Hattur á haus!

Ég Mæli MeðFashionFylgihlutirLífið MittNýtt í Fataskápnum

Ég bætti við nýjum fylgihluti í safnið fyrir sumarið – eða sko fyrir íslenska sumarið. Það kom hattur í nýjustu sendingu VILA fyrir helgi og ég sá ég bara varð að eignast hann svo ég ákvað að gleðja sjálfa mig með honum – já og splæsa í svart hvítar myndir bara svona til að verða enn meiri töffari þó svo hatturinn hafi nokkurn vegin séð um þau mál ;)

hattur3

Hatturinn er sannarlega klassískur í sniðinu, áferðafallegur og mjög veglegur en hann kostar 6490kr í VILA sem er mjög sanngjarnt verð fyrir svona hatt. Hattar eru búnir að vera mjög áberandi í tískumiðlum síðustu misseri og mér hefur þótt sárvanta flotta hatta hér á landi eða alla vega úrval af þeim. Ég á einn frá henni Janessu Leoni úr JÖR sem er algjört æði, ég valdi mér dökkgrænan, á einn bláan svo það var ekki erfitt að velja þennan í svörtu.

hattur

Hattur: VILA frá Pieces – til svartur eins og minn og líka dökkblár. Hattarnir koma í tveimur stærðum S/M og M/L – ég er með minni stærðina. Passið þegar þið eruð að velja ykkur hatta að þeir sitji vel á hausnum, maður á ekkert endilega að þurfa að draga hann langt niður á enni hann á bara að sitja vel. Líka ef þið viljið nota hatta hér á Íslandi er um að gera að velja einn sem situr sem fastast á ykkur, annars er líklegra en ekki að hann fjúki bara af! ;)

hattur4

Mæli með þessum til að næla sér í nokkur töffarastig – mér sýnist ég alveg vera að rokka þennan – alla vega með svona fínan andasvip, myndavélasvipurinn klassíski sem ég ber aldrei framan á mér nema myndavél eða spegill beinist að mér. Aðalsteinn gerir óspart grín af mér en æjj við eigum allar svona svip er það ekki ;)

Þessi verður góður í íslenska sumrinu – ég tók hann líka þannig að hann sæti pikkfastur svo hann á ekki að fjúka!

EH

1/3 flétta

HárLífið Mitt

Ég er þessa dagana alltaf að reyna að leggja aðeins meira á mig til að vera ekki alltaf með eins hár. Það rann upp fyrir mér um daginn að hárið á mér er bara orðið alveg svakalega sítt. Mér líður eins og það að þegar ég verð ólétt taki það bara einhvern svakalegan vaxtakipp því þegar ég gekk með Tinna Snæ þá síkkaði það rosalega mikið, í fyrsta sinn síðan ég var bara lítil var ég komin með hár niður á rass – mér sýnist það stefna í það sama hjá mér. Eins og ég hef oft sagt frá þá finnst mér mjög gaman að hafa hárið niðri en ég þoli alls ekki að hafa það í andlitinu svo ég set það alltaf upp sérstaklega þegar ég er að vinna. En nú þegar hárið er svona sítt og flott finnst mér gaman að sýna það og leyfa því aðeins að fá að flaxa um í vindinum. Taglið hefur komið sterkt inn hjá mér síðustu vikur eins og ég hef sýnt ykkur en ég prófaði smá nýtt um daginn sem mig langaði að sýna ykkur.

1/3 fléttan er fín fyrir mig, ég set öfuga fasta fléttu í efri hluta hársins til að tryggja að ekkert liggi í andlitinu og svo af því ég nenni ekki alveg að flétta allt hárið ég fæ bara verk í hendurnar þetta er svo mikið svo ég skell bara teygju í hárið neðst við hausinn.

hálfflétta4hálfflétta2 copyhálfflétta3

 

Ég hef dáldið gaman af þessari greiðslu, mér líður eins og ég hafi gefið mér smá tíma til að taka mig til og sett smá hugsun í útlitið sem er samt eiginlega ekki satt því þetta tekur enga stund. Kannski er þetta smá stelpulegt en mér finnst ekkert að því að vera þá með greiðslu sem heldur mér aðeins ungri svona áður en ég eignast unga númer tvö.

EH

Fullkomnir sumarfætur með Clarisonic!

Ég Mæli MeðLífið MittReykjavík Makeup JournalSnyrtivörur

Mig langaði að segja ykkur aðeins betur frá nýjasta fjölskyldumeðliminum hjá Clarisonic – það er Pedi burstinn. Þetta er bursti sem er hugsaður fyrir fæturnar – tilvalinn fyrir þær sem vilja getað dekrað við fæturnar allan ársins hring heima hjá sér. Ég er búin að vera að nota þennan núna í smá tíma og sem mikill aðdáandi Clarisonic varð ég ekki fyrir vonbrigðum með þennan bursta.

sumarfætur6

Með burstanum fylgja tveir mismunandi burstahausar, einn sem slípir hörð svæði og svo grófur bursti sem skrúbbar fæturna vel. Svo fylgir skrúbbur með burstanum, fótáburður og næringarríkt fótaserum ef svo má kalla það.

