Annað Dress: sólskin og sandalar

Annað DressBiancoFashionLífið MittNýtt í FataskápnumSS15Vero Moda

Ég veit ekki með ykkur en ég er að njóta þessa yndislega veðurs í botn! Ég ákvað að eiga alveg svakalega rólegan dag í dag. Taka mér frí frá öllu og bara njóta þess í einn dag að vera ég. Svo sóttum við bara Tinna Snæ snemma og skelltum okkur í sund sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni þessa dagana. Ólétta mamman nýtur þess að sitja í heita pottinum í Laugardalnum á meðan feðgarnir djöflast í sundlauginni – alveg æðislegt.

Veðrið í dag var náttúrulega alveg einstakt og mig langaði að sýna ykkur dress dagsins en körfuboltakúlan tók sig sérstaklega vel út í því þó ég segi sjálf frá…

annaðdresssól7

Kjóll: Vero Moda, þessi var ást við fyrstu sýn! Um leið og ég sá mynd af þessum vissi ég að hann yrði að vera minn. Svo þegar ég sá hann þá hugsaði ég strax vá hvað kúlan verður ábyggilega flott í þessum. Efnið er algjört svona teygjuefni svo kjóllinn leggst alveg þétt upp við líkamann og mótar kúluna svona virkilega fallega. Körfuboltinn fær að njóta sín í botn þarna, mér finnst líka mjög skemtilegt hvernig það kemur svona smá breyting í áferðinni á efninu um miðjan kjólinn sem dregur athyglina að kúlunni. Kjóllinn verður auðvitað líka flottur þegar barnið kemur í fangið á mér og kúlan fer en þá mótar áferðin líkamann á fallegan hátt. Þessi kom í ljósgráu og svörtu og hann er með ermar sem ná svona eiginlega að olnbogum. Þó hann líti kannski út fyrir að vera svakalega þröngur þá er hann það alls ekki efnið er mjög mjúkt og mér líður alveg svakalega vel í þessum.

Peysa/kimono: Vero Moda, ég veit hreinlega ekkert hvað ég á að kalla þessa flík en þetta er svona sirka einhvers konar lýsing á flíkinni. Ég kíkti aðeins inní Vero Moda í Smáralind í dag bara til að sjá restina af nýju sendingunni sem var ekki komin upp þegar ég var inní búð að merchandise-a. En ég prófaði þessa og vá ég heillaðist strax. Frábært að eiga eins svona flotta lausa peysu til að henda yfir sig í sumar. Þessi er líka ábyggilega flott í sumarfríið til að henda yfir sig í bikiníi á ströndinni. Peysan kom í dökkbláu og hvítu, báðir litirnir eru æði en ég var í sóskinsskapi og ákvað að kaupa þessa hvítu. Ég er alveg svakalega lukkuleg með þessa hún er svo létt og áferðafalleg…

annaðdresssól2

Sandalar: Bianco, ég er að dýrka þetta yndislega veður og ég bara elska að skella mér í fallega sandala en ég er búin að næla mér í þrjú æðisleg pör úr nýjustu sendingu Bianco. Þessar gersemar eru til í svörtu og hvítu, hvíti liturinn heillaði mig uppúr skónnum og beint í þessa um leið og ég sá þá. Mér fannst þeir svo sumarlegir og gaman að eiga ekki bara svarta til að vera í í sumar. Svo er hvíti liturinn þannig að maður virðist miklu brúnni í hvítu en svörtu svo það skemmir auðvitað ekki fyrir. Á tásunum er ég svo enn með hinn yndislega lit Lapiz of Luxury frá Essie, ég er búin að vera með þennan á tánum í viku núna, svakalega góð ending verð ég að segja.

annaðdresssól4

Kúlan: 28 vikur á morgun, þessi fallegi körfubolti er á fullu allan daginn. Fygljan mín liggur hátt uppi og er staðsett fyrir aftan legvegginn sem þýðir að ég finn fyrir öllu. Ég er farin að geta nánast sagt til um hvernig barnið liggur og það er ábyggilega ekki langt í að ég sjái fætur og hendur koma út úr maganum á mér. Það er eiginlega bara fátt sem er jafn yndislegt og að finna fyrir barninu sínu vaxa og dafna. Best er þó þegar strákurinn okkar kemur og knúsar litla barnið og kemur sér fyrir ofan á kúlunni til að kúra með litla barni – það er langbest!

annaðdresssól6

Leggings: Fix It frá Vero Moda, mér til mikillar skelfingar fann ég engar leggings buxur inní skáp hjá mér þegar ég var að klæða mig í morgun, alveg hrikalegt. En ég fór bara í sokkabuxur og svo þegar ég var komin inní Vero Moda þá leit ég a Fix It leggings buxunum sem eru meðal vinsælustu flíkanna í búðinni en ég hef aldrei átt svoleiðis. Þessar eru dáldið veglegar en þær hafa mótandi áhrif á líkamann sem gerir vöktinn minn líka enn flottari í kjólnum. Hann mótar rassinn og gerir hann svona aðeins meira kúlulaga. Strengurinn er breiður og nær vel upp yfir mitti en ég tek þær upp að aftan en kem þeim fyrir aðeins fyrir neðan kúluna sem hjálpar líka til við að móta kúluna svona svakalega vel. Þessar eru mjög þekjandi og góðar – fyrstu kynni mín af þeim í dag eru alla vega góð og við skulum segja að ég skilji vinsældirnar ;)

annaðdresssól

Förðunin: Náttúruleg dagförðun með vörum frá hinum ýmsu merkjum eins og Chanel, Bobbi Brown, Maybelline og Make Up Store svo eitthvað sé nefnt. Ef þið hafið hraðar hendur getið þið séð sýnikennsluvideo með lúkkinu inná snapchat rásinni minni ernahrundrfj :)

annaðdresssól3

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Mér finnst alveg ótrúlegt að hugsa til þess að ég eigi bara tæpa þrjá mánuði eftir bara þrír mánuðir til stefnu til að njóta. Ég hef verið svo einstaklega heppin að fá að ganga með tvö börn og ég ætla að njót þessarar meðgöngu frá til síðasta dags…!

