Í miðlum

Lífið MittMakeup Artist

Mér þykir alltaf gaman að koma heim eftir vinnu þegar ég veit að heima mun bíða mín spunkunýtt tölublað af Nýju Lífi! Ég átti þannig dag á fimmtudaginn…

Pakkinn var tvöfaldur að þessu sinni, nýjasta tölublaðið og sumarhandbókin, bæði tölublöðin eru glæsileg og virkilega vel unnin sem er svo sem ekki af öðru að búast hjá þessari fínu ritstjórn.

nýttlíf3

Blaðið kom mér líka skemmtilega á óvart en ég fann sjálfa mig í því! Ég er orðin svona svakalega gleymin, ég gleymi án gríns öllu svo ég átti í alvörunni svona – nei ég hér! – móment :)

nýttlíf2

Ég hleypti hinni yndislegu Adísi Páls inná heimilið og leyfði henni að mynda allt sem tengdist snyrtivörum á heimilinu og mér finnst myndirnar alveg æðislegar! Ég svaraði svo nokkrum spurningum frá henni Lilju minni sem stýrir snyrtikaflanum í blaðinu og úr varð þessi skemmtilega síða. Við Lilja grínuðumst svo með það að þetta væri eflaust í eitt af fáum skiptum sem ómáluð dama sæti fyrir á myndum í blaðinu og hvað þá í snyrtikaflanum en ómálaðri líður mér best og þetta átti að vera dáldið ekta.

Sumarhandbókin finnst mér líka æði og mér fannst sérstaklega gaman að sjá þessar myndir…

nýttlíf

Hér má sjá samstarf NIKE og Andreu Magnúsdóttur fatahönnuðar og myndirnar eru fleiri og hver annarri fallegri en það er líka hún Aldís mín sem tók þessar myndir.

Mæli sannarlega með að þið grípið ykkur eintak af þessum tölublöðum sem fyrst – fullkominn lestur í sumarfríinu!

EH

Með fiðring í maganum…

BumbiLífið Mitt

Nú styttist í krílið í maganum með hverjum deginum sem líður… bara rétt rúmir tveir mánuðir í settan dag og ég stækka með hverjum deginum sem líður, eða það finnst mér alla vega.

Allt er orðið aðeins erfiðara, ég er orðin  aðeins fyrirferðameiri, hægari, þreyttari, dagarnir finnst mér bara styttast því tíminn er svo óskaplega fljótur að líða – aðeins of fljótur fyrir minn smekk…

11535915_826957070723819_7209678709073159992_n

Unnustinn náði þessari yndislegu mynd af mér og börnunum okkar í morgun þegar við Tinni Snær vorum aðeins að kúra áður en við færum í vinnu og leikskóla. Ég varð samstundis ástfangin en hún lýsir svo sannarlega líðan minni og ástandi.

Ég elska útaf lífinu að vera mamma þó því fylgi auðvitað alls konar tilfinningar, kvíði og stress en allt það góða við það vegur svo miklu sterkara á móti. Ég get ekki beðið eftir því að fá krílið í maganum í hendurnar og verða tveggja barna móðir þó tilhugsunin geri mig stundum smá stressaða þá fæ ég samt alveg dásamlegan fiðring í magann við tilhugsunina – já eða karate spörk!

Hlakka til að njóta næstu vikna í botn – 9 vikur í settan dag og þetta líður alltof hratt en vá hvað þetta verður gaman :)

EH

Spurningar og svör fyrir verðandi brúðir í RMJ

Ég Mæli MeðFallegtLancomeMakeup ArtistMakeup TipsReykjavík Makeup Journal

Fyrir ykkur sem eruð nú þegar búnar að tryggja ykkur eintak af nýjasta Reykjavík Makeup Journal eru það engar nýjar fréttir að þemað í gegnum blaðið er sumar og brúðkaup!

Ég er alveg svakalega montin með blaðið sem mér þykir það besta hingað til. Ég vildi hafa þema blaðsins ríkjandi í öllum helstu liðum þess og ég fékk því að nýta mér smá brúðkaupshugmynda hópinn á Facebook til að fá spurningar frá verðandi brúðum um hitt og þetta tengt förðuninni á stóra deginum til að hafa í liðnum Bjútíklúbburinn. Ég var búin að plata vinkonu mína og snillinginn Kristjönu sem starfar fyrir Lancome hér á Íslandi. Í mínum huga kom aldrei nein önnur til greina til að fara fyrir þessum lið í blaðinu, Kristjana er reynslubolti og ein sú hæfileikaríkasta þegar kemur að brúðarförðunum hér á landi og svo finnst mér Lancome líka vera alveg fullkomið merki fyrir brúðarfarðanir. Upp kom svo líka að förðunin sem Kristjana gerði fyrir Lancome fyrir blaðið var valin til að prýða forsíðu blaðsins í þetta sinn.