Meðferðin hefst með því að nota skrúbbhausinn með fótaskrúbbnum. Ég set skrúbbinn bara beint í burstahausinn sjálfan, bleyti smá og kveiki svo á burstanum. Eins og með önnur Clarisonic tæki þá eru þetta allt hleðslugræjur sem eru vatnsheldar svo það má alveg gera þetta í sturtunni – alla vega skrúbbunina en ekki slípunina. Allt er tímastillt og græjan skynjar hvaða burstahaus er fastur á sér hverju sinni og stillir tímann í takt við það – en svo er hægt að hafa smá áhrif á hraðann en sjálfri finnst mér best að vera bara með venjulega hraðann. Svo nudda ég skrúbbnum bara yfir fæturna með léttum hreyfingum og helst svona hringlaga hreyfingum og nota svo fótaáburðinn.

Svo 1-2 í viku, fyrst gerði ég það 2 í viku nú geri ég þetta bara 1 sinni í viku, þá tek ég fram slíparann sem er á burstanum hér fyrir ofan. Hann nota ég beint á hörðu svæði fótanna sem eru hjá mér á ilinni, hælunum og áðeins á hliðnni á stóru tá – skil það ekki alveg en… Aftur þá skynjar græjan hvaða burstahaus er fastur á sér og stillir tímann í takt við það. Það er sérstaklega mælt með því að taka fyrir eitt svæði í einu og nýta þá allan tímann í hverri umferð á það svæði en það fer auðvitað eftir ástandi fótanna. Passið að fæturnir eiga að vera þurrir á meðan þið slípið þá. Svo skrúbbið þið eins og ég lýsti hér fyrir ofan. Þegar það er svo búið og þið búnar að þurrka fæturnar notið þið serumið sem er sjúklega flott vara og ég er mjög hrifin, serumið djúpnærir fæturnar og kælir þá einhvern vegin líka. Svo eftir þrjár mínútur þegar serumið er komið vel inní húðina þá ber ég á þá fótaáburðinn.

sumarfætur2

Ég var svo hrifin af burstanum sjálfum að mér fannst ég þurfa að gera honum sérstaklega góð skil í nýjasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal svo þar finnið þið útaf því uppskrift af heimadekri fyrir fullkomna sumarfætur. Allt snýst það þó um að byrja á því að nota þennan æðislega bursta til að gera fæturna áferðafallega, slétta og vel nærða!

Hér sjáið þið svo skrúbbhausinn á burstanum en eins og ég segi hér að ofan þá er mælt með því að nota skrúbbinn með skrúbbburstanum á hverjum degi og svo slípa eftir þörfum kannski svona 1-2 í viku eftir ástandi fótanna.

sumarfætur

Með hjálp burstanna náið þið að hjálpa húðinni á fótunum að endurnýja sig, þið hjálpið henni að losa sig við dauðar húðfrumur, sléttið yfirborð þeirra og mýkið og eruð sannarlega tilbúnar fyrir sumarið.

Nú standa yfir Clarisonic dagar í Hagkaup en græjurnar fást í Hagkaup Kringlu, Smáralind og á Akureyri. Með hverju seldu tæki fylgir glæsilegur kaupauki frá Helenu Rubinstein – æðislegar hreinsivörur fyrir húðina sem þið þurfið endilega á kíkja á. Svo er um að gera að kippa með sér einu eintaki af Reykjavík Makeup Journal og lesa sér til um hvernig á að nota græjuna – en það er í raun mjög einfalt þó það hljómi eflaust flókið svona fyrst.

Fæturnir verða fullkomnir fyrir sandalana í sumar með Clarisonic – og smá auka að nota þennan er dásamlegt eftir langan dag, smá fótanudd er nú ekki amalegt fyrir mig óléttu konuna sem er alltaf illt í fótunum ;)

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Andlit Estée Lauder

Estée LauderFræga FólkiðmakeupMakeup Tips

Ein af heimsins frægustu fyrirsætum, konum já og hluti af afkvæmum einnar frægustu fjölskyldu Hollywood – Kendall Jenner er andlit Estée Lauder. Mér fannst algjörlega ómissandi að segja ykkur aðeins betur frá þessari dömu sem hefur verið andlit merkisins síðan í byrjun þessa árs og nú þegar setið fyrir í þónokkrum herferðum fyrir merkið eins og fyrir Little Black Primer og Courréges línuna. Kendall er að mínu mati ferskur blær fyrir merkið og frábært val af þeirra hálfu til að kynna það fyrir yngri kynslóðum því það er svo sannarlega glæsilegt og með stórmerkilega sögu. Merkið sjálft var stofnað árið 1946 og er eitt það stærsta í heiminum í dag og á þónokkuð mörg fræg dótturmerki – eiginlega bara mjög fræg!

Merkið var stofnað af stórmerkilegri konu að nafni Estée Lauder sem hlaut fjömörg verðlaun á ævinni sinni fyrir árangur í viðskiptaheiminum og sannarlega kona sem ég lít upp til þegar kemur að árangri og metnaði.

Estée-Lauder

En að Kendall Jenner sem þið þekkið eflaust flestar sem eina af meðlimum Kardashian/Jenner fjölskyldunnar. Fyrirsætan er vel þekkt í heimi tískunnar og hefur gengið í sýningum fyrir mörg af þekktustu tískumerkjum heims eins og t.d. Chanel.

Ein af allra fyrstu herferðum dömunnar var fyrir Little Black Primer maskarann og í tilefni þess birtist örstutt og forvitnilegt viðtal við dömuna þar sem hún svaraði nokkrum spurningum um merkið, maskarana og að sjálfsögðu það hvernig hún farðar sig. Mig langaði að þýða það fyrir ykkur og deila með ykkur eflaust margar sem eru forvitnar um venjur þessara flottu skvísu!

