Ráð fyrir sprungnar og þurrar varir

Ég Mæli MeðLífið MittSnyrtibuddan mínSpurningar & SvörVarir

Ég fæ reglulega skemmtilega tölvupósta frá lesendum sem vantar góð ráð og ég svara þeim öllum með glöðu geði um leið og tími finnst. Algengasta spurningin um þessar mundir tengist varaþurrki og ráðum til að halda þeim fallegum og vel nærðum. Mér fannst því tilvalið að taka saman nokkur ráð og skella í færslu svona ef fleiri ykkar eru í sömu vandræðum og ég og svo margar aðrar!

Skrúbba:

Við sem erum með varaþurrk könnumst án efa allar við það að varirnar eru að molna í sundur af þurrk og áferð varanna verður því langt frá því að verða falleg. Nú þegar tími jólahlaðborða, tónleika og jólaboða stendur sem hæst er ég ábyggilega ekki ein um að vilja skarta fallegum varalit – fallegasti varalitur í heimi verður ekki fallegur á sprungnum vörum, það er staðreynd! Ein mest notaðasta snyrtivaran í minni snyrtibuddu núna er því varaskrúbburinn minn frá Sara Happ. Hann er dásamlegur í alla staði vegna þess að hann virkar, það þarf lítið af honum og varirnar mínar verða silkimjúkar. Ég hef áður skrifað um hann hér – VARASKRÚBBUR. Þegar ég sá þennan skrúbb inná nola.is var ég ekki lengi að panta mér hann og hann hefur ekki vikið frá mér síðan. Það sést samt varla á honum því sama hvað ég nota hann mikið finnst mér ekkert tæmast úr krukkunni. Farið inná nola.is og sjáið hvaða ilmir eru í boði – minn er piparmynta! VARASKRÚBBAR FRÁ SARA HAPP.

Varaskrúbb má líka fá í t.d. Make Up Store en þar er hægt að fá sniðugt trio sem ég vissi ekki af fyr en fyrir nokkrum dögum – meirað segja ég veit ekki um allar vörur sem fást hér á Íslandi ;) Önnur ráð eru líka að nudda rökum þvottapoka yfir varirnar, en mér finnst það heldur sársaukafyllra en að nota skrúbba. Ég er með svo illa farnar varir að ég þarf að nudda svo ótrúlega fast. Enn eitt ráð er að nota blautan barnatannbursta, hárin í þeim burstum eru frekar fíngerð og ættu því ekki að erta um of.

varir

Hér eru mínar go to vörur – The Lip Scrub frá Sara Happ og The Lip Slip frá Sara Happ, báðar vörur fást hjá nola.is

Næra:

Það fyrsta sem ég geri svo þegar ég er búin að skrúbba er að setja nóg af varasalva á varirnar til að næra, næra, næra! Ég er farin að heillast helst núna af varasölvum sem stútfylla varirnar mínar af raka og sem gefa þeim fallegan glans. The Lip Slip frá Sara Happ er varasalvi sem er algjör svona lúxus varasalvi og er eina varan sem stenst að mínu mati samanburð við Baume de Rose frá By Terry og sá er nú einstakur en kostar smá pening. The Lip Slip er næring sem var uppseld bara í heiminum alltof lengi og er nú loksins komin í nola.is. Það sama gildir um þennan og skrúbbinn, sama hvað ég nota hann mikið þá finnst mér bara bætast í krukkuna – svona eiga snyrtivörur að vera!

Hin næringin sem mér finnst gefa vörunum mínum svona fallegt útlit er nýji varasalvinn frá Blue Lagoon sem mér finnst hafa ótrúlega græðandi áhrif á varirnar mínar. Ég er mjög slæm af varaþurrk og þegar ég verð slæm þá fer ég að naga varirnar því þurrkurinn pirrar mig svo rosalega mikið. Þetta er kækur sem ég get ekki losnað við sama hvað ég reyni og þær hafa því yfirleitt verið sprungnar og leiðinlegar en hér fann ég varasalva sem lagar þetta. Varasalvinn er algjörlega frábær og hann minnir mikið á túbugloss en hann er stútfullur af næringarríkum efnum eins og t.d. þörungum sem eru að örva kollagen framleiðslu húðarinnar. Varasalvinn er með myntu og vanillu ilm og hann er líka svona endalaus og kostar 3500kr – hann er hverrar krónu virði stelpur og þennan kaupi ég mér aftur um leið og ég klára hann.

varir2

 Þessi er algjörlega dásamlegur hann fæst á öllum sölustöðum Blue Lagoon t.d. í búðinni á Laugaveginum í Lyfju og í Hagkaupum.

En alveg eins og að undirstaða fallegrar förðunar er vel nærð og heilbrigð húð þá er undirstaða fallegra jólavara vel nærðar og áferðafallegar varir. Ég vona að þessi einföldu ráð mín geti nýst ykkur en munið bara að skrúbba og næra, alltaf áður en þið setjið á ykkur varalit og hann verður bara miklu fallegri og hann endist betur. Því eins og með húðina þá endist farði betur á vel nærðri húð en ekki því hún þarf ekki að sækja í rakann frá farðanum – það sama gildir og varir og varaliti/varagloss.

Lip Slip og varasalvinn frá Blue Lagoon víkja ekki langt frá mér og eins og áður hefur komið fram hjá mér þá er ég með varasalva alls staðar. Þessir tveir ásamt þeim klassísku frá Blistex víkja aldrei langt frá mér – meira um Blistex HÉR.