Ég vona að þið eigið góða helgi mín kæru og ég vona að við fáum svona dásamlegt veður ég alla vega krosslegg fingur og sendi jákæða strauma í átt til veðurguðanna.

Fyrir hinar bumburnar þarna úti þá mæli ég alveg rosalega mikið með þessum kjól – ég er í alvörunni hugfangin af kúlunni í kjólnum mér fannst ég ekki svona svakalega glæsileg ólétt kona alla vega ekki eins og þessi sem ég horfi á á myndunum hér fyrir ofan :)

EH

Náttúrulegt með nýjungum…

Bobbi BrownÉg Mæli MeðLífið MittNýjungar í Makeup-iNýtt í SnyrtibuddunniSS15

Ég var að fá tvær alveg æðislegar nýjungar frá Bobbi Brown sem mig langaði að sýna ykkur, þessar eru mjög klassískar og eru nú strax komnar inní dagförðunar rútínuna mína. Endilega ef ykkur langar að sjá hvernig ég mála mig þessa dagana þá finnið þið einföld sýnikennsluvideo í dag inná snapchat rásinni minni ernahrundrfj ;)

En það er reyndar bara önnur nýjungin sem er komin í búðir og hún er fyrir augabrúnirnar. Mótunarpúðrin eru væntanleg í næstu viku en þau eru partur af sumarlúkkinu frá Bobbi Brown – Sandy Nudes, svo ég ætla að segja ykkur betur frá því þegar þar að kemur þó þið sjáið vöruna reyndar hér fyrir neðan ;)

natural3

Hér er dagförðunin mín, á venjulegum degi er það léttur fljótandi farði eða litað stafrófskrem með góðri sólarvörn, fljótandi hyljari, contour púður, kinnalitur, highlighter, maskari, varasalvi og smá í augabrúnirnar en ég ætla einmitt að sýna ykkur smá skref fyrir skref myndir fyrir þær…

natural21

Ég elska svona basic vörur frá Bobbi Brown – ég hef ósjaldan sagt að hún sé ókrýnd drottning grunnförðunarvara og alltaf sannar hún það fyrir mér aftur og aftur!

Hér fyrir ofan sjáið þið Face & Body Bronzing Duo í litunum Antigua og Golden Light, ég nota brúna litinn í skyggingar og plómulitinn í kinnarnar. Ég er með þessa liti í förðuninni á myndunum í færslunni.

Svo er það Perfectly Defined Long-Wear Brow Pencil í litnum Saddle. Varan er tvöföld í öðrum endanum er liturinn og hinum megin er svona hrein augabrúnagreiða…

natural18

Það sem ég kann helst að meta við vöruhönnunina er lögunin á litnum sjálfum. Með svona skáskornum oddi er ekkert mál að móta augabrúnirnar, ramma þær inn og ná að þétta lit þeirra með léttum strokum. Liturinn fer auðveldlega og jafnt á augabrúnirnar. Mér finnst nefinilega stundum eins og maður þurfi að þrýsta litum svo fast í augabrúnirnar og þá verða línurnar svo skarpar en þessi formúla er rosalega mjúk og púðurkennd svo áferðin verður miklu náttúrulegri.

Eins og ég hef svo oft sagt þá er ég ekki mikið fyrir ofa mótaðar augabrúnir og ég helst fylli bara svona aðeins inní mínar eigin. Ég lagði plokkaranum nú fyrir ári síðan og í dag elska ég augabrúnirnar mína útaf lífinu þær eru svo glæsilegar og mér þykir voða gaman hvað ég fæ mikið af hrósum fyrir þær. Mínar eru kannski ekki allra en ég elska þær og það er það sem skiptir mestu máli að okkur líði vel í okkar eigin skinni…

natural11

Svona eru mínar alveg náttúrulegar, ég hef aldrei litað þær og eins og ég segi hér fyrir ofan þá eru þessar aldrei plokkaðar þessa dagana. En þegar mér finnst tilefni til þá móta ég þær aðeins og fylli inní þær bara til að þétta þær smá…

Ég vel mér lit sem tónar við litinn á augabrúnunum mínum, ég vel mér alltaf kaldan lit því mér finnst hann hæfa mínu litarhafti betur, yfirleitt er mælt með því að dökkhærðar konur velji sér kaldan lit og ljóshærðar hlýjan lit. En það er alltaf um að gera að prófa litina og velja það sem ykkur þykir fara ykkar litarhafti betur. Saddle sem er liturinn minn í þessum blýanti er með örlítið gráan undirtín sem hentar mér mjög vel því hann tónar við minn eigin lit. Plís ekki velja ykkur of dökkan lit reynið að hafa hann sem mest eins og ykkar eigin. Augabrúnir breyta svo miklu varðandi okkar eigin andlitsdrætti og vitlaus litur t.d. of dökkur getur gert okkur grimmar í framan en það viljum við nú ekki. Hér sjáið þið hvernig ég geri þetta með nýja litnum frá Bobbi Brown.

natural10

Ég byrja alltaf á því að ákveða hvar þær eiga að enda og móta alveg fremst í augabrúnunum. Í raun finnst mér ég mest þurfa á því að halda að þétta þær aðeins þarna fremst, af því þau vaxa upp hárin alveg fremst í augabrúnunum þá verða þau dáldið svona útum allt og ekki alveg þétt svo þá finnst mér gott að fylla aðeins þar inní. Ég nota oddinn á blýantinum og strýk honum létt eftir húðinni, svo set ég hann aðeins yfir hárin þarna fremst með mjög léttum strokum til að fá ekki of mikinn lit á húðina svo ég nái að halda þeim náttúrulegum. Ég strýk svo smá lit bara yfir augabrúnirnar þar sem þær eru þéttastar til að liturinn tóni saman yfir allar brúnirnar. Svo laga ég þær aðeins þarna í endann sem þið sjáið ef þið berið saman myndirnar tvær hér fyrir ofan.