001

Ég kom sjálf ekki nálægt því að velja forsíðuna sem er kannski mjög sérstakt af ritstjóra að gera en ég gat á engan hátt valið á milli þessara fallegu farðana og setti því valdið í hendur starfsmanna Hagkaup sem voru öll á því að þessi fallega mynd ætti að prýða forsíðu blaðsins og ég er mjög sátt með þeirra val.

En Kristjana fékk ýmsar forvitnilegar spurningar frá verðandi brúðunum og mér þótti mjög gaman að lesa í gegnum svörin hennar og ég vona að þið séuð sama sinnis…

Hér sjáið þið svo liðinn, spurningarnar sem bárust og svörin hennar Kristjönu.

084 085

Það er margt forvitnilegt sem hægt er að læra af þessum svörum og ráðleggingum hennar Kristjönu. Ég vona að þið séuð með mér í því að finnast Lancome vera merki sem hentar sérstaklega vel fyrir stóra daginn. Ég reyndi að velja vörur inní liðinn með tilliti til svaranna hennar Kristjönu og reynslu minni af merkinu. En það er skemmtilegt að taka það líka fram að sumarlúkkið frá Lancome heitir í ár Oui! og einkennist af vörum sem eru hannaðar með brúðkaup og brúðarfarðanir í huga…

11393122_853413304706741_2555789961528060257_n

Ef þið hafið áhuga á að skoða línuna og vörurnar í henni betur þá er um að gera að nýta sér tækifærið um helgina en þá er 20% afsláttur af öllum vörum frá Lancome í Lyf og Heilsu Kringlunni frá deginum í dag 11. júní og til 14. júní. Ég efast ekki um annað en að þið finnið hana Kristjönu í versluninni á þessum tíma eða Hildi, Stellu og Báru sem vinna líka fyrir merkið hér á landi. Allar eru þær miklir reynsluboltar á sínu sviði og geta ráðlagt ykkur með það sem þið þurfið!

Annars minni ég á að Reykjavík Makeup Journal má nálgast frítt í næstu snyrtivörudeild Hagkaupa um allt land. Blaðið er frítt og stútfullt af spennandi efni! Ég veit það er ekki mikið eftir af upplagi blaðsins svo endilega grípið ykkur eintak á meðan það er enn til!

EH

Stórkostlegur japanskur garður í Den Haag

Ég Mæli MeðFallegtLífið Mitt

Eins og ég var aðeins búin að koma að þá erum við fjölskyldan nýkomin heim úr fríi í Hollandi nánar tiltekið frá borginni Haag. Þar býr bróðir pabba míns og starfar og við ákváðum að nýta okkur boð um fría gistingu og við komum til baka algjörlega heilluð af borginni og landinu. Við náðum að gera og skoða alveg heilmikið á þessum örstutta tíma sem við vorum þar en við ætlum klárlega að fara þangað aftur við fyrsta tækifæri!

Mig langaði að sýna ykkur garðinn sem við heimsóttum síðasta daginn okkar. Garðurinn var í partur af búgarði sem stendur inní miðri borg og var í einkaeigu enn var svo opnaður fyrir almenning. Inní garðinum er japanskur listigarður en fyrri eigandi garðsins var heilluð af japönskum blómum og gróðri og flutti inn til Hollands alls kyns tegundir og muni og úr varð einn fallegasti staður sem ég hef komið á. Við Aðalsteinn sögðum bæði hátt og snjallt VÁ þegar við komum þarna inn. Ég ímyndaði mér að þarna hefði nú svo sannarlega verið æðislegt að ganga um ein í rólegheitunum og njóta þessa gullfallega umhverfis.

