Gjafaleikur: Fallegt leikteppi

FallegtFyrir HeimiliðLífið MittMömmubloggTinni & Tumi

Leikurinn er unninn í samstarfi við FABELAB og verslunina Mena.

ATHUGIÐ – LEIKNUM ER LOKIÐ…

Takk kærlega fyrir frábæra þáttöku og gaman að sjá hve margir vilja gleðja lítil kríli með þessu fallega teppi. Ég er nú búin að draga út þá sem fær að gleðja með því þökk sé random number generator :)

Screen Shot 2015-12-09 at 6.29.26 PM

Til hamingju Þóra Björk hafðu samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is.

Munið þið eftir fallega leikteppinu sem ég sýndi hér á síðunni ekki fyrir svo löngu síðan – HÉR. Nú er komið að því að gleðja einhvern með þessu fallega leikteppi og því efnum við til leiks hér á síðunni. En mig langar endilega að fá að dreifa boðskapnum um þetta fallega teppi sem víðast en ég er mjög hrifin af þessum elegant og fallegu barnavörum.

Ef ykkur langar í svona teppi fyrir ykkar barn hvort sem það er fætt eða væntanlegt eða viljið gleðja einhvern í kringum ykkur með því þá endilega takið þátt, allar upplýsingar er að finna hér neðar í færslunni.

fabelab8

Mér finnst teppið mjög skemmtilegt og áferðafalleg. Þegar það er ekki í notkun breiði ég því yfir sófann en það passar mjög vel við hann en hann er grár eða þá ég brýt það saman svo úr verði fugl eins og þið sjáið hér að neðan. En svo er líka hægt að búa til úr því eins konar svefnpoka sem er kannski dáldið sniðugt fyrir þessi allra nýjustu ég er ekki viss um að Tumalingur myndi mikið verða kjur… ;) En annar kostur við teppið er að það er úr 100% lífrænum bómul og já fagurfræðin er sko alveg með þessu teppi í liði!

fabelab10

Við ætlum að gefa teppið í litnum Dawn en þið getið skoðað það hér, mjög neutral og fallegur litur sem virkar fyrir alla. En til að eiga kost á að eignast teppið þá farið þið eftir þessu… :)

1. Deilið þessari færslu með því að smella á Like takkann hér fyrir neðan.
2. Skrifið athugasemd við þessa færslu með nafni þar sem þið megið endilega taka fram fyrir hvern teppið er.

Svo langar mig endilega að benda ykkur á Facebook síðu Mena.is þar sem er sniðugt að smella á Like takkann til að fylgjast með fallegum vörum sem eru fáanlegar þar – FACEBOOK SÍÐA MENA.IS.

Mikið vona ég að þetta glæsilega fallega teppi geti glatt eitt lítið kríli. Ég mun svo draga úr öllum athugasemdum á miðvikudaginn.

Gleðilega hátíð!

Erna Hrund

Heimsókn í nýju Geysis búðina

Á ÓskalistanumFallegtJólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í Fataskápnum

Við Tumi áttum fund niðrí bæ í gærmorgun og nýttum í leiðinni tækifærið til að rölta aðeins um fallega miðbæinn okkar. Ég er mikill aðdáandi Skólavörðustígsins, mér finnst svo kósý að rölta þar um, næla mér í heitan kaffibolla inná Eymundsson og skoða í búðarglugga. Ég rölti framhjá nýju Geysisbúðinni sem var að opna þar sem Tösku og Hanskabúðin var og ég varð samstundis ástfangin. Verslunin er önnur af tveimur Geysisbúðum á Skólavörðustígnum en í þessari verslun finnum við hönnun frá eigin merki Geysis sem heitir einfaldlega Geysir í bland við fallega skandinavíska hönnun frá Wood Wood, Ganni og hinni yndislegu Stine Goya.

Verslunin er hönnuð af Halfdani Pedersen en hann hannaði t.d. hina Geysis búðina og Kex Hostel en ég held að þessi búð sé mín uppáhalds eftir hann. Ég sá það um leið og ég kom inn að þarna var eitthvað einstakt í gangi og ég rölti um hugfangin með símann fyrir framan mig og fékk leyfi til að taka nokkrar myndir sem mig langar að deila með ykkur. Ofboðslega þykir mér gaman að Geysir sé að færa okkur svona fallega hönnun og ég er sérstaklega ánægð með Stine Goya en þær sögðu mér í búðinni að íslenskar konur hafa tekið því merki opnum örmum og lítið sem ekkert eftir af vörum frá þessum fallega danska hönnuð en meira væntanlegt en þó ekki fyr en eftir jól.

