Dolce & Gabbana The Collectors Edition

FallegtIlmirJól 2014JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Þið vitið nú þegar að ég er haldin múmínsöfnunaráráttu – ég er reyndar haldin Disney söfnunaráráttu líka en það er önnur og lengri saga… En ég er líka haldin ilmvatnsglasa söfnunaráráttu – það eru þó ekki öll glös sem ég safna það eru svona nokkur sérvalin. Glösin frá Dolce & Gabbana ná á þann lista. Þau eru þar vegn klassískrar, einfaldrar og tímalausrar hönnunar sem á alltaf vel við. Það er einfaldur stíll sem einkennir glösin og eins og fyrir síðustu jól koma einstök glös, The Collectors Edition, utan um The One ilmina fyrir hann og fyrir hana.

Í fyrra voru glösin gull fyrir hana og silfur fyrir hann en ég skrifaði um þau HÉR. Í ár eru þau aftur heillituð en þó svo allt öðruvísi…

theone6

Dömuilmurinn er ó svo hátíðlega rauður og herrailmurinn er dökkbrúnn. Ég elska hvað glösin eru vegleg og flott! Þetta er sama lögun og er á glösunum fyrir The One ilmina en bara búið að breyta smáatriðunum. Liturinn á dömuflöskunni heitir Ruby Red og gylltu smáatriðin eru

Þar sem ég á að sjálfsögðu glösin frá því í fyrra þá sjáið þið þau hér hlið við hlið…

theone2

Dömuilmurinn er hlýr og kvenlegur ilmur sem einkennist af bergamot, mandarin, lychee, ferskjum og Madonna Liljum sem eru sett ofan á vanillu, amber og musk grunn. Þetta er ilmur sem er með skemmtilegum persónuleika og rauði liturinn hæfir honum vel. Myntin sem er frama á glasinu á að endurspegla konuna sem notar ilminn, sem er leyndardómsfull og orkumikil kona. Ilmurinn er Eau de Parfum.

theone

Hér sjáið þið svo herrailminn frá því í fyrra við hliðiná þeim sem kom núna. Þetta er klassískur herrailmur og margir tala um að þetta sé mjög tímalaus ilmur. Liturinn sem er royal leather brown er táknrænn fyrir klassa og lúxus. Ilmurinn einkennist af greip, kóríander og basil sem blandast við sterka og hlýja tóna kardimommu og engifers. Grunnnóturnar eru svo tóbak og sedarviður sem gefa dáldið þurran tón. Myntin á glasinu á eins og á dömuilminum að endurspegla þann sem notar ilminn, hann er veraldarvanur maður sem notar gáfur sínar sem styrk til að komast áfram. Herrailmurinn er Eau de Toilette.

Þetta eru hrikalega flott ilmvatnsglös sem eru tilvalin í jólapakkann sérstaklega fyrir Dolce & Gabbana aðdáendur því þessi glös eru eingöngu til í takmörkuðu upplagi og eru tilvalin fyrir safnarana í fjölskyldunni eða fyrir ástina :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Hátíðarförðun með Tanya Burr augnhárum

AuguÉg Mæli MeðJól 2014LúkkmakeupMakeup ArtistmaybellineVarir

Þá er komið að því að sýna ykkur almennilega frá hinni augnförðuninni sem ég sýndi þeim sem fylgja mér á Instagram fyrir nokkrum dögum. Förðunin er ætluð sem hugmynd fyrir ykkur að hátíðarförðun, hér nota ég vörur frá Maybelline svo heildarverðið á förðuninni sjálfri er í ódýrari kantinum en þetta eru allt vörur sem ég nota mjög mikið og þarna á meðal eru uppáhalds augnskuggarnir mínir tveir frá Maybelline sem ég er alltaf með í kittinu. Ég hef oft talað um það að verð og gæði fara sjaldan saman en Maybelline er merki sem mér þykir ótrúlega vænt um og ég fylgist alltaf vel með því.

En mig langaði um leið að sýna ykkur fleiri augnhár frá henni vinkonu minni Tönyu Burr. Eins og þið hafið vonandi lesið hér um fyrir ekki svo löngu síðan þá fór ég á fund hennar Tönyu í London til þess að fræðast um nýju augnhárin hennar sem eru væntanleg til landsins á allra næstu dögum – allt um sölustaði kemur síðar – augnhárin eru virkilega flott og ég er mikið búin að vera að prófa mig áfram með þau. Í bígerð er svo myndband þar sem ég kynni merkið aðeins, segi ykkur frá augnhárunum og pælingunum hennar Tönyu með þeim og svo nokkrir svona aukamolar með insider tipsum frá henni.

