Reykjavik Fashion Journal

Clarisonic kemur til Íslands í október!

Ég Mæli MeðHúðLífið MittNýjungar í Makeup-i

Ég iða gjörsamlega af spenningi – því ég fæ nú loksins að segja ykkur frá leyndarmáli sem ég er búin að þurfa að þaga yfir síðan í byrjun sumars. Clarisonic húðburstarnir eru væntanlegir til Íslands núna í október og hér eru á ferðinni þvílíkar snilldargræjur og ég á eiginlega bara ekki til orð.

Ég hef skrifað um annan hreinsibursta á síðunni minni og hann kom mér alveg á sporið með þessa hreinsibursta. Clarisonicinn tekur þetta bara skrefinu lengra og er með tækni á burstanum sem þekkist ekki hjá öðrum enda á fyrirtækið einkaleyfi á honum. En Clarisonic-inn fer í hálfhringi svo hann teygir aldrei á húðinni. Hér er á ferðinni magnaður hreinsibursti sem ég bara skil ekki afhverju ég var svona lengi að bíða með að prófa.

Margar ykkar kannast eflaust eitthvað við burstana og eiga jafnvel einn en nú gefst okkur hinum tækifæri til að prófa en þrír burstar munu koma í sölu í október – Mia, Aria og Plus.

536629b5b0b771f7379d9e0f8af40ecdPlus
Hér sjáið þið burstann minn – elskuna mína. Hér er þetta tekið skrefinu lengra því Plus burstinn er líka hugsaður fyrir líkama en með honum kemur bæði bursti fyrir andlit og líkama og hreinsir fyrir bæði. Þessi er alveg dásamlegur og hann skrúbbar húðina svo vel og það er svo gott að nota hann því hann eiginlega nuddar bara húðina og mér líður svo vel í framan eftir að ég er búin að nota hann. Þessi má svo alveg fara í sturtu og ég nota hann einmitt þar til að skrúbba vel húðina. 8c4a98060bca1e95060141189c611fe4Aria
Þessi fallega kemur í miðjunni. Hér eru þrjár hraðastillingar og hann er líka stilltur á tíma svo hann gefur það til kynna að þú eigir að færa þig til yfir andlitið með pípi. Með Ariu kemur standur sem er hægt að hvílaburstann á á milli þess sem hann er í notkun.

ab5e44bbdd2a756ccfafa54e775ad916Mia
Hér sjáið þið minnsta burstann, hann hefur komið út í Bandaríkjunum í alls konar skemmtilegum útgáfum, litum og munstrum. Ég veit nú ekki hvort þessir litir koma allir ætli sá hvíti komi ekki alla vega. Mia er með tvær hraðastillingar hann er einfaldasti burstinn og kemur til með að vera sá ódýrasti.

clarisonic-before-after

Mér fannst alveg magnað að sjá þessa mynd, ég sá hana í kynningunni sem ég fékk fyrir burstann ásamt alls konar staðreyndum og öðrum myndböndum. En hér sést bara svo vel afhverju allir eru að tala um að það sé miklu betri hreinsun með hreinsiburstum. Þegar við náum að djúphreinsa húðina svona vel verður hún að sjálfsögðu yfirborðsfallegri og í betra jafnvægi. Kremin og serumin og allt það sem við notum komast líkra dýpra inn í húðina og virka betur því það er minna af óhreinindum sem þarf að fara í gegnum.

Það besta er að svo er hægt að kaupa sérstaka bursta á Clarisonic græjurnar fyrir mismunandi húðtýpur en bursti fyrir viðkvæma húð fylgir þeim öllum samkvæmt heimasíðunni nema með Plus fylgir líka bursti fyrir líkamann – bless appelsínuhúð!

Ég segi ykkur betur frá burstunum þegar nær dregur komu þeirra til landsins og ég er með fullt skemmtilegt í bígerð fyrir síðuna í tengslum við þá.

Hrein húð er jólagjöfin í ár – það kemur ekkert annað til greina.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Nú er komin ný maskaradrottning á svæðið!

AuguÉg Mæli MeðHelena RubinsteinMakeup ArtistMaskararNýjungar í Makeup-iNýtt í Snyrtibuddunni

Fyrir ekki svo löngu síðan birti ég mynd af mér á facebook síðunni minni – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL – þar sem ég hafði verið að prófa nýjan maskara. Á myndinni var ég aðeins með maskarann öðru megin og munurinn var svakalegur. Ég lét þó ekki vita hvaða maskara ég var með þar sem hann var ekki kominn í búðir – ég hafði fengið að prófa hann aðeins á undan – en nú er hann kominn og nú vil ég segja ykkur almennilega frá nýjustu maskaradrottningunni frá Helenu Rubinstein – Lash Queen Mystics Blacks.

10492569_674469165972611_6157353641896924027_n

Hér sjáið þið myndina sem ég deildi inná Facebook síðunni minni.

maskaradrottning6

Hér er svo aðeins betri mynd – með Lash Queen Mystics Blacks öðru megin.

maskaradrottning13

Hér er svo drottningin sjálf, klassískar Helenu Rubinstein umúðir – svartar með gylltri áferð.
Hrikalega flottur að mínu mati.

