Reykjavik Fashion Journal

Something blue…

Annað DressFashionFW2014Nýtt í FataskápnumTrend

Ég er mikil skyrtukona – ég hef ekki tölu á því hversu margar skyrtur ég á og ég hef ekki tölu á því hversu margar skyrtur ég seldi í Kolaportinu. Ég er ekki bara sjúk að kaupa skyrtur á sjálfa mig heldur kaupi ég nánast bara skyrtur ef ég er til dæmis að kaupa fatakyns gjafir. Skyrtur eru bara klassísk eign og ég sé alltaf mikið notagildi í því að kaupa mér fallega skyrtu.

Liturinn sem heillar þó mest er ljósblár og ég eignaðist einmitt eina svoleiðis nú fyrir helgi. Einn lesandi spottaði neðri hluta hennar HÉR og svo rakst ég á mynd af henni í nýlegri færslu frá Elísabetu á meðan ég sat við tölvuna í nýju skyrtunni – svona eru tilviljanirnar skemmtilegar:)

Undanfarið hef ég sankað að mér fínum myndum þar sem blá skyrta einkennir þær allar – ótrúlega tímalaus flík finnst ykkur það ekki líka?

Það var því miður enginn heima til að taka myndir af mér í nýju fínu skyrtunni svo svona efri parts myndir verða bara að duga. Ég elska sniðið á henni en hún er frekar bein en kemur kannski örlítið út að neðan.

bláskyrta2

Skyrta: Vero Moda

bláskyrta

Það sem ég elska líka við þessa skyrtu er að hún er úr Green Attitude línunni frá Vero Moda. Vörur úr þeirri línu eru framleiddar á umhverfisvænan hátt og úr sérstaklega umhverfisvænum efnum. Oft er þá verið að notast við lífræn eða endurunnin efni. Það er auðvitað frábært að hægt sé að endurvinna efni og nýta þær í svona nýjar og fínar flíkur og líka frábært fyrir okkur kaupalkana að hafa séns á að kaupa flotta umhverfisvæna tískuvöru.

Skyrtan er fyrsta flíkin sem ég kaupi mér úr Green Attitude línunni og ég vona að það komi fleiri fallegar flíkur á næstunni frá línunni því ég er heilluð af hugsuninnni!

Bláar skyrtur munu leika stórt hlutverk í mínum haustfataskáp og þessi mun þar fara með aðalhlutverið ég er alveg in love.

EH

Varalitadagbókin #23

FallegtKæra dagbókLífið MittNýtt í SnyrtibuddunniSýnikennslaVarir

Eruð þið ekki búnar að ná ykkur í sólkyssta húð eftir síðustu viku. Þvílík dásemd sem það hefur verið að fá smá D vítamín í líkamann það er einhvern vegin fátt betra en að fá það svona beint frá sólinni.

Ég er nú alveg búin að fá smá lit og ég tek honum fagnandi það er svo frískandi fyrir húðina að fá smá sólarkyssta áferð og ég tala nú ekki um hvað sólarkysstur húðlitur er flottur við svona rafmagnaðar bleikar varir eins og þið sjáið hér…

jellyvarircollage

 

Varalitur dagsins er ekki beint varalitur heldur varalitablýantur. Þessi fallegi litur heillaði mig uppúr skónnum og kom mér heldur betur á óvart.

Gelly Hi-Shine frá Barry M í litnum Electric fæst HÉR á 1890kr.

Ég prófaði þennan um daginn þegar ég tók eitthvað kast og æltaði mér að stúdera það hvernig best væri að gera svona stutt og einföld sýnikennslu video fyrir Instagram. Ég veit ekki með ykkur en ég er mjög óþolinmóð og nenni sjaldan að horfa á löng sýnikennsluvideo – ég vil dáldið bara að fólk drífi sig að koma sér að kjarna málsins. Þess vegna elska ég sýnikennslumyndbönd á Instagram og innan skamms þá ætla ég að gefa mér tíma og læra þetta almennilega.