Í búðinni sá ég flíkina sem ég vona innilega að komi uppúr jólapakkanum frá Aðalsteini og ég sá líka dásamlega fallegan kimono slopp frá Ganni sem ég ákvað að gleðja sjálfa mig með…

Þessar flíkur og meira til hér á myndunum.

geysir geysir17 geysir10

Virkilega skemmtilegt hvernig leðurólar eru notaðar til að halda uppi hillum og slám!

geysir12 geysir13

Þessi stigi er bara stórkostlegur!

geysir6

Mjög fallegt hvernig er búið að opna veggina, dáldið gróft en mjög skemmtilegt og passar inní stemminguna inní versluninni.

geysir5

Ganni sloppurinn sem er nú minn, litirnir, munstrið og sniðið æpti á mig en það var bara einn eftir í minni stærð svo ég ákvað að slá til og kaupa. Lofa að sýna ykkur hann betur sem fyrst.

geysir3 geysir2 geysir9

Í búðinni var að sjá alls konar skemmtilegar lausnir um hvernig smámunir eins og fylgihlutir voru geymdir. Svo var fullt af æðislegum teppum sem ég væri alveg til í að vefja um mig núna!

geysir14 geysir16 geysir15

Dýrindis Ganni munstur…

geysir8

Elska skóhillurnar – svona hillur væru eflaust líka mjög fallegar inná heimili…!

geysir4

Fallegir New Balance skór…

geysir19 geysir20

Ég var alveg sjúk í þessa see through rúllukragaboli frá Ganni!

geysir21

… og þennan silkislopp!

geysir22 geysir23 geysir24 geysir25 geysir26

Sloppurinn fallegi :)

geysir27 geysir28

geysir29

Hér er svo sloppurinn minn, hafið þið séð nokkuð fallegra! Ég þurfti að halda aftur af mér mig langaði svo mikið að kaupa hann á staðnum en ég ákvað að lauma bara góðri vísbendingu að manninum mínum sem nær þessu vonandi og setur einn svona í minn jólapakka. Sloppurinn er frá Ganni og það má enginn fara og kaupa hann fyr en Aðalsteinn er búinn að því ;)

geysir30

Sjáið hann bara!

geysir31 geysir32 geysir34 geysir35

Þarna var fullt af æðislegum yfirhöfnum…

geysir36

Hlýjum sokkum…

geysir37

… og glæsilegu tímariti Geysis sem ég fékk einmitt með mér heim og ætla að fletta í gegnum yfir kaffibolla.

geysir38 geysir40 geysir39

Á neðri hæðinni er svo herrafatnaður sem mér leist ofboðslega vel á.

Ég mæli með heimsókn í nýju Geysis búðina hún er gullfalleg, með fallegum fötum, glæsilegri hönnun og þarna munið þið vafalaust finna góðar hugmyndir að jólagjöfum svona eins og ég sem fékk þó bara hugmyndir fyrir sjálfa mig í þessari ferð.

Til hamingju Geysir með enn eina perluna í miðbæ Reykjavík***

Erna Hrund

Boðskortin 02.01.16

BrúðkaupFallegtLífið Mitt

Dagurinn nálgast óðum, þegar okkur datt þessi dagsetning í hug sem á sér sko enga beint sérstaka ástæðu nema það að hér er fyrsti laugardagurinn á nýju ári, þá vorum við kannski ekki beint að hugsa um að þarna væri jól, áramót og 3 ára afmæli allt viku fyrir stóra daginn. Ég viðurkenni alveg að jú þetta er kannski smá mikið en vá hvað þetta verður æðislegt! Nú eru bara fjórar vikur í stóra daginn og ég verð spenntari og spenntari með hverjum deginum sem líður.

Mig langaði aðeins að deila með ykkur boðskortunum okkar en brúðkaupið okkar smá svona 104 brúðkaup. Hér er mjög mikið sem gerist í 104, veislan fer fram í þessu póstnúmeri, við búum þar og meirað segja DJ-inn býr hér líka. Svo voru boðskortin hönnuð og prentuð hjá dásamlegu, yndislegu og stórskemmtilegu hjónunum Tobbu og Sæþóri sem reka batteríið (eins og þau kalla það sjálf) Farva sem er staðsett hér í Álfheimum.

