Varalitadagbók #29

Ég Mæli MeðMACNýtt í SnyrtibuddunniVarir

Eins og lofað var um daginn er það nýr og einkar glæsilegur Viva Glam varalitur sem fæ að vera í dagbókarfærslu vikunnar. Nýjasti liturinn er hugarfóstur söngkonunnar Miley Cyrus og þó svo mögulega séu skiptar skoðanir á henni þá hvet ég ykkur til að horfa frá hjá því eins og ég gerði og styrkja þetta dásamlega málefni sem MAC Aids Fund er!

Hér sjáið þið varalitinn fína sem er alveg bubblegum bleikur…

vivaglammiley2

Liturinn er virkilega vel heppnaður, áferðin í litnum er fullkomin, pigmentin eru dásamleg og glansinn sem kemur frá litnum er alveg raunverulegur en þessa mynd tók ég í dagsbirtu. Liturinn er sumarlegur og flottur og tilvalin eign fyrir alla aðdáendur bjartra varalita.

Ár hvert tilnefnir MAC talsmann Viva Glam sem hannar þá yfirleitt tvo varaliti ár hvert. Talsmaðurinn er alltaf kynntur til leiks í lok ársins á undan ásamt litnum sem kemur í formi varalitar og glosss. Fyrsti varalitur Miley er nú fáanlegur í verslunum MAC hér á Íslandi og ég lét ekki segja mér það tvisvar og keypti minn um leið og hann var fáanlegur. Ég hlakka svo til að sjá næsta lit en síðustu ár hafa litrirnir verið mjög vel heppnaðir sem skilar sér að sjálfsögðu bara í auknu framlagi í MAC Aids Fund en öll upphæðin sem við greiðum fyrir Viva Glam rennur óskipt í sjóðinn.

vivaglammiley

Ég er rosalega ánægð með þennan lit og þrátt fyrir mitt álit á söngkonunni mun ég bera hann stolt þar sem það er ekki á hverjum degi sem maður getur eignast svo fallegan grip og stutt frábært málefni um leið. Það er nefninlega ekki of oft hægt að segja frá því hvað virði eins Viva Glam varalitar getur gert….

  • 1 Viva Glam varalitur kaupir mánaðar birgðir af mat fyrir munaðarlaust barn í Kína.
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir næg lyf til að hindra HIV smit frá móður til barns fyrir 2 börn í Afríku.
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir skólabækur fyrir 7 HIV smituð börn í Afríku.
  • 1 Viva Glam varalitur kaupir ársbirgðir af lyfjum fyrir fullorðinn með HIV smit í Zimbabwe.

Dásamlegt málefni sem er vel þess virði að styrkja og fullkominn varalitur í dagbókarfærslu vikunnar!

EH

Varan sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Förðunin á Óskarnum 2015

Fræga FólkiðmakeupMakeup ArtistStíllStjörnurnarTrend

Varúð – þessi er löng! Ég er búin að liggja uppí rúmi síðan sonurinn vaknaði í morgun og renna í gegnum myndir frá Óskarnum, þá helst farðanirnar. Ég get ekki annað en dáðst af þessum stórglæsilegu konum sem mættu í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn í Hollywood í gær. Ein förðun vakti hrylling minn – hún fær ekki að vera með hér fyrir neðan því ég hef bara ekki pláss svo margar farðanir heilluðu mig, ef þið eruð forvitnar þá er það annars ein af mínum uppáhalds Viola Davis sem fær skammar verðlaun frá mér í ár. Less is more er orðatiltæki sem förðunarmeistari leikkonunnar ætti að tileinka sér eftir þennan viðburð.

Annars er ég búin að grandskoða allar farðanir – já ég zúmmaði, taldi svitaholur, skoðaði áferð, gerviaugnhár og fékk gæsahúð yfir öllum ljómanum sem einkenndi farðanirnar. Ég get ekki annað sagt en að ég sé í skýjunum yfir förðunartrendum kvöldsins sem eru án efa ljómi og djarfar varir!

Listinn spannar hátt í 30 farðanir allar þær sem ég heillaðist af á einhvern hátt, mínar uppáhalds farðanir sjáið þið líka hér fyrir neðan, ég átti ekki í miklum erfiðleikum með að velja þær en ég heillast yfirleitt af nokkrum hlutum og yfirleitt eru það sömu leikkonurnar ár eftir ár sem fanga athygli mína.

Lupita-Nyongo

Lupita Nyong’o

Leikkonan fagra hefur ekki verið hátt skrifuð á listum hjá mér yfir farðanir á verðlaunaafhendingum ársins, ég held satt að segja að síðast þegar ég dásamaði hana hafi það einmitt verið á Óskarnum í fyrra. Leikkonan var þó glæsileg í ár og mér finnst kjóllinn hennar alveg gordjöss! Förðunin er einföld og látlaus ljómandi augnförðun og einfaldur varalitur einkennir förðunina sem er að sjálfsögðu Lancome.

Patricia-Arquette

Patricia Arquette

Verðlaunaleikkonan er einn af sigurvegurum kvöldsins og hún var sannarlega glæsileg á rauða dreglinum. Ég kann alltaf að meta það þegar konur með húð sem er farin að eldast leyfa henni að njóta sín og reyna ekki að fela fallegu einkenni sín. Augun hennar eru fallega römmuð inn og ég er virkilega ánægð með dömuna.

Jenna-Dewan-Tatum

Jenna Dewan-Tatum

Leikkonan fagra var virkilega glæsileg, ég súmmaði vel uppá augnförðunina hennar sem er alveg fullkomin. Vængjuðu gerviaugnhárin ramma augun fallega inn og ýkja möndlulaga umgörð þeirra. Fallega áferð húðarinnar er glæsileg og förðunin er gott dæmi um fullkomna förðun fyrir Óskarinn.

Jennifer-Hudson

Jennifer Hudson

Ég hef eitt orð um þessa förðun að segja – fullkomin!! Hér er allt gert vel ekkert feilspor og ég fékk gæsahúð þegar ég sá þessa mynd!

Marion-Cotillard

Marion Cotillard

Ein af mínum uppáhalds leikkonum. Andlit Dior og ég er alltaf spennt fyrir því að sjá hvernig kjóllinn hennar verður þar sem hún fer yfirleitt óhefðbundnar leiðir í kjólavali og er yfirleitt í Haute Couture kjólum frá tískuhúsinu. Förðunin er glæsileg og ýkir hennar helstu kosti sem eru fallegu augun hennar og áferðafallega húðin – ég fæ svona smá 60’s vibe frá þessari.

Rita-Ora

Rita Ora

Önnur dama sem gefur mér svakalega 60’s vibe og minnir sannarleg á farðanir sem Edie Sedgewick og Twiggy gerðu ódauðlegar. Sannarlega glæsileg í alla staði og ég elska ljómandi áferð húðarinnar og hvernig öll förðunin tónar fullkomlega saman.

