Blöndun er lykilatriði!

AugnskuggarAuguFallegtLúkkMakeup ArtistMakeup StoreMakeup TipsNýtt í Snyrtibuddunni

Ég fékk nýjar og dásamlega fallegar vörur úr mars línunni frá Make Up Store að gjöf um daginn – 5 mínútum áður en ég handleggsbrotnaði svo ég er nýfarin að ná að farða mig almennilega, þó þetta sé vinstri þá er þetta samt alveg eitthvað nýtt að venjast. Svo núna nokkrum vikum á efti áætlun fáið þið loks að sjá lúkkið sem ég gerði með fjórum vörum úr línunni…

musblanda

Oceanutopia nefnist línan og hún er alveg dásamlega falleg og einföld. Ég elska það sérstaklega við línurnar frá merkinu hvernig ólíkum litum er alltaf raðað hlið við hlið til að sýna konum hvað er í raun hægt að gera og hvernig ólíkir litir geta unnið vel saman. Litirnir hér minna helst á sjóinn og liti á sjávarplöntum, sægrænir tónar í bland við fallega plómu liti renna fallega saman og mynda heild sem kemur á óvart.

Nýlega breyttust allar umbúðir hjá merkinu og smám saman hafa vörurnar verið að koma í sínum nýju pakkningum og ég verð að segja að vörurnar eru enn meira stílhreinni og smekklegri en áður ef það var hægt!

musblanda7

Við þessa skemmtilegu línu er svo settur léttur og fallegur rauður plómulitaður gloss sem kemur vel út við litina og gefur heildarmyndinni ferskan blæ. Glossinn er virkilega vorlegur og fallegur og ég kann vel að meta glossin frá merkinu þar sem þau klístrast bara ekki en gefa samt rosalega mikinn glans, liturinn er jafn og áferðin létt en þau fara samt ekki framhjá neinum.

Hér fyrir ofan sjáið þið svo vörurnar fjórar sem eru í lykilhlutverkum, ég er miklu hrifnari af því að halda lúkkunum mínum einföldum sérstaklega þegar ég er að prófa nýja liti til að sýna ykkur og sleppi oftar en ekki eyelinernum – hafið þið tekið eftir því ;)

Microshadow augnskuggi í litnum Atoll - fallegur sægrænn augnskuggi sem gefur augunum fallega birtu og lit.

Microshadow augnskuggi í litnum Atlantis - plómulitaður augnskuggi með smá glimmerögnum, liturinn er fullkominn í svona öðruvísi skygginar eins og þessa.

Eyedust í litnum Seaweed - fallegt augnskuggaduft sem ýkir liti, gefur fallegan glans og ómótstæðilegan ljóma.

Lip Gloss í litnum Sunset Safari - létt plómurautt gloss með léttum gylltum glimmerögnum sem grípa ljós og endurkasta því frá sér.

musblanda4

Hér sjáið þið enn betur hvernig förðunin skiptir sér. Ég byrja á því að skyggja út til hliðanna við augnlokið með Atlantis og mýki litinn vel með blöndunarbursta. Ég er allaf hrifnari af svona mýkri augnförðunum fyrir sjálfa mig svo ég passa mig að blanda, blanda, blanda. Loks tek ég Atoll litinn og set í miðjuna og aftur blanda, blanda, balnda – passið að burstinn sem þið notið í blöndunina sé alveg hreinn svo þið séuð ekki að eyðileggja eitthvað sem þið gerðuð áður. Loks tek ég svo augnskuggaduftið og set það á mitt augnlokið og það var ekkert smá gaman að sjá hvað það gerði fyrir augnförðunina mig langaði eiginlega bara ekkert að hætta að bæta á það það var svo gaman að vinna með það. Aftur tek ég svo hreinan blöndunarbursta með löngum hárum til að jafna áferðina og blanda útlínunum saman.

musblanda2

Nú er ég búin að sjá alveg alla vega tvær aðrar útgáfur af förðunum með þessum vörum hjá öðrum bloggurum og mér finnst svo svakalega gaman að sjá hvað þessir litir ná einhvern vegin að líta öðruvísi út hjá okkur öllum en fara okkur öllum líka – við erum alla vega mjög ólíkar.

Ég verð að segja að mér finnast þessar nýju umbúðir þvílíkt flottar hjá Make Up Store og ég hlakka til að prófa og skoða fleiri vörur. Iðunn Jónasar var um daginn að skrifa um ótrúlega fallegan highlighter sem var að koma í svona nýjum og fínum umbúðum og ég verð að segja að ég heillaðist samstundis af honum – þarf að gera mér ferð! Kíkið endilega á hann á síðunni hennar HÉR.

Nú er ég harðákveðin í því að gera mér ferð um Make Up Store vopnuð myndavélinni til að dást af nýjungum og sýna ykkur ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Michael Kors Launch

FashionLífið MittNýjungar í Makeup-i

Eruð þið búnar að gera ykkur ferð inní Lyf og Heilsu og sjá hvernig Michael Kors standurinn kemur út? – Hann er æði svo heimsókn er algjört möst!

Á föstudaginn var fékk ég boð í smá pre-launch á merkinu og létta kynningu á vörunum. Það var ótrúlega gaman að fá að sjá þetta með eigin augum. Michael Kors standurinn er við hliðiná Bobbi Brown borðinu og það kemur svakalega vel út, innréttirngarnar fanga athygli manns strax og fara sko ekki framhjá neinum. Ég var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og einn lítinn aðstoðarmann sem fylgdi mömmu sinni eins og skugginn.

