Birgitta Líf

Síðustu dagar 2017

66° NORTHLífið

Gleðilegt nýtt ár ♡

 

Alltaf líður tíminn jafn hratt og árið 2018 gengið í garð. Ég tek því fagnandi og er virkilega spennt fyrir komandi tímum og verkefnum.

Ég naut hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina. Desember var að sjálfsögðu fullur af æfingum en einsog alltaf var nóg um að vera – ég skrapp til London milli jóla og nýárs með Telmu vinkonu og endaði svo árið á því að koma fram með Áttunni í upphitun fyrir stórtónleika Palla í Höllinni  sem er alltaf jafn skemmtilegt! Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum frá síðustu dögum og vikum ársins.

Fyrsta og (líklega) stærsta verkefni ársins er að skrifa meistararitgerðina mína sem ég er byrjuð að vinna í.Ég hlakka til 2018 með ykkur kæra Trendnet!

xx

Birgitta Líf

instagram & snapchat: birgittalif

Hátíðarheimsókn: Geysir Heima

HeimiliðLífið

Geysir opnaði nýlega þriðju búð sína á Skólavörðustígnum sem ber nafnið Geysir Heima. Ég eyddi gærdeginum í notalegt jólastúss með Helga Ómars og heimsóttum við meðal annars Geysir Heima á þeim leiðangri.

Okkur var boðið að koma og velja okkur varning; handklæði, teppi og Geysiskerti. Búðin er ótrúlega björt og falleg með  mikið úrval af heimilis- og gjafavöru. Geysir er með ýmis hátíðartilboð í gangi á aðventunni en handklæðalína Geysis kom í búðir núna rétt fyrir jól í fyrsta sinn. Handklæðin koma í fjórum litum og tveimur stærðum og eru dásamlega mjúk og falleg. Á hátíðartilboði fær maður eitt stórt og eitt lítið handklæði saman á 7.000 kr. en ég valdi mér dökkblá handklæði. Handklæðin fást í Geysir Heima á Skólavörðustíg og í verslunum Geysis í Kringlunni og á Akureyri.

Ullarteppin frá Geysi eru einnig á hátíðartilboði en þau eru úr íslenskri ull og fáanleg í alls kyns litum og mynsturgerðum. Teppin eru á tveimur hátíðarverðum: kögurteppi á 12.800 kr. og stærri teppi á 14.800 kr. Ullarteppi Geysis fást í öllum verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu, í Haukadal og á Akureyri.

Ég fékk að auki að velja mér Geysiskerti og varð lyktin Bókstofuilman fyrir valinu hjá mér. Kertin koma í fimm ilmum og kosta 5.800 kr.

Ég komst loksins í jólaskap á þessu bæjarrölti og nýt þess nú í botn að vera í jólafríi. Leiðin liggur á jólatónleika í kvöld og annað kvöld, á Þorláksmessu, ætlum við vinkonurnar að rölta Laugaveginn og setjast niður í kakó og kósýheit.

Takk fyrir okkur Geysir!

Ég vona að þið njótið vel um hátíðarnar með ykkar nánustu.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Gjafaleikur: Bitz Living

HeilsaHeimilið

UPPFÆRT

Ég er búin að draga út vinningshafa af handahófi með hjálp random number generator. Anna Björt Sigurðardóttir var dregin og eignast þetta fallega sett frá BAST. Takk allir fyrir þátttökuna xx

Anna Björt vinsamlegast sendu mér skilaboð á Facebook, instagram eða birgittalif@trendnet.is til að nálgast vinninginn.


Það er komið að virkilega fallegum gjafaleik hjá mér sem ég er búin að vera mjög spennt fyrir að deila með ykkur!