Chloë-Grace-Moretz

Chloe Moretz

Ég var í smástund að átta mig á þessari förðun, ung og glæsileg kona en eitthvað við augnskuggann sem böggaði mig, þar til ég fór að zúmma! Augnskugginn fer svo fallega við augun hennar og ef þið smellið á myndina til að stækka hana sjáið þið það líka þau verða alveg stingandi blá. Hér er frábært dæmi um hvað réttir litir geta gert fyrir augu og annað dæmi um hvað ég má ekki vera of fljót á mér að dæma. Förðunin er gerð með vörum frá Laura Mercier.

Jared-Leto

Jared Leto

Besta no makeup makeup kvöldsins – maðurinn er með fullkomna húð ég er að segja ykkur það!

Anna-Faris

Anna Faris

Leikkonan skemmtilega fylgdi eiginmanni sínum Chris Pratt á hátíðina, ábyggilega ein fyndnustu og skemmtielgustu hjón Hollywood. Mér finnst förðunin hennar virkilega glæsileg og ég varð samstundis skotin í henni þegar ég sá hana. Eins og hjá flestum leikkonum kvöldins er húðin hennar fullkomin og augun fallega innrömmuð með eyeliner og augnhárum.

Chrissy-Teigen

Chrissy Teigen

Virkilega fallegur varalitur og ein af stjörnum kvöldsins sem skartar áberandi vörum. Ég kann að meta fallega áferð varalitarins sem var þó samt ekki alveg fullkomin allt kvöldið og hefði kannski verið betra að velja ekki svona glansandi lit. Húðin er áferðafalleg og kinnarnar ljómandi!

Anna-Kendrick

Anna Kendrick

Loksins er komið að einum af mínum uppáhalds förðunum kvöldsins. Ég dýrka þegar leikkonur taka sénsa og skarta smoky förðunum á Óskarnum. Það gerist sko ekki jafn oft og þið haldið og anna fær rokkstig frá mér og sæti á topplistanum fyrir þessa förðun – LOVE IT! Förðunin var gerð með vörum frá Elizabeth Arden

Naomi-Watts

Naomi Watts

Þessi er ekki búin að fá að vera með í förðunarfærslum þessa árs en hún fær það nú fyrir varalitinn, annað rokkstig til Naomi sem sýnir það að áberandi varir eru leyfilegar sama hvað aldurinn segir til um! Elska líka áberandi plómulitinn í kinnunum hennar.

Scarlett-Johansson

Scarlett Johansson

Fullkomin náttúruleg förðun sem fer leikkonunni vel. Hún hefur nú alltaf verið þekkt fyrir sinn einstaka stíl og hún heillar hvert sem hún kemur. Ein af fallegustu förðunum kvöldsins sem engin önnur en hún hefði komist upp með.

Kerry-Washington (1)

Kerry Washington – ég skrifaði fyrst Olivia…

Ég dýrka það þegar dökkar konur skarta áberandi förðun, þær geta leyft sér meira því dökki húðtónninn þeirra dregur alltaf úr litum og styrkleika þeirra. Mér finnst hún ofboðslega falleg og ljóminn sem umlykur andlit hennar vegna farðaninnar heillar.

Julianne-Moore

Julianna Moore

Annar sigurvegari kvöldsins og sannarlega glæsileg eins og henni einni er lagið. Julianne hefur nú yfirleitt tekið meiri áhættur í förðunum á verðlaunaafhendingum heldur en nú en margar tóna farðanirnar niður fyrir Óskarinn. Detailar farðanar L’Oreal dömunnar eru þó greinilegir þegar betur er gáð að, augun eru t.d. fallega römmuð inn með brúnum tónum og ljóminn í kringum augun stafar af glimmeri í þeim lit. Julianne er með eina af þessum húðum sem virkar svo viðkvæm og brothætt og því er oft erfitt að farða þannig húðtýpur en hér er það gert fullkomlega vel.

Felicity-Jones

Felicity Jones

Ég heillaðist af þessari dömu eftir að ég horfði á The Theory of Everything, förðunin sem hún skartar hér er smá svona tease förðun. Leikkonan er voðalega viðkunnaleg í útliti en augnförðunin er flott krydd fyrir lúkkið. Förðunin var gerð með vörum frá Dior.

Lady-Gaga

Lady Gaga

Ég ætla að reyna að hafa sem minnst að segja up uppþvottahanskana – Twitter er eflaust staðurinn fyrir þær umræður. Förðunin var hins vegar einkar glæsileg eins og ávalt hjá popp drottningunni og eldrauðu varirnar eru alveg fullkomnar. Það er oft svona old Hollywood stemming yfir lúkkinu hennar Lady Gaga og þessi förðun fellur svo sannarlega í þann flokk.

Zoe-Saldana

Zoe Saldana

Þessi er glæsileg eins og alltaf hvort sem það er á Óskarnum eða bara einhvers staðar annars staðar. Ég dýrka öll smáatriðin í augnförðuninni hennar og áferð húðarinnar er lýtalaus – ein af flottustu förðunum kvöldsins.

Gwyneth-Paltrow

Gwyneth Paltrow

Þessi kona verður bara glæsilegri með aldrinum og ég elska stílinn hennar á rauða dreglinum. Kjóllinn er æði og skartið við poppar svo sannarlega uppá heildarlúkkið. Förðunin er dásamleg, húðin er lýtalaus, augun eru áberandi og varirnar í fullkomnum tóni!

Sienna-Miller

Sienna Miller

Hér sjáið þið aðra dömu sem er á topplista kvöldsins hjá mér – hún er nú yfirleitt alltaf á topplistanum hjá mér en nú er það fyrir að skarta dásamlega fallegu brúntóna smoky – æðislegt! Það eru ekki margar leikkonur sem stíga svona út fyrir þægindarammann sinn þegar kemur að stíl eins og þessi dama og hún fær fullt stig húsa frá mér fyrir heildarlúkk kvöldsins. Förðunin var gerð með vörum frá Charlotte Tilbury.

Jennifer-Lopez

Jennifer Lopez

Ekki eru allir á sama máli þegar kemur að förðun L’Oreal dömunnar og er það þá helst varaliturinn sem hefur verið að valda fjaðrafoki. Mér er þó slétt sama með það þar sem mig langar að benda fólki á að ef nude varalitur hefði t.d. orðið fyrir valinu þá hefði hún verið alveg eins frá toppi til táa – ekki gott. Bleiki tónninn hæfir húðlit söngkonunnar ofboðslega vel og ég er mjög ánægð með hann og það sama má segja um litatóninn í kringum augun. Förðunin var gerð með vörum frá L’Oreal.

Rosamund-Pike

Rosamund Pike

Aftur er hér leikkona sem er með húð sem virðist svo viðkvæm og brothætt en förðuð á fullkominn hátt. Eitt af því sem ég er að dýrka við þessa förðun eru auganbrúnirnar. En þær eiga það sameiginlegt með flestum augabrúnum kvöldsins að fá að vera fullkomnar og dáldið ýktar en hjá Rosamund er búið að greiða hárin fallega upp til að gera meira úr þeim.

