Reykjavik Fashion Journal

Novel Romance línan er mætt í MAC

Ég Mæli MeðFallegtMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í Makeup-i

Ég legg það nú ekki í vana minn að missa af því þegar ný vörulína mætir í MAC – yfirleitt skrifa ég líka alltaf um þær því þær eru margar hverjar svo skemmtilegar. Nýjasta línan – sem fór framhjá mér, skil engan vegin hvernig það gerðist, heitir Novel Romance og inniheldur fallegar og litríkar vörur. Það er auðvitað smá síðan línan kom út en ég ætla að kíkja við í MAC Kringlunni á morgun og sjá hvort ég finni ekki fallega vöru til að gefa sjálfa mér í afmælisgjöf – já ég er afmælisbarn morgundagsins – halló 25 ára!!!

Ég er mikið afmælisbarn og ég er ein af þeim sem nota afmælið mitt til að gefa sjálfri mér gjöf – ég er búin að kaupa skópar handa mér en einn lítill varalitur í viðbót fullkomnar gjöfina frá mér til mín – já ég er skrítin :)

mac_novel_romance3

Hér sjáið þið nokkrar vörur úr línunni…

MAC-A-Novel-Romance

Mér fnnst fjólubláa naglalakkið æðislegt…

tumblr_n9qu28JLEP1qdg3qro1_1280

… og þessi fallegi bleiki varalitur kallar nafn mitt:)

MAC-Cosmetics-A-Novel-Romance-2014-collection-review-670x445

Í línunni eru líka nýjir augnskuggar – Electric Cool sem eru mjúkir og kremaðir og gefa greinilega svona flotta satin/metallic áferð. Skemmtilegir litir líka, brúntóna litirnir eru án efa flottir til að lífga uppá einfalda augnförðun – gefa ljómandi áferð. Augnskuggarnir eru bara til í takmörkuðu upplagi.

1937501_991275467555113_6297953672463795546_n

Mér fannst líka mjög gaman að sjá hvað stelpurnar í MAC eru hugmyndaríkar með vörurnar sínar en hún Edda sem vinnur þar mæli með því að Fluidline eyelinerinn sé notaður á varirnar – og hann kemur mjög vel út finnst mér. Góð hugmynd fyrir þær sem misstu af því þegar svarti varaliturinn kom til þeirra.

10559841_995197450496248_3245052303211162257_n

Ég sá svo Brooke Shields línuna hjá MAC í Selfridges – vá hvað umbúðirnar og allar image myndirnar eru flottar. Ég komst þó ekkert að til að skoða vörurnar sökum fólksins sem stóð í veg fyrir mér.

10706625_354425038057437_1800223321_n

Hlakka til að sjá hvort línan mæti til landsins eða ekki – alla vega styttist þá óðum í hátíðarlínuna sem er alltaf flott – ef þið viljið sjá hana þá er hún mætt inná heimasíðu merkisins HÉR.

EH

Kimonoinn fær…

Annað DressFashionÍslensk Hönnun

Vá ég held að ég og Andrea séum bara báðar í skýjunum með stórkostlega þátttöku í afmælisleiknum hennar!! Ég á svo erfitt með að gefa bara einn kimono en ég vona innilega að nýji eigandi hans verði jafn ánægð með sinn og ég er með minn. En ég er búin að draga og ég dró alveg af handahófi – lofa :)

Fallegur kimono er tímalaus og hann passar við allt. Ég klæddist mínum í gærkvöldi í partýi hér í London og hann vakti mikla lukku meðal annarra gesta – hún Andrea okkar og hennar flíkur vekja greinilega athygli hvar sem er í heiminum :)

kimono4-620x814 (1)

En fallega kimonoinn fær….

Screen Shot 2014-10-24 at 1.01.14 PM

 

Innilega til hamingju kæra Rut!!! Þú mátt endilega senda mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is svo ég geti látið þig vita hvernig þú getur nálgast nýja kimonoinn þinn :)

Takk allar kærlega fyrir þáttökuna – þið eruð alveg dásamlegar!

EH

London dress #2

Annað DressFashionÍslensk HönnunLífið MittTrend

Dagur 2 í London var dásamlegur í alla staði! Þetta var dagurinn sem ég hitti þrjár ótrúlega flottar konur og tvær þeirra hafa verið fyrirmyndir mínar í bjútíheiminum í nokkur ár núna – ef þið fylgist með mér á Instagram @ernahrund ættuð þið að fatta hvaða konur það eru – já ég er enn að jafna mig á spennufallinu.