Ef ykkur vantar aðstoð tengdri húðumhirðu eða förðun ekki hika við að skutla á mig línu ernahrund(hjá)trendnet.is ég svara alltaf eftir bestu vitund og um leið og ég hef tök á:)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Jólagjafahugmyndir fyrir mig!

Á ÓskalistanumFallegtFashionÍslensk HönnunJól 2014Jólagjafahugmyndir

Fjölskyldan hefur verið að krefja mig um jólagjafaóskalista síðustu vikur svo ég ákvað að skella í einn slíkan og deila honum með ykkur öllum. Ég er voðalega skrítin með gjafir, ég veit aldrei hvað mig langar í og mér finnst mjög erfitt að ætlast til þess af fólkinu mínu að gefa mér gjafir – bara gefa Tinna Snæ gjafir, hann hefur svo gaman af því :)

Svo hér er eiginlega bara minn óskalisti og margar af þessum óskum stefni ég líka sjálf á að safna mér fyrir og kaupa í framtíðinni, ég vil helst bara fleiri múmínbolla í safnið eða fallegt jólakort ;)fyrirmig

1. Hattur frá Janessa Leoni fæst í JÖR. Ég er alveg dolfallin yfir fallegri höfuðfatshönnun Janessu og á næstu dögum er ný lína af höttum væntanleg í verslun JÖR á Laugaveginum. Ég hlakka til að skoða sendinguna vel og deila með ykkur myndum – það gerist á allra næstu dögum. 2. Ilmurinn Love frá MCMC fæst í JÖR, dásamlegur handgerður ilmur sem fellur vel að mér – ást við fyrsta þef! Meira um þetta merki líka á næstu dögum. 3. Múmínmömmukrús – takmarkað upplag. Þessa fallegu handfangalausu krús rakst ég á í Suomi Prkl fyrir ekki svo löngu síðan. Dagur í lífi múmínmömmu umlykur krúsina sem er virkilega krúttleg og flott. 4. Hetta frá As We Grow, ég var vandræðalega spennt þegar ég sá að það voru komnar fleiri hettur í sölu frá þessu fallega merki en hér eru á ferðinni flík fyrir okkur mömmurnar frá sama gæðamerkinu og framleiðir ein bestu barnafötin, svona verð á að fá! 5. Nýjasta múmínkrúsin, þessa er reyndar ekki hægt að fá því hún kemur ekki í sölu fyr en 2015 og fyrsta upplagið er nú þegar uppselt í forsölu í múmín vefversluninni. Þessi verður samt sem áður minn við fyrsta tækifæri þó ólíklegt sé að hann verði undir trénu mínu. 6. Támjóu ökklastígvélin frá Camilla Pihl fyrir Bianco, þessi eru búin að vera á mínum skóóskalista frá því ég sá þau fyrst – en ég á nú þegar tvö pör úr þessari línu og hef því ekki réttlætt kaupin enn… 7. Taska frá Chloé, það er enginn svo sem að fara að gefa mér þessa rúmlega $700 tösku en falleg er hún og ég er held ég hrifnust af töskunum frá Chloé og langar mikið að sú fyrsta sem ég kaupi mér sjálf verði frá henni. Þessa rakst ég á útí í Selfridges í London og ég er ekkert að grínast með það að ef ég hefði verið búin að fá útborgað þegar ég var þar úti er líklegra en ekki að hún hefði komin með mér heim – stundum ræð ég ekki við mig! 8. Feldur frá Feld, fæst í Geysi, mér finnst þessi fallegi hálskragi alveg dýrðlegur og mig langar mikið í hann! Mig langar samt helst í frekar svona umfangsmikinn feld sem er samt með slaufunni. Mér fannst ekki mikið úrval af þannig í Geysi en ég rakst á þennan á heimasíðu Felds og ætli hann fáist ekki alla vega hjá þeim – þessi er efstur á jólaóskalistanum :)

fyrirmig2

9. Kanna frá Moomin fæst í t.d. í Suomi Prkl. Þessi fallega múmínmömmukanna yrði falleg undur morgunsafann í helgarbrunchum eða heimagert saft í sumar. 10. Slá frá Farmers Market – jú þessi og hálskraginn eru saman efst á óskalistanum. Ég er svo mikil kuldaskræfa og ég elska að vefja mig inní hlýjar flíkur. Mér finnst Farmers Market eitt af þessum klassísku og tímalausu íslensku merkjum og ég er nánast á því að ný flík frá merkinu séu skyldukaup á hverju hausti! 11. Hunter stígvél fást í Geysi, þessi hafa lengi verið á óskalistanum – kallinn getur staðfest það. 12. DNA eftir Yrsu, hún er minn uppáhalds íslenski rithöfundur – fyrir utan Pál frænda minn að sjálfsögðu! Yrsa er svo lagin við að halda manni við efnið og hræða úr mér líftóruna – ég hef íhugað að skella bók eftir hana inní frysti eins og Joey…. 13. Tookah með Emiliönu Torrini á Vínyl, nú langar mig að safna íslenskri tónlist á Vínyl og fyrst langar mig í þessa stórkostlegu plötu frá minni uppáhalds íslensku söngkonu. 14. Múmín ferðamál, ég á ekkert svona – það er á ákveðinn hátt mjög sérstakt en kannski ágætlega í lagi svo fólk fari ekki að tala um mig sem klikkuðu múmínkellinguna – sem er mögulega tapaður bardagi. 15. Glimmer samfestingur frá Andrea Boutique, ég veit ekki hvort eitthver flík önnur en þessi muni nokkur tíma koma til greina sem áramótaflík í mínum huga – algjörlega trylltur!!!