En varalitablýanturinn góði ber ekki útkomuna með sér eða það fannst mér ekki við fyrstu sýn. En svo þegar ég prófaði litinn á handabakinu sá ég fallega glansinn, þétta litinn og sterku pigmentin og ég kolféll fyrir honum. Helstir kosturinn við hann er þó sá að það er ekkert mál að renna honum yfir varirnar eins og þið sjáið hér…

Dáldið ópússað sýnikennslumyndband en þið sjáið alveg hvers megnugur blýanturinn er og rúmlega það.

Varalitur dagsins fæst í vefversluninni Fotia.is ásamt fullt af fleiri fallegum vörum frá merkinu Barry M – ég hvet ykkur til að prófa því þetta eru vörur sem koma skemmtileg á óvart og eru á góðu verði :)

EH

Varalitablýanturinn sem ég skrifa um hér fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Sjáið hvað sólarvörn gerir

CliniqueHúðSnyrtivörur

Í gær horfði ég dolfallin á ótrúlega fræðandi myndband sem sýnir svart á hvítu hvað sólarvörn gerir. Þetta er eiginlega bara sjúklega töff og nú þegar ég ber á mig sólarvörn mun ég sjá þetta fyrir mér gerast…

Ég mæli með því að þið gefið ykkur tíma til að horfa á þetta skemmtilega myndband:

Ég hef alveg verið að standa mig af því að gleyma að bera sólarvörn á sjálfa mig á meðan ég stressast upp þegar ég fatta að Tinni Snær er ekki með sólarvörn :) En núna í sumar fékk ég sýnishorn af nýrri sólarvörn frá Clinique sem er nú eitt af þeim merkjum sem er leiðandi þegar kemur að því að framleiða snyrtivörur og þeir einbeita sér sérstaklega mikið að vörum sem eiga að laga og jafna litarhaft húðarinnar en þar er línan þeirra Even Better sem er í aðalhlutverki í þeim aðgerðum.

Even Better Dark Spot Defense er með SPF45 – þeim mun hærri tala þeim mun hrifnari er ég því þá þarf ég ekki að nota jafn mikið magn til að vera viss um að vörnin sé að verja vel húðina mína. En kremið er litlaust og mjög létt og þið finnið ekki fyrir því á húðinni og það sumsé lagar litabletti í húðinni sem geta komið í kjölfar skaða sem útfjólubláir geislar sólarinnar valda. Um leið og vörnin ver húðina þá lagar hún skemmdir sem hafa komið af því maður hefur kannski ekki verið að verja hana nógu vel Ég fékk þessa alveg í tæka tíð fyrir góðu sólardagana sem við fengum í síðustu viku og gat þá verið með háa og góða vörn:)

6nJF8RGm3CX4un2x_display (1)

Næsta sólarvörn á óskalistanum er Iceland Moisture kremið frá Skyn Iceland með SPF30 – þessar vörur eru bara svo æðislegar og ég efast ekki um að sólarvörnin sé ekki framúrskarandi! Hér er um að ræða krem sem verndar húðina fyrir útfjólubláum geislum sólar, reyk, mengun og öðrum leiðindaefnum sem einkenna umhverfið okkar og geta haft áhrif á húðina og t.d. flýtt öldrun húðarinnar eða aukið líkur á húðkrabbameini. Það er að mínu mati fátt mikilvægara en að vera með góða vörn á líkama og andliti og við mæður megum ekki gleyma okkur sjálfum.

SI_s_larv_rnIceland Moisture with Broad-Spectrum SPF30 kostar 5900kr og fæst HÉR.

Passið ykkur að sólin er ekkert minna hættulegri þó það sé haust eða vetur og hvort hún sjáist eða ekki því geislarnir hennar ná alltaf að skína í gegn. Góð sólarvörn er möst í snyrtibudduna hvort sem það er sérstök sólarvörn eða krem – rakakrem eða BB/CC krem með góðri vörn – því hærri vörn þeim mun betra.