Ég var með símann á lofti og langaði að deila með ykkur nokkrum myndum úr garðinum og japanska garðinum líka…

japanskurgarður23

Um leið og maður kom inn í garðinn tóku ofboðslega falleg blóm við manni í alls konar glæsilegum litum!

japanskurgarður22 japanskurgarður21

Hér sjáið þið svo myndir úr japanska garðinum – þetta var alveg stórkostlegt!

japanskurgarður20 japanskurgarður19

Sjáið þessa liti!

japanskurgarður18 japanskurgarður17 japanskurgarður15 japanskurgarður14

Krúttlegt bonzai tré :)

japanskurgarður13 japanskurgarður12 japanskurgarður11

Útsýnið frá einni brúnni yfir sýki…

japanskurgarður10 japanskurgarður9

30 vikna kúlan stækkar hratt!

japanskurgarður8

Litli krúttkallinn minn sem kom allt í einu hlaupandi til mín….

japanskurgarður7

… til að gefa mér blóm – ég bráðnaði…

japanskurgarður6

Tinni Snær skoðar gæsir með Kalla frænda.

japanskurgarður5

Tinni týndi blóm handa öllum – honum fannst þessir garðar alveg æðislegir.

japanskurgarður4 japanskurgarður3

Þessir litir ég bráðna!

japanskurgarður2 japanskurgarður

Það sem ég kunni líka svakalega vel að meta var að á öllum svona útisvæðum var gert ráð fyrir börnum. Alls konar æðisleg leiktæki fyrir börn á öllum aldri voru í boði og Tinni Snær skemmti sér konunglega og yfirleitt þurfti að múta honum til að ná honum í burtu.

Ég á eftir að sýna ykkur fleiri myndir frá þessari skemmtilegu borg sem ég mæli svo sannarlega með – hún er alls ekki langt frá Amsterdam en Schipol flugvöllurinn í Hollandi liggur eiginlega á milli þessara tveggja borga en það eru um 40 mínútur frá flugvellinum inní miðju borgarinnar.

EH

Nýjar gersemar

FallegtFylgihlutirIlmirÍslensk HönnunLífið MittNýtt í FataskápnumSS15

Það bætast reglulega nýjar gersemar við fataskápinn og fylgihlutina mína… Ég á ótrúlega bágt með mig í kringum fallega hönnun og það var ein af ástæðum þess sem ég varð að eignast eina af nýjustu hönnun vinkonu minnar Andreu Magnúsdóttur sem er stórglæsileg leðurtaska. Á sama tíma bættist við kimono og ilmur í safnið frá allra uppáhalds tískuhúsinu.

Mér fannst þetta allt passa svo vel saman svo hér sjáið þið þrjár af mínum nýlegustu gersemum í fataskápnum, fylgihlutunum og ilmvatnshillunni…
gersemar

Taska: AndreA Boutique
Kimono: AndreA Boutique
Ilmur: Brit Rythm Florale frá Burberry

gersemar3

Ég hef sagt það svo oft áður að ég er farin að hljóma eins og rispuð plata en mér Burberry er mitt allra uppáhalds tískuhús og mér þykir þessi ilmur svo sannarlega endurspegla klassískar hliðar merkisins. Ilmurinn er nýr af nálinni hjá merkinu og ég fékk þennan til umfjöllunnar í nýjasta Reykjavík Makeup Journal sem þið fáið nú frítt í næstu verslun Hagkaup. Brit Rythm er ilmur sem kom fyrst á markaðinn fyrir ári síðan en Florale útgáfan er sett á markað núna fyrir sumarið en hann er frísklegri útgáfa og svona blómkenndari eins og nafnið gefur til kynna. Ilmurinn er rosalega ferskur og léttur og sumarlegur en sítróna, amber, jasmín og musk eru meðal tóna sem einkenna hann. Það er svo ofurskvísan Suki Waterhouse sem er andlit ilmsins. Mér finnst alltaf voða skemmtilegt þegar tískuhúsið notar þessar eðaldömur Bretlands í stórar herferðir hjá sér en í síðustu ilmvatnsherferð merkisins fyrir ilminn My Burberry eru það Kate Moss og Cara Delevigne sem sitja fyrir. Mæli með að þið skoðið þennan – ég elska glasið það er svo ekta Burberry!