natural7
Næst nudda ég litinn og geri áferð hans mýkri, stundum nota ég fingruna, stundum nota ég Real Techniques augabrúnapensil og stundum nota ég eyrnapinna. Hér notaði ég fingurna. Ég er í raun bara að mýkja litinn og nudda hann létt fram og til baka svo það sé engin skörp áferð neins staðar yfir brúninni.

natural5

Lokatouchið er svo bara að greiða yfir hárin með greiðunni hinum megin á litnum til að jafna brúnirnar. Hér væri líka hægt að setja kannski augabrúnagel til að festa hárin í sínum sporum en ég gerði það ekki.

natural2

Svona vil ég helst vera alltaf. Ég mála mig reyndar mjög sjaldan en mér þykir það þó alveg gaman svona þegar ég nenni því. Hér eru augabrúnirnar mínar í fókus sem þær eru nú reyndar oftast þar sem þær eru mjög áberandi vegna þykktarinnar ;)

Ég get alla vega sagt að ég mæli algjörlega með nýja litnum frá Bobbi Brown en hann er til í fullt af litum og hann er bara svakalega auðveldur í notkun.

Njótið dagsins – coming up er ný dressfærsla þar sem kúlan sem er að verða 28 vikna á morgun fær svo sannarlega að njóta sín!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Hjördís Ásta sér um lúkkið hennar Maríu Ólafs

BaksviðsMACMakeup Artist

Hér í þessari færslu fæ ég að sameina tvö eldheit áhugamál – eurovison og förðun! Ég veit ekki með ykkur en ég er að springga úr spenningi fyrir keppninni í kvöld og mig langar að hita aðeins upp með því að segja ykkur frá lúkkinu hennar Maríu Ólafs í kvöld en það er hæfileikasprengjan hún Hjördís Ásta sem sér um lúkkið í ár.

11281908_10153306607278151_1369333276_n

Hér sjáið þið dömuna full græjaða og hlaðna af alls kyns vörum sem allar eru jú nauðsynlegar þegar þú farðar aðalstjörnu keppninnar sem er að sjálfsögðu hún María okkar Íslands. Hjördís Ásta er að mínu mati ein sú allra hæfileikaríkasta þegar kemur að förðun. Um leið og ég heyrði að hún sæi um lúkkið vissi ég að María væri í frábærum höndum. Hjördísi ættuð þið nú að kannast við héðan af blogginu en ég hef áður fengið hana til að svara nokkrum spurningum fyrir bloggið HÉR.

11215071_969229003098079_8202690794587289082_n

Ég er búin að vera að fylgjast vel með verkum Hjördísar úti í Vínarborg og hún er að slá í gegn finnst mér. Hún Hjördís er ótrúlega klár, hún er fljót í því sem hún gerir en hún gerir allt óðaðfinnalega. Ég elska það að hún sé sjálflærð hún er bara með þetta í sér og það er svakalega gaman að fylgjast með henni vinna. Ég get sagt það að fyrir mitt leiti er ég alveg jafn spennt að sjá förðunina hennar í sjónvarpinu í kvöld eins og ég er fyrir flutningi Maríu.

Hvert er þitt hlutverk í Eurovision í ár?

Ég sé um hárið og förðunina á henni Maríu okkar.

Geturðu sagt okkur frá áherslum í förðun Maríu?

Eins og alltaf legg mikla áherslu á að húðin sé sem fallegust og að hennar náttúrulega fegurð njóti sín sem best. María er líka með ótrúlega falleg augu sem ég lagði einnig mikla áherslu á að draga fram.

11263135_969807463040233_955919711222163830_n

Var einhver fyrirmynd fyrir förðunina?

Í rauninni ekki. Ég sankaði að mér sem mestum upplýsingum um atriðið í heild sinni og fékk þá frekar skýra mynd í kollinn hvernig ég sæi þetta fyrir mér. Síðan hefur lookið þróast með hverri æfingu en eins og staðan er núna þá er ég búin að negla það niður og bíð spennt eftir kvöldinu.

11150837_968707586483554_4750666907148107468_n
Hverjar eru lykilvörurnar í lúkkinu hennar Maríu?

Lykilvörurnar fyrir hárið myndi ég segja að væru ROD4 krullujárnið frá HH Simonsen, Hold and Gloss spreyið og Brunette Resurrection Style Dustið frá label.m. Fyrir förðunina er það svo Pro Longwear Lipcolor sem heitir Unchanging, Something Special kremkinnalitur, Tan pigmentið og Groundwork Paint Pot frá MAC.

11265115_968312003189779_1641787797975098944_n

Hvaðan kom hugmyndin með gylltu fæturnar, máttu segja okkur aðeins hver pælingin með þá er?

Sunna Dögg, búningahönnuðurinn og stílisti, kom til mín með þessa hugmynd sem við ákváðum að kýla á að prufa. Gyllingin tengist inn í grafíkina á sviðinu og kom rosalega vel út. Síðan bættum við glimmeri sem eykur víddina og áferðina ennþá meira.

11295713_969202613100718_2733520146830691658_n

Hvernig er svo að fá að taka þátt í eurovision?

Eurovision er ekkert annað en eitt stórt ævintýri og algjör snilld. Þetta er svo miklu stærra en nokkur gæti mögulega lýst fyrir þér og ég er rosalega þakklát fyrir að fá að vera í þessu frábæra teymi. Við náum öll mjög vel saman og allir vinna hörðum höndum að því að gera atriðið okkar sem allra flottast. Síðan er líka alltaf stutt í grínið sem skemmir aldrei fyrir!