Við Aðalsteinn kíktum við hjá þeim fyrr í haust og spurðumst svona aðeins fyrir um boðskort og komumst þá að því að þau bara geta sko gert þetta allt, Tobba hannar og setur upp og Sæþór hann prentar, hann er silkiprentari sem er eitthvað það flottasta sem ég hef séð gert en okkar boðskort eru silkiprentuð. Ég ætla að sýna ykkur þetta allt saman betur eftir brúðkaupið en mig langar smá að monta mig því saman gerði þetta yndislega fólk fullkomin boðskort fyrir okkur og alveg eins og við sáum þau fyrir okkur og einhvern vegin bara miklu miklu flottari!

boðskort4

Screen Shot 2015-12-03 at 11.46.33 PM

(fékk þessa mynd að láni frá Linneu vinkonu:))

Finnst ykkur þau ekki falleg! Þau eru úr dásamlega skemmtilegum lifandi, endurunnum pappa sem er skemmtilegt líf í svo það er ólík áferð í öllum boðskortunum. Við vorum mjög hrifin af því að hafa letrið hvítt en eina leiðin til að prenta fallegt hvítt letur er að nýta þessa silkiprentun. Ég fékk að fylgjast með því þegar Sæþór prentaði kortin og það er s.s. prentað að framan og að aftan svo ferlið tók tvo daga því þau þurftu auðvitað að þorna á milli.

boðskort2

Svona fékk ég þau afhent, það er séð fyri öllu fagurfræðin er í hámarki og það var svo gaman að sækja kortin, koma með þau heim og opna þennan fallega pakka. Ég er svo alsæl með þessa dásamlegu þjónustu að ég lít bara á þetta yndislega fólk sem nýju vini okkar Aðalsteins og ég er alveg miður mín yfir því að hafa ekkert kíkt í kaffi uppá síðkastið, ég er smá farin að sakna þeirra og er á leiðinni í kaffi á næstunni ef þú lest þetta Tobba mín***

boðskort

Svo var hún Tobba svo yndisleg að prenta og hanna svona smá logo fyrir brúðkaupið sem hún setti í hornið á umslögunum. Því ég fór að fá svona smá áhyggjur að mögulega myndi kannski boðskortið týnast þegar fólk færi að fá jólakort líka svo hún stakk uppá þessu og hviss bamm búmm kippti öllu í lag!

boðskort3

Ég dýrka boðskortin okkar, við erum búin að ramma eitt inn og verðum nú að fara að finna góðan stað til að hengja rammann upp á. Þetta er svona tímalaust kort sem fær að fylgja okkur allt hjónabandið.

Ef einhver hér er að fara að gifta sig á næstunni og vantar falleg boðskort þá er Farvi alveg málið. Þið fáið ábyggilega ekki fallegri boðskort, betri þjónustu og svona fagmannleg vinnubrögð. Ég gef þeim Tobbu og Sæþóri mín allra bestu meðmæli og ég er sko ein hamingjusöm brúður!

Svo er verslunin þeirra líka full af fallegum gjafavörum og sérstökum silkiprentuðum jólapappír sem ég er einmitt alltaf á leiðinni að fara og kaupa til að pakka inn jólagjöfum í. Ég get sko lofað ykkur því að þetta verður ekki í síðasta sinn sem þið munið verða vör við handbragð Farva hér á síðunni minni***

Takk fyrir okkur Tobba, Sæþór og Farvi – þið eruð best!

Erna Hrund

Hátíðin er komin í MAC

FallegtJól 2015MACMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minni

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn frá MAC á Íslandi. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Í dag mætti hátíðarlínan frá MAC í verslanir í Kringlunni og Debenhams í Smáralind. Eins og alltaf eru þrjár hátíðarlínur frá merkinu, ein þeirra er hátíðarlúkkið en ég fékk eitt af ljómandi púðrunum úr línunni að gjöf.