Hér er þá minn óskalisti – ég er voðalega erfið með gjafir, ég á svo erfitt með að segja hvað mig langar í. Ég er meira fyrir að gefa gjafir og á erfitt með að þiggja þær sjálf og því nánast ógerlegt fyrir mig að segja hvað mig langar í. En eftir nokkurra vikna hugsun (ég er ekki að grínast með tímann) þá er þetta útkoman – ég held hún endurspegli langanir mínar bara mjög vel :)

Njótið daganna framundan – þeir eru ekki margir eftir fram til jóla og munið að njóta, njóta, njóta ekki gleyma ykkur í gjafastressi, bakstri eða tiltekt. Jólin koma bara einu sinni á ári og þau koma sama hvort við erum búin að skúra eða ekki – svo ekki gleyma ykkur – lofið mér því <3

EH

Hátíðarlúkkið frá Sleek

AugnskuggarÉg Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirLífið MittmakeupMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýjungar í Makeup-iNýtt í Snyrtibuddunni

Núna er komið að hátíðarlúkkinu frá breska merkinu Sleek sem hin yndislega Heiðdís Austfjörð selur á haustfjord.is. Ég er hrikalega skotin í þessar förðun – þó ég segi sjálf frá en ég brá á smá leik með nýrri highlighterpallettu sem var að koma í sölu hjá merkinu.

Förðuninni skartaði ég á hátíðartónleikum Siggu Beinteins sem voru stórkostlegir!! Ef þið þekkið Siggu megið þið engilega skila hlýjum kveðjum til þessarar stórkostlegu söngkonu frá mér:)

Hér sjáið þið förðunina…sleekhátíð

Hátíðleg og ljómandi förðun – alveg eins og ég vil hafa þær!

sleekhátíð9

Augnskuggapallettan sem ég notaði heitir DANCING TIL DUSK – smellið á nafnið til að fara inná síðu haustfjord.is. En pallettan inniheldur fjóra augnskugga og tvo kinnaliti. Ég byrjaði á því að grunna skygginguna með matta dökka litnum, skyggingin var hringlótt sem þýðir að ég setti augnskuggann sitthvorum megin við miðju augnloksins sem ég hélt hreinni. Í miðjuna setti ég svo ljósa matta skuggann og dreifði vel úr til að mýkja skygginguna. Svo fór dekkir sanseraði liturinn yfir skygginguna og ljósi sanseraði yfir miðjuna.

Ég ákvað svo að nota orange kinnalitinn – hrikalega fallegur litur.

sleekhátíð4

Mér fannst þó vanta aðeins meiri ljóma og í staðin fyrir að nota hana bara á andlitið skellti ég lit úr highlighter pallettunni í augnförðunina!

sleekhátíð8

Ég bara bilast yfir þessari fallegu pallettu!! PRECIOUS METAL HIGHLIGHTING PALETTE – smellið á nafnið til að finna vöruna á haustfjord.is. Ég féll fyrir þessari um leið og ég sá hana fyrst en hún inniheldur fjóra liti – þrjá blauta og einn þurran. Ég notaði bara litinn sem er í neðra hægra horninu. Ég setti litinn yfir mitt augnlokið og blandaði saman við púðurskuggana og ég setti hann líka í innri augnkrókinn og aðein meðfram neðri augnhárunum og svo setti ég hann að sjálfsögðu ofan á kinnbeinin.

sleekhátíð3

Mér finnst highlighterinn á augunum alveg fullkomna förðunina sem verður einnig rosalega hátíðleg með þessu litla smáatriði.

sleekhátíð2

Face Form pallettan mín er mín allra uppáhalds frá merkinu og ég nota hana á hverjum degi. Í þessar förðun notaði ég samt bara mótunarpúðrið því ég notaði kinnalit og highlighter úr hinum pallettunum. Minn litur er reyndar uppseldur en það er ein af þremur pallettum til – þessi vara er bara fullkomin og algjörlega idiot proof – FACE FORM FRÁ SLEEK.

sleekhátíð6

Það er alveg ótrúlegt hvað smá highlighter í augnkróknum getur birt yfir augunum og augnumgjörðinni. Ég er alltaf hrifin af þessu auka tipsi til að fullkomna augnförðunina.

sleekhátíð7

Maskarinn er líka frá Sleek, hann heitir Lethal Length og ég kann mjög vel við hann, sérstaklega þar sem hann greiðir mjög vel úr augnhárunum og lyftir þeim vel frá augunum. Ég hef ekki mikið notað hann en þegar ég hef gert það hef ég aldrei orðið vör við að hann smitist eða hrynji – það er gæamerki. MASKARI FRÁ SLEEK. Glossinn sem ég er með á vörunum er svo GLOSS ME Í LITNUM ANGEL FALLS. Virkilega fallegur ljós varagloss sem gefur fallegan glans en glossinn er ekki kístraður.