Hér sjáið þið lúkkið…

tanyaburr11tanyaburr6

Svo ég byrji nú að segja ykkur frá augnhárunum sem ég valdi að nota þá heita þau Bambi. Augnhárin gefa augunum dáldið svona dúkkulega umgjörð en þau bæði þétta, þykkja og lengja ásýnd augnháranna ykkar án þess að vera of mikið. Það er það sem ég fýla helst við þessi augnhár sem Tanya sendir frá sér – þau eru öll í settlegri kantinum og engin augnhár sem eru bara of mikið af hinu góða.

tanyaburr16

Bambi augnhárin gefa augunum dáldið kúpta umgjörð svo ef þið viljið það eða eruð með þannig augu og finnst þannig augnhár henta ykkur best þá eru þessi fyrir ykkur. Kúpta umgjörðin kemur vegna þess að augnhárin speglast um sig miðja. Þau byrja stutt, lengjast svo þegar nær dregur miðju og styttast svo þegar kemur að ytri augnkróknum.

tanyaburr2

Þegar ég set á mig gerviaugnhár þá er ég alveg búin að klára allt, ég er búin að gera eyeliner og meirað segja setja maskarann á mín augnhár. Svo kem ég gerviaugnhárunum vel fyrir eins þétt uppvið rót minna augnhára og ég get og set svo smá maskara á topp augnháranna og næ þannig að festa þau saman við gerviaugnhárin. Svo stundum þarf ég aðeins að laga til eyelinerinn – það er þá hest ef ég þarf að taka augnhárin af og festa þau aftur því þá kippist eyelinerinn með líminu ;)

Hér sjáið þið getur vörurnar sem ég notaði frá Maybelline í augnförðunina…

tanyaburr13

Eyestudio Mono augnskuggarnir eru komnir í nýjar umbúðir. Ég var rosalega stressuð þegar mono augnskuggarnir hættu í sölu hjá Maybelline núna í haust, ég vissi þó að von væri á nýjum en það er alltaf spurning hvort gömlu litirnir mæti aftur. Mínir uppáhalds mættu alla vega, matti brúni og matti svarti. Ég byrjaði á því að gera smoky augnförðun með brúna litnum sem heitir Ashy Wood. Liturinn er alveg mattur og kaldur brúnn litur en þrátt fyrir að vera mattur er hann mjúkur og ótrúlega auðvelt að vinna hann með hjálp Real Techniques förðunarbursta!

Svarti liturinn kom bara rétt í lokinnn, hann heitir Black Out og er alveg mattur svartur litur. Hann er ég með undir eyelinernum til að gera smá smoky áferð á hann og svo nota ég hann til að smudge-a til eyelinerinn sem er meðfram neðri augnhárunum til að koma í veg fyrir að hann yrði of hvass.

Þið vitið ekki hversu hoppandi kát ég var með að komast að því að þetta væru sömu gömlu litirnir mínir – því eins og ég get verið nýjungagjörn þá er ég mjög vanaföst með vörur sem skila alltaf flottri útkomu og ég get alltaf treyst á :)

tanyaburr14

Gyllti tónninn sem ég er svo með yfir augnlokunum er einn af nýju Color Tattoo augnskuggunum frá Maybelline þessi litur heitir On and On Bronze og er að koma svona sjúklega vel út. Hann er að koma miklu betur út en ég þorði að vona, ég hélt þetta yrði of mikið gull og glamúr en mér finnst mjög skemmtilegur stíll yfir þessum lit sem er mjög þéttur og sterkur og útkoman virkilega flott. Ég notaði Base Shadow Brush frá Real Techniques til að setja þennan lit yfir augnlokið og það gekk eins og í sögu!

tanyaburr9

Eyelinerinn er svo minn uppáhalds Master Precise blauti eyelinertússinn frá Maybelline sem er svo þægilegt að vinna með en hann er með svo löngum oddi svo það er auðvelt að laga eyelinerinn til þó svo gerviaugnhárin séu komin á. Ég hef heyrt um að margar séu ekki nógu ánægðar með að hann þorni hratt upp – sérstaklega oddurinn á burstanum. Ég var það líka en svo prófaði ég mig bara áfram og ef þið þrýstið svampburstanum á handabakið ykkar þá streymir liturinn út og þið bara veltið oddinum uppúr litnum og þá verður hann eins og nýr. Ég á þennan penna alltaf í þónokkra mánuði í senn og kaupi hann aftur og aftur. Ég nota líka þennan eyeliner til að setja inní augun – ég elska hvernig liturinn lekur aðeins niður meðfram neðri augnhárunum og ýtir undir smokey áferðina.

Maskarinn sem ég er með er svo GO EXTREME LEATHER BLACK frá Maybelline, mér fannst hann tilvalinn fyrir þessa augnförðun.

tanyaburr3

Að lokum eru það svo varirnar en hér er það að sjálfsögðu Color Drama varaliturinn í litnum Berry Much sem er minn allra uppáhalds af þeim litum. Þetta er einn af varalitablýöntunum sem ég sýndi ykkur ekki fyrir svo löngu. Þessi dökki litur sem verður alveg mattur eins og hinir seldist hratt upp en er kominn aftur og er reyndar að seljast mjög hratt líka núna. Þessi er fullkominn hátíðarlitur og smellpassar í jólagjafir t.d. fyrir vinkonurnar, því hann er á mjög passlegu verði líka.

tanyaburr4

Það verða fleiri, fleiri, fleiri hátíðarfarðanir og myndbönd og jólagjafahugmyndir núna á næstunni, ég er alveg að fýla þetta hátíðarþema mitt í botn þessa dagana og í næstu viku fáið þið svo auk augnháravideosins að sjá hátíðarfarðanir frá Dior og Smashbox – báðar hátíðarlínurnar eru komnar í verslanir og þið verðið að kíkja á þær!