Hér sjáið þið brot af því sem fram fór…

korslaunch17

Hér sjáið þið signature ilminn frá Michael Kors sem má finna vott af í öllum snyrtivörunum frá merkinu.

korslaunch16

Þessi hilla tekur á móti manni inní Lyf og Heilsu – ég bilast hún er svo flott!

korslaunch15

Sexy línan inniheldur bjarta og áberandi bleiktóna og rauða liti.

korslaunch14

Glam línan finnst mér persónulega alveg tryllt en ég á varalit, gloss og naglalakk úr línunni – lökkin koma á óvart hvað varðar endingu!

korslaunch13

Þessar umbúðir eru bara flottar! Einfaldar, stílhreinar og ekta Michael Kors.

korslaunch12

Í boðinu var boðið uppá drykki, jarðaber og hvítar makkarónur með glimmeri og nokkrar með logo-i Michael Kors – já þær brögðuðust jafn vel og þær líta út fyrir ;)

korslaunch11

Ég fæ bara vatn í munninn!

korslaunch10

Við fengum smá kynningu á merkinu og hvernig hann sér fyrir sér snyrtivörulínuna sína – fylgihlutirnir sem fullkomna heildarlúkkið.

korslaunch9

Það fór enginn tómhentur heim – ekki leiðinlegt að labba út með svona fínan poka.

korslaunch8

Vörunum var fallega stillt upp við afgreiðsluborðið…

korslaunch7

Hin yndislega Fríða María sýndi vörurnar, hvernig hún myndi nota þær og hvernig væri hægt að nota þær eftir pælingum Michael Kors.

korslaunch6

Hér setur hún Glam varalitinn á hana Veru.

korslaunch5

Glam varaliturinn og glossinn er alveg tryllt kombó finnst mér!

korslaunch4

Svo loks smá sólarpúður til að fullkomna húðlitinn.

korslaunch3

Dýrindis baðperlur…

korslaunch2

Ég hefði nú lítið á móti því að vera með einn svona uppá snyrtiborði hjá mér ;)

korslaunch

Litli hjálpardrengurinn sem gekk um með síma móður sinnar og horfði á Prúðuleikarana – Tinni var svo illa sáttur þegar hann náði að stilla símanum þarna uppá borðið hjá Bobbi Brown og stóð og horfði á hann.

Ég vil þakka aðstandendum Michael Kors hér á landi og Lyf og Heilsu kærlega fyrir mig, boðið var virkilega vel heppnað og ég hlakka til að fylgjast með merkinu dafna hér á landi!

EH

Ein lausn við svo mörgum vandamálum!

Ég Mæli MeðHúðShiseidoSnyrtivörur

Það er ekkert leyndarmál að asískar konur eru þekktar fyrir að hugsa vel um húðina sína og þær eiga einhver af þeim allra best geymdu snyrtivöruleyndarmálum sem fyrirfinnast í heiminum í dag. Það er því vegna þessa sem ég heillast mjög auðveldlega af vörum frá asískum snyrtivörumerkjum og þá sérstaklega af húðvörunum þeirra.

Nýlega kom nýjung hjá snyrtivörumerkinu Shiseido á markað hér á Íslandi, snyrtivara sem kveikti mikla forvitni í mér til að kynna mér hana betur, prófa og segja ykkur frá…

ibukigel3

Hér sjáið þið kremið umvafið af nýjum vorlitum frá merkinu sem þið fáið að sjá von bráðar á blogginu…;)

Kremið kemur nýtt inní Ibuki línuna frá Shiseido, Ibuki línan er hugsuð fyrir konur 25 ára og eldri eða fyrir þær sem að finna fyrir fyrstu einkennum öldrunar eða bara þær sem vilja fá enn meiri raka og vörur sem gera kannski aðeins meira fyrir húðina. Virkilega fín lína ;)

En Multi Solution gel heitir varan sem mig langar að segja ykkur aðeins frá í þetta sinn en hér er um að ræða eina litla vöru sem gerir alveg heilan helling eins og nafnið hennar gefur til kynna. Gelið er mjög virkt og er hugsað fyrir þessi neyðartilfelli sem koma stundum upp í húðinni okkar í kjölfar stress já eða bara þegar við borðum alltof mikinn sykur eða einhver ákveðin frænka mætir í heimsókn… ;) Gelið er sumsé ekki hugsað fyrir allt andlitið eða fyrir lengri tíma notkun heldur meira sem svona ígrip inní ástand sem við þurfum að hverfi, bólur, stækkaðar svitaholur, útbrot, roði, gróf húð – þetta er svona bani sem virkar hratt og gerir það sem hann á að gera.

ibukigel

Gelið er t.d. frábært fyrir þær sem eru ef til vill með grófa húð eftir t.d. bólur, þá hjálpar kremið húðinni að jafna sig, jafna yfirborð hennar og slétta það á ný. Það er flott til að setja beint á óvelkomna bólu en gelið inniheldur salicylic acid sem er bakteríudrepandi gel sem þurrkar upp óhreinindi svo bólan ætti að kveðja fljótt. Gelið má undir og yfir farða og það má sannarlega kalla bólubana. Gelið er fáránlega frískandi og það er svakalega létt, maður finnur að það fer mjög hratt inn í húðina og smitast ekki saman við neinar förðunarvörur svo það er í raun ekkert mál að setja það yfir förðunarvörur. Núna er ég t.d. að prófa mig áfram með gelið á þessar litlu leiðinlegu hormónabólur sem birtast hér og þar yfir húðinni minni og það er að virka mjög vel, kemur góðu jafnvægi á húðina og það er í alvörunni fáránlega gott að bera það á húðina, það gefur svona létta kælingu og veldur ekki sviða eins og mörg sambærileg krem.

Gelið er fyrir allar húðtýpur ég er þó stundum ansi heppin með húðina fyrir utan einstaka þurrkubletti en það er alltaf gott að eiga einn svona. Svo er þetta tilvalið fyrir ykkur sem eruð með olíumikla húð og fáið mikið af svona leiðinlegum og óvelkomnum gestum eða viljið reyna að ná að laga yfirborð húðarinnar eftir þannig gesti. Svo er það að sjálfsögðu líka frábært fyrir unglingahúð sem er á þessu leiðinlega óhreinindaskeiði í lífinu.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Bianco: vinningshafar og Camilla Pihl

Ég Mæli MeðFallegtLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Jæja nú er undirrituð að skríða saman, hún er alla vega komin með nóg af þessum veikindum og er aðeins búin að geta setið við tölvuna og unnið og skrifað svo nú er komið að því sem margar bíða eftir vinningshöfunum í gjafaleiknum mínum og minni uppáhalds skóverslun Bianco. Þar sem ég gef ekki svona auðveldlega frá mér vil ég fyrst byrja að segja ykkur frá skemmtilegum fréttum úr búðinni fögru sem hóf sölu á nýrri samstarfslínu sinni og stjörnu bloggarans frá Noregi Camillu Pihl. Þetta er önnur línan sem daman hannar en sú fyrri var virkilega vel heppnuð og ég á tvö pör úr þeirri línu og þeir eru þeir skór sem ég nota hvað mest. Í nýju línuni eru 5 pör en enn sem komið er eru bara 2 komin til landsins en önnur væntanleg…

997049_900660943287553_5581379152533686032_n

Skórnir eru sérstaklega glæsilegir en Camilla er þekkt fyrir einstaklega góðan stíl. Stíllinn hennar er mjög einfaldur og skandinavískur mér finnst það vera lýsingarorð sem nær bæði yfir fatastíl og innanhúshönnun! Skórnir eru í takt við það þetta eru þó allt skór sem eru elegant, einfaldir en allir með eitthvað við sig sem dregur athygli manns að þeim.

