimur vikum sem eiginin hefur verið í okkar höndum hefur margt gerst en þó helst það að nú er búið að brjóta og breyta miklu!

Eftir að hafa fengið go frá pípara um að hægt væri að færa eldhúsið þangað sem okkur langaði tókum við niður veggina sem mynduðu minna svefnherbergið. Íbúðin er svona típísk íbúð sem er byggð um miðja síðustu öld. Hún er öll herbergjaskipt og í þessari rúmlega 70fm íbúð eru tveir þröngir gangar sem þar af leiðandi nýtast ekki undir neitt. Við gangana stóð minna svefnherbergið en nú er þar lítið annað en smá holur í gólfinu þar sem áður stóðu veggir. Þangað stendur nú til að reisa nýtt og fínt eldhús í opnu og björtu rými. Í herberginu þar sem áður stóð eldhús verður nú fyrsta herbergið hans Tinna Snæs. Ég er ótrúlega spennt fyrir öllu sem er framundan og á næstu dögum þurfum við að brjóta aðeins meira þar sem við þurfum að losa gömlu innréttinguna út. Mér þykir reyndar mjög leiðinlegt að þurfa að taka hana út þar sem hún er upprunaleg og í mjög góðu ástandi – en hún er þannig sett upp að það er ekki hægt að færa hana.

Fyrir helgi skelltum við okkur svo í IKEA til að fá hjálp við að búa til eldhúsið okkar – við fengum svo frábæra þjónustu og erum alsæl með það sem stúlkan sem afgreiddi okkur lagði til. Mæli eindregið með því að þið nýtið ykkur aðstoðina sem er í boði þar ef þið þurfið á því að halda. Við ákváðum þó að þar sem það kostar sitt að setja upp alveg glænýtt eldhús að kaupa smám saman inní það. Fyrst grunninn og bæta bara smám saman ofaná. Það er kannski ekkert alltof gaman að vera með eilífðar Visa kort lán í IKEA þó það væri þó vel nýtt þar :D

Screen Shot 2014-07-27 at 9.21.25 PM

Hér sjáið þið verðandi eldhúsið mitt – vaskurinn verður undir glugganum í miðjunni verður vinnuborð og helluborð og ofn þar sem ofninn er á myndinni – hann er nú farinn og allt á réttri leið.

Annars ef þið rýnið í myndina takið þið jafnvel eftir gólffjölunum sem ég stend ofan á. Þegar við tókum upp plastparketið birtist þetta fallega viðargólf sem er á 80% af íbúðinni. Við erum alsæl og um leið rættist ósk okkar um að vera með upprunalegar gólffjalir – þessar verða pússaðar og lakkaðar og svo ætlum við að bæta fjölum á það sem vantar uppá. Svo ég fæ ekki flotuð gólf strax en vitiði ég er eiginlega bara sjúklega spennt fyrir viðargólfinu mínu – eiginlega bara vandræðalega mikið!

20140728-164723-60443947.jpg

Þá er það bara eitt sem mig langar að vita frá ykkur ef þið hafið gert svona viðargólf hvar fenguð þið viðinn í það – við erum búin að kíkja á helstu staði og fundum alveg það sem þurfti en verðin eru svo misjöfn og við viljum það besta svo ef þið hafið reynslu af svona megið þið endilega deila henni með okkur.

Annars koma vonandi fleiri update af íbúðarframkvæmdum í bráð – það er alla vega eins gott að þetta haldi svona áfram því annars eigum við hvergi heima í 1. sept. Ég hef svo sem engar áhyggjur þetta gengur eins svo vel þökk sé yndislegum vinum, besta pabbanum og duglegasta unnustanum!

EH

Húrra fyrir druslugöngunni!

Lífið Mitt

Núna um helgina fór fram hin árlega drusluganga sem gengin er frá Hallgrímskirkju. Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna sem hefur fengið mikla athygli fjölmiðla síðustu daga.  Meðal annars hefur verið fjallað um það hvernig í ósköpunum réttarkerfið getur ekki tekið almennilega á málum um kynferðislegt ofbeldi eins og nauðgun og refsað þeim sem eiga það skilið en ekki fórnarlömbunum sem þurfa á stuðningi að halda.

Á facebooksíðu göngunnar stendur:

„Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpi. Færum skömmina þar sem hún á heima! “

Ég komst þvið miður ekki í ár og mér þykir það miður því hér er á ferðinni málsstaður sem vert er að berjast fyrir og vekja athygli á af öllum lífs og sálarkröftum. Síðasta helgin í júlí er í eigu mömmuhópsins míns en þá förum við í árlega útilegu með alla krakkana. Ég sendi því hlýjar stuðningshugsanir til þeirra sem gengu druslugönguna á laugardaginn frá tjaldstæðinu við Apavatn þar sem ég náði því miður ekki í 3G til að hvetja ykkur kæru lesendur til að mæta á staðinn og gefa þessu málefni ykkar hvatningu.

10501761_10204405258882455_2545455213436863767_n

Með leyfi mömmu minnar fékk ég þó að birta mynd af henni og litlu frænku minni sem létu sig ekki vanta í gönguna en þessi yndislega systurdóttir mömmu minnar er ein af því frábæra og duglega fólki sem stóð að baki göngunni í ár. Ég verð að senda öllum þeim sem komu að þessum frábæra viðburði stórt hrós og knús fyrir ótrúlega vel unnin störf – síðustu daga hefur verið talað um fátt annað en gönguna og hún fengið að eiga athygli margra fjölmiðla. Myndir frá göngunni hafa breyðst um alla samfélagsmiðla og ég brosti breitt þegar ég fór í gegnum þær og sá mannfjöldan sem hafði safnast – talið er að 11.000 manns hafi mætt – æðislegt!

Leyfum svo frábæru lagi druslugöngunnar að óma um ókomna tíð:

Áfram druslugangan – áfram við og færum skömmina þar sem hún á heima – ekki bara í druslugöngunni heldur allan ársins hring!

EH