Góða helgi yndi :*

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Gestabloggarar kynntir til leiks!

Ragnheiður Lilja & Rebekka Rut

Ef þið lásuð Reykjavík Makeup Journal spjaldanna á milli þá tókuð þið vafalaust eftir greinum sem voru skrifaðar af systrunum Ragnheiði Lilju og Rebekku Rut Ívarsdætrum. Þessar dömur eru alveg einstakar og þær hafa brennandi áhuga á öllu sem tengist tísku, förðun og húðumhirðu. Ég kynntist þeim í gegnum mömmu þeirra hina einstöku Kristjönu hjá Lancome – þið hafið séð hana HÉR. Þrátt fyrir ungan aldur búa þessar systur yfir gríðarlega mikilli þekkingu á heimi snyrtivara og þær eru með mikilvægi húðumhirðu á hreinu – vafalaust móður þeirra að þakka.

Ragnheiði Lilju og Rebekku Rut langar mikið að byrja að blogga og þær eru stútfullar af skemmtilegum hugmyndum sem ég hlakka til að fylgjast með þeim framkvæma. Á meðan þær eru að feta sín fyrstu spor í þessum heimi ætla þær að fá að vera gestabloggarar á síðunni minni ásamt því sem þær munu að sjálfsögðu skrifa áfram í Reykjavík Makeup Journal. Ég vona svo sannarlega að ykkur lítist vel á þessa nýbreitni á síðunni minni og ég vona innilega að þið sem eruð á sama aldri og þær – eða eigið jafnvel dætur á sama aldri og þær – geti nýtt ykkur ráðleggingar frá þeim og haft gaman af þeirra skrifum – ég er alla vega mjög spennt. Systurnar fylgjast ótrúlega vel með því sem er að gerast í heimi tísku og förðunar og þær hafa oft sagt mér fréttir sem ég hafði bara ekki hugmynd um – þær koma inn með ferskan blæ á síðuna og ég býð þær velkomnar!

Mig langaði að kynna ykkur aðeins fyrir þeim og til þess sendi ég þeim nokkrar spurningar til að svara og innan skamms birtist svo fyrsta færslan þeirra :)

Nafn: Ragnheiður Lilja Ívarsdóttir
Aldur: 15 ára
Áhugamál: Mér finnst mjög gaman að fylgjast tískunni og vera með vinum og fjölskyldu.

Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir:

Mamma er fyrirmyndin mín og Zendaya.

Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tísku/snyrtivörum?

Síðan ég var yngri fannst mér mjög gaman að koma í vinnuna hennar mömmu þegar hún var að mála aðra og dreymdi um að verða það sama og hún. Mér fannst tísku heimurinn eitthvað svo spennandi og hef alltaf verið þannig frá því ég man eftir mér.

Hverjar eru uppáhalds snyrtivörurnar þínar?

Ég myndi segja að Babylips og eos varasalvanir séu alveg æðislegir á veturnar. Og svo er það maskarinn frá Maybelline Rocket Volum Express sem ég er alveg að elska. Og bb-cream hjá maybelline sem heitir Dream Fresh og er mjög gott á veturnar því það gefur mjög góðan raka og er auðvelt að bera á sig og Super Stay púður sem er einnig frá maybelline að því að það er mjög þægilegt og endist mjög lengi.

Hvaða flík er ómissandi fyrir veturinn?

Þægilegar og miklar peysur við svartar buxur eða leggings eru mínar ómissandi fíkur fyrir veturinn. Ef þú ert að fara til dæmis í skólan er hægt að nota trefill með, en til að gera það fínna þá er flott að setja fallegt hálsmenn með og maður er tilbúin. Líka það sem er alveg ómissandi er dökkar varir, það gerir allt fínna og er tilvalið fyrir veturinn

Nafn: Rebekka Rut Ívarsdóttir
Aldur: 13 ára
Áhugamál: Leiklist, Snyrtivörur og vera með vinkonum og fjölskyldu.

Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir:

Michelle Phan, Bethany Mota og mamma mín

Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tísku/snyrtivörum?

Ég held að áhuginn minn hafi byrjað mjög snemma , Mamma segir alltaf þessa sögu um mig þegar ég var lítil og við vorum að fara í búðina þá vildi ég alltaf mera með varalit algjört must. Líka umhverfið sem ég er alin uppí. Mamma er Makeup Artist og ég var alltaf með henni í vinnunni þegar hún var að farða fyrir tímaritin og fleira. Útaf því fékk ég mikinn áhuga á Snyrtivörum og tísku.

Hverjar eru uppáhalds snyrtivörurnar þínar?