11066019_897050596981921_1321559738776797917_n

Þessum féll ég kylliflöt fyrir, ég mátaði þá að sjálfsögðu um leið og þeir komu og að stíga inní leðrið góða og labba um á skónnum var eins og að svífa um á skýji, þetta er alveg dásamlegt. Svona flatbotna elegant eiginlega herraskór hafa verið áberandi meðal kvenna síðustu misseri og eitt svona par bráð nauðsynlegt fyrir vorið að mínu mati – eruð þið að heyra réttlætinguna sem ég er byrjuð að fara með fyrir sjálfa mig, ykkur já og kannski Aðalstein… ;)

10152526_900660483287599_3735375014781013283_n

Þvílíkar gersemar – ég er ástfangin af áferðininni í rússkinninu og það er eins gott maður verji þá vel með góðu spreyji.

11081255_900660626620918_6738534538686002734_n

Svo eru það sandalarnir – réttlætingin fyrir þeim kaupum er ekki komin en ég á stærðina mína frátekna, um leið og sólin skín kemur þetta… ;)

10423882_897050690315245_1865486745340231779_n

Mér finnst þeir æði. Úr góðu efni svo flottur botninn í þeim svo það er rosa gott að labba í þeim svo þeir henta vel í borgarferð til heits lands í sumar – já líka fyrir óléttar konur.

Persónulega var ég fallin fyrir sandölunum en Elísabet sannfærði mig um að prófa hina þá reimuðu og þaðan var ekki aftur snúið þá tók ég heim með mér sjúklega flotta innpakkaða með sérstökum Bainco by Camilla Pihl borða – gerist varla flottara. Nú þarf ég að finna gott sprey til að vernda rússkinnið og ef gæði hinna paranna sem ég á frá Camillu er einhver vísbending um hvernig þessir verða þá veit ég að ég verð sko ekki fyrir vonbrigðum…

Eitt af því sem ég er hrifnust af varðandi nýju línuna er merkingin – það liggur við að ég sendi hina skónna mína út og biðji Bianco vinsamlegast um að merkja þau pör líka. Ég elska þetta….!

biancocamilla2

En þá er komið að því loksins að kynna sigurvegarana í gjafaleiknum mínum og Bianco. Mig langar að byrja á að þakka fyrir frábæra þáttöku, ég er eiginlega bara enn í smá sjokki yfir þessum dásamlegu móttökum og mikið vildi ég að ég gæti glatt fleiri með skóm en ég hvet ykkur til að kíkja til hennar Elísabetar minnar í Bianco á ykkar draumaskó því verðin eru ekki slæm!

En hér sjáið þið þá fyrstu og svo fylgir með mynd af skónnum en ekki hvað!

Screen Shot 2015-03-24 at 10.01.42 PM biancoleikur2

 

Svo er það…

Screen Shot 2015-03-24 at 10.05.23 PM biancoleikur4

Mikið vona ég að Heiða og Ásta Marý verði ánægðar með nýju skónna sína sem bíða þeirra inní Bianco í Kringlunni!! Ef þið þekkið dömurnar vona ég að þið látið þær vita af þessum glaðning svo hann fari alls ekki framhjá þeim.

Annars er greinilegt að ég verð að gefa fleiri skópör ég og þið eigum eigum það greinilega sameiginlegt að bera mikla ást til þessara fullkomnu fylgihluta!

EH

Meðganga, taka tvö!

BumbiLífið Mitt

Ég hef alltaf verið voðalega hreinskilin og opin varðandi líf mitt á blogginu mínu og það er ólíklegt að það breytist eitthvað á næstunni. Eins og þið kannski vitið flest þá er ég þessar vikurnar að upplifa meðgöngu með barn nr. 2, í heildina er þetta þó meðganga nr. 4 en tvær þeirra enduðu mjög snemma eins og ég hef áður sagt ykkur frá. Ég ef stundum heyrt að skrif mín hafi mögulega hjálpað öðrum í sömu stöðu og ég svo því ákvað ég að skella í eina persónulega færslu svona í miðjum veikindum og spítalaheimsóknum til að fara yfir meðgönguna eða fyrstu 20 vikurnar en núna á laugardaginn er ég hálfnuð með þennan rússíbana sem meðganga er.

Fyrst langar mig að byrja á því að segja að meðganga nr. 2 er á margan hátt mun auðveldari en sú fyrsta á þann hátt að ég er miklu rólegri, ég veit hvað er að gerast þegar ég fæ massívan verk í kviðinn ég veit að ég verð orkulaus af því að ég fæ svoa lágan blóðþrýsting, ég veit að það er eðlilegt að ég bresti í grát yfir öllu og engu og ég veit að það er rökrétt útskýring á öllu sem er á gangi í líkamanum mínum.

Screen Shot 2015-03-24 at 12.33.58 PM

En svo við byrjum nú á byrjuninni…

Ég var stödd í vinnunni í Vero Moda einn morguninn og mér leið svona svakalega illa, mér var svo rosalega óglatt og nú hélt ég bara að það væri komið að einhverri heiftarlegri magapest hjá mér. Í hausnum laumaðist auðvitað sú hugsun að mér, hvort ég væri mögulega komin eitthvað framyfir – ekki séns ég gæti munað það, ég hef aldrei getað munað það. En ég ákvað að fara heim og ég kom við inní Lyfju og keypti mér óléttupróf. Ég fór beint heim, byrjaði á því að kasta all hressilega upp og pissaði svo á prikið. Þið sem hafið fengið jákvætt óléttupróf vitið hvernig tilfinningin er – þetta eru milljón tilfinningar sem maður upplifir á einni sekúndu – þeirri sekúndu sem bleika strikið birtist í glugganum. Svo tekur við nett sjokk, smá panikk kast en svo getur maður ekki annað gert en að brosa útaf eyrum. Ég tók strax upp símann og hrindi í pabbann, bað hann að fara afsíðis og sagði honum fréttirnar – ég held að hann hafi svo sem ekki gert neitt annað en brosað útaf eyrum það sem eftir var vinnudagsins:)

