Greige

AugnskuggarBobbi BrownÉg Mæli MeðmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Vörunar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Núna fyrir helgi kom ný vörulína frá Bobbi Brown í sölu í Lyf og Heilsu í Kringlunni. Línan ber nafnið Greige og inniheldur förðunarvörur í svakalega fallegum og kannski best að segja dularfullum litartónum. Greige er litur sem er grátóna beige litur og hann einkennir mikið vörurnar í línunni sem inniheldur augnskuggapallettu, kremaugnskugga, nýja Intense Pigment augnskugga og naglalökk.

Línan kom fyrst inní Lyf og Heilsu því þar standa nú yfir Bobbi Brown dagar :) Ég fékk augnskuggapallettuna og eina af Intense Pigment augnskuggunum og setti saman einfalt lúkk sem ég sýndi skref fyrir skref á snapchat og hér getið þið sem misstuð af því séð Greige lúkkið mitt….

greige13

Ég er sjálf alltaf mjög hrifin af svona brúnum litum í köldum tónum. Mér finnst alltaf gaman að nota kalda augnskugga, ég veit ekki hvað það er það er kannski helst því mér finnst þeir fara mér sjálfri best.

greige7

Hér sjáið þið augnskuggana sem ég notaði. Til hægri er það þessi tryllingslega fallega augnskuggapalletta sem inniheldur 8 augnskugga sem eru ýmist, mattir eða með metallic áferð. Svo er það Instense Pigment augnskuggarnir en hér sjáið þið eina af þremur litasamsetningum. Mér fannst þessi persóunlega flottust, græni er mjög fallegur og hinir tveir sitthvoru megin við hann eru fullkomnir – ég nota þá tvo í þessari förðun.

greige9

Hér fá svo umbúðirnar að njóta sín, pallettan finnst mér sérstaklega flott en hún minnti mig smá á farsímahulstur – ég hefði svo sem ekkert á móti einu svona fyrir minn síma. Intense Pigment augnskuggarnir eru svo í klassískum Bobbi Brown umbúðum.

greige15

Ég rammaði inn augun með Intense Pigment augnskuggununum, þeim ljósari og svo setti ég þann dekkri inní vatnslínuna til að þétta augnumgjörðina.

greige8

Pallettan er mjög eiguleg, en það er svo sem alltaf það sem ég segi um Bobbi Brown palletturnar – ég er samt aldrei að segja eitthvað sem ég meina ekki 150%. En svo er það fyrir hvern og einn að ákveða hvort litirnir fari sér.

Ég byja á því að móta skygginguna í globuslínunni með matta ljósbrúna litnum, færi mig svo í þann næst ljósasta og geri það sama. Munið að blanda litunum svakalega vel til að mýkja þá og fá fallega áferð. Svo ramma ég inn miðjuna með næsta lit og set svo þennan ljósa sanseraða lit í mið augnlokin og bleyti aðeins uppí honum með Fix+ til að fá þéttari áferð, ég set hann líka í augnkrókana.

greige17

Ég ákvað að hafa förðunina í léttari kantinum en það er leikur einn að gefa augunum meiri dýpt og gera þau meira í áttina að frekar þéttri kvöldförðun. Það er algjörlega málið að prófa sig áfram með þessa skemmtilegu liti!

greige10

Á húðinni er ég með Intensive Skin Serum Foundation sem er einn af mínum uppáhalds förðum og sá sem er í langmestri notkun í augnablikinu. Í sýnikennslunni sýndi ég líka nýju Corrector og Concealer vörurnar frá Bobbi sem ég sýni ykkur betur seinna á blogginu en þær eru ekki komnar í sölu. Á vörunum er ég svo með Creamy Matte varalitnum í litnum Pale Beach. Ég elska Creamy Matte varalitina – uppáhalds varalitirnir mínir!

greige18

Mér finnst þetta alveg ofboðslega falleg augnskuggapalletta og línan í heild sinni er virkilega falleg að mínu mati. Kremaugnskuggarnir eru æðislegir en þar er t.d. einn litur sem heitir Greige og hann er alveg pörfekt. Held það væri upplagt að nota kremuðu litina með Intense Pigment augnskuggunum.

Í dag er síðasti kynningardagurinn á Bobbi Brown vörunum í Lyf og Heilsu Kringlunni en það er 20% afsláttur af öllum Bobbi Brown vörum fyrir utan Greige línuna. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það þar sem þetta eru alveg glænýjar vörur allt saman. En þið getið t.d. nælt ykkur í þennan dásamlega serum farða sem ég nota á hverjum degi og fallega varalitinn. Eftir helgi fer svo línan í Hagkaup Smáralind, þangað fara bara 2-3 pallettur en það komu svakalega fáar – svo ekki missa af henni ef ykkur líst vel á hana því hún kemur ekki aftur :)

Annars verður letidagur hjá okkur fjölskyldunni í dag – mig langar helst að vera í náttfötunum og bara uppí sófa en mér heyrist á eldri syni mínum að það verði ekki í boði þar sem hann vill fara í hattabúð eða Smáralind í dag – já hann er sonur móður sinnar!

