Essie lökkin – loksins á Íslandi!

EssieLífið MittneglurNýjungar í Makeup-iSS15

Ég er gjörsamlega búin að vera að springa af spenningi í alltof langan tíma með að birta þessa færslu. Þegar maður fær að heyra það að eftir alltof langa bið að uppáhalds merkið er loksins að koma til landsins í öllu sínu veldi þá er ekki annað hægt að fara smá á taugum af spenning…

Já dömur mínar Essie naglalökkin eru mætt til Íslands í öllu sínu veldi. Í þessum töluðu orðum eru naglalökkin að týnast inní standa um verslanir höfuðborgarsvæðisins og ég er að tapa mér í gleðinni og búin að skarta Essie naglalökkum á nöglunum síðustu vikur til að hita upp.

Merkið er í svo miklu uppáhaldi hjá mér og ég er búin að bíða eftir þessum degi með mikilli eftirvæntingu. Ég hef alltaf fyllt reglulega á byrgðirnar mínar af lökkunum og hef vanið mig á að kaupa öll lökk í tískulínunum ég get bara aldrei valið á milli. Með hjálp ebay og annarra vefverslana hafa þau orðið mín en nú þarf ég ekki eð leita langt til að næla mér í nýtt lakk í safnið sem er reyndar frekar svakalega stórt!

trendessie2

Það vantar þó heilmarga liti inná myndina og ég á ekki von á öðru en að skúffan muni verða troðfull af Essie fyrir árslok ef ég þekki sjálfa mig rétt.

Ég týndi líka saman nokkra af mínum uppáhalds litum fyrir sumarið til að sýna ykkur – allir þessir litir verða fáanlegir hér á Íslandi.

essietrend

 Frá vinstri:

Mint Candy Apple, Resort Fling, Bikini so Teeny, Cute as a Button, Sand Tropez, Lapiz of Luxury, Tart Deco, Ballet Slippers og Lilacism.

Ég er hrifin af lökkunum fyrst og fremst vegna formúlunnar sem ég sé varla sólina fyrir. Formúlan er svo þétt og flott að litirnir fá að njóta sín vel. Ég þarf aldrei meira en tvær umferðir og mér finnst þau endast virkilega vel. Essie er vinsælasta naglalakka merkið í heiminum í dag og því er það sannkölluð snilld að fá það til okkar á Íslandi og ég efast ekki um að við munum sjá fullt af flottum og björtum Essie nöglum í sumar.

Það er sko margt spennandi framundan þegar kemur að samstarfi á milli mín og Essie og ég er með fullt af spennandi færslum í bígerð fyrir ykkur til að kynna ykkur sem þekkið kannski ekki merkið og sögu þess en hér er um að ræða fyrsta naglalakkamerkið sem sérhæfir sig í því að bjóða konum uppá breytt litaúrval naglalakka. Sagan merkisins er mjög skemmtileg og á meðal lakkanna sem verða í sölu hér á Íslandi er liturinn Ballet Slippers sem Elísabet Englandsdrottning lét alltaf senda sér sérstaklega áður en merkið komst í sölu í Bretlandi því það var eina lakkið sem hún vildi nota.

Ef þið viljið fylgjast með Essie á Íslandi og öllu fjörinu sem er framundan þá verðið þið að fylgjast með merkinu á Facebook og Instagram það verður þess virði.

Essie lökkin eru komin upp í verslunum Hagkaupa (komið t.d. í Smáralind, Kringlu, Garðabæ og Skeifu), Lyf og Heilsu (komið t.d. í Kringlu, JL húsið og Austurver) og Kjólum og Konfekt í dag og verða fáanleg á fleiri stöðum á næstu dögum og vikum. Á morgun mætir Essie í Lyfju Lágmúla og inná heimkaup.is.

Essie Iceland á Facebook

@essieiceland á Instagram

Gleðilegt Essie sumar!

EH

Þú ert einstök – fagnaðu því <3

Lífið Mitt

Síðan hvenær fór álit annarra að skipta okkur meira máli en hvað okkur finnst um okkur sjálfar? Hvað ætli hafi gerst hjá okkur – inní okkur – þegar við fórum úr því að leika okkur áhyggjulausar, hoppa í pollum og njóta þess að vera til og í það að geta varla sofnað á kvöldin á kvöldin af áhyggjum um það að við værum ekki eins og einhver önnur – að við værum ekki fallegri, mjórri eða gáfaðri?

Ég hef stundum pælt í þessu með sjálfa mig sérstaklega í huga; ég var alltof stóra hluta af ævi minni upptekin af áliti annarra, ég var of upptekin af því að vera alltaf fullkomin, vera alltaf í nýjustu fötunum, alltaf máluð og alltaf grönn. Ég var svo upptekin af því að ég áttaði mig ekki á því að ég var partur af vandamálinu. Ég var svo upptekin af sjálfri mér að ég áttaði mig ekki á því að með því að hegða mér svona smitaðist hegðunin á aðra í kringum mig.

Mér leið illa ef mér fannst ég ekki fullkomin, ef ég komst ekki í minnstu stærðirnar í tískuvöruverslunum og ef ég var of mikið í sömu fötunum í skólanum. Mér leið illa þegar ég fór í sund því mér fannst líkaminn minn ekki fullkominn, brjóstin voru ekki falleg, maginn var ekki sléttur og lærin of stór – þannig leið mér þá. Þetta gerði það að verkum að ég lét helst ekki sjá mig í sundi og hélt utan um magann á mér þegar ég þurfti að labba eftir sundlaugarbakkanum.