Í haust opnaði BAST – ný lífsstílsverslun á 1. hæð í Kringlunni. BAST er með fjölbreytt úrval af fallegri heimilis- og gjafavöru þar sem skandinavísk hönnun er áberandi. Sjálf hef ég mikinn áhuga á fallegum hlutum fyrir heimilið og er dugleg að safna mér í búið. BAST er strax orðin ein af mínum uppáhaldslífsstílsverslunum og er það einna helst vegna þess að þar fást vörurnar frá Bitz Living. Í samstarfi við BAST langar okkur að gefa einum heppnum lesanda veglegan pakka frá Bitz xx

Ég fór í BAST í vikunni og valdi vörur í gjafaleikinn. Ég hugsaði pakkann þannig að hann henti þeim sem eru að byrja að búa eða safna í búið og því er tvennt af hverjum hlut í stell – þó svo að allir geti að sjálfsögðu tekið þátt sem hafa áhuga á að eignast þessa fallegu hluti! Bitz er hönnun danska næringafræðingsins Christian Bitz og það er skemmtileg hugsun á bakvið alla hlutina í línunni, t.a.m. stærð diska út frá ráðlögðum skammti o.þ.h.


Gjöfin samanstendur af:

 • 2x Bitz diskum
 • 2x Bitz skálum
 • 1x Bitz eldfast mót
 • 2x Bitz göfflum
 • 2x Bitz hnífum
 • 2x Bitz skeiðum
 • Servíettupakka
 • Súkkulaði

Til að taka þátt:

1. Fylgið @bast.kringlan á instagram

2. Deilið þessari færslu

3. Skiljið eftir komment hér að neðan með fullu nafni 

Svo einfalt er það! (Ath. að það þarf að uppfylla öll skilyrðin til að komast í pottinn)


Dregið verður föstudaginn 22. desember

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Nocco Christmas Breakfast + Giveaway

Lífið

Nocco á Íslandi bauð í gærmorgun samstarfsaðilum og vinum í jólamorgunverð Nocco til að fagna endurkomu Sveinka í búðir.

Það var skemmtilegt að brjóta upp vikuna og taka smá pásu frá vinnu, borða góðan morgunverð og njóta samverunnar með skemmtilegu fólki. Ljúfir tónar Jóns Jónssonar komu manni í jólaskapið og Herra Hnetusmjör sá svo um að hressa fólkið við.

Sveinki sjálfur var að sjálfsögðu á staðnum – örlítið stæltari en við erum vön!

Það fengu allir smá glaðning með sér heim frá Sveinka sem innihélt ýmislegt (hollt) góðgæti.

 


G I V E A W A Y

 

Í samstarfi við Nocco á Íslandi ætla ég að gefa poka af nokkrum exclusive Nocco sem eru ófáanlegir í búðum OG kassa af Nocco að eigin vali fyrir vinningshafann + vin! Gjafaleikurinn fer fram á instagraminu mínu @birgittalif en þú getur farið beint á leikinn með því að smella á þessa mynd:

Takk fyrir mig Nocco Iceland!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Laugardagsæfingin vol. 3

ÆfingarLífiðRVKfitWorld Class

Laugardagsæfingin var á sínum stað í World Class Kringlunni síðasta laugardag. Indíana vinkona kom með okkur Jórunni að þessu sinni en hún er einnig hóptímakennari og einkaþjálfari hjá World Class. Indí sá um að setja saman æfingu dagsins og leyfði hún mér að deila henni hérna með ykkur!

Einsog í síðustu viku ákváðum við að vinna aðallega með bodyweight æfingar þar sem líkaminn var þreyttur eftir æfingavikuna. Við enduðum svo að sjálfsögðu á því að fara í Betri stofuna í Laugum xx


Súpersett #1

Þrír hringir:

 • 15 glute bridge m/mini bands
 • 30 mountain climbers í teygju+sliders
 • 15 axlapressur í teygju
 • 15 kcal airrunner

Súpersett #2

Þrír hringir:

 • 8 squat + squat jump m/ketilbjöllu
 • 5-10 leg raises (hné + beinir fætur)
 • 12 toga sundur teygju
 • 12 kcal airbike

Súpersett #3

Þrír hringir:

 • 40 bein hjól (kviður)
 • 15 kb swings
 • 8-10 roll out
 • 50 þung sipp

 

Ath: myndbandið sýnir fyrst einn hring af hverju súpersetti hægt en síðan alla æfinguna hraðar. Súpersett = allar æfingarnar í súpersettinu í röð án pásu og síðan hvíld!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Gómsæt jólagjöf

Lífið

Ég fékk heldur snemmbúna en gómsæta jólagjöf í vikunni frá Apotek Kitchen Bar. Gjöfin sem ég fékk voru gjafabréf sem gilda á fjóra af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar: Apotek Kitchen Bar, Tapasbarinn, Sæta Svínið eða Sushi Social! Virkilega sniðugt concept og gaman að geta valið um stað.