Ég elska þegar lúkkin koma frá MAC sérstaklega þegar umbúðirnar eru svona öðruvísi og þessi fallegi blái litur sem er á hátíðarlúkkinu í ár er bara algjörlega æðislegur og fegrar svo snyrtibudduna.

machátíð

In Extra Dimension Skinfinish í litnum Shaft of Gold

machátíð5

Þetta ljómandi fallega púður er hægt að nota sem highlighter, sem bronzer eða bara til að gefa húðinni ljómandi fallega og gyllta áferð. Hér nota ég það um augun til að gefa þeim fallega og náttúrulega áferð og gylltan ljóma. Formúla púðursins er meira ljómandi en brún þó það sé bara mjög gott jafnvægi þar á milli. Hátíðarlúkkið í ár heitir Enchanted Eve og línan er full af fallegum og hátíðlegum vörum sem passa vel í skammdeginu.

machátíð6

Ég nýtti líka tækifærið til að prófa nýja Studio Waterweight farðann frá merkinu sem er svakalega léttur alveg ofur fljótandi. Ég persónulega elska að nota svona svakalega fljótandi farða það sem þarf þó að passa uppá aer að hrista þá alveg svakalega vel fyrir notkun og passa að vinna þá vel saman við húðina til að koma í veg fyrir að farðarnir oxist á húðinni þá þorna þeir og dökkna, ekkert sérstaklega fallegt get ég sagt ykkur en ef þið notið þá rétt og passið uppá þessi tvö atriði þá eruð þið góðar. Eftir fyrstu notkun er ég alla vega mjög hrifin og sérstaklega því það er SPF30 í farðnum ég elska þegar það eru háir sólarvarnastuðlar í förðum ég bara vil hafa góða vörn á húðinni minni – ekkert sem flýtir fyrir öldrun húðarinnar takk fyrir!

machátíð2

Ljómandi fallegt púður sem gefur húðinni ljómandi fallega áferð. Ég nota svo sem voða lítið af púðrinu ég vildi kannski ekki setja of mikið svona við létta dagförðun. En það er sko alveg hægt að setja alveg nóg af púðrinu á húðina það er auðvitað sérstaklega fallegt að setja þetta þegar maður er svona dökkur og sætur í framan, ætti kannski að setja smá brúnkukrem á andlitið ;)

machátíð4

Svo að lokum þá verð ég að fá að dásama yndislega útsýnið sem blasti við mér fyrir utan hurðina þegar ég fór út að taka myndir. Þó svo snjórinn sé stundum pirrandi svona þegar maður er fastur í honum eða eins og ég í dag lokuð inni, umkringd af snjó þá gleymi ég því öllu þegar ég sé eitthvað svona ofoðslega fallegt og friðsælt :)

En hátíðarlínan frá MAC kemur bara í takmörkuðu upplagi og púður sem þetta selst hratt upp því lofa ég. En auk þessa púðurs þá kom annað ljósara endilega kíkið á það en það eru myndir á Facebook síðu MAC hér á Íslandi. Njótið dagsins og farið varlega í snjónum.

Erna Hrund

Á óskalistanum, útvítt & glansandi

Á ÓskalistanumFallegtNýtt í Fataskápnum

Ég þurfti smá að venjast útvíðu buxunum sem eru að verða meira og meira áberandi í verslunum þessa mánuðina. Greinilega eitt af allra stærstu trendunum framundan. En ég fékk mér einar útvíðar gallabuxur inní Vero Moda um daginn og ég er ekkert smá ánægð með þær og fékk mikil lof fyrir þær. Ég fékk svo nýlega upplýsingar um það sem væri væntanlegt inní VILA í vikunni og þar sá ég par sem ég bara verð að bæta við inn í minn fataskáp. Munið þið eftir ÞESSUM HÉR hér eru einar sem virka alveg eins nema með fallegri velúr áferð – tilvalið fyrir áramótin!!Vilour pants

Hér er virkilega skemmtileg glansandi áferð í efninu sem verður alveg sérstaklega falleg í birtunni í kringum flugeldana. Setti saman nokkrar dressmyndir fyrir innblástur…

Ég verð að segja það að ég er að elska flared þessa dagana þó ég hafi verið skeptísk í byrjun…

Þessar verða mínar í lok vikunnar – lofa!

Hvernig líst ykkur á?

Erna Hrund

Á sunnudagskvöldi…

FallegtLífið Mitt

Dreymir mig um rúmið mitt. Ég fer að skríða uppí eftir smástund og vonandi mun mig dreyma um þessa yndislegu helgi sem er að baki okkar fjölskyldunnar. Ég nýt þess að vera mamma um helgar, þegar Tumi fæddist ákvað ég að reyna að komast hjá því sem mest að vinna um helgar og meirað segja er ég lítið sem ekkert að stressa mig á því að vera að blogga – vona að þið fyrirgefið ;) Það að fá að njóta mín sem mamma í frítímanum er að gera það að verkum að ég er miklu meira fókuseruð í vinnunni og set mér frekar markmið í hverri viku, þetta ætla ég að gera og klára, og það geri ég. Þá næ ég að slaka meira á og njóta – ég vona einmitt líka að þið munið eftir því núna þegar desember er að koma – NJÓTIÐ!