Svona leið mér aldrei þegar ég var yngri – það var eitthvað sem gerðist þegar ég ákvað að álit annarra á sjálfri mér skipti meira máli en mitt eigið. Í dag hef ég náð að hrista þetta af mér og álit annarra skiptir mig ekki miklu máli. Ég hugsa að svo lengi sem ég er ánægð með sjálfa mig þá mun það skína af mér – útgeislun mín mun tala fyrir mig. Ég hef oft talað um það að þegar ég birti myndina af slitförunum mínum hafi verið minn vendipunktur þegar kom að þessu óöryggi og þessari tilfinningu sem við búum mörg yfir að allt verði að líta út fyrir að vera fullkomið á yfirborðinu. Færslan mín um slitförin var minn vendipunktur og allar götur síðan þá hef ég séð sjálfa mig í allt öðru ljósi. Ég er ekki jafn gagnrýnin – ég bara yfirhöfuð gagnrýni ekki sjálfa mig, ég tala aldrei um að ég sé feit eða líti út fyrir að ég sé feit, ég reyni ekki að fela það ef mér líður illa ég hef lært að tala um vandamálin því það er besa leiðin til að leysa þau. Ég er stolt af líkama mínum, ég ber virðingu fyrir honum og ég elska það að ég er ekki eins og neinn annar. Ég er einstök.

Ég sat á virkilega áhugaverðum fundi um daginn þar sem ég fékk fræðslu um nýtt verkefni hjá Dove á Íslandi. Merkið hafði samband við mig til að athuga hvort ég væri til í að hjálpa þeim að breiða út boðskapinn. Ég fór mjög forvitin á fundinn og ég verð að vera hreinskilin, ég átti ekki von á því sem ég sá. Ég upplifði allan tilfinningaskalann þegar ég sá myndbandið fyrir herferðina og um leið og það var búið þá hugsaði ég að ég yrði að fá að vera partur af þessu verkefni og gera mitt allra besta til að breiða út boðskapinn og hjálpa öllum þeim sem þyrftu á hjálp að halda til að öðlast virðingu fyrir líkama sínum og að verða stolt af því að vera eins og þau eru.

Ég held að þið verðið bara að fá að sjá myndbandið og gerið mér greiða – breiðið út boðskapnum, tökum höndum saman og hjálpum hvort öðru.

Síðan hvenær fór álit annarra að skipta okkur meira máli en hvað okkur finnst um okkur sjálf….

Hvenær var það ákveðið að við yrðum öll að vera eins…

Ætlum við að leyfa þessu að vera svona í einhvern tíma í viðbót – ég segi nei og ég ætla ekki að taka þátt í þessu. Við erum öll fullkomin eins og við erum, það á enginn að geta sagt okkur hvernig við eigum að vera og hvernig okkur á að líða. Það er álit okkar sjálfra sem skiptir mestu máli – hafið það í huga.

forsidumynd

Sjáið hvað þessar dömur eru glæsilegar – ég er ekkert smá stolt af þeim og mér finnst þær magnaðar að gera þetta – stelpur þið eruð æði****

Aftur langar mig að skora á ykkur að næst þegar þið lítið í spegil og ætlið að fara að hugsa – æjj ég vildi nú að ég væri aðeins öðruvísi – hrósið ykkur þá frekar bara fyrir hvað sem er, vitið þið að það er miklu betra að byrja daginn á jákvæðu nótunum heldur en með neikvæðri gagnrýni. Ég get lofað ykkur því að dagurinn verður bara miklu betri!

Sönn fegurð á Facebook

Að lokum langar mig að hvetja ykkur til að lesa líka færsluna hennar Karenar sem þið finnið HÉR um sama málefni. Hún kemur einnig með sýna einstöku sýn á verkefnið sem við erum báðar svo stoltar með að fá að taka þátt í að dreifa.

EH

Færslan og myndbandsbirtingin er unnin í samstarfi við Dove á Íslandi. Orðin eru öll mín og engin greiðsla var þegin fyrir þáttöku í herferðinni – þið getið alltaf treyst á hreinskilni af minni hálfiu.

„Dove hefur á heimsvísu styrkt margvíslegt starf í þágu líkamsmyndar kvenna í gegnum The Dove Self-Esteem Fund. Dove á Íslandi hefur einnig stofnað styrktarsjóð til þess að efla líkamsmynd íslenskra stúlkna og kvenna. 8 krónur af hverri seldri Dove vöru renna óskiptar í sjóðinn. Sjóðurinn hefur þegar skuldbundið sig til þess að veita 3 milljónum króna á næstu tveimur árum til The Body Project verkefnisins sem hefur reynst árangursríkt til að bæta líkamsmynd og líðan stúlkna samkvæmt vísindalegum rannsóknum.“

Varalitadagbók #30

Ég Mæli MeðKæra dagbókLífið MittmaybellineNýjungar í Makeup-iSS15TrendVarir

Ég er gjörsamlega heilluð af plómulituðum varalitum og ég hef verið það allt síðan ég prófaði þannig litaðan varalit í fyrsta sinn. Einn af mínum uppáhalds litum Midnight Plum frá Maybelline er því miður hættur og ég er búin að syrgja hann smá ég er alveg fullkomlega hreinskilin með það því það var svona liturinn sem lét mig verða ástfangna af plómulituðum varalitum. En ég vissi bara ekki hvað væri að koma í staðin en ég hef fundið ást á nýjum varalit frá Maybelline og þessi er sko glænýr og þið sáuð hann fyrst í maskarafærslunni minni um Lash Sensational maskarann.