Mér finnst alltaf svo flott að hafa augabrúnirnar náttúrulegar en flottar þess vegna finnst mér gimme Brow frá Benefit virka mjög vel. Ég er með þurra húð sérstaklega á veturnar þess vegna finnst mér dream fresh bb – kremið frá Mabelline mjög gott. Það gefur góðan raka frá sér og passar fyrir allar húðgerðir. Nýja uppáhaldið mitt er hyljari frá Maybelline sem heitir dream lumi touch hann er mjög góður í að hylja bauga og bólur.

Hvaða flík er ómissandi fyrir veturinn?

Töff vetrarkápur, svört flott stígvél og kozy peysur.

Ég býð þessar dásamlegu dömur kærlega velkomnar og ég hlakka til að fylgjast með þeim og færslunum sem þær koma til með að skrifa á næstunni. Fyrst eru það nokkrar hátíðarnýjungar sem skvísurnar ætla að taka fyrir og má þar helst nefna One Direction förðunarkassana sem eru nú komnir í verslanir og myndu ábyggilega gleðja margar dömur.

EH

Myndirnar af stelpunum tók Rut Sigurðardóttir fyrir tímaritið Júlíu

Hátíðarlínan frá MAC: Heirloom Mix

Ég Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirLúkkMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í Makeup-i

Áfram held ég umfjöllunum mínum um hátíðarlínur merkjanna hér á Íslandi. Nú er komið að hátíðarlínunni frá MAC. En á hverju ári kemur sérstök hátíðarlína og með henni koma gjafasettin og makeup kittin en allar þessar línur eru að mæta í verslanir MAC á Íslandi á morgun!

Vörulínan í ár með stöku vörunum nefnist Heirloom Mix. Línan inniheldur fallega liti og einkennist af glamúr og glys en umbúðirnar eru sérstaklega flottar en þær eru svartar og þaktar með örfínum glimmerögnum sem gerir það að verkum að vörurnar úr línunni eru ennþá flottari og skera sig úr við hlið annarra vara frá MAC.

Ég fékk þrjár vörur úr línunni til að prófa og hér sjáið þið hátíðarfarðanirnar sem ég gerði með þeira hjálp…

heirloommix15

Vörurnar þrjár sem ég fékk sjáið þið á myndinni hér fyrir neðan en neðar í færslunni finnið þið allt um vörurnar, nöfnin á litunum, áferðina og hvernig ég notaði þær.

heirloommix2

Tökum fyrst fyrir glossinn og augnskuggann. Ég er með sama augnskugga á öllum myndunum ég skipti bara á milli þess að vera með glossinn og varalitinn.

heriloommix9

Glossarnir í línunni eru Cremesheen Glass en þeir eru með svona hint af lit og miklum glansi. Í glossinum eru örfínar glimmeragnir sem endurkasta birtu fallega frá sér. Mér finnst glossin alveg virka ein og sér en ég er gædd þeim dásamlega kæk að ég get ekki hætt að naga á mér varirnar – svo mínar eru ekkert sérstaklega jafnar af lit. En ég vildi samt sýna ykkur hvernig liturinn kemur út á mér. Cremesheen glossin eru mjög áferðafalleg og glansandi en þau eru alls ekki klístruð og þau eru heldur ekki svona gloss sem leka til svo þau virka einmitt ein og sér eða bara yfir fallegan varalit.

heirloommix6

Glossinn sem ég er með heitir Social Season og augnskugginn er Pressed Pigments litur Prim and Proper. Ég er alltaf voðalega hrifin af því hvernig bleikur og metalgrár fara saman – þetta eru litir sem mér finnast passa svo vel saman!

heirloommix5

Pressed Pigments aungskuggarnir eru mínir uppáhalds augnskuggar frá merkinu. Ég hef áður sýnt ykkur þessa tegund af augnskuggum – PRESSED PIGMENTS Á RFJ. Yfirleitt þegar ég hef verið að nota Pressed Pigments augnskugga hef ég sett krem augnskugga yfir augnlokið fyrst til að grunna augun en hér setti ég bara smá dökkgráan eyeliner uppvið augnhárin, smudge-aði hann létt svo það kæmi bara smá skuggi og bjó til nokkur konar smoky augnförðun með augnskugganum.

heirloommix7

Varaliturinn sem ég er með heitir No Faux Pas og ég er sérstklega hrifin af því hvernig hann glansar – sjáið hvernig flassið lýsir miðju varanna upp! Ég er ekki með neitt annað en varalitinn fyrir utan glæran varablýant sem ég er með undir vörunum til að jafna yfirborð þeirra.

heirloommix4

Ég er bara alveg dolfallin yfir þessum fallega varalit sem gefur matta og sérstaklega litsterka og glansandi áferð eins og þið sjáið.

heirloommix

Heirloom Mix línan mætir í verslanir MAC á morgun – ekki láta þessa línu framhjá ykkur fara, hér fyrir neðan tók ég saman myndir af fleiri vörum úr línunni fyrir ykkur til að sjá.