Annað af dressum dagsins einkennist af fallegri flík sem ég sá að bættist líka í fataskápinn hennar Svönu á Svart á Hvítu nýlega – ég kolféll fyrir honum sjálf og klæddist honum við annars einfalt dress en hann poppaði svo sannarlega uppá það.

londondressannað4

Pallíettukimono: AndreA Boutique

Buxur: Uppháar og dásamlegar frá Lee – þegar Andrea sagði mér að ég yrði að kaupa mér svona buxur þá hlýddi ég að sjálfsögðu og keypti mér einar svona buxur – sé ekki eftir því! Fást að sjálfsögðu í búðinni hennar :)

Hlýrabolur: VILA

Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco, þessir eru væntanlegir aftur ;)

londondressannað2

Það er ekki amalegt að vera í London með einni dásamlegri vinkonu sem maður getur platað til að taka dressmyndir – takk Íris***

londondressannað

Ég er alveg að dýrka þennan kimono – fallegur finnst ykkur ekki?

Fylgist svo með því seinna í dag tilkynni ég á blogginu hvaða heppni lesandi fær kimono frá Andreu í 5 ára afmælisglaðning!

Knús frá London í síðasta sinn í bili :***

EH

Minimal Decor opnar – lesendur fá 15% afslátt

Ég Mæli MeðFallegtFyrir HeimiliðNetverslanirShop

Ég elska allar þessar netverslanir sem eru að opna fyrir okkur Íslendinga og færa okkur fullt af dásamlega fallegum vörum. Í dag opnar ein yndisleg vinkona mín netverslun með fallegum vörum fyrir heimilið. Í tilefni opnunarinnar ætlar hún líka að bjóða lesendum Trendnet uppá 15% afslátt frá föstudegi til sunnudags.

Heimsækið verslunina og kíkið á úrvalið – MINIMAL DECOR 

Hér eru nokkrar fallegar vörur sem fást í versluninni og ef ég þekki smekkkonuna hana Guðnýju rétt þá eiga bara eftir að bætast fleiri dásamlegar vörur í úrvalið hjá henni :)

Sjálf er ég sérstaklega skotin í krúttlegu og einföldu kertastjökunum frá Nicholas Oldroyd – mér finnst þeir svakalega krúttlegir og svona skemmtilega einfaldir. Þeir fást í silfur og gull og svo eru þeir væntanlegir í kopar og svörtu – ég mun fylgjast vel með því þegar þeir koma!

707cb4f6b92a642a752d64d164576968

Ég fékk hana Guðný Hrefnu eiganda Minimal Decor til að svara nokkrum spurningum til að leyfa ykkur að heyra smá frá konunni á bakvið verslunina…

Geturðu sagt frá sjálfri þér í örfáum setningum?
Guðný Hrefna heiti ég og bý ásamt manni mínum og tveim börnum á Álftanesi. Ég vinn hjá Sigurborg sem þjálfari bareMinerals hugsanlega í mínu draumastarfi, mér finnst einstaklega gaman að gefa konum ráð varðandi húð og förðun, svo er þetta líka svo fjölbreytt og líflegt starf.

Hvað kom til að þú ákvaðst að opna vefverslun?
Mig hefur lengi langað til að opna einhversskonar rekstur. Ég get verið svolítið fiðrildi og með puttana í mörgum hlutum, ég unni mér best þegar nóg er að gera og finnst því tilvalið að opna litla vefverslun með dagvinnunni. Síðastliðin ár hefur áhugi minn á húsbúnaði og öðrum vörum sem fegra umhverfið okkar aukist mikið. Ég held það sé óhætt að segja að fagurkerinn í okkur nær hámarki þegar við stofnum til heimilis.

Hvaða merki munu fást í búðinni?
Ég ætla að einblína á unga og óþekkta listamenn aðallega frá skandinavíu í bland við aðra og þekktari hönnun. Ég hef verið að sækja pop up markaði erlendis og fundið þar ferska og skemmtilega hönnun. Einnig skoða ég mikið pinterest, Instagram og aðra netmiðla. Maður er alltaf að finna eitthvað nýtt og fallegt sem vekur áhuga. Markmiðið er að áður en árinu lýkur að vera búin að finna þekkta hönnun sem ég blanda við ungu listamennina.