EH

Tryllt förðun hjá Givenchy

FashionMakeup ArtistSS16Stíll

Ég er því miður lítið búin að geta fylgst með tískuvikunum undanfarið, mér þykir það nú frekar leiðinlegt þar sem ég væri nú alveg til í að sökkva mér í förðunartrend næsta sumars – en það verður að bíða betri tíma. Reyndar þá rakst ég á mynd af förðuninni í sýningu Givenchy og ég heillaðist samstundis. Svo fáguð og falleg förðun sem er virkilega vel gerð og svo kom svona smá extra. Mér fannst líka skemmtilegt að sjá að allar fyrirsæturnar voru ekki eins…

Ég tók saman nokkrar myndir til að sýna ykkur hvernig þetta leit allt saman út. Förðunarmeistarinn Pat McGrath hannaði förðunina.

CYN_7611

Sjáið þessa húð – sjáið þessi augu. Áferð húðarinnar er alveg svakalega flalleg og augun eru alveg sérstaklega fallega römmuð inn.

givenchy-backstage-beauty-2015-1-1024x683

Svo komu skreytingarnar… Það voru reyndar ekki allar svona skreyttar, þær voru flestar með sömu gullfallegu förðunina sem þið sjáið á efstu myndinni. Þessar skreyttu þykja mér þó alveg extra fallegar!

Givenchy-SS16-Couture-Backstage-Makeup-3-1024x1024

WOW!

CYN_7533

Hér sést augnförðununin ennþá betur, áferðin í litunum er dásamleg!

GivenchySS16-Celebration-of-Love-MakeupTests-pat-mcgrath-1024x768

Blúndur & perlur!

givenchy-backstage-beauty-2015-joan-smalls-683x1024

Joan Smalls skartaði þessum fallega varalit, mér sýndist hún meirað segja sú eina sem var með þennan varalit af öllum fyrirsætunum. Skemmtilegt að aðlaga förðunina að hverri og einni.

NYC_9929

Það þarf mikla þolinmæði í svona listaverk – þið getið rétt ímyndað ykkur alla vinnuna sem fer í svona.

givenchy-backstage-beauty-2015-3-683x1024

Hér eru það svo eins konar gimsteinar sem skreyta andlit þessarar fallegu fyrirsætu.

Mér finnst þetta alveg sjúklega fallegt – svona öðruvísi og kannski ekki verðandi förðunartrend að skreyta allt andlitið með perlum og blúndu en þetta er flott á tískupalli og svona fyrir okkur förðunaráhugmanneskjunar að skoða og dást af.

EH

Uppáhalds í september!

Ég Mæli MeðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minni

Þá er komið að því að segja ykkur aðeins frá vörunum sem voru ómissandi fyrir mig í september mánuði. Þið hafið svo sem eflaust lesið um margar þeirra hér á síðunni og aðrar eiga eftir að rata betur hér inn en allar ættu að hafa verið mjög sýnilegar á snapchat hjá mér í þessum mánuði ;)

Hér fyrir neðan sjáið þið yfir 20 vörur sem eru allar ómissandi mér þessa stundina – ég mæli heilsuhugar með þeim öllum enda er ekki hvað sem er sem fær að vera á þessum lista!uppáhaldssept uppáhaldssept2

1. Oils of Life rakakrem frá The Body Shop, 2. Dipbrow Pomade í litnum Dark Brown frá Anastasia Beverly Hills, 3. Hypnose Volume-A-Porter frá Lancome, 4. Gradual Tan in Shower Tanning Lotion frá St. Tropez, 5. Ever Bloom frá Shiseido, 6. Camera Ready BB Water frá Smashbox, 7. Total Repair Liquid Recovery frá First Aid Beauty fæst inná fotia.is, 8. La Palette Nude í litnum Beige frá L’Oreal, 9. Cover Stick frá Maybelline, 10. Prep+Prime Fix+ Lavender, 11. Intensive Skin Serum Foundation frá Bobbi Brown, 12. Gucci Bamboo, 13. Fix It 2 in 1 Prime & Conceal frá Dior, 14. Diorblush Cheek Stcick frá Dior, 15. False Lash Superstar frá L’Oreal, 16. Merino Cool og Lady Like frá essie, 17. Worth A Pretty Penne frá OPI, 18. Sourcils Poudre frá Dior, 19. Advanced Body Creator frá Shiseido, 20. Mud Mask frá My Signature Spa fæst HÉR, 21. Cellular Performance Total Lip Treatment frá Sensai.

