Reykjavik Fashion Journal

Detailar í herberginu hans Tinna Snæs

Fyrir HeimiliðLífið MittTinni

Herbergið er nú ekki alveg orðið eins og ég vil hafa það, enn vantar hirslur undir allt dótið sem liggur útum öll gólf, ný motta helst loðin og græn er á óskalistanum og svo á eftir að setja upp myndavegg og einhverjar hillur fyrir bækur og smámuni. Mig langaði þó að sýna ykkur smá af því sem er komið. En mér finnst mjög mikilvægt að herbergið sé skreytt litríkum og fallegum hlutum þar sem veggirnir, rúmið og kommóðan eru alveg hvít. Þannig vild ég reyndar hafa það til að geta leyft litríku hlutunum hans Tinna að njóta sín.

tsherbergi12

Fallegir skýjalímmiðar frá FORM Límmiðar bættust við skreytingar herbergisins og við Aðalsteinn vorum að hlæja að því að herbergið væri farið að líkjast dáldið mikið herberginu hans Adda úr Toy Story með þeim – sem er ekkert verra. Það verður líka bara flottara þegar Viddi og Bósi koma uppúr jóla- og afmælispökkunum hans Tinna í ár :)

tsherbergi11

Þið hafið nú þegar fengið að sjá pælinguna mína með stafaborðann en um leið og fyrsti snjórinn fellur fær hann smá yfirhalningu. HÉR getið þið séð færsluna um hann en ég fékk minn á petit.is.

tsherbergi10

Stafaborðann festi ég bara upp með límbandi en mig vantar endilega hugmynd til að gera það öðruvísi ef þið lumið á þeim endilega látið mig vita. En þar sem ég ætla að breyta honum reglulega gæti reynst vesen að festingarnar séu alltaf á sama stað.

tsherbergi8

Fallegi múmínóróinn er kominn upp í glugganum – ég veit þó ekki hvort hann fái að vera þar alltaf en hann tekur sig þó vel út þar í bili.

tsherbergi7

Dásamlega rúmteppið sem fylgdi pabba mínum og bræðrum hans frá því þegar elsti bróðir pabba fæddist. Mér finnst þessi sæti hundur sprengja alla krúttskala!

tsherbergi5

Ofan á kommóðunni bíða fallegar myndir meðal annars frá Pastelpaper eftir að komast uppá vegg. Flottu pappírsdýrin fékk Tinni í nafnagjöf frá frænkum sínum en mig langar helst að raða þeim í fallega hillu uppá vegg með bókum og öðrum smámunum.

tsherbergi4

Á myndavegginn fara að sjálfsögðu líka Múmínálfa myndir en ég rammaði inn nokkur krúttleg póstkort með myndum af fjölskyldunni í hvíta IKEA ramma.

tsherbergi3

Þessi litli snáði er algör gersemi en mágkona mín heklaði hann eftir teikningu af hjálparsveinum Gru í Aulinn ég. Tinni heldur mikið uppá myndina og þessi bangsi er auðvitað algjört meistaraverk eftir þessa hæfileikaríku skvísu sem gefur út sína fyrstu bók núna í október. Bókin heitir Slaufur og inniheldur uppskriftir af alls konar flottum prjónuðum slaufum en Tinni Snær situr fyrir ásamt litla bróður mínum.

tsherbergi

Karlmennirnir í minni ætt eru mjög uppteknir af Star Wars svo ég er það að sjálfsögðu líka og þekki myndirnar fram og tilbaka þó svo þær eldri verði alltaf í meira uppáhaldi en þessar nýrri. Foreldar mínir færðu Tinna Svarthöfðabúning síðast þegar þau komu frá USA – Tinni í búningnum er bara aðeins of krúttlegt!

tsherbergi2

Fallegu skýjin setja svo sannarlega skemmtilegan fíling yfir herbergið og ég er svo mikið að vanda mig að raða þeim í jafna röð og passa að hafa jafnt bil á milli. Mér finnst líka svo skemmtilegt að hafa þau fyrir ofan rúmið hans gerir svona fallega draumastemmingu.

tsherbergi6

Límmiðana er hægt að fá í alls konar gerðum og litum og þið getið fundið þá HÉR. Þeir eru ekki bara flottir í barnaherbergi heldur líka inní stofu, inní svefnherbergi og inní eldhús. Frábær leið til að fríska uppá hvíta veggi og lífga uppá rými :)

Lofa svo að sýna ykkur meira þegar herbergið er komið lengra.

EH

Galdrar að verki!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittSnyrtivörur

Vá hvað ég er ekki í stuði fyrir þetta veður. Dagurinn minn einkennist af því að klára smáatriðin fyrir stóra verkefnið og það styttist í að þið fáið að vita allt um það – ef ykkur vantar að fá smá vísbendingar þá ættuð þið að fylgjast með mér á Instagram @ernahrund. Á meðan ég ligg hér uppí sófa og horfi á mína uppáhalds, Revenge, á Netflix finnst mér tilvalið til að skrifa færslu um galdra vörurnar mínar…

Ég fékk tækifæri til að prófa íslenskar snyrtivörur um daginn – þvílíkir galdrar í dós. Ég er alveg dolfallin yfir mætti þessara vara!

galdrar

Galdrarnir frá Villimey eru æðislegir. Ég fékk sýnishorn af þessum þremur og ég er sérstaklega hrifin af Vöðva og liða galdrinum sem hefur nýst mér vel eftir flutningana.

Þegar við vorum í framkvæmdum gerði ég ýmsa hlut sem ég er ekki vön að gera í daglegu lífi eins og að mála gólf. Eftir þau herlegheit tognaði ég ótrúlega illa í vöðva í lærinu og eftir að hafa bitið á jaxlinn í tvo daga mundi ég eftir kreminu góða, gróf það uppúr einhverjum kassa og nuddaði því yfir sára svæðið. Ég hefði varla trúað því en sársaukinn hvarf samstundis. Ég hélt áfram næstu daga að nudda kreminu yfir lærið og allt varð aftur eins og það átti að vera. Galdurinn má nota á öll svæði líkamans við svona leiðinda meiðslum og líka á skordýrabit skv. heimsíðunni.

Frá því Tinni fæddist hefur hann verið með ótrúlega viðkvæma húð og sérstaklega á bossanum. Ég hef prófað öll krem, tekið súra ávexti alveg frá – hann má ekki fá einn sopa af appelsínusafa þá brennur hann á bossanum, kremin virka alltaf fyrst en svo hætta þau að gera það. Vaselín hefur þó reynst best ásamt nú Bossa galdrinum. Bæði kremin eru vantsheld sem passa uppá að svæðið verði vatnsheld svo þó það komi smá piss í bleyjuna þá er rauða svæðið varið. Bossa Galdur róar húðina og með hjálp hans gróa minnihátta brunar.

Sára galdrinn hef ég ekki enn prófað á sjálfri mér en ég hef heyrt góða hluti um hann og mun grípa til hans næst þegar svo ber að. Hann er ekki bara hugsaður fyrir sár heldur líka t.d. sólarbruna.

Kremin frá Villimey fást í flestum apótekjum og Heilsuhúsinu t.d. ég mæli algjörlega með þeim eftir mína reynslu :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Innblásturinn fyrir nýju YSL augnskuggana

Á ÓskalistanumAugnskuggarÉg Mæli MeðFashionInnblásturNýjungar í Makeup-iYSL

Loksins, loksins, loksins eru nýju augnskuggapalletturnar frá YSL komnar í verslanir! Ég var bara búin að fá að sjá testerana og heillaðist samstundis af litasamsetningunum. Það sem heillaði mig þó mest var að hver og ein litasamsetning á sér sögu sem er að rekja til Yves Saint Laurent sjálfs og það er alltaf gaman að sjá þegar merki leita aftur til fortíðar við gerð á nýjum snyrtivörum. Svo er ég algjör sökker fyrir svona innblæstri og sérstaklega þegar sögurnar eru jafn heillandi og þessar sem þið getið lesið í þessari færslu.

Ég er nú þegar búin að prófa nýju augnskuggaformúluna í haustpallettunni sem þið sjáið HÉR hún er því miður ekki í föstu úrvali en hér sjáið þið litina sem eruð það og hver innblásturinn á bakvið þær er.

b0312efbd0cf4e6b833d826162926b8c

N°1 – Tuxedo
Ein fullkomin klassísk palletta. Maður verður að eiga einhverjar svona litasamsetningar þegar á að skella í dökka og kalda litasamsetningu. Hér er innblásturinn og nafnið vísun í það að allar konur eiga að sjálfsögðu að eiga eina fullkomna dragt í fataskápnum eða eins og Yves Saint Laurent sagði,

„For a woman, the tuxedo is an indispensable garment with which she finds herself continually in fashion, because it is about style, not fashion. Fashions come and go, but style is forever“
-YSL

5f56053564ec55773965863dee4ffb7e

N°2 – Fauve
Hér er enn eitt dæmið í nýju augnskuggapallettunum um klassíska litasamsetningu sem á alltaf við. Ég fýla í botn köldu tónana í brúnu litunum en ég er persónulega alltaf hrifnari af köldum brúnum litum heldur en hlýjum.

„For a trench coat lining or an evening gown, the fawn print is an iconic and timeless classic“
-YSL

442d99fc409c45daccb64e619da09b4a

N°3 – Affrique
Hér er innblásturinn og nafnið fengið frá línu sem Yves Saint Laurent gerði árið 1967 sem var vottur til framandi fegurðar. Línan var byggð upp af afhjúpandi blaktandi kjólum sem gerðir voru úr basti, skeljum og viðarperlum.

af9b62f8c74d2ac5894be5a60705b79e

N°4 – Saharienne
Innblásturinn fyrir þessa litasamsetningu er flík sem Yves Saint Laurent hannaði fyrir Vogue myndatöku en varð að einni af einkennisflíkum merkisins – ég hvet ykkur til að googla nafnið til að sjá hver flíkin er en litirnir eru svo sannerlega innblásnir frá henni. Mér sýnist líka á öllu að eitt sinn hafi ilmvatn frá merkinu verið nefnt í höfuðið á flíkinni.

571dd21911e4cec36cacb241a34ec619

N°5 – Surréaliste
Þessi litasamsetning endurspeglar YSL konuna, hún er tjáning djarfs kvenleika en kjarni konunnar er kynþokki, töfrar og heillandi fas hennar. Fjólublái liturinn einkennir margar hannanir merkisins þar á meðal er glasið fyrir Manifesto ilmvatnið.

6e482c7092344d2ac9164cc16cd8cd3e

N°6 – Rive Gauche
Hér er það nýjungagjörnu konurnar sem ættu að vera til í þessa liti – þeir eru alveg tilbúnir til að klæðast eða „ready-to-wear“ eins og lýsingin segir.

b71616a2008d684065dac0fc1d9f070d

N°7 – Parisienne
Parísarkonan er frjáls og nautnafull eins og þessir litir. Ég er alveg sjúk í þessa pallettu og hún er á óskalistanum eins og svo margar aðrar úr þessari línu!

3cfbb11e3948673f67ca7aa0c196b67e

N°8 – Avant-Garde
Þegar það að gerð lína af augnskuggum sem er innblásin frá tískuhúsi þá verður að vera ein svona ögrandi, fyrir konuna sem hræðist ekki neitt og er til í að vekja athygli.

1cc7e8322a7a41d487b2ea358b2faccf

N°9 – Love
Þessi palletta er á topp 3 óskalistanum mínum. Mér finnst litirnir bara alveg ómótstæðilegir! Innblásturinn fyrir þessa litasamsetninu er setning sem Yves Saint Lauren lét hafa eftir sér:

„I’m not a designer. I create happiness“
-YSL

48c60507fd0e2307d95cf6ee9957836a

N°10 – Lumiéres Majorelle
Já hér eru sko litir sem heilla, litasamsetningin minnir mig á pallettu sem var í haustlínu síðasta árs. Djarfir og ögrandi litir sem eru innblásnir frá garði sem ber nafnið Majorelle.

„For many years, I have found in the Jardin Majorelle an endless source of inspiration and I often dream of its unique colors“
-YSL

db312314c04118587b11b6a9af9ec759

N°11 – Ballets Russes
Þessa pallettu verð ég að eignast – ég verð bara að sjá hvernig litirnir blandast saman og hver útkoman verður. Ég heillast alltaf mest af óvenjulegum litasamsetningum og þessi finnst mér bara tryllt! Hér er ein palletta í viðbót þar sem innblásturinn er lína sem hönnuðurinn hannaði en nafnið er líka fengið frá henni.

„Some collections are very special to me, I feel an artistic joy“
-YSL

Ef þið rennduð í gegnum þetta þá sjáið þið að ég girnist mest dáldið skrítnar litasamsetningar og helst þessa bleiktóna – en það er um að gera að stíga aðeins útfyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt sérstaklega þegar um er að ræða svona æðislega augnskugga. Nýja formúlan er bara dásamleg og það er svo gott að vinna með skuggana og þeir blandast svo fallega saman. Litina má eins og mátti við eldri palletturnar nota bæði þurrar og blautar.

Girnist þið einhverja pallettu hér fyrir ofan – látið það eftir ykkur því þær eru á 20% kynningarafslætti í Hagkaupum til 1. okt!

EH

Sjúk í Stellu!

Ég Mæli MeðFallegtIlmirNýtt í Snyrtibuddunni

Ég veit ég er búin að skrifa endalaust um hana Stellu mína en ég get fátt annað þegar ég finn ilm sem ég verð alveg húkkt á. En í þetta sinn finnst mér ég ver aað enduruppgötva ilminn sem kveikti ekki í mér alveg jafn mikið og nú eftir andlitsupplyftinguna sem hann hefur fengið. Umbúðir skipta bara gríðarlegu máli þegar kemur að ilmvötnum og hér hafa þær verið betrumbættar en ekki ilmurinn sjálfur – hann er sá sami.

stella4

Hér sjáið þið mitt 30 ml glas sem er líka töskusprey – ekkert mál að hafa þetta í töskunni svo er tappinn alveg pikkfastur á svo það ættu ekki að verða nein slys. 30ml glasið er ólíkt því sem er 50ml en það er stærra og eins og það var alltaf nema fjólublái liturinn er nú orðinn meira útí plómu, búið að bæta við fallegri gyllingu og pakkningarnar orðnar plómulitaðar með gylltum doppum eins og þið sjáið á myndinni að ofan.

Með þessum breytingum fylgdi líka nýtt andlit ilmsins sem er Lara Stone en þið getið séð allt um það HÉR.

stella2

Þegar Stella bjó til þennan ilm vildi hún gera kvenlegan en elegant ilm sem gæfi konum orku og sjálfstraust til að vera þær sjálfar og eltast við sína drauma. Ilmurinn einkennist af enskri rós en Stella vildi að sterk tengsl hennar við landið sitt væru áberandi í ilminum. Svo ilmurinn er hennar – hann er innblásinn af þessari flottu og sterku konu og þá liggur augum uppi að hann heiti í höfuðið á henni.

Toppnótur:
Rósatónar ríkja með keim af mandarínu og fresíu.

Hjartanótur:
Hrein rós og bóndarós.

Grunnnótur:
Raf sem leikur á móti rósatónum og dýpkar þá.

stella

Svo skemmir ekki fyrir að pakkningarnar sem ég fékk alla vega eru áritaðar af Stellu sjálfri – þessar fara ekki í ruslið það er bara þannig ;)

Mæli með því að þið kíkið á hana Stellu mína, ég var búin að prófa ilminn á sjálfri mér áður en ég fékk mitt eintak af ilminum og ég kolféll fyrir henni. Ilmurinn endist svo vel á húðinni, enda Eau de Parfum, en hann endist líka svo góður á húðinni, hann fer mér alla vega mjög vel og ég fýla hann í botn bæði á daginn og á kvöldin.

EH

Ilmvatnið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

 

Fyrir & eftir með nýja farðanum frá Max Factor

Ég Mæli MeðFarðarHyljariMakeup ArtistMax FactorNýjungar í Makeup-iNýtt í Snyrtibuddunni

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að prófa nýja farða og sýna ykkur fyrir og eftir myndir. Góður farði getur gert svo mikið og ef það er einhver snyrtivara sem ég ætti erfitt með að vera án þá er það farði og þá helst ljómandi farði.

En það á einmitt við um nýja farðann frá Max Factor Skin Luminizer sem er nú kominn í verslanir ásamt hyljara í stíl. Serum farðinn frá merkinu er einn af mínum uppáhalds svo ég átti ekki von á því að þessi nýji myndi valda mér vonbrigðum – sem hann gerði líka ekki ;)

maxfactorfarði5

Til að sjá fyrir og eftir er auðvitað nauðsynlegt að vera með eina mynd þar sem ég er með alveg hreina húð. Eins og þið sjáið er ég með rauða díla hér og þar og sums staðar þarf að jafna lit húðarinnar – en þið sjáið vel að farðinn gerir einmitt það.

maxfactorfarði4 maxfactorfarði8

Hér sjáið þið farðann, Skin Luminizer – mér finnst umbúðirnar alveg æðislegar, gylltar og hátíðlegar og smellpassa fyrir afmæli merkisins. Eins og þið sjáið er hightlighterinn aðskildur frá farðanum í umbúðunum en þegar þið pumpið farðanum út þá blandast hann fallega saman við farðann. Ég nota Buffing burstann frá Real Techniques til að bera farðann á. Til að fá fallega áferð á litinn finnst mér nauðsynlegt að nota bursta í hann. Farðinn þornar líka fljótt, hann verður alveg mattur – alveg hreint ótrúlegt – og þá er gott að vera með burstann við hendina.

Hér sjáið þið svo húðina þegar farðinn er kominn á hana…

maxfactorfarði10

Mikill og fallegur ljómi – en húðin er alveg mött!

maxfactorfarði9

Á sama tíma og farðinn kom í sölu kom Eye Luminizer Brightener – ljómahyljarinn líka. Hann er léttari en farðinn en gefur þennan sama ljóma og þéttari þekju. Hann  þornar ekki eins hratt og farðinn og því í góðu lagi að nota bara fingurna. En ég notaði þó í þetta sinn Deluxe Crease burstann frá Real Techniques.

maxfactorfarði2

Á húðina bætti ég svo smá sólarpúðri og örlitlum kinnalit – maskarinn sem ég prófaði þarna í fyrsta sinn er Masterpiece Transform frá Max Factor líka og kom mér sérstaklega á óvart.

Burstinn er einfaldur og kemur skemmtilega á óvart. Brustinn er úr gúmmíi og stilkarnir eru alls ekki langir og vegna þess þykkir maskarinn augnhárin vel alveg frá rótinni og upp. Ég lofa að sýna ykkur hann betur á næstunni en ég vildi bara svona aðeins kynna ykkur fyrir honum – ég held hann sé nefninlega ekki kominn í verslanir svo þið fáið betri færslu þegar hann er kominn.

maxfactorfarði

Mér finnst áferðin í farðanum virkilega falleg og ég er alveg ástfangin af ljómanum. Liturinn og áferðin frá farðanum gefur húðinni virkilega heilbrigða áferð. Kosturinn við farðann er líka sá að það er óþarfi að nota púður með honum, hann verður alveg mattur svo þið sem eruð með olíumikla húð en viljið hafa heilbrigðan ljóma ættuð að skoða þennan.

Hyljarann nota ég svo til að fullkomna áferð farðans og set hann t.d. í kringum augun, varirnar og upp eftir nefinu.

maxfactorfarði6

Skemmtilegur farði frá Max Factor á góðu verði sem ætti að henta þeim sem vilja heilbrigða og ljómandi húð.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Spennandi verkefni…

ChanelLífið Mitt

Fyrir nokkru síðan var ég fengin í smá auglýsingatökur – ekki til að farða heldur til að sitja fyrir – heldur skemmtileg tilbreyting .)

canon2canon3

Vinir mínir út haustlúkki Chanel gegndu hlutverki props í myndatökunni enda er ég ekki þekkt fyrir annað en að vera hlaðin snyrtivörum í töskunni :)

canon

Útsýnið mitt en glöggir koma eflaust auga á að ég er staðsett inní IÐU bókakaffi við Tryggvagötu. Ég sit yfirleitt líka á þessum stað á þessu kaffihúsi sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hér er uppáhalds kaffið mitt Illy og frábær þjónusta. Trendnet taupokinn er svo að sjálfsögðu ekki langt frá mér.

Auglýsinguna rakst ég svo á (eða Aðalsteinn öllu heldur) á nútíminn.is núna í vikunni. Ég er svo sjúklega ánægð með þessa mynd – hressa pían sem er á uppáhalds kaffihúsinu sínu og frekar tönuð ;)

Screen Shot 2014-09-23 at 5.01.49 PM

Ég er búin að vera með Canon EOS 100D vélina núna síðan í vor og ég er alveg ástfangin af henni, hún er svo létt og þægileg og fer allt með mér – allt :) Mér finnst bæði nauðsynlegt að vera með góða myndavél fyrir bloggið og líka bara sem myndatökuóð móðir sem tekur mynd af öllu sem barnið hennar gerir!

Screen Shot 2014-09-25 at 1.55.08 PM

Ég, Canon og Chanel – gerist varla betra ;)

Það var hann Bernhard Kristinn ljósmyndari sem tók myndina. Hvernig líst ykkur á? – fyrsta auglýsingin sem ég sit fyrir í sem tískubloggari svo best sem ég man alla vega :)

EH

Nic’s Picks er á leiðinni!!!

Ég Mæli MeðFörðunarburstarMakeup ArtistNýjungar í Makeup-iReal Techniques

Ójá hvað Real Techniques safnarinn í mér er í alsælu þessa dagana! Ég er nefninlega búin að fá glænýja bursta í safnið sem eru í Nic’s Picks burstasettinu….

rtnp3

Hér sjáið þið fínu burstana mína, alveg glænýjir og tandurhreinir – komnir í standana sína (kertastjakar úr IKEA).

rtnp2

Þið sem þekkið kannski til burstanna ættuð þið að sjá að af burstunum fimm eru þrír glænýjir en af hinum tveim er einn nýr á Íslandi því Duo Fibre settið sem hann tilheyrir er ekki fáanlegt hér.

Nic er yngri systir Samönthu Chapman sem hannaði burstana upphaflega bara ein. En þar sem systurnar eru betur þekktar sem Pixiwoo systurnar kom nú lítið annað í mál en að þær skildu gera þetta líka saman. Í byrjun ársins kom Sams Favorites sett sem seldist svo hratt upp að það náðist ekki að panta það hingað en sem betur fer náðist að fá Nic’s Picks!!!

Burstarnir verða bara til í takmörkuðu upplagi svo þegar þeir koma í búðir eftir helgi hafið þá hraðar hendur því þessir klárast fljótt. Þeir eru til dæmis tilvaldir til að gefa í jólagjafir og það má nú alveg kaupa svoleiðis núna í október (það er í næstu viku;)).

Settið inniheldur (mínar myndir voru ekki nógu góðar svo ég fékk þessar hér fyrir neðan lánaðar á internetinu;))….

Real Techniques Nic's Picks Makeup Brush Set (8)

Duo Fibre Face Brush: Þessi er sumsé í Dou Fibre settinu, hann er flottur í grunnförðunina og gefur svona airbrush áferð á farða eða púður. Mér finnst best að nota þennan til að fullkomna áferða farðans, ég strýk honum yfir eftir að ég ef búin að buffa farðanum yfir allt andlitið og kem þá í veg fyrir a það séu einhverjar misfellur. Notið hvítu hárin til að fullkomna áferðina en þau svörtu til að dreifa úr farða.

Real Techniques Nic's Picks Makeup Brush Set (7)

Cheek Brush: Þennan er ég alveg að dýrka í botn og er eiginlega bara orðinn minn uppáhalds bursti strax!!! Áferðin frá honum er svo sjúklega þétt og flott en þessi minnir mig á uppáhalds Expert Face Brush nema bara stærri – hversu sjúkt!! Hann er hugsaður til að nota í púður, sólarpúður, kinnaliti og þess háttar en ég held að ég muni mikið nota hann í fljótandi farða.

Real Techniques Nic's Picks Makeup Brush Set (6)

Angled Shadow Brush: Hversu æðislegur bursti! Ég hef átt einn svona skáskorin léttan augnskuggabursta áður og ég nota hann ennþá þó ég sé eiginlega búin að skipta annars öllu settinu yfir í RT. En nú skipti ég honum út fyrir þennan – halló hvað ég er sjúkur aðdándi burstanna, þið verðið bara að afsaka ;) En burstinn er fullkominn til að gera djúpar skyggingar í globuslínuna og til að fullkomna áferð augnskuggans. Með honum á líka að vera auðvelt að gera augnfarðanir með mörgum mismunandi litum – hef ekki prófað það en ég geri það fljótlega.

Real Techniques Nic's Picks Makeup Brush Set (5)

Base Shadow Brush: Sá eini sem var til hér á Íslandi áður, þessi er auðvitað bara æðislegur í að setja augnskugga á, blanda litum og laga til skyggingar. Þennan nota ég líka mikið til að setja hyljara yfir andlitið en hann er eiginlega mini útgáfan af mínum uppáhalds Setting Brush.

Real Techniques Nic's Picks Makeup Brush Set (4)

Eyeliner Brush: Hér er svo loksins kominn alvöru skáskorinn eyelinerbursti sem ég held ég komi reyndar lítið til með að nota sem slíkan því hann er fullkominn til að móta augabrúnirnar. Burstinn er mjög mjúkur, alls ekki stífur og það er svo þægilegt að nota hann til að móta augabrúnirnar því liturinn sem kemur frá honum er svo jafn og flottur.

Ég er sko sjúk í burstana og ég verð eiginlega að eignast svona 4 sett í viðbót alla vega svo ég eigi nóg af hverjum bursta – hversu klikkað er það. Ég spurðist aðeins fyrir um sköftin á burstunum en þau eru úr áli en þau eiga þó ekki að verða svört, en ef þið eruð að geyma burstana í rakamiklu umhverfi eins og inná baði þá mæli ég með því að þið færið þá

En ef þið eruð jafn sjúkar og ég í burstana og viljið eignast þá bara helst í gær þá mæli ég með að þið skoðið Facebook síðu REAL TECHNIQUES eða MAYBELLINE. En ef þið verslið vörur frá Maybelline frá og með deginum í dag og til mánudags takið þá mynd af kvittuninni, setjið hana á Instagram og merkið með @realtechniquesburstar en eigendur 10 mynda munu fá Nic’s Picks að gjöf – ekki amalegt!!!

Hvernig líst ykkur á Nic’s Picks eruð þið jafn sjúkar í þá og ég?

EH

Helgin mín í myndum og orðum

Lífið Mitt

Ég verð að biðjast afsökunar á lélegri viðveru hér á síðunni – nýja verkefnið er að taka smá tíma frá þeim sem ég eyddi venjulega hér inná síðunni en það verður breyting á innan skamms – því lofa ég.

En mig langaði aðeins að sýna ykkur og segja frá helginni minni sem var mjög viðburðarrík og ég náði að gera alveg heilan helling!

Helgin byrjaði á einstaklega glæsilegu date kvöldi með Aðalsteini á Nauthól þar sem við gæddum okkur á smáréttum í forrrétt og æðislegum hvítlaukshumar í aðalrétt. Við rúlluðum eiginlega þarna út eftir að hafa setið í um tvo tíma og borðað – við höfum aldrei sjaldan setið jafn lengi á einhverjum veitingastað en það er bara svo gott að vera þarna. Við fengum frábær þjónustu líka og mér finnst alltaf mikilvægt að hrósa þegar fólk á hrós skilið og það á sko fólkið sem þjónaði okkur til borðs skilið að fá:)

Ég verð að vara ykkur við en þetta eru mjög girnilegar myndir sem eru hér fyrir neðan…

10711214_10152724031534666_1824971142_n 10668647_10152724031509666_174068729_n 10660419_10152724031479666_1023901776_n 10539224_10152724031484666_1034108804_n 10716135_10152724031454666_2100550524_n

Þegar ég sé humar á matseðli á ég erfitt með að geta valið nokkuð annað…

Dagurinn eftir byrjaði á skemmtilegri kynningu hjá dömunum sem eru að flytja inn Sigma burstana en þeir eru nú fáanlegri í vefversluninni fotia.is. Þær Heiðdís Lóa og Sigríður Elfa eru ekkert smá duglegar skvísur og flott hjá þeim að bæta við skemmtilegu merki við flóruna sem er nú þegar til hér á landi. Við stelpurnar sem vorum boðnar fengum smá glaðning frá þeim, bursta til að prófa og lökk frá Barry M sem ég sýni ykkur betur síðar.

Næst lá leið mín á tískudaga í Smáralind þar sem ég gekk á milli skemmtilegra snyrtivörubása þar sem var verið að kynna nýjungar frá merkjunum – ég stenst ekki svoleiðis. Svo var það tískusýning tískudaganna þar sem allt það nýjasta úr flestum verslunum Smáralindar var sýnd.

Þegar Smáralindin hafði lokað var komið að smá fjöri með stelpunum í VILA – fyrst var það stóra leyndarmálið en stelpurnar vissu ekki hvert leið okkar lá fyrst fyrr en við vorum komnar útá Álftanes í hattamátun og spá hjá Siggu Kling – þvílíkur snillingur sem daman er og við skemmtum okkur konunglega. Restin af kvöldinu einkenndist svo af sushi áti, Spice Girls og Backstreet Boys.

Screen Shot 2014-09-21 at 11.47.36 PM Screen Shot 2014-09-21 at 11.47.23 PM

Sunnudagurinn átti svo fjölskyldan mín en við héngum heima fyrir hádegi, lögðum okkur, fórum í skírn hjá nýjum sætum vini og enduðum svo kvöldið í ljúffengri máltíð með fjölskyldunni hans Aðalsteins.

Annars endaði helgin á því að ég lá uppí sófa í tölvunni og skrifaði eins og ég ætti lífið að leysa – það er allt að gerast þessa dagana og ég hlakka bara til vikunnar sem er framundan og ég er mögulega að hugsa um að fara að gera nýja verkefnið opinbert – samt ekki alveg strax en ég er nú þegar búin að kasta fram nokkrum hintum.

Besta við helgina var þó hún Sigga Kling sem gerði mér það fyllilega ljóst að ég er að gera hárrétta hluti á þessum tímapunkti í lífinu. Hún fann einhverja orku í kringum mig og vissi strax hverrar tegundar hún væri, hún gaf mér líka bara frábært orkubúst sem ég ætla að nýta mér í botn næstu vikurnar sem mun vonandi bara hjálpa.

Vona að ykkar helgi hafi verið jafn góð og mín***

EH

#minnburt – langar þig að vinna frítt flug til útlanda?

Burt's BeesÉg Mæli MeðLífið Mitt

Í ár á snyrtivörumerkið Burt’s Bees 30 ára afmæli og að því tilefni ætlar merkið hér á Íslandi að gleðja heppinn viðskiptavin með flugfar til lands að eigin vali með WOW air fyrir tvo. Mér finnst voða gaman þegar merki fagna stórum áfanga eins og afmælum með því að gleðja viðskiptavini sína og sérstaklega með svona flottum verðlaunum – hefði ekkert á móti því að fá svona sjálf en í staðin fæ ég og við á Trendnet að hjálpa þeim við að gleðja.

Til að eiga kost á að vinna flugmiðana þarftu að splæsa í vöru frá merkinu að eigin vali – sölustaðirnir eru eftirfarandi:

  • Lyf og Heilsu verslanir í Kringlu, Austurveri, JL húsinu og Apótekaranum í Hafnastræti á Akureyri
  • Lyfja: Smáralind, Smáratorgi, Lágmúla, Laugavegi og Keflavík.
  • Lyfjaver á Suðurlandsbraut.

Þegar þið eruð svo búin að splæsa í vöruna, skrifið þá nafn, síma og netfang aftan á kvittunina og setjið hana í þar til gert box sem þið finnið á þessum sölustöðum.

Smellið svo í selfie mynd af ykkur með nýju vöruna á Instagram og merkið hana með #minnburt og þið gætuð unnið! Við á Trendnet munum svo eftir eina viku draga úr öllum þessum innsendingum einn heppin viðskiptavin sem vinnur ferðina. Ef þið eigið nú þegar vörur frá Burt’s Bees smellið þá endilega myndum af þeim og ykkur á Instagram með sömu merkingu #minnburt og þið gætuð átt kost á að vinna glæsilega gjafakörfu frá merkinu :)

_P6A4921

Hér sjáið þið mig og #minnburts – þessi varasalvi er í uppáhaldi. Ég vann minn fyrsta Burts varasalva í leik á Facebook síðu merksins – Burt’s Bees Iceland – fyrir ábyggilega einu og hálfu ári síðan. Varasalvinn sameinar einmitt það sem ég vil, góða næringu fyrir varirnar, sterkan lit og dökkan lit.

Saga merkisins er mjög skemmtileg en hér getið þið séð söguna í þessu stutta og líflega video-i.

Burt’s er ábyggilega þekkt fyrir varasalvana sína sem eru æðislegir og ég elska tinted litina ég á líka einn nude litaðan sem er æðislegur. En svo ef þið eruð komnar á þann stað þá er auðvitað barnavörulínan þeirra alveg fullkomin fyrir viðkvæma ungbarnahúð.

Leikurinn stendur yfir frá 20. – 28. september svo skellið ykkur útá næsta sölustað splæsið í góðar vörur, setjið kvittunina í kassa og smellið af einni selfie. Ég hlakka til að fylgjast með myndunum þetta verður bara fjör!

EH

Nú er tímaskortur engin afsökun fyrir brúnkuleysi

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í Makeup-iSjálfbrúnka

St. Tropez er það merki sem ég mæli alltaf með þegar ég er spurð útí hvaða sjálfbrúnkuvörur ég mæli með. Svarið er einfalt því ég nota fátt annað en þær vörur þegar ég vil fá fallegan lit. Ég elska þessar vörur og sérstaklega framfarirnar þeirra sem eru alltaf svakalega flottar og þetta er klárlega það merki sem er leiðandi í sjálfbrúnkuvörum.

Ég hef mikið skrifað um þessar vörur og mér finnst alltaf gaman að fá að prófa nýjungarnar þeirra sem skilar sér alltaf í því að húðin mín fær fallegan lit. Ég fer aldrei í ljós – ég tók það alveg út á menntaskólaárunum og ef ég gæti tekið eitthvað svona útlitstengt til baka þá væru það ljósabekkirnir. Ég er alfarið á móti þeim – sérstaklega ef markmiðið er bara að fá meiri lit. Það finnst mér ekki vera nógu góð ástæða núna þegar við erum komin með svona flott merki eins og St. Tropez til landsins.

Ég fékk að prófa tvær æðislegar nýjungar frá merkinu sem mig langar að segja ykkur frá – önnur þeirra er glæný en hún hefur samt áorkað því að vera ein vinsælasta húðvaran á London Fashion Week og hefur hlotið helling af verðlaunum m.a. frá Allure sem eru ein virtustu snyrtivöruverðlaunin.

Hér sjáið þið nýjungarnar – Self Tan Express Advanced Bronzing Mousse og Self Tan Luxe Dry Oil – en olían er búin að vera uppseld í smá tíma en það er dáldið síðan hún kom fyrst.

Screen Shot 2014-09-19 at 6.40.42 PM

Hér sjáið þið betri mynd af Express Tan froðunni. Ef þið hafið notað froðubrúnkuna frá St. Tropez sem er sú vinsælasta frá merkinu þá er þessi bara notuð alveg eins nema þetta er kannski meira flýtileiðin þegar maður hefur ekki tíma í hitt :)

sjálbrúnkunýjungar3

Þá er ég svona rétt búin að stikla á stóru með nýju froðuna – finnst ykkur þetta ekki hljóma vel?

sjálbrúnkunýjungar5

Eins og þið sjáið hér er smá leiðbeiningalitur í froðunni. Svona magni finnst mér gott að byrja með í hanskanum á meðan ég er að átta mig vel á því hversu mikið ég þarf. Mér finnst alls ekki gott að vera með of mikið af froðu í hanskanum. Svo er það bara að stjúka beint yfir líkamann og vera með þéttar og jafnar strokur svo allt verði nú jafnt og fínt.

sjálbrúnkunýjungar6

Hér fyrir ofan sjáið þið litinn beint eftir að ég bar froðuna á hendurnar – smá litur til að leibeina því að liturinn sé jafn. Það er einn af kostunum við St. Tropez varan passar alltaf uppá eftir fremsta megni að við sjáum almennilega hvað við erum að gera.stnýjung2

Hér fyrir ofan sjáið þið litinn eftir klukkutíma á húðinni. Áferðin er miklu þéttari og húðin er búin að fá þessa sólarkysstu áferð. Hér varð ég að nota flass því það var orðið svo dimmt úti annars er myndin ekkert breytt – en fyrir ofan er ég ekki með flass.

stnýjung4

Hér er svo sama hendi eftir þrjá tíma. Liturinn orðinn virkilega flottur en ég er auðvitað með svo hvíta húð að mér finnst ég bara heltönuð – það er bara langt síðan ég hef verið svona brún á höndunum. En ég hef aldrei prófað Dark vörurnar frá St. Tropez á mína gegnsæju húð en þetta er svaka flottur litur – þessi kemur eftir þrjá tíma, ég á bágt með að trúa þessu. Hér er ég líka með flass – hér var orðið mjöög dökkt úti :)

Eins og fyrirsögnin segir nú hér fyrir ofan þá hefur koma þessara vöru á markaðinn eytt gjörsamlega afsökunni minni að ég hafi ekki haft tíma til að bera á mig sjálfbrúnku. Hér er þetta bara spurningin um að gefa sér fimm mínútur. Setja froðuna í brúnkuhanskann, strjúka yfir húðina,  þegar liturinn er orðinn góður þá er bara að skella sér í sturtu og taka sig til. Svo er líka bara allt í góðu að leyfa litnum að vera aðeins á, ég t.d. setti hann á mig, fór út að borða með Aðalsteini, kom svo heim og skellti mér í sturtu og þá er liturinn bara orðinn svona svaka fínn.

sjálbrúnkunýjungar2

Hér sjáið þið svo þurrolíu brúnkuna betur – en ég hlakka til að prófa hana og deila með ykkur niðurstöðunum. Þessi er alveg fullkomin fyrir þurra húð því olían nærir svo vel og gefur miklu drjúgari raka en bodylotion svo auðvitað fer hún ekki í línur heldur jafnar hún sig bara sjálfkrafa á húðinni.

Eins og í fyrra var St. Tropez áberandi á London Fashion Week fyrir SS15 sem stóð yfir nú fyrir stuttu en þar sáu starfsmenn merkisins um að húð fyrirsætanna væri sólkysst og fullkomin. Það voru einmitt þessar tvær vörur sem voru í aðalhlutverki og ég get ímyndað mér að froðan hafi reynst alveg sérstaklega vel.

Báðar vörurnar eru á tilboði núna í dag í Hagkaupum Smáralind vegna tískudaga sem standa nú yfir. En svo er St. Tropez líka fáanlegt í Debenhams en þar eru megadagar um helgina og 20% afsláttur af öllum snyrtivörum. Svo ef þið eruð að fara út í kvöld og höfðuð ekki tíma til að bera á ykkur sjálfbrúnku þá hafið þið hann núna með Express Tan ;) Það verður mega fjör í Smáralindinni í dag en það eru tískutengdir básar um alla verslunarmiðstöðina og klukkan 15:00 hefst risa tískusýning þar sem það helsta úr hausttískunni í verslunum Smáralindar verður sýnt. Ég mæli með að þið kíkið við.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.