Þetta var yndislega byrjunin á meðgöngunni, vikurnar sem komu á eftir áttu ekki eftir að verða jafn yndislegar en við tóku margar vikur af uppköstum og yndislegheitum en ég kastaði reglulega upp fram yfir 14 viku. Meðgangan byrjaði þó með hvelli – sem var þó eiginlega hnerr… En hvort það var bara tveimur dögum eftir að ég komst að því að ég væri ólétt þá var ég að skríða á fætur, fara fram og taka vítamínin mín og ég hnerra svona svakalega harkalega. Sko ekkert eitthvað lítið ég kastast beint fram yfir mig og ég festi grindina mína… svona öllu gríni sleppt þá voru næstu dagar hræðilegir, ég gat ekki rétt úr mér, ég var sárkvalin og gekk á milli sjúkraþjálfara, ég lá á hitateppi og með kælingu á bakinu til skiptis til að reyna að stilla verkina því bæði hef ég aldrei verið neitt sérlega hrifin eg verkjalyfum heldur má ég náttúrulega ekki taka mikið þar sem ég var ólétt. Þetta allt gerðist 5 mínútum fyrir jól, ef þið munið eftir því þá hvarf ég af blogginu rétt fyrir jól en ég gat engan vegin skrifað ég labbaði um eins og níræð kona og ældi svo eins og ég fengi borgað fyrir það – getið þið ímyndað ykkur hvað maður var glamorous…!

Fyrstu vikur meðgöngunnar voru samt alveg ótrúlega fyndnar því ég var bara komin með smá kúlu þegar ég var rétt gengin nokkrar vikur. Kúlan mætti bara strax og hefur dafnað vel síðan þá, ég vil meina að húðin mín sé í svona svakalega góðri æfingu eftir síðustu meðgöngu já og svo eru það þessi dásamlegu slitför sem gera það að verkum að húðin gengur bara út eins og harmonikka. Svo er kúlan með sinn sjálfstæða vilja, hún er stór einn daginn, þann næsta er hún voða lítil og pen ég skil stundum ekki hvað er í gangi enda löngu búin að átta mig á því að líkaminn minn er með sinn sjálfstæða vilja á þessari meðgöngu. En þar sem það sást snemma mjög vel á mér það og ég var endalaust ælandi, eitt af mínum minnistæðustu æluköstum voru fram á gangi í Smáralind, ég hljóp fram á gang, greip með mér poka og faldi mig á bakvið ruslatunnu og ældi – haldið að maður sé glæsilegur! Ég vil meina eins og svo margar af mínum kynsystrum að það sé enginn meðgönguljómi, þetta er bara sviti frá augnablikum sem þessum ;)

Með þessari stóru kúlu fylgdi það svo að auðvitað sáu langflestir á mér að ég væri ólétt löngu áður en ég tilkynnti það eftir 12 vikna sónarinn. Föt voru löngu hætt að passa og það var áskorun að klæða sig á hverjum degi þannig að það sæist ekki skýrt og greinilega á mér. Eitt af skemmtilegustu augnablikunum var þó þegar hann Binni ljósmyndari sem tekur myndirnar fyrir Reykjavík Makeup Journal spurði í meira gríni en alvöru hvort ég væri að verða jafn feit og hann – við hlógum bæði lengi eftir það og eigum nú smá einkabrandara á milli okkar – þá var ég komin um 9 vikur… Þetta var líka ástæðan fyrir því að kvöldið eftir 12 vikna sónarinn fór tilkynning inná Facebook og daginn eftir gat ég loksins klætt mig eins og mig langaði til og bara leyft kúlunni að standa út.

Screen Shot 2015-03-24 at 12.33.35 PM

Eftir að ógleðin hætti gat ég loks aðeins fengið að njóta mín, orkan var þó ekki alveg full og blóðþrýstingurinn frekar mikið lár. Þar sem ég átti sérstaklega erfiða fæðingu með Tinna Snæ, bæði var hún mjög löng og svo missti ég mikið blóð. Í þannig tilvikum er partur af mæðraverndinni á næstu meðgöngu að hitta fæðingalækni og fara yfir fæðinguna og hann útskýrir þá hvað það var sem varð til þess að svona fór. Ég hitti alveg dásamlegan lækni með ljósmóðurinni minni sem fór yfir fæðinguna og áhættuþættina sem lágu fyrir og gerðu það að verkum að fæðingin endaði eins og hún gerði. En ég missti um einn og hálfan lítra af blóði og þegar það gerist hjá mér er engin leið að koma í mig næringu, eitt af því minnisstæðasta úr fæðingunni eða því sem gerðist eftir fæðinguna var að ég lá í rúminu, emjaði af þreytu. Öðru megin við mig voru þrjár ljósmæður að reyna að koma í mig nál, þar megin lá Tinni í vöggunni sinni og Aðalsteinn sat hálf vankaður í hægindastól við hliðiná mér að reyna að botna í þessu, í klofinu á mér var fæðingalæknirinn og læknaneminn sem tóku á móti Tinna að reyna að stoppa blæðinguna og komast að því hvað væri að valda henni, við vinstri hendina stóðu svo þrjár aðrar ljósmæður að reyna að koma í mig nál, yfir þessu öllu stóð svo mín ljósmóðir og stjórnaði aðgerðum og í fjarska sá ég móta fyrir konu sem reyndist svo vera svæfingalæknir sem beið eftir að fá skipun um hvort það þyrfti að rúlla mér inná skurðstofu. Þetta var ótrúlega skrítin stund en ég var með svo yndislega ljósmóður að þegar allt róaðist settist hún niður hjá mér og fór yfir með mér hvað hafði komið fyrir og hvers vegna þær hefðu ekki getað sagt mér hvað var í gangi á þessum tíma. Fæðingarlæknirinn sem ég hitti nú fyrir stuttu útskýrði þetta svo enn betur. Þrátt fyrir allt þetta og langa fæðingu þar á undan þá er ég voða róleg fyrir þá næstu þar sem allt bendir til þess eða líkurnar benda til þess að þessi fæðing muni ganga mun hraðar fyrir sig.