Ég fæ alltaf smá valkvíða þegar ég er að setja þennan lista saman, ég gæti eflaust haft hann lengri en það er eiginlega bara ein vara í viðbót sem þyrfti að vera þarna og það er sólarpúðrið mitt frá Smashbox sem ég nota svakalega mikið og alltaf til að skyggja andlitið.

En förum aðeins yfir þetta – byrjum á sturtu sjálfbrúnkukreminu, ég elska þessa vöru. Mér finnst þessar sjálfbrúnkuvörur bara langbestar og þetta krem er frábært. Þið slökkvið á sturtunni eftir að þið hafið þrifið líkamann. Berið það yfir ykkur allar, bíðið í 3 mínútur og skolið svo af með vatni. Áferðin verður jöfn, liturinn vex smám saman eftir sturtuferðum og þetta er bara algjör snilld! Svo er Sheido kremið algjörlega ómissandi því það hjálpar húðinni að þéttast aftur eftir meðgöngu. Ég er búin að prófa alveg svakalega mörg krem útaf slöppu húðinni og þetta virkar. Ég skrifaði líka um það eftir að ég átti Tinna Snæ og aftur nú kemur það mér til bjargar. Svo er það dekur maskinn frá My Signature Spa sem djúphreinsar húðina. Ég ætla að segja ykkur betur frá honum innan skamms.

Farðarnir á listanum eru mjög ólíkir en báðir gefa húðinni mjög fallega áferð. BB Water er mjög léttur og svakalega náttúrulegur. Serum farðinn nærir hins vegar alveg svakalega vel og gefur svona dewy áferð á húðina. Svo eru það hyljararnir ég elska Fix It frá Dior! Hann helst svo svakalega vel og blandast mjög flott saman við húðina. Cover Stick er svo sá sem ég nota alltaf með Anastasia Dipbrow þegar ég móta augabrúnirnar – held þessar tvær vörur séu þær sem ég er algjörlega búin að ofnota í þessum mánuði. Svo þegar ég vil aðeins mýkri áferð í augabrúnirnar nota ég blýantinn frá Dior – besti augabrúnablýantur sem þið fáið í dag!

Til að vekja húðina á mognanna er það Fix+ og Oils of Life kremið sem bjargar mér. Fix+ hjálpar mér að vakna og kremið gefur mér svo ótrúlega góða og drjúga næringu sem endist allan daginn! Eftir að ég klára að mála mig hefst svo valkvíðinn um að velja ilmvatn – það er alltaf annað hvort Gucci Bamboo eða Ever Bloom báði jafn yndislegir og báðir vekja mikla athygli.

Á listanum er líka vara sem ég ofnota þessar vikurnar og það er varakremið frá Sensai. Það er dásamlegt í alla staði, mýkir húðina í kring, þéttir varirnar og nærir þær alveg svakalega. Ég ber kremið yfir allar varirnar og í kringum þær og þær fá mjög fallega áferð og léttan ljóma.

Til að skerpa á augunum jafnast svo fátt á við nýju L’Oreal augnskuggapallettuna og ég vel yfirleitt á milli nýja Lancome maskarans sem gefur fíngerð og svaka þétt augnhér eða Superstar False Lash frá L’Oreal sem gefur alveg massív augnhár mjög dramatísk.

Vona að þessi hafi gefið ykkur svona smá hugmynd um hvaða vörur eru stjörnuvörur í mínum augum þessar vikurnar***

EH

Vörunar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit

Langar þig í vetrarbollann frá Moomin?

Ég Mæli MeðFallegtFyrir HeimiliðLífið Mitt

Dagurinn í dag, 1. október markar ekki bara upphaf bleiks októbers, upphafs sölunnar á Bleiku slaufunni svona svo eitthvað sé nefnt en í dag kemur líka nýjasti Moomin bollinn í sölu – vetrarbollinn sem er alveg sérstaklega fallegur eins og þið sjáið hér…

moominvetur

Ég fékk bollann minn í gær og hef varla slitið mig frá honum síðan. Hann er svona alveg fullkominn bolli drekka heitan drykk í á meðan maður kúrir uppí sófa inní góðu teppi. Mér finnst litirnir í bollanum alveg sérstaklega fallegir og heillandi. Sagan sem bollinn segir er líka mjög skemmtileg og svona í takt við árstíðina sem er framundan. Á bollanum sést múmínsnáðinn ylja sér innpakkaður í teppi við kertaljós á meðan múmínmamma og múmínpabbi sofa vært undir heitum sængum.