Maskarinn er með gúmmígreiðu sem er í raun tvöföld eða með tvær hliðar. Önnur hliðin er til að bera formúluna á, þykkja og þétta augnhárin og gera meira úr þeim. Hin hliðin er greiða sem er notuð til að greiða úr augnhárunum, móta sveigjanleika þeirra og gefa augnhárunum umfang með tækni sem ég hef ekki séð maskara nota áður. Til að fá þó þessa eyelinerlínu verðið þið að passa að setja greiðuna alveg við rót augnháranna – passið ykkur að pota samt ekki inní augun :)

maskaradrottning12

Þið kannist eflaust við makeup tipsið að setja punkta með svörtum eyeliner á milli augnháranna til að fá þykkari augnhár. Þetta er ráð sem svínvirkar og ég hef sjálf notað í mörg ár. Hér er kominn maskari sem notar líka þetta ráð – hann býr til nokkurs konar eyeliner á milli augnháranna sem þéttir þau alveg gríðarlega. Þetta er svona maskari sem greiðir augnhárin alveg frá rót og rúmlega það!

maskaradrottning9

Með maskarann öðru megin svo þið sjáið muninn….

Ég viðurkenni það alveg að ég þurfti að vanda mig vel fyrst þegar ég prófaði maskarann. Nokkrir eyrnapinnar fóru í að hreinsa smá í kringum augun sem mér finnst reyndar fullkomlega eðlilegt þegar maður er að læra á nýjan maskara. En næst þegar ég notaði hann var þetta leikur einn. Maður þarf bara stundum að læra að beita nýjum burstum á réttan hátt.

maskaradrottning

….. en hér er hann kominn báðum megin :)

Það er alveg magnað að eftir að ég er búin að setja þennan maskara á augnhárin mín líður mér alveg eins og ég sé með gerviaugnhár. Ég þarf alveg í smá stund að venjast þykkingunni og ef ég horfi upp og hreyfi augun til og frá kitla ég augnlokin mín með augnhárunum!

Formúla maskarans er alveg kolsvört eins og nafnið gefur til kynna – Mystics Blacks. Svo þar sem augnhárin verða alveg svona svakalega svört þá verður maskarinn alveg extra flottur og augun fá að njóta sín í botn. Mér finnst ég alveg rosalega flott með þennan maskara – þó ég segi sjálf frá og þar sem ég er ekki mikið í því að mála mig á daginn eða þegar ég fer út þá þætti mér eiginlega alveg nóg að setja bara vel af þessum á augnhárin. Þið gætuð í raun gert enn meira úr augnhárunum ykkar en ég geri við mín – ég er bara með eina umferð það fannst mér nóg.

maskaradrottning2

Þetta er alveg sjúklega flottur maskari sem er vel þess virði að skoða. Ef þið eruð t.d. einar af þeim sem notið mikið gerviaugnhár og stundum dags daglega þá mæli ég með því að þið hvílið þau og splæsið bara í þennan maskara.

Við eigum Helenu Rubinstein margt að þakka en merkið hefur verið duglegt að koma með nýjungar á maskaramarkaðinn. Vissuð þið t.d. að Helena Rubinstein fann upp vatnsheldu maskara formúluna, merkið hefur líka sent frá sér maskara í svo flottum umbúðum með svo flotta formúlu að önnur eins ending þekkist ekki – svo er það nýji Lash Queen maskarinn sem er ekki bara maskari heldur líka eyeliner í laumi. Ég get nú fátt annað sagt en að ég hlakka til að sjá hvað kemur næst :)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Til hamingju Heiðar minn!

Ég Mæli MeðFallegtIlmir

Ég á yndislegan vin sem heitir Heiðar Jónsson – það ættu allar konur að eiga einn svona. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hæfileikanum hans til að láta öllum í kringum hann líða vel með sjálfan sig. Heiðar er líka einn af þeim sem er ekki hræddur við að láta drauma sína rætast og taka áhættur og það veitir mér bara innblástur!

Ef þið vissuð það nefninlega ekki þá er hann Heiðar að senda frá sér sína fyrstu ilmvatnslínu! Þvílíkur draumur í dós og ég er hálf öfundsjúk útí hann því þetta er svona laumudraumur hjá mér sjálfri. En Heiðar býr að sjálfsögðu eins og margar ykkar vita yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu úr fegurðarheiminum á Íslandi og ég bara verð að segja það að honum tókst ekkert smá vel upp með alla ilmina 4.

Í síðustu viku bauð hann í smá matarboð þar sem hann kynnti ilmina fyrir sínum nánustu og söluaðilum. Hann sagði okkur alla söguna á bakvið tilvist ilmanna og innblásturinn á bakvið hvern og einn ilm. Hann útskýrði líka fyrir okkur ferlið sem er farið í gegnum þegar ilmvatn verður til og það er virkilega heillandi frásögn að heyra sérstaklega fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á ilmvötnum.

10620687_680281558724705_8760924900648073237_n

Eftir þessa frásögn gladdi Heiðar alla í veislunni með ilmvatni úr línunni. Ilmvötnin eru samtals fjögur talsins – einn herrailmur og þrír dömuilmir. Þegar Heiðar spurði mig hvaða ilmvatn ég vildi lagði ég ákvörðunina strax í hendurnar á honum og spurði hvaða ilmvatn honum fyndist ég ætti að eiga – hann hugsaði sig smá og valdi ilm nr. 1. Ég er algjörlega sammála hans áliti en mig langar samt að eiga alla – því ég held það búi alveg í mér týpan sem notar ilm nr. 2 og ilm nr. 3 – þær eru bara ekki jafn áberandi og týpa nr. 1.

Ein Heiðar lýsir því mjög skemmtilega sjálfur hvernig konurnar eru sem nota hvert ilmvatn:)

10530907_10203557952623710_812942288533376000_n

Hér erum við vinirnir á góðri stundu!

Ég sendi Heiðari nokkrar spurningar í tengslum við ilmina um daginn í tengslum við nýja verkefnið og svörin voru stórkostleg og enn betri en ég var að vonast eftir. Úr varð ótrúlega skemmtilegt viðtal sem ég hlakka til að deila með ykkur og kynna enn betur fyrir ykkur ilmina hans Heiðars.