Myndbandið hér fyrir ofan er alveg æðisleg og ég mæli eindregið með áhorfi!

EH

Clinique kremið fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Topp 3: besti brunchinn

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Ég er mikil brunch manneskja og við Aðalsteinn erum ofur dugleg að fara á nýja staði og prófa brunchinn. Ég held að við séum liggur við búin að prófa nánast alla brunchana í bænum en betri helmingurinn fékk að prófa brunchinn á Nauthól um daginn sem hann hafði ekki enn fengið – bara ég!

Mig langaði að deila með ykkur mínum uppáhalds brunchum í bænum og ég mæli eindregið með þessum stöðum.

Nauthóll:

Ég nýt þess að sitja inná Nauthól í fallegu og róandi umhverfi þar sem maturinn er góður, þjónustan er frábær og þrátt fyrir að staðurinn hafi verið fullur var maturinn fljótur á leið til okkar. Mér fannst líka æðislegur barnabrunchinn sem við ákváðum að leyfa Tinna Snæ að fá – hann fékk nóg af vatnsmelónum sem eru í uppáhaldi og ostinn át hann upp til agna. Svo var litli maðurinn minn sem ég leyfi yfirleitt aldrei að fá appelsínudjús alsæll þegar þjónninn okkar rétti honum stórt glas af honum með röri. Hann var ekki lengi að taka fyrsta sopann og þjónninn fékk strax broskall í kladdann hans Tinna :)

Café Flóra:

Að sitja á Flóru er bara eins og að sitja í paradís! Við höfum farið þangað nokkrum sinnum í sumar og yfirleitt endum við göngutúrana okkar um fallega hverfið okkar með kaffi og köku á Flóru. Brunchinn þar er dásamlegur og í uppáhaldi er ávaxtasalatið sem er með melónum og eplum og til að draga úr sæta bragðinu er settur ferskur chilli með – syndsamlega gott! Svo er rauðrófuhummusinn algjör lúxus ofan á ost og um leið orkubúst fyrir líkamann. Ef þið hafið nú ekki þegar farið í brunch á Flóru drífið ykkur áður en sumarið er úti – annar kostur við Flóru er að það er alltaf gott veður þar!

The Coocoo’s Nest:

Þessi staður er án efa uppáhalds staður okkar fjölskyldunnar. Starfsólkið heilsar okkur alla vega eins og við höfum þekkst alla ævi og ég fer alltaf södd og alsæl þaðan út. Ég fæ mér alltaf eggjahræruna með pestoinu einfaldlega vegna þess að þarna fær maður besta pestóið! En næst er ég þó búin að ákveða að nú þurfi ég að fara að smakka eitthvað annað – mér finnst ommeletta helgarinnar yfirlett alltaf mjög girnileg svo ég er að plana að fá mér hana næst. Á Coocoo’s Nest er alltaf vinaleg og góð þjónusta og diskurinn er alltaf vel útilátinn. Svo ef þið farið ekki of södd útaf staðnum þá er tilvalið að splæsa í Valdís í eftirrétt.

Ég fæ bara vatn í munninn við að skrifa um uppáhalds brunch staðina mína og hvað þá þegar ég skoða þessar myndir – brunch er klárlega uppáhalds máltíðin mín;)

EH

Grípið tækifærið og látið gott af ykkur leiða

Ég Mæli Með

Mér fannst dásamlegt hvað voru margir sem lögðu sitt af mörkum til að hjálpa mér við söfnunina mína fyrir Líf styrktarfélag í síðustu viku. Eftir þetta er ég sannfærð um að þegar maður hefur tækifæri og getu til að láta gott af sér leiða þá á maður að gera það. Mögulega haldið þið að það sem þið getið gert sé ekki nóg en margt smátt gerir eitt stórt – það sannaðist hjá mér um helgina. Nú langar mig að segja ykkur frá öðru tækifæri sem þið getið nýtt ykkur…

Á sunnudaginn milli klukkan 14:00 og 17:00 efnir vinkonuhópur til söfnunar á KEX Hostel þar sem kastljósinu er varpað til Gaza og hörmunganna sem dynja þar yfir. Það er alltaf verst þegar hörmungar af manna völdum bitna á þeim sem minna mega sín – börnunum. Á Facebook skrifar hópurinn á viðburðarsíðu sinni….