plumvarir3

Liturinn er eiginlega svona bleik plómulitaður og litapigmentin í honum eru mjög falleg. Ég hef alltaf kunnað vel við varalitaformúlu Maybelline, hún endist bara fínt og það er auðvitað hægt að auka endinguna með varablýant en ég geri það reyndar ekki hér. Ég elska líka ljómann sem varirnar mínar fá en formúlan er mjög rakagefandi og létt og það er lítið mál að bera þá á varirnar.

plumvarir2

Color Sensational Plum Passion nr. 365 frá Maybelline

Screen Shot 2015-04-27 at 8.30.57 PM

Liturinn er gjörsamlega fullkominn fyrir sumarið fyrir okkur sem viljum svona fallega plómutóna. Ég skartaði honum fyrst á einum af þessum fyrstu björtu dögum okkar hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara eitthvað við sólina sem fær mig til að vilja skarta fallegum sumarlegum varalit og senda risastórt bros útí heiminn – að vera með flottan varalit gerir mann ósjálfrátt bara glaðari hvað ætli það sé :)

Þessi flotti litur ætti nú að vera kominn á alla sölustaði Maybelline eða rétt að detta þar í hús ásamt þremur öðrum mjög fallegum litum sem ég verð nú að segja ykkur betur frá seinna – en þessi er möst í mína snyrtibuddu í sumar!

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Bumbustíll

BumbiInnblásturLífið MittStíll

Ég viðurkenni það nú fúslega að ég er farin að eiga dáldið erfitt með að klæða mig bara síðustu daga. Fyrir svona tveimur dögum tók kúlan mín alveg svakalegan vaxtakipp og fólk er meirað segja búið að hafa orð á því – alveg alltof margir. Svo bara svona allt í einu líður mér eins og allt sé að springa utan af mér :)

Mér finnst ég dáldið komin á þann tímapunkt að það verður erfiðara og erfiaðara að klæða sig á morgnanna. Maður upplifir smá svona uppgjöf þegar maður kemst að því að maður passar kannski ekki í alveg allt sem maður hélt að maður gæti notað og það tekur alltof langan tíma að klæða sig á morgnanna. Stundum verð ég alveg bara svona sigruð og langar helst bara að labba út í náttbuxunum og kannski vona bara að það taki enginn eftir því en ég hef enn látið það kjurt sem er held ég bara í góðu lagi.

En þrjóskan í mér er bara þannig að mig langar bara engan vegin að kaupa mér sérstakan meðgögnufatnað ég bara svona tími einginlega ekki að eyða pening í fatnað sem ég nota bara í stutta stund. En ég datt í staðin bara í smá innblásturs gír og eyddi dáldið miklum tíma inná pinterest og skoðaði bumbustíl damanna þar…

Sjáið bara hvað þetta eru glæsilegar konur – er ég ekki örugglega svona líka ;) En ég er alla vega nú uppfull af hugmyndum um klæðaburð næstu vikurnar. Ég vil fyrst og fremst bara láta sjálfri mér líða vel ég set engar kröfur á mig um að vera á háum hælum – held reyndar að grindin myndi bugast – haha ég hlæ eiginlega bara af sjálfri mér við tilhugsunina að vagga um á háum hælum.

En ég er uppfull núna af hugmyndum fyrir bumbustílinn og ætla að halda áfram að njóta meðgöngunnar í botn!

EH

Sumargjöf #3 dekur fyrir líkamann

Ég Mæli MeðHúðLífið MittSS15

Eins og ég lofaði þá fer nú þriðji og síðasti sumargjafaleikurinn nú af stað. Ég fékk virkilega fallegt boð um daginn þegar mér var boðið að prófa nýjar vörur fyrir líkamann frá merki sem heitir I Love… Merkið býður uppá breitt úrval af skemmtilegum vörum fyrir húðina – næringu, ilmum, handáburð og skrúbbum svo eitthvað sé nefnt og þetta er merki sem býður uppá alveg þó nokkra mismunandi ilmi. Ég fór og þefaði af bókstaflega öllu, ég var ekki alveg tilbúin að fara að prófa eitthvað sem ég myndi alls ekki getað notað vegna lyktarinnar en maður er jú miklu viðkvæmari fyrir henni á meðgöngu en annars. Ég fann ilm sem ég féll strax fyrir og það er ef til vill sá ilmur sem margar fara kannski ekki helst í því það eru alls konar berjabombur í boði.