Þangað til eru ilmvötnin þó komin í sölu og þau eru eitthvað sem þið ættuð að kíkja á  - ég get lofað ykkur því að þau munu koma ykkur á óvart. Ég er sérstaklega hrifin af glösunum sem eru svo einföld og tímalaus – það sama má segja um nöfnin á þeim. Ilmvötnin hans Heiðars má finna í verslunum Hagkaupa, Sigurboganum, Epal og í Fríhöfninnni.

HÉR getið þið svo lesið ykkur til um ilmvötnin betur og séð alla sölustaði og kynningar sem Heiðar mun standa fyrir á þeim á næstu dögum.

Til hamingju Heiðar minn – þetta er snilldarlega vel gert hjá þér eins og annað sem þú tekur þér fyrir hendur!

EH

Heimsókn í Reykjavík Makeup School

Lífið MittMakeup Artist

Í lok síðustu viku skellti ég mér að heimsækja loksins vinkonur mínar þær Söru og Sillu sem eru með Reykjavík Make Up School. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fylgjast með öðrum mála – það er svo gaman að sjá hreyfingarnar og tæknina sem er svo allt öðru vísi en hjá manni sjálfum.

Reykjavík Makeup School hefur nú verið starfandi í ár (eða núna í október) en ég var með viðtal við þær í 2. tbl af Reykjavík Makeup Journal. Skólinn er ótrúlega flottur og Sara og Silla eru með svo brennandi áhuga á förðun og öllu sem því tengist og það smitast svo sannarlega yfir á nemendur þeirra. Ég spjallaði líka aðeins við þær um uppsetninguna á náminu og ég var alveg heilluð af pælingum þeirra á hverju eina og einasta smáatriði.

Stelpurnar eru  nýbúnar að skipta um förðunarvörur sem þær kenna á en nú eru það vörur frá Make Up Store. Fastur liður á námskeiðinu er svo hárkennsla frá Theodóru Mjöll sem er alveg ómissandi partur af náminu því ég veit ekki hversu oft maður hefur þurft að redda líka hári á setti – svo er auðvitað frábært að fá kennslu frá reynsluboltanum Theodóru. Hér sjáið þið myndirnar úr heimsókninni minni…

rmjskóli2

Maður fær svaka flottar móttökur þegar maður kemur inn um hurðina, þegar ég kom var kveikt á uppáhalds ilmkertinu mínu frá Make Up Store – það er alveg fullkomið á svona haustkvöldi.

rmjskóli4 rmjskóli10 rmjskóli6 rmjskóli13 rmjskóli14 rmjskóli rmjskóli16 rmjskóli11 rmjskóli15

Í skólanum fá nemendur förðunarbursta frá Real Techniques – en ekki hvað;)

rmjskóli5 rmjskóli18 rmjskóli20 rmjskóli21 rmjskóli17 rmjskóli22 rmjskóli19 rmjskóli9 rmjskóli12 rmjskóli3 rmjskóli8

Það eru þessar gordjöss dömur, Silla & Sara sem eiga, reka og kenna í Reykjavík Makeup School.

Sara og Silla hefja svo útrás um helgina en þá bjóða þær uppá mini námskeið á Akureyri en upplýsingar um þau og næstu námskeið finnið þið á Facebook síðu þeirra HÉR.

Takk kærlega fyrir að bjóða mér í heimsókn dömur og takk fyrir Mixið – það bjargaði mér alveg! Ég hlakka svo sannarlega til að fylgjast með þessum skóla vaxa og dafna það vantar alla vega ekkert uppá metnaðinn því bæði Sara og Silla eru duglegar að fara erlendis og sækja námskeið í förðun til að bæta við þekkingu sína og til að geta alltaf kennt nemendum sínum það nýjasta í förðunarheiminum.

EH

Brúðkaup sumarsins…

BrúðkaupFræga FólkiðStjörnurnar

Mér líður stundum smá eins og ég sé stalker en ég elska bara að skoða myndir úr brúðkaupum annarra – er ég nokkuð ein um það… :) Ég tók saman nokkrar myndir úr mínum uppáhalds brúðkaupum sumarsins 2014 – þær sem hægt var að finna á veraldarvefnum.

Poppy Delevingne og James Cook

Ég elska báða kjólana sem Poppy klæddist við brúðkaupin sín – hugsið ykkur að fá að gifta sig tvisvar með örstuttu millibili – ástinni í lífi sínu og fá að eyða þessum æðislegu stundum með öllum sínum nánustu. Algjör draumur!

Olivia Palermo og Johannes Huebl

Þessi tvö eru svona parafyrirmynd okkar Aðalsteins (lesist bara mín). Athöfnin var persónuleg og fámenn og Olivia geislaði – mitt uppáhalds brúðardress held ég bara yfir allt saman.

Ginnifer Goodwin og Josh Dallas

Er ég ein um það að vera að missa mig yfir því að ævintýri geta alveg orðið raunveruleikinn. Ginnifer og Josh kynntust við tökur á þáttaröðinni Once Upon a Time – hún fer með hlutverk Mjallhvítar hann er draumaprinsinn hennar – hversu fullkomið. Ég hef ekki enn séð myndir frá brúðkaupinu en það fór fram á Venice ströndinni, þau voru víst berfætt og hún kasólétt af fyrsta barninu þeirra.

f9aaeae4b975b7142a9fce7736efa3e9

Kim Kardashian og Kanye West

Þið vitið nú eflaust allt um þetta svakalega brúðkaup – maður getur svo sannarlega gert það sem maður vill ef maður á nóg af peningum ;) Ekki það að ég væri ekki alveg til í að fá að halda veislu á Versölum!