Ég fór með mjög opið hugarfar inní síðustu fæðingu og ég ákvað að plana lítið sem ekkert fyrir utan það að taka fullt af skemmtilegum þáttum með okkur í tölvuna til að hafa uppá spítala það var ákvörðun sem við sáum lítið eftir – (30 tímar takk!) – og ég ætla að gera slíkt hið sama núna. Ég fékk mænudeyfingu síðast og takk fyrir hún bjargaði lífi mínu og ég mæli með henni við allar konur sem ég hitti. Ég er enn í dag voðalega bara róleg fyrir fæðingunni uppá spítala starfa konur sem gera lítið annað en að taka á móti börnum allan daginn og þær eru bara langbestar í þessu.

En aftur að meðgöngunni, eins og ég segi þegar ógleðin kláraðist var þetta nú bara orðið frekar mikið ljúft svona fyrir utan svefnleysi af völdum endalausra pissuferða… þá komu næstu ósköp. Ég rann beint á olnbogann og á grindina í hálku á bílastæði fyrir utan Smáralind með þeim afleiðingum að úlnliðurinn brotnaði og grindin mín logar af sársauka þessa dagana. Já takk fyrir pent ég hef ekki átt þá marga dagana sæla eða áfallalausa á þessari meðgöngu og brotið já og sársaukinn í grindinni eru að fara með mig þessa dagana. Það er auðvitað ekkert gaman að brotna í sama hvaða ástandi sem maður er en ég vinn að sjálfsögðu mest með höndunum svo þetta hefur komið sér sérstaklega illa fyrir mig. Hendina þurfti að toga í sundur og setja á réttan stað þar sem hún færðist til um einhverjar gráður. Ég verð í gifsi í rúmar 5 vikur og þá á eftir að fara yfir hvernig útlitið er. Ég fer svo í lok vikunnar til sjúkraþjálfara til að láta meta grindina og það eina sem ég hræðist nú er að fallið hafi gert það af verkum að líkaminn minn muni segja stopp mun fyr við vinnu heldur en annars. Svo áfram ligg ég á hitateppinu góða og reyni að létta á sársaukanum. Það var síðan ekki fyr en eftir þegar sjokkið yfir brotinu var svona aðeins búið að jafna sig sem ég áttaði mig á því hvað allt hefði getað farið mun verr, ef ég hefði lent öðruvísi, ég vil helst ekki hugsa um það…

En verður maður þó ekki að reyna að líta á björtu hliðarnar, ég er brotin á vinstri og er rétthent svo þessa dagana geri ég mest með bara hægri hendinni. Ég er ólétt svo ég fékk svakalega góða þjónstu og ummönnun uppá spítala. Ég kann ekki við sterk verkjalyf og er því komin með svakalega háan sársaukaþröskuld fyrir fæðinguna. En vitið þið hvað er verst… ég get ekki haldið á barninu mínu, ég get ekki fyrir mitt litla líf náð að halda á Tinna Snæ sem er einhver versta tilfinning í heimi og ef þið hafið upplifað það þá veit ég að þið eruð sama sinnis.

Screen Shot 2015-03-24 at 12.33.15 PM

Nú myndu margir segja stopp, er þetta ekki komið gott er þessi ólétta kona ekki búin að upplifa nóg… neibb þetta er ekki búið enn. Þið getið venjulega gert ráð fyrir því að eitthvað gangi á þegar ég hverf af blogginu í einhverja daga án þess að láta af því vita. Á föstudaginn bankaði flensan upp á heimilinu með vin sinn magakveisu, það er skemmst frá því að segja að ekkert hefur haldist í líkama mínum frá föstudeginum og ég er loksins í dag að eiga góðan dag. Ég er búin að vera í einangrun uppá slysó og með næringu í æð uppá kvennadeild. Hrós á allt þetta yndislega fólk skilið frá mér sem vinnur uppá slysó og inná kvennadeild Landspítalans ásamt ljósmóðurinnni minni – allt einstakt fólk sem hugsar svo vel um mann þegar eitthvað bjátar á. Ég er búin að fara tvisvar í sónar á síðustu dögum og ekkert bendir til þess að þetta hafi haft áhrif á litla krílið okkar. Nú er bara að safna saman kröftum og setja heilsuna í fyrsta sæti.

Svona eru mínar fyrstu 20 vikur búnar að vera, þetta er sko ekki viðburðarlítil meðganga en vá hvað hún er miklu léttari og vá hvað mér líður miklu betur andlega. Ég er svo pollróleg yfir krílinu og nýt þess nú að finna það hreyfa sig inní maganum. Fyrstu hreyfingarnar komu mjög snemma og spörkin fylgdu svo fast eftir en fyrsta sparkið fann ég á 15. viku sem er nú heldur snemmt en bara dásamlegt. Það er alveg einstakt að fá að ganga með heilbrigt barn og ég hlakka til að sjá það aftur í 20 vikna sónar á mánudaginn. Í þetta sinn viljum við þó ekki vita kynið og hlökkum til að fá að upplifa það þegar barnið er komið í heiminn. Mér finnst samt voða fyndið að fólk er enn æstara í að giska á kynið þegar það heyrir að við viljum ekkert vita og flestir virðast vera sammála um að krílið sé stelpa en ég reyndar held að það sé aðallega af því að við eigum strák fyrir. Mér persónulega gæti ekki staðið meira á sama og fyrir mér skiptir mestu máli að barnið verði heilbrigt og hamingjusamt.

Nú vona ég að þetta sé komið gott hjá mér… eruð þið ekki sammála… en svo er alltaf pælingin hvort þetta verði bara svona alla meðgönguna, þá læt ég nú bara leggja mig inn það sem eftir er takk fyrir!

EH – verðandi tveggja barna móðir :)

Gjafaleikur með Bianco!

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Maður getur alltaf á sig skóm og varalitum bætt – það finnst mér alla vega og er sjálf aldrei á móti því að bæta öðru hvoru við í nú þegar alltof stórt safn! En eins og ég var búin að koma inná þá kom alveg risastór sending inní Bianco – uppáhalds skóbúðina mína um daginn, og útaf því ákváðum við að efna til smá gjafaleiks og gefa tveimur lesendum sitthvort skóparið!

Við Elísabet sem á skóbúðina völdum saman fjögur pör af skóm fyrir ykkur til að velja úr. Tvenn pörin koma í tveimur litum svo passið uppá að kíkja vel hvaða litir eru í boði svo þið getið valið ykkur skónna sem ykkur langar akkurat í!