„Við erum stór vinkonuhópur sem langar til að láta gott af okkur leiða. Eftir að hafa heyrt og lesið fjöldan allan af fréttum um átökin á Gaza svæðinu, heyrt af gríðarlegum fjölda sem hefur týnt lífi sínu og þá sérstaklega fjölda látinna barna, ákváðum við að leggja okkar af mörkum og nýta þennan stóra hóp til að hjálpa - margt smátt gerir eitt stórt! “

„Við höfðum samband við Rauða krossinn og hann taldi að best væri að safna pening sem myndi renna óskiptur í hjálpastarf þeirra á svæðinu og þá helst til barnanna sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum.“

10300964_10152639198872112_3518902112948970927_n

Uppákomurnar á sunnudaginn verða margs konar en þar ber kannski helst að nefna að Reykjavíkurdætur stíga á stokk klukkan 15:30 en atriðin fara fram utandyra líklegast á pallinum fyrir aftan Kex. Þarna verður hægt að styrkja með því að kaupa vörur ár markaðnum, kaupa veitingar eða happdrættismiða og svo er að sjálfsögðu tekið við frjálsum framlögum.

rkn. 0140-05-071350 og kt. 081288-2839

Ég hvet ykkur til að mæta og styrkja þetta verðuga málefni – grípið tækifærið!

EH

Náðu lúkkinu hennar Leighton

AuguFræga FólkiðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu LúkkinuStjörnurnar

Ein af best förðuðustu skvísunum í stjörnuheiminum er án efa hún Leighton Meester vinkona mín. Ég heillast alla vega yfirleitt af förðununum hennar og ég get setið tímunum saman á Pinterest og stúderað farðanirnar hennar. Mögulega vegna þess að við erum með svipað litarhaft og því get ég vel nýtt sömu aðferðir og hún.

Ég rakst á þessa mynd af leikkonunni á einum rúnti um heima Pinterest og fannst hún tilvalin í „náðu lúkkinu“ liðinn. Ótrúlega sumarleg og skemmtileg kvöldförðun sem er svona passlega mikil og elegant.

0539da6fbffaca6c038dfe72b67c927d

Byrjið á því að nota létt rakakrem, krem sem er ekki of feitt heldur frekar gelkennt og þannig að það fer fljótt inní húðina. Ef þið skoðið áferðina á húðinni hennar þá er hún mjög létt og náttúruleg. Ef kremin sem þið notið eru mjög þykk þá geta þau blandast saman við farðann ykkar sem getur gert hann kökukenndari.

Eftir að kremið hefur þornað berið ykkar uppáhalds CC krem yfir andlitið. Ef þið skoðið litarhaft húðarinnar hennar þá er það gjörsamlega fullkomið og birtan í kringum leikkonuna endurkastast fallega af húðinni hennar. Þessi birtutækni einkennir mun frekar CC krem heldur en BB krem.

Notið léttan ljómapenna til að lýsa upp svæðið undir augunum uppað gagnauganu, í kringum nefið, meðfram nefbroddinum og upp á ennið. Blandið formúlunni saman við CC kremið ykkar til að jafna úr áferðinni. Dustið léttu púðri yfir andlitið alls ekki mikið bara rétt svo til að matta aðeins húðina.

Áður en þið fullkomnið áfeðr húðarinnar snúið ykkur þá að augunum.