En eitt af því sem er skilyrði fyrir því að ég nái að nýta vikurnar vel er góður svefn. Ég veit ég er nú með einn lítinn sem vaknar enn á nóttunni til að drekka en á milli þess verð ég að ná að slaka á og vitið þið það gengur stundum ekkert alltof vel. Ég ákvað þó í dag í IKEA ferð dagsins að dekra aðeins við rúmið og gefa því ný sængurver sem eru nú komin á og bíða eftir mér og mínum. Ég held ég þurfi nú aðeins að eyða meiri tíma í að dekra við svefnherbergið mitt og gera það meira að griðarstað en nú inniheldur það bara óheyrilegt magn af snyrtivörum…

Ef ég ætti tíma núna í kvöld, já og orku ef útí það er farið, þá myndi ég vilja umbreyta mínu herbergi í takt við myndirnar hér sem fundust á Pinterest flakki dagsins…

af4fb3bb43a8c3a0a29ddb46b5626ed1 d3ff919f4cb730ced6ef35772e9bf362 be62d6c3b58819450e917427f5389015 080c95c5f8cf8ec154e96cb26b660edd 5c10f17e798f25180d247b957f29c75f 2340b1d030b4a256446eeb076a5b1dfb 62c90d3df79492d8ad8d73599e4e3cb1 da9456589ff82a1ac60ecaf3d070780f 3602f4f9c4b69b330b57c99c1bf3150b 451cec2e01eef7ec5a0c87c0d308fe84 ca0984892d5fbfee64947b4334ded7e1 a9734c1200aff430d1b782fd704063c8 d07078d0d556d8d77a838dc521ec4ca1 01ecc17adcfa2fd1a7028f3023eb974e caaeaada74b03377ba53d2da8fb33bdf 0d24859346312a5446e7052fd4e71cf6 e5b64bb29f5aa9fb7350ce95e252fdf3

Ég hef komist að því núna að ég er búin að vera að hugsa þetta allt vitlaust! Maður á að eyða peningunum í að gera svefnherbergið, þar endurhlöðum við batteríin og þar á að vera okkar umhverfi til að slaka á. Ég er alla vega búin að gera eitthvað rétt með kaupum á nýjum sængurverum. Nú lítur rúmið sirka svona út…

ab1357aa42ca5474bcc8a07974cda2ea

Fyrir áhugasama heita þessi ombre sængurver Smaldun og fást í þremur litum, mín eru grá og koddaverið er dökkgrátt en ekki hvítt eins og hér.

En það er greinilegt að ég er að breytast í einhvern sængurverasérvitring en á gjafalista fyrir brúðkaupið vorum við t.d. að setja sængurver.

Nú er það bara að skella sér í sturtu, fara tandurhrein að sofa í hreinu rúmi og hvílast vel því það er önnur löng vika framundan ;)

Erna Hrund

Gjafmildi framar öllu öðru

Lífið MittVero Moda

10. apríl á þessu ári er dagur sem líður seint úr minni mínu. Ég fæ enn gæsahúð og tár í augun þegar ég hugsa til gjafmildu viðskiptavinanna sem flykktust í verslanir Besteseller þennan dag en allt sem seldist fyrir þennan dag fór beint til góðgerðamála, ekki einhver prósenta ekki bara ágóðinn – ALLT!

Ég var ólétt af Tuma á þessum tíma en ég setti mér nú samt það markmið að vera í vinnunni allan daginn, ég mætti klukkan 9 og ég fór ekki heim fyr en um 11 leitið. Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel og ég hef aldrei brosað jafn mikið allan daginn, það liggur við að ólétta mamman hafi bara verið með tárin í augunum þegar hún sá yndislegu viðskiptavinina streyma inn í búðina til sín og taka svo vel í þetta einstaka málefni. Þetta er í fyrsta sinn sem svona hefur verið gert, eitt fyrirtæki gefur alla söluna sína til góðgerðarmála í einn heilan dag.

Í undirbúningi fyrir daginn og á daginn sjálfan eltu snillingarnir frá Silent okkur og fönguðu þessa dásamlegu stemmingu sem myndaðist á myndband. Nú er videoið til og málefnið sem við á Íslandi ákváðum að styrkja er búið að ná nýta til að gera frábæra hluti hjá Krabbameinsfélaginu.