En þar sem ég kolféll fyrir vörunum og ilma nú allan liðlangan daginn eins og Mangó og Papaya þá fannst mér upplagt að athuga hvort merkið vildi ekki gefa eina sumargjöf með mér og jú það var svo sjálfsagt. Svo síðasta sumargjöfin í ár er dýrindis gjafakarfa með dekri frá I Love…

Mig langar samt að byrja á því að segja ykkur betur frá vörunum sem ég fékk að prófa. Fyrir neðan myndirnar getið þið svo séð hvernig þessi gjafakarfa gæti orðið ykkar.

ilove

Ég valdi mér sumsé vörurnar með Mango og Papaya ilmi, hann er sætur og mjög góður ekki svona alltof sætur sem mér þótti dáldið um berjabomburnar en ég reyndar kenni óléttunni um það. Ég valdi mér vörur sem ég vissi að ég myndi nota og reyndi ekkert að flækja þetta um of. Vörurnar ilma í takt við sumarskapið sem ég er komin í og ég dreif þær með mér í sundferð um daginn svo þær eru voða meðfærilegar líka.

ilove3

Handáburður

Mjög fínn handáburður sem fer hratt inní hendurnar. Ég veit ekki með ykkur en mínar eru gjörsamlega að skrælna í þesusm kulda svo þessi fer með mér allt. Eins þegar ég er að vinna inní Vero Moda þá þorna hendurnar mínar mjög mikið – bæði loftið bara inní Smáralindinni en líka af því ég er alltaf á fullu að bera eh á milli, haldandi á herðatrjám og að brjóta saman föt. Þá finnst mér mjög gott að bera handáburðinn á mér þegar ég tek smá pásu bara til að nudda aðeins hendurnar og hjálpa þeim aðeins að slaka á og undirbúa sig fyrir næsta action.

ilove2

Líkamsskrúbbur

Þá byrjar gamla tautið í mér enn á ný… Það er ómissandi að eiga góðan líkamsskrúbb í sturtunni til að hjálpa húðinni að endurnýja sig. Líkamsskrúbb ætti að nota alla vega tvisvar í viku því hann hjálpar húðinni að losa sig við dauðar húðfrumur og með því að nudda honum yfir líkamann örvið þið starfsemi frumanna inní húðinni – t.d. mikilvægt að gera það á læri og rassi því þá myndast síður appelsínuhúð. Einnig er mikilvægt að nota skrúbba á meðgöngunni sérstaklega ef þið eruð farnar að finna fyrir slitum því þar safnast fullt af dauðum húðfrumum sem við viljum alls ekki hafa á líkamanum. Þessi er dásamlegur og er með léttum kornum, þið finnið fyrir þeim en þau eru ekki allsráðandi í formúlunni. Ilmurinn er mjög frískandi í sturtunni og mér finnst alltaf gott að vera með vel ilmandi líkamssápur og skrúbba í sturtunni og sérstaklega frískandi ilmi því þá finnst mér ég ná að vakna svo vel t.d. ef ég fer ís sturtu á morgnanna.

ilove5

Bodybutter

Ég er nú þegar búin að lýsa aðdáun minni á því að nota bodybutter á magann á meðgöngunni. Það er svo ljúft að nota það yfir kúluna og hjálpa húðinni aðeins að nærast og slaka á. Það er að teygjast alveg svakalega á húðinni minni þessa dagana og þá er svo gott að ná að nudda aðeins yfir hana með svona góðri næringu. Ég mæli alla vega með því að þið sem eruð óléttar nælið ykkur í einhvers konar bodybutter fyrir magann ég finn mun. Ég nota þetta alltaf beint eftir sturtu á allan líkamann á meðan ég set bodylotionið á húðina á morgnanna. Bodybutterið fer á magann og ég set sérstaklega mikið á extra þurru svæði húðarinnar eins og olnbogana og hnéin.

ilove4

 

Bodylotion

Hér er krem sem er miklu léttara en bodybutterið – segir sér svo sem kannski alveg sjálft. Ég hef verið að nota þetta mikið á morgnanna því mér finnst auðveldara að bera kremið á þurra húðina því það er léttara. Mér finnst líka gott að það komi svona léttur ilmur frá því yfir dagin. Ég elska þegar ég get keypt bodylotion með svona pumpu því mér finnst bara miklu þægilegra að nota þau en önnur.

Líst ykkur ekki með eindæmum vel á þetta! – Fyrir áhugasamar fást vörurnar t.d. í verslunum Hagkaupa og þær ættu ekki að fara framhjá ykkur miðað við umbúðirnar – verðið er mjög gott.

Ef ykkur langar í gjafkörfuna með þessum gersemum þá er þrennt sem þarf að gera…

1. Fara inná Facebook síðu varanna og smella á Like – I LOVE COSMETICS ICELAND.

2. Smella á deila takkann hér fyrir neðan og deila færslunni á Facebook.

3. Skilja eftir fallega sumarkveðju í athugasemd við þessa færslu með fullu nafni – svo ég geti haft uppá ykkur ef þið sjáið ekki að þið hafið unnið.

Ég dreg svo út gjafakörfuna á þriðjudaginn.

Gleðilegt sumar og takk fyrir allar fallegu sumarkveðjurnar sem þið hafið nú þegar sent mér í gegnum síðustu leiki***

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Gjafaleikurinn er ekki settur upp gegn greiðslu heldur bara til að gleðja lesendur og fagna sumrinu***