Staðirnir eru hver öðrum betri og er Sushi Social einn af mínum uppáhalds (einsog svo margra annarra). Mér fannst tilvalið að deila þessari gjöf með vinkonum mínum þar sem það er svo sniðugt að gefa upplifun og samveru í jólagjöf – hvort sem það er til þeirra sem eiga allt eða einmitt til að njóta með fjölskyldu eða vinum. Ég hef lengi verið á leiðinni á Apotekið en aldrei farið svo að sá staður varð fyrir valinu hjá okkur vinkonunum. Við ákváðum að gera okkur bara strax glaðan dag og fórum þangað síðasta laugardagskvöld í góðra vina hópi – en við æfum alltaf saman á föstudögum og skelltum þessu uppí hálfgerða árshátíð föstudagshópsins.

Ég valdi mér lönguna af matseðlinum sem var virkilega góð og drykkirnir voru mjög góðir og öðruvísi. Ég mæli klárlega með svona gómsætu gjafabréfi í jólagjöf fyrir þá sem eiga allt! Takk fyrir mig Apotek Kitchen Bar xx

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Brúlla?

ÆfingarHeilsaWorld Class

Þessi græja er ein mesta snilld sem ég hef eignast! Mér fannst þetta frekar skringilega útlítandi brúsi þegar ég sá hann fyrst en um leið og ég fattaði hvað þetta var…brúsi sem er líka rúlla!? Hversu sniðugt!

Mér finnst mjög gott að rúlla líkamann hvort sem það er fyrir eða eftir æfingar (en það er efni í aðra færslu) og er alltaf með tösku í bílnum með allskonar æfinga”aukahlutum” þar sem foamrúllan mín er meðal annars geymd. Þessi taska kemur þó alls ekki alltaf með inn í ræktina og verður rúllan því alltof oft eftir úti í bíl þegar ég þarf á henni að halda. Að sameina þetta í eitt, vatnsbrúsa og rúllu, er því alveg ótrúlega hentugt því ég er ALLTAF með vatnsbrúsa á æfingum.

Mér finnst þetta svo ótrúlega sniðugt að ég gat ekki annað en deilt þessu með ykkur. Það skemmir ekki fyrir að brúllan er úr 100% endurvinnanlegu ryðfríu stáli og er BPA free. Við í World Class erum að selja Brúlluna bæði í stöðvunum og á vefversluninni: https://www.worldclass.is/frettir/brusi-eda-rulla/ 

Virkilega sniðugt í jólapakkann fyrir æfingafélagana!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Laugardagsæfingin vol. 2

ÆfingarLaugar SpaRVKfitWorld Class

Laugardagsæfingin var að sjálfsögðu á sínum stað. Við vinkonurnar byrjuðum daginn í Svarta Boxinu í World Class Kringlunni og fórum svo í Betri stofuna í Laugum, röltum í miðbænum og enduðum í pizzu á Flatey að vana – virkilega notalegt!

xx

Æfingavikan var búin að vera frekar strembin hjá okkur öllum með tilheyrandi þreyttum vöðvum. Við settum upp létta og þægilega æfingu þar sem einungis eru bodyweight æfingar (þ.e. engin lóð eða þyngdir) með hlaupum inná milli til að keyra púlsinn upp og svitna vel. Það er svo að sjálfsögðu hægt að bæta þyngdum við þessar æfingar en annars er hún tilvalin til að taka þegar maður vill bara svitna vel og taka á því. Æfingin sjálf tekur u.þ.b. 20 mínútur svo það er tilvalið að taka hringinn allavega 2x.


Bodyweight-æfing með hlaupum:

Upphitun

 • 16 framstigshopp
 • 20 toe touches

200m hlaup

 • 20 hangandi fótalyftur
 • 10 dýfur

200m hlaup

 • 10 kassahopp
 • 20 armbeygjur

200m hlaup

 • 10 öfugar fótalyftur í hringjum
 • 20 good mornings

200m hlaup

Teygjur


 

Æfinguna getið þið séð hér!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Jólin á Borðinu

LífiðRVKfit

Okkur vinkonunum var í vikunni boðið að koma og upplifa jólin á Borðinu.