Screen Shot 2015-11-27 at 12.23.28 AM

Bið bumbulingur tilbúin í daginn um morguninn, sjúklega spennt og reddí í slaginn :)

Screen Shot 2015-11-27 at 12.27.07 AM

Ég og Eva Birna mín sem er verslunarstjórinn í Vero Moda Smáralind – við eyddum öllum deginum saman og það var alveg frábært og þessi er snillingur bara svona á milli mín og ykkar – um að gera að kíkja í heimsókn til hennar!

Screen Shot 2015-11-27 at 12.27.23 AM

Ósk á FM957, Friðrik Dór og ég með stóra og fína Bestseller hjartanu <3

Screen Shot 2015-11-27 at 12.23.37 AM

Yndislega skemmtilega fólkið sem hóf daginn í Smáralindinni í gleðikasti!

En til allra þeirra sem lögðu okkur lið á þessum dásamlega degi þá mæli ég með þessu mynbandi sem sýnir brot af þessum skemmtilega degi, undirbúningnum og hér koma svo upplýsingar um það sem safnaðist og í hvað það nýttist. Eitt af því sem mér fannst alveg ótrúlegt var að fyrir peninginn sem kostaði að kaupa 5 pör af svörtum sokkum var hægt að næra barn í Indlandi í heilt ár, ég seldi mörg sokkapör þennan dag, það get ég sko sagt ykkur :)

Takk aftur fyrir frábærar viðtökur, þetta var svo æðislegt! Ég fæ gæsahúð og tár í augun þegar ég horfi á þetta video og endurupplifi tilfinningarnar og þakklætið sem var mér efst í huga þann 10. apríl.

Það hefur verið alveg ofboðslega gaman að taka þátt í mörgum frábærum verkefnum í ár, auk Give a Day var það svo Bleika Boðið fyrir Krabbameinsfélag Íslands og nú næst eru það Geðveik Jól þar sem við söfnum fyrir Líf Styrktarfélag sem er málefni sem stendur mér mjög nærri. Mynbandið er tilbúið og verður frumsýnt eftir viku og ég iða af spenningi því þetta er svoooo flott og ég vil meina að ég eigi mikinn leiksigur ;)

Erna Hrund

Þessar fá Lancome pallettuna

AugnskuggarÉg Mæli MeðJól 2015JólagjafahugmyndirLancome

Verðlaunin í leiknum eru gjöf frá Lancome á Íslandi.

Elsku dömur! Takk kærlega fyrir öll fallegu hrósin í garð mömmu minnar sem steig aðeins út fyrir þægindarammann og sat fyrir hjá mér í hátíðarförðun fyrir Lancome. Ég var að nota Auda(city) in Paris pallettuna frá Lancome sem var að koma til landsins og er alveg stórglæsileg og hentar fyrir dagfarðanir, kvöldfarðanir og að sjálfsögðu hátíðarfarðanir eins og þessa…

mammalancome4

Endilega skoðið færsluna HÉR ef þið misstuð af henni.

mammalancome9

En í færslunni þá setti ég af stað smá leik með Lancome hér á Íslandi en þeim langaði að gleðja tvo lesendur með þessari fallegu pallettu. Palletta sem þessi er tilvalin í jólapakkann hjá glæsilegri dömu, ég gladdi mína mömmu með því að gefa henni pallettuna sem ég fékk og hún varð ofboðslega glöð með það þó hún eigi reyndar enn eftir að koma að sækja hana til mín. Ef ég þekki mína mömmu rétt þá á hún eftir að nota þessa mikið :)

En takk kærlega fyrir falleg orð í garð mömmu og hér koma þær tvær sem fá pallettuna…

Screen Shot 2015-11-27 at 12.42.05 AM Screen Shot 2015-11-27 at 12.41.50 AM

Innilega til hamingju dömur og endilega hafið samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvert þið getið sótt vinninginn.

Svo að lokum langar mig að þakka fyrir falleg hrós í minn garð. Mig hafði lengi langað að fá til mín alls konar dömur til að sitja fyrir í förðunum fyrir síðuna og sérstaklega að fá konur á öllum aldri til að gefa góð ráð útfrá aldri, húðgerð og að sjálfsögðu andlitsfalli. Ég vona að ég muni ná að gera meira af þessu í nánustu framtíð og ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða beiðnir um lúkk sem ykkur langar að sjá endilega látið í ykkur heyra!