Eru einhverjar vörur sem eru í meira uppáhaldi hjá þér en aðrar?
Í rauninni eru allar vörurnar í búðinni mínar uppáhalds, en veggspjöldin frá I Love My Type eru einstaklega falleg og veita góða innsýn í lífið með fallegum orðsendingum. Ég er með mikið blæti fyrir blómavösum og finnst ekkert skemmtilegra en að skreyta þá með illgrösunum sem börnin færa mér í tíma og ótíma. Það er lang fallegasta skreytingin. Svo verða print í arctik stíl frá einni uppáhalds listakonunni minni Hörpu Einars fáanleg í versluninni, hún er með svo flott verk!

Guðnýju þekki ég einmitt úr bjútíheiminum á Íslandi og hún er án efa með einum flottustu konum Íslands, alltaf svo flott til fara og mikill fagurkeri og yndisleg í alla staði. Ég á ekki von á öðru en að henni muni ganga ótrúlega vel í þessum bransa – til hamingju með opnunina kæra vinkona :*

Ef ykkur líst vel á vörurnar hennar Guðnýjar nýtið ykkur þá afsláttarkóðann sem er trendnet til að fá 15% afslátt af kaupunum ykkar. Kóðinn gildir út sunnudag!

EH

London dress #1

Annað DressÍslensk HönnunLífið Mitt

Fyrsti dagurinn minn í London byrjaði sjúklega vel, ég arkaði á milli verslana og áorkaði það að kaupa helling af jólagjöfum og kaupa allt sem heitir Frozen hér á Oxford stræti. Fæturnir voru gjörsamlega dauðir og líkaminn líka en mér tókst auðvitað að sofa ekki einu sinni eina mínútu nóttina fyrir flugið – bæði flughræðsla og hræðslan við að sofa yfir sig og missa af fluginu.

Ég er stödd í London núna í þrjá daga og tilgangur ferðarinnar er að kynnast snyrtivörunýjung sem er væntanleg til Íslands. Sjúklega spennandi vara sem er frá ótrúlega flottri ungri konu sem er að gera það mjög gott í blogg heiminum hér í Bretlandi. Á morgun hitti ég hana bæði í viðtali og fer í launch hóf á Sanderson hótelinu í miðbæ London. Morgundaginn ætla ég þó að byrja á með því að fá mér ljúfengan breskan morgunmat á þessu dásamlega hóteli sem ég er á og fara svo í smá útsýnistúr um þessa skemmtilegu borg sem ég hef ekki heimsótt í 9 ár – mér líður líka eins og ég hafi aldrei komið hingað. Ég er eiginlega að pæla í að skella mér bara í svona útsýnis rútu – tveggja hæða og vera með myndavélina á lofti – sjáum hvort það plan mitt standist. Annars þarf ég að undirbúa mig fyrir viðtalið :)

Tvær myndir voru teknar í dag – ein af því sem mér finnst vera ekta London – rauðu strætóarnir!

londondress

… og ein af ferðadressi dagsins :)

londondress3

Pels: AndreA Boutique – hversu trylltur er þessi, ég sá mig nú ekki alveg fyrir mér að fara í bleikan pels nokkur tíman en þegar ég mátaði þennan var ekki aftur snúið. Liturinn fær þó ekk að njóta sín nógu vel hér á myndinni en pelsinn er búinn að vekja mikla athygli í dag hér í London og ég er mikið spurð hvaðan hann er og ég var næstum búin að fá Michael Kors tösku útá hann – ég kunni þó ekki alveg við það… – en þetta var mjög fyndið augnablik engu að síður :) Eruð þið ekki örugglega búnar að taka þátt í afmælisleiknum fyrir búðina – þið gætuð eignast gullfallegan kimono – tékkið á þessari færslu HÉR.

Taska: VILA – ég á engar töskur, ég kaupi mér aldrei töskur og draumurinn er að eignast alvöru design tösku sem ég get gengið með framan á mér – ég fann meirað segja draumatöskuna í Selfridges í dag!!! En þegar ég uppgötvaði mér til mikillar mæðu að ég ætti enga svona fína handtösku til að vera með á röltinu hér í London – ég er þessi týpa sem er alltaf með troðfulla vasa, fannst það ekki nógu smekklegt – svo ég dreif mig og keypti þessa. Ég er nokkuð ánægð með hana, hún tekur mjög mikið af dóti.