Ég er alltaf jafn hrifin af þessu skemmtilega merki sem er á svo góðu verði. Highlighter pallettan er nú orðin mín önnur uppáhalds vara frá merkinu, það er langt í það held ég að það fari eh vara fram úr Face Form pallettunni. En svo er svo æðislegt að vörurnar eru á svo góðu verði og þessar pallettur eru fullkomnar í vinkonugjafir því þær eru á mjög sanngjörnu verði og þetta er samt mjög vegleg gjöf að mínu mati.

Í vikunni koma svo hátíðarfarðanir frá Guerlain, Make Up Store og Max Factor!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég og Burberry erum eitt

Ég Mæli MeðFallegtFashionIlmirJól 2014JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Ég hef aldrei farið leynd með ást mína á breska tískuhúsinu Burberry – oft á ég í miklum erfiðleikum með að skilja afhverju í ósköpunum förðunarvörurnar frá merkinu fást ekki hér en það væri þá draumur sem myndi rætast í mínum huga! En ilmvötnin fást hér og nýlega kom á íslenskan markað ilmurinn My Burberry og ég skríkti eins og lítil smástelpa þegar ég fékk minn – ég get ekki líst spennufallinu sem ég upplifði og það var ekki útaf einhverju smá – það var útaf þessu…

myburberry2

Ég hljóma kannski ögn dramatísk yfir ilmvatni en þið sem hafið lesið síðuna mína frá upphafi ættuð að muna eftir því að ég held aldrei vatni yfir stórkostlegum línum Christopher Bailey fyrir þetta æðislega tískuhús og ég fylgist vel með öllu sem fer þar fram. Ég gekk galvösk um London fyrir nokkrum vikum síðan í leit að Burberry versluninni og þorði svo ekki inn! Ég er ekkert að grínast með það að ég labbaði fram og til baka framhjá búðinni, aftur og aftur og aftur og manaði mig aldrei uppí að fara þarna inn – já stundum skortir mig kjarkinn eins og á þessari stundu – næst fer ég inn! En þar sem ég var bara gluggagæjir þarna í London þá blöstu við mér auglýsingarnar fyrir þennan fallega ilm þar sem starfssysturnar Kate Moss og Cara Delevingne sátu saman fyrir á íklæddar að sjálfsögðu klassískri trench kápu frá merkinu – langtímamarkmið hjá mér að eignast svoleiðis grip!

Kápan er viðeigandi klæðnaður þar sem innblásturinn fyrir ilminn er einmitt hún ásamt fallegum garði í London eftir rigningu.

myburberry

Glasið sjálft er tímalaust og hönnun þess minnir þannig á kápuna frægu. Litirnir í umbúðum, munstrið sem umlykur kassann innan  á, litaáferðin á tappanum og slaufan sem bundin er um hálsinn – allt túlka ég þetta sem innblástur í kápuna sem verður mín einn góðan veðurdag. Kynningin fyrir þennan ilm er ein sú veglegasta í manna minnum fyrir ilm frá tískuhúsinu og hann var bókstafleg útum allt í London og mér fannst alveg dásamlegt að fá að upplifa smá af henni þegar ég var úti.

Það var ilmvatnsgerðamaðurinn Francis Kurkdjian sem hannaði ilminn:

„You have the vibrancy of the city, so it is something contemporary. You have the garden. You have the flowers…and the art of gardening, which is very important for the British. The flowery aspect of the perfume comes from that idea of the garden after the rain. You have the lush wetness. You have the soil. You have the earthiness. All of these feelings.“

myburberry5

Ilmurinn er samsettur úr eftirfarandi nótum…

Toppur:
Sweat Pea, Bergamot og Mandarin Orange.

Miðja:
Geranium, Freesia og Quince

Grunnur:
Patchouli og Damask Rose

Ilmurinn er að mínu mati mjög kvenlegur og elegant, þetta er djúpur og fallegur blómailmur sem sómar sig vel sem aðalilmur breska tískuhússins um þessar mundir. Mér finns ilmurinn tímalaus og hann mun í framtíðinni vera í mínum huga á stall með Chanel no 5 og J’Adore – þar er nú ekki amalegt að vera í mínum huga. Þessi er því líka tilvalinn í jólapakka Burberry aðdáandans eða konunnar sem vill þessa klassísku. Ég hef sjálf ekki mikið notað þá en þessi hefur verið notaður síðustu vikuna – eða alveg síðan hann varð minn.

Ég finn ekkert fyrir þessum ilm á sjáfri mér sem hlýtur að þýða bara það að ég og Burberry erum eitt og verðum það um ókominn tíma!

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

2. í aðventu! vantar þig hátíðarkjól?

FallegtJól 2014Jólagjafahugmyndir

Þá er komið að næsta aðventuleik á síðunni minni og eins og áður þá verða alls konar glaðningar og í þetta sinn er glaðningurinn í formi hátíðarklæðnaðar frá versluninni Esprit í Smáralind. Ég kíkti þar við um daginn til að skoða úrval kjóla og velja þá sem við vildum gefa konum kost á að eignast.

Sjálf á ég nokkrar flíkur úr þessari fallegu og klassísku verslun og við höfum oft fundið líka falleg herraföt á Aðalstein þar – ef þið hafið ekki kíkt við þar nú þegar þá er um að gera að skella sér í Smáralindarferð ekki seinna en í dag :)

Hér fyrir neðan sjáið þið kjólana sem gætu orðið ykkar. Ég ákvað að leyfa myndunum sem ég fékk frá Esprit að halda sér því ég kann svo vel að meta það að kjólarnir eru bæði sýndir á vörumynd og á módeli – bæði framan á og aftan á svo þið ættuð að fá góða hugmynd um hvernig kjóllinn er í raun.