Takk,

Erna Hrund

F/BEL\B

FallegtLífið MittMömmubloggTinni & Tumi

Teppið sem ég skrifa um í færslunni fékk ég sent sem gjöf. En eins og á alltaf við skrifa ég frá hjartanu og vinn með aðilum sem ég hef áhuga á að vinna með og þygg aldrei beinar greiðslur fyrir neitt :)

Að því sögðu… þá langar mig að segja ykkur frá fallegu dönsku barnavörumerki sem hafði samband við mig ekki fyrir svo löngu síðan. Alltaf þegar ég fæ fyrirspurnir frá merkjum sem ég þekki ekki þá fer ég að skoða, ég skoða heimasíður, facebook síður og Instagram síður og þá í kjölfarið fæ ég rétta tilfinningu fyrir merkinu og ég heillaðist af merkinu FABELAB. Ég fékk að gjöf frá þeim vinsælustu vöruna frá merkinu sem er fallegt leikteppi sem þegar það er brotið saman á ákveðinn hátt verður það eins og svanur – myndirnar hér fyrir neðan segja meira en orðin mín :)

En áður en ég hleypi ykkur í myndirnar þá langar mig að segja ykkur smá frá þessu fallega merki sem heillar mig svo. Vörurnar sem merkið hannar og framleiðir eru allar mjög fallegar og elegant. Það eru hágæða efni í vörunum en teppið sem Tumi fékk er t.d. úr lífrænum bómul. Vörurnar eru hannaðar af Michaela Weisskirchner-Barford en hún er austurrískur arkitekt sem býr í Kaupmannahöfn og nær svo sannarlega að hanna einstaklega fallega skandinavíska hönnun. Vörurnar eru hugsaðar þannig að hver og ein hafi mikið notagildi og það sé hægt að nota hana lengi. Teppið sem við fengum er t.d. leikteppi, hægt að brjóta saman þannig það verði eins og svefnpoki utan um barnið og svo er hægt að brjóta það saman í svan og þá er það orðið að bangsa sem er eflaust voða kósý að kúra með. Svo er einnig hugsað um að vörurnar örvi ævintýragirni  og ímyndunarafm barna. Hér á Íslandi fást vörurnar frá FABELAB í versluninni mena sem er bæði vefverslun – mena.is og með verslun í Mörkinni 6 sem opnaði nýlega og ég þarf endilega að kíkja í!

En við Tumi skelltum okkur að sjálfsögðu í myndatökugír til að taka myndir af þessari dásemd sem hann kúrir á þessa dagana :)

fabelab6

Hann er nú yfirleitt ekki svona rólegur… það var kveikt á sjónvarpinu fyrir framan hann ;)

fabelab

Ég valdi mér þennan fallega peach lit en það er líka til í grábrúnum lit og pastel grænbláum. Mér fannst þessi ofboðslega fallegur og hann passar vel inn til okkar :)

fabelab12

Hér er ég svo búin að breyta teppinu í svan – það tók mig smá tíma að átta mig á þessu, ég mun aldrei viðurkenna hve langan tíma enda greind með óþroskaða rýmisskynjun – jebb ég er með greiningu! En svo kom youtube mér til bjargar ;)

fabelab11

Mér finnst þetta ofboðslega fallegt teppi og skemmtileg nýting á því!

fabelab8 fabelab5

Mér finnst fátt krúttlegra en pínulítil börn í svona “fullorðins” fötum – elska þessar gallabuxur :)

fabelab3

Svo dýrka ég þessar táslur!!!

fabelab10 fabelab9
Veit fátt meira krúttlegra en tærnar á litla stubbnum mínum***

fabelab4

Mér finnst þetta teppi bara alveg ofboðslega fallegt og það mun nýtast vel og lengi, bara þægilegt að sitja á þessu þegar hann byrjar að því, gott að hafa mjúkt undir sér og geta haft fullt af dóti í kringum sig. Hann á líka skræpótt leikteppi með grind yfir sem er ekki jafn stórt svo við munum geta notað þetta talsvert lengur og já þetta er töluvert fallegra að mínu mati alla vega ;)

Ég mæli með því að þið skoðið þessa fallegu hönnun og ég hlakka til að segja ykkur frá því sem við höfum í bígerð að gera saman á næstunni í samstarfi við mena.is!