Ég er voða vanaföst en mér finnst alltaf möst að eiga varalit úr hátíðarlínu MAC – ég er mjög ánægð með litinn sem ég fékk og ég mæli eindregið með honum. Liturinn fer mér bara ágætlega (eða það finnst mér alla vega) og hann hefur vakið mikla hrifningu nú þegar á facebook síðu bloggsins míns og á Instagramminu mínu þar sem ég frumsýndi sýnishornin mín og lúkkið í gær. En ef þið eins og ég eruð hrifnar af dekkri varalitum þá ættuð þið að líta eftir litunum Rebel og Tribalist – þeir eru trylltir!!!

Hátiðarlínan er alltaf fljót að fara svo verið mættar á góðum tíma því flottustu vörurnar eru alltaf fyrstar til að hverfa úr standinum.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Fallegur hátíðarkjóll!

Ég Mæli MeðLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Á morgun er deitkvöld hjá okkur Aðalsteini, ég er ótrúlega spennt að fá að eyða kvöldinu með manninum mínum, bara við tvö eftir miklar vinnuvikur og veikindi hjá mér og Tinna Snæ. Við ætlum að byrja á því að fara á Kopar og fá okkur að borða og rölta svo yfir í Hörpu og sjá Hnotubrjótinn með St. Petersburg Festival Ballet sem verður dansaður í takt við tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Við keyptum miðana fyrir nokkru síðan og ég festi strax augastað á fallegum kjól sem við fengum inní Vero Moda fyrir stuttu síðan. Ég stóðst ekki mátið og keypti hann fyrir tilefnið, en þó ég sé ekki mikið fyrir að vera í þröngum kjólum þá kallaði þessi nafnið mitt og ég hlakka dáldið mikið til að klæðast honum við fallega hæla og hátíðlega förðun.

vmkjoll3

Kjóllinn er alveg svartur en gylltar agnir mynda rendur þvert yfir kjólinn. Efnið er frekar þunnt og teygist vel svo ég sé fyrir mér að þessi verði mjög þægilegur og hann er tilvalinn til að nota meira yfir hátíðirnar.

vmkjoll

Tvær nærmyndir….

vmkjoll2

Þessi er fullkominn fyrir deitkvöldið okkar á morgun – finnst ykkur ekki ;)

Ef ykkur vantar fallegan kjól fyrir hátíðirnar þá ættuð þið endilega að kíkja til mín og okkar inní Vero Moda Smáralind í dag. Í dag fögnum við jólunum með Smáralind og öðrum verslunum við verðum með nokkur æðisleg jólatilboð og svo er 15% afsláttur af öllum kjólum – það eru þrír svona eftir ;)

Kíkið endilega á mig – ég aðstoða eftir bestu getu!

Auk þess að sýna ykkur kjólinn langaði mig loksins að ná að setja inn nöfnin á nýjum eigendum Jóladagatals fjölskyldunnar…

Screen Shot 2014-11-20 at 12.31.50 AM Screen Shot 2014-11-20 at 12.31.42 AM Screen Shot 2014-11-20 at 12.31.30 AM Screen Shot 2014-11-20 at 12.31.20 AM Screen Shot 2014-11-20 at 12.31.09 AM

Innilega til hamingju dömur, takk kærlega fyrir þáttökuna og takk fyrir að deila með mér og lesendum ykkar sögum. Dagatölin getið þið nálgast hjá Þóru Hrund og Erlu á skrifstofunni þeirra í Austurstræti 12 :)

EH

Varalitadagbók #25

Bobbi BrownÉg Mæli MeðKæra dagbókNýtt í SnyrtibuddunniTrendVarir

Kæra dagbók og lesendur, í dag langar mig að sýna ykkur einn alveg dásamlega fallegan og ekta 90’s og Kylie Jennar varalit – eða er það ekki liturinn sem allir vilja í dag ;)

Varaliturinn er úr uppáhalds varalitalínunni minni – þessir litir eru sko uppáhalds uppáhalds, áferðin, endingin, litirnir – allt fær fyrstu einkunn í mínum bókum og ég held þetta sé litur númer 7 í safninu af Creamy Matte varalitunum frá Bobbi Brown.

warmnude

Varaliturinn er hlýr og brúntóna, liturinn er sérstaklega þéttur og flottur eins og þið sjáið vel á myndinni en hann er samt alls ekki þykkur eða of þungur á vörunum – það er enginn svona týpískur varalitabragur yfir þessum fallega lit.

warmnude4

Creamy Matte Lipstick í litnum Warm Nude frá Bobbi Brown

Hér sjáið þið litinn sjálfan sem kemur í klassískum svörtum umbúðum með hvítu Bobbi Brown logo-i. Lagið á varalitnum er kúpt og hann er skáskorinn, liturinn er ekki svona mótaður eins og flestir varalitir en þetta er einn af kostunum við þennan varalit – eða það finnst mér alla vega. Mér finnst þægilegra að bera svona varaliti á varirnar heldur en þessa típísku – ég næ að móta varirnar miklu betur og með varalitnum sjálfum.

warmnude3

Þetta er hinn fullkomni 90’s varalitur og með því að lýsa varalitinn upp með hjáp highlighters eða gloss þá náið þið vörunum hennar Kylie Jenner á einfaldan hátt. Ég hef áður sýnt ykkur varalitinn HÉR en þá var ég aðeins búin að gefa vörunum ljóma.