Afhverju er Little Black Primer ómissandi vara og hvernig notar þú hann?

Ég hef alltaf viljað vekja mikla athygli á augnhárunum mínum svo þetta er vara sem mér finnst mjög gaman að nota. Oftast þá vel ég það nú að vera með mjög mikil og áberandi aunghár, en það kemur fyrir að ég vil ekki vera með mikið máluð, þá vil ég bara náttúrulega förðun með smá skerpingu. Þá finnst mér varan flott til að nota bara til að lita létt hárin mín og skerpa á útliti þeirra og samt virðist ég ekki vera mikið máluð.

Af öllum ólíku týpunum af möskurum sem eru til – lengingar, þykkingar, lyftingar maskarar – hvern af þessum velur þú og afhverju.

Ég vel þykkingar – augnhárin mín eru frekar löng en stundum vil ég þykkja þau meira. Ég elska Sumptuous Esxtrene Multiplying Volume Mascara. Þegar ég var í 6. bekk fór ég í gegnum tímabil þar sem ég notaði alltaf bjarta, bláan maskara og eyeliner í stíl. Þá var það algjörlega málið en nú vel ég bara svartan, svona oftast alla vega.

Hvernig er þín daglega förðun?

Það fer mikið eftir því í hverju ég er. Ef ég vil vera með áberandi augu þá eru varirnar mínar hlutlausar – ef ég er með bjartan varalit þá er ég ekki mikið máluð um augun.

Þegar það kemur að daglegri förðuninni minni þá reyni ég að halda henni einfaldri. Ég nota farða, sólarpúður, kinnalit og maskara. Ég elska einfaldar og flótlegar leiðir til að breyta lúkkinu mínu, eins og að setja smá eyeliner í kringum augun og dreifa vel úr honum – svo er ég mjög mikið með eyeliner með spíss.

Hver er þín fyrirmynd þegar kemur að fegurð og förðun?

Ég á nokkrar, Angelina Jolie, því hún er svo svakalega falleg. Ég er líka svakalega hrifin af stílnum hennar Rosie Huntington-Whiteley – hún er alltaf svo svakalega flott.

74385

Þar hafið þið það – Kendall Jenner fyrir Estée Lauder. Þetta er síðasta færslan í bili í þemaviku Estée Lauder – ég vona að þið hafið haft gaman af og endilega ef þið viljið stinga uppá því hvaða merki ég ætti að taka fyrir í næstu þemaviku megið þið endilega senda inn ykkar atkvæði hér í athugasemd!

Annars vona ég að ég hafi kannski aðeins náð að draga ykkur inní heillandi heim Estée Lauder – ég náði samt ekki einu sinni að skrifa allar færslurnar sem mig langaði að skrifa svo mögulega eða bara mjög líklega verður meira Estée Lauder á næstu vikum hér á síðunni… ;)

Að lokum langar mig að minna ykkur á snapchat rásina mína þar leyfi ég þeim sem fylgjast með því sem gerist á bakvið tjöldin, sýni farðanirnar sem birtast á blogginu um leið og ég er að gera þær og gef ykkur svona smá innsýn í mitt daglega líf. Addið mér endilega – ernahrundrfj

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Ein palletta – tvær farðanir

Ég Mæli MeðEstée LaudermakeupMakeup ArtistNýtt í SnyrtibuddunniSS15

Áfram höldum við með Estée Lauder gleðina! Nú langar mig að sýna ykkur enn betur farðanir sem ég gerði með pallettunni úr sumarlínu merkisins Bronze Goddess sem er nú fáanleg á sölustöðum merkisins hér á landi.

Pallettan er ofboðslega falleg og það er sumarlegur fílingur yfir henni allri, litunum, áferðinni og ekki síður pakkningunum…

bronspalletta5

Eins og þið sjáið hér fyrir neðan eru 8 mismunandi litir í pallettunni, það er smá ólík áferð á milli fyrstu fimm skugganna og seinni þriggja en þeir síðustu finnst mér með ennþá sterkari litapigmentum en þeir fyrri og þið sjáið það sérstaklega vel á milli farðananna sem ég gerði því ég gerði einmitt eina með brúntóna litunum og aðra með sterkari litunum.

bronspalletta13

Mér finnst þessi palletta alveg tryllingslega flott en ég eins og eflaust margar aðrar konur er alveg sjúk í pallettur í augnablikunu og hef alveg sérstaklega mikinn áhuga á að safna mér nokkrum góðum. Það er bara svo gott að vera nokkrar sterkar og flottar augnskuggapallettur í mínu starfi því það er svo þægilegt að ferðast með svona gripi – svo auðvelt að pakka þeim og stafla bara saman :)

bronspalletta3

Ég heillaðist fyrst og fremst af bleiktóna litnum í miðjunni, mér finnst hann ennþá alveg sá flottasti í pallettunni. Ég ákvað að gera bara svona ekta bananaskyggingu og nota þennan bleika dáldið svona sem aðalnúmerið.

bronspalletta12

Ég nota í raun alla skuggana og bara í röð – sá dekksti er innstur, svo kemur sá næsti, svo fer næst ljósasti yfir allt augnlokið, sá ljósasti er highlighter í innri augnkrók og fyrir neðan augabrúnina og loks fer sá bleiki á mitt augað og er notaður til að blanda öllum saman. Ég ákvað svo að nota þann allra dekksta í pallettunni þennan sem er alveg lengst til hægri til að ramma inn augun í staðin fyrir að nota eyeliner.

bronspalletta9

Mér finnst þetta persónulega mjög áferðafalleg og hlý förðun og hún fer mér svakalega vel – sry en ég er svo hrifin af því að vera með svona brúntóna smokey um augun!