11218923_970902656264047_1412238048219378984_n

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alveg mjög gaman að vita aðeins meira um lúkkið hennar Maríu Ólafs fyrir kvöldið fá svona smá inside upplýsingar.

Að lokum vona ég svo að allir sendi jákvæða strauma til yndislega flotta hópsins okkar í Vín þau eiga eftir að gera okkur ofurstolt og ég held við eigum frábæran séns á því að slá í gegn í þessari keppni. Ég er ein þeirra sem segi hiklaust að við séum að fara að vinna þetta, einhver tíman verðum við nú að vinna og ég held að María Ólafs yrði vel að sigrinum komin!

Áfram Ísland!

EH

Rakabomburnar mínar

BiothermChanelDiorÉg Mæli MeðHúðLífið MittlorealNýtt í SnyrtibuddunniSnyrtivörur

Loksins, loksins, Reykjavík Makeup Journal er farið í prentun og ég er komin með fæturnar niður á jörðina og ég er bara alveg svakalega spennt fyrir útkomu blaðsins sem er í næstu viku :)

En blaðið einkennist af sumri, hlýju og brúðkaupum og ég lagði áherslu á að koma með góð ráð til að næra húðina í sól og hita hvort sem það er hér á Íslandi eða á strönd á Spáni. Það er þó um að gera að draga fram það besta í húðinni fyrir sumarið, náttúrulega glóð hennar og fyllingu og það finnst mér allaf best gert með nokkrum drjúgum rakabombum. Mig langaði að deila með ykkur mínum uppáhalds þessa stundina sem eru fullkomnar fyrir sumarið – þessar losa burt gráa og leiðnlega þreytutóna í húðinni og fylla hana af raka og ljóma!

rakabombur

1. Hydra Beauty Serum frá Chanel: Ég féll fyrir þessu serumi um leið og ég prófaði það fyrst. Í fyrsta lagi eru umbúðirnar alveg ótrúlega fallegar og glasið er glæsilegt uppá snyrtiborði. Í öðru lagi þá finnst mér eins og ég fái bara sannarlega rakabomdu í kerfið hjá mér þegar ég ber þetta á húðina. Formúlan er rík af Camellia Micro-Doplets sem er rakamikið efni sem gefur húðinni mikinn raka og fyllingu.

2. Skin Perfection Eye Cream frá L’Oreal: Ég er fyrir löngu síðan farin að nota augnkrem, ég gæti bara ekki lifað án þeirra inní húðrútínunni minni en að mínu mati eru þetta vörurnar sem vekja það mikilvægasta en það er augnsvæðið – það gefur alltaf upp hvort við séum þreyttar eða ekki. Þetta krem er bara einfalt, algjörlega stútfullt af raka og næringarríkt svo húðin verður svo áferðafalleg og ljómandi. Dökkir baugar og þroti hverfur algjörlega, hér er engin beint virkni en bara mikill raki og mikill ljómi. Augnkrem er síðast í rútínunni minni ég set fyrst serum, svo rakakrem og svo augnkrem.

3. Skin Perfection Anti Tiredness Cream L’Oreal: Þreytubaninn, maður verður sko að eiga einn svona. Hér er á ferðinni ljómandi fallegt litað dagkrem sem er þó ekki beint litað. Það er litlaust en þegar það kemst í snertingu við húðina springa út léttar ljómandi litagnir sem blandast fallega saman við húðina og gerir áferð hennar jafna, ljómandi og náttúrulega. Þetta er t.d. mjög flott eitt og sér í sumar eða sem grunnur undir aðra farða. Passið þetta er ekki primer og ég myndi í raun notað það fyrst, svo primer – til að tryggja það að húðin mín fái raka frá kreminu en primer lokar yfirleitt á það t.d. eins og með farða svo þeir endist betur. Svo ef ég set primer á eftir þessu kremi tryggi ég það að húðin mín fái fullt af raka yfir allan daginn án þess að hún drekki í sig raka úr farðanum mínum.

4. Hydra Beauty Hydration Protection Radiance Mask frá Chanel: Uppáhalds rakamaskinn síðan ég prófaði hann fyrst, það sem ég elska við þennan er hversu léttur hann er svo ef mig vantar t.d. bara rakabúst fyrir húðina þá set ég bara þunnt lag af þessum á húðina fyrir nóttina og leyfi honum bara að vera á. Mér finnst þó best að nota fyrst góðan skrúbb eða hreinsimaska og setja þennan svo á. Hydra Beauty línan frá Chanel er alveg dásamleg en nýjasta varan í snyrtibuddunni frá merkinu er einmitt varanæring úr þessari línu sem ég hlakka til að prófa betur og segja ykkur frá;)

5. Hydra Life Sérum Sorbet frá Dior: Nýjasta varan í snyrtirútínunni minni, þetta er líka alveg nýtt rakaserum inní úrvalið hjá Dior. Ég er búin að vera að nota það í svona viku svo ég get kannski ekki beint sagt nákvæmlega hvað mér finnst eða hver árangurinn er en mér líst svakalega vel á þessa vöru so far. Það er alveg svakalega frískandi að bera þetta á húðina á morgnanna en það er svona létt og köld tilfinning sem húðin fær. Formúla serumsins leitast við að örva rakastig húðarinnar og framleiðslu hennar á náttúrulegum raka.

6. Aquasource rakagel frá Biotherm: Þetta er eitt það allra klassískasta frá Biotherm. Ég kann vel við svona rakagel því þau eru svo kælandi og fara mjög hratt inní húðina. Mér finnst þau alltaf gefa húðinni minni svo ofboðslega frískandi og góðan raka. Ég veit fátt betra en góð kælandi gel á sumrin fyrir húðina – þetta er líka eitt það allra besta til að setja á sig fyrir förðun því gelið er svo þunnt og það fer allt inní húðina og skilur eftir sig slétt og fallegt yfirborð.