moominvetur2

Kaffið bragðast alltaf betur í nýjum moomin bolla – það er í alvörunni þannig! Svo í tilefni þess að nýr bolli er kominn finnst mér alveg ómissandi að deila gleðinni með heppnum aðdáanda þarna úti. Því ætla ég í samstarfi við Ábjörn Ólafsson að gefa einum heppnum lesanda þennan dásamlega bolla.

moominvetur3

Við ætlum bara að hafa þetta einfalt en það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að eignast bollan er að…

  1. Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann hér fyrir neðan.
  2. Skrifa athugasemd við þessa færslu með nafninu ykkar þar sem þið deilið með mér hver ykkar uppáhalds heiti drykkur er fyrir veturinn!

Ég ætla svo að draga út úr leiknum á sunnudaginn næstkomandi. Fyrir ykkur sem geta þó ekki beðið svo lengi þá er bollinn nú kominn í sölu í verslunum eins og iittala, Duka, Þorsteinn Bergmann og Suomi Prkl. Bráðum kemur svo líka skál með sömu myndskreytingu og ég hlakka mikið til að koma höndum mínum yfir hana því þá get ég farið að borða matching morgunverð!

Að lokum langar mig svo að minna ykkur á Bleika boðið sem er haldið í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 19:45 – ég vonast að sjálfsögðu til að sjá sem flestar en þar verður m.a. hægt að kaupa Bleiku slaufuna og styrkja þar með Krabbameinsfélag Íslands. Í ár mun söfnunarféið fara í það að koma á skipulegri leit að ristilkrabbameini en um 52 Íslendingar deyja ár hvert úr því krabbameini.

EH

Tumadress #3

MömmubloggTinni & Tumi

Yndislega besta vinkona mín kom færandi hendi og færði Tuma þumal svo fallegan heilgalla í sængurgjöf. Hún þekkir mig svo vel – ábyggilega betur en nokkur annar í heiminum – hún færði Tuma nefninlega heilgalla með pöndumynstri! Við fjölskyldan elskum pöndur og mamman elskar heilgalla ef þið vissuð það ekki nú þegar ;)

Heilgalli: Ígló & Indí
Þessi galli er úr 100% lífrænum bómul og er því alveg dásamlegur fyrir þessa allra yngstu stubba. Gallinn er mjög þægilegur viðkomu og léttur og ég er oftast bara með hann í bleyjunni innanundir ef við erum heima en hann fer þá í samfellu og sokkabuxur undir hann ef við erum úti á flakki. Ég elska þetta fallega pandamunstur, ég keypti samfellu með sama munstri handa honum þegar ég var ólétt og Tinni á bol og húfu í sama munstri svo þeir geta verið í stíl bræðurnir. Pandamunstrið er í uppáhaldi hjá mér af því sem er til hjá fallega barnavörumerkinu þessa stundina – sjón er sögu ríkari ef þið hafið ekki farið og séð það nú þegar.

Tumi var í þessum fína galla tvo daga í röð og ég ætla ekki að telja saman myndirnar sem ég tók af honum í gallanum – hann var bara að krútta svo mikið yfir sig að ég gat ekki hætt að taka myndir. Þegar ég renndi í gegnum þessar rúmlegu 300 myndir (aha…) þá fór ég smá að vorkenna barninu mínu svo ég ákvað að búa til smá myndasögu sem ég held að sé ekki fjarri sannleikanum :)

tumadressigló3

„hmmm…. hvernig á ég að pósa fyrir mömmu í dag?“

tumadressigló2

„Ég veit! Ég skelli á mig einu risastóru brosi svo hún verði nú mega sátt og hætti að taka myndir af mér!“

tumadressigló

 “úff… virkaði ekki, hún varð bara æstari í að taka fleiri myndir af mér – ég þarf duddu!“

Ætli ég sé svona pirrandi móðir… ég held ekki ég held þeir elski að mamma þeirra taki um það bil 100 myndir af þeim á hverjum einasta degi. Svo get ég ómögulega eitt einni einustu mynd af þeim þó hún sé hreyfð, ekki í fókus eða þeir mögulega ekki með opin augun á myndinni. Sérhver mynd sýnir dýrmætt augnablik í lífi stubbanna minna og ég get ekki sleppt þess að eiga minningar um neitt þeirra!

Þið hinar mömmurnar skiljið mig… ég veit það ;)

EH

Bókin sem bjargar brjóstaþokunni

FallegtLífið MittMömmubloggNetverslanir

Vitið þið það að það er ekki langt í það að ég týni sjálfri mér… Ég er svo ofboðslega dofin í hausnum þessa dagana að ég bara í alvörunni skil stundum ekki hvernig ég bara man eftir því að klæða mig í föt á morgnanna. Ég er reyndar alveg viss um að einn daginn muni ég labba út heiman frá mér á náttfötunum.