Svo er það taskan… ég dýrka hana og hún er bara orðið veskið mitt. Ég er með allt það nauðsynlegasta í henni – símann, veskið, lyklana, hárteygjur, varasalva, heyrnatól fyrir tölvuna og tyggjó – fyrir mér eru þetta algjörlega ómissandi hlutir en svo er auðvitað alltaf eitthvað sem smyglar sér með sem er misgáfulegt. Kosturinn við að vera með svona litla tösku er að ég get ekki troðið endalaust í hana en ég á það til að vera með alls konar dót með mér sem ég þarf ekkert á að halda. Andrea sjálf sagði mér að hún er oft með þessa litlu bara í stærri tösku þar sem hún er með fleiri hluti sem fylgja manni oft en maður nennir ekki alltaf að dröslast með – svo kippir hún bara litlu töskunni upp með sér þegar hún þarf ekki á þeirri stóru að halda. Ég hef alveg tekið hana á orðinu og geri þetta sjálf. Taskan er alveg sjúklega flott, ég elska logoið utan á henni, það kom band með henni til að setja hana á öxlina en svo er líka band sem maður getur sett utan um úlnliðinn og þannig er ég sjálf mest með hana. Hún er fóðruð að innan með logoi merkisins og alls konar sniðugum hólfum. Ég kolféll alla vega fyrir þessari og splæsti henni á mig ekki fyrir svo löngu – ein bestu kaup sem ég hef gert en ég hef ekki farið útúr húsi án hennar síðasta mánuðinn!

gersemar2

Svo sjáið þið aðeins glitta í nýjasta kimonoinn – en eins mikið og ég elska Buberry þá get ég aldrei hamið mig þegar kemur að kimonounum frá henni Andreu minni – ég á þá nokkra og ég get með sanni sagt að ég mun ábyggilega aldrei eiga of marga! Þessi er talsvert ólíkari öðrum sem ég á frá Andreu en ermarnar eru aðeins styttri, hann er öðruvísi í sniðinu og það er kögur meðfram faldinum – hann er æði og ég þarf endilega að fara að græja dressfærslu þar sem sést betur í hann en þið sjáið glitta í hann HÉR.

Ég vona að vinnuvikan ykkar hafi byrjað vel – njótið vikunnar og vonum að sólargeislarnir fari að láta sjá sig betur :)

EH

Ilmvatnið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á því og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Afmælisgjöf – 6 ára

Lífið Mitt

Við erum komin heim eftir dásamlega dvöl í Hollandi, ég er komin heim alveg endurnærð, sólbrún eftir örfáa daga í dásamlegu veðri og ég á smá bágt með að vera komin hingað heim í rigninguna…

Ég ætla að deila með ykkur myndum úr ferðinni á næstu dögum – ferðin snerist um að dekra við einkasoninn áður en en systkinið kemur í heiminn og hann naut sín svo sannarlega og vill helst komast út aftur sem fyrst og ég skil hann svo vel. Mig langar alla vega að vera þarna ennþá þó heima sé auðvitað alltaf best.

En við Aðalsteinn fögnuðum 6 ára sambandsafmæli á föstudaginn síðasta – alveg magnað hvað tíminn líður sérstaklega þegar lífið er svona sérstaklega gott. Veðrið lék við okkur en það var rúmlega 30 stiga hiti á föstudaginn, sól og varla vindur að finna fyrir. Ég er nú varla vön svona hita enda held ég að ég hafi misst nokkur kíló bara vegna svita!

En dagurinn okkar var fullkominn í alla staði og við ákváðum að gleðja bæði okkur og heimilið með fallegri gjöf sem við erum sko vægast sagt alsæl með!

nespresso

Nespresso kaffivél!

Þessi gersemi er búin að koma sér fyrir uppí hillu inní stofu hjá okkur en við erum sko ekki enn komin með innstungur inní eldhús erum með rafmagn og allt tilbúið en innstungurnar vantar því verður kippt í lag sem allra fyrst :)

Screen Shot 2015-06-08 at 11.20.35 AM 1

Að sjálfsögðu splæstum við í eina góða og væmna paramynd á Instagram á deginum okkar. Þessi dagur var auðvitað þvílíkt æðislegur þrátt fyrir þennan mikla hita. Svo rigndi um kvöldið sem var yndislegt – kældi mann aðeins niður og frískaði uppá mann eftir sveittan dag ;)

En 6 ár síðan ég kynntist mínum yndislega unnusta og verðandi eiginmanni – á þessum tíma hefur ýmislegt gerst eins og er auðvitað eðlilegt og það besta við þau er að sjálfsögðu Tinni Snær og krílið í maganum sem minnir sífellt á sig. Fyrir ykkur sem ekki vitið það enn þá kynntumst við Aðalsteinn þegar Grease var sett upp í Loftkastalanum sumarið 2009 við höfum varla farið frá hvort öðru síðan þá og fluttum inn saman svona einum og hálfum mánuði eftir að við byrjuðum formlega saman.

nespresso2

Ég er vandræðalega ánægð með afmælisgjöfina sem við gáfum hvort öðru en við keyptum kaffivél og mjólkurgræju sem hitar og freyðir mjólk svo nú get ég gert mér almennilegan cappuccino á morgnanna. Svo byrgðum við okkur vel upp af kaffi sem fæst auðvitað ekki hér en þá er gott að eiga einn góðan frænda í Hollandi sem getur fyllt á kaffibyrgðirnar sem er ekki slæmt :)

Við erum svo mikið kaffifólk og þá er auðvitað ómissandi að eiga góða vél heima við!