7. Hydra Life Créme Sorbet Pro-Jeunesse frá Dior: Eins og serumið er hér um frekar nýlega vöru að ræða, en kremið er ekki alveg nýtt heldur er bara búið að betrumbæta formúlu þess. Ég nota þetta þessa dagana á eftir seruminu og formúla kremsins er alveg svakalega mjúk og þægileg fyrir húðina, kremið er svakalega drjúgt og mér líður svo vel í húðinni eftir að ég hef borið það á mig. Sem manneskja með þurra húð hef ég alltaf verið hrifin af Hydra Life vörunum frá Dior og þessi flotta nýja tvenna er frábær viðbót.

8. Aquasource Cocoon frá Biotherm: Eins og hér fyrir ofan þá er þetta gel sem gefur bara samstundis góðan og jafnan raka. Aðalmunurinn er þó sá að þetta er fyrir þurra húð en hitt fyrir normal/blandaða. Hitt finnst mér mjög basic og gott en þegar ég þarf meiri næringu þá finnst mér frábært að grípa í Cocoon kremið. Gott að hafa það á hreinu að grænt er fyrir normal/blandaða og bleikt fyrir þurra/viðkvæma.

Allt sannarlega frábærir rakagjafar sem henta konum á öllum aldri og öllum húðtýpum – hér ættuð þið allar að geta fundið næringu við ykkar hæfi ég passaði sérstaklega uppá það ;)

En að lokum langar mig að segja frá þeim heppna sem fær dásamlega fallega sumarstellið frá Múmín! Ég dró algjörlega af handahófi…

Screen Shot 2015-05-20 at 2.02.33 PM

Innilega til hamingju Saga! Snabbinn þinn tryggði þér þetta fallega sett fyrir sumarið – sendu mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is svo ég geti sagt þér hvar þú getur nálgast vinninginn.

Sumarkveðjur!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég eða fékk senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit

Trendnet brunch á Apótekinu

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Það er alltaf ljúft að hitta vini sína og svo sannarlega þegar góður matur er í spilinu! Við á Trendnet (sem komumst) hittumst í dýrindis brunch á Apótekinu á síðasta sunnudag og nutum þess að borða svo ótrúlega góðan mat, spjalla, slúðra og hlæja okkur máttlaus. Það eru forréttindi að fá að vera partur af svona stórskemmtilegum hópi sem hittist því miður alltof sjaldan – en þegar við hittumst þá er sko fjör, ég vona alla vega að við höfum ekki truflað mikið fólkið í kringum okkur :)

Apótekið opnaði nýlega niðrí bæ og byrjaði fyrir ekki svo löngu síðan að bjóða uppá brunch matseðil um helgar og bauð okkur á Trendnet að koma og bragða á matnum. Ég og Aðalsteinn fórum reyndar fyrir stuttu síðan líka til að prófa enda mikið brunch áhugafólk og þá eins og núna síðustu helgi fór ég bókstaflega rúllandi út – maturinn er svo góður þarna og allt svo vel útilátið og ég get ekki annað en mælt heils hugar með því að þið sem hafið gaman af góðum brunch skellið ykkur þangað ekki seinna en næstu helgi!

Mig langaði að deila nokkrum myndum með ykkur og sjá hvort ég geti ekki fengið smá vatn til að flæða um munninn ykkar, það kæmi mér alla vega á óvart ef það tækist ekki hjá mér…

apótekið12

Nýkreisti appelsínusafinn er algjört sælgæti!

apótekið11

Matseðillinn er dáldið öðruvísi en á mörgum öðrum stöðum og gaman að fá enn meira úrval í brunch bransann sem ég vil meina að við fjölskyldan höldum uppi…

apótekið10

Eins og síðast valdi ég Morgunmatinn – pulsur, beikon, bakaðar baunir, egg, súrdeigsbrauð og ferskt salat.

apótekið8 apótekið9

Theodóra fékk sér Humar Benný – þennan smakka ég um leið og barnið kemur í heiminn – get ég pantað svona uppá Kvennadeild!

apótekið7

Linnea fékk sér Laxa Benný – hún er nýjasta viðbótin á Trendnet ásamt Evu Laufey og ég persónulega elska bloggin þeirra og mæli með lestri!

apótekið6

Skál!

apótekið5

Eftirréttur er ómissandi – hér eru það pönnukökur..!

apótekið4 apótekið3

Ég fékk mér svo French Toast – sjitt hvað þetta var gott, ég gat ekki einu sinni klárað mitt… mér fannst það ömurlegt :)

apótekið2

Yndislega fólkið mitt…

apótekið

Það var sko mikið um myndatökur á staðnum og enginn gat byrjað að borða fyr en allir voru búnir að taka mynd af mat allra – svona erum við þessir óþolandi bloggarar, Aðalsteinn þolir þetta alla vega ekki í mér við eigum enn eftir að fara eitthvert út að borða þar sem myndavélin kemur ekki við sögu ;)

Takk kærlega fyrir okkur Apótekið – ég kem aftur við fyrsta tækifæri – ég myndi helst vilja skella mér núna í hádeginu…