Ég hef tekið uppá því að skrifa allt niður – í dagatalið í tölvunni, í símann og nú í nýju dagbókina mína. Ef það mun ekki ganga upp fyrir mig að skrifa hluti á alla þessa þrjá staði og gleyma að mæta eitthvert þá held ég ég ætti barasta að gefast upp á þessu og bara láta kæruleysið stjórna för – svona uppað vissu marki auðvitað. Síðasta lausnin væri þó að dreifa gulum post it miðum útum allt heimili og bara svona svo ég muni að bursta tennurnar á morgnanna. Ég vona þó að ég gangi ekki það langt af köflunum að ég þurfi að merkja verðand eiginmanninn og börnin með skærgulum miðum…

Svo nú sný ég vörn í sókn og segi brjóstaþokunni stríð á hendur með hjálp tækninnar og undursamlega fallegu dagbókinni minni sem fæst nú í nýju „deildinni“ í Petit sem ber nafnið fyrir þig…

dagbók4

Munið ég sýndi ykkur flíkurnar sem ég keypti fyrir strákana mína hjá Linneu í síðustu viku en þá sýndi hún mér um leið nokkrar af vörunum sem fást nú fyrir okkur mömmurnar eða bara auðvitað allar konur í búðinni hennar. Ég tók andköf af hrifningu þegar ég sá þessa fallegu dagbók og svo þar að auki þegar ég kíkti inní hana og sá hversu fullkomið skipulagið var inní henni.

dagbók

Bókin er virkilega fallega skreytt og uppsetningin á henni er mjög þægileg en það sem þið sjáið á myndunum er einungis einn möguleiki um hvernig er hægt að halda utan um dagana. Svo er öðruvísi uppsetning á dagatali, það er pláss fyrir mikilvægar dagsetningar, pláss fyrir minnispunkta og pláss til að skrifa niður upplýsingar um skemmtilegt fólk eða tengiliði svo við notum tæknilega orðið…

Ég ætla alltaf að kaupa mér dagbók í byrjun hvers árs, ég gleymi því alltaf og finnst alltaf asnalegt að vera að kaupa heila dagbók þegar það er liðið langt á árið. Þesso dagbók telur 17 mánuði – frá ágústbyrjun og út árið 2016. Loksins fann ég hina fullkomnu dagbók og ég get byrjað að nota hana strax!

Svo nú hefjast dagarnir mínir svona…

dagbók3

Eftir að ég hef skutlað Tinna Snæ í leikskólann sest ég niður með dagbókina, bæti í hana viðburðum, fer yfir vikuna og samræmi tímaplanið mitt – allt á meðan ég borða uppáhalds Chia grautinn minn og drekk dýrindis kaffibolla. Blessunarlega hef ég ekki enn gleymt ráðlögðum dagskammti af kaffi – en ef þetta heldur áfram fer ég að skrifa í bókina mína fyrir hvern dag, muna að drekka einn kaffibolla :)

Fyrir þær sem hafa áhuga á þá fæst dagbókin HÉR í litnum sem ég keypti mér og HÉR í hinum litnum. Ég var með valkvíða yfir því hvaða lit ég ætti að velja en þessi blái heillaði mig strax og fólk hefur verið að dást mikið af fallegu dagbókinni minni – þá hlýtur maður nú að hafa valið eitthvað rétt.

Ég bið ykkur svo bara um að hafa auga með mér – ef þið rekist á mig útá götu, ráfandi um með enga hugmynd í kollinum um það hvað ég er að gera eða hvað ég á að vera að gera, skilið mér þá heim heilu og höldnu. Vonið svo bara mín vegna að þessi brjóstaþoka líði hratt yfir, ég er ekki gerð fyrir það að vera svona gleymin.

EH

Bleikt boð & L’Oreal pallettu sigurvegarar

Lífið MittlorealVero Moda

Ég tek öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast til að láta gott af mér leiða fagnandi! Í ár fæ ég að vera partur af teymi sem kemur að Bleika boðinu sem er haldið í tilefni upphafs sölu Krabbameinsfélags Íslands á Bleiku slaufunni.

Bleika boðið verður haldið næstkomandi fimmtudag klukkan 19:45 í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur. Þar verður boðið uppá ótrúlega flott skemmtiatriði, tónlistaratriði og æðislega tískusýningu þar sem allt það flottasta fyrir komandi árstíðir frá Bestseller á Íslandi verður sýnt. Bestseller rekur verslanirnar Vero Moda, VILA, Selected, Name it og Jack & Jones – svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað þetta verður flott! Það verða dömur frá Reykjavík Makeup School sem sjá um förðunina á fyrirsætunum með vörum frá L’Oreal og lúkkið er sjúklega flott en þar að auki verða allar fyrirsæturnar með falleg haustnaglalökk frá essie.