2014-11-249 1. Sá eini sem í boði er sem er í lit. Þessi fjólublái er ótrúlega klassískur og gæti vel nýst í vinnu líka – það er bara um að gera að para rétta fylgihluti við hann.

1410206

2. Ég fýla sniðið á þessum kjól í botn – hann kemur virkilega fallega út og hálsmálið gerir hann svo hátíðlegan.

1410209

3. Mér finnst þessi alveg dásamlegur – ekta svona 60’s kjóll sem ég er viss um að Frú Kennedy myndi glöð hafa klæðst. Rendurnar gera mikið fyrir kjólinn sem er með 3/4 ermum fyrir þær sem finnst það betra.7

4. Þessi kjóll er alveg glæsilegur og gæti vel gengið á áramótum eða aðfangadag. Þó hann sé nú alveg flottur á þessari mynd er hann enn flottari í eigin persónu!2014-11-2485. Þessi kallaði á mig úr rekkunum inní Esprit og hann kom svo vel út á einni gínu í búðinni að ég féll alveg fyrir honum. Finnst miðja kjólsins sérstaklega falleg en hún ýkir kvenlegan vöxt og mótar líkamann á fallegan hátt.

Collages306. Að lokum svo kjóllinn sem ég myndi velja mér af þesusm 6. Blúndan á efri hluta kjólsins gerir hann svo elegant og fínlegan og mér finnst mjög flott að módelið sé bara í töff ökklastígvélum við hann – ég myndi líka gera það til að gera hann aðeins töffaralegri.

Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt er að:

1. Deila þessari færslu.

2. Skrifa í athugasemd hér fyrir neðan hvaða kjól þið mynduð vilja, setjið endileg nr. hvað kjóllinn er og látið svo fylgja með í hvaða stærð. Esprit er með evrópsk nr. svo þau eru yfirleitt frá 36-44 – ef þið vitið ekki hver af þeim stærðum er ykkar getið þið líka notað S-XL og við ættum að geta giskað á stærð útfrá því :)

Ég dreg svo af handahófi úr öllum athugasemdum á þriðjudaginn og gleð heppin lesanda með fallegum hátíðarkjól!

EH

ESPRIT SMÁRALIND Á FACEBOOK

Ragnheiður Lilja, jólagjafir fyrir vinkonur

Jól 2014JólagjafahugmyndirRagnheiður Lilja & Rebekka Rut

Ég elska jólinn og sérstaklega að gefa öðrum fallegar gjafir. En ég á frekar erfitt með að finna flottar gjafir eða bara finna gjafir sem eru ekki of dýrar. Svo af ég gerði lista yfir jólagjöfum sem mér finnst flottar fyrir vínkonurnar og vonandi hjálpar hjálpar þetta þér.

Ég er í stórum vinahóp og í staðin fyrir að kaupa gjafir fyrir allar vinkonurnar, þá settum við nöfn í hatt og drógum.

The_Fault_in_Our_Stars

1. The Fault In Our Stars.

10850098_10203131331946126_7106130955979254978_n 2. Real Techniques Expert Face brush.

10847906_10203131331106105_1598952126414164373_n 3. Plast jólatré úr Ikea.

vanilla_mint_open_cap_left_side_front

4. EOS piparmintu/vanillu varasalvi

10704051_10203131329826073_1827708795594706552_n

5. OPI naglalakk Lincoln Park after dark.

10403535_10203131327386012_6431045021260788580_n

6. Gosh Velvet touch varalitur nr.6 .

752669

7. Baby Lips gjafakassi með 6 mismunandi varasölvum.

– Ragnheiður Lilja

Ragnheiður Lilja er 15 ára gömul Hafnafjarðarmær með ótrúlega mikinn áhuga á öllu sem tengist tísku og förðun. Hún ásamt systur sinni Rebekku Rut munu verða gestapennar á Reykjavík Fashion Journal um óákveðinn tíma meðan þær læra almennilega á bloggheiminnn. En þær stefna á að opna sína eigin síðu í framtíðinni. Takið vel á móti þeim systrum :)

Erna Hrund

RFJ verðlaunin! Hvaða vörur bera af árið 2014?

Ég Mæli MeðmakeupSnyrtivörur

Jæja! Eins og í fyrra legg ég í leitina að bestu snyrti- og förðunarvörum ársins. Ég er hrikalega spennt að sjá hvað ykkur finnst en eins og í fyrra langar mig að biðja ykkur um að velja eina vöru í eftirfarandi flokkum…

Förðunarvörur…

 • Besti farðinn (þar með eru allar tegundir farða, fljótandi, púður, krem…)
 • Besti hyljarinn
 • Bestu skyggingarvörurnar (t.d. sólarpúður, highlighter)
 • Besti kinnaliturinn
 • Besti maskarinn
 • Besta augabrúnavaran
 • Besti eyelinerinn – allar tengundir, blýantar, blautir og gel t.d.
 • Bestu augnskuggarnir
 • Besti primerinn
 • Bestu naglalökkin
 • Besti varaliturinn
 • Besti glossinn
 • Besti varasalvinn
 • Bestu förðunarburstarnir