Svo er núna komið að ýktari litunum og hér er kannski meiri kvöldförðun því förðunin hér að ofan myndi sannarlega virka líka bara dags daglega fyrir þær sem hafa gaman að setja upp flotta augnskugga á daginn.

bronspalletta2

Förðunin er mjög einföld og fljótleg í framkvæmd en ég byrja á því að taka dekksta litinn og ramma augnlokið sjálft inn, ég set hann sitthvorum megin við mitt augnlokið og dreifi svo vel úr litnum. Þegar blöndunin og áferðin er jöfn set ég græntónalitinn í miðjuna og blanda litunum saman. Svo tek ég aftur græna litinn og set hann meðfram neðri augnhárunum og blanda öllu vel og vandlega saman og mýki áferð litanna.

bronspalletta7

Loks tek ég svo gula augnskuggann sem kom mér alveg svakalega skemmtilega á óvart, þessi er alveg sjúklega flottur til að gefa augunum ljóma og ég notaði hann miklu meira en ég var eiginlega búin að plana. Ég setti hann í innri augnkrókinn og dreifði líka bara úr honum yfir mitt augnlokið.

bronspalletta6

Mér finnst þessir tónar alveg æðislegir og komu miklu betur út en ég átti von á. Litirnir blandast svo ótrúlega fallega saman og þetta var bara ekkert mál þó ég segi sjálf frá. Nú þarf ég bara að ná mér í aðeins meiri lit á húðina og þá verða þeir ennþá fallegri á sólkysstri húðinni minni. Reyndar er planið að bera á sig St. Tropez olíunni núna um helgina og ég held barasta að ég kýli á það – það er ótrúlegt hvað fallegur litur á húðinni getur gert mikið fyrir mann. Leyfi ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með útkomunni ;)

bronspalletta

Hér fyrir ofan eru svo aukavörurnar tvær sem fullkoma lúkkið en það er þykkingarmaskarinn Sumptuous Extreme Lash Multiplying Volume Mascara – bara algjörglega klassískur maskari sem er svartur og þekur vel – þið þekkið mig ég set bara eina umferð af maskara og breytti ekki til í þessum lúkkum. Svo gef ég húðinni undir augunum meiri ljóma með hjálp Brush on Glow BB ljómapennans og set líka svona aðeins undir augabrúnina bara til að mýkja áferð augnskugganna enn frekar.

Tvö mjög ólík lúkk sem þið getið gert með pallettunni – þetta eru svona kannski frekar augljós lúkk að gera en það er samt gaman að nota svo litina á ólíkan hátt og nota þá sterkari hægra megin staka og með þá ljósari litunum vinstra megin í alls kyns skemmtileg lúkk!

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Sumargleði…

Annað DressÉg Mæli MeðLífið MittNýtt í FataskápnumShopSS15Vero Moda

Mig langar að nýta tækifærið og hvetja ykkur til að líta við í Vero Moda núna næstu vikuna því frá og með deginum í dag eru sumardagar inní fallegu búðunum sem ég er svo heppni að fá að vinna í. Búðirnar eru báðar stútfullar af fallegum sumarvörum og ég leit við í gær og splæsti í einn alveg dásamlegan sumarkjól á litlar 5990kr. Mér þykir ótrúlega vænt um að fá hrós fyrir að koma með hugmyndir að fatnaði á meðgöngu – fatnaði sem getur svo nýst líka eftir fæðinguna. Ég sjálf keypti mér engan sérstakan meðgöngufatnað þegar ég gekk með Tinna Snæ og hef ekki gert það heldur núna. Ég reyni bara frekar að velja mér föt sem mér líður vel í og sem geta nýst mér síðar meir. Meðgöngufatnaður er auðvitað frábær fyrir þær sem vilja það en ég hef bara aldrei fundið fyrir þörfinni á að splæsa í buxur sem ég get bara notað í takmarkaðan tíma.

sumarkjóll4

Hér sjáið þið kjólinn sem er svo fallegur og ef þið sjáið hann inní búð á næstunni farið þá og kíkið á hann því hann er mun veglegri en ég átti von á. Þetta er alveg svona kjóll sem ég myndi nota í veislur og brúðkaup í sumar. Litirnir í munstrinu eru æði og munstrið sjálft líka – sumarlegt og sætt.

sumarkjóll3

Kjóll: Gytte dress úr Vero Moda
Hálsfestar: Vero Moda
Sokkabuxur: Different frá Oroblu
Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco

sumarkjóll

Skellið ykkur endilega í Vero Moda um helgina og nælið ykkur í falleg föt fyrir sumarið – hvort sem það kemur eða ekki þá á maður aldrei nógu mikið af fallegum vörum. Ég er alveg svakalega skotin í Gytte kjólnum mínum en efnið sjálft er virkilega þægilegt, ekki svona stíft eins og ég var einhvern vegin búin að sjá fyrir mér útfrá myndum af honum. Held að þessi verði góður í sumar bæði í leik og starf. Það er enn smá meira viðbótarpláss fyrir að kúlan geti stækkað ennþá meira og ég er hér í stærð L samt með mína næstum 29 vikna kúlu :)