Rosamund fær líka rokkstig frá mér fyrir þetta hér….

Rosamund-Pike (1)

… snillingur!

Jessica-Chastain

Jessica Chastain

Hér er á ferðinni leikkona sem er aldrei eins förðuð en hún er þó alltaf óaðfinnanleg. Ég er heilluð af brúntóna vængjuðu augnförðuninni sem klikkar hér ekki og fer litarhafti hennar og augn- og hárlit virkilega vel.

Dakota-Johnson

Dakota Johnson

Leikkonan sem allir eru að tala um þessa dagana, ég hef ekki séð myndina og hyggst ekki gera það… En förðunin er falleg og gefur henni mjúkt yfirbragð. Ég fýla að varirnar séu ekki alveg mattar eða með svakalega sterkum pigmentum því ég er ekki endilega viss um að það myndi fara henni. Mjúkt yfirbragð augnanna gefur andlitinu seyðandi áferð og ég fýla það – sjáið líka bara hvað augnliturinn hennar verður áberandi.

Margot-Robbie

Margot Robbie

Þessi er á topplistanum – það ætti ekki að koma á óvart enda er allt fullkomið við þessa förðun! Fyrir áhugasamar þá er varaliturinn frá merkinu Hourglass og er í litnum Raven.

Emma-Stone

Emma Stone

Önnur á topplistanum önnur sem ætti ekki að koma á óvart. Hvað er það við þessa leikkonu sem gerir það að verkum að hún er á öllum topplistum alltaf – ég held að það sé hennar ómótstæðilega útgeislun sem er alltaf til staðar hjá þessari ofurhressu dömu. Förðunin var gerð með vörum frá Revlon.

Keira-Knightley

Keira Knightley

Þessi fallega kona ljómaði svo sannarlega á rauða dreglinum. Hún heillar alltaf með sínum einstaka rómantíska stíl og förðunin er fullkomin, látlaus og lýtalaus. Ég er heilluð af varalitnum og hvernig augun hennar eru römmuð inn með mjúkum lit og fallegri áferð. Förðunin var gerð með vörum frá Chanel.

Reese-Witherspoon Reese Witherspoon

Annað dæmi um dömu sem er með liti um augun sem láta augnlit hennar skína skært. Húðin er áferðafalleg, ljómandi og lýtalaus og kinnarnar eru frísklegar og dásamlegar. Allt fallegt við þessa konu.

Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem ég hef ekki í mér að vaka og horfa á verðlaunin en ólétta konan sofnaði vel fyrir afhendinguna. Ég ætlaði þess í stað að vakna eldsnemma til að fara yfir þetta allt saman en það tók mik aðeins lengri tíma að skrifa þessa færslu en ég hélt en svona er þetta bara þegar farðanirnar eru svona glæsilegar. Annars hlakka ég bara til að horfa á endursýningu á verðlaununum í kvöld!

En topplisti kvöldsins yfir bestu farðanirnar að mínu mati eru (ath röðin er random)…

Anna Kendrick
Emma Stone
Margot Robbie
Sienna Miller
Dakota Johnson

Ef þið viljið svo sjá kjólana nánar kíkið þá endilega yfir til Andreu Rafnar – HÉR

Hverjar voru flottustu farðanir kvöldsins að ykkar mati? – ef einhver nefnir Jennifer Aniston þá hef ég það um málið að segja að glæsilega leikkonan fékk ekki að vera á mínum yfirgripsmikla lista þar sem húðin hennar var í mjög skrítnu ástandi… :(

EH

Annað dress og bæjarferð

Annað DressLífið MittNýtt í FataskápnumVero Moda

Það var dáldið pínlegt að vakna í morgun og líta útum gluggann – við áttum svo dásamlegan dag í gær við tókum strætó niðrí bæ, fengum okkur að borða og röltum þar um og skelltum okkur svo í Gaflaraleikhúsið á frumsýningu Bakaraofnsins. Ég mæli eindregið með þessari stórskemmtilegu sýningu fyrir krakka á öllum aldri alla vega skemmtum við þrjú okkur konunglega og Gunni og Felix fóru á kostum að sjálfsögðu. Svo þegar heim var komið tók við að sópa stéttina fyrir utan heima og taka aðeins til í bílnum og manni fannst einhvern vegin vorið liggja í loftinu. Svo þegar við vöknuðum í morgun þá sást varla útum gluggana hjá okkur fyrir snjó!

En ég get þó huggað mig yfir því að við áttum frábæran dag í gær, hér sjáið þið nokkrar myndir og dress dagsins…

bæjarferð2

Eins og ég sagði ykkur fyrir helgi þá var ég virkilega spennt fyrir sendingunni sem við áttum von á inní Vero Moda fyrir helgina. Ég lenti sjálf í miklum valkvíða þegar kom að því að velja á milli þeirra sem voru á mínum óskalista. Ég er virkilega sátt með þær sem ég valdi og þær voru alveg þónokkrar en þennan dag skartaði ég eiginlega bara flíkum úr þessari sendingu – það er bara alltaf aðeins of gaman að bæta nýjum flíkum inní fataskápinn og ég get sjaldan staðist það.

bæjarferð

Feldur: Feldur Verkstæði fæst í Geysi, þessi gersemi kom uppúr pakkanum frá unnustanum og hann hef ég borið á nánast hverjum degi síðan þá. Ég fæ hrós fyrir hann í hvert einasta skipti og ég get svo svarið að þetta er einn sá fallegasti fylgihlutur sem ég hef nokkru sinni átt!

Jakki: Vero Moda, einn af þessum glæsilegu úr nýjustu sendingunni. Ég féll fyrir honum um leið og ég sá hann, efnið er veglegt, hann er léttur alveg fullkominn vorjakki. Svo eru litirnir líka tilvaldir því svart og hvítt passar jú við allt.

Peysa: Vero Moda, þessi grófa prjónapeysa er mjög skemmtileg, síð að aftan og mun styttri að framan. Ég fékk svo svakalega fyrir henni og góða verðinu – 4590kr – svo ég fékk mér bæði þessa ljósu og í ljósgráu líka! Þessi verður mikið notuð enda stór í sniðinu og passar vel yfir kúluna.

Buxur: Fantasy Leggings frá Vero Moda, þessar fullkomnu óléttubuxur sem ég skrifaði um í myndafærslunni í gær. Ég er líka í þeim í dag enda svo þægilegar. Þær komu líka í gráu og ég vona að þær séu enn til í minni stærð inní búð svo ég geti átt báða liti.

Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco, þessa hef ég ekkert viljað nota í slabbinu síðustu vikur þetta eru án efa fallegustu skórnir í safninu og því vildi ég engan vegin eiga hættu á að þeir myndu eitthvað skemmast. Svo fyrst allt var þurrt í gær fagnaði ég með því að skella mér í þá, þeir fá þó smá hvíld strax aftur miðað við núverandi veðurástand.

bæjarferð9

Eins og ég segi hér fyrir ofan þá áttum við dásamlegan dag í gær, við stoppuðum á Nora Magasin og fengum okkur smá að borða og Tinni Snær fór á kostum enda stórskemmtilegt barn þar á ferð ;)

bæjarferð8 bæjarferð7 bæjarferð6

Þegar við foreldrarnir sáum matinn hans Tinna Snæs sáum við eiginlega eftir því að hafa ekki pantað okkur eins svo girnilegur var hann en við fengum þó aðeins að narta í réttinn hans.

bæjarferð4

Hér sjáið þið brunchinn – Tinni Snær er mikill pönnukökukarl svo við skiptumst á frönskum og pönnukökum og vorum bæði mjög sátt með það!

bæjarferð5

Sæti minn!!***

bæjarferð3

Eftir matinn röltum við aðeins um bæinn, nældum okkur í góðan kaffibolla til að hlýja fingrunum og svo lá leiðin beint í leihús. Ég hef sjaldan átt jafn dásamlegan laugardag með mönnunum mínum og mikið hlakka ég til að eiga fleiri góðar vorstundir með þeim innan skamms.

Njótið dagsins í dag og til hamingju með daginn kæru konur***

EH

15 vikur og fullkomnar óléttubuxur!

BumbiLífið MittNýtt í Fataskápnum

Það er dáldið skrítið að upplifa meðgöngu nr. 2 – hún er einhvern vegin allt allt öðruvísi en sú fyrsta, ég er ekki jafn stressuð, tíminn er miklu fljótari að líða og ég er að njóta mín mun betur því ég þekki þetta svo vel. Það er líka skrítið að sjá hvað kúlan er að stækka hratt, hún var sérstaklega stór í gær þegar við tókum þessar fínu bumbumyndir en í dag eru komnar 15 vikur.

Fyrstu hreyfingarnar eru löngu farnar að gera vart við sig, mér finnst þær reglulega kósý sérstaklega því ég veit núna hvað er í gangi. Fyrstu spörkin eru líka farin að láta á sér bæra og um daginn komu tvö alveg svakalega kröftug, það fyrsta kom þó fyrir ábyggilega 10 dögum síðan og þá trúði ég varla því að þetta væri að gerast svona snemma. Ég man nú reyndar ekki alveg hvenær ég fann fyrstu spörkin hjá Tinna Snæ en ég man vel eftir því að ég var lengi að fatta að þetta væru spörk þessir dynkir sem voru inní mér. Þegar ég gekk með Tinna Snæ var fylgjan staðsett fyrir aftan legvegginn sem útskýrði það hvað ég fann snemma fyrir hreyfingum – það sama virðist vera uppá teningnum á þessari meðgöngu.

Hér sjáið þið statusinn núna – algengustu kommentin sem ég fæ þessa dagana eru – ertu viss um að þú sért ekki með tvö, já eða hvernig endar þetta!

15vikur2

Glæsilegu slitförin eru farin að teygja vel úr sér og það er greinilegt að húðin er í góðri æfingu eftir síðustu meðgöngu því ég finn ekkert fyrir stækkuninni núna. Á síðustu meðgöngu klæjaði mig alveg svakalega í húðina öllum stundum því hún var að teygjast svo svakalega hratt, mér fannst lítið virka þó ég hafi verið hrifin af virkni E vítamína sem auka teygjanleika húðarinnar og slaka á henni. Svo ef þið eruð að finna fyrir þessum teygjuverkjum þá er E Vítamín Body Butterið frá Body Shop mjög flott vara við því. Ef þið hafið áhyggjur af slitum eða eruð að býsnast útí slitin ykkar þá mæli ég með að þið lesið færslu sem ég skrifaði eftir að ég átti Tinna Snæ, þessa lesningu get ég ekki minnt nógu oft á því færslan hjálpar mér enn, ég hef oft farið yfir þennan texta síðan ég skrifaði hann. Þetta er besta færsla sem ég hef nokkru sinni skrifað, uppáhalds færslan mín og hún verður það alltaf. Smellið á heiti færslunnar hér til að fara inná hana – ÞAÐ ER ENGIN EINS…

Til ykkar sem senduð mér kveðju í kringum birtinguna á þessari færslu hvort sem það var á Facebook, í tölvupósti eða sem athugsemd við færsluna – takk aftur og takk endalaust. Ef ég á slæman dag þá les ég stundum yfir kveðjurnar og þær peppa mig enn upp – enn þann dag í dag gefa þær mér styrk til að halda fast í það markmið að hvetja konur að elska sig sjálfar og fanga fjölbreytileikanum.

15vikur4

Mér finnst svakalega gaman að eiga von á barni nr. 2 – sérstaklega því ég er að upplifa það að ég sé svona smá reynslubolti í faginu. Nokkrar vinkonur og líka bara lesendur sem eiga von á sínu fyrsta barni hafa á undanförnum vikum verið duglegar að biðja mig um ráð við hinu og þessu og þá sérstaklega fötum. Það er svo sem kannski ekkert algengt að vera strax farin að lenda í því vandamáli að passa ekki í fötin sín og ég á í sérstöku vandamáli með buxur. Á síðustu meðgöngu komst ég upp með að kaupa mér engan sérstakan meðgöngufatnað – ég sá aldrei tilganginn í því. Það eina sem ég keypti mér voru gjafabrjóstahaldarar og gjafahlýrabolir. Þessi fatnaður hefur reynst mér vel nú þegar á þessari meðgöngu. En ég kaus frekar að kaupa mér föt sem ég gæti mögulega notað áfram, ég reyndar keypti ekkert sérstaklega mikið bara örfáar og sérvaldar flíkur. Ég mæli ekki með því að kaupa ykkur eitthvað sem þið ætlið að nota eftir meðgöngu – það virkar ekki… :) Svo ég hef aldrei átt sérstakar meðgöngubuxur, það er þó frábært að eiga buxur sem maður getur notað – ég splæsti í þessar á myndinni núna um daginn. Þetta eru ekki meðgöngubuxur, þetta eru ekki buxur með teyjgu í mittið, þær eru hnepptar og úr svakalega góðu bómullarefni sem gefur svo vel eftir. Mínar reyndar krumpast aðeins beint fyrir neðan mittið en ég sé ekkert af því því þær eru dásamlegar og úr minni dásamlegu Vero Moda. Svo ef þið eruð óléttar í leit af góðum buxum – langar í buxur sem þið getið mögulega notað eftir meðgöngu líka – biðjið þá um Fantasy leggings buxurnar í Vero Moda. Ég ætla ekki að fara úr mínum næstu daga því loksins á ég buxur sem ég get verið í, því þó þær heita leggings þá eru þær buxur með rennilás í klofið og tölu í mittið og ég passa í mína stærð sem er 38!