Húðvörur…

 • Bestu hreinsivörurnar (má vera hreinsar, andlitsvatn, skrúbbar og jafnvel raftæki sbr. Olay, Clinique og Clarisonic)
 • Bestu nærandi kremin (má vera 24h krem, dagkrem eða næturkrem)
 • Besta augnkremið
 • Besta húðserumið
 • Besti húðskrúbburinn
 • Besti andlitsmaskinn
 • Besta næringin fyrir líkamann
 • Besta sjálfbrúnkuvaran
 • Besta líkamsnæringin
 • Besta ilmvatnið

Hárvörur…

 • Bestu hreinsivörurnar (sjampó og næring)
 • Bestu mótunarvörurnar
 • Besti hármaskinn
 • Besta hárolían
 • Bestu græjunar (sléttujárn, blásari og krullujárn)

rfjverðlaun14

 

Mig langar að taka fram að þið þurfið alls ekki að tilnefna vörur í öllum flokkum – bara þeim sem ykkur langar og þið þurfið heldur ekki að taka fram nafnið ykkar, tilnefningarnar mega alveg vera nafnlausar.

Eins og í fyrra fara nokkrar skvísur ekki tómhentar frá borði en fjórar þeirra sem taka þátt fá öll gerviaugnhárin hennar Tönyu Burr til að prófa. Samtals eru það 6 týpur af augnhárum sem gætu orðið ykkar. En hér – TANYA BURR AUGNHÁR – getið þið lesið ykkur til um augnhárin, séð sýnikennsluvideo og hárin sem í boði eru. En auðvitað ef þið vinnið þá þurfið þið að skila inn tilnefningum undir nafni nú svo augnhárin komist á rétan stað. Sigurvegarana kynni ég þegar ég loka kosningunni sem verður þá í lok næstu viku.

tbaugnhár4-620x409

Ég hlakka mikið til að sjá hvað ykkur finnst en þið hafið heila viku til að skila ykkar tilnefningum inn og svo vinn ég uppúr þeim – spennan magnast en ég er nú þegar búin að tilnefna græjur í öllum flokkum sem ég gef ekki upp – alla vega ekki strax ;)

EH

Leyndarmál Makeup Artistans: Skiptið um sængurver!

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Að skipta um á rúmminu er eitthvað sem ég mætti alveg taka mig á að gera mun oftar en ég geri… – ég viðurkenni það af fúsum og frjálsum vilja. Ef þið eruð gjarnar á að fá leiðinda óhreinindi, bólur og svoleiðis vesen þá ættuð þið í alvörunni að íhuga að skipta örar á sængurverunum ykkar því í þeim leynist ýmislegt misgirnilegt…. :/

En í rúmminu okkar og sérstaklega koddaverum geta leynst hinar ýmsu bakteríur. Því það sem húðin okkar gerir á nóttunni er að hún skilar óhreinindum sem liggja dúpt inní húðinni uppá yfirborð hennar og þá að sjálfsögðu fer eitthvað í koddaverið. Ef þið eruð stundum ekki nógu duglegar að hreinsa af ykkur förðunarvörurnar og leggist bara beint á koddann verða þau að sjálfsögðu strax skítug ekki bara af förðunarvörum heldur af ýmsum öðrum óhreinindum eins og t.d. mengun sem getur sest á koddann okkar. Í koddann okkar sest svo að sjálfsögðu líka slef… – jebb ég er sek, samt eiginlega bara þegar ég er kvefuð.

Svo er það líkaminn og t.d. lappirnar okkar þið getið varla ímyndað ykkur hversu mikið af dauðum húðfrumum líkaminn okkar losar sig við og bakteríur þrífast á þeim og svo sofum við í þeim. Ég er ekkert að grínast með það að ég finn mikinn mun á húðinni minni þegar ég er of lengi að skipta um sængurveri – mér finnst ég frekar fá bólur og ég rek það frekar til skítugra sængurvera heldur en of mikillar Coca Cola neyslu sem er nú frekar jöfn yfir daginn. Svo skilar líkaminn einnig að sjálfsögðu frá sér umfram olíu og svita á meðan við sofum svo við þurfum endilega að venja okkur á að gera þetta að ómissandi parti af vikunni – þetta er eitt af þessu sem ég ætla að taka mig á í að gera á mínu heimili.

Það er eiginlega alveg magnað hvað hrein sængur- og koddaver geta haft góð áhrif á húðina og starfsemi hennar og svo á móti hvað þau óhreinu geta haft slæm áhrif. Þetta er nánast jafn mikilvægt og að hreinsa húðina vel kvölds og morgna.

Ef við tökum svo hræðsluáróðurinn minn alla leið þá sýna rannsóknir það að það sé betra fyrir húðina að sofa t.d. í silki sængurverum – það er minna áreiti frá því heldur en t.d. bómull og teygir því minna á húðinni. Ég ætla nú samt ekki að fara að segja að ef þið sofið í bómullar sængurverum þá fáið þið fínar línu – mér fannst þetta bara mjög steikt pæling og þar sem færslan var orðin dáldið ýkt ákvað ég að taka þetta lengra – kv. sú sem sefur með IKEA sængurver og er mega sátt!

26675c2c50bf97687da44c78ecc02105

Jæja – smá hræðsluáróður í gangi á miðvikudegi! Ég er alla vega farin að skipta um sængurver – sjáumst!