EH

Annað Dress: LOVE

Annað DressBiancoFashionLífið MittNýtt í FataskápnumSS14Vero Moda

Ég er í einhvers konar veðuruppreisn þessa dagana, ég vil bara fá sandalaveður og þar sem ég hef ekki þolinmæði í að bíða eftir því þá skelli ég mér bara frekar í sandala og vona að þannig komi þetta dásamlega veður sem ég býð eftir. Ég gerði það einmitt í gær þegar ég hélt út til að eiga smá gæðastund með nokkrum af bloggurunum á Trendnet. Þegar ég veit að ég er alla vega ekki mikið að fara að vera úti þá finnst mér ekkert mál að fara bara útí sandölum. Ég er komin með ansi flott safn fyrir sumarið sem ég deili núna smám saman með ykkur, en fyrst er það dress dagsins…

lovedress4

Aftur fallegi og fíni körfuboltinn framan á mér sem stækkar bara og stækkar, ég er eiginlega alveg hætt að geta meirað segja rennt upp buxnaklaufinni á buxunum sem ég passa enn í svo ég fer bara í síða toppa yfir það er ekkert að því :)

lovedress5

Jakki: Vero Moda – Ég greip þennan með mér heim úr vinnunni þegar ég kíkti inní búð á föstudaginn. En ég var að finna á fimmtudagskvöldið að stilla upp fremri hluta búðarinnar. Þessi jakki var að koma fyrir helgi og ég féll samstundis fyrir honum. Sniðið er beint og mjög flott, liturinn er virkilega fallegur og gaman að vera ekki bara alltaf í svörtu en getað nota þennan fína jakka við svo ótalmörg tilefni. Jakkinn kostar 10.900kr fyrir áhugasamar og ég er í stærð 38. Ég vil helst hafa vasa á öllum yfirhöfnunum mínum og þoli ekki þegar þeir eru ekki á sínum stað en á þessum eru djúpir og góðir vasar fyrir allt dótið mitt ;)

Bolur: T by Alexander Wang, Sævar Karl – Þessi hefur reynst mér vel og mun reynast vel á meðgöngunni en ég á hann líka í gráu. Flottir síðir stuttermabolir við buxur sem ég get ekki einu sinni rennt upp!

lovedress

Sandalar: Bianco – Ég er svo ástfangin af þessm fallegu gersemum sem eru nýjir í skóskápnum fyrir sumarið! Metallic sandalar með svona fallegum orðum og verður gaman að spóka sig um í í sumar. Ég  naut þess að vera í þessum í gær þó svo það hafi verið smá vindur, ég fann ekkert fyrir honum því ég var í svo miklu sumarskapi í LOVE sandölunum. Þessir kosta 6990kr í Bianco og ég mæli algjörlega með þeim. En ef ykkur líst á þá þá komu alls ekki mörg pör. Ég er svakalega ánægð með mína en þeir eru með dáldið þykkum botni sem verður gott fyrir mig þegar líður enn meir á meðgönguna.

Naglalakk: Lapiz of Luxury frá Essie, einn af mínum uppáhalds!

lovedress2

Taska: AndreA Boutique, ég var hjá henni Andreu minni í Hafnafirðinum um daginn að kynna Essie naglalökkin hjá henni. Hún var þá að frumsýna nýjustu afurð sína sem er þessi glæsilega taska sem er úr geitleðri. Ég stóðst hana engan vegin og keypti hana og er búin að nota hana alla daga síðan. Ef ég er með stóra tösku þá treð ég endalaust á hana en ég kem öllu sem ég þarf í þessa. Svo skelli ég bara þessari í stærri tösku ef ég þarf meira dót með mér og gríp þessa svo uppúr þegar ég þarf ekki á hinu að halda!

Naglalakk: Mint Candy Apple frá Essie, það eru enn svo margir fallegir litir sem mig langar að vera með á nöglunum frá Essie að ég tými ekki að vera með eins á fingrum og tám ;) Þessi litur er sá allra vinsælasti á Íslandi!

lovedress6

Kúla: 27 vikur! Ég upplifði í fyrsta sinn í gær að mér liði eins og ég þyrfti að halda undir kúluna mína þegar ég rölti um, allt í einu var eins og hún hafði sigið. Ég er dáldið svona að upplifa það núna að þessi meðganga sé bara að liða alltof hratt, en það er samt nóg eftir, alla vega á ég eftir að gera fullt af skemmtilegum hlutum í sumar áður en settur dagur rennur upp.

lovedress3

Hálsmen: Pieces, Vero Moda – Ég keypti þetta líka á sama tíma og jakkann, það er í raun þrefalt og er mjög flott. Það er örlítil kúla efst, svo kemur óskabein og svo fjöður. Menið er til líka silfrað og gyllt en ég hreifst mest af þessu. Pieces er eitt af mínum uppáhalds merkjum inní Bestseller fyrirtækinu og mér þykir fátt skemmtilegra en að stilla upp Pieces vörunum í vinnunni sem er t.d. verk morgundagsins – hlakka til!

Kimono: AndreA Boutique, hér sést svona rétt glitta í glæsilegan kögur kimono frá henni Andreu minni sem ég þarf að sýna ykkur betur síðar. Ég er gjörsamlega sjúk í það sem þessi dama gerir ég get bara lítið af því gert ;)

Vona að vinnuvikan ykkar fari vel af stað, hérna megin ætla ég að klára að fínpússa Reykjavík Makeup Journal sem fer í prentun núna á miðvikudaginn!!! Þetta er sko alltaf jafn spennandi ég lofa og blaðið er það flottasta hingað til ;)

EH

Sumarsett frá Múmín handa þér?

Lífið MittSS15

Um daginn fékk ég alveg yndislega fallega gjöf sem gladdi hjarta mitt mikið – það þarf stundum ekki meira til en einn ofurkrúttlegan múmínálf til að gleðja mig. Ég fékk sumarbollann og skál í stíl frá mínu uppáhalds múmín og nú ætla ég og múmínálfarnir að gleðja einn heppinn lesanda með þessu undurfallega setti sem er fullkomið fyrir sumarið!

Ég hef bara verið að safna múmínnbollum svona stöðugt, ég á svo auk þess þónokkrar skemmtilegar vörur með álfunum en ég á bara eina skál. Nú þegar önnur hefur bæst í safnið langar mig í fleiri helst alveg nóg af þeim til að geta boðið gestum uppá desert í í matarboði. Svo hefði ég ekkert heldur á móti kökudiskum! Úff þetta er slæmt en þetta er bara svo fallegt og það er svo gaman að safna þessu. Svo dauðlangar mig í flotta safakönnu frá moomin fyrir sumarið helst þessa HÉR.

