Birgitta Líf

Fögnuður

Lífið

Á laugardagskvöldið hélt ég smá afmælispartý – eða það sem ég kýs að kalla fögnuð þar sem ég átti víst afmæli í október. Ég var stödd úti í Kína þegar ég varð 25 ára og ætlaði alltaf að halda uppá það eftir að ég kæmi heim en svo gafst einhvernveginn aldrei tími. Það endaði þessvegna með því að ég hélt uppá afmælið mitt rúmum þremur mánuðum seinna, en það er svosem allt í lagi og alltaf tilefni til að fagna með fólkinu í kringum sig!

Partýið heppnaðist ekkert smá vel og ég skemmti mér konunglega xx Ég hélt uppá þetta á Joe & the juice í Laugum og fékk nokkra aðila með mér í lið til að gera veisluna sem allra glæsilegasta.

Ég er svo heppin með fólkið í kringum mig! Bestu vinkonur mínar þær Jórunn og Telma Rut eiga eitt stykki stórt hrós skilið hér fyrir að hafa hjálpað mér með allan undirbúninginn bæði við að skipuleggja og svo voru þær með mér allan daginn fram á kvöld að skreyta og stússast í kringum þetta ♡ Ég á síðan nokkra yndislega vini sem hjálpuðu við að gera þetta partý að PARTÝ og græjuðu allt tengt tónlist, hljóðkerfi og þess háttar en Snorri Ástráðs dj-aði og hélt partýinu gangandi og síðan spiluðu þeir Floni og Birnir.

Cupcake Café voru svo yndisleg að gera sætar litlar cupcakes sem voru ótrúlega ljúffengar enda voru þær ekki lengi að klárast! Ég mæli með að kíkja þangað í kaffi ef þið eigið það eftir – cupcakes og avocado toast er fullkomin blanda ef þið spyrjið mig.

Ég fyllti salinn af blöðrum frá Partývörum (www.partyvorur.is) og settu stóru blöðrurnar með ljósunum punktinn yfir i-ið sem komu ekkert smá vel út.

Moët, Gull, Gin&Greip voru svo í fyrirrúmi þegar kom að fljótandi veigum – en litlu Moët flöskurnar með gullstútunum slógu í gegn einsog alltaf.

Ég er ótrúlega ánægð og þakklát með þetta allt saman – TAKK fyrir mig!

Hér eru myndir frá kvöldinu úr öllum áttum (já Telma tók það á sig að taka selfie með öllum hahah)

Ps. Story-ið frá kvöldinu er í “highlights” á instagramminu mínu fyrir áhugasama.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

H&M Conscious Sport

LífiðTíska

Lífið er langhlaup

In it for the long run

xx

Í byrjun árs fékk ég skemmtilegt símtal að utan þar sem mér var boðið að taka þátt í spennandi verkefni. Verkefnið snýst um að kynna nýjustu íþróttalínu H&M á samfélagsmiðlum – H&M Conscious Sport – en þar koma saman sjálfbærni, umhverfisvæn framleiðsla og innihaldsefni í bland við stíl og hágæða hönnun. Aðal innblástur línunnar eru náttúran og sterkar, sjálfstæðar konur. Línan er núþegar komin í sölu um allan heim og er fáanleg í verslunum H&M á Íslandi, í Smáralind og Kringlunni.

Ég er búin að posta nokkrum myndum úr verkefninu á instagram en með mér í liði var ljósmyndarinn og snillingurinn hún Saga Sig ♡ Við höfðum íslensku náttúruna að leiðarljósi í tökunni og var veðrið á tökudeginum stórkostlegt, ískalt en bjart og fallegt – ekta íslenskur vetur! Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna á öllum myndunum enda ekki annað hægt þegar Saga á í hlut, en eftir myndatökuna úti færðum við okkur inn í Svarta Boxið í World Class Kringlunni og smelltum nokkrum meira sporty myndum.

xx

xx

xx

xx

xx

xx


Um línuna

Conscious Sport línan er einsog áður sagði öll úr endurunnum efnum og framleidd á sjálfbæran máta. Þetta er í fyrsta skipti sem H&M gerir Conscious íþróttalínu í heild sinni. Slagorð línunnar er “Lífið er langhlaup” og vísar það bæði til til mikilvægi þess að sjá hreyfingu og heilbrigt líferni sem langhlaup og langvarandi stefnu og einnig að náttúrunni; að hráefni ættu alls ekki að vera einnota og með sjálfbærni getum við lengt líftíma textílefna og þannig stuðlað að heilbrigðari jörð og lengt líftíma hennar. Allar flíkurnar eru búnar til úr endurunnu pólýester og teygjuefni.