Bara svona tips frá einni bumbu til annarrar ;)

15vikur6

Þó kúlan sé stór, fötin orðin lítil og orkan sífellt minni þá er þetta dásamlegt – móðurhlutverkið er það besta sem hefur komið fyrir mig. Þó svo að krílið í maganum sé alveg óvænt þá er það kærkomin gjöf og ég upplifi sífellt hve ótrúlega heppin ég er að eiga von á öðru barni. Vitið þið það að þetta er það sem lífið snýst um eða það finnst mér alla vega. Stundum man ég ekkert hvað ég var að gera áður en ég varð mamma því ég næ ennþá að balancera öllu og ég er að springa úr hamingju.

Lífið er gott með kúlu – sérstaklega þegar bumbukrílið sparkar og ég tala nú ekki um þegar litli tveggja ára snúllinn knúsar magann og kyssir litla barn (eins og hann kallar magann) í gríð og erg – það gerist ekki betra!

EH

Konudagsförðunin

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup StoreNýjungar í Makeup-i

Framundan er einn af mínum uppáhaldsdögum – mér finnst alveg sérstaklega gaman halda uppá konudaginn og svo auðvitað líka bóndadaginn. Ég er meira fyrir þessa íslensku daga en t.d. Valentínusardaginn þó ég sjái svo sem enga ástæðu til að neita einhverjum að fagna ástinni. Fyrir stuttu síðan fékk ég fallega gjöf frá Make Up Store, ég hugsaði fyrst að það yrði tilvalið efni til að deila með ykkur í aðdraganda Valentínusardagsins en svo ákvað ég frekar að geyma færsluna til konudagsins því það er dagurinn minn og okkar kvenna :)

Það hefur nú sjaldan verið jafn merkilegt að vera kona á Íslandi í dag eða það finnst mér alla vega ég t.d. get ekki beðið eftir að fá að fagna 100 ára kosningarétti okkar hátíðlega með kynsystrum mínum á árinu og þess vegna er líka tilefni til að halda sérstaklega vel uppá konudaginn í ár – finnst ykkur ekki.

Vörurnar sem ég fékk eru úr febrúar línu Make Up Store sem heitir Passionate og einkennist af virkilega fallegum litum. Í línunni fáum við líka að sjá nýju augnskuggaumbúðirnar hjá merkinu sem eru nú kassalaga og flatar – virkilega flottar. Í þessari línu komu umbúðirnar rauðar, það er voðalega rómó eitthvað en annars verða þær svartar.

Hér sjáið þið förðunina sem ég gerði með þremur augnskuggum og fallegum glossi.

konudagsförðun2 konudagsförðun

Ég ákvað að hafa förðunina bara frekar einfalda, ég rammaði augnlokin inn með brúna litnum og setti svo þann ljósa yfir miðjuna og notaði svo svarta litinn til að gera mjúkan eyeliner í kringum augun sem ég blandaði inní augnförðunina.

konudagsförðun8

Hér sjáið þið vörunar fjórar sem ég notaði betur, mér finnst nýju umbúðirnar svakalega flottar, það er alltaf svo mikið magn í augnskuggunum frá merkinu sem gerir þær miklu verðugri. Mér finnst líka áferðin í púðrinu svakalega flott og poppar aðeins uppá vörurnar.

Litirnir heita – Kakaw, Muffin og pollution, þeir eiga það allir sameiginlegt að vera með sterkum lit en gefa mjúka áferð, það er leikur einn að vinna með þá og þeir blandast mjög fallega saman. Glossinn heitir Amaranth og er með fallegum bleiktóna lit og glimmerögnum, hann er eflaust virkilega flottur yfir rauða varaliti.

Hér sjáið þið förðunina aðeins betur svona up close…

konudagsförðun7

Ég var mjög ánægð með þessa förðun, ég er svo hrifin af því að nota aungskugga sem eyeliner til að mýkja umgjörð augnanna og gefa þeim seyðandi áferð.

konudagsförðun3

Falleg förðun sem er tilvalin sem konudagsförðun. Litirnir eru allir brúntóna svo þeir fara öllum augnlitum og því ættu karlarnir heldur ekki í erfiðleikum með að velja liti fyrir ykkur svo ef ykkur líst á þessa þá sendið þið þá bara í Make Up Store. Það borgar sig líka alveg því ég var að lesa á Facebook hjá þeim að það er 20% afsláttur af öllum vörum um helgina – fullkomin afsökun til að splæsa á sig fallegum augnskuggum, glossi eða varalit!

Eigið daginn góðan – hér er planað að fara í bæjarferð í nýjasta uppáhalds faratækinu hans Tinna Snæs sem er strætó og svo liggur leið okkar á frumsýningu á nýrri barnasýningu í Gaflaraleikhúsinu í Hafnafirði þar er það einn uppáhalds frændi og ofurtvíeykið Gunni og Felix sem fara með aðalhlutverk og ég er spennt að sjá hvernig Tinna Snæ líst á þessa skemmtilegu karla.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Tilvalin konudagsgjöf!

Ég Mæli MeðFallegtIlmirInnblásturNýtt í SnyrtibuddunniSS15

Nú styttist óðum í konudaginn og ef þið ætlið að gleðja konu í ykkar lífi já eða viljið nýta tækifærið og koma óskum um smá gjöf á framfæri við þann sem ætlar að gleðja ykkur á sunnudaginn þá mæli ég með ilmvatninu sem þið fáið að vita allt um núna. Ég hef oft sagt það áður og ég meina það enn einu sinni en það er ávalt koma sumarilmsins frá Escada sem mér finnst koma með vorið. Þegar þessi ilmur kemur í verslanir þá boðar það bara frábæra tíma framundan. Hann er iðulega einn af þeim fyrstu til að mæta og ég heillast alltaf af honum – hvernig sem hann er. Ég hef alla vega ekki enn fundið ilm frá merkinu sem heillar mig ekki á staðnum!

escadakonudagur

Ilmurinn heitir í ár Turquoise Summer hann er eau de Parfum og fæst í 30ml og 50ml umbúðum og það er líka til Body Lotion. Hann er ofboðslega ferskur og góður, hann er ávaxtakenndari en ilmur síðast árs. Innblástur ilmsins er frelsi og þessi frelsistilfinning sem fylgir sumrinu þegar hárið færist til í léttri golu og allt er einhvern vegin svo einfaldara. Mér finnst líka skemmtileg tenging við fiðrildið sem umlykur háls flöskunnar. Flaskan er í sama lagi og síðustu ár, hún er með fallegum bláum lit sem smám saman hverfur og eftir stendur glær botn.

escadakonudagur2

Ilmurinn samanstendur af léttum tónum og ávaxtatónum og svo líka nokkrum kröftugum sem gera hann að enn betri en það má segja að það sé blanda jarðaberja og hindberja sem einkenna ilminn – það eru alla vega tónarnir sem ég greindi alveg sérstaklega sterkt.