Angelina Jolie og Brad Pitt

10 árum og rúmlega það seinna þá hef ég tekið Angelinu í sátt – ég var sjáið þið til í Jennifer liðinu :) En dagur þeirra hjóna var greinilega mjög persónulegur og snerist bara um fjölskylduna þeirra – mér finnst þetta alveg fullkomið…

Lauren Conrad og William Tell

Um helgina var það svo Lauren Conrad sem giftist William Tell en þau hafa verið trúlofuð síðan í október. Ég er ekki búin að sjá neinar myndir og ég er að fara úr límingum. Ég fann þó eina mynd af Lauren með brúðarmeyjunum sínum þar sem þið sjáið þær í kjólunum sínum – en mig langar mest að sjá hennar.

6c929db67f78d10419fe23b8bf8f7750

Ég gæti í alvörunni hangið endalust á Pinterest og erlendum fjölmiðlum að dást að myndum úr brúðkaupi fræga fólksins. Ætli það sé ekki sérstaklega þar sem maður er að skoða myndir í leit af innblæstri fyrir sitt eigið.

EH

 

Útfyrir endimörk alheimsins!

Fyrir HeimiliðLífið MittTinni

Eins og ég var búin að deila með ykkur áður fannst mér tilvalið að gera eitthvað aðeins öðruvísi með fallega DIY stafaborðann frá OMM Design. Ég stal því smá hugmynd sem ég rakst á á netinu þar sem var búið að nota stafina til að orða setningu úr einni af minni uppáhalds teiknimynd. Ég keypti loksins borðann á Pop Up markaðnum á KEX Hostel í gær og setti borðann strax upp um kvöldið. Fyrsta setningin sem var skrifuð með borðanum var einmitt sú sem ég hafði séð á mynd og er að sjálfsögðu úr Toy Story. Ég þýddi hana reyndar á íslensku enda kom ekkert annað til greina. Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna….

10670120_681752748577586_1417465881026706593_n

Hér er líka smá sýnishorn úr herbergi sonarins en þó er nóg eftir á þennan vegg munu svo líka bætast við fallegir skýjalímmiðar sem ég á von á og munu held ég koma vel út hjá rúmminu hans Tinna Snæs. Dótakarfan frá andarunginn.is stendur svo alltaf fyrir sínu og mig dauðlangar í fleiri vörur frá 3 Sprouts í barnaherbergið.

En markmiðið er svo að skipta reglulega út setningum og þannig breyta svona aðeins til í herberginu án þess að þurfa þó að breyta miklu. Svo þegar Tinni Snær verður stærri getum við valið setningarnar saman. Næstu setningar á dagskrá verða líklegast….

  • Viltu koma’ð gera snjókarl – úr Frozen
  • Hakuna Matata – úr Lion King
  • Allt sem þarf er smá álfaryk – Pétur Pan

Svo þarf ég bara að skella í smá rannsóknarvinnu og ryfja upp þessar yndislegu teiknimyndaperlur. En ég á risastórt safn af Disney DVD myndum sem ég hef safnað að mér í gegnum tíðina og sonurinn nýtur sannarlega góðs af söfnunaráráttu móður sinnar.

Stafaborðann fáið þið HÉR á petit.is og hann er á ótrúlega góðu verði og innheldur ótrúlega mikið af stöfum og táknum.

EH

Væntanlegt: Camilla Pihl fyrir Bianco

Á ÓskalistanumFallegtFashion

Voruð þið búnar að frétta af því að það er á leiðinni skólína hönnuð af einum vinsælasta bloggara Noregs til landsins. Camilla Pihl lagði mikla áherslu á að skórnir væri klassískir og kvenlegir og hér sjáið þið skólínuna sem er á leiðinni til okkar á Íslandi!

„Like every girI I love shoes! Over the years, my blog readers have always commented on my shoes, and shoes have become one of my trademarks, so to have the opportunity to design my dream shoe collection is truly amazing“
- Camilla Pihl

Skólínan er væntanleg til landsins í byrjun október og eins og staðan er núna ætla ég að taka eitt af öllum pörum! Mér finnst þessir skór alveg æðislegir en það eru sérstaklega tvö pör sem heilla – grófu boots skórnir og támjóu, lágbotna ökklastígvélin – finnst reyndar líka þessi með hrjúfu áferðinni sjúkleg!

Hvernig líst ykkur á?

EH

Topp 10: Hvað á að kaupa á Tax Free

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðNýjungar í Makeup-iNýtt í Snyrtibuddunni

Þá er komið að fríhafnardögum í Hagkaupum og mér datt í hug að taka saman topp 10 vörulista yfir þær vörur sem mér finnst að þið þurfið að kíkja á á afsláttardögunum. Þetta eru allt nýjar vörur sem voru ekki til á síðasta Tax Free og þetta eru allt þær vörur sem eiga heima í dýrari deildum Hagkaupa bara kannski af því á Tax Free hefur maður tækifæri til að kynnast þeim vörum því þær eru á betra verði þá en annars.

Á listanum eru maskari, farðar, húðvörur, augnskuggar og varalitir og að sjálfsögðu nýjustu ilmvötnin í verslununum en eitt þeirra er bara að detta í verslanir núna í dag!

Lancome-Grandiose-Mascara

Grandiose maskarinn frá Lancome

Maskaraástin mín í augnablikinu. Ég heillaðist frá fyrsta testi sérstakelga af endingu maskarans og greiðunni sem hentar mínum augnhárum mjög vel. HÉR getið þið séð hvernig maskarinn entist heilan, erfiðan vinnudag og ef ykkur vantar maskara og þið eruð til í að prófa einn nýjan sem sveigir augnhárin, teygir úr þeim og þéttir til muna þá verðið þið að tékka á Grandiose.