Í dag getið þið sannarlega lífgað uppá neglurnar ykkar fyrir helgina en Essie mun bjóða viðskiptavinum uppá að sjá litaúrvalið hjá merkinu og mögulega getið þið platað naglaskvísurnar í að lakka á ykkur neglurnar með fallegum lit. Svo verða kaupaukar ef þið verslið fyrir ákveðna upphæð, gjafaleikir á Facebook og Instagram og að sjálfsgöðu bara glens og gleði svo endilega gerið ykkur ferð í Vero Moda á yndislegu dömurnar þar ég verð nú reyndar ekki á staðnum sem mér þykir smá leiðinlegt en ég er alveg hætt að geta staðið á gólfinu inní búð, úff hvað ég á eftir að sakna þess!

Eigið yndislega helgi – það ætla ég að gera í nýja fína sumarkjólnum mínum.

EH

Reykjavík Makeup Journal er komið út!

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistReykjavík Makeup Journal

Í gær var sannarlega góður dagur… ég fékk glænýtt tölublað af Reykjavík Makeup Journal í hendurnar, það verður aldrei neitt minna skemmtilegt. Þó netið sé framtíðin þá er prentið alveg klassískt og ótrúlega gaman að fá að halda svona í verkin sín.

Blaðið getið þið nálgast í næstu snyrtivörudeild Hagkaupa FRÍTT ekki seinna en núna ;)

rmjsumar13

Það er dáldið skemmtileg saga á bakvið forsíðuna en inní blaðinu eru 10 brúðarfarðanir frá hinum ýmsum merkjum og ég var búin að sjá fyrir mér að ein þeirra yrði á forsíðu blaðisins og sagði þeim sem förðuðu frá því auðvitað. Ég ákvað þó að ég ætlaði ekki að velja forsíðuna sem er kannski dáldið skrítið af ritstjóra að segja en mér fannst það smá óþægilegt að þurfa að gera uppá milli farðana sem vinkonur mínar væru að gera – þekki allar þessar dömur alltof vel nefninlega og margar fyrirsæturnar líka. Svo ég og hún Gunnur mín sem sér um uppsetninguna í blaðinu völdum myndir frá öllum sem kæmu til greina á forsíðu og ákváðum að leyfa þeim sem vinna með henni á skrifstofu Hagkaupa að velja myndina sem færi á forsíðuna. Þau tóku þetta skrefinu lengra og völdu mynd sem hvorug okkar hafði lagt til! En ég er sátt með útkomuna og gaman að heyra líka frá aðilum sem eru kannski ekki beint involveruð í blaðið hvað þeim fannst best – vonandi eruð þið sammála þeirra vali.

rmjsumar16

Forsíðuna gerði kær vinkona mín hún Kristjana Guðný Rúnarsdóttir með vörum frá Lancome en hún er Global Makeup Artist fyrir merkið og hún er sérstaklega fær þegar kemur að brúðarförðunum eins og þið sjáið vel bæði á forsíðunni og inní blaðinu. En Kristjana gerir ekki bara forsíðuna og brúðarförðunina heldur svarar hún einnig spurningum verðandi brúða sem eru allar inná brúðkaupsgrúppunni á Facebook en ég bað þær um spurningar sem þeim vantaði svör við, valdi svo 10 og þið finnið svörin við þeim í blaðinu. En það er ekki bara Kristjana sem kemur að skrifum fyrir blaðið heldur líka dætur hennar hinar yndislegu Ragnheiður Lilja og Rebekka Rut – mér finnst ég mjög heppin að fá svona flottar mæðgur til að hjálpa mér!

Mig langaði samt aðeins að gefa ykkur tilfinningu fyrir því hvað þið finnið í blaðinu en þemað er sumarið, allt um það sem er ómissandi fyrir sumarið og svo að sjálfsögðu allt fyrir brúðkaupið…

rmjsumar12

Beisik er best umfjöllunin er dáldið innblásin frá kærri vinkonu henni Elísabetu sem þið þekkið héðan af Trendnet. Þetta eru vörur sem að okkar mati eru algjörlega ómissandi að eiga í snyrtibuddunni og nýtast við öll tækifæri.

rmjsumar11

Mér finnst sjálfri voða gaman að taka mig í dekur heima fyrir – hér eru því góð ráð og vörur sem gera fæturna tilbúna fyrir sandalana í sumar.

rmjsumar10

Sagan á bakvið Miss Dior er í blaðinu – þessi er sérstaklega heillandi.

rmjsumar9

Ég tók viðtal við einn alveg einstakan og yndislegan sjálfbrúnkufræðing hjá St. Tropez. Hann Jules er alveg æðislega skemmtilegur karakter og hann er einn sá fremsti í sjálfbrúnkubransanum í Bretlandi. Hann gefur góð ráð fyrir notkun á sjálfbrúnkuvörum við öll tilefni.

rmjsumar8

Vissuð þið að Maybelline á 100 ára afmæli í ár – allt um merkið – söguna og vörurnar sem eru vinsælastar hér á Íslandi í blaðinu…

rmjsumar7

Það er að koma sumar svo þá verðum við aðeins að spjalla um sumarlínur merkjanna sem eru margar hverjar nú þegar fáanlegar nú eða rétt ókomnar :)

rmjsumar6

Hér sjáið þið þær vinkonur mínar og systurnar Ragnheiði Lilju og Rebekku Rut en þær völdu sér vörur til að gera flottar sumarfarðanir fyrir stelpur á sínum aldri.