Aðrir einkennandi tónar eru í hjartanu sem er djúpur ferskjutónn sem mildar ilminn og gerir hann örlítið mýkri, svo frískar fjóla og appelsínublóm uppá hjartað líka. Í grunninn eru það svo ekta tónar til að dýpka ilminn – svona þeir tónar sem mér finnst alveg sérstaklega algengir í svona sumarilmum því þeir mynda svo svakalega gott jafnvægi – en það eru vanilla og sandelviður.

escadakonudagur5

Mér finnst þessi virkilega æðislegur sérstaklega því hann kemur í góðum stærðum og er á góðu verði þrátt fyrir að vera eau de parfum sem eru yfirleitt aðeins dýrari ilmvötn. Þessi er æði og fær mín bestu meðmæli. Þeir eru tveir vorilmirnir sem ég verð alltaf að eignast annar þeirra er sá frá Escada svo er einn í viðbót sem er ekki kominn í sölu en ég fékk minn í dag og hlakka til að segja ykkur frá honum þegar hann er kominn í verslanir sem verður núna í mars…. Ég ætla ekki einu sinni að segja hver það er!

Annars vona ég að þið eigið dásmalega helgi, ég hef sjaldan verið jafn spennt fyrir helgi í langan tíma en ég ætla að reyna að vinna ekki neitt. Þvílík vinnuvika að baki og ég er eiginlega alveg örmagna – ekkert eiginlega ég bara er örmagna. Vinnutörnin hefur sjaldan verið svona rosaleg þrátt fyrir að ég sé búin að minnka við mig um eina vinnu er ég eiginlega ekki enn farin að finna fyrir því að hafa meira rými til að sinna blogginu. En ég hlakka til nýrrar viku og er með planaðar skemmtilegar færslur um helgina og á morgun eru það 15 vikna bumbumyndir sem fá að mæta hingað á bloggið eftir kröfu vinkvenna.

EH

P.s. eins og alltaf kemur ilmurinn bara í takmörkuðu upplagi svo það er um að gera að tryggja sér hann sem fyrst áður en hann klárast!

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Kíkið á kósíkvöld í kvöld!

Á ÓskalistanumLífið Mitt

Í dag ætla ég viljandi að hvíla mig vel svo ég geti verið úthvíld og tekið þátt í fjörinu sem verður í Kringlunni í kvöld. Ég ætla að vera inní Vero Moda í Kringlunni og aðstoða viðskiptavini við að skrá sig í glæsilegan vildarklúbb verslunarinnar. Mér finnst þetta virkilega skemmtileg nýjung sem veitir viðskiptavinum aukin fríðindi. Svona klúbbar eru þekkt fyrirbæri erlendis og fríðindin sem fylgja þessum klúbbi eru ótrúlega flott! Frá og með deginum í dag verður hægt að skrá sig í verslunum Vero Moda – í Kringlunni er kósíkvöld og 15% afsláttur af öllum vörum í búðinni (nema af útsöluvörum) og í Smáralind já þar verður nýja sendingin tekin upp en hún er vægast sagt glæsileg og ég mun fara heim úr vinnunni á morgun með nokkra poka af fallegum flíkum.

Það eru þónokkrir kostir við að skrá sig í vildarklúbbinn:

  • Þið fáið send óvænt tilboð í smsi eða tölvupósti.
  • Þið fáið boð á sérstök vildarklúbbskvöld sem meðlimum er eingöngu boðið á þar sem uppákomur, kaupaukar eða jafnvel afslættir verða í boði.
  • Ef þið skráið ykkur í verslunum Vero Moda núna um helgina þá fáið þið stimpilkort. Þið fáið 1 stimpil ef þið verslið í búðinni fyrir 10.000kr eða meira og 2 stimpla ef þið verslið fyrir 20.000kr eða meira – þegar þið klárið að fylla kortið sem tekur 10 stimpla fáið þið virkilega góðan afslátt af næstu kaupum.
  • Vildarklúbbsmeðlimir eiga kost á að skrá afmælisdaginn sinn inná sínu svæði og fá því afmælisgjöf frá Vero Moda.
  • Það sem þið þurfið að skrá er netfang og símanúmer, þið fáið ekki endalaust af póstum þetta er í mesta lagi 1-2 póstur í mánuði og það er minnsta mál að skrá sig úr klúbbnum.

Vero Moda_DAG1_10_147_ISO_Coated_cmyk

Ef þið viljið ganga frá skráningunni núna farið þið inná – my.veromoda.com, fyllið út skráninguna og sendið inn. Það sem þið þurfið þó að passa uppá er að vera með staðsetningu ykkar skráða í símann eða tölvuna svo síðan geti fundið út hvaða Vero Moda verslun er næst ykkur svo þið getið skráð ykkur í réttan klúbb. Þegar þið klárið skráninguna þá fáið þið tölvupóst þar sem þið eruð beðnar um að staðfesta skráningu að því loknu fáið þið fyrsta glaðninginn ykkar sem er snilld!

Hér sjáið þið svo brot af sendingunni sem ég er svo spennt fyrir – hlakka svo til að mæta inní Smáralind á morgun og stilla þessum fallegu vörum upp. Sendingin er væntanleg inní Smáralind í dag, vörurnar koma smám saman inní hús svo endilega fylgist vel með og munið að skrá ykkur í vildarklúbbinn!

Annars hlakka ég mikið til að sjá ykkur í Vero Moda Kringlunni í kvöld og aðstoða ykkur við að skrá ykkur í klúbbinn. Þið getið bæði skráð ykkur í iPad sem við verðum með í búðinni eða á blöð og við græjum þá skráninguna.

EH

Máttur kókosolíunnar

Ég Mæli MeðHárHúðMakeup TipsSnyrtivörur

Kókosolía er snyrtivara sem hefur gríðarlega breytt notagildi og einnig er hér um að ræða vöru sem stefnir í að verði ein vinsælasta snyrtivara íslenskra kvenna. Ég nota kókosolíuna mjög mikið sem snyrtivöru en ekkert sérstaklega mikið inní eldhúsi. Ég vel sjálf alltaf olíuna hennar Sollu sem er þessi frá Himneskt mér finnst bara eitthvað við hana sem gerir hana eftirsóknarverðari í mínum huga.

Ég skrifaði grein í 3. tbl af Reykjavík Makeup Journal um alls konar leiðir til að nota kókosolíuna á annan hátt en í eldhúsinu. Í nýjasta tölublaði blaðsins finnið þið einnig uppskriftir af heimagerðum möskum frá Evu Laufey þar sem hún notar t.d. kókosolíu í verkið. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem þið getið vonandi nýtt ykkur!