Diorskin-Star-Foundation-2

Diorskin Star farði frá Dior

Að sjálfsögðu er þessi fallegi farði ofarlega á lista. Þessum sagði ég ykkur betur frá fyrr í vikunni og ef ykkur vantar farða og þið viljið einn sem þekur vel og gefur þétta áferð þá er þessi farðinn sem þið verðið að prófa. HÉR finnið þið færsluna um farðann og fyrir og eftir myndir af húðinni minni með hann á – ég er in love og þessi fer ekki fet frá minni snyrtibuddu í vetur.

stella-fragrance-stella-mccartney-the-daily-lady1

Stella by Stella McCarteney

Jess! Það er loks komið í verslanir á Íslandi ilmvatnið sem ég er búin að vera að bíða eftir eins og þið sáuð HÉR. Klassískur ilmur í tímalausum umbúðum. Ég hlakka til að koma höndum mínum yfir þetta ilmvatn og segja ykkur svo í framhaldi betur frá því. En þið getið þó nælt ykkur í upplýsingar í færslunni sem ég vísa í hér – innblásturinn og söguna. Mér finnst persónulega allt í kringum hann orðið miklu flottara núna eftir þessa þörfu andlitsbreytingu.

Clinique-Smart-Custom-Repair-Serum

Clinique Smart Serum – Custom Repair Serum

Nýjasta nýtt frá Clinique er smart serum. Nafnið segir eiginlega allt sem segja þarf um vöruna. Hér er á ferðinni serum sem segist aðlaga sig að húð hverrar konu og laga það sem þarf að laga hjá henni. Ég er búin að fá mitt sýnishorn af vörunni og er að prófa það núna – ég gef ykkur góða skoðanafærslu á næstunni um það. En ef ykkur vantar nýtt serum ættuð þið klárlega að kíkja á þetta. Vörulýsingin lofar góðu, formúlan er þétt og drjúg og það nærir húðina vel. Stundum erum serum svo þunn og þau skilja bara eftir þurrt yfirborð. Þetta gerir það ekki og þegar ég hef notað það nota ég ekki alltaf krem yfir það – mér finnst það ekki endilega þurfa en það fer reyndar bara eftir ástandi húðarinnar minnar í hvert sinn. En það sem serumið hefur þó að markmiði að gera er að jafna áferð húðarinnar, þ.e. draga úr sýnileika einkenna öldrunar, draga úr litamun í húðinni, auka teygjanleika húðarinnar og gefa henni ljóma.

Guerlain_Kiss_Kiss_fall_2014_makeup_collection3

Augnskuggapalletturnar úr haustlínu Guerlain

Þessar eru loksins komnar í búðir!! Ég er bara búin að sjá testera og ekki búin að pota í þá eða neitt en mér finnst augnskuggaformúlan frá Guerlain ein sú besta. Palletturnar finnst mér dásamlega fallegar, þetta eru einfaldir og klassískir litir sem allar konur nota. Fyrir mig langar mig mest að prófa gráu pallettuna – venjulega heilla mig ekki svona litir en þessi öskrar nafn mitt.

YSL-Fall-2014-Fusion-Ink-Foundation

Le Teint Encre de Peau frá Yves Saint Laurent

Já takk, loksins er þessi farði kominn í verslanir. Ég veit ekki með ykkur en ég bilaðist úr spenning þegar ég las mér til um farðann núna í vor þegar það fór fyrst að spyrjast út að YSL væri í smá samstarfi við NASA við að gera nýjasta farðann sinn. Hér er á ferðinni farði sem minnir dáldið á Air de Teint frá Lancome fyrir þær ykkar sem hafa prófað hann en hann er þéttari og mýkri – hann er ekki alveg jafn vatnskenndur kannski. Ég prófaði farðann fyrst í gær og mér líst mjög vel á hann – ég er með ljósasta litinn og mér leist vel á hann. Áferðin er mjúk og falleg og hann entist vel á húðinni – hann segist vera með 24 tíma endingu – ég hef nú aldrei látið reyna á það hjá förðum þar sem ég þríf alltaf húðina áður en ég fer að sofa og svefninum fórna ég ekki fyrir farða :) En ég fékk alveg góða tilfinningu fyrir þessum og hann kom mér á óvart með þekjunni sem var bara ansi þétt og fín. Ég var alla vega með rosa rauðan bletta á húðinni í gær sem hvarf með farðanum. Mér fannst ég samt ekki sjá farðann en svo fattaði ég að ég á bara ekkert endilega að sjá hann – hann er það náttúrulegur og fallegur að hann er meira að bara slípa til mína húð, fela það sem á að fela og skila fallegri og náttúrulegri húð. Hér er á ferðinni farði sem er einmitt það sem við þurfum til að ná þessu eftirsóknarverða nude lúkki. Ég hlakka til að testa þennan í myndatöku en ég er búin að taka fyrir og eftir myndir af sjálfri mér sem þið fáið að sjá á næstunni.

ultimune_angle_03_hd

Ultimune frá Shiseido

Byltingarkennda nýjungin frá Shiseido ætti að vera á ykkar tékklista fyrir Tax Free – ekki nema það sé bara til að fá smá auka tips um vöruna sjálfa og aðeins að prófa hana. Ég skrifaði langa færslu í gær um Ultimune, rannsóknina, virknina og aðrar vörur sem Shiseido hefur áður sent frá sér sem breyttu snyrtivörumarkaðnum til frambúðar.