En hefjum fjörið þá ég vona að ykkur lítist vel á þá sem við völdum – held að þessi ólétta hafi hrifist af háu hælunum sérstaklega svona þar sem hún getur ekki lengur gengið í þannig ;)

biancoleikur2

1. Þessir eru trylltir  – ég veit nú alveg um þónokkrar dömur sem myndu ekki fúlsa við því að þessir myndu bætast í skóskápinn. Þessir eru til í svörtu og hvítu!

biancoleikur3

2. Mér finnst eitthvað voða kjút og sumarlegt við þessa. Opnir og fallegir skór sem eru flottir við sokkabuxur núna næstu vikur og svo bara við tásur í sumar. Þessir koma svartir og rauð orange.

biancoleikur

3. Mér finnst þessir æði ég myndi persónulega velja þá ef ég „mætti“ taka þátt í leiknum. Finnst þeir svo kvenlegir og elegant og ég held þeir séu mjög stöðugir þar sem platformið á þeim er svo hátt. Þessir eru til svartir.

biancoleikur4

4. Svo verða nú að vera einir svona klassískir og maður á aldrei nóg af góðum skóm sem passa við öll tækifæri og henta vel í vinnu. Þessir eru ekta þannig og áferðin í efninu er virkilega falleg. Þessir eru til svartir.

Til að eiga kost á því að eignast par af þessum fallegu skóm þurfið þið að….

  • Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann hér fyrir neðan.
  • Skrifa athugasemd með fullu nafni (svo ég geti pottþétt haft uppá ykkur) við þessa færslu með hvaða skó ykkur langar í, í hvaða lit og í hvaða stærð!
  • Smella á Like takkann á Facebooksíðu uppáhalds skóbúðarinnar minnar – BIANCO FOOTWEAR ICELAND.

Við drögum svo út tvo heppna sigurvegara á mánudaginn. Þar að auki langar mig að minna enn einu sinni á það að það er 20%-50% afsláttur af öllum skóm í búðinni vegna Kringlukastsins út mánudag (öll stígvél eru á 50%). Svo það er um að gera að skóa sig upp!

Eigið yndislega helgi***

EH

Leikurinn er ekki kostaður, hann er eingöngu hugsaður til að gleðja lesendur og ég vona að þið hafið gaman af:)

Toledo mætir í MAC í fyrramálið!

Ég Mæli MeðFallegtMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í Makeup-iNýtt í SnyrtibuddunniVarir

Ein af stærri vorlínum MAC er að lenda í verslunum í fyrramálið. Ég veit að kannski þykir ykkur dáldið mikið af MAC færslum síðustu daga en mér finnst merkið bara vera að slá mörg met með þeim línum sínum sem hafa verið að koma undanfarið. Ég mætti t.d. í morgun þegar Cinderella línan fór í sölu en hún seldist nú hratt upp eða alla vega margar vörur ég veit ekki alveg hver staðan er á henni. En vörurnar í línunni eru svo fallegar og eigulegar og umbúðirnar gera þær svo einstakar.

En í dag mætir önnur lína og já þessi er dáldið stærri, meira af vörum og meira af hverri vöru og ég er vandræðalega skotin í henni. Línan heitir Toledo og er samstarfsverkefni MAC og listamannahjónanna Isabelle og Ruben Toledo. HÉR getið þið lesið það sem ég hef áður sagt um línuna. Umbúðirnar sjálfar eru listaverk, þau eyddu líka miklum tíma í að velja fullkomna liti, tón og áferð fyrir hverja vöru og það eru miklar pælingar á bakvið hverja vöru sem gerir þær svo einstakar. Ég er aðeins búin að skoða vörurnar úr línunni og ég er persónulega ótrúlega skotin í kinnalitunum úr línunni – áferðin í litunum er sjúk!

En mig langaði að sýna ykkur sýnishorn sem ég fékk af tveimur vörum úr línunni til að gefa ykkur smá tilfinningu fyrir henni.

mactoledo6

Ég er persónulega mjög spennt fyrir þessari línu. Hún er mjög fjölbreytt og inniheldur fallega og áberandi liti sem er gaman að leika sér með. Allar vörurnar eru einstakar fyrir það að þær koma allar í umbúðum sem eru umluktar listaverkum eftir hjónin og þær eru alveg mattar sem er dáldið sérstakt fyrir MAC umbúðir. Ég er mjög spennt fyrir þessari línu en sýnishornin sem ég fékk voru ekki til að draga úr þeirri spennu.

mactoledo5

Toledo MAC varagloss í litnum Nude Awakening

mactoledo2

Toledo MAC varalitur í litnum Sin

Ég hef trú á því að þessi varalitur muni klárast fyrstur – maður getur svona yfirleitt spottað þá út útfrá trendum og þessi er bara virkilega flottur. Hann er mjög þéttur og gefur matta og kremkennda áferð. Aftur er ég ekki með neitt undir honum til að sýna ykkur litinn eins og hann er í raun en ég mæli auðvitað með því að þið notið varablýant í svipuðum tóni og vararliturinn til að móta varirnar undir. Þá verður ásetningurinn auðveldar og áferðin verður fallegri og auðveldara að ná henni jafnri.

Línan mætir í verslanir MAC í Kringlunni og Debenhams í Smáralind á morgun – í takmörkuðu upplagi eins og alltaf og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær ;)

EH

Nýtt í skóskápnum: Bianco by Christiane

FashionLífið MittNýtt í FataskápnumShop

Ég mætti mega hress inní Kringluna í gær – eða við mæðgin – sá stutti var að springa úr spenningi fyrir að sjá Línu Langsokk og móðirin girnitist fullt af skópörum í nýjustu sendingu Bianco. Ég í alvörunni varð smá ringluð þegar ég kom inn því ég var umvafin fallegum skóm. En ef ykkur vantar nýtt skópar þá mæli ég með því að þið fylgist vel með síðunni minni á morgun…!!

En ásamt því að fá sendingu pakkaða af tryllingslega fallegum skóm þá kom líka ný lína sem danska leikkonan Christiane Schaumburg-Müller hannar fyrir merkið. Ég er svo svakalega hrifin af þessu hönnunarsamstarfi merkisins við tískuskvísur frá norðurlöndunum því mér finnst stíll þessara kvenna svo flottur og hann hentar okkur á Íslandi svo vel!