39620c981d50f25e63b2831e562aae06

Sem augnfarðahreinsi:

Þið finnið líklega ekki jafn mjúkan augnfarðahreinsi og kókosolíuna. Berið kókosolíuna yfir augun og nuddið varlega, þrífið olíuna svo af með bómul eða grisju. Olíuna getið þið svo hreinsað af ef þið viljið en hana má líka bara láta vera en hún nærir þá húðina vel, mýkir og smám saman gefur hún fyllingu sem minnkar sýnileika fínna lína. Margar konur hafa einnig talað um að kókosolían þétti hárvöxt augnháranna.

Sem næringarríkan hármaska:

Bræðið nokkrar matskeiðar af kókosolíu (magn fer eftir hári) í t.d. heitu vatnsbaði. Berið olíuna í hárið eftir hárþvott þegar olían hefur aðeins fengið að kólna. Berið olíuna í hárið eins og þið gerið með hvaða hármaska sem er. Vefjið handklæði eða sturtuhettu um höfuðið og sofið með maskann yfir nóttina og hreinsið svo úr hárinu morguninn eftir.

2c89af4d3233ca3d340226919fcd8824

Sem varamaski:

Ef þið eruð með viðkvæmar varir sem eiga það til að springa þá er gott ráð að bera olíuna yfir varirnar áður en þið farið að sofa. Olían hjálpar húðinni að losa sig við dauðar húðfrumur og mýkir varirnar og gefur þeim góða næringu. Það er t.d. þjóðráð að nota kókosolíu á varirnar eftir að þið hafið skrúbbað þær til að næra þær vel eftir hreinsunina.

Sem líkamsnæringu:

Rannsóknir á mætti olíunnar hafa leitt í ljós að olía er betri til að varðveita raka og koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar en mörg hefðbundin bodylotion. Rakin frá olíunni er mun drjúgari og frábær eins og fyrir mjög viðkvæma húð. Berið olíuna yfir líkamann eftir sturtu t.d. og passið að setja ekki of mikið. Um leið og olían nærir gefur hún okkur góðan og mjúkan ilm.

f6e795dd97a35ae2e1a1873354eec944

Á mjúka barnabossa:

Kókosolían er líka tilvalin til að búa til heimagerða blautklúta fyrir litla bleyjubossa. Sjóðið vatn og bætið smá af olíu saman við. Þegar olían hefur blandast vel saman við vatnið leggið þá hreinar grisjur í bleyti. Þegar vatnið hefur kólnað kreystið grisjurnar vel og leggið í box sem heldur rakanum inni. Kókosolían nærir bossann vel og ertir ekki viðkvæma húð. Þið finnið myndir og uppskriftir frá mér að svoleiðis HÉR.

grisjur-620x413

Sem munnskol:
Þetta hljómar mögulega mjög undarlega en þetta er aldagamalt ráð við að halda tönnunum heilbriðgum og sterkum. Takið inn matskeið af kókosolíu og hristið henni um munninn í 15-20 mínútur á hverjum degi. Olían dregur úr bakteríum í munninum, stuðlar að bættri tannheilsu, ilmandi andardrætti og hvíttar tennurnar.

Sem kaffibragðbætir:

Þessi punktur var ekki í blaðinu en mér finnst vera að aukast að sjá fólk setja kókosolíu í kaffið það eða þá að fólk talar um það. Það er eflaust mjög bragðgott sérstaklega fyrir fólk sem er hrifið af kókosbragðinu og ég t.d. get rétt ímyndað mér hvað cappuccino (kaffið mitt) bragðast vel með smá kókosolíu – og eflaust miklu hollara en að nota síróp.

a1725983419b61aaa155a6ed697452b5

Kókosolían er einnig frábær í matseld og bakstur og margir tala um að hér sé á ferðinni besta poppkornsolía sem fyrirfinnst. Það má því segja að kókosolían sé margnota og ómissandi á hvert heimili hvort sem hún er geymd inní elshúsi eða á snyrtiborðinu!

Munið svo að tryggja ykkur eintak af nýjasta Reykjavík Makeup Journal á meðan birgðir endast – blaðið fáið þið frítt í næstu snyrtivörudeild Hagkaupa.

EH

Miðvikudags… Blátt Smoky!

DiorLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í Makeup-iNýtt í Snyrtibuddunni

Stundum þá get ég alveg komið mér á óvart með frumlegheitum, en þegar maður gerir stundum fátt annað en að prófa nýjar og skemmtilegar förðunarvörur þá skortir stundum hugmyndaflugið og stundum – bara stundum dettur maður í það sama aftur og aftur. Ég fékk mjög fallega bláan augnskuggablýant um daginn og það varð úr að ég ákvað að gera bláa smoky förðun eitthvað sem ég geri ekki oft – ég er svona þessi týpíska bananaskyggingarkona nefninlega :)

Svo fannst mér þetta líka bara efni í skemmtilega miðvikudagsfærslu en það er ekkert á hverjum degi sem maður skartar blárri augnförðun með miklu glimmeri og jafnvel er hér á ferðinni förðun sem hægt er að leika eftir fyrir boð eða ball næstu helgi því í raun er þetta ein auðveldasta förðun sem hægt er að gera og sú fljótlegasta!

bláttsmoky2

Blár er fallegur litur og hann fer vel mörgum konum, ef þið eruð t.d. með grá augu með svona léttum grænum eða bláum blæ þá kallar blái liturinn fram litinn í augunum ykkar hann styrkir augnlitinn svo um munar. Hjá mér sem er með svona brún augu með léttum grænum blæ sem birstist allt í einu þá styrkist liturinn enn frekar og hann verður þéttari. Hér fyrir ofan sjáið þið glitta í græna kanta hjá mér en brúni liturinn um mið augun er enn sterkari en oft áður.

Við skulum nú aðeins fara yfir það hvernig á að fara að til að ná þessari förðun…

Eins og ég sagði þá er ég að nota nýjan augnskuggablýant. Blýanturinn er frá Dior og er úr nýrri vorlínu merkisins. Varan verður samt í föstu úrvali héðan í frá en merkið nýtir vorlúkkið til að launcha blýöntunum. Það var eitthvað við þennan bláa tón sem kallaði á mig, vísast er augljóst val að velja sér svartan lit en mér finnst alltaf skemmtilegast að sýna þessa liti sem eru kannski ekki alltaf augljóst val.

bláttsmoky10

Blýanturinn heitir Diorshow Kohl og hann er svona dökkblár en það eru til nokkrir mismunandi litir og í vorlúkkinu kom sumsé einn sem er bara með lúkkinu en hinir litirnir þar á meðal þessi haldast í úrvali áfram.

bláttsmoky9

Formúla litarins er mjög mjúk og áferðafalleg, það er lítið mál að vinna með litinn, mýkja hann og svo ef maður vill styrkja eða þétta litinn meira þá er lítið mál að bæta bara á. Svo þegar oddurinn minnkar þá er bara skrúfað upp meira magn með því að snúa endanum.