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Annað dress: sumarsæla

Annað DressFylgihlutirLífið MittNýtt í FataskápnumShopSS15Vero Moda

Ó vá hvað gærdagurinn var gjörsamlega fullkominn í alla staði! Veðrið var dásamlegt og ilmur af sumari er svo sannarlega í loftinu og ég vona að það verði bara betra á næstu vikum og mánuðum. Við áttum voða kósý morgun þar sem mamman fékk m.a. að sofa út og svo fórum við í bakarí og loksins fékk Tinni Snær draum sinn uppfylltan og fór á Línu Langsokk. Sýningin er alveg frábær skemmtun fyrir yngstu kynslóðina og Ágústa Eva er ekkert smá flott Lína! Tinni Snær fór grátandi útúr Borgarleikhúsinu miður sín yfir því að þurfa að fara frá Línu og það sama gilti um önnur börn – krúttskalinn var svo sannarlega sprengdur! En foreldrarnir náðu vonandi að bæta fyrir það með kaupum á Línu stuttermabol og buffi sem hann vill bara klæðast síðan þá og gengur um og segist heita Tinni Langsokkur – eru fleiri sem kannast við þetta ;)

Annars langaði mig að deila með ykkur dressi dagsins – sem var reyndar eitt af tveimur þennan daginn því ég fór aðeins fínni í leikhús – mér finnst nauðsynlegtað klæða sig upp fyrir leikhús sama hver sýningin er!

sólardress3

Kúlan fína er nú orðin 24 vikna og ég er bara að njóta hennar í botn. Mér líður miklu betur núna en á síðustu meðgöngu alla vega andlega og ég er loks að fá aðeins að njóta mín þó skrokkurinn sé alveg að fara að gefa sig en með góðri hjálp yndislegs sjúkraþjálfara sé ég fyrir mér að þetta verði nú aðeins bærilegra. En ég auðvitað varð svakalega slæm eftir fallið mitt í hálkunni þegar ég úlnliðsbrotnaði og sef nú einungis með hjálp hitateppis, snúningslaks og meðgöngukodda – það er varla pláss fyrir Aðalstein lengur mér finnst þetta ástand smá fyndið – en ég held hann sé ekki sammála mér ;)

sólardress5

Þetta verður æpti á sólgleraugu og það æpti líka á smá garðstörf. Við sópuðum stéttina fyrir utan hjá okkur, sópuðum líka gangstéttina – þessi sandur var alveg að fara með mig þetta var aðeins of mikið af hinu góða og minnti of mikið á erfiðan vetur svo sandurinn fékk að fjúka burt. Svo sáðum við kryddjurtum sem vonandi fá að blómstra inní eldhúsglugga og nú langar mig í hangandi blómapotta á krókana við útidyrahurðina.

sólardress6

Naglalakk: Bikini so Teeny frá Essie, þetta veður kallar ekki bara á léttari klæðnað og sólgleraugu það kallar líka á fallegt og bjart naglalakk. Þetta er það allra vinsælasta í heiminum í dag – akkurat þessi fallegi blái litur er mest seldi litur af naglalakki í heiminum í dag – hversu tryllt! Þetta lakk er ómissandi fyrir mig í sumar og þið munið sjá hann á fingrunum á mér á áberandi stað innan skamms… – sbr. verkefnið þar sem ég hætti mér enn lengra út fyrir þægindarammann. Lakkið fékk ég í DK fyrir þónokkru síðan.

sólardress9

Körfubolti: 50/50 minn og Aðalsteins <3

Skyrta: Noisy May úr Vero Moda, þessa fengum við núna fyrir helgi og skyrtuóði bloggarinn gat ekki látið hana frá sér fyr en hún varð mín! Verðið skemmdi engan vegin en hún er á 5990kr og er sjúklega góð. Ég er í stærð L ég vildi það einhvern vegin frekar, hafa hana stóra og góða og þá get ég notað hana lengur á meðgöngunni og ég vel svo sem alltaf að taka flíkur enn stærri en ég þarf. Mér finnst hún hrikalega skemmtileg og ég fýla kontrastinn í henni, sumarleg en samt virkar hún allan ársins hring.

sólardress10

Mér finnst ég eiginlega komin með körfubolta framan á mig. Kúlan tók alveg svakalegan vaxtakipp í vikunni og hefur verið svona útstæð síðan. Það eru rosa margir sem eru því búnir að segja við mig að hún hætti þá pottþétt að stækka á einhverjum tímapunkti – ég hef mjög gaman af því að fólk reyni svona að hjálpa mér að slaka á með orðum en reynsluboltinn ég veit að ég mun bara halda áfram að stækka sbr síðasta meðganga ;)

sólardress4

Sólgleraugu: Bianco, þessi eru staðalbúnaður hjá mér í þessu veðri elska þau gjörsamlega því þau passa við allt og sérstaklega sólina finnst ykkur ekki – verðið skemmir ekki heldur 3690kr ;). Meira um þessi HÉR.

sólardress2

Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco, þessir skór eru ofnotaðir en nú þarf ég einmitt að fara að bursta yfir þá með rússkinsbursta og gefa þeim smá yfirhalningu. Þessir eru svo þægilegir og ég elska þá alveg svakalega mikið og þeir eru svona mínir go to skór. Í kjölfarið af þessum flottu línum sem Camilla hefur verið að hanna fyrir Bianco er ég búin að vera fastagestur inná síðunni hennar Camillu og ég mæli eindregið með því að þið fylgið mínu fordæmi. Camilla virkar útá við alveg einstaklega ljúf og góð manneskja, bloggið hennar er svakalega fallegt, allar myndir eru vel unnar og hún svarar öllum. Ef ég merki mynd af mér í skóm frá henni á Instagram t.d. fæ ég alltaf kveðju frá henni – mér finnst voða ljúft að hún taki sér tíma til þess. Fylgist með henni hér – CAMILLA PIHL

sólardress

Dagurinn endaði svo með grillmat og ísbíltúr – fullkominn endir á fullkomnum degi!