tumblr_n8wk2fzPtH1sqskkro2_1280

Vitalumiere Loose Powder frá Chanel

Ég elska ljómandi húðvörur og þessi frá Chanel er dásamleg. Chanel menn eru einstaklega hæfileikaríkir í að búa til fallegar grunnförðunarvörur sem ljóma án þess að þær séu yfirþyrmandi. Hér er á ferðinni fallegt púður sem minnir mig helst á Wonder Powder frá Make Up Store. Ég fékk sýnishorn af púðrinu og ég er mikið búin að nota það einmitt eins og ég var að nota WP – í svona finishin touch. Púðrið fullkomnar áferð húðarinnar, þéttir áferð farðans, mattar húðina en gefur samt ljómann sem ég alla vega vil alltaf. Umbúðirnar finnst mér mjög skemmtilegar en þetta er eiginlega net sem maður dúmpar burstanum á til að fá púður í burstann. Það er límfilma yfir netinu sem ég held á því svo það fari nú ekki útum allt. Með púðrinu fylgir lítill kabuki bursti sem ég nota til að bera púðrið á. Hann er mjög þéttur, kúptur, frekar lítill við fyrstu sýn en stendur sig vel í því sem hann á að gera.

Guerlain-KissKiss-Makeup-Collection-for-Autumn-2014-lipstick

Kiss Kiss varalitirnir frá Guerlain

Vissuð þið að það við eigum Guerlain það að þakka að varalitirnir eins og við þekkjum þá í dag eru til. Í haust horfa þau hjá Guerlain aftur til fortíðar og senda frá sér nýja og endurbætta varalitaformúlu sem ég get varla beðið eftir að fá að prófa. Þessir lúkka svo ótrúlega vel, litaúrvalið er frábært og umbúðirnar elegant og tímalausar. Hér er búið að taka klassíska vöru í vintage lúkki og færa inní nútímann. Mig klæjar í fingurgómana að fá að prófa þessa og ég þarf eiginlega að komast sem fyrst í Hagkaup verslun til að skoða litina almennilega!one-direction-you-i-fragranceYou and I – þriðji dömuilmurinn frá One Direction

Síðast en alls ekki síst verð ég að nefna nýja dömuilminn frá strákunum í One Direction sem kemur í verslanir Hagkaupa í Kringlunni og Smáralind í dag klukkan 15:00. Með öllum ilmum sem seljast fylgir plakat af drengjunum myndarlegu – eða á meðan birgðir endast. Ég er aðeins búin að lesa mér til um ilmvatnið en strákarnir segja í viðtölum að þetta sé í fyrsta sinn sem þeir eru all in í ilmvatnsgerðinni – alveg frá fyrstu hugmyndavinnu. Það tók ár að gera ilmvatnið en þeir hafa áður sent frá sér tvo aðra ilmi sem hafa notið mikilla vinsælda og selst hratt upp hér á Íslandi. Mér finnst því líklegt að þessi fari jafn hratt og þeir úr hillunum í dag.

Nokkrar hugmyndir fyrir ykkur sem nýta sér Tax Free daga. Að lokum langar mig þó að nefna mína uppáhalds Real Techniques bursta sem ég fæ ekki nóg af. Þeir eru nú á góðu verði fyrir en það verður frábært á Tax Free. Ég veit það eru margar að safna burstunum og nú getið þið bætt aðeins í safnið.

EH

Nýtt í fataskápnum: hvítur kimono

Annað DressLífið MittNýtt í FataskápnumTinni

Jújú… undirskrifuð gekk mögulega aðeins of langt í fatakaupum gærdagsins en mig bráðvantaði þetta allt að sjálfsögðu… – kannist þið ekki við það ;) Mig langaði að sýna ykkur brot af því sem bættist í fataskápinn í gær – já bara brot :)

nýrkimono10

Þessi hvíti kimono var að koma í uppáhalds VILA. Ég á nokkra svona þægilega létta jakka úr versluninni – tvo svarta og einn sandlitaðan en engan hvítan. Þessi flotti kimono er alveg æðislegur ég sit hér við tölvuna í einmitt þessu dressi og dáldið þakklát fyrir það að eiga eitthvað annað en alltaf bara svart til að kasta yfir svarta alklæðnaðinn. Ég á nokkra kimono jakka og ég nota þá mikið en ég á mikið munstraða jakka eða bara svarta. Þessi hvíti er því kærkomin viðbót í fataskápinn enda einn aðalliturinn um þessar mundir ef lit mætti kalla :)

nýrkimono9

Kimono jakki: VILA, þessi kom í gær í svörtu og hvítu og er á virkilega góðu verði. Ég ákvað að taka hvítan frekar en svartan því ég á alltof mikið svart og hvítt lagar aðeins þennan svarta alklæðnað. Mér finnst eiginlega ekkert alveg gaman að vera alltaf bara í svörtu og það er alltaf góð hugmynd að eiga nokkrar basic flíkur sem passa við allt sem eru ekki svartar – þessi verður ein af þeim flíkum hjá mér. Mér tekst reyndar alltaf að hella niður á mig þegar ég er í hvítu en ég er að vona að sú bölvun sé horfin því ég var í þessum í gær og í dag og ekkert hellt niður – 5 mínútum eftir ég birti þessa grein verð ég þó pottþétt komin með kaffiblett á mig því ég er núna búin að jinxa þessu ;D

Toppur: VILA, gamall og góður spagettíhlýratoppur með pleather hlýrum. Þennan á ég í bæði svörtu og hvítu og nota óspart við einmitt bara buxur og léttan jakka eða kimono yfir.

Buxur: Vero Moda, ég fattaði það fyrir stuttu mér til skelfingar að ég á engar þröngar heilar pleather buxur – úr þessu varð ég að bæta haha. Ég splæsti í Denise buxurnar í Vero Moda mér finnst þær lúkka rosalega vel og þær eru mjög þægilegar.