rmjsumar5

Þið finnið 10 brúðarfarðanir í blaðinu allar hver annarri glæsilegri. Hér er það hún Eva Laufey sem situr fyrri sem Sensai brúðurin – svakalega klassísk og elegant förðun. Það er hins vegar smá villa í blaðinu en það er hún Guðný Hrefna Sverrisdóttir sem farðaði Evu, það var smá misskilningur þarna á milli. Yndisleg förðun frá einu vinsælasta snyrtivörumerkinu hér á Íslandi. Auk Sensai eru brúðarfarðanir frá Bobbi Brown, YSL, Lancome, L’Oreal, Guerlain, Dior, Max Factor, Shiseido og Smashbox í blaðinu.

rmjsumar4

Svo fannst mér dáldið gaman líka að gera bara eitthvað sem tengdist ekki einu sinni snyrtivörum og koma með hugmyndir að skemmtilegum hugmyndum til að skreyta fyrir brúðkaup – mér fannst sjálfri mjög gaman að setja þessar myndir saman.

rmjsumar3

Svo er ómissandi að segja frá nýjungum! En leiðinlegar fréttir því 5 mín eftir að blaðið var farið í prentun að Sculpting Settið kemur ólíklega til Íslands, það bara seldist upp áður en það náðist að klára pöntunina. En Sculpting burstinn hann kemur og Setting burstinn er nú þegar fáanlegur á Íslandi svo þetta er ekki svo hræðilegt ég lofa! En í staðin kemur Duo Fibre settið til landsins bara núna einu sinni og það eru gleðifréttir :)

rmjsumar2

Svo plataði ég eina af glæsilegri bloggurum landsins til að svara spurningum um fegurðarheiminn sinn, smá breyting á þessari öftustu síðu en ég fékk hugmyndina útfrá einu af mínum uppáhalds dönsku blöðum og aðlagaði hana smá að stíl blaðsins og ég er alveg svakalega ánægð með útkomuna. Þórunn Ívars er líka svo svakalega klár þegar kemur að því að taka fallegar myndir og myndirnar hennar gera síðuna alveg gullfallega – hún er bara snilli!

rmjsumar15

Mæli með – óháð tengslum við blaðið þá er þetta sjúklega flott blað og einhver algjör snillingur sem er greinilega þarna að skrifa það… ;)

Það er alltaf mitt markmið að toppa síðasta blað og mér finnst ég hafa gert það með þessu… ég vona að þið séuð sammála.

Munið að næla ykkur í eintak sem fyrst því síðasta blað kláraðist nánast á 10 dögum! Blaðið er FRÍTT og þið getið náð í það í öllum verslunum Hagkaupa sem eru með snyrtivörudeild. Ef þið hafið ekki tök á að ná í blaðið þá getið þið líka lesið það á netinu: REYKJAVÍK MAKEUP JOURNAL.

Njótið lestursins***

EH

Uppáhalds 5 frá Estée Lauder

Ég Mæli MeðEstée LauderLífið MittMakeup Artist

Svona af því þessi vika snýst um Estée Lauder þá finnst mér ómissandi að segja ykkur frá þeim vörum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér frá merkinu. Eftir mikla umhugsun – af því það var bara svo erfitt að velja á milli allra flottu varanna þá hef ég náð að þrengja listann niður í 5 vörur sem mér finnst allar alveg frábærar, bæði þegar kemur að virkni, notagildi og útkomu.

Hér sjáið þið vörurnar en ég segi svo aðeins betur frá hverri og einni hér fyrir neðan, langflestar af þessum vörum hafið þið séð áður á síðunni hjá mér svo þær ættu kannski ekki að vera ykkur ókunnar.

topp5estée

1. Double Wear Stay-In-Place Brow Lift Duo: Þessi tvöfaldi augabrúnablýantur er mjög skemmtilegur í notkun og ég heillaðist við fyrstu notkun en ég gerði einmitt sýnikennslu með honum hér á síðunni fyrst þegar hann kom í sölu. Blýanturinn er tvöfaldur, öðrum megin er litur og hinum megin er highlighter. Ég byrja á því að móta augabrúnina og fylla inní hana með litnum og nota svo ljómann til að ramma augabrúnirnar inn að lokum. Kosturinn við vöruna er að þetta er skrúfblýantur það þarf ekki að ydda hann. Mér finnst líka áferðin frá litnum mjög náttúruleg, hún er vaxkennd sem mér þykir alltaf betra þegar kemur að augabrúnum því áferðin frá þannig litum líkist meira áferð okkar augabrúna.

2. Little Black Primer: Viljandi var ég aðeins búin að geyma að segja ykkur frá þessum, mig langaði svo að gera það í þemavikunni. En þetta er ein fyrsta varan sem Kendall Jenner auglýsti sem andlit merkisins. Hugsunin á bakvið vöruna er að hann sé eins og jafn ómissandi í snyrtibudduna og litli svarti kjóllinn er í fataskápnum. Þetta er í raun fallegur svartur augnháraprimer sem mótar augnhárin fallega, lyftir þeim upp og nær að þekja þau alveg með formúlu áður en þið setjið maskarann á. Þarf sem burstinn er svakalega lítill þá kemst hann allt, hann er kannski ekki að ýkja augnhárin neitt svakalega en fyrir ykkur sem eruð með ljós augnhár og viljið ná að þekja augnhárin alveg, þ.e. að það sé engin ljós lína alveg við rót augnaháranna sem er algengt þá getið þið komið í veg fyrir það með því að nota þennan fyrst. Greiðan er sveigð svo hún lyftir augnhárunum upp fá augunum svo umgjörð þeirra verður fallegri. Svo notið þið bara þann maskara sem þið viljið yfir til að klára að gera augnhárin tilbúin.