Mikið vona ég að dagurinn í dag verði jafn góður og gærdagurinn ég ætla alla veg að eiga dag með Tinna Snæ, pabbinn ætlar smá að fá að rækta sjálfan sig sem er jú nauðsynlegt.

Seinna í dag ætla ég svo að setja af stað þriðja og síðasta sumargjafaleikinn og ég vona innilega að þið hafið haft gaman af þessu uppátæki og að þær sem unnu séu ánægðar með sitt!

Njótið***

EH

Þær heppnu 20 sem fá Lash Sensational

Ég Mæli MeðLífið MittMaskararmaybellineNýjungar í Makeup-iNýtt í Snyrtibuddunni

Ég er svo sannarlega ekki ein um það að vera spennt fyrir komu nýjasta maskarans frá Maybelline – Lash Sensational. Hann ætti nú að vera kominn á langflesta sölustaði Maybelline hér á Íslandi – t.d. Hagkaup, Lyfja og Kjólar og Konfekt svona fyrir ykkur sem eruð spenntar.

Ég hef alltaf hrifist af möskurunum frá Maybelline og það er sannarlega vel gert að hefja 100 ára afmælisárið með því að setja svona æðislegan maskara í sölu. Ég er sjúklega ánægð með minn en hann hrynur ekki og hann smitast ekki og já hann heldur augnhárunum eins allan liðlangan daginn sem er stór kostur í mínum augum. Til að rifja það aðeins upp þá er maskaranum ætlað að breiða úr augnhárunum þannig þau myndi eins konar blævæng í kringum augun, hann þykkir, lengir og þéttir og þetta er held ég alveg ábyggilega maskari sem mun slá eftirminnilega í gegn hjá Maybelline svo ekki bíða of lengi með að prófa þennan.

lashsensational2

Hér er ég með eina umferð af maskaranum í kringum augun og ég notaði engan augnhárabrettara. Maskarinn þykir mér mjög meðfærilegur og það er lítið mál að setja hann á augnhárin, hann klessir ekki og það er auðvelt að greiða úr öllum augnhárunum. Hann hefur staðist allar mínar prófanir og ég var mjög gagnrýnin ég lofa því en það er helst vegna þess að ég gerði miklar væntingar til hans. Þegar maður gerir svona miklar kröfur og býst við miklu finnst mér ég oftar en ekki verða fyrir vonbrigðum en þessi hefur ekki valdið mér neinum. Formúlan er alveg smitheld og festist virkilega vel en hann er líka svo til vatnsheldur fyrir þær sem vilja það frekar en þá eru svörtu detailarnir á umbúðunum sem þið sjáið hér fyrir neðan ljósbláir að lit.

lashsensational3

Hér sjáið þið svo nöfnin á þeim 20 heppnu sem fá maskarann í sumargjöf frá mér og Maybelline á Íslandi.

Screen Shot 2015-04-25 at 8.59.53 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.59.44 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.59.32 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.59.23 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.59.02 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.58.52 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.58.41 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.58.33 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.58.26 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.58.19 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.01.38 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.01.15 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.01.02 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.00.48 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.00.39 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.03.14 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.03.07 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.02.49 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.02.30 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.02.20 PM

Innilega til hamingju með heppnina dömur! Sendið mér endilega línu með fullu nafni og heimilisfangi svo við getum komið möskurunum til ykkar – ernahrund(hjá)trendnet.is :)

Á morgun fer svo þriðji og síðasti sumargjafaleikurinn af stað í samstarfi við I Love… líkamsvörurnar sem eru dásamlegar og alveg fullkomnar fyrir þennan árstíma. Skoðið þær endilega á Facebook síðu merkisins til þess að hita upp fyrir morgundaginn!

Á morgun birtist svo líka dress dagsins í dag – og smá update af körfuboltanum sem hefur nú myndast framan á mér*** Takk kærlega fyrir frábæra þáttöku í maskaraleiknum ég vona að þið hafið jafn gaman af og ég!

EH

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Steldu sólgleraugnastílnum!

FylgihlutirLífið MittSS15Stíll

Nú er komið sumar, sólin er miklu meira áberandi og mér finnst þessa dagana ómissandi að vera með sólgleraugu á nefinu. Ég hef vanið mig á að splæsa í ný sólgleraugu á hverju ári bara svona uppá gleðina og ég vel mér aldrei neitt dýr gleraugu því ég veit að ég er ótrúlega seinheppin og mjög klár að týna hlutum. Sólgleraugu ársins eru búin að sitja á nefinu mínu í nokkrar vikur núna og ég gjörsamlega elska þau!

sólgleraugu

Sólgleraugu 3690kr – Bianco <3

Lúkkið á sólgleraugum ársins er kassalaga og þau eru dökk og dáldið áberandi. Mér finnst ég þola þennan stíl bara ágætlega og gleraugun mín finnst mér óneitanlega svipa til stílsins sem einkennir eina sólgleraugnatýpuna frá Celine – svo það má segja að ég sé svona smá að stela stílnum eða alla vega fá hann lánaðan…

Ég komst að því við gerð þessarar færslu að ég hef ekki verið að standa mig í sjálfsmyndatökum síðustu daga – hvað er í gangi! En í staðin fáið þið innblástur af sólgleraugnastíl þessara dama en gleraugun þeirra svipa öll til minna.