Varaliturinn er í Smokey Nudes línunni frá Bobbi Brown en ásamt þessum lit eru þrír aðrir mattir nude litir í línunni sem þið ættuð að kíkja á ef ykkur vantar nýja nude lit ;)

FACEBOOKSÍÐA BOBBI BROWN Á ÍSLANDI

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Viltu hárréttan lit af farða?

Estée LauderFarðarHúðNýjungar í Makeup-i

Ég rakst á fréttir á facebook um mjög skemmtilega þjónustu sem verður í boði fyrir gesti Hygeu í Kringlunni á morgun, fimtudag, og föstudag. Þá verður þar hún Alda snyrtifræðingur hjá Estée Lauder og hún ætlar að bjóða uppá heldur óvenjulega þjónustu.

Alda verður með stafræna myndavél sem heitir I-Match Foundation Finder sem finnur réttan lit á farða, hyljara og púðri á nokkrum sekúndum.

Hvernig virkar I-Match?
Byrjað er á að þrífa húðina en það svæði sem á að mynda verður að vera alveg hreint. Teknar eru myndir af þremur ólíkum stöðum á andlitinu til að fá réttan litatón því húð okkar er ekki eins yfir allt andlit.
Estée Laudeer er með alla sína farða, hyljara og púður í gagnagrunni myndavélarinnar og þegar hún hefur greint litatón húðarinnar gefur hún upp númer á réttum lit fyrir viðkomandi húð. Einnig er hægt að slá inn í vélina hvort verið er að leita eftir þekjandi farða, léttum- eða ljómafarða. 

Mér finnst þetta algjör snilld og mig langar mikið að prófa þetta og sjá hvaða litur og hvaða farði hentar mér, ég er nú alltaf hrifin af ljómandi förðum eða förðum í léttari kantinum. Ég hef ekki mikið prófað farðana frá Estée Lauder svo ég hefði mjög gaman af því að sjá hvaða farða myndavélin myndi mæla með fyrir mig.

En ég var reyndar að fá sýnishorn um daginn af nýjum farða frá merkinu sem ég á eftir að prófa betur, ég er bara aðeins búin að prófa hann á handabakinu og svona. Farðinn heitir Perfectionist Youth Infusing Makeup og er með SPF 25. Það fyrsta sem maður tekur eftir með farðann er hvað hann er ótrúlega léttur og fljótandi – ég átti einhvern vegin von á að hann væri aðeins þykkari í sér en hann líkist meira förðum sem önnur merki hafa verið að senda frá sér undanfarið. Farðinn á fyrst og fremst að leiðrétta litarhaft húðarinnar, með honum birtir yfir húðinni, hann fullkomnar litarhaftið og leyfir ykkar andlitsbyggingu að njóta sín með því að ýkja skygginar og highlighta svæði húðarinnar – þetta er eiginleiki sem ég hlakka til að testa sjálf. Farðinn er auk þess olíu og ilmefnalaus.

esteefarði copy

Annars er það að frétta af merkinu að þar er nú komin ný fyrirsæta – engin önnur en Kendall Jenner sem virðist gjörsamlega vera að sigra fyrirsætuheiminn um þessar mundir og virðist vera að ná að gera það á sínum eigin verðleikum. Ég verð að segja að ég er mjög hrifin af þessari breytingu hjá merkinu og frábær leið til að kynna merkið fyrir ungum konum.

Hér sjáið þið Kendall bera á sig einn af litsterkustu varalitunum sem þið fáið – Pure Color varalitur frá Estée Lauder.

tumblr_nf5bgascnY1qjih1yo1_500

En aftur að húðtónamælingunni þá dauðlangar mig að mæta og ég ætla að reyna að gera það ef tími vinnst á föstudaginn. Ef ykkur langar eins og mig að finna ykkar fullkomna lit af farða þá mæli ég með því að þið kíkið líka við því mælingin er frí og það þarf ekki að panta tíma.

Eitt það mikilvægasta að mínu mati er að vera með réttan lit af farða og með farða sem hentar húðinni manns. Það er vel hægt að koma í veg fyrir það að vera með grímu af völdum þess að velja vitlausan lit og ef þið hafið verið í vandræðum með val á lit er þetta gott tækifæri til að leiðrétta það :)

EH

FACEBOOKSÍÐA ESTÉE LAUDER Á ÍSLANDI

FACEBOOKSÍÐA HYGEU

Í sjónvarpinu mínu…

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Það leiðinlegasta sem ég geri er að vera veik heima… – eitt það tilgangslausasta sem til er og fer óendanlega í taugarnar á mér þegar líkaminn segir stopp við mig – í dag er einn af þeim dögum. Þá er lítið annað að gera en að taka upp tölvuna og horfa á nokkra vel valda þætti. Ég hef stundum lagt í vana minn að deila mínum uppáhalds sjónvarpsþáttum með lesendum en það er dáldið síðan síðast. En þar sem ég ligg í veikindabælinu datt mér í hug að fleiri deila þeim aðstæðum með mér í dag því miður svo ég verð að segja ykkur frá uppáhalds þáttunum mínum þessa stundina…

Eitt af því sem er í uppáhaldi hjá mér við haustin er að uppgötva nýja sjónvarpsþætti. Venjulega byrja ég á því að gera lista yfir alla nýju þættina, tek test á þeim öllum og svo sigtast smám saman úr listanum. Nú er aðeins liðið á þessa þætti sem voru frumsýndir snemma í haust og það eru tveir sem standa framar öllum.

Jane the Virgin

janetv

Þetta er í alvörunni uppáhalds þátturinn minn í dag – algjör guilty pleasure þáttur. Þetta er endurgerð á spænskri sápuóperu sem fjallar um Jane sem er hrein mey, Jane fer í heimsókn til kvensjúkdómalæknis og óvart af mjög svo undarlegum ástæðum fer hún þaðan ólétt af barni yfirmanns síns – þetta er ekki spoiler ég lofa – það er svo mikið, mikið, mikið meira og þetta eru stórkostlegir þættir sem ég býð spennt eftir að sjá í hverri viku.

How to get Away with Murder

how-to-get-away-with-murder-1-w724

Tvö nöfn – Shonda Rhimes og Viola Davis – þegar þessar konur koma saman getur útkoman ekki verið önnur en stórkostleg. Viola leikur hér lagaprófessor og við fylgjumst með henni og hennar aðstoðarmönnum og nemum verja seka og saklausa í réttarsal. Þættirnir fara fram og aftur í tíma og morð sem framið var á skólalóðinni er gegnum gangandi í gegnum þættina og svo er framið annað morð sem tengist því en við erum ekki enn búin að fá að vita hver framdi það og afhverju þó ég hafi mína skoðun á málunum. Þið verðið alveg húkkt eftir fyrsta þátt því lofa ég. Ef þið vitið ekki hver Shonda Rhimes er þá er það konan á bakvið Greys og Scandal – halló snillingur!!

Ef þið eruð svo með SkjáEinn þá verða báðar þessar þáttaraðir í sýningu þar – Jane the Virgin byrjar núna í lok nóv ef ég man rétt og How to get Away with Murder stuttu seinna. Ég er með rásina og ætla klárlega að horfa aftur á þættina þar, þeir eru það góðir!

Sendi batakveðjur og knús á þá sem deila mínum ömurlegu aðstæðum – vona að þið náið ykkur fljótt!!

EH

Hátíðarlínan frá Dior: Golden Shock

DiorÉg Mæli MeðFallegtJól 2014JólagjafahugmyndirLífið MittNýjungar í Makeup-i

Þið vitið ekki hversu mikla hamingju það veitti mér að fá þær fréttir að hátíðarlína Dior yrði loksins fáanleg fyrir þessi jól á Íslandi! Merkið er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef alltaf heillast af hátíðlegum brag hátíðarlínunnar. Allt er lagt til, litir, áferð og umbúðir og allt svo ótrúlega fallegt!

Gull einkennir línuna í ár en henni fylgir smá svona nostalgíu fílingur sem er mjög sterk tilfinning að mínu mati og því heillast ég sérstaklega mikið af þessari línu. Mig langaði að sýna ykkur vörurnar úr línunni og segja ykkur aðeins frá því hvað mér finnst um þær :)

holiday2014_dior001

Golden Shock inniheldur tvær mismunandi augnskuggapallettur. Augnskuggarnir frá Dior voru nýlega teknir í gegn en formúlan er talsvert betri en áður sérstaklega þegar kemur að endingu og styrkleika.

Dior-Golden-Shock-Eyeshadow-Palette

046 Golden Reflections

Eftir langa umhugsun myndi ég kaupa mér þessa og ég er alvarlega að íhuga að fara að næla mér í hana á eftir en í dag er síðasti dagur Tax Free í Hagkaupum. Litasamsetningin er mjög skemmtileg og ég held að heildarlúkkið með þessari pallettu verði mjög fallegt. Mér finnst þessir litir ólíkir öðrum sem ég á frá Dior og því fullkomin viðbót í safnið.

5-COULEURS-756-GOLDEN-SHOCK

756 Golden Shock

Hér eru það þó klassískir plómulitir með gylltum tónum – hrikalega flottir tónar og gyllti liturinn gerir pallettuna mjög hátíðlegar!

holiday2014_dior008

Diorific – naglalökk

Uppáhalds vörurnar mínar í þessari línu. Ég fékk tvo liti sem sýnishorn þessa tvo sem eru vinstra megin en svo fór ég og keypti mér annan lit fyrir helgi. Hann vantar reyndar á þessa lit og er svona djúpur dökkur litur – æðislega flottur! Naglalökkin eru auðvitað frábær en reyndar er það gamli pensillinn sem er í þeim – ekki þessi breiði sem er í nýjustu lökkunum.

holiday2014_dior006

Dior Addict gloss – Limited Edition

Glossin einkennast líka eins og aðrar vörur í línunni af gylltum tónum. Glossin gefa ótrúlega flotta gyllta áferð – annað er alveg ljóst og er án efa mjög fallegt yfir aðra varaliti hinn er með léttum bleikum tóni. Dior Addic glossin eru ein af mínum uppáhalds glossum hjá merkjunum hér á Íslandi, pakkningarnar, pensillinn og formúlan eru æðisleg!