Setji svartan eyelinerblýant meðfram efri augnhárunum og dreifið létt úr línunni – ekki dreifa úr henni yfir allt augnlokið mýkið einfaldlega bara línuna ekkert meira. Ef þið skoðið myndina og augun hennar sjáið þið að línan undir augnskugganum er frekar afmörkuð. Haldið henni svona eins og vel og þið getið.

Takið næst taupe brúnan mattan augnskugga (frábær litur er t.d. einn af mono skuggunum frá Maybelline) og berið yfir allt augnlokið og myndið hringlaga skyggingu yfir allt augnlokið. Reynið að hafa áferðina í skugganum alveg jafna og ekki vera að fara mikið með augnskuggan fyrir ofan globuslínuna. Þetta er bara akkurat svona skygging sem á að vera á augnlokinu ekki annars staðar.

Gerið eins meðfram neðri augnhárunum og setjið loks svarta eyelinerinn inní augun í vatsnlínuna – allan hringinn. Veljið ykkur góðan þykkingamaskara með extra svartri formúlu til að gera augun svona seyðandi og dramatísk.

Greiðið vel úr augabrúnunum og mótið þær á náttúrulegan hátt með léttum púðurlit. Notið lit sem er eins nálægt ykkar augabrúnalit. Notið svo t.d. glært gel til að festa hárin í augabrúnunum svo hárin haldist á sínum stað.

Snúið ykkur nú að áferð húðarinnar og fullkomnið hana með því að dúmpa léttum fljótandi farða yfir þau svæði sem þið viljið að fái aðeins að ljóma eins og ofan á kinnbeinin, ennið, nefið og hökuna – svona þessi svæði sem standa út.

Notið matt sólarpúður til að skyggja andlitið og styrkja aðeins uppbyggingu andlitsins ykkar.

Veljið flottan ljósan gloss sem gefur vörunum sterkan lit og þétta áferð.

Svona fallegur brúnn litur ætti að henta sem flestum og brúnn fer öllum augnlitum svo ekki hika við að prófa þetta lúkk ef ykkur finnst það flott. Ég þarf alla vega að leika eftir þessari við fyrsta tækifæri – s.s. eftir flutninga… ;)

Eigið góða helgi kæru lesendur!

EH

Nýtt í skóskápnum

FallegtFarðarFW2014Lífið MittNýtt í FataskápnumStíllTrend

Þá eru fyrstu skórnir sem eru eyrnamerktir fyrir haustið mættir í skóskápinn. Ég losaði mig við slatta af skóm núna fyrir stuttu vegna flutninganna og mér líður hálfpartinn eins og ég eigi enga skó – nýlega tapaði ég líka þremur nike skópörum í smá slysi sem er ekki alveg vert að fara nánar útí :(

Þegar ég sá þessa fallegu skó þá vissi ég strax að ég yrði bara að eignast þá – liturinn og áferðin í honum heillaði mest og ég held að þessi litur komi sterkur inn í fataskápinn minn fyrir haustið…

biancorauðir2 biancorauðir3 biancorauðir4 biancorauðir5

Skórnir eru úr nýjustu sendingu Bianco en ásamt þessum sem ég fékk mér komu líka aðrir skór svona aðeins meira grunge legir og með háum hæl í þessum lit. Ég hlakka til að spóka mig um í þeim sem fyrst og mýkja þá til fyrir haustið. Skórnir eru dáldið eins og þeir séu lakkaðir og áferðin glansandi og falleg. Með skónnum fékk ég efni til að verja þá en þó skór séu úr gerviefni er mikilvægt að passa uppá þá svo þeir haldist einmitt svona fallegir áfram. Ég get stundum verið algjör skóböðull en hún Elísabet mín í Bianco hefur tekið mig rækilega í gegn og kennt mér að hugsa vel um skónna mína:)

Fyrir áhugasamar þá kosta þessir fínu skór 14990kr og það eru ekki mörg pör eftir!