Síðustu dagar hafa farið í vinnu fyrir undirbúning á sýningunni og ég iða af spenningi fyrir fimmtudeginum. Tumalingur er búinn að vera svo yndislegur í vinnunni með mömmu sinni og sefur allt það helsta af sér.

bleiktboð

Í ár safnar Krabbameinsfélagið peningum til að koma á skipulagðri leit af ristilkrabbameini. Ristilkrabbamein tekur að meðal tali 52 Íslendinga frá okkur hinum á hverju ári. Það er þó eitt af þessum krabbameinum að ef það finnst snemma þá er hægt að grípa inní ferlið. En það hefur aldrei farið fram skipuleg leit að þessu krabbameini og því er alveg einstakt tækifæri að fá að vera partur af þeim hópi sem sameinar krafta sína og berst gegn þessum óvini. Ristill er eitt af þessum líffærum sem við erum kannski ekki mikið að tala um – skítur er mögulega ekkert sérstaklega vinsælt umtalsefni á kaffistofum landsins. En nú þurfum við að breyta því og styðja um leið við þetta flotta málefni sem varðar okkur allar.

Ég vonast til að sjá ykkur allar. Þið getið lagt málefninu lið með því að kaupa Bleiku slaufuna eða happdrættismiða sem verða seldir í bleika boðinu en allt fer að sjálfsögðu beint til Krabbameinsfélagsins. Svo innan skamms fara í sölu glæsileg hárvörulína frá L’Oreal en 70kr af verði varanna rennur til Krabbameinsfélagsins og ef allar vörurnar seljast þá er áætlað að 1 milljón renni beint til málefnisins. Ég segi ykkur betur frá því seinna.

En talandi um L’Oreal – eru ekki einhverjar spenntar að heyra hvaða 10 fá þessa trylltu pallettu sem verður t.d. notuð baksviðs fyrir tískusýninguna í Bleika boðinu!

lorealpaletta7

Fyrst vil ég byrja á að þakka kærlega fyrir æðislegar móttökur við leiknum og TAKK TAKK TAKK fyrir fallegu hrósin***

Screen Shot 2015-09-29 at 9.54.17 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.54.08 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.54 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.26 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.15 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.53.03 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.53 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.43 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.34 AM Screen Shot 2015-09-29 at 9.52.25 AM

Til lukku kæru dömur! Sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvar þið getið nálgast pallettuna :)

Að lokum vonast ég til að sjá ykkur allar í Bleika boðinu á fimmtudaginn – þetta verður æði! Nú megið þið bara krossleggja fingur með mér og vona að veðrið verði með okkur í liði svo Risaristillinn geti mætt á svæðið – já ég skrifaði RISARISTILL!

EH

Annað dress og nýtt hár!

Annað DressBiancoFW15Nýtt í FataskápnumVero Moda

Ég er að dýrka allar haustvörurnar sem eru að fylla uppáhalds búðirnar mínar í augnablikinu. Allir fallegu dökku, mjúku litirnir kalla á nafn mitt og ég get ekki staðist þá. Ég fór í smá Smáralindarferð um daginn og keypti nokkrar auka flíkur í fataskápinn ekki það að mig hafi vantað uppfyllingar í hann en æjj þið bara vitið….

Ég klæddist því alfarið nýjum flíkum í vinnunni í gær – já ég var í vinnunni í gær að undirbúa sjúklega spennandi verkefni sem er á fimmtudaginn sem ég iða úr spenningi yfir!

annaðdresshár4

Dressið…. græni liturinn í buxunum poppar svo sannarlega uppá dressið og skórnir hennar Camillu minnar eru auðvitað punkturinn yfir i-ið!

annaðdresshár

Skór: Hönnun Camillu Pihl fyrir Bianco, ég elska skónna mína sem ég keypti úr haustlínunni hennar í fyrra sem eru eins og þessir nema bara svartir. En ég er eiginlega hrifnari af þessum brúnu því liturinn og áferðin í leðrinu er bara algjörlega gordjöss! Skórnir eru svo þægilegir og gott að vera í þeim, þeir fegra fótinn og eru fullkominn fylgihlutur til að gera heildarlúkkið fullkomið. Ég hef ekki tölu lengur á öllum hrósunum sem ég hef fengið fyrir þessa fallegu skó þau eru orðin alveg svakalega mörg!