Húfa: VILA þessi var gripin með í flýti í Smáralindinni í gær. Tinni Snær er búinn að gera vetrarhöfuðfat móður sinnar upptækt og því tími til að hún keypti sér nýja. Ljósgrái liturinn fannst mér tóna vel við fallega bleika pelsinn.

Pils: VILA – það sama og HÉR

London biður kærlega að heilsa ykkur öllum og undirrituð er að sjálfsögðu búin að finna skemmtilegar snyrtivörur sem hún hlakkar til að deila með ykkur – það er ekki amalegt að rölta hér á milli verslana og sjá öll þessi dásamlega fallegu merki og fullt af merkjum sem maður hefur aldrei séð áður.

EH

Nú gleðjum við með kimono frá Andreu

Annað DressFallegtFashionStíll

Í fataskápnum mínum leynast ýmsar gersemar þeirra á meðal er ein af mínum uppáhalds flíkum – kimono frá minni yndislegu vinkonu Andreu Magnúsdóttur. Þessi stórkostlega flotta kona sem situr meðal annars fyrir á forsíðu Reykjavík Makeup Journal (munið að tryggja ykkur eintak það er frítt ;)) – er ein af mínum uppáhalds fatahönnuðum og ég er mjög montin að geta fengið að kalla hana vinkonu mína.

Í vikunni fagnar búðin hennar 5 ára afmæli sem er sko ekki lítið í þessum heimi og því áfangi sem ætti að fagna eins og öllum stórafmælum. Á fimmtudaginn efnir Andrea til afmælisfögnuðar í búðinni sinni á Strandgötunni á milli klukkan 6 og 9 um kvöldið og hún ætlar að hafa 15% afslátt af öllum vörum. Einnig verða glaðningar í boði L’Oreal, konfekt og drykkir. Búðirnar í kringum Andreu ætla líka að fagna með henni og hafa opið og bjóða uppá skemmtilegar kynningar.

10736160_10152774623797398_1437464607_n

Ég kemst því miður ekki að fagna með minni á fimmtudaginn og ég bið ykkur því vinsamlegast að fara fyrir mig og knúsa hana og kyssa – færið henni endilega blóm ef þið komist í blómabúð :) Ég verð vant við látin í hófi í London en ég er að sjálfsögðu með dress frá Andreu í ferðatöskunni sem ég ætla að klæðast þar og halda þannig uppá afmælið hennar – bara í London. Hluti af dressinu er einmitt þessi dásamlega fallegi kimono sem gæti orðið ykkar – þið getið lesið hvernig hér aðeins neðar…

10365951_10152428805450520_7205464490754573913_n

Ég heillaðist sjálf af honum á tískusýningunni hennar Andreu fyrir stuttu og eftir að hann bættist í minn fataskáp hefur hann verið notaður við ýmis tækifæri.

kimono4-620x814

Hann er flottur dags daglega…

AS4P0395-620x412

… og hann er sérstaklega flottur í útgáfuhófi fyrir blað…

Aldis Pals. Ljosmyndari

… þar sem fatahönnuðurinn klæðist honum líka sjálf :)

Ef ykkur langar í fallegan kimono frá Andreu þurfið þið að:

1. Setja LIKE á þessa færslu

2. Fara inná Facebook síðu búðarinnar hér – FACEBOOK SÍÐA ANDREA BOUTIQUE

3. Skrifa í athugasemd við þessa færslu hvort ykkur langi í alveg svartan kimono, gráan kimono með vatnalilju munstri eða svona blóma kimono eins og ég á – ef þið eruð í stuði megið þið endilega senda Andreu afmæliskveðju í leiðinni.

Ég dreg svo úr öllum athugasemdum á föstudaginn og gleð heppinn kommentara með fallegum kimono.

Til hamingju aftur með daginn yndislega vinkona – ég verð með ykkur í anda og mæti að sjálfsögðu eftir næstu 5 ár til að fagna næsta stóra áfanga með þér ;)****

EH

Kremin mín við kuldaþurrk

Ég Mæli MeðHúðLífið MittSnyrtibuddan mín

Síðustu daga hefur kuldaþurrkurinn í húðinni minni verið að ágerast. Þetta gerist alltaf þegar frostið hellist yfir veðráttuna – húðin mín skrælnar alveg svakalega upp og ég fæ nánast exem í andlitið. Mér klæjar og ég fæ svakalega ónotatilfinningu í húðina sem líkist því helst að andlitið á mér sé með flösu því dauðar húðfrumur fljúga útum allt – já ástandið er slæmt og þetta gerist svona tvisvar á ári þegar veturinn mætir og þegar sumarið mætir. Ég þoli gjörsamlega ekki þetta tímabil og í alvörunni þá kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart þegar þetta gerist aftur og aftur.