Maður getur alltaf á sig skóm bætt – ekki satt?

EH

p.s. ásamt þessum fallegu vínrauðu skóm réðst líka svart naglalakk í safnið í gær sem ég held að verði líka eitt af aðaltrendum haustsins míns!

Fyrsti skóladagurinn #ATFsmáralind

Lífið Mitt

Ég elska haustin! Ég vann alltaf í fatabúðum og það var alltaf kærkomin breyting þegar útsölurnar kláruðust og nýju haustvörurar komu. Ég hef einhvern vegin alltaf verið hrifnari af haustflíkum og því er ég svo spennt fyrir því að allar fallegu haustvörurnar eru nú að fylla verslanir hér á höfuðborgarsvæðinu – það gerist nú líka alltaf í tæka tíð fyrir skólasetningar.

Í tilefni þessa langar okkur á Trendnet að plata ykkur til að deila með okkur myndum af fyrstu skólaárunum ykkar…

3292_1094984829127_3360048_n

Hér sjáið þið mig að morgni fyrsta skóladagsins. Ég var í Hvassaleitisskóla og byrjaði þar haustið 1995 þá tæplega 6 ára gömul. Ég man eftir þessum degi eins og hann hafði gerst í gær. Ég man ótrúlega vel eftir þessum dásamlegu 90′s flíkum sem móðir mín valdi fyrir mig og ég gekk stolt inní skólann með flottu bleiku skólatöskuna mína sem var skreytt með dansandi fílum. Litli sæti bróðir minn fékk svo að fylgja mér í skólann þennan morguninn – enda mjög stór dagur í lífi hvers barns og það lá við að fjölskyldunni væri boðið í veislu til að fagna þessum áfanga með mér. Það er alltaf stór áfangi í lífi hvers einstaklings að byrja í skóla og þvílík forréttindi sem við erum með hér á Íslandi að fá að ganga í skóla og læra um allt á milli himins og jarðar!

Nú fyllast búðir af skólavörum, bókum, skriffærum, töskum og auðvitað fötum og það er alltaf gaman að taka þátt í því – það eru nú reyndar komin 5 ár síðan ég var í skóla en þetta er alltaf ákveðin hefð á hverju ári þegar skólarnir byrja að fara og versla fyrir þá.

Í ár ætlum við á Trendnet í samstarfi við Smáralind að biðja ykkur um að merkja ykkar fyrstu skólamyndir á Instagram með #ATFsmáralind – grafið upp gamlar og skemmtilegar myndir og deilið þeim með okkur. Nú tökum við Throw back Thursday þemað á næsta level en ATF stendur auðvitað fyrir Aftur Til Fortíðar. Til að gera þetta enn einfaldara þá þurfið þið bara að fylgja eftirfarandi skrefum:

1. Finndu mynd af þér frá fyrstu skólaárum þínum

2. Settu hana á Instagram og merktu hana #ATFsmáralind

og þá ertu kominn í pottinn!

Þann 22. ágúst munum við á Trendnet velja uppáhalds myndina okkar og gefa eiganda hennar 30.000kr gjafabréf í Smáralind sem getur nýst til að kaupa það sem þarf að kaupa fyrir komandi skólaár. Allar myndirnar sem verða merktar með #ATFsmáralind eiga síðan möguleika á stóra vinningnum, 60.000kr gjafabréfi sem dregið verður út þann 25. ágúst.

Ég hlakka til að fylgjast með myndunum ykkar en munið að þið verðið að vera með Instagramið ykkar opið til að við og Smáralind getum séð myndirnar ykkar :)

EH

 

Topp 10: CC krem

CC KremÉg Mæli MeðFallegtHúðMakeup ArtistMakeup TipsSnyrtibuddan mínSS14

Þá er komið að því að birta topp 10 lista fyrir uppáhalds CC kremin mín!

Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá stendur CC fyrir Color Correcting eða Litaleiðrétting. Hugsunin með kremunum er að þau fullkomni litarhaft húðarinnar og eyði einkennum eins og roða, þreytu og litablettum. CC kremunum hefur fjölgað hér á Íslandi á mjög stuttum tíma og það eru fleiri væntanleg á næstunni. CC kremin hefur mér fundist fullkomin til að vera með á húðinni í sumar og ég hef lítið annað notað en einmitt CC krem. Mér finnst þau bara gera áferð húðarinnar svo fallegt og þau eru flest mun léttari en t.d. BB kremin og eiga því betur við á heitum sumardögum eins og hafa verið síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu.

CC kremin ber ég helst á húðina með uppáhalds förðunarsvampinum mínum frá Real Techniques. Svampurinn hentar ótrúlega vel til að bera kremin á og áferðin verður alveg eins og hún á að vera samkvæmt lýsingum kremanna. CC krem og RT svampurinn eru mitt sumarduo ;)

En að listanum – eins og áður byrjum við á 10. sæti og vinnum okkur upp…cckrem103 cckrem102 cckrem10Ég vaknaði upp við vondan draum áðan þegar ég uppgötvaði að eitt mikilvægt krem vantaði á listann! Svona er þetta þegar maður er að prófa alltof mikið af snyrtivörum á stuttum tíma og maður ruglar þeim saman. Kremið sem þið sjáið hér fyrir neðan á svo sannarlega skilið að vera á þessum lista og það ofarlega – ef þið viljið krem sem gefur þétta áferð, gefur húðinni orkubúst og gerir hana smám saman áferðafallegri eftir því sem þið notið það meira þá ættuð þið að skoða Skin Best kremið undireins ;)cckrem105cckrem104

Kremin sem eru í topp 3 sætunum deila eiginlega í mínum huga toppsætinu. Þau henta öll minni húð fullkomlega og eiga fast sæti í snyrtibuddunni minni.

Þetta er minn topp 10 listi sem ég met útfrá minni húð. Það er hins vegar annað krem sem á heima á listanum en það hentar minni húð engan vegin. Ég á ekki við nein vandamál með roða að stríða í húðinni minni. Hins vegar fæ ég ótrúlega mikið af spurningum um hvaða CC krem hentar konum með rósaroða best. Ég bý svo vel að að eiga eina vinkonu sem er með rósaroða og ég afla mér oft upplýsinga frá henni um hvaða vörur henta hennar húð best. Hún og margar fleiri konur elska græna CC kremið frá L’Oreal. Græni liturinn vinnur á móti rauða litnum í húðinni og gerir hann ósýnilegan – ef þið eruð með leiðilegan roða í húðinni og viljið losna við hann þá mæli ég eindregið með því að þið kíkið á það. Kremið er líka á góðu verði svo það er þess virði að prófa.

Lofa fleiri topp 10 litstum í framtíðinni en nú þegar er kominn topp 10 listi yfir uppáhalds BB kremin mín – mögulega þarf ég samt að fara að endurnýja hann þar sem snyrtivörumerki eru ennþá á fullu í að koma með góð bb krem á markaðinn!

EH

Konan á bakvið merkið: Linda hjá Pastelpaper

Ég Mæli MeðFarðarFyrir HeimiliðLífið MittTinni

Þessa dagana geri ég lítið annað en að raða inní nýju íbúðina okkar í huganum. Stærsta breytingin okkar fjölskyldunnar verður án efa sú að nú fær Tinni Snær sitt eigið herbergi sem gerir það af verkum að ég fæ í fyrsta sinn að innrétta sérstakt herbergi fyrir soninn. Ég hef nú þegar sagt ykkur frá plönum mínum um stafaborðann sem verður hengdur upp og notaður til að skrifa setningar úr uppáhalds teiknimyndum sonarsins. Setningar á borð við – Útfyrir endimörk alheimsins (Toy Story) og Viltu koma að gera snjókall (frozen). Ég er mjög spennt fyrir því en verst að stafaborðinn er uppseldur hjá petit.is í augnablikinu :)