EH

Í sundtöskunni

HárHúðLífið MittSnyrtibuddan mínSS15

Ég hef bara sjaldan farið jafn mikið í sund og núna undanfarið. Mér líður bara svo vel í sundi og það hjálpar mér að slaka á í líkamanum sérstaklega þegar grindin mín er farin að öskra á mig af sársauka. Svo við fjölskyldan förum alveg sérstaklega mikið í sund þessa dagana sem er snild því Tinni Snær nýtur sín í botn í sundi og ég næ að vera svona talsvert liprari í sundi en ekki – svo ég næ að njóta mín betur. Það er eiginlega alveg magnað hvað það að hreyfa sig í vatni getur gert mikið fyrir mann og á meðan ég skrifa þessi orð þrái ég fátt meira en að slaka á í heita pottinum í Laugardalslauginni – úff hvað það væri ljúft!

En mig langaði að sýna ykkur hvað ég tek með mér í sundtöskuna, ykkur finnst þetta kannski alltof mikið en fyrir mér eru allar þessar vörur nauðsynlegar til að verja húðina í sundi, næra hana eftir sundið og að sjálfsögðu kroppinn líka að ógleymdu hárinu :)

sundtaskan7

Bikiníið fékk ég í Lindex, ég ákvað að vera ekki að fara að fjárfesta í sérstökum sundfatnaði fyrir meðgönguna því mér fannst hann eiginlega bara frekar dýr fyrir það hvað ég myndi kannski ekki nota hann lengi. En ég fann alveg æðislegar sundbuxur í Lindex undirfatabúðinni sem eru ekki með neinni harðri teygju heldur bara teygjanlegu efni sem bætist ofan á buxurnar svo þær skerast aldrei inní líkamann.

sundtaskan

Hér sjáið þið svo útbreiddar snyrtivörurnar sem koma með mér í sundið – hver annarri ómissandi!

sundtaskan2

Ég er nú þegar búin að lýsa ást minni á I Love… Mango & Papaya Bodybutter kreminu – ég elska ilminn af þessu og ég nota það alltaf á kúluna sérstaklega eftir sturtu og sund. Það hjálpar mér bara að slaka aðeins á húðinni sem er farið að strekkjast all verulega á enda líka farið að síga verulega á hana.

sundtaskan3

Sjampóið og nnæringin sem ég hef verið að nota undanfarið er frá John Frieda og eru vörurnar hugsaðar til að gefa hárinu strandarfíling. Það er ótrúlega góð myntu lykt af þessum vörum sem er alveg svakalega frískandi í sturtunni. Ég hreinsa hárið alltaf tvisvar í sturtu, eftir að ég fór að gera það þá hef ég getað sloppið með að þrífa hárið mitt miklu sjaldnar ég átti bara bágt með að trúa því fyr en ég komst uppá lagið með það. Nú þríf ég það sirka 2 í viku í staðin fyrir á tveggja daga fresti – þið getið ímyndað ykkur hvað ég er að spara í sjampó kostnaði þessa dagana! Eftir að ég er búin að hreinsa hárið tvisvar þá næri ég það með hárnæringu úr sömu línu.

sundtaskan4

Svo er það hárolían – þessa hef ég sýnt ykkur áður en hún er uppáhalds uppáhalds! Fæst reyndar ekki á Íslandi en í alvöru ef þið getið keypt þessa þá verðið þið að prófa. Hún er bara svo létt svo mér finnst hún ein af fáum olíum sem þyngja ekki hárið á mér. Ég úða henni bara yfir rakt hárið og hún ilmar svo svakalega vel!

Við hliðiná er svo nýtt rakakrem sem ég hef verið að prófa það er úr Regenerist Luminous línunni frá Olay en mér finnst þessi lína henta mínum þörfum mjög vel. Ég nota þetta krem yfir húðina á eftir seruminu mínu. Það er með breiða sólarvörn SPF20 svo það er virkilega flott í sumar, gefur einnig húðinni næringarríkan raka, meiri ljóma og jafnara litarhaft.