Skór: Bianco, þeir sömu og hér. Ég er alveg að fýla þessa í botn og þeir koma virkilega á óvart í þægindum. Hér fór ég bara berfætt í þá til að sýna lagið á skónnum og það kemur bara vel út.

nýrkimono8

Hálsmen: ebay – þessi gamla góða gersemi stendur alltaf fyrir sínu og þið sem hafið fylgst lengi með blogginu ættuð að kannast við festina. Ég er reyndar búin að hvíla hana lengi en ég fann hana aftur í flutningunum og ætla að endurnýja kynni við hana núna í haust.

nýrkimono6

Vesti: Vero Moda – ég kolféll fyrir þessu fallega vesti um leið og ég sá það. Mig hefur alltaf langað í flott loðvesti og ég dýrka litinn á þessu. Mér finnst það bæði flott yfir jakka og líka bara svona léttar kimono jakka. Mér finnst þetta alls ekki vera bara yfirhöfn enda er ég bara í því í dag í vinnunni – þetta fullkomnar alveg dressið og liturinn poppar skemmtilega uppá það.

nýrkimono7

Aðalsteinn er maðurinn á bakvið flestar dressmyndirnar mínar – kemur það einhverjum á óvart, með eindæmum hæfileikaríkur ljósmynari finnst ykkur ekki ;) En við skelltum okkur þrjú útí garð til að taka myndir – bæði vegna þess að það er ekki séns að það sé hægt inní húsi og svo líka til að ég gæti sýnt ykkur fallegu haustlitina sem eru útí garði! Tinni Snær kom að sjálfsögðu með okkur út með kústinn sinn – en barnið elskar að sópa og gerir fátt annað af jafn mikilli ástríðu. Syninum hefur greinilega ekki alveg litist á vestið – eða kannski bara séð eitthvað kusk á því sem hann vildi burt. En annars náði pabbinn þessum skemmtilegu myndum af okkur mæðginum…

nýrkimono2 nýrkimono3 nýrkimono4 nýrkimono5

Það sem ég dýrka þetta barn – hann er svo fyndinn og skemmtilegur strákur og mér finnst ég vera heppnasta mamma í heimi að eiga þennan litla kút sem þið sjáið hér í nýju fínu Frozen náttfötunum sínum og úlpu við. Ég er voða lítið í því að dressa upp litla karlmanninn sem nýtur sín best í jogging galla sem má skíta út af vild.

En ég er mjög ánægð með þessar flíkur sem eru nýjar í fataskápnum. En auk þessara þriggja komu heim með mér plain hvít skyrta, aviator jakki og hlý peysa með ombre áferð!

Mér finnst kimonoinn og vestið alveg skothelt duo og ég mun nota þessar mikið á næstunni – alla vega í gær og í dag og á morgun þegar ég verð með Karin minni á Pop Up markaðnum á KEX og hjálpa henni að kynna mínar uppáhalds vörur frá Skyn Iceland.

Eigið góða helgi yndislegu lesendur – ég verð mjög líklega lítið inná blogginu næstu dag og í næstu viku. Nú er allt að fara á fullt í leyniverkefninu sem ég segi ykkur frá innan skamms!!!!!

EH

Nú styrkjum við ónæmiskerfið með snyrtivöru!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í SnyrtibuddunniShiseidoSnyrtivörur

Ég heillast svo af því þegar snyrtivörur koma með alveg byltingakenndar nýjungar á markaðinn og Shiseido er nú það merki sem hefur komið með þónokkrar þess háttar kynningar og verið leiðandi á sviði húðvörunýjunga svo árum skiptir. Þá verð ég nú að nefna:

Advanced Body Creator:
Eina kremið sem minnkaði sýnileika slitfaranna minna – þ.e. það dró úr roðanum. Ég testaði það þannig að ég bar það bara framan á magann en ekki hliðarnar – hliðarnar eru enn þann dag í dag rauðar (þau mun daufari en áður) en framan á maganum eru förin lítið sjáanleg. Hér er á ferðinni krem sem hefur stinnandi áhrif á húðina og eykur teygjanleika hennar á ný. Hér er líka verið að örva húðina og endurnýjun hennar með ilm – sem hefur mikil áhrif það get ég sagt ykkur. En þetta er sumsé fyrsta snyrtivaran sem hefur stinnandi áhrif á húðina með því að notast við kraft frá ilmum. Kremið kom fyrst á markaðinn árið 2002.

Tanning Compact Foundation:
Fyrsti púðurfarðinn sem innihélt sólarvörn kom frá Shiseido árið 1966! Hugsið ykkur að alveg síðan þá hafa Japanir sett það í forgang að verja húð sína gegn skaðsemi sólarinnar. Með þessari vöru var markmiðið að finna upp farða sem bráðnaði ekki og hreyfðist til í hitanum frá sólinni.

Bio Performance Advanced Super Revitalizing Cream:
Hyaluronic Acid er efni sem margar ykkar kannast eflaust við núna en þetta er án efa þessa stundina eitt vinsælasta innihaldsefni snyrtivara fyrir þroskaða húð. Hyaluronic sýran er efni sem mér finnst best að lýsa sem rakabombu efni sem mér finnst á margan hátt líkjast collageni að því leytinu til að það fyllir uppí fínar línur og annað en hyaluronic sýran er ennþá rakameiri einhvern vegin. Hún er svona fyllingarefni sem vinnur einhvern vegin inní húðinni, gefur ótrúlega góðan raka og fyllir uppí fínar línur og jafnar áferð húðarinnar á fallegan hátt. Árið 1984 uppgötvuðu vísindamenn hjá Shiseido þennan kraft Hyaluronic sýrunnar og árið 1988 kynnti merkið svo Bio-Performance kremið sem er fyrsta kremið sem kom á markaðinn þar sem settar voru fram niðurstöður úr rannsóknum sem sýndu fram á árangurinn sem næst með kreminu sem dregur óumdeilanlega úr öldrun húðarinnar. Síðan kremið kom fyrst á markaðinn hefur það hlotið 37 verðlaun. Ég hef sjálf notað þetta krem mikið og það einkenndi síðasta vetur hjá mér. Hyaluronic sýran finnst mér svo góð við þurru húðina mína sérstakelga í kuldanum.