Nú hef ég komið auga á næsta grip sem verður inní herberginu hans. Mig langar rosalega að gera einhvers konar myndavegg inní herberginu hans. Þar sem verða myndir af honum, kisunni okkar Míu sem við þurftum að kveðja eftir 5 ár fyr í vikunni, af fjölskyldunni og skemmtilegar teikningar af dýrum. Við eigum nú þegar mynd af ljóni og gírafa og nú langar mig að bæta höfrungakálfi í safnið.

Pastelpaperpetitdeerwhale

Ég er búin að vera að dást að þessum fallegu myndum úr nýju Baby North línunni frá Pastelpaper sem fer í sölu hjá Petit.is á morgun. Ég er svo sannarlega sammáa Svönu okkar á Svartáhvítu þessi krútt bræða mig líka!

PastelpaperPolar

Ég fékk að senda nokkrar spurningar á hana Lindu sem er konan á bakvið Pastelpaper. Mig langaði að forvitnast aðeins um hana og fékk því hugmynd að nýjum föstum lið á síðunni til að kynna ykkur fyrir flottum konum sem eru að gera æðislega hluti sem er tilvalið til að vekja athygli á! Ég elska þegar fólk tekur málin í sínar eigin hendur og skapar eitthvað nýtt fyrir sig og aðra til að njóta.

„Á bak við merki Pastelpaper er Linda Jóhannsdóttir, ástríða hennar fyrir litum, teikningu, textíl og innanhúshönnun er ástæðan fyrir því að hún einn kaldan dag á Íslandi sofnaði Pastelpaper. Linda útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands vorið 2013. Hún á 2 stráka (Ísak 6 ára og Nóel 10 mánaða), kærasta og býr í hlíðunum, elskar innanhús hönnun, illustrations, diy, pastel, prjón, plöntur og popp.“

PastelPaperLinda

Hvernig kom til að þú ákvaðst að gera barnalínu?

Verandi mamma er ég altaf að leita af einhverju fallegu fyrir herbergin hjá strákunum mínum, og fólk var oft að biðja mig um barnamyndir. Svo kynntist ég Linnea sem langaði vera með Pastelpaper myndir til sölu í yndislegu búðini sinni Petit. Þannig fæddist Baby North, sem er alveg ný barna illustration lína <3

Hver er þín uppáhalds mynd úr nýju barnalínunni?

Þær verða eiginlega eins og börnin manns, ekki hægt að gera uppá milli.

Er eitthvað spennandi verkefni framundan hjá þér – eitthvað sem er næst á dagskrá?

Það er margt spennandi í bígerð en ekkert sem hægt er að segja frá alveg strax ;)

Pastelpaperpetitdeerwhale

Ég verð að segja að ég heillaðist samstundis af höfrungakálfinum mér finnst hann svo krúttlegur og litirnir í honum svo bjartir og fallegir. Svo ég er búin að velja höfrung í ljósa rammanum inní herbergið hans Tinna. Á morgun fara myndirnar í sölu eins og fyr segir í vefversluninni petit.is þær eru í stærð A3 og munu kosta 7900kr. Ég er sannfærð um að þetta verður líka svona mynd sem Tinni Snær mun vilja fá fyrir sín börn í framtíðinni – þetta eru svo tímalausar og fallegar teikningar sem fegra öll barnaherbergi.

Til hamingju Linda með þessar fallegu teikningar og til hamingju Linnea með að fá að selja þessar fallegu myndir í búðinni þinni – Petit.is. Ég hlakka til að sjá hver viðbrögðin við teikningunum verða.

En nú vitið þið að ég held mest uppá höfrunginn af þessum teikningum svo mig langar að forvitnast hvaða dýr þið mynduð hengja uppá vegg í barnaherbergi á ykkar heimili?

EH