Ég er voðalega skotin í öllu frá Celine þessa dagana og dreymir gjörsamlega um að eignast tösku frá merkinu sem hefur verið á óskalistanum frá því ég heimsótti London seinasta vetur. Ég mun safna mér fyrir fallegri tösku sem verður vonandi mín einn daginn ef ég verð dugleg að spara þó forgangsröðunin fyrir sparnaðinn sé reyndar allt önnur þegar maður verður mamma og íbúðareigandi – við vorum að fá tilboð í að skipta um alla glugga – við þurfum ekki að ræða það verð neitt er það ;)

Ég mæli algjörlega með því að þið kíkið inní Bianco og nælið ykkur í fallegt par af sólgleraugum á góðu verði. Það eru til margir mjög flottir stílar og fyndið smá að labba út með ný sólgleraugu þar út en ekki skópar eins og ég prófaði þarna í þetta eina skipti ;)

EH

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Sumargjöf: frá mér til mín!

DiorFallegtLífið MittNýtt í SnyrtibuddunniShopSnyrtibuddan mínSS15YSL

Stundum finnst mér gaman að gleðja sjálfa mig með dásamlegum snyrtivörum. Ég nýtti tækifærið á Miðnæturopnun Kringlunnar um daginn og gaf sjálfri mér smá sumargjöf. Ég var búin að kaupa fyrir Aðalstein og fyrir Tinna og meirað segja fyrir bumbubúann svo mér leið smá útundan. Ég var virkilega glöð með gjöfina þó ég segi sjálf frá og ekki leiðinlegt að fá svona fallegar vörur á extra góðu verði….

sumargjöf5

Hér fyrir neðan getið þið séð betur sumargjöfina mína ásamt smá texta um afhverju ég ákvað að gleðja mig sjálfa með þeim :)

sumargjöf4

Hydro Cool Firming Eye Gels frá Skyn Iceland

Ég veit um fáar vörur sem mér finnst dekra jafn vel við augnsvæðið mitt og þessir dásamlegu púðar. Þeir vekja húðina svo vel á morgnanna og ég bara dýrka þá – eins og allar aðrar vörur frá merkinu. Púðarnir fara beint undir augun, þeir draga úr þrota og vökvasöfnun, kæla húðina og hjálpa henni að slaka á og undirbúa sig fyrir daginn – já og jafna sig eftir nóttina eitthvað sem ég þarf mikið á að halda. Mér finnst líka æðislegt að bjóða konum uppá að slaka aðeins á með þessa á sér áður en ég farða þær og ég þarf að fylla á byrgðarnar fyrir brúðarfarðanir sumarsins. Augnpúðarnir fást HÉR hjá Karin minni á nola.is en ég splæsti í þessa á Miðnæturopnun Kringlunnar því Skyn Iceland vörurnar eru mættar í Lyf og Heilsu – þvílík snilld!

sumargjöf3 copy

Augnskuggapalletta úr sumarlúkki Dior – 746 Ambre Nuit

Ég er ástfangin af sumarlínu Dior – sem ætti ekki að hafa farið framhjá ykkur. Ég fékk sýnishorn af nokkrum vörum en ég var að eignast þessa pallettu líka svo ég ákvað að nýta mér afsláttinn sem var af snyrtivörum í Hagkaup á Miðnæturopnuninni og nú á ég þessa fegurð. Litirnir finnst mér tímalausir og elegant – þeir fara mér og þeir munu nýtast mér vel í brúðarfarðanir sumarsins. Nýja formúla augnskugganna frá Dior er æðisleg og ég fæ ekki nóg af fimm lita pallettunum.

sumargjöf2 copy

Diorshow Kohl úr sumarlúkki Dior í litnum Pearly Platine nr. 559

Kremuðu augnskuggablýantarnir frá Dior komu fyrst í vorlúkki merkisins og hér eru á ferðinni blýantar sem er hægt að nota sem augnskugga, sem augnskuggagrunn, sem eyeliner eða sem highlighter ofan á dökka förðun. Það komu tveir one shot litir í sumarlúkkinu, ég fékk sýnishorn af öðrum þeirra sem er túrkisblár – ég vissi að ég yrði að eiga þennan líka því þetta er tímalaus litur. Þetta er formúla sem ég kann að meta og þá er gott að eiga breytt litaúrval til að grípa í þegar maður þarf. Svona metallic litir eru flottir í kringum augun í sumar þegar sólin er sem mest því áferðin gefur augunum svo fallegan ljóma því hún endurkastar birtunni af sér.

sumargjöf

 Couture Palette Collector Rock Lace Edition úr Touche Éclat lúkkinu
frá Yves Saint Laurent

Ég missti smá andann þegar ég sá þessa dásamlega fallegu pallettu frá YSL. Hún kom með Touche Écalt lúkkinu sem merkið sendi frá sér í tilefni þess að það var að koma nýtt útlit á gullpennanum. Pallettan er algjörlega ómóstæðileg og ekki hjálpaði til að ég fékk extra afslátt af henni því það var YSL kynning inní Hagkaup og því afsláttur fyrir svo bættist 20% miðnæturopnunar afslátturinn við svo hún kostaði hlægilega upphæð. Aftur þá eru 5 lita palletturnar frá YSL búnar að fá yfirhalningu, nýtt lúkk og ný formúla og þeir eru æði. Ég hlakka mikið til að prófa mig áfram með þessa og blanda þessum fallegu litum saman. Þetta eru litir sem fara öllum konum vel svo ef þið eruð jafn heillaðar og ég þá mæli ég með því að þið gefið ykkur hana líka í sumargjöf – maður verður að gera vel við sig stundum.