Það sama gerðist reyndar líka við húðina mína strax eftir að ég átti Tinna – þegar brjóstagjöfin hófst svo ef þið kannist við þann þurrk þá getið þið líka nýtt ykkur upplýsingarnar sem fylgja hér með:)

kuldakrem

Comfort on call frá Clinique – þetta krem er sjúklega þykkt og svakalega róandi fyrir húðina. Þetta er dásamlegt kuldakrem til að róa húðina samstundis en það mætti þó vera eilítið feitara – ég nota það samt ótrúlega mikið því það nær að hjálpa húðinni að gróa sérstaklega þegar þurrkurinn er orðinn extra slæmur.

Ultra Facial Cream frá Kiehl’s – hér er ein vinsælasta snyrtivaran frá þessu flotta merki, ég splæsti í það í Kaupmannahöfn í byrjun ársins útfrá lista yfir mest seldu vörurnar frá merkinu. Kremið er sérstaklega þægilegt og rakamikið en það mætti vera aðeins þéttara – en ég elska það samt. Dýrka líka einföldu og skemmtilegu umbúðirnar.

Nutri Gold Extraordinary Oil Cream frá L’Oreal – dásamlega fallegt krem sem inniheldur olíuagnir. Þetta krem er algjör draumur og ég var fljót að eignast dollu af því um leið og tækifærið gafst. Kremið sá ég fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn hjá L’Oreal og ég íhugaði alvarlega að stela einu kremi úr kittunum hjá förðunarfræðingunum – mér gafst þó aldrei tækifæri til þess en kremið var ekki komið í sölu þar í landi. Lyktin af því stuðaði mig reyndar fyrst en ekki lengur – vandist henni vel:)

Triple Active Nutrition frá L’Oreal – hér er á ferðinni eitt sjúklega flott og mega feitt krem se minnir helst á smyrsli. Þetta nota ég t.d. mikið á kvöldin þá sem næturkrem og ég vakna með næringarríka og mjög þétta húð. Þetta var mitt go to vetrarkrem áður en ég kynntist hinum kremunum sem eru með því á myndinni.

Visionnaire frá Lancome – þetta krem inniheldur uppáhalds innihalds efnið mitt þessa stundina, Hyalunoric Acid – þetta dásamlega fyllingarefni fyllir húðina af góðum raka. Þetta krem er ábyggilega eitt það léttasta af þessum sem eru á myndinni þetta og Kiehl’s kremið. Alveg dásamlegt krem í fallegri krukku sem virkar vel fyrir mig.

Nutri Gold Extraordinary Oil frá L’Oreal – þessa andlitsolíu er ég mikið farin að nota undir krem, bæði morgna og kvölds. Ég nota bara örfáa dropa og nudda þeim vel yfir húðina. Olían róar alveg svakalega og það er dásamlegt að nota þessa á kvöldin. Þegar ég er sem verst gæti ég ekki verið án hennar (ég er búin með eina flösku nú þegar) því hún stöðvar kláðann sem gerir mig alveg vitlausa, þegar „flasan“ hrynur af andlitinu. Þessa verðið þið að prófa – hún er dásamleg.

**VANTAR Á MYNDINA***

Rich Nourishing Cream frá Blue Lagoon – kremið sem ég gerði dauðaleit af en ég fann ómögulega. Þetta er eitt það dásamlegasta krem sem ég hef prófað og uppáhalds húðvaran mín frá Blue Lagoon. Þetta krem er líka svona smyrsli sem róar húðina samstundis og treður hana fulla af raka. Ég ofnotaði kremið síðasta vetur og hyggst gera það aftur í ár – svo það er eins gott ég fari að finna það…

Ég mæli heilshugar með því að þið sem eigið við þetta vandamál að stríða með mér að skoða olíu snyrtivörur. Í Reykjavík Makeup Journal finnið þið greinagóða umfjöllun um mátt olíunnar og nokkrar vel valdar vörur sem ég mæli með í tegnslum við greinina.

rmj4

Ef þið kannist við þetta kuldaþurrks vandamál þá eru öll kremin hér fyrir ofan krem sem ég mæli eindregið með og krem sem ég sækist í að nota. Þetta eru þau sem ég hef notað í tengslum við þennan leiðindaþurrk en þarna vantar þó krem sem bjargaði mér á brjóstagjafaþurrks tímabilinu en það er frá Shiseido og er svona dásamlegt feitt smyrsli – alveg ljúffengt og það var klárað upp til agna.