Screen Shot 2015-05-17 at 7.59.10 AM

Hér sjáið þið glæsilega sumarsettið sem gladdi mitt hjarta, í ár heitir sumarbollinn Moment on the Shore. Eins og alltaf er stellið bara framleitt í takmörkuðu upplagi og mér heyrðist um daginn að þessi væri bara að rjúka úr hillunum en ég þekki það ekki alveg sjálf. En hann á að fást á sölustöðum múmín hér á landi eins og í iittala búðinni í Kringlunni, DUKA, Suomi Prkl og hjá Þoresteini Bergmann svo ég nefni einhverja staði.

En hverjum langar í?! – Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt er að…

1. Deilir þessari færslu á Facebook með því að ýta á deila takkann hér fyrir neðan.

2. Skrifar í athugasemd við þessa færslu hver þinn uppáhalds múmín karakter er.

3. Auka en ekki skylda – smella á like takkann á REYKJAVÍK FASHION JOURNAL Á FACEBOOK:)

Ég veit ég hef beðið um þessar upplýsingar áður en mér finnst svo gaman að sjá hverjir eru uppáhalds og afhverju – svona er að vera hugfangin af múmínálfum! Ég dreg svo út sigurvegara á þriðjudaginn.

Gleðilegt múmínsumar***

EH

p.s. ég auglýsi svo enn aftur eftir eiganda rauða Míu bollans sem vann hann hjá mér síðast, hér situr hann og býður enn eftir eigandanum sem þið sjáið hér – vonandi sér hún Hjördís þetta og sendir mér þá línu á ernahrund(hjá)trendnet.is!

Screen-Shot-2015-03-01-at-5.33.08-PM-620x184

Fyrir bumbukrílið til styrktar Líf

BumbiLífið MittTinni

Það verður sko ekki nógu oft sagt að önnur meðgangan er sko allt öðruvísi en sú fyrsta. Á þessum tíma þegar ég gekk með Tinna voru komnar stæður af fatnaði fyrir litla herramanninn og allt útplanað með öll húsgögn og staðsetningar á þeim. Það sama má svo sannarlega ekki segja með þetta kríli en móðirin er svo pollróleg yfir komu næsta barnsins og mér líður svo vel. Ég er í engu stressi og hér er allt til, svo ef barnið er strákur þá er sko alveg allt til og ef barnið er stelpa er nægur tími til að safna fallegu dóti fyrir dömuna.

Ég stóðst þó ekki mátið um daginn þegar ég kíkti við inní Ígló og Indí í Kringlunni um daginn og þar blasti við mér veggur af glæsilegum pandafatnaði úr lífrænum efnum. Fyrir ykkur sem kannski ekki vitið það þá eru pandabirnir í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni. Fyrsta flíkin sem Tinni Snær fór í var einmitt pandasamfella og ég tel líklegt að krílið í kúlunni muni líka nota hana fyrst af öllu. En á veggnum var æðisleg pandasamfella og það besta er að hluti af ágóða við sölu hennar rennur í eitt af mínum uppáhalds styrktarfélögum Líf svo ég keypti hana að sjálfsögðu!

Screen Shot 2015-05-10 at 12.37.22 PM

Ég hef áður náð að safna með ykkar hjálp og gefa í Líf og mér þykir svo dásamlegt að geta gefið til baka og þakkað fyrir mig. Ég get ekki lofað starfsfólki Kvennadeildar Landspítalans nóg og fólkið sem stendur á bakvið Líf vinnur mikilvægt og óeigingjarnt starf sem nýtist svo mörgum.

Þið vitið mörg hver fæðingarsöguna mína, dramatíkina sem ég upplifði og björgunina sem mér fannst ég fá frá konunum uppá deild. Þær eiga allan þann stuðning sem ég get gefið þeim skilið og meira til því ég er hvergi hætt. Einn daginn ef það býðst mun ég kannski fá að taka þátt í starfi styrktarfélagsins Líf og þegar það tækifæri kemur segi ég hátt og snjallt já svo lengi sem tími er til að sinna því af heilum hug.

Að lokum þó það sé ef til vill ekki beint tengt þessari samfellu þá langar mig að skila kveðju til allra ljósmæðranna sem lesa síðuna mína. Ég vil bara að þið vitið að ég er með ykkur í liði og styð frekari verkfallsaðgerðir af heilum hug. Þið vinnið svo ofboðslega fallegt og gott starf, standið þétt við bakið á okkur óléttu konunum, róið okkur niður þegar við þurfum á því að halda, bjargið geðheilsunni okkar fyrir og eftir fæðingu, takið á móti því allra dýrmætasta sem við eigum í heiminum og þið eigið skilið allt það besta og meira til.

Ég hvet ykkur eindregið til að næla ykkur í þessa gersemi ef þið eigið von á kríli, vantar sængurgjöf, skírnargjöf eða viljið bara gleðja einhvern nákominn ykkur með fallegri gjöf sem gefur áfra. Frábært framtak hjá Ígló & Indí!

Njótið dagsins kæru vinir – þessa stundina ætla ég að vera að gæða mér á gómsætum brunch á Apótekinu með uppáhalds Trendnet fólkinu mínu, fylgist með á snapchat – ernahrundrfj

EH

Viðtalið í Vikunni – ef einhver vill lesa :)

Lífið Mitt

Nú er komin nýtt tölublað af Vikunni í sölu í verslunum landsins, það er ekki lengur undirrituð sem tekur fagnandi á móti ykkur við búðarkassann í Hagkaup. Svo nú má ég deila með ykkur viðtalinu mínu – svona ef ykkur vantar eitthvað smá lesefni með kaffibolla helgarinnar.