Línan samanstendur af æfingabuxum, nokkrum týpum af íþróttatoppum með mismunandi stuðning, ermalausum toppum og léttum hettupeysum. Flíkurnar henta alhliða hreyfingu og vísar útlit línunnar til náttúrunnar og fallegu litapallettunnar sem sjá má í landslaginu; dökkgrænn, svartur, beislitaður og fölbleikur eru nokkrir af þeim jarðartónum sem bregður fyrir í línunni. Praktískir eiginleikar flíkanna eru að þær eru m.a. quick-dry, án saums sem eykur þægindi, aðsniðið form á buxunum veitir stuðning og loftgöt aðstoða við að lofta og halda líkamshitanum stöðugum.

Conscious Sport línan er hluti af þróunarferli H&M sem felur í sér að ná 100% sjálfbærni í einu og öllu. Aðalmarkmið H&M er að “loka hringnum” svo gamlar flíkur og textílefni geti verið endurnýtt og endurunnin í nýjar flíkur. Þannig stuðlar H&M að jákvæðri framþróun á umhverfismálum.

Hér má sjá myndir af flíkunum ásamt markaðsmyndum.

Kynningarmyndband fyrir línuna má finn hér – en það ásamt markaðsmyndunum var tekið upp í Skotlandi.


xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Hér með þér

DansLífið

 

Lagið Hér með þér er framlag Áttunnar í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Ég fékk að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með þeim með því að dansa í tónlistarmyndbandinu við lagið sem er hér að ofan með Telmu minni. Myndbandið er að mínu mati mjög vel heppnað og skemmtilega öðruvísi en það byggir á myndbandinu First kiss

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum BTS myndum frá tökunum xx

Lagið

Flytjendur: Egill Ploder Ottósson og Sonja Valdin
Höfundar: Egill Ploder Ottósson & Nökkvi Fjalar Orrason
Produsering og útfærsla: Arnar Ingason (Young Nazareth) & Sigurbjartur Sturla Atlason
Texti: Egill Ploder Ottósson, Nökkvi Fjalar Orrason og Sigurbjartur Sturla Atlason
Mix: Sæþór Kristjánsson (StopWaitGo)
Master: Friðfinnur “Oculus” Sigurðsson
Bakraddir á hljóðupptöku: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Aron Brink & Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir

Myndband

Leikstjóri: Nökkvi Fjalar Orrason
Kvikmyndataka: Dagur de’Medici Ólafsson
Aðstoðartökumaður: Jóhannes Axel Ólafsson
Klipping: Orri Einarsson og Ingi Þór Bauer
Eftirvinnsla: Orri Einarsson og Ingi Þór Bauer

Framleitt af Áttunni

Áttan tekur þátt í undanúrslitum þann 17. febrúar og hlakka ég mikið til að sjá þau stíga á svið.

Takk fyrir mig Áttan – alltaf jafn gaman!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Nýtt ár: Hvað er í boði?

ÆfingarDansHeilsaRVKfitWorld Class

Hvort sem fólk strengir áramótaheit, setur sér ný markmið eða er bara að halda áfram í rútínu frá fyrra ári þá eru áramótin einhvernveginn alltaf ákveðin tímamót.

Ég æfi allan ársins hring og er það fastur liður í minni rútínu og ekki einhver kvöð eða neitt sem mér finnst ég “þurfa” að gera heldur er það eðlilegur partur af mínu daglega lífi. Einsog ég hef margoft sagt hér inná þá er það að æfa fyrir mér alveg jafn mikið fyrir andlegu vellíðanina eins og líkamlegan ávinning. Þegar maður ræktar líkama og sál hefur það áhrif á alla aðra þætti lífsins enda góð heilsa undirstaða þess. Þegar kemur að áramótum og nýju ári er ég ekki endilega að breyta miklu hjá mér en þetta verður samt alltaf tími þar sem ég sest niður og skipulegg komandi tíma og eru æfingar hluti af því.

Það eru margir ýmist að byrja á núllpúnkti, koma sér aftur af stað eða að halda áfram en sama á hvaða stað þú ert þá er fjöldinn allur af mismunandi formi æfinga í boði og ættu allir að geta fundið eitthvað sem hentar. Það þarf líka oft að prófa marga ólíka hluti áður en maður dettur inná það sem hentar manni sjálfum og því um að gera að vera opinn fyrir að prófa nýja hluti og ögra sjálfum sér svolítið. Persónulega er ég mjög dugleg að breyta til þegar kemur að æfingum – þetta er bæði vegna þess að mér finnst gaman að prófa ólíka hluti og er spennt fyrir mörgu en þetta er líka það sem heldur mér við efnið þegar kemur að æfingum og heilbrigðum lífsstíl. Að festast ekki í einhverju einu heldur koma líkamanum á óvart og bæta þannig árangurinn. Núna í vikunni er ég til dæmis að byrja í þjálfun hjá Indíönu Nönnu sem ég hef verið mjög spennt fyrir og hlakka til að prófa eitthvað nýtt.