EH ;)

Klassísk hátíðarförðun með Bare Minerals

Ég Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirmakeupMakeup ArtistNýtt í Snyrtibuddunni

Ég er þessi safe týpa þegar ég fer eitthvað fínt út – ég veit ekki afhverju þar sem ég er nú að verða sífellt duglegri við að sýna ykkur ýktari og meira áberandi farðanir :)

Ég hef ekki mikið prófað vörurnar frá Bare Minerals en ég hef alltaf hrifist af steinefnaförðunarvörum einfaldlega vegna þess að þær fara svo vel með húðina og gefa henni góða næringu og steinefni sem styrkja hana. Eftir að hafa aðeins lesið mér til um þetta merki og prófað mig áfram með þær vörur sem ég hef fengið frá merkinu þá verð ég að segja að mér finnast þær mjög flottar og bæði vörurnar sjálfar og litirnir ná að tengja sig vel við það sem er að gerast í förðunartískunni í dag.

Hér sjáið þið hátíðarlúkkið mitt í ár með vörum frá Bare Minerals – þetta er svona ekta Ernu Hrundar jólaförðun ;)

baremineralsbareminerals6

Hér sjáið þið vörurnar frá Bare Minerals sem eru í aðalhlutverki á myndinni…

bareminerals12

 • Prime Time Foundation Primer – þægilegur og mjúkur primer sem fylgdi starter settinu sem ég fékk frá Bare Minerals. Þessi rennur yfir húðina og skilur eftir sig mjúkt og falleg yfirborð.
 • Pure Brightening Serum Foundation – þessi fallegi farði er alveg æðislegur en ég hef sýnt ykkur hann áður í sér færslu. Ég dýrka hvað þarf lítið af honum í hvert skipti en þrír dropar er meira en nóg fyrir mig til að ná að þekja alla húðina.
 • Stroke of Light hyljari – æðislegur léttur hyljari sem gefur fallega ljómandi áferð, hylur bara þokkalega vel og blandast vel við grunninn.
 • Mineral Veil finishing powder – þetta æðislega litlausa púður fylgdi með í starter setti sem ég fékk frá merkinu, ég dustaði því mjög létt yfir húðina bara til að fá fallegri áferð. Ég er alveg sérstaklega skotin í þessu púðri.
 • Warmth All-Over Face Color – fallegur skyggingarlitur sem gefur mjög mjúka andlitsmótun.
 • Ready Eyeshadow í litnum The Perfect Storm – ég fékk svona augnsett með setti af augnskuggum, eyeliner og maskara. Litirnir á augnskuggunum eru mjög beisik og þeir gáfu mér innblásturinn fyrir þetta náttúrulega lúkk sem ég skrifa meira um hér fyrir neðan.
 • Lasting Line Long-Wearing Eyeliner í litnum Absolute Black – eyelinerinn er rosalega mjúkur og fallegur en ég rétt nota hann til að skerpa aðeins á augnumgjörðinni minni.
 • Lash Domination maskari – maskari sem gerir augnhárin extra þykk og seyðandi.
 • Marvelous Moxie gloss í litnum Party Starter – fallegur léttur gloss sem gefur vörunum smá fiðring sem gerir þær enn þrýstnari.

bareminerals10

Ég var virkilega hrifin af augnskuggunum. Ég fer alltaf hægt í að prófa mig áfram með nýja augnskugga og set bara smá og smá í burstann í einu en ég hefði ekki þruft þess með þessa liti sem var mjög gott að vinna með. Ég byrjaði á því að setja hvíta litinn yfir allt augnlokið og setti svo bara svona típíska banana skyggingu með smá aukinni skerpu í globuslínunni með brúnni augnskugganum og fékk þá smá svona 50’s áferð á augun.

bareminerals5

Ég er ofboðslega ánægð með þessa falelgu og mjúku blöndun á augnskuggunum.

bareminerals7

Endingin á förðuninni var virkilega flott og þá sérstaklega á augnskuggunum. Ég hef ekki prófað mikið svona steinefna augnskugga svo ég vissi eiginlega ekki við hverju ég átti að búast svo árangurinn kom mér skemmtilega á óvart!

Bare Minerals vörurnar eru tilvaldar fyrir ykkur sem eru með viðkvæma húð, hvort sem hún er þur eða olíumikil því þær eru svo nærandi fyrir húðina og erta hana lítið sem ekkert og henta því að sjálfsögðu viðkvæmum vel. Fyrir áhugasamar þá eru allar vörurnar frá þessu flotta merki á 25% afslætti í Hagkaup Smáralind fram á sunnudag.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Húðdroparnir sem eru að sigra heiminn!