Mér fannst þetta ótrúlega gott tækifæri fyrir mig til að aðeins ná að bæði létta af mér og mögulega að ná að breiða boðskapnum um jákvætt hugarfar og hvað það er bara fullkomlega mannlegt að gera mistök og bara læra af þeim. Ég vona því að þið munið njóta lestursins – gjörið svo vel…01 fors copy 234-38 forsiduvidtal134-38 forsiduvidtal234-38 forsiduvidtal334-38 forsiduvidtal434-38 forsiduvidtal5

Ljósmyndari: Rut Sigurðardóttir
Hár & Förðun: Helga Kristjáns
Viðtal: Hildur Friðriksdóttir

Ég er sjálf alveg ótrúlega ánægð með viðtalið og myndirnar líka, ég upplifði svona smá – vá ég er skvísa – móment þegar ég sá þær fyrst. Hún Rut er sannarlega snillingur í sínu fagi og það var yndislegt að fá smá dekur frá henni Helgu og mér þykir svo gaman að heyra hvað margir eru búnir að hrósa sérstaklega förðuninni hennar við mig – hún er sannarlega fagmaður!

Fötin fékk ég í láni hjá henni Andreu vinkonu minni í Hafnafirði og í Selected í Smáralind. Þetta var nú kannski aðeins erfiðara að finna föt en ég hélt en ég var með svo gott fólk í kringum mig að þetta var leikur einn. Spjallið við hana Hildi var svo alveg yndislegt og eins og ég er búin að segja við svo marga þá var svo gott að fá að létta smá af sér og við Hildur vorum held éga bara eins og við höfðum þekkst áratugum saman og minntum ábyggilega á ömmur okkar sem við komumst að í ferlinu að eru einmitt bestu vinkonur – svona er heimurinn lítill.

Takk fyrir mig Vikan – ég er svakalega þakklát fyrir hvað þið gerðuð gott úr sögunni minni***

EH

Sumartrend: Metallic eyeliner

DiorÉg Mæli MeðFallegtLúkkmakeupMakeup ArtistSS15Trend

Þar sem ykkur leist nú sannarlega vel á fyrsta sumartrendið að mínu mati sem ég kynnti um daginn HÉR, þá ætla ég að fylgja því eftir með fyrsta förðunartrendinu. Ég hef alltaf heillast af metallic áferð um augun sérstaklega á sumartíma þegar sólin er sem hæst á lofti. Ástæðan er sú að sólin og dagsbirtan ljóma svo fallega í áferð metallic varanna sem gefa þá um leið augunum aukna birtu og frískleika.

Til að sýna ykkur svona aðeins hvað ég var að meina þá skellti ég í förðun með vörum úr sumarlínu Dior sem ég heillaðist svo sannarlega af. Ég notaði eyelinera með metallic áferð í kringum augun og notaði tvenns konar liti sem tóna svona fallega saman og smellpassa við mín brúnu augu.

metallictrend7

Hér sjáið þið förðunina sem ég gerði með brúntóna augnskuggapallettunni úr Tie Dye línunni sem ég keypti á Miðnæturopnun í Kringlunni um daginn. Ég er alveg húkkt á þessum yndislega fallegu litum sem sem blandast svo fallega saman. Litirnir eru klassískir og flottir ogég á eftir að geta notað hana helling.

metallictrend3

En hér er það metallic áferðin sem er í lykilhlutverki, þó hún sé áberandi á augunum þá er það ekki augnskugganna vegna heldur eyelinersins sem ég gerði með Dioshow Kohl augnskuggablýöntunum sem komu líka í sumarlúkkinu frá Dior.

metallictrend10

Ég nota bronslitinn meðfram efri augnhárunum til að skapa birtu í kringum augun og til að fullkmna blöndun augnskugganna. Þennan keypti ég líka á sama tíma og augnskuggapallettuna. Ég gat bara ekki annað þar sem liturinn kom bara í takmörkuðu upplagi og ég heillaðist samstundis af honum. Áferð litarins dregur birtu umhverfis sig að augunum og endurkastar henni falega frá sér svo augnsvæðið og augun sjálf ljóma.

Undir setti ég svo túrkis litinn sem er algjör töffari! Ég fékk þennan lit sem sýnishorn af vörunum í Tie Dye línunni og fannst tilvalið að nota hann til að poppa all verulega uppá þessa einföldu förðun. Túrkis liturinn fer mínum augum vel, það finnst mér alla vega.

Bronsliturinn er númer 559 og túrkislitaði 379.

metallictrend2 metallictrend8

Hér sjáið þið svo pallettuna fallegu, þessi helst í úrvali hjá Dior sem ég er mjög ánægð með. Sama palletta var notuð til að gera fallega brúðarförðun hjá merkinu sem þið munið sjá í nýjasta Reykjavík Makeup Journal sem ég ætti að vera að klára að skrifa frekar en að skrifa þessa færslu en ég bara varð að breyta svona aðeins til rétt á lokasprettinum!

Loks sjáið þið svo hér augnlokin þar sem ég er með lokuð augun.

metallictrend6

Það sem mér finnst skemmtilegt við að setja bronslitinn þarna meðfram efri augnhárunum er að þetta er svo óalgengt, að setja svona ljósan lit sem eyeliner frekar en dökkan. En á fallegum og björgum sumardegi sem þessum (þrátt fyrir rigningu) er þetta hinn fullkomni fylgihlutur til að poppa uppá augnfarðanir. Svo þarf ekkert endilega að vera með augnskuggana með þessi sæmir sér bara vel einn og sér.

Metallic áferð um augun og þá helst sem eyeliner er eitt af sumartrendunum mínum í ár. Áferðafallegt og látlaust trend og hver og ein þarf bara að velja litatón sem hún fýlar, áferðin sér um rest ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég eða fékk senda sem sýnishorn, það kemur skýrt fram í textanum. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.