Hér sjáið þið dömuna í herferðinni fyrir merkið og að sjálfsögðu skónna. Við fáum þrjú pör af fimm hingað til landsins en þau eru komin í sölu og í dag hefst Kringlukast í Kringlunni sem stendur út mánudag en á þeim tíma er 20% afsláttur af ÖLLUM skóm í Bianco – ekki amalegt!

sko-7

Espadrillur komu sterkar inn síðasta sumar – þessar koma virkilega vel út, stílhreinar og svartar og smá töffaralegar.

sko-11 sko-9

Sandalarnir – þessir kveiktu strax áhuga minn þó ég hafi ekki alveg verið viss með þá fyrst er eitthvað við þá…

sko-6

…. dáldið töffaralegir finnst ykkur ekki ;)

sko-4 sko-17

Þessir – WOW! sjúklega flottir – rússkinn að utan og leður að innan það er eins og maður labbi á skýjum í þessum og gullröndin yfir hælnum er flott smáatriði. Skórnir eru alveg támjóir sem gefur þeim mikinn klassa.

sko-870x580 (1)

Ég mætti inní Kringlu í sólskynsskapi – enginn snjór og manni fannst svona eins og það væri vorilmur í loftinu. Svo ég var í þannig hugarástandi þegar ég ákvað að skella mér á eitt af þessum þremur pörum – en nei svo þegar ég kom út blasti við mér snjór og slabb. Þessir verða því notaðir innandyra næstu vikur en þægilegri „inniskó“ hef ég ekki átt. Ég sit meirað segja hér uppí sófa í skónnum og skrifa færsluna – þeir eru dásemd!

christianebianco4 christianebianco5

Já það voru sandalarnir sem urðu fyrir valinu…

christianebianco3

Ég var dáldið hrædd við þá fyrst ég viðurkenni það fúslega. Ég var ekki alveg að skilja þá en svo þegar ég sá þá í eigin persónu fannst mér þeir strax svaka töffaralegir! Svo þegar ég mátaði þá – þá var ekki aftur snúið!

christianebianco2

Mér finnst þeir koma hrikalega vel út og getið þið ímyndað ykkur í sumar þegar ég verð orðin kas í fínum sumarkjólum og leggins – ég hlakka alla vega sannarlega til. Ef sólin lætur svo ekki sjá sig hér þá get ég huggað mig við það að við erum búin að kaupa okkur eina utanlandsferð og erum mögulega að stefna á aðra. Já það á að dekra við Tinna Snæ áður en krílið kemur í heiminn.

christianebianco

Mér finnst þetta sjúklega flottur detail á skónnum en hér er undirskrift Christiane í skónnum – gerir þá einhvern vegin sérstakari og frábrugðnari „venjulegu“ skónnum frá Bianco.

Ég verð nú svo að taka fram ef einhver frá Bianco höfuðstöðvunum er mögulega að leita af íslenskum bloggara til að hanna línu fyrir merkið þá er ég alltaf til – maður fær víst ekki neitt nema maður láti alla vega vita af áhuga ;)

Næsta lína hjá Bianco er svo frá hinni dásamlegu Camilla Pihl en hún hannaði líka síðustu línu fyrir merkið. Ég á tvö pör úr þeirra línu sem ég nota óspart. Hin línan kemur í búðir 24. mars hér á Íslandi!! Ég segi ykkur betur frá henni og sýni á eftir ;)

EH

Cinderella mætir í MAC á morgun!

Ég Mæli MeðFallegt

Það eru sannarlega alltaf gleðifréttir þegar ný og glæsileg lína kemur í verslanir MAC á Íslandi – sú verður raunin á morgun klukkan 10:00 þegar Cinderella línan mætir í MAC Kringluna. Línan er virkilega flott og vel heppnuð – hún er einföld og falleg og inniheldur klassískar vörur sem allar konur geta notað. Ég hef nú þegar skrifað um línuna en mig langaði að sýna ykkur eina af vörunum sem ég fékk fyrir nokkru síðan og er búin að bíða spennt með að sýna ykkur.

Persónulega finnst mér must have að eiga annan af tveimur varalitum úr línunni, beauty púður, augnskuggapallettuna og svo kannski eins og eitt pigment. Ég mæti að sjálfsögðu hress í fyrrmálið og tryggi mér þær vörur sem ég hef augastað á.

En hér sjáið þið varalitinn fína…

maccinderella

Þessi er klassískur, sumarlegur og hentar fyrir alla við öll tilefni!

maccinderella3

MAC Cinderella – Royal Ball

mac_cinderellagroup001 (1)

Hér sjáið þið svo línuna – hún er ekki stór en falleg er hún. Mér finnst glossin líka virkilega falleg og ef ég mætti ráða myndi ég taka eitt af öllu með mér heim á morgun en ég held að það sé ákveðið plássleysi í snyrtivörukommóðunum hjá mér og ég ætti kannski að grisja þar úr áður en ég bæti meiru í þær!

Ég hvet ykkur sem langar í vörur úr línunni til að mæta snemma – mér þykir líklegt að það muni myndast einhver biðröð fyrir utan búðina sem opnar klukkan 10:00. Línan kemur í takmörkuðu upplagi og það er ekki mikið af hverri vöru sem kemur svo það er um að gera að mæta tímanlega svo þið getið tryggt ykkur vörurnar sem eru á óskalistanum.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Spurt&Svarað: Karin

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistNetverslanirSnyrtivörur

Ein af þeim yndislegustu konum sem ég hef verið svo heppn að fá að kynnast á síðustu árum er hún Karin Kristjana. Það er eiginlega hálf kjánalegt að við náðum ekki að kynnast almennilega fyr en synir okkar byrjuðu saman hjá dagmömmu þar sem við höfum alltaf svona vitað af hvor annarri í gegnum förðunarheiminn. Karin er algjör perla, húmoristi og ein af þeim brosmildustu sem ég hef kynnst – hún hefur líka sannað það fyrir mér og öllum í kringum sig að maður á ekki að láta neitt stoppa sig en fyrir ári síðan opnaði hún vefverslunina nola.is. Á örstuttum tíma hefur Karin sannað sig í þessum risastóra förðunarheimi með sýna dásamlegu verslun en þar er hún með vörur frá hinum ýmsu merkjum. Mörg merkjanna eru nú þegar orðin ómissandi í minni snyrtibuddu t.d. Skyn Iceland, Anastasia Beverly Hills, Embryolissem, ILIA og allar vörurnar frá Sara Happ!