Total Revitalizer fyrir herra:

Árið 2004 tileinkaði Shiseido karlmönnum krem sem er ætlað að styrkja húð karlmanna. Rannsóknir merkisins sýndu fram á það að húð karlmanna innihéldi mun meiri óhreinindi en húð kvenna. Kremið er því gert með það í huga að styrkja húðina þannig að hún myndi varnir sem hindra það að þessi óhreindi festi sig í húðinni. Kremið hefur róandi áhrif á húðina og nýtist einnig við ilmefni til að hafa áhrif á húðina eins og þeir gera með húðkreminu sem ég lista hér fyrir ofan.

Future Solution LX næturkrem:
Árið 2006 sneri Shiseido sér að prófteininu Serpin B3. Þetta er prótein sem meðal annars veldur ótímabærri öldrun húðarinnar af völdum útfjólubláum geislum húðarinnar og þurrknum sem getur aukist eftir því sem við verðum eldri. Shiseido þróaði virka efnið Skingenvell 1P sem dregur úr skaðsemi þessa próteins. Efnið kemur jafnvægi á rakastarfsemi húðarinnar og jafnar áferð hennar og dregur úr einkennum öldrunar og hægir á öldrunarferlinu. Árið 2009 kom svo ný vörulína á markaðinn með fjórum vörum sem innihalda þetta virka efni.

Árið 2014 beinir Shiseido spjótum sínum að ónæmiskerfinu…

shiseidoultimune3

Með tilkomu húðvörunýjungarinnar frá Shiseido fékk ég ótrúlega krúttlegt box með litlum prufum af þessum vörum sem ég tel hér upp fyrir ofan og lítilli ómerktri flösku af nýju vörunni. Ótrúlega skemmtileg leið til að kynna nýjungina – og frábært tækifæri til að minna á góðar vörur sem eru til fyrir.

shiseidoultimune2

Nýja byltingarkennda húðvaran sem styrkir ónæmiskerfið nefnist Ultimune…

shiseidoultimune

 

Ultimune Power Infusing Concentrate
Eins og ég tek fram hér fyrir ofan þá beinir merkið spjótum sínum að ónæmiskerfinu. Með Ultimune vilja þeir styrkja ónæmiskerfi húðarinnar okkar svo það sé sterkara fyrir alls kyns utanaðkomandi áhrifum sem geta haft áhrif á húðina okkar og heilsuna. Í húð okkar finnast frumur sem heita Langerhans – þær finnast eingöngu þar og þær spila stórthlutverk í ónæmiskerfi okkar. Frumurnar senda líkamanum skilaboð þegar að okkur steðjar hætta, þær eru með arma sem skynja hættu sem senda skilaboðin áfram svo ónæmiskerfi okkar geti brugðist við. Langerhan frumurnar geta einnig komið sjálfum sér til varnar t.d. þegar hætta vegna þurrks, stress eða sólargeislar sem geta eyðilagt þær ógna þeim. Ultimune er að örva starfsemi Langerhan frumnanna, laga þær ef þær hafa skemmst og styrkja þær enn frekar. Með því að styrkja þessar frumur komum við því til skila að húðin okkar mun tækla hættur eins og sýkingar, þurrk og ótímabær öldrunareinkenni. Ultimune er ekki hugsað sérstaklega fyrir eldri konur heldur bara konur á öllum aldi. En rannsóknir Shiseido sýna að Ultimune hentar öllum.

Mér finnst þetta sjúklega spennandi snyrtivara. Kremið er létt og gelkennt, það fer hratt inní húðina og skilur eftir ótrúlega falleg yfirborð. Ultimune er ný viðbót inní húðumhirðuna og á að nota á tandurhreina húð. Shiseido breytti þriggja þrepa kerfinu sínu þegar þeir fundu upp þessa snyrtivöru en nú er 1. þrepið húðhreinsun og rakavatn, 2. þrepið er Ultimune og 3. þrepið er svo rakinn eða serum eða það sem þið berið á húðina eftir hreinsunina.

Ég er búin að lesa mér endalaust til á þessari vöru og mér finnst vísindin á bakvið hana heillandi. Sheiseido er eitt af mínum uppáhalds húðvörmerkjum og eitt það besta sem þið fáið fyrir húðina ykkar. Eins og þið getið lesið um hér fyrir ofan þá er þetta merki sem hefur áður sent frá sér byltingakenndar nýjungar sem hafa haft mikil áhrif á snyrtivöruheiminn sem við þekkjum í dag. Ég hef bullandi trú á þessari vöru vegna sögu merkisins og þekkingar minnar á því – vegna þess að ég veit að þeir eru búnir að rannsaka þetta fram og til baka og vegna þess að þeir myndu aldrei senda frá sér vöru sem þeir væru ekki með á hreinu að myndi virka. Þið þekkið mig ég skrifa ekki um vörur nema ég hafi trú á þeim – ég hef óbilandi trú á Ultimune.

Ultimune er komið í verslanir og fæst t.d. í Hagkaup og Sigurboganum – en munið að Tax Free hófst í dag og endilega nýtið ykkur góða afsláttinn til að kaupa spennandi nýja snyrtivöru ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.