Þetta voru sumargjafirnar mínar – svo sannarlega eitthvað sem ég þurfti nauðsynlega á að halda og ég er sjálfri mér virkilega þakklát fyrir svona fallegar gjafir ;)

Njótið dagsins***

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Förðunar innblástur: Olivia Palermo

AuguFallegtInnblásturLífið MittLúkk

Ég ætla að prófa dálítið nýtt í dag – setja mig í smá aðrar aðstæður en ég er vön og stíga enn lengra úr þægindarammanum. Verkefnið er skemmtilegt og spennandi og ég hlakka til að takast á við það og deila því með ykkur þegar það er tilbúið. Fyrir verkefnið lagðist ég í leit í gærkvöldi að innblæstri fyrir förðun, förðun sem dáldið endurspeglar sjálfa mig og það sem mér finnst fara mér best. Það er eitthvað við það að vera förðunarfræðingur í leit að förðun fyrir sjálfa sig sem er nýtt fyrir mér – en samt um leið mjög gaman. Sem betur fer er þetta leikur einn í dag þökk sé Pinterest.

Leit mín beindi mér á veg hinnar óaðfinnanlegu og glæsilegu Oliviu Palermo. Mikið finnst mér daman með fallegan stíl og ég heillast mjög auðveldlega að henni. Úr varð að farðanir hennar veittu mér innblástur fyrir förðunina mína og hér sjáið þið nokkur af hennar bestu lúkkum…

Signature förðunarlúkkið hennar Oliviu er mjúkt brúntóna smoky, það fer henni og augunum hennar alveg virkilega vel. Húðin er alltaf tipp topp og ljómandi falleg með áferðafallegum og mjúkum vörum í hlýjum tón.

1964234c90126d1c58f4dc42f75fe4bf

Lúkkið er gjörsamlega fullkomið og alveg sniðið eftir því sem ég vil helst fyrir sjálfa mig. Ég vel alltaf að nota hlýja tóna fyrir smoky farðanir á sjálfa mig. Ég byrja alltaf á því að grunna það með möttum brúnum lit meirað segja þó ég sé að gera svart smoky bara af því ég vil fá mjúka áferð í kringum augun mér það gefur augunum bara smá svona hlýju.

Við erum báðar ekkert mikið fyrir að vera með skarpa línur í kringum augun og meira í því að blanda eyelinernum vel saman við augnförðunina og helst ekki vera með neitt skarpt meðfram neðri augnhárunum – já mér fannst mjög gaman að komast að því að við ættum þetta trikk sameiginlegt… ;)

bd3899c785ff5b59534fd0ff96588870

Stundum bregður hún aðeins útaf vananum með björtum varalit. Það er líka bara gaman og svona varalitur birtir svo sannarlega uppá daginn fyrir mann – ég tala af reynslu!

Hennar signature lúkk er tímalaust og klassískt og hún heldur yfirleitt alltaf í stílinn með örfáum tilbreytingum. Yfirleitt er liturinn sterkari eða daufari, eyelinerinn er tekinn í smá spíss og stundum er liturinn annar en hún heldur alltaf í sömu áferð og sama stíl. Hún er greinilega með það á hreinu hvað fer henni best – hún og förðunarfræðingurinn að sjálfsögðu :)

3ceb815b4d5190cc287da62e9cd69995

Hún á það svo til að breyta aðeins litnum um augun þó það gerist sannarlega ekki oft. Hér er hún með kaldan gráan tón í kringum augun með fallegri glimmeráferð sem lætur augun glansa fallega. Sjáið hvað liturinn tónar virkilega vel með augunum hennar og gula litnum í kjólnum svona á sannarlega að gera það.

Klassískt og elegant – húðin er alltaf fullkominn og ljóminn á sínum stað.

dc6bb9957948fad18ac3bc4aca15d7de

Hér sjáið þið brúðarförðunina hennar frá því hún giftist sínum heittelskaða á síðasta ári. Förðunin endurspeglar hennar stíl alveg fullkomlega en hún heldur sig við það sem hún veit að fer henni best. Mér finnst það alltaf best þegar kemur að brúðarförðun. Maður á alltaf að gera það sem manni líður vel með og það sem endurspeglar stíl manns. Ef þið eruð aldrei með rauðan varalit þá er voða skrítið að velja allt í einu brúðkaupsdaginn til að byrja á því – ef þið eruð vanar að vera með smoky – verið þá með smoky. Hér hefur samt aðeins verið poppað uppá hennar lúkk með því að brjóta aðeins upp meðfram neðri augnhárunum með sanseruðum liner. Það er mjög skemmtilegt smáatriði og gefur augunum léttan ljóma.

58bb49be8be8cd3e1cf548c8c7a01107

Olivia er líka með þá á hreinu að fallegt bros er besti fylgihluturinn!

Þessi dama veitir manni alveg hellings innblástur eða alla vega mér og það á ekki bara við um förðunina heldur líka stílinn ég heillast mjög auðveldlega af öllu sem þessi dama skartar. Ég get alveg sagt að hún sé ein af mínum stíl fyrirmyndum.

Eigið frábæran föstudag – það ætla ég að gera***

EH