Ég Mæli MeðFyrir eldri húðHúðLífið MittSnyrtivörur

Fyrir nokkru síðan bauðst mér að koma í heimsókn og kynnast vörunum frá EGF eða Bioeffect eins og merkið er betur þekkt sem erlendis. Ég hef áður sagt ykkur frá minni reynslu af vörunum sem ég var þá að prófa í fyrsta sinn og ég heillaðist langmest af húðdropunum mögnuðu eins og svo margir á undan mér. Þessir stórkostlegu dropar vekja mikla athygli hvert sem þeir koma og það var ótrúlega gaman að sjá hversu frægir þeir eru – það er nánst hægt að líkja þeim við Björk og Sigurrós en bara í bjútíheiminum ;)

En að fara í heimsókn og fræðast um merkið og fá að sjá tilraunarglösin þar sem þessi flottu virku efni eru að þroskast og að fjölga sér var eiginlega bara frekar magnað og það var líka bara mjög gaman að sjá hvernig þetta er allt saman gert. Ég heilsaði t.d. bara uppá skvísurnar sem sjá um að setja pakkningarnar saman og að setja vörurnar í þær – þetta er bara gert í höndunum nánast frá A-Ö. En eins og ég segi hér fyrir ofan þá er merkið betur þekkt undir nafninu Bioeffect erlendis og ég hef alltaf laðast sérstaklega að pakkningunum þeirra (þær eru öðruvísi hér á Íslandi nefninlega). Þær grípa svo athygli manns í erlendum tímaritum þar sem ég hef ófáum sinnum rekist á þær og þau sýndu mér t.d. lang flestar af umfjöllununum sem hafa verið gerðar um þessar undravörur og ég þessar vörur hafa verið í gegnum þær að ná til ótrúlega breiðs hóps.

Húðdroparnir sópa einnig að sér verðlaunum og þau nýjustu eru virtustu snyrtivöruverðlaun í Póllandi í flokki lúxussnyrtivara. Verðlaunin hafa verið veitt árlega í tuttugu ár til alþjóðlegra og pólskra vörumerkja og húðvara sem þykja skara fram úr á hverjum tíma. Aðrir verðlaunahafar þetta árið voru: Lancome, Clarins, La Mer, Estee Lauder, Tom Ford, L`Oreal Paris, Vichy og Issey Miyake. Ég get nú ekki sagt annað en að mér finnist stórkostlegt að vara frá okkar litla Íslandi sé hér í flokki með mörgum af flottustu húðvörumerkjum í heiminum í dag og ég held að við á litla Íslandi áttum okkur ekki á vinsældunum ef ég tala fyrir mig alla vega þá gapti ég af undrun. En vörurnar eru seldar í yfir 700 stórverslunum, snyrtivöruverslunum, læknastofum, heilsulindum og flugfélögum í 25 löndum!

SK:, , fot. Podlewski/AKPA

Hér sjáið þið dreifiaðila Sif Cosmetics í Póllandi taka á móti verðlaununum.

Ég verð að segja fyrir mitt leyti að húðdroparnir eru með gæðamestu snyrtivörum sem ég hef prófað. Þetta er vara sem fór óskaplega vel með mína húð, þetta er vara sem er svo drjúg og endist því lengi, þetta er vara sem virkar og gerir nákvæmlega það sem hún segist ætla að gera og að lokum þá er þetta einföld vara í klassískum umbúðum sem er eitthvað sem ég lít alltaf á sem gæðamerki því einfaldara, því betra.

Eftir fræðsluna um merkið fékk ég prufur af nýjustu vöru Sif Cosmetics hér á landi sem hefur eingöngu fengist erlendis og er nú s.s. til hér á Íslandi undir merkinu Bioeffects…

bioeffect

Varan heitir 30 Day Treatment og er sérstaklega öflug meðferð sem er með þrisvar sinnum meira af EGF frumuvakanum en húðdroparnir og fyrir og eftir myndirnar sem ég sá voru sláandi. Þeir hjá Sif Cosmetics tóku líka fram við mig að þær myndir hefðu komið þeim mikið á óvart líka – sem er auðvitað frábært að varan sé að veita öfluga og góða meðferð og sé að skila miklum árangri og sporna þannig við öldrun húðarinnar og draga úr einkennum hennar með því að örva frumurnar okkar. En það sem frumuvakarnir eru að gera er að þeir eru eiginlega að plata frumurnar til að haga sér eins og áður – áður en það hægðist á starfsemi þeirra en það er það sem gerist þegar húðin eldist er að starfsemi húðfrumnanna verður hægari, endurnýjun verður hægari, húðin missir fyllingu og teygjanleika og það slaknar á henni. Það sem gerist einnig er að húðin þinnist en rannsókn sem óháður húðlæknir og prófessor við háskóla í Þýskalandi, Dr. Martina Kerscher, gerði sýndi fram á aukna þykkt í húðinni við noktun á húðdropunum.

bioeffect2

30 daga meðferðar droparnir eru alveg stórkostlega flott vara og húðdroparnir eru það líka – þeir eru t.d. ótrúlega flott gjöf fyrir þá konu sem þið gefið jólagjöf sem á skilið gott húðdekur. Takið eftir því að pakkningarnar eru merktar með Made in Iceland – ég veit ekki með ykkur en ég varð smá stolt þegar ég sá þetta og hugsaði svo – vá þessi flotta vara er til í yfir 700 verslunum, ég er alla vega mjög ánægð með að þessar vörur séu meðal þeirra sem kynna erlent fólk fyrir landinu okkar og duglega og skapandi fólkinu sem býr hér og starfar.

Þemað fyrir næsta Reykjavík Makeup Journal er nú þegar ákveðið og ég hef nú þegar ákveðið að vörurnar frá Sif Cosmetics fái góða umfjöllun og ég hlakka til að deila meiri upplýsingum um þetta flotta merki með ykkur. En auk þess verð ég að mæla með greininni sem hún Lilja Ósk skrifaði í nýjasta tölublað Nýs Lífs um byltingu frumuvakanna í snyrtivöruheiminum.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.