Þarna sjáið þið líka glitta í sólarvörnina sem ég nota þessa dagana frá Shiseido – þið sjáið hana betur á stóru hópmyndinni hér fyrir ofan. Þessi er alveg vatnsheld og ég set hana á mig áður en ég fer út í sundið. Mig langar alveg í fallegan ljóma og meiri freknur en ég vil þó alltaf gæta fyllsta öryggis og er því alltaf með góða sólarvörn sérstaklega í sundi – SPF30 eða SPF50 :)

sundtaskan5

Ég er ótrúlega spes með svitalyktareyða, mér finnst alls ekki margir henta mér. Ég var hrifin af þeim lífræna sem ég sagði ykkur frá um daginn en þegar ég fer í sund er gott að vera með einn sem tekur enga stund að bera á sig. Þessi græni frá Dove hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og eiginlega bara sá sem ég hef notað lengst af og finnst gefa mér góða vörn allan daginn.

Svo er það Stellan mín sem ég tek með mér útúm allt og er alltaf með á mér. Ef ykkur vantar góðan ilm fyrir sumarið þá verðið þið að skoða STELLA eau de Toilette – hann er æði!

sundtaskan6

Svo eru það serumin mín… þau eru tvö en bæði svo svakalega ólík! Ég nota þau eiginlega oftast bæði – annað er sjálfbrúnkuserum og hitt er rakaserum. Þetta frá Biotherm er sumsé með sjálfbrúnku í sér og virkar ótrúlega vel, það gefur einhvern vegin húðinni minni – minn lit sem er virkilega gaman. Svo örvar serumið líka húðina mína til að grípa í fallegan sólarlit og mér finnst húðin mín bara fá alveg ótrúlega fallegan og frísklegan lit með þessu. Ég nota það alls ekki á hverjum degi bara svona af og til til að fríska uppá húðina, en mér finnst eitthvað svo fullkomið að nota það eftir sun.

Svo er það Hydra Life serumið frá Dior, þetta er algjör rakabomba og ég dýrka það! Ég nota þetta 10 mínútum eftir að ég nota sjálfbrúnkuserumið ef ég nota það þá fyrst sem ég geri alls ekki alltaf. En þetta gefur húðinni samstundis raka og góða fyllingu sem mér finnst alls ekkert sjálfsagt. Fullkomið fyrir þær sem vilja bara rakamikið serum ekkert endilega einhverja virkni.

Þetta er samt ekkert kannski svo mikið… bara mátulegt hjá mér. Ég tek svo aldrei með mér neinar förðunarvörur enda finnst mér bara gott að leyfa húðinni að vera hreinni og frísklegri eftir góða sundferð – ég ber bara á mig góða vörn.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Bronslituð augu við sumarlegar varir!

AugnskuggarAuguÉg Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýtt í SnyrtibuddunniVarir

Föstudagslúkkið er dáldið glamúrousu í þetta sinn en það er einfaldlega vegna þess að ég var að fá svo tryllingslega flotta augnskuggapallettu sem ég gat bara ekki beðið með að prófa. Það er alltof langt síðan ég gerði svona ýkta kvöldförðun fyrir ykkur en ég vona að ykkur líki vel – burstunum mínum þykir alla vega voða gaman að rifja upp þessa takta!

Hér sjáið þið lúkkið…

brúnaugubjartarvarir6

… og að sjálfsögðu með lokuð augun…

brúnaugubjartarvarir7

Ég ákvað í staðin fyrir að para þessa dramatísku augnförðun saman við nude varir að setja frekar mjög bjartan og mattan varalit á varirnar til að gera förðunina enn líflegri. Stundum er gaman að gera það sem fólk býst síst við af manni eins og að leyfa vörunum og augunum að vera áerandi á sama tíma.

brúnaugubjartarvarir

Taupe Palette 35T frá Morphe Brushes – fæst hjá Fotia.is – smellið hér til að fara á síðuna

Hér sjáið þið þessa gordjöss pallettu! Ég fékk smá OMG móment þegar ég sá hana og annað þegar ég prófaði að pota í þá til að prófa pigmentin – þau eru ekkert smá falleg og sterk. Pigmentin komi mér á óvart ég átti einhvern vegin ekki von á því að þau væru svona svakalega flott. Ég er samt búin að sjá núna nokkrar farðanir með þessum augnskuggum t.d. á bloggunum hjá Elínu Ernu, Birnu Magg og Helenu Reynis á Snappinu og það voru einmitt þær sem kveiktu á forvitni minni og ég sá að þetta voru augnskuggar sem ég þurfti að kíkja á og prófa. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum ég get sagt ykkur það – ég varð bara yfir mig hrifin!

brúnaugubjartarvarir2

Mig langaði aðeins að fara yfir það með ykkur hvernig ég gerði förðunina og reyna svona að útskýra fyrir ykkur skref fyrir skref og lýsa því fyrir ykkur hvaða augnskugga ég var að nota útfrá því hvar þeir eru í pallettuni.