Borðið er ótrúlega fallegur veitingastaður á Ægissíðu sem er meðal annars þekktur fyrir sína ljúffengu kanilsnúða og helgarbrönsinn. Það eru þrjú hjón sem eiga Borðið saman ásamt kokkinum og svo aðra staði, meðal annars á Hlemm. Þau flytja allt sjálf inn frá Ítalíu og Bretlandi. Þau eru öll að vinna að öðrum verkefnum líka en það var draumur þeirra að eiga lítinn kósý veitingastað þar sem hægt væri að komast aðeins frá miðbænum í hverfi þar sem hægt er að borða góðan mat í fallegu umhverfi. Þau ná svo sannarlega að skapa akkúrat þannig stemningu og umhverfi á Borðinu og verð ég að mæla með að fólk geri sér ferð þangað.

Jólamatseðilinn er þriggja rétta og er val um grænmetis eða kjötseðil. Boðið er uppá hann í hádeginu og á kvöldin í desember og fara borðapantanir frá á bordid@bordid.is – það sem er líka skemmtilegt við Borðið er að það má alltaf koma með eigið vín á staðinn. Maturinn, umhverfið og félagsskapurinn var allt uppá tíu!

Takk innilega fyrir okkur Borðið

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Laugardagsæfingin

66° NORTHÆfingarLaugar SpaRVKfitUppskriftirWorld Class

Eftir að eðlileg rútína og skóli/vinnuvika er komin á eftir sumarið hafa laugardagar orðið hálf-heilagir sem æfing&spa dagar hjá okkur vinkonunum. Það er fátt betra en að sofa örlítið út og skella sér svo á skemmtilega æfingu með vinkonunum og slaka svo á í spa-inu. Hvort sem planið er svo að hafa það notalegt um kvöldið eða skella sér út á lífið er svo gott að taka daginn með trompi og vera alveg endurnærður!

xx

Ég svaf til rúmlega 10 í morgun og útbjó mér ljúffengan hafragraut:

1 dl Tröllahafrar
1 msk chiafræ
2 msk Amino Collagen duft
20 g Cookie Dough Whey Protein
1 dl Rebel Kitchen súkkulaði”mjólk”
1 dl vatn

Ég fór svo og hitti Jórunni vinkonu mína í World Class Kringlunni þar sem við tókum saman æfingu í Svarta boxinu. Svarta boxið er free training salur í Kringlunni sem er opinn á sama tíma og stöðin sjálf. Á laugardögum lokar frekar snemma og mættum við eftir lokun þar sem ég nýtti mér aðstöðu mína og höfðum við salinn því alveg útaf fyrir okkur.

Æfingin sem við gerðum er frá Mark Johnson þjálfara í World Class. Við byrjuðum á að hlaupa kílómeter og gerðum svo upphitunarhring án lóða tvisvar sinnum:

20 birddogs
20/30 bandwalks
20 crunches
20 passthrough
10 hnébeygjur
30 cross
100 sipp

Eftir að hafa hitað líkamann vel upp með hlaupi, æfingum og teygjum stilltum við símanum upp og tókum æfinguna sjálfa upp. Æfingin tekur á nánast öllum líkamanum og keyrir púlsinn vel upp með hlaupi á milli æfinga. Það var ágætis pressa að hafa upptökuna í gangi og hvatti okkur sjálfar því áfram í leiðinni. Myndbandið var stillt á timelapse svo það er mjög hratt en mig langaði samt sem áður að deila því og æfingunni með ykkur!

Eftir æfinguna fórum við í Betri stofuna í Laugum – en hvíld og recovery er álíka jafn mikilvægt fyrir líkamann og að hreyfa sig. Að fara í heita og kalda pottinn og gufu getur gert gæfumuninn í að minnka harðsperrur og hvíla vöðvana fyrir utan hvað það er ótrúlega notalegt. Við komum sáttar og sælar útúr þessum laugardegi xx

Ég hlakka til að deila með ykkur fleiri laugardagsæfingum –

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif