Ég ætla að verða besta útgáfan af sjálfri mér!

Lífið Mitt

Nú er nýt ár gengið í garð og því ekki úr vegi að setja sér nokkur góð markmið svona í upphafi árs. Ég hef það ekki fyrir venju að strengja nein áramótaheit en mér finnst nýtt ár alltaf bera með sér ný tækifæri og þá meðal annars tækifæri til að gera betur og verða betri. Árið 2015 var erfitt ár fyrir mig andlega, meðgangan tók mikið á og það var þá helst spítala innlögnin sem ég átti bágt með, fæðingar og meðgönguþunglyndi var gert upp og mikill kvíði kom í ljós. Markmið ársins 2015 var að rækta sjálfa mig og láta mér líða vel, setja sjálfa mig stundum í fyrsta sæti og byrja að læra að segja nei – það er eiginleiki sem ég haf aldrei búið yfir en einhvern vegin eftir að Tumi kom í heiminn sá ég að þessi forgangsröðun mín væri ekki alveg að ganga upp ég þurfti að gera betur. Þegar ég hugsa til baka finnst mér að mér hafi tekist mjög vel upp og ég fer sátt og sæl frá árinu 2015 og tek fagnandi á móti því nýja.

Mér datt í hug að setja markmið ársins hér inní eina færslu og deila með ykkur. Ég held það muni líka hjálpa sjálfri mér við að passa uppá þau og vinna markvisst að þeim jafnt og þétt yfir árið. Ég set mér markmið sem snúa að öllum hliðum lífs míns en ég tel það jafn mikilvægt að rækta sjálfa mig sem einstakling, sem mömmu, sem bloggara, sem samstarfsmann, sem vinkonu og nú að sjálfsögðu sem eiginkonu!

10348519_10203655898272290_3225423820474151043_n

Ljósmynd, Baldur Kristjáns

Að gefa mér enn meiri tíma með sonum mínum. Ef það er eitthvað sem ég hef upplifað mjög sterkt á þessu ári er hve tíminn er ótrúlega fljótur að líða. Tinni Snær stækkaði svo mikið þegar bróðir hans kom í heiminn ég átti bara bágt með að trúa því. Á nýju ári ætla ég að nýta allan þann tíma sem ég hef í syni mína. Ég ætla að taka mér frí þegar ég þarf á því að halda og gera eitthvað sem ég hef aldrei gert en það er að fara í sumarfrí. Mig langar svo heitt að skapa góðar minningar með þessum yndislegu drengjum, minningar sem verða mér og vonandi þeim ómetanlegar um ókominn tíma.

Að rækta hjónabandið. Við Aðalsteinn giftum okkur þann 2. janúar og ég upplifði það mjög sterkt að ég varð ástfangin af honum alveg uppá nýtt, ég varð ástfangin af eiginmanni mínum. Á nýju ári ætla ég að eyða meiri tíma með honum, þessi yndislegi maður minn hefur verið eins og kletturinn minn á erfiðu ári og alltaf sett mig og strákana í fyrsta sæti – nú er komið að honum að fá að njóta sín og vonandi náum við líka að fara í brúðkaupsferð, þessa stundina er draumurinn Ítalía.

Að laga forgangsröðunina. Ég viðurkenni það fúlega að forgangsröðunin mín er stundum algjörlega brengluð, bloggið og snappið eru miðlar sem hafa í alvörunni verið bara alltof ofarlega á lista hjá mér en nú hægist smá á. Ég ætla að vanda mig meira, velja meira hvað mig langar heitast að skrifa um, eins og staðan er nú er það mömmulífið og því mun það verða meira áberandi hér og ég vona að ykkur lítist á það. Fegurðarheimurinn verður þó ekki langt undan en ég mun á nýju ári vanda enn betur til verks, skrifa meira almennt, gefa góð ráð og kenna – ég elska að kenna og fræða. Ég mun velja enn betur út hvaða vörur ég mun skrifa um hér og læra að forgangsraða – ég þarf ekki að skrifa um allt það er komið nóg af nýjum og ungum og ótrúlega hæfileikaríkum dömum sem geta gert það með mér!***

Að rækta vináttuna. Stundum týni ég mér, ég sekk mér í mikla vinnu og tek alltof mikið á mig í einu, þetta er allt partur af forgangsröðuninni. Á nýju ári ætla ég að hlúa að vinkonum mínum sem fá stundum alltof lítinn tíma með mér. Ég veit þó að ég á nokkrar ómetanlegar þannig sem eru alltaf til staðar þegar ég þarf á þeim að halda en ég ætla að passa enn betur að vera líka til staðar þegar þær þurfa á mér að halda.

Að hrósa ennþá meira. Eitt af markmiðum ársins 2015 var að hrósa, vera jákvæð og bera virðingu fyrir þeim sem í kringum mig eru. Það er svo mikið af neikvæðni í þessum heimi, ég finn mjög sterkt fyrir því – gerandi það sem ég geri sem er að gefa ansi gott færi á sjálfa mig. Ég hef smám saman lært að einblína ekki á neikvæðni sem beinist að mér persónulega og taka við öllu af skilning og hlýju. Ég hef líka lært að það að taka á móti neikvæðri orku með jákvæðni það í alvörunni eyðir bara neikvæðninni. Svo eru það hrósin, ég elska að hrósa fólki í kringum mig það færir mér svo mikla gleði því það færir fólkinu í kringum mig svo mikla gleði. Dreifum jákvæðni útí heiminn og brosum meira á nýju ári – lífið verður bara svo miklu skemmtilegra!

Að blómstra í starfi. Með komu nýs árs mæta fullt af nýjum tækifærum í starfi. Það færir mér mikla gleði að standa mig vel í vinnunni, ég er líka mjög heppin að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast að gera og þess vegna held ég að það sé mikilvægt fyrir mig að leyfa mér að grípa tækifæri í vinnu sem 2016 mun vonandi færa mér því þau færa mér gleði og gleðin mín mun að sjálfsögðu smita útfrá sér til fólksins í kringum mig.

Að verða besta útgáfan af sjáfri mér. Ég tel að með þessum markmiðum og áframhaldandi talmeðferðum hjá mínu trúnaðarfólki muni verða til þess að á árinu 2016 verði ég besta úgáfan af sjálfri mér og ég ætla að taka árinu og öllu því sem því fylgir með opnum örmum og njóta þess að lifa lífinu og lifa í núinu.

Að lokum langar mig að senda ykkur öllum innilegar þakkarkveðjur fyrir hamingjuóskirnar sem hafa streymt til okkar hjóna síðustu daga. Brúðkaupsdagurinn var sá allra skemmtilegasti sem við höfum á ævi okkar upplifað og ég finn fyrir svo miklu þakklæti til allra sem komu saman með það að markmiði að gera daginn okkar svona æðislegan. Það er svo dýrmætt að eiga góða að það er bara ómetanlegt***

Ég mun að sjálfsögðu deila með ykkur myndum og sögum frá deginum en ef þið eruð forvitin þá eru komnar myndir inná Instagram hjá mér @ernahrund og svo var taggið okkar #greaselingar.

Ykkar einlæg,
Erna Hrund

Áramótahár?

ÁramótHárInnblástur

Þegar ég var svona 12 ára þá var body glimmer og glimmer hársprey staðalbúnaður ungra stúlkna og ég man það fyrir ein áramótin þá var ég bókstaflega öll útí glimmeri. Það var ekkert það allra smekklegasta og við getum sagt að það hafi verið glimmer útum allt í kringum mig en gaman var það þó! Ég hef verið að taka eftir nýju trendi sem er að skapast aftur og það er hárglimmerið. Er þetta trend ekki eitthvað sem er tilvalið til þess að nýta sér fyrir fimmtudaginn næsta. Kannski ekki taka því jafn hátíðlega og 12 ára ég gerði ;)

Ég lagðist aðeins yfir Pinterest um daginn til að finna nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að deila með ykkur…

1eb6b7dd5cf668d04ff1a3ec92535910

Fýla þetta í tætlur! Stórar og fallegar gylltar glimmer agnir…

d053b4300e44d8b473c180cbcf6a8067

Hér er sett glimmer yfir úrsér vaxna hárrót – kannski eitthvað til að seinka því að fara í litun?

2abc4fcfef0f5152172c338c7a954e51

Mér finnst einhvern vegin fallegra að setja svona stærri agnir hér og þar yfir hárið. Gefur dáldið fallega áferð og skemmtilegan glans yfir allt hárið.

4c372695b8f7dad392af0204fe916c49

Grænt glimmer í dökkt hár!

dd0a59432457732e697ff2edda781ae3

Elska þetta líka! Stórar og fallegar stjörnur – hver veit nema ég leiki þetta eftir. Hér er líka aðeins einfaldara að plokka glimmerið úr hárinu…

cc9d0c6ece6c47838cce700b66ec56f2

Allt hárið sleikt aftur og fallegt glimmer sem endurkastar birtu!

3de7fd533577c4a441c1a0052d934018

Svo er eitthvað voðalega elegant og kvenlegt við þessa einu fínu glimmerrönd!

e6ad2dac00e927d714ca7f3937875877

Kannski aðeins of mikið… En flott mynd!

f43853490514980e9f18a3bcdcce702e

 Svo fyrir ykkur sem viljið taka þetta ALLA leið!

Ég setti hárið mitt allt upp yfir aðfangadagskvöld en ég er ekki alveg búin að ákveða áramóta hárið – stjörnu glimmer hárið kemur sterklega til greina. Held það sé ekki sterkur leikur að ég fari að setja mikið af litlum glimmerögnum yfir hárið svona tveimur dögum fyrir brúðkaup ;)

Erna Hrund

Gleðilega hátíð ♡

BrúðkaupLífið MittTinni & Tumi

Yndislega fjölskylda, vinir, kunningjar og bara allir þeir sem eru að lesa þessa færslu. Okkur fjórum langar að senda ykkur innilegar hátíðarkveðjur og vonum að þið hafið notið hátíðanna með ykkar fólki!

Í ár vannst því miður enginn tími fyrir okkur til að senda út jólakort yfirvofandi brúðkaup já og þriggja ára afmæli hjá stóra krúttkallinum fyrir utan svo jól og áramót – já jólakort voru bara ekki ofarlega á to do listanum. Þó við reyndar tókum jólakortamynd og allt saman. En í staðin fæ ég bara að birta hana hér…

fjolskylda fjolskylda2

Árið gefur svo sannarlega verið gjöfult fyrir okkur fjölskylduna en hæst bar þó þegar fjölskyldan stækkaði um heilan Tumaling sem gleður okkur öll svo mikið á hverjum einasta degi. Hér heima gengur hann þó helst undir nafninu Lilli (mamman kallar hann það) og músarass (sem Aðalsteinn og Tinni nota mest – kennum Aðalsteini um það…).

Nýtt ár hefst svo á miklum gleðskap þar sem brúðkaupið nálgast óðfluga og við erum farin að hlakka alveg óskaplega til að gleðjast með fólkinu okkar og fagna ástinni okkar.

En smá frá mér til ykkar kæru lesenda sem kíkja hér inn í hverri viku, stundum á hverjum degi! Án ykkar væri alls ekki jafn gaman að halda úti þessari síðu og án ykkar væri ég eflaust ekki enn að þessu. Takk fyrir allt gamalt og gott og ég hlakka til nýs árs með ykkur, síðunni minni, breytingum og nýjum tækifærum. Ykkur öllum þakka ég fyrir allt það gamla og góða og tek fagnandi á móti nýju ári!

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR – MIKIÐ HLAKKA ÉG TIL AÐ SKAPA NÝJAR MINNINGAR Á ÁRINU 2016!

Ykkar,
Erna Hrund

Multimasking með Blue Lagoon

Blue LagoonÉg Mæli MeðHúðJól 2015JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Ég ákvað að hafa þemadag á snappinu mínu í gær (ernahrundrfj) en dagurinn einkenndist af dásamlegu vörunum frá Blue Lagoon og dekri í boði þeirra. Ég fór yfir uppáhalds vörurnar mínar, hvernig ég notaði þær og svo sýndi ég hvernig ég notaði uppáhalds maskana mína tvo – á sama tíma. Fyrir svona ofuruppteknar konur eins og mig sem multitaska eins og þær eigi lífið að leysa þá var það stórkostleg uppgötvun þegar ég komst að því að ég gæti notað fleiri en einn maska á sama tíma. En þetta kallast multimasking og er eitthvað sem ég kynntist einmitt fyrir ekki svo löngu þegar ég fór í boð hjá Bláa Lóninu í Bláa Lóninu.

Stundum er maður nefninlega ekki alveg í þörf á því að nota hreinsimaska á allt andlitið stundum þarf maður bara að djúphreinsa ákveðin svæði. Stundum þurfa einhver svæði húðarinnar meiri raka en önnur og þá getur maður slegið tvær flugur í einu höggi og sett upp tvo maska í einu!

multimasking3

Í gær setti ég upp dásamlega kísilmaskann og þörungamaskann frá Blue Lagoon – báðir í einu, báðir eru í mjög miklu uppáhaldi hja mér.

multimasking5

Hér sjáið þið hvernig þeir líta út. Kísilmaskinn er djúphreinsandi, nærandi og hefur sléttandi áhrif á húðina. Mér finnst hann kæla húðina líka á ákveðin hátt og ég er alltaf endurnærð og tandurhrein eftir að ég nota hann. Þörungamaskinn eða algae maskinn er hér í nýjum umbúðum sem koma í sölu á næsta ári. Hér er hann kominn ú túbu sem mér finnst alveg frábært en hann var í krukku áður. Maskinn inniheldur þörunga sem hafa græðandi og nærandi áhrif á húðina. Fyrir mér er þetta algjört orkubúst fyrir húðina – ég veit ekki hvar húðin mín væri án þessa dásamlegu vara.

multimasking2

Kísilmaskann set ég á T svæðið og aðeins lengra, ég setti hann líka í kringum munninn og á hökuna, ég fæ nefninlega helst óhreinindi og bólur þarna í kring. Svo setti ég þörungamaskann á kinnarnar þar sem ég fæ oft yfirborðsþurrk þar.

multimasking4

Blue Lagoon vörurnar eru alveg yndislegar og tilvaldar í jólapakkann svona ef ykkur vantar einhverjar hugmyndir. Ég fékk auk þess svona fínan þvottapoka með ekki séns ég myndi hreinsa Blue Lagoon maskana með neinu öðru en þvottapoka frá sama merki – híhí ;)

Ég mæli algjörlega með því næst þegar þið ætlið að setja upp maska að prófa að nota fleiri í einu ef þið hafið takmarkaðan tíma. Þetta virkar með hvaða möskum sem er en hafið í huga að nota þá í takt við það sem hún þarf, nærið þar sem er þurrkur og hreinsið þar sem eru óhreinindi.