Buxur: Pieces frá VILA, ég er ekki enn komin á þann stað að ég get hneppt gömlu gallabuxunum mínum án þess að þurfa að eiga á hættu á að geta bara ekki andað. Svo ég keypti þessar buxur sem eru með breiðri teygju í mittið og eru því eins og buxna leggings. Þær eru svakalega þægilegar og mjúkar og gott að vera í þeim. Það var samt liturinn sem heillaði mig alveg samstundis en mig grunar að ég sé að fara að eiga í ástfóstri við hermannagrænt núna í vetur… Er það nokkuð verra. Ég er aftur í þeim í dag við einfalda svarta skyrtu úr VILA líka og mér líkar vel! Það er ótrúlega mikið fallegt inní VILA núna, ég keypti þrjár flíkur þar á föstudaginn en mig langaði í miklu fleiri.

annaðdresshár5

Hárið: Fía á Hárhönnun er minn snillingur, ég treysti henni alveg ótrúlega vel fyrir hárinu mínu. Ég bað hana bara að klippa þannig að það væri nógu sítt til að gera fallega uppgreiðslu fyrir brúðkaupið í janúar. Mér líður alveg svakalega vel með þessa sídd, hárið er svo heilbrigt og fallegt og mér finnst ég bara allt í einu komin með gamla góða þykka hárið mitt. Nú er líka allt upplitaða hárið mitt farið og minn eigin hárlitur fær að njóta sín – þar sjáið þið hann :)

annaðdresshár2

Rúllukragabolur: Vero Moda, þessi kom svakalega á óvart, hann ber ekki mikið með sér þessi einfaldi síði rúllukragabolur og hann sést kannski ekki nógu vel á þessari mynd en klaufarnar á hliðunum gera sjúklega mikið fyrir hann og það liggur við að ég fari og kaupi hinn litinn sem er ljós grár. Útaf klaufunum er líka mjög auðvelt að kippa honum upp og gefa brjóst – það eina sem ég pæli í þessa dagana þegar ég kaupi mér föt! Þetta er svona bolur sem passar við svo mikið, hann er ekki of síður svo hann gengur við buxur og klaufarnar gera hann voða töff og kasúal en samt felur hann rassinn svo hann gengur við svona buxnaleggings eins og þessar. Ég er nefninlega ekki alveg viss um að ég gæti verið í þessum buxum með rassinn útí loftið – ekki strax þó ég sé nú alveg með ágætis afturenda ;)

annaðdresshár3

Pleatherjakki: Vero Moda, ég er búin að horfa á þennan alltof lengi, fullkominn jakki til að nota í vinnu því hann er það þunnur að hann gengur alveg til að vera í innandyra en ég er ekki þessi týpa sem getur verið í svona týpískum svörtum aðsniðnum dress jakka dags daglega svo ég veit að þessi verður mikið notaður. En svo er hann nógu þunnur þanig ég get farið í aðra yfihöfn yfir hann. Ég elska waterfall fílinginn sem kemur á hann að framan og hann fer sérstaklega vel með rúllukragaflíkum!

___

Ég er að fýla þessi haustdress í ræmur og ég elska nýja hárið mitt – hvernig lýst ykkur á?

EH

Við elskum Lúllu!

Ég Mæli MeðMömmubloggTinni & Tumi

Nú þarf ég að fara að kynna ykkur fyrir vinkonu okkar Tuma henni Lúllu. Lúlla er alveg yndislega falleg dúkka sem er hugarfóstur þriggja flottra kvenna, Eyrúnar (sem á hugmyndina að Lúllu) auk Sólveigar og Birnu. Lúlla er ein fallegasta dúkka sem ég hef séð, ég elska allt við hana og þá sérstaklega róna sem henni fylgir…

photo-10

Lúlla er með hjartslátt, þegar maður þrýstir á hjartað sem er á henni miðri og heldur í 2 sekúndur heyrist sláttur og Lúlla fer að anda, mjög rólega og mjúklega. Tumi hefur átt Lúllu frá því hann var um tveggja vikna gamall og þau hafa verið bestu vinir síðan þá. Þau knúsast og kúra saman en svo rífast þau stundum líka – Tumi er stundum ekki alveg í stuði fyrir Lúllu sína. Það eru mjög fyndin augnablik þegar Lúlla pirrar Tuma, því þau augnablik endast í nokkrar sekúndur og svo sættast þau og halda áfram að kúra saman.

Nú hugsið þið eflaust, hvað er að þessari mömmu svona samband getur ekki myndast svona fljótt á milli barns og dúkku en Lúlla hún er einstök. Lúlla byggir á nákvæmum rannsóknum á áhrifum nándar, andadráttar og hjartsláttar á á svefn og heilsu ungabarna. En niðurstöðurnar sína að með þessum áhrifum sofna börn á skemmri tíma og þau sofa lengur í hverjum lúr, hjartslátturinn og andadrátturinn róar þau, með áhrifunum eru líkur á SIDS (sudden infant death syndrome) minni, ungabörn fá mikla örvun og áhrifin hjálpa ungabörnum einnig að slaka á svo þau verða minna stressuð.