3. Advanced Night Repair Serum fyrir andlit og augu: Þetta eru vörurnar sem eru einhverjar þær allra vinsælustu hjá merkinu um allan heim. Serumið fyrir andlitið hefur verið eitt það vinsælasta um allan heim frá því það kom fyrst á markaðinn og svo kom sérstakt serum fyrir augnsvæðið. Ég sagði ykkur að nú einkenndist snyrtibuddan mín af Estée Lauder vörum og þessa tvennu nota ég nú á hverju kvöldi. Báðar vörurnar eru mjög næringarmiklar og það er gott að nota virkar og drjúgar vörur fyrir húðina á kvöldin þar sem húðin nær svo vel að vinna úr efnum í snyrtivörum þegar við erum í slökun. Hér er um að ræða vörur sem næra húðina, taka á einkennum öldrunar svo sem rakatapi, línum og minnkun á teygjanleika hennar.

4. Enlighten EE Cream: Þetta er ein af mínum allra uppáhalds kremum þessa dagana, ég er alveg að verða búin með það sem gerði það að verkum að ég fór aðeins að slaka á notkuninni því ég týmdi ekki að nota það og eiga það bara ekki til. EE kremið er hugsað til að gefa húðinni meiir ljóma, það er með léttum og náttúrulegum lit sem gefur húðinni fallega og bjarta áferð. Það er fullkomið í alla staði og vara sem ég mæli eindregið með, það er gott SPF í kreminu og ég nota það mikið bara eitt og sér. Í gær og í dag var ég bara með þetta á húðinni ekkert annað og mér líður svo vel með það. Mér finnst það fullkomna áferð húðarinnar minnar án þess að draga of mikið úr persónueinkennum andlitsins.

5. Bronze Goddess eau de Fraiche skincent: Sumarilmurinn frá Estée Lauder er eins og sumar í flösku! Þetta er ilmur sem kemur út í nýrri útgáfu áf hverju ári. Hann einkennist alltaf af kókos og vanillu eða það eru tónarnir sem ég finn alltaf fyrst sjálf en í útgáfu ársins í ár eru sítrustónar í toppnum sem fríska dáldið uppá ilminn sjálfan og ég kann mjög vel að meta þessa blöndu.

Mig langaði samt að sýna ykkur litla svarta primerinn aðeins betur, því hann kom mér alveg á óvart. Ég hef sjálf bara notað hann einan og sér til að gefa augnhárunum bara smá dekkri lit og gefa augunum náttúrulega umgjörð.

Hér fyrir neðan sjáið þið hvað ein umferð af þessum primer getur gert…

littleblackprimer

Mér þykja þau bara náttúruleg og glæsileg og þið þekkið mig ég elska allt sem er náttúrulegt og þægilegt og tekur enga stund!

Mínar 5 uppáhalds frá Estée Lauder – ég hefði getað gert miklu lengri lista en þetta er svona best of the best að mínu mati alla vega og þær vörur sem ég hvet ykkur eindregið til að skoða. Ég gæti ekki samt valið einhverja eina af þessum sem mér finnst standa framar einhverjum af þeim þær eru allar jafn ómissandi í minni snyrtibuddu.

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)

Eruð þið búnar að smakka…!

BumbiÉg Mæli MeðLífið Mitt

Ég veit að yfirskriftin fyrir bloggið mitt er förðunarblogg en mér finnst þó nauðsynlegt að gefa ykkur smá innsýn í meðgönguna, fylgikvillana, klæðnaðinn og já fíknirnar sem taka af manni öll völd – ég var búin að segja ykkur frá því fyrsa sem ég fékk craving í á meðgöngunni sem voru sítrónur. Seinna birtust svo klakarnir og þegar nýja Egils Límonaðið birtist í verslunum varð það samstundis að craving-i. Ég veit samt ekki hvort ég sé mögulega að kenna meðgöngunni dáldið um óhóflega drykkju mína á þessum einstaklega vel heppnaða sumardrykk…

Límonaði hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, frá því ég man eftir mér hef ég viljað bæta sítrónu útí alla gosdrykkir og þegar ég fer erlendis kaupi ég mér alltaf eitthvað gott og frískandi límonaði því ég hef bara ekki alveg verið nógu hrifin af þeim sem fást hér – annað hvort eru þau of sæt eða of súr. Þetta er það besta sem ég hef smakkað í langan tíma því það er alveg fullkomið jafnvægi á milli þess súra og þess sæta.

límonaði4

Hér á myndunum sjáið þið svo glitta í nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal sem kemur út á morgun og verður hægt að nálgast frítt í öllum snyrtivörudeildum Hagkaupa um allt land.

límonaði2

og hvernig haldið þið að ég hafi fagnað útgáfu blaðsins – með því að gera mér ferð í Hagkaup (en ekki hvert!) og kaupa sex hálfs líters flöskur af Egils Límonaði…

límonaði3

… já svo keypti ég líka blóm en það var bara svona spontant!