Hrein húð fyrir jólin!

Erna Hrund

p.s. nú vil ég sjá fullt af myndum merktum #trendnet og #multimasking á Instagram! ;)

Annað dress og Lancome hátíðarförðun

Annað DressJól 2015LancomeLífið MittLúkkNýtt í Fataskápnum

Lancome vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég að gjöf frá Lancome á Íslandi. Allt sem ég skrifa er þó frá mér sjálfri og ég gef alltaf mitt hreinskilið álit:)

Við mamma skelltum okkur á tónleika núna á laugardaginn var – við förum árlega á jólatónleika saman og við veljum okkur alltaf nýja í hvert skipti. Í ár voru það tónleikarnir með Pálma Gunnars og Röggu Gröndal í Eldborgarsal Hörpu. Ég naut þess svo sannarlega að hlýða á ljúfa jólatóna og frábært tónlistarfólk. Það er líka bara eitthvað við það að eiga eitt svona afslöppunarkvöld í öllu jólastressinu – er það ekki :)

En ég nýtti tækifærið og setti upp eðal hátíðarförðun og skellti mér í nýja fallega kimono sloppinn minn frá Ganni sem ég keypti mér fyrir stuttu…

annaddresslukk2

Sloppur: Ganni frá Geysi, þennan keypti ég þegar ég kíkti í fyrsta sinn í nýju Geysis búðina sem er í gamla tösku og hanskabúðar rýminu. Ef þið hafið ekki enn farið þangað þá eruð þið að missa af miklu. Þar er að finna nýja dásamlega hönnun Geysis í bland við m.a. skandinavíska hönnun Ganni, Wood Wood og Stine Goya. Þetta er svona ekta sloppur sem ég nota óspart hér fór ég í svartan rúllukragabol og svartar buxur við svo sloppurinn fengi að vera aðalmálið. Síðustu helgi á undan klæddist ég honum líka bara innan undir þunnum svörtum kjól – klárlega mikið notagildi í þessari flík sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég á töluvert marga svona:)

Ég setti upp svona hátíðlega plómulitaða augnförðun með miklu gylltu glimmeri í augnkrókunum. Allt lúkkið er unnið með litum úr hátíðarpallettunni frá Lancome sem er svo ofboðslega falleg en hana sjáið þið hér neðar…

annaddresslukk6

Mér finnst alltaf mikilvægast þegar ég er að gera svona augnfarðanir að hafa áferðina mjúka, til að fá mjúka áferð í kringum augun. Þá þarf að passa uppá blöndunina, blöndunin er ekkert sérlega flókin, kannski er pirrandi að lesa mig skrifa það en þið sem hafið fylgst með mér á snappinu vitið að það er ekkert sérlega tæknilegt við þetta. Þetta er allt spurning um réttan bursta og að hafa ekki mikinn þrýsting á burstanum – sjálf nota ég alltaf Setting Brush frá Real Techniques.

Ég byrja í raun á þessu sem þið sjáið yst, ég byrja á næst dekksta litnum og bý til skygginguna og set svon litina smám saman yfir skygginguna. En ég enda samt á þessu gyllta… En litina sem ég nota sjáið þið hér fyrir neðan.

lancomehatid

 La Palette 29, Faubourg Saint Honore – hátíðarpallettan frá Lancome

Hátíðarpallettan er sérlega glæsileg en hún er nefnd í höfuðið á götuheitinu sem fyrsta Lancome verslunin stendur við. En á pakkningunum sjálfum er mynd af hurð verslunarinnar sem einkennir húsnæðið. Í pallettunni eru 6 augnskuggar sem má alla nota saman eða í sitthvoru lagi. Í minni förðun nota ég alla nema augnskugga nr. 2 en hann fannst mér ekki alveg passa í þetta sinn. Til hliðar sjáið þið svo gloss og varaliti sem eru undir málmskyldi til að hlífa varalitunum fyrir litapigmenti frá augnskuggunum – mjög sniðugt og kemur í veg fyrir að pallettan verði subbuleg. Hátíðarlínan er fáanleg á sölustöðum Lancome nú fyrir jólin en hún kom bara í takmörkuðu upplagi. Virkilega falleg gjöf líka fyrir jólin :)