Erna Hrund

Ljómandi fallegur highlighter

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup TipsReal TechniquesRimmel

Varan sem ég skrifa um hér vann ég í happdrætti á vegum Rimmel. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég hef alltaf gaman af því að kynnast nýjum merkjum og nýlega komu vörurnar frá Rimmel til landsins og ég á nú ekki von á því að það hafi farið framhjá ykkur ;) En Rimmel er merki sem er breskt og eitt það allra vinsælasta þar í landi. Rimmel er þekktast fyrir maskarana sína og miðað við það sem ég sé meðal íslensku snapparanna þá er það svakalega þekkt fyrir Stay Matte púðrið! Ég hef nú ekki sjálf prófað það en trúi því vel það lúkkar alla vega mjög vel. En ég hef alltaf mjög gaman að skoða alls konar vörur og svona ódýr merki sem kallast drugstore merki í bjútíbransanum luma alltaf á einhverjum óslípuðum demöntum sem kannski ekki allir taka eftir bein strax en enginn má láta fráhjá sér fara. Ég er búin að finna óslípaða demantinn frá Rimmel!!!

Þegar ég fór á kynninguna hjá Rimmel var happdrætti þar sem voru dregnir út auka vinningar sem innihéldu skemmtilegar vörur frá merkinu. Ég var svo svakalega heppin að vinna einn af þessum vinningum og þar var þessi gersemi. Hér sjáið þið einn fallegasta highlighterinn inní ódýru deildinni algjör fjársjóður – Good to Glow!

rimmellighter3

Þetta er kremkennd formúla sem dreifist mjög vel og gefur húðinni mjög fallegan þrívíddarljóma sem blandast fallega saman við húðina. Ég kýs yfirleitt að nota Duo Fiber bursta eins og þennan sem þið sjáið á myndinni þegar ég vil fá mikinn ljóma. Duo Fiber er nefninlega tól sem leyfir vörunum að njóta sín betur ef maður notar þéttari bursta fer maður að blanda vörunum meira og meira saman það vildi ég ekki hér. Frekar nota ég minna of vörunum og fæ mikinn ljóma.

rimmellighter

Ég mæli með því að þið setjið bara nokkrar doppur með highlighternum yfir svæði húðarinnar sem þið viljið að ljómi og með léttum strokum jafnið áferðina og gefið húðinni ljóma.

rimmellighter4

Hér vildi ég svona aðeins ná að sýna litinn, hér er ég með mjög þétta áferð af honum. Það sem ég fýla við þessa formúlu er að hún þornar. Hún er blaut þegar hún er borin á húðina og svo vinnum við hann til og fullkomnum áferðina og ljóminn þornar á sínum stað og verður mattur. Svo húðin verður ekki eins og hún sé blaut hún ljómar bara heilbrigðum ljóma sem er það sem ég kýs.

Ég fór að skoða þessa vöru inní Rimmel standinum um daginn og sá að hún kemur í nokkrum litum. Liturinn sem ég er með er nr. 001 og mér finnst hann mjög fallegur. Það er smá bleikur undirtónn í litnum sem gefur glóðinni frískleika. Svo er annar sem er meira orange og annar sem er meira brúntóna ég þarf endilega að skoða þá betur og mögulega sýna ykkur ef mér líst nógu vel á þá til að kaupa :)

rimmellighter2

Á myndunum af sjálfri mér sjáið þið ljómann sem liggur ofan á kinnbeinunum mínum en það er Good to Glow. Virkilega fallegur og heilbrigður ljómi. Highlighter er settur á svæði húðarinnar sem standa upp til að draga þau enn meira upp og vekja athygli.

Önnur svæði sem þið gætuð notað highlighterinn á eru:

  • Í kringum varirnar til að draga athygli að vörunum.
  • Yfir varalitinn ykkar í miðju varanna til að draga miðju þeirra fram svo þær virðist þrýstnari.
  • Niður eftir nefinu, bara rétt í miðju nefsins til að grenna ásýnd þess.
  • Í innri augnkróka augnanna til að gefa þeim ljóma og til að opna augnsvæðið.
  • Undir augabrúnirnar þar sem þær bogna til að lyfta þeim enn meira upp.

En klassískasta svæðið er auðvitað ofan á kinnbeinin og upp í eins konar C þannig að ljóminn fari frá kinnbeinum og upp í C-ið :)

Mæli með – skemmtileg vara sem gefur húðinni líf og frískleika!

Erna Hrund

p.s. áður en þið spurjið þá koma hér Rimmel sölustaðirnir sem ég veit af… Hagkaup Kringlu, Smáralind og Skeifu. Lyf og Heilsu Austurveri og JL húsinu og Apótekaranum í Helluhrauni í HHJ ;)