límonaði

En ég er ekkert að draga úr því þegar ég segi að ég sé að innbyrða óhóflega mikið magn af þessum drykk á hverjum degi – ég veit fátt betra en að troðfylla glas með klökum, fylla það svo af Egils Límonaði og drekka það ísjökulkalt. Mér finnst ég því algjörlega knúin til þess að segja ykkur frá þessu límonaði, hvetja ykkur til að vera með mér í því að kaupa það og reyna mögulega að hjálpa mér í að gera allt sem í valdi mínu stendur til þess að tryggja að þessi drykkur verði ekki bara sumardrykkur. Já vitiði það að mig langar að gráta – þetta er svona gott og ég trúi því ekki að Límonaðið sé bara framleitt í sumar í takmörkuðu upplagi ég bara skil þetta ekki enda hef ég ekki enn hitt eina manneskju sem þykir þetta ekki eins gott og mér. Ég held reyndar að engum þyki þetta jafn gott og mér þó Aðalsteinn veiti mér harða samkeppni…

Ég er ekkert að draga úr því þegar ég segi að þessir þrír lítrar sem ég keypti í dag munu duga okkur skammt. Ég er líka í því að segja öllum sem ég umgengst frá drykknum og býð öllum sem koma hér í heimsókn uppá glas af límonaði. Nú þegar er ég farin að plana fullt af grillveislum í sumar þar sem þessi verður í boði og ég hef heyrt að þessi sé líka góður í bollur – óáfengar jafnt sem áfengar.

Svona ef þið vissuð það ekki þá lítur út fyrir að við Aðalsteinn séum að fara að eignast súrsætt límonaðibarn í ágúst…

Þetta er sumardrykkurinn í ár það er bara klárt mál!

EH

Að gefnu tilefni langar mig að taka það fram að þessi færsla er ekki birt gegn neinni greiðslu – Límonaðið er bara svona gott. Ég ætla alla vega að gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að þetta verði bara sumardrykkur því ef það hættir í sölu núna í haust verð ég mjög bitur…

Bronze Goddess

AuguÉg Mæli MeðEstée LauderNýjungar í Makeup-iSS15

Sumarlínan frá Estée Lauder er sannarlega glæsileg í ár og þegar ég skoða vörurnar þá þrái ég aðeins heitara loftslag, sól, sand og fallega gyllta húð…!

Línan er einföld og klassísk en Bronze Goddess er með þekktari vörumerkjum innan Estée Lauder og aðdáendur merkisins bíða línunnar með mikilli eftirvæntingu á hverju ári. Ég hef ekkert mikið þekkt til hennar sjálf, kynntist línunni fyrst í fyrra en ég er algjörlega húkkt á ilminum sem ber sama nafn. Hér á Íslandi er ilmurinn sérstaklega vinsæll og nú þegar virðist sá nýji hafa slegið í gegn því hann er að seljast mjög hratt úr verslunum og trúið mér þessum viljið þið ekki missa af mér finnst hann samanstanda af öllum þeim tónum sem minna mig á sumarið.

En förðunarvörurnar í línunni eiga það allt sameiginlegt að tóna mjög fallega saman við sólkyssta húð og gefa húðinni fallegan ljóma hvort sem það er á húð, augum eða vörum – já eða líkama. Ég tók saman nokkrar myndir af vörum línunnar í ár til að gefa ykkur smá þef af því sem er fáanlegt í Bronze Goddess línunni.

Ég viðurkenni það fúslega að augun mín laðast samstundis að augnskuggapallettunni sem ég var einmitt svo heppin að fá sýnishorn af. Ég er nú þegar búin að gera tvær augnfarðanir með pallettunni sem þið sem fylgist með ernahrundrfj á snapchat hafið vonandi séð hjá mér um daginn. Pallettan býður uppá helling af möguleikum en tvær farðanir liggja augum uppi alla vega sá ég þessar tvær farðanir fyrir mér um leið og ég sá pallettuna.

bronzepalletta

Hér er förðunin sem ég gerði með neutral litunum í pallettunni…

bronzepalletta3

Hér er svo augnförðunin sem ég gerði með glæsilegu litutunum sem eru hægra megin í pallettunni, þessi finnst mér æði – hin er auðvitað alveg svakalega klassísk.

bronzepalletta2

Farðanirnar ætla ég að sýna ykkur betur seinna í vikunni og segja ykkur betur frá því hvernig ég gerði.

Ég þarf svo kannski ekki að taka það fram en að sjálfsögðu þá eru vörurnar eingöngu fáanlegar í takmörkuðu upplagi og þegar þær klárast þá eru þær búnar – svo ekki vera seinar og eiga á hættu að missa af þeim ef þið girnist þær. Ég er alla vega mjög sátt með augnskuggapallettuna ég hef ekki náð að skoða hinar vörurnar úr línunni nógu vel en annars líst mér mjög vel á sólarpúðrið það virðist vera alveg svakalega áferðafallegt – en að förðunarvörunum ólöstuðum er ilmurinn ómissandi!

Hlakka til að gera eitthvað meira skemmtilegt Estée á morgun***

EH

Vörurna sem ég skrifa um hér  fékk ég senda sem sýnishorn, þ.e. pallettuna. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Engin greiðsla er þegin frá Estée Lauder fyrir þemavikuna – mín eigin hugmynd og framkvæmd :)