Ég fékk að senda nokkrar spurningar á hana Karin og svörin stóðu að sjálfsögðu ekki á sér og hér fæ ég að deila þeim með ykkur…

10370954_10152561156140194_2443870929385742586_n

Mynd: Íris Dögg

Hvað er skemmtilegasta förðurnarverkefnið sem þú hefur tekið að þér og hvert er draumaverkefnið þitt?Úff þegar stórt er spurt….ég er ekki viss um að ég geti nefnt eitthvað ákveðið, finnst öll verkefni svo ólík og skemmtileg á sinn hátt. Skemmtilegast er þó að vinna með góðu fólki. En jú auðvitað stendur uppúr að farða Karolínu beauty editor af rússneska VOGUE, að fara út á NYFW og Danish Fashion Week, gera auglýsingar, tískuþætti, bíó og þess háttar en ég finn samt að ég er alltaf í essinu mínu þegar ég er að farða venjulegar konur sem eru að gera vel við sig fyrir viðburði því það er svo gaman að sjá viðbrögðin þeirra þegar þær líta í spegil og ljóma.

Hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér?
Ég nota heilan helling af snyrtivörum og þá aðallega Skyn ICELAND. Ég er gjörsamlega heilluð af þessum vörum, virkninni og sögu merkisins. Ég er líka orðin mjög meðvituð um innihaldsefni og þessar vörur henta mínum ramma. Ég gjörsamlega elska: Nordic Skin Peel, Arctic Elixir, the ANTIDOTE Cooling Daily Lotion, Pure Cloud Cream og Oxygen Infusion Night Cream. Svo nota ég líka Argan Oil Light frá Josie Maran.

10636177_756537234403981_7058841980616742505_n

Hvaða ilmvatn er í uppáhaldi hjá þér?
Ég hef í mörg ár notað CK Be frá Calvin Klein og elska þennan ilm á báðum kynjum. Hinsvegar er vinkona mín alltaf að blanda saman ilmkjarnaolíum og er búin að búa til sína lykt. Það er svo fáránlega góð lykt af henni að ég er líka að vinna í því að finna mína lykt með hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta er í vinnslu, þangað til sniffa ég bara af henni ;-) hihi

Hvaða snyrtivara/förðunarvara er á óskalistanum?
Mig langar soldið að prófa farða frá YSL og Dior. Mig langar líka í nokkrar vörur frá IT Cosmetics, Ég slefa yfir Hourglass merkinu eins og það leggur sig, langar líka í augnskugga frá ColourPop, highlight frá BECCA, Liquid Lipsticks frá Anastasia, airbrush farðann í spreybrúsanum frá Sephora, allt frá OCC Cosmetics.….við skulum bara stoppa hér því þessi listi endar aldrei.

11057317_846062345451469_8782858929293963838_n

Vörurnar frá ILIA eru alveg æðislegar – persónulega er ég hrifnust af kinnastiftunum og maskarinn er æði, í fyrsta sinn sem é prófa maskara frá lífrænu merki sem gefur öðrum ekkert eftir! – EH

Lýstu fyrir okkur hvernig fullkomin vorförðun væri í þínum huga.
Brúnkuspreyið frá Saint Tropez til að fá smá húðlit, ekki veitir af eftir þennann vetur, Tinted Moisturizer frá ILIA, Concealer frá ILIA eða Line Smoothing Concealer frá Clinique, Contour Pallettan frá ANASTASIA, Polkadots & Moonbeam krem highlight frá ILIA, Krem kinnalit (Multistick frá ILIA) get ekki valið lit, Perfect Brow Pencil frá ANASTASIA og Tinted Brow Gel og hafa brúnirnar soldið miklar. Á augun myndi ég blanda saman Era og Shroom (MAC), ILIA maskari og stök augnhár (knot free) frá Modelrock Lashes, Á varirnar myndi ég svo setja fallegan bjartan lit frá ILIA, ColourPOP, Hourglass, OCC, MAC eða…..eða… – Fullkomin vorförðun sem hægt er að útfæra fyrir hverja einustu konu.

Hvaða merki er í áberandi miklum meiri hluta í þinni snyrtibuddu?
Mac, ILIA, OCC, Clinique, Anastasia Beverly Hills…

10703958_797481190309585_6959984376761881642_n

Ef þið hafið ekki prófað Dipbrow Pomade frá Anastasia Beverly Hills þá eruð þið að missa af miklu – ein sú allra besta augabrúnavara sem ég hef prófað! – EH

Hvaða 5 förðunarvörur eru ómissandi hjá þér?
Farði, hyljari, augabrúnablýantur, maskari og varasalvi í töskuna mína en fyrir kittið mitt er það: Studio Finish Concealer pallettan frá MAC, P&P loose powder frá MAC, Tinted og Clear Eyebrow Gel frá Anastasia, Peek-A-Boo gloss frá ILIA & augnskuggapalletturnar. Svo má ekki gleyma “börnunum mínum”/allir burstarnir ;-)

Hvað er að frétta af nola.is og er eitthvað spennandi framundan?
Það er sko allt frábært að frétta af nola.is. Ný síða kemur í loftið á næstu dögum, erum komin með nýtt lógó sem var hannað af snillingum hjá Brandenburg, mikið af sjúklega flottum nýjungum og mögulegt samstarf milli merkja….það er alltaf eitthvað spennandi í gangi :)

10385381_849742458416791_9091062003560189003_n

Nýja logoið hjá nola – hrikaleg flott og ég get ekki beðið eftir að sjá nýju síðuna sem opnar innan skamms… – EH

Lumar þú á einu förðurnarráði í lokin sem þig langar að deila með okkur?
Fyrst og fremst að skrúbba húðina og nota rakakrem að staðaldri svo farðinn verði ekki eins og sandpappír á húðinni. Fyrir þær sem eiga við það vandamál að stríða að augnskugginn dofni, fari í línur, eða jafnvel bara alveg af mæli ég með að nota alltaf Paint Pot frá MAC undir, hann virkar eins og lím fyrir púður augnskugga. Nota púður í algjöru lámarki.

Húðin mín gæti persónulega ekki lifað án þessara tveggja vara – Lait-Créme Concontré og The Antidote Cooling Daily Lotion – EH

Ég vona að ég hafi náð að kynna þessa perlu aðeins fyrir ykkur en annars mæli ég endregið með að þið lesið viðtal við hana sem birtist nýlega í NUDE Magazine HÉR.

Svo hlakka ég mikið til að sjá nýju síðu nola.is en Karin lofar einhverju fjöri í kringum það inná Facebook síðu merkisins sem þið ættuð endilega að fylgja – NOLA.IS Á FACEBOOK – ég er alla vega mega spennt!

Takk fyrir þetta Karin mín – tökum kaffi FLJÓTT! ;)

EH