holiday2014_dior007 Diorific varalitir – limited edition

Vintage pakkningarnar utan um þessa varaliti gefa mér gæsahúð – þeir eru fullkomnir og svo fallegir. Varalitirnir eru tvískiptir, öðrum megin er litur og hinum megin er sanseraður ljós litur í sama tón og sá dekkri. Hugmyndin með þessari tvískiptingu er að nota ljósari litinn til að highlighta þann dekkri. Svo er auðvitað líka bara hægt að nota þá í sitthvoru lagi. Ég er langhrifnust af þeim dekksta sem er lengst til hægri – hann er æði!

Mæli eindregið með þessari fallegu og dásamlegu hátíðarlínu – pakkningarnar einar og sér selja mér vörurnar :)

EH

Anastasia vörurnar eru komnar!

Ég Mæli MeðJólagjafahugmyndirmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNetverslanirNýtt í SnyrtibuddunniShop

Ég leit við núna í hádeginu til hennar Karin vinkonu minnar sem er með nola.is vefverslunina. Tilefnið var að kíkja á nýju vörurnar hennar frá Anastasia Beverly Hills en vörurnar eru þær þekktustu í heimi augabrúna og þykja líka þær bestu. Ég var eins og lítil smástelpa og greip mér strax tvær vörur sem ég varð að eignast – Contour pallettuna og stóru augabrúna pallettuna sem er mun nýtast mér vel í vinnunni.

Ég var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og langar aðeins að sýna ykkur vörurnar sem vöktu hrifningu mína….

anastasia12

Hér sjáið þið standinn sem Karin er með hjá sér – þetta er auðvitað bara tryllt og þið getið auðvitað komið að skoða vörurnar og passað uppá að liturinn henti ykkar litarhafti og augabrúnum. Passið bara að hringja á undan ykkur svo hún sé örugglega við en allar upplýsingar finnið þið neðst á nola.is.

anastasia11 anastasia10 anastasia6

Dip Brow gelið er ein vinsælasta varan frá Anastasia og þetta er litur sem er einfaldur í notkun. Það er líklega best að nota bara skáskorinn mjóan bursta og strjúka litnum létt í gegnum augabrúnirnar. Þetta er varan sem mér finnst langflestir makeup artistarnir sem ég fylgist með á Instagram vera að nota frá merkinu.

anastasia7

Glært gel sem gerir hvaða förðunarvöru sem er vatnhelda, það má nota þessa með augnskuggum, maskara, eyeliner, varalit – bara öllu. Þetta er vara sem ég þarf að prófa betur við tækifæri.

anastasia8

Serum sem á að auka hárvöxt augabrúnanna – halló er þetta ekki snilld!

anastasia3

Mér finnst þessi tvöfaldi blýantur mjög spennandi – öðrum megin er hyljari en hinum megin er highlighter. Fullkominn til að móta umgjörð augabrúnanna.

anastasia4

Svona lítil skæri eru ómissandi í kitt allra förðunarfræðinga og líka ómissandi ef þið eruð mikið með gerviaugnhár því það þarf alltaf að klippa þau til svo þá er betra að vera með svona lítil skæri en stór eldhússkæri.

anastasia9

Augbrúnastenslar – hefur einhver ykkar prófað svona, ég hefði mjög gaman af því að heyra af reynslunni. Sjálfsagt flýta þessir fyrir vinnunni manns. Ég er aðeins búin að fikta í testernum af þessum og þeir lúkka mjög vel, ekki of stífir en ekki of lausir.

anastasia5

Plokkari frá augabrúnadrottningunni hýtur að vera einhver snilld – orðið á götunni er að með þessum er einfalt að ná þessum ósýnilegu hárum sem leynast í kringum augabrúnirnar.

anastasia

Stóra augabrúnapallettan er búin að vera á óskalistanum mínum lengi – nú er hún loksins mín og ég er svo glöð með að hafa geta keypt hana hér á Íslandi. Þetta merki er frábær viðbót í flóruna hér á landi og snilld að þurfa ekki að sitja heima og bíða í nokkra daga eftir að vörurnar komi. Þessi palletta er fullkomin fyrir förðunarfræðinga því með henni er hægt að móta allar augabrúnir – án gríns!

anastasia2

Svo keypti ég líka Contour pallettuna og ég hlakka mikið til að nota hana og ég lofa að sýna ykkur útkomuna sem fyrst. Ég þarf fyrst að leggjast aðeins yfir sýnikennsluvideo og læra almennilega á hana :)

 

Ef ykkur líst vel á þessar vörur þá er þetta bara brot af vörunum sem ég er að sýna ykkur hér. Inná nola.is eru allar vörurnar þið getið séð þær með því að smella á þennan link:

ANASTASIA BEVERLY HILLS Á NOLA.IS

Til hamingju Karin mín****

EH

FACEBOOKSÍÐA NOLA.IS