En næst innsti aungskugginn er sá sem ég nota til að grunna skygginguna svo nota ég þann fyrir innan við hann yfir allt augnlokið og svo þann næsta við hliðiná inná innri helming augnloksins. Gyllta litinn geri ég svo ennþá sterkari með hjálp Mixing Medium frá MAC en þið gætið líka notað Fix+ spreyið eða Primer Water frá Smashbox. Fremsti liturinn er svo alveg mattur og hann nota ég fyrir ofan skygginguna til að laga til og mýkja útlínurnar enn betur.

annaddresslukk5

Að lokum nota ég svo allra dekksta litinn til að skyggja enn betur og gera umgjörð augnanna enn dramatískari. Hér væri svo hægt að bæta við augnhárumog eyeliner til að gera allt ennþá meira dramatískara.

annaddresslukk4

Ég ákvað að spreyta mig svo á nýja krullujárninu sem ég ætla að sýna ykkur á næstu dögum sem er Rod 10 járnið frá hh Simonsen. Það er sjúklega flott en ég varð alveg ástfangin þegar Fía var að krulla mig í prufuhárgreiðslunni og var svo heppin að fá svona járn að gjöf – þetta er ábyggilega heitasta krullujárnið í dag og tilvalið í jólapakkann!!

Mér finnst svo alltaf gott að spreyja vel yfir krullurnar mínar og greiða svo í gegnum þær með fingrunum til að fá náttúrulegri áferð.

annaddresslukk

Yndisleg kvöldstund og svo gaman að klæða sig upp og dressa þó ég væri nú bara að fara með mömmu á tónleika. Mér finnst alltaf svo hátíðlegt að fara fín til fara á viðburði sem þessa það gerir þá enn skemmtilegri.

Nú er bara að halda áfram að taka til og græja fyrir jólin þó ég sé löngu búin að átta mig á því að þau koma þó hér sé búið að skúra eða ekki – og það er bara ekkert að því! ;)

Erna Hrund

Jólagjöf til þín frá mér? Hlýjir heimaskór

BiancoJól 2015JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Leikurinn er í samstarfi við mína uppáhalds skóbúð – Bianco sem gefur alla vinninga <3

UPPFÆRT!

Hér fyrir neðan finnið þið nöfn sigurvegaranna. Mig langar að taka það fram að allir sigurvegarar eru dregnir út af handahófi, ég styðst við random number generator og tel mig svo í gegnum athugasemdirnar þar til ég kem að þeirri sem vélin valdi. Ég vil taka þetta fram því kannski áttar einhver sig á því að önnur þeirra sem vann er mín besta vinkona – en engin brögð eru í tafli og þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist á rúmum 4 árum og ótal gjafaleikjum. En það væri nú voða leiðinlegt ef vinkonur mínar gætu aldrei unnið í gjafaleikjunum mínum.

Screen Shot 2015-12-23 at 11.34.45 AM Screen Shot 2015-12-23 at 11.35.15 AM

Takk kærlega allar sem tóku þátt í leiknum og ég vona að þær sem unnu njóta hlýjunnar sem skórnir munu án efa færa þeim! Berglind og Íris – skórnir bíða ykkar í Bianco Kringlunni***

- EH

Jæja þá er það síðasti leikurinn fyrir jól, eða það held ég alla vega, allt í einu er hausinn að verða alveg tómur og ég ætla að njóta næstu daga í ró og næði með þó smá bloggfærslum svo þið losnið ekki alveg strax við mig elskur***

En mig langar að byrja á því að þakka kærlega fyrir þáttökuna í Real Techniques leiknum á síðunni minni og bjóða nýja fylgjendur um leið hjartanlega velkomna. Er nokkuð meira við hæfi en að skella þá í einn nýjan gjafaleik og nú með yndislegum nýjum inniskóm sem eru tilvaldir fyrir kósýheit um hátíðina.

heimaskor

Ég er sjálf alveg ofboðslega heimakær týpa, ég vil helst bara vera heima hjá mér í náttfötum og hafa það kósý með fjöslkyldunni yfir jólin. Ég fer helst ekkert út nema ég neyðist til þess og við tökum annan mjög hátíðlega þar sem það eru engin jólaboð svo við ætlum ekkert út – eða það er alla vega planið núna. Svo þá ætla ég að vera í nýjum náttfötum og þessum fínu og hlýju inniskóm sem halda hita á táslunum en hér hjá okkur er smá gólfkuldi svo það er nauðsynlegt að vera í svona hlýjum skóm.

biancoskor

Við mæðgin á yndislegri stundu…

Ef þig langar í fallega inniskó frá minni uppáhalds Bianco þá máttu…

1. Smella á LIKE við þessa færslu og deila henni áfram á Facebook.
2. Setja í athugasemd við þessa færslu í hvaða stærð þú vilt skónna (ég tók mína einu nr.-i stærri uppá að hafa þá rúma og meira kósý) og endilega deildu með mér þínu uppáhalds jólalagi!
3. Svo megið þið kíkja inná BIANCO ICELAND á Facebook og skilja eftir like ef þið hafið áhuga á að fylgjast með!

Ég dreg svo tvær heppnar dömur sem fá þessa yndislegu inniskó að gjöf frá mér og Bianco með þökk fyrir frábært ár sem er senn að líða og von um kósý jól***

Erna Hrund

p.s. mitt uppáhalds jólalag er þetta hér!

og þetta…

Jólin mín koma ekki án hinnar yndislegu, hæfileikaríku, einstöku og einnar flottustu fyrirmyndar í heimi, Eddu Heiðrúnar***

Skórnir og blómin

BiancoBrúðkaupLífið Mitt

Mig langaði að sýna ykkur smá hluta af dressinu fyrir brúðkaupið… En bara smá þið fáið ekkert meira að sjá fyr en síðan á daginn sjálfan. En allt er að verða tilbúið, fötin hans Aðalsteins eru komin og það er verið að leggja lokahönd á mitt eigið sem ég get ekki beðið eftir að fá að klæðast í heilan dag en mér líður eins og ég sé prinsessa í því ég er í skýjunum með hönnun kæru vinkonu minnar og ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur útkomuna!

En skórnir og blómin… Er ekki í lagi að sýna það?

skorblom4

Skórnir mínir hafa svo sem verið ákveðnir í langan tíma og hafa beðið penir eftir því að verða notaðir. Skórnir hans Aðalsteins bættust svo í hópinn núna í vikunni og að sjálfsögðu verður brúðarparið í Bianco skóm – kemur það nokkuð á óvart?

skorblom5

Skórnir mínir eru úr samstarfslínu Bianco og danska bloggarans Trine sem heldur úti síðunni Trines Wardrobe. Þeir eru úr dásamlega fallegu kóngabláu flaueli og eru alveg einstaklega fallegir á fæti og vá þið ættuð að sjá þá við dressið – Ó lord!

Aðalsteinn verður svo í svörtum lakkskóm sem voru að koma núna fyrir hátíðina – virkilega fallegir og hátíðlegir.

skorblom8

Blómvöndinn ákvað ég fyrir löngu síðan að gera bara sjálf. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég get bara svona dundað mér við að gera sjálf á brúðkaupsdaginn í rólegheitum og ég gerði prufuvönd heima um daginn. Bara svona til að meta hversu mikið af blómum ég þyrfti og hvernig ég ætti að hafa hann í laginu og allt svona. Þetta gekk bara allt saman voðalega vel og ég er alsæl með þessa ákvörðun þetta gekk allt svo vel fyrir sig.

skorblom10

Það sem ég elska við þessi fallegu blóm er hvernig þau minna mig á eins konar rjómatertu brúðarkjól – sjáið þið það ekki smá.

skorblom7

Svo vafði ég bara saman vendinum með blómalímbandi og fann einhvern borða til að binda yfir. En ég á eftir að velja mér lokaborða sem ég verð með á daginn sjálfan. En þessi fallegi prufuvöndur er nú bara ofan í blómavasa og nýtur sín í botn þar.

Annað sem ég hafði í huga þegar ég valdi þessi blóm í vöndinn er hve þau lifa lengi en ég næ að láta nellikur lifa í einhverjar vikur. Þar sem ég þarf nú að kaupa blómin töluvert snemma er mikilvægt að þau endist vel og lengi eða það finnst mér alla vega.

skorblom9

Nú eru bara um tvær vikur í stóra daginn og einhvern vegin líður mér eins og ekkert sé tilbúið ég vona samt að það sé algjör misskilningur hjá mér en ég er nú samt alveg pollróleg!

Erna Hrund

Twistað tagl

HárLífið Mitt

Mig langaði að sýna ykkur eina skemmtilega og einfalda greiðslu sem „klæddist“ í gær. Hugmyndina að þessari fékk ég þegar við Aðalsteinn lágum uppí sófa að glápa á sjónvarpið sem við gerum nú ekki nógu mikið… DJÓK. En við erum alla vega að horfa saman á þættina Quantico og í síðasta þætti var ein af leikkonunum í þáttunum með svona fallega uppásnúið hár í tagli. Mér fannst þetta svo látlaust og fallegt og ég bara varð að reyna að leika það eftir.

Það tókst eftir smá tilraunastarfsemi en ég er með miklu þykkara hár en daman í sjónvarpinu svo þetta tók smá tíma allt saman en um leið og ég náði í nýju Babyliss græjuna mína þá einfölduðust málin til muna!

twister4

Skemmtileg tilbreyting frá lausu fléttunni sem er einhver sú allra þægilegasta greiðsla sem völ er á.

twister2

Það hrundi reyndar aðeins úr hnakkanum og losnaði til svo næst þá ætla ég að prófa að setja fasta fléttu aftan á hnakkann eins og leikkonan var einmitt með í þættinum þannig held ég að hárin muni eflaust haldast ennþá betur.

twister5twist4

Hér er svo græjan sem ég notaði til að gera greiðsluna, það gekk ekkert að reyna að gera þetta í höndunum það fór allt í rugl hjá mér alla vega. Svo ég greip í þetta skemmtilega Twist Secret tæki frá Babyliss sem ég fékk að gjöf fyrir stuttu. Ég skipti hárinu í tvo lokka og festi þá í græjuna, sný uppá hvorn lokkinn í sitthvoru lagi og svo með annarri stillingu á snúningstækinu þá vefur það lokkunum saman – getur ekki verið auðveldara og fljótlegra.

twister

Mér finnst þetta dáldið skemmtilegt – twistað tagl! Hver segir svo að maður geti ekki lært helling af því að horfa á gott sjónvarpsefni ;)

You like?

Erna Hrund

Ilmandi jólagjafahugmyndir

Jól 2015JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Þá er komið að fleiri jólagjafahugmyndum. Þegar maður er nýbúin að ritstýra stóru ilmvatnsblaði er fátt sem kemst að í hausnum á manni en dásamlegir ilmir og hér eru nokkrir af mínum allra uppáhalds og þeim sem ég er mest að nota í augnablikunu. Þeir eru allir fullkomnir í jólapakka þeirrar sem þið viljið gleðja, þið getið ekki klikkað með einhverjum af þessum…jólailmir

1. STELLA Eau de Toilette
Minn allra uppáhalds ilmur og margra annarra. Ég mæli sérstaklega með þessum því það eru svo margar sem heillast samstundis af honum. Áberandi ilmurinn er búlgarska rósin sem ég persónulega dýrka.

2. Daisy Dream Forever frá Marc Jacobs
Það nýjasta frá Marc Jacobs, ég fýlaði þann eldri sem var ljósblár en þessi er tilvalinn svona vetrarilmur. Djúpur og svo silkimjúkur og fallegur. Þessi er alveg að klárast og kemur ekki aftur í búðir fyr en á nýju ári. Það er aldrei hægt að gera mistök með að gefa Marc Jacobs – er það nokkuð…

3. My Burberry Festive frá Burberry
Dásamlega ilmandi blanda blóma mynda þennan fallega ilm frá mínu uppáhalds tískuhúsi. Ilmur af London eftir mikla rigningu – er eitthvað jafn heillandi. Glasið sjálft er jafn klassískt og Burberry kápan sjálf en hér er smá twist því þetta er hátíðarútgáfan svo það eru gylltar glimmer agnir í ilminum sjálfum! Festive útgáfan er í takmörkuðu upplagi nú fyrir hátíðirnar.

4. Ari frá Ariana Grande
Ég hef á stuttum tíma heillast uppúr skónnum af þessum skemmtilega ilm. Það er eitthvað við blöndu hindberja, vanillu og sykurpúða sem mér finnst alveg ávanabindandi og svo er glasið svo fallegt. Einn flottasti stjörnuilmurinn í dag og ég hlakka til að sjá hvað kemur næst. Þó ég sé ekki með öll verð á hreinu þá þykir mér líklegt að þessi sé á ódýrasta verðinu en stjörnuilmirnir eru yfirleitt í ódýrari kantinum þó þeir séu ekki síðri.

5. I Am Juicy Couture frá Juicy Couture
Þessi ilmur kom mér skemmtilega á óvart, ég hef aldrei verið mikið fyrir ilmina frá Juicy Couture, kannski bara hentuðu þeir mér ekki. En þessi heillaði mig við fyrsta þef. Glasið finnst mér líka alveg ofboðslega skemmtilegt! Ilmurinn er dáldið ávaxtakenndur og frískandi með ljúfum blómum í hjartanu og fallegum grunni. Mæli endilega með að þið skoðið þennan.

6. Black Opium Eau de Toilette frá YSL
Ég er farin að kunna alveg svakalega vel við þennan og eiginlega betur en Parfum týpuna en mögulega er það því þessi er nýrri stundum á ég til að gleyma þessum eldri… ;) En einn allra vinsælasti ilmurinn í dag með ávanabindani ilm af frískandi toppnótum og girnilegu kaffi – þessi leynir á sér.

7. Essence The One frá Dolce & Gabbana
Ohh þessi er alveg ótrúlega dramatískur og heillandi! Hér er sérstök útgáfa af upprunalega The One ilminum en ilmurinn er þá bara enn þéttari og meiri. Hann er tilvalinn fyrir konuna sem vill fá þéttan og mikinn ilm sem vekur eftirtekt en hann er samt svo virkilega góður að hann er langt í frá að vera yfirþyrmandi. Glasið finnst mér fallegt gyllt áferð og svart – tímalaust og klassískt eins og ilmurinn sjálfur.

Hátíðin verður svo sannarlega vel ilmandi með einum af þessum í jólapakkanum…

Munið að þegar þið kaupið ilmvatn til að gefa í gjöf að reyna alltaf að fá prufu af ilmvatninu til að lauma með í pakkann svo sá sem þið eruð að gefa geti þefað af ilmvatninu áður en pakkningarnar eru opnaðar :)

Erna Hrund

Grímumaskar sem fá húðina til að ljóma!

Ég Mæli MeðHúðNetverslanir

Maskana sem ég skrifa hér um keypti ég alla sjálf nema einn þeirra, hann er sérstaklega merktur þannig í færslunni. Ég skrifa alltaf hreinskilningslega um allar vörur sem ég prófa því ég vil að þið getið treyst mér og mínum orðum.

Ég er gjörsamlega maska sjúk ég elska að prófa maska og ég nota óhóflegt magn af möskum og ég á óhóflegt magn af möskum. Ég er í alvörunni þessi týpa sem er í stuði fyrir ákveðna maska þennan daginn og svo ekki þann næsta og þá er nú algjört lykilatriði að eiga nóg af þeim til skiptanna. Ég sé mikinn mun á húðinni minni í takt við þann maska sem ég nota og það besta sem ég veit þegar húðin mín þar smá yfirhalningu er að nota maska sem hæfir því sem húðin þarf.

Eftir löng og leiðinleg veikindi finnst mér ég aldrei verða frísk fyr en eftir að ég hef notað djúphreinsimaska og svo rakamaska. Húðin verður svo þrútin og leiðileg eftir veikindi, grár undirtónn, yfirborðsþurrkur og stíflaðar svitaholur – voða girnilegt… Í kvöld á ég einmitt stefnumót við einn af nýju möskunum frá Karuna, nýju grímu möskunum hjá nola.is en ég fór hamförum um daginn þegar merkið kom til hennar Karinar og ég keypti mér fjölmarga til að prófa!

karuna

Hér sjáið þið maskana sem ég keypti mér sjálf, Anti Oxidant Face Mask, Clarifying Face Mask, Age Defying Face Mask og Brightening Face Mask allir maskarnir fást HÉR.

Reyndar er Age Defying maskinn partur af jólagjöf fyrir eina sem ég ætla þó ekki að segja hver er því hún les síðuna mína og hún dýrkar svona dekur svo ég veit hún á eftir að falla fyrir þessum maska. Svo er ég sjálf að velja á milli anoxunarmaskans og hreinsimaskans vonandi næ ég að velja fyrir kvöldið. Birghtening maskann er ég spenntust fyrir að prófa en ég tými ekki að prófa hann finnst hann svo fallegur ;)

Svo er einmitt tilvalið að kaupa sett af þremur möskum og lauma svo einum í jólapakkann hjá einhverjum sem á skilið smá dekur…

En maskann sem ég er búin að prófa hann sjáið þið hér fyrir neðan…

karuna2

Hydrating Face Mask er reyndar uppseldur í augnablikinu en væntanlegur aftur seinna.

Maskinn er stútfullur af næringarríkum efnum, það sem á oft við þessa gríu maska er að þeir þorna mjög hratt. Þið sem fylgdust með því þegar ég prófaði maskann á snappinu hjá mér (ernahrundrfj) sáuð að hann var alveg löðrandi allan tímann þó svo ég hefði verið með hann á mér í yfir 20 mínútur. Ég slakaði svo vel á með maskann á mér og fann hvernig hann fyllti húðina mína af raka, hann róaði hana og kældi svo ég náði í alvörunni bara að slappa af. En þegar maður er með svona dekurmaska þá er best að reyna að hafa rólegt í kringum sig og njóta þess að dekra við húðina, þannig nær maskinn að næra húðina vel.

Á umbúðunum stendur að rakastig húðarinnar verður alltað 40% betra eftir eina notkun og ég ætla að taka undir það því húðin mín fylltist af dásamlegum raka. Morguninn eftir var húðin mín svo ljómandi falleg og ég sá mikinn mun sjálf með mínum eigin augum. Ég vaknaði bara fersk og alsæl eftir dekur kvöldið áður.

Screen Shot 2015-12-17 at 12.33.13 AM

Annar kostur sem ég vil nefna við þennan maska sem á ekki við um marga svona grímumaska er að það er hægt að aðlaga grímuna að þínu andlitsfalli. Venjulega er bara svona staðlað form á grímunni og hún passar einhvern vegin ekki á mann, munnurinn er allt annars staðar og augun bara á kolröngum stað. En hér er búið að klippa svona inní grímuna svo það er hægt að færa hana til svo hún smellpassar á andlitið.

Eftir að ég notaði maskann strauk ég grímunni svo yfir allan líkamann, hendur og fætur til að ná að nýta öll dásamlegu efnin í grímunni… Vá þetta var dásamlegt!

Hvernig væri að ná jólastressinu úr húðinni með einu dásamlegu dekurkvöldi með nærandi andlitsmaska – ég mæli með Karuna möskunum í verkið og þeir eru á mjög góðu verði, eiginlega hættulegu þess vegna keypti ég fjóra í viðbót.

Erna Hrund