Lúlla hljómar kannski of góð til að vera sönn en ég get tekið undir með þessu öllu saman. Tumi sefur alveg svakalega vel með Lúllu, hún fer allt með okkur, í vagninn, í bílinn og þau kúra saman á nóttunni. Ég finn að ég er sjálf rólegri þegar Lúlla er með Tuma í vöggunni á nóttunni – Lúlla hefur stundum að mér finnst sömu áhrif á mig og Tuma, hún hjálpar okkur að slaka á. Ég las mér til um það á heimasíðu RoRo sem er heimili Lúllu, að hún hafi verið prófuð meðal fyrirbura á vökudeild Barnaspítalans sem var mikilvægur hluti í gerð dúkkunnar. Ég hefði mikið verið til í að hafa haft Lúllu hjá okkur þar en Tumi var mjög stressaður og órólegur í fráhvörfunum sem hann fékk og ég trúi því miðað við það sem ég sé nú – áhrifin sem hún hefur á líðan hans núna – að hún hefði svo sannarlea hjálpað.

Ég hef sjálf ekki reynslu af öðrum svona böngsum sem gefa frá sér hljóð eins en ég get heilshugar mælt með henni Lúllu minni. Mér finnst þetta alveg frábær hugmynd og frábær hönnun. Lúlla ætti að vera sængurgjöf flestra barna að mínu mati en hún er jafn ómissandi fyrir mig eins og vagninn og bílstóllinn.

Lúllu getið þið fengið á heimasíðu RoRo.is, á Facebooksíðu RóRó og þar getið þið einnig lesið ykkur meira til um hana:)

EH

Tumi fékk Lúllu að gjöf frá RoRo, ég vil þó taka það fram að allt sem ég skrifa hér fyrir ofan er skrifað af hreinskilni og einlægni. Ég geri miklar kröfur til alls sem tengist börnunum mínum og ég meina allt 150% sem ég hef um hana Lúllu að segja :)

Nýtt fyrir strákana

Ég Mæli MeðLífið MittTinni & Tumi

Það er stórhættulegt að eiga vinkonu með óaðfinnanlegan smekk þegar kemur að barnafötum. Ég er að sjálfsögðu svakalega hlutdræg en samt í alvöru er ég nokkuð ein um það að vera ástfangin af öllu inní Petit… :)

Ég kíkti á Linneu mína fyrir helgi til að sækja pöntun sem ég átti hjá henni en labbaði „alveg óvart“ út með aðeins meira í pokanum.

nýttstrákar2

Tígrisdýrapeysa frá Pop Up Shop í stíl við tígrisdýrabuxurnar hans Tinna Snæs. Ég elska þetta merki! Peysan fæst HÉR.

Mörgæsarleggings buxur frá Diapers & Milk fyrir Tuma. Ég elska mörgæsir þær eru uppáhalds dýrin mín svo ég stóðst engan vegin mátið. Það voru fleiri leggings buxur sem ég hefði verið mikið til í að kaupa í viðbót – í næsta mánuði ;) Leggings buxurnar fást HÉR.

Marmara heilgalli frá Tiny Cottons, við fengum könglaheilgalla gefins frá þessu merki frá systur hans Aðalsteins og fjölskyldu. Svakalega gæðamikið merki og flíkurnar eru hver annarri fallegri. Þegar þessi heilgalli kom inná Petit.is pantaði ég hann strax ég tók ekki sénsinn að hann myndi seljast upp – halló heilgalli – halló marmari! Heilgallinn fæst HÉR.

Sokkar frá Tiny Cottons, það var eitthvað við þessa sokka þeir eru bara einum of sætir og svo er ég búin að horfa á endalaust af krúttlegum myndum af þeim á Instagram aðgangi Tiny Cottons… Sokkarnir fást HÉR.

nýttstrákar

Svo sótti ég loksins ljósaboxið mitt sem er búið að bíða mín ansi lengi en ég pantaði það þegar ég var ennþá inná spítalanum. Nú vantar bara batterí í ljósið og svo getur það farið upp inní herbergi strákanna :)

Ég á stundum dáldið bágt með mig þegar kemur að því að kaupa fallega hluti fyrir syni mína ég efast um að ég sé eina móðirin sem á við það „vandamál“ að stríða!

Eigið ljúfan sunnudag***

EH

Svo það fari nú ekki á milli mála þá keypti ég allar vörurnar sem sjást í þessari færslu :)