EH

Sumar vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn, aðrar keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Varalitadagbók #24

DiorÉg Mæli MeðFallegtLífið MittMakeup TipsNýjungar í Makeup-iNýtt í SnyrtibuddunniVarir

Ég fékk nokkrar fyrirspurnir útí varalitinn sem ég skartaði í útgáfuhófinu hjá mágkonu minni – ég var þarna að farast úr ömurlegri flensu og liturinn bjargaði svo sannarlega litarhaftinu þennan daginn. Þar sem það var komið alltof langt frá síðustu færslu í varalitadagbókina er þessi fíni litur frá Dior næstur þar :)

diorbaume6

Hér erum við mágkonurnar – ég fékk líka nokkrar spurningar um hvaða lit Rannveig væri með og hún er með varalit frá N°7 í litnum 30-Sweet lips – ég er hins vegar með Dior Rouge Baume í litnum Spring.

diorbaume5

Dior Rouge Baume litirnir eru sannkölluð himnasending fyrir konur eins og mig sem eru með stanslausan varaþurrk allan ársins hring en vilja samt vera með fallega liti á vörunum.

Rouge Baume litirnir eru svona sambland af varanæringu og varalit. Varalitirnir voru að koma núna endurbættir í sölu hjá merkinu en nú er búið að bæta við Cristal oil sem nærir varirnar að sjálfsögðu enn meira. Þetta er svona sheer varalitur eða tinted varasalvi – en samt ekki því þetta er óskaplega falleg vara sem er búin að vera í stöðugri notkun hjá mér síðustu daga.

diorbaume2

Liturinn er einstaklega fallegur – spring er litur sem á vel við svona í upphafi vetrar. En mér finnst þessi litur fullkominn fyrir mig dags daglega og svo er líka svo einfalt að setja hann á sem einfaldar ásetningu þegar maður er ekki beint með spegil fyrir framan sig allan daginn ;)

diorbaume4

Það eru til fullt af öðrum litum í nýju baume línunni en þar á meðal er einn alveg sjúkur nude varalitur sem Natalie Portman er með í auglýsingunni fyrir Diorskin Star farðann… – sá litur er nr. 128 og heitir Star.

natalie-portman-dior-publicité-2014

Góð næring og léttur lituri er varaliturinn í dagbókarfærslu dagsins – þessi verður mikið notaður í vetur og nýlega eignaðist ég nýjan lit í línunni sem er meira útí bleikt sem verður án efa í jafn mikilli notkun. Dior Rouge Baume varalitirnir eru svona ekta vara fyrir þær ykkar sem vantar góða næringu á daginn en viljið hafa lit á þeim – mæli með ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Brúðkaupspælingar: Frozen

BrúðkaupFashionLífið MittTrend

Dálæti sonarins á teiknimyndinni Frozen nær engri átt, hann gat talið upp allar persónur myndarinnar með nafni og bent á þær á mynd áður en hann sagði sitt eigið. Hann endurskírði kisuna okkar Önnu (hún hét Mía) og þegar hann var spurður „hvað heitir þú?“ var svarið „Anna“ – það er nú eiginlega alveg stórkostlega magnað hvað ein teiknimynd getur haft svona sterk áhrif á einn lítinn stubb sem er ekki einu sinni orðinn tveggja ára – þetta hófst allt fyrir löngu síðan.