Það sem ég geri hér er að ég maka bara litnum yfir augnlokið, fyrst passa ég að fara alveg þétt uppvið augnhárin svo það verði ekkert bil. Svo nota ég blöndunar burstann til að klára dreifinguna og mýkja áferðina og jafna litinn. Svo geri ég eins meðfram neðri augnhárunum. Þetta getur ekki verið einfaldara – ef þið viljið svo bara halda lúkkinu svona þá getið þið bara bætt við t.d. svörtum eyeliner og sett maskara og svo væri þá lúkkið bara til, ég ákvað hins vegar að bæta aðeins á sem var að setja æðislegan grátóna augnskugga með glimmeri ofan á – gefa lúkkinu smá úmpf!

bláttsmoky3

Svo ég setti mono augnskuggann úr vorlúkkinu yfir bláa litinn og þessir tveir tónuðu svona svaka vel saman og úr varð svona köld blátóna glimmer smoky augnförðun. Augnskugginn heitir Fairy Grey og er sumsé grátóna með fallegri glimmeráferð sem kemur í alls konar flottum litatónum. Þið sjáið hann hér aðeins neðar í færslunni ásamt öðrum vörum sem ég notaði í lúkkið.

bláttsmoky4

Svo toppa ég bara lúkkið með blautum eyeliner, björtum kinnali, og léttum varalit. Við þetta lúkk er kannski ekta að vera með nude varalit en mig langaði það einhvern vegin ekki ég vildi gera eitthvað aðeins örðuvísi svo ég setti glansandi og nærandi varalit á varirnar svo auðvitað bara nóg af maskara. Augabrúnirnar fá helst alltaf að vera bara viltar og ég set í mesta lagi þessa dagana litað augabrúnagel á þær.

Hér sjáið þið aðrar vörur sem ég nota til að gera lúkkið – allar vörurnar þrjár á myndunum eru úr vorlúkkinu frá Dior, kinnalit í litnum Cherry Glory, Rouge Dior Baume í litnum Gala og svo mono augnskuggann í litnum Fairy Grey. Virkilega góðar vörur og Dior aðdáandinn ég er svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með þetta vorlúkk. Vorlúkkið frá Dior er eitt það stærsta í ár og hér eru frábærar vörur sem þarf ekkert endilega að tengja við vor enda sjáið þið að ég náði alveg að gera voðalega kalda augnförðun sem hæfir snjóstorminum sem hefur geysað hér síðustu daga!

bláttsmoky

 

Lakkið sem ég er með og paraði með þessari köldu förðun er svo sannarlega ólíkt því en mér fannst peach liturinn tóna fallega við þann bláa. Ég er mikill Dior naglalakka aðdáandi og ég vel þau yfirleitt fyrst fremur en önnur lökk. Eftir að nýja formúlan kom svo á síðasta ári finnst mér lökkin ennþá fallegri en áferðin minnir svo sannarlega á gel naglalökk. Mögnuð staðreynd er svo að þessu lökk endast alltaf fullkmlega hjá mér í marga daga og eru einu lökkin sem lifa það af að ég fari að merchandise-a inní Vero Moda – vegnulega rústa ég nefninlega nöglunum mínum alltaf en ekki þegar ég er með þessi lökk.

Fallegi liturinn Majesty er einn af þremur litum úr vorlúkkinu en auk þeirra er svo skemmtilegt confetti yfirlakk.

bláttsmoky11

Svona fór ég fín á starfsmannafund hjá Vero Moda um daginn – það vakti mikla lukku enda er ég yfirleitt alveg ómáluð í vinnunni svo þetta sýndi mig kannski í nýju ljósi ;) Mæli algjörlega með svona augnskuggablýöntum þeir eru svo góðir í notkun, hjálpa augnförðuninni að endast betur þar sem þeir virka líka sem primerar og svo er gaman að nota svona litaða blýanta undir ljósari skugga til að fá nýja áferð á litina.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Nýjustu snyrtivörukaupin

Ég Mæli MeðElizabeth ArdenGuerlainLífið MittMACNýtt í SnyrtibuddunniSnyrtibuddan mín

Þegar maður skilar af sér yfir 90 blaðsíðna blaði þá finnst mér að maður eigi skilið að dekra smá við sjálfan sig svo ég gerði mér ferð á Tax Free í Hagkaupum um daginn og keypti mér þrjár vörur sem mig langaði í. Auk þess kom ég við í MAC í Kringlunni og keypti nýjasta varalitinn í Viva Glam línunni sem er hönnun söngkonunnar Miley Cyrus. Ég vil helst alltaf kaupa reglulega Viva Glam lit til að styrkja MAC Aids Fund en allur ágóði af sölu varalitanna og glossanna úr Viva Glam línunni renur óskiptur í sjóðinn. Varalitinn keypti ég auðvitað á fullu verði það er ekki afsláttur inní MAC ;)

Hér sjáið þið nýjustu snyrtivörukaupin…

varaðkaupa

Eins og ég sagði ykkur í Topp 10 færslunni minni var ég búin að ákveða að næla mér í Météorites Baby Glow kremið úr vorlínu Guerlain. Kremið er í raun litað dagkrem með miklum ljóma, ég tók að sjálfsögðu ljósasta litinn. Kremið er með léttri/miðlungs þekju svo það er flott eitt og sér eða undir annan farða til að fá ljóma. Hin varan er svo Green Tea Body Cream frá Elizabeth Arden, þetta er bara eitt það besta líkamskrem sem ég hef prófað, það ilmar dásamlega og gefur svo góða næringu. Það er reyndar á virkilega góðu verði svo plúsinn er að maður þarf ekki að leyfa sér bara á Tax Free – svo er það líka drjúgt svo það endist vel og lengi. Þegar ég hef verið að nota þetta set ég engan ilm á mig því ég vil bara leyfa ilminum af kreminu að njóta sín.

Ég greip svo eina vöru í flýti og án þess að pæla frekar í því. Það er alltof langt síðan ég hef átt Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden en þetta er ein af þessum snyrtivörum sem er sannarlega legend í snyrtivöruheiminum. Fyrir mér er þetta græðandi smyrsl sem má nota á allt andlitið, á varirnar, á þurrkubletti eða kuldaexem – þetta er dásamleg vara. Ég hef verið að nota næturkremið í línunni líka sem er virkilega gott og nærandi og það róar vitin með léttri lavander lykt.

Ég vona að þið skoðið nýja Viva Glam litinn svo, liturinn er æpandi bleikur og Miley segir sjálf að hún hafi viljað að hann yrði svona ekta tyggjógúmmíbleikur – ég hlakka líka bara til að sjá hinn varalitinn sem hún hannar sem kemur líklega í sölu í haust. Á hverju ári er útnefndur talsmaður Viva Glam sem hannar venjulega 2 liti á ári. Þessi fer í næstu varalitadagbók það er enginn vafi á því.

Ég er virkilega ánægð með þessu kaup og hlakka til að sýna ykkur ljómakremið og varalitinn betur. Síðasti séns í dag að nýta sér Tax Free dagana í Hagkaup :D

EH