Þar sem ég hef verið dugleg að prófa mig áfram í æfingum síðustu ár er ég komin með góða reynslu af ýmsum kostum þegar kemur að æfingum og þjálfun. Mig langaði að fara yfir nokkra kosti sem eru í boði og vona að það geti nýst einhverjum sem eru óvissir hvað skuli gera í ræktinni á nýju ári!


MGT – MGT, eða Metcon Group Training, er nafnið á hópþjálfun hjá Birki Vagni í Laugum. Fyrir utan að vera enn hjá honum í MGT alla föstudagsmorgna með “Föstudagshópnum” mínum þá tók ég nóvember og desember all in hjá honum. Hver einasta æfing er hörkuæfing og maður kemst ekki upp með að slaka mikið á hjá Birki. Þrátt fyrir að vera auðvitað fyrir alla myndi ég mæla með MGT fyrir þá sem eru frekar vanir að æfa.

Mark Johnson – Mark er einkaþjálfari í World Class Kringlunni. Mark er fyrrum stangastökkvari og frjálsíþróttamaður frá Bandaríkjunum og skín reynslan og fagmennskan í gegn í æfingunum hjá honum. Ég hef aldrei náð eins miklum árangri og hjá honum hvað styrk og tækni varðar. Ég byrjaði hjá honum ein fyrir rúmu ári og með tímanum fóru vinkonur mínar að mæta með. Við stelpurnar í RVKfit vorum síðan allar saman í þjálfun hjá honum í sumar sem var ótrúlega gaman. Vegna vinnu og skóla datt ég aðeins útúr þjálfun hjá honum í haust en er að byrja aftur núna í vikunni. Ég verð hjá Mark 1x í viku samhliða þjálfuninni hjá Indí en hjá honum er ég mest að einblína á tæknilegar æfingar.

Hilmar Björn – Hilmar Björn, eða Bjössi, er einkaþjálfari í World Class Laugum sem ég var í þjálfun hjá í um tvö ár ásamt RVKfit stelpunum – en í þeirri þjálfun varð RVKfit snappið einmitt til þar sem við vinkonurnar vorum alltaf að æfa saman! Bjössi er með ótrúlega mikið af skemmtilegum jafnvægis- og bodyweigth æfingum og vinnur mikið með BOSU bolta, æfingabolta, teygjur, TRX-bönd og fleira í bland við tækin og get ég ekki annað en mælt með honum!

Indíana Nanna – Indíana hefur verið vinsæll Tabata kennari hjá World Class og er núna að byrja á fullu með hópþjálfun í World Class Kringlunni og í Laugum. Ég hef fengið að mæta nokkrum sinnum til hennar í þjálfun og er núna í vikunni að byrja hjá henni 3x í viku með vinkonum mínum og er ekkert smá spennt! Indí er mjög fagleg í því sem hún gerir og byggir æfingarnar sínar skipulega upp og pælir í tækninni. Hópþjálfunin hjá henni er 3x í viku og svo gefur hún okkur einnig eina aukaæfingu til að gera um helgi. Þjálfunin byrjar núna á þriðjudaginn og ég HELD að það séu nokkur pláss enn laus en hægt er að hafa samband við hana í gegnum instagram @indianajohanns.

Hlaupaprógram – Indí býður einnig uppá mánaðarhlaupaplan þar sem hvert hlaup er skipulega sett upp og planinu fylgja ýmsar leiðbeiningar og “tips” fyrir hlaup. Planið er tilvalið til að koma sér af stað í hlaupum eða til að taka samhliða almennum æfingum. Ég hef sjálf ekki gert planið en það sem ég hef heyrt og séð af á instagram lofar virkilega góðu! Ég er vön hlaupum en hef ekki verið að hlaupa steady í vetur. Núna ætla ég að fylgja prógraminu hennar samhliða þjálfuninni og hlakka til að deila með ykkur á mínum samfélagsmiðlum hvernig gengur. Það er hægt að senda henni skilaboð á instagram til að kaupa planið.

WorldFit – WorldFit er mánaðarnámskeið þar sem kennt er 3x í viku. WorldFit er kennt í stóra “free training” salnum í Kringlunni, Svarta Boxinu, en þar finnst mér skemmtilegast að æfa. Í WorldFit eru æfingarnar mjög tæknilegar en erfiðleikastigið aðlagað að hverjum og einum – meira hér: https://www.worldclass.is/namskeid/styrkur/worldfit/

Opnir tímar – Framboðið af opnum tímum er ótrúlegt. Persónulega finnst mér opnir tímar ótrúlega góð lausn þegar kemur að æfingum og er ekkert smá hvetjandi að nota skráningarkerfið á heimasíðu World Class til að skipuleggja æfingavikuna. Þegar maður er búinn að skrá sig er