Það var því ekki skrítið þegar Aðalsteinn stakk uppá því að ég myndi klæðast Elsu kjól í brúðkaupinu okkar á næsta ári… – ég veit nú ekki alveg með það en sonurinn myndi geisla af hamingju. En ég fæ oftast að heita Elsa þegar hann skipar okkur foreldrana í hlutverk karaktera í myndinni – stundum fæ ég þó að vera Ólafur :)

Kjóllinn sem Aðalsteinn var að stinga uppá var frumsýndur á brúðar tískuvikunni í New York ekki fyrir svo löngu – afsakið en það tók mig bara smá tíma að átta mig á því að það er til sérstök tískuvika fyrir brúðir – hverjum hefði dottið það í hug! Kjóllinn heitir Elsa og var hannaður af tískuhúsi sem kallast Alfred Angelo.

o-ALFRED-ANGELO-FROZEN-DRESS-facebook Girls-AlferedAngeloDisney-Elsa_E8Q0435-rtchd Elsa-Wedding-Dress-2 a9d0d7bbdb5d55ec16a418a744378bca Elsa Bridal Gown by Alfred Angelo Disney Weddings frozen-wedding-dress-unveiled-by-alfred-angelo-new-1 Elsa Bridal Gown by Alfred Angelo Disney Weddings alfred-angelo-wedding-dress12

Tískuhúsið gerir mikið úr því að gera svona brúðarkjóla innblásna frá prinsessukjólum sem sjást í teiknimyndum en margir spá því að þessi kjóll verði sá vinsælasti úr ævintýralínunni þeirra en hann fer í sölu í janúar. Ætli það séu fleiri eins og ég með börn sem eru forfallnir aðdáendur og unnusta sem stinga uppá þessu :)

Fléttutrendið sem geysar yfir tengja margir miðlar við myndina svo ætli þetta brúðarkjólatrend sé eitthvað sem maður ætti alvarlega að pæla í að sækja innblástur til. Yngsti herramaðurinn á heimilinu yrði alla vega í skýjunum :)

EH

Förðunartrend: berjalitaðar varir

FallegtInnblásturLífið MittMakeup ArtistTrendVarir

Eitt af mest áberandi förðunartrendum haustsins – sem og síðustu hausta – eru berjalitaðar varir. Þetta er trend sem ég hef alltaf haft sérstakt dálæti af og séstaklega þá berjalitum í dekkri tónum. Berjalitir eru svo ótalmargir og varirnar ættu eiginlega bara að líta út eins og þið hafið misst ykkur í berjamó og ekki komið með eitt ber heim :)

Hér eru nokkrar hugmyndir að alls konar fallegum berjalitum…

Mér datt í hug að fara í gegnum varalita og varagloss safnið mitt til að finna fallega litatóna sem smellpassa inní trendið til að gefa ykkur nokkrar hugmyndir. Eftir stutta leit var ég komin með fangið fullt af litum og ég varð að gera mitt besta til að velja úr mína uppáhalds – það var ekki auðvelt verk og því sá ég greinilega að ég er alveg fallin fyrir þessu trendi.

Hér sjáið þið litina 12 sem ég valdi úr svo miklum fjölda :)

beravarir

 

Varalitirnir eða glossin eru frá vinstri:

6 Hour Gloss litur nr. 200 frá L’Oreal – Lacquer Gloss frá Shiseido nr. RS 306 – Gloss frá Sleek Phoenix Rising nr. 25 – Colour Boost Lip Crayon nr. 05 Red Island – Viva Glam Rihanna frá MAC – rauður Baby Lips varasalvi frá Maybelline – Sheer Lip Color í litnum Black Plum frá Bobbi Brown – Dramatic Encounter frá MAC – Lipstick Pen frá Make Up Store í litnum Boysenberry – Rouge Dior í litnum Mauve nr. 786 – Pure Color Envy nr. 330 litur Impassioned frá Estée Lauder – Creamy Matte Lip Color nr. 19 Port frá Bobbi Brown.

Langflestir þessara lita eru enn til og ég held það sé í raun bara einn litur sem er ófáanlegur sem er sá dekksti sem var one shot litur í jólalínu MAC fyrir tveimur árum. En svo hlakka ég til að bæta vonandi einhverjum úr nýju varalitalínunni frá Nars í safnið í ferð minni til London í vikunni – þar sem ég hef bara komið einu sinni til borgarinnar og það fyrir 9 árum síðan er mögulega einhver þarna úti sem lumar á upplýsingum um sölustað Nars í miðbæ London sem væri til í að deila honum með mér? :)

Skemmtilegt trend – ég er alveg kolfallin og þetta og fallegar og náttúrulegar augabrúnir eru klárlega trendin sem ég tileinka mér helst fyrir veturinn – eins og reyndar í fyrra :)

EH