Ég byrja á litnum sem þið sjáið fyrir miðri mynd hér fyrir ofan. Ég gerði bara einfalt smokey með þessum lit og ákvað að nota hann til að skerpar á umgjörð augnanna og á skyggingunni þegar ég var að fullkomna förðunina á lokaskrefum hennar. Liturinn er neðstur í pallettunni næst lengst til hægri. Þetta er flottur, dökkur, kaldur litur sem mér finnst hafa mikið notagildi.

brúnaugubjartarvarir9

Þið sjáið þarna efst hjá mér að ég er með smokey áferð undir sanseringunni til að gefa augunum dramatískara yfirbragð.

brúnaugubjartarvarir3

Svo greip ég næst í annan mattan skugga hann sjáið þið þarna líka neðarlega, hægra megin á myndinni en þetta er aðeins hlýrri litur sem ég setti yfir mitt augnlokið til að gefa hinum smá hlýju og gefa auganu enn meiri dramatík – ég get stundum kolfallið fyrir smá dramatík – talandi um það – eruð þið ekki örugglega að fylgjast með Bachelorette!

En næst þá ákvað ég að blanda saman tveimur sanseruðum tónum yfir miðju augnlokinu – þið sjáið þá liti þarna á myndinni fyrir ofan – hlið við hlið. Annar er dáldið bleikur og hinn meira útí brons. Mér finnst tónarnir blandast alveg svakalega vel saman og ég fýla útkomuna. Bleiktóna sanseraðai skugginn fór svo líka í innri augnkrókinn en ég gerði það því ég vildi ná að leyfa augnkrókunum að tóna við augun.

Dekkri matti augnskugginn fór svo meðfram neðri augnhárunum og aftur sanseraða tvennan yfir það.

brúnaugubjartarvarir5

Mér finnst áferðin á þessum augnskuggum alveg ótrúlega falleg og þeir komu mér svo skemmtilega á óvart. Ég held ég geto bara klárlega sagt að þessir augnskuggar frá Morphe Brushes fara beint inná minn topp 10 lista ;)

brúnaugubjartarvarir8

Svo greip ég bara í svartan eyelinertús til að setja meðfram efri augnhárunum og ég setti sama lit inní vatnslínuna. Ég geri það einhvern vegin alltaf miklu frekar heldur en að setja eyeliner meðfram augnhárunum mér finnst litur í vatnslínunni ramma augun svo fallega inn. Svo setti ég bara maskara ég ákvað að segja pass við augnhárin í þetta sinn.

En að vörunum..

lagirlmatte2

L.A. Girl Matte í litnum Obsess fæst hjá Fotia.is – smellið hér til að fara inná síðuna

Annar svona fullkomlega mattur varalitur eða varagloss frá L.A. Girl – þessi litur er nú töluvert bjartari en sá sem ég sýndi ykkur fyrr í vikunni en sko alveg jafn flottur og grípandi!

brúnaugubjartarvarir4

Þetta er algjörlega fullkomið föstudagslúkk að mínu mati! Ég gef þessari augnskuggapallettu mín bestu meðmæli og ég mun klárlega grípa í hana næst þegar ég þarf að gera glamúr förðun  – mig langar líka smá að nota hana kannski í brúðarfarðanir í sumar, litirnir gætu alla vega virkað mjög vel!

p.s. ef þið væruð með mig á snappinu væruð þið löngu búnar að sjá þessa förðun – addið mér endilega ernahrundrfj ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Fullt af nýjum Baby Lips á Miðnæturopnun

Ég Mæli MeðmaybellineNýjungar í Makeup-iNýtt í SnyrtibuddunniReal TechniquesSS15

Er ekki alltaf hægt að bæta á sig fleiri snyrtivörum eða þ.e. í snyrtibudduna. Ég á alla vega alltaf pláss ég næli mér þá bara í enn eina kommóðu eða ennþá fleiri snyrtibuddur! En núna eru komnir fleiri Baby Lips varasalvar frá Maybelline til landsins og þeir verða að sjálfsögðu eitt af aðalnúmerunum á Miðnæturopnun Smáralindar í dag.

Baby Lips varasalvarnir hafa slegið í gegn á örstuttum tíma. Sjálf á ég alla liti og nokkra af hverjum. Minn uppáhalds er sá fjólublái sem er fallegur nude litur en nýjustu litirnir hafa samt verið að koma sterkir inn hjá mér og mig langaði að sýna ykkur þá betur – bæði varasalvana sjálfa og að sjálfsögðu hvernig þeir koma út á mínum vörum.

babylipsdr

Hér sjáið þið mínar gersemar það eru þrír nýjir Dr. Rescue litir og fimm nýjir Electro varasalvar, ég segi betur frá þeim öllum hér neðar…

babylipsdr2

Ég er búin að vera alveg húkkt á Dr. Rescue varasölvunum síðan ég fékk mína um miðjan maí. Þessir gefa vörunum smá svona kuldatilfinningu fyrst um sinn og gefa frá sér smá menthol ilm sem mér persónulega finnst alltaf dáldið frískandi. Varirnar mínar fá ótrúlega mikla næringu og ég finn strax að þeir virka. Eftir að ég byrjaði að nota þessa finn ég í alvörunni mikinn mun á vörunum mínum, þær springa síður og eru miklu áferðafallegri. Ef þið eruð með þurrar og leiðinlegar varir þá eru Dr. Rescue varasalvarnir ef til vill eitthvað sem reddar vörunum.

babylipsdrlitlaus

Baby Lips Dr. Rescue Too Cool - alveg litlaus, ég er alltaf með þennan í veskinu.

babylipsdrbleikur

Baby Lips Dr. Rescue Coral Crave – léttur kóralbleikur litur.

babylipsdrnude

Baby Lips Dr. Rescue Just Peachy - fallegur nude litur með léttum orange undirtón.

babylipsdr3

Svo eru það Electro litirnir sem er að mér skilst sama formúla og í upprunalegu Baby Lips varasölvunum en nú eru litirnir alveg mega áberandi og litríkir. Eins og á við um hina lituðu Baby Lips varasalvana er hægt að þétta og styrkja litinn með því að setja bara fleiri umferðir yfir varirnar. Á myndunum hér fyrir neðan er ég þó bara með eina umferð þannig, bara nudda þeim yfir mig eins og ég geri við varasalva – fram og til baka :)

babylipselectrobleiki

Baby Lips Electro Pink Shock – ekta áberandi og sjúklega grípandi bleikur litur sem er svo sannarlega hægt að byggja upp!

babylipselectrokóral

Baby Lips Electro Strike a Rose – áberandi bleiktóna litur sem mér finnst svona dáldið rauðtóna líka, fallegur rósalitur.

babylipselectroorange

Baby Lips Electro Oh Orange – fallegur léttur orange litur.

babylipselectroguli

Baby Lips Electro Fierce in Tangy – þessi guli er ekki beint gulur heldur er hann meira eins konar highlighter fyrir varirnar. Virkilega flottur einn og sér eða bara yfir aðra liti til að gefa þeim fallegan ljóma.

babylipselectrofjólu 
Baby Lips Electro Berry Bomb
– sá fjólublái er ábyggilega í uppáhaldi hjá mér þessi er kaldur og flottur og auðvelt að byggja upp.

Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að nýjustu Real Techniques burstarnir mæta á Miðnæturopnun Smáralindar bæði í Hagkaup og Lyfju.

RTNýtt

Þar verða allir þessir klassísku ásamt Concealer Brush, Sculpting Brush og Duo Fiber settinu. Sjálf ætla ég að reyna að taka þessa almennilega fyrir á snapcjat rásinni minni í dag ef ég næ því annars um helgina svo ef ykkur langar að sjá er það ernahrundrfj – lofa ég er mjög skemmtileg :)

Já það er sumsé Real Techniques og Baby Lips gleði í Smáralind í dag – það eru auðvitað afslættir og tilboð útum allt og um að gera að kíkja í heimsókn og næla sér í fallegar snyrtivörur eða föt fyrir sumarfríið. Ég verð ekki á staðnum aldrei þessu vant – segi ykkur betur frá því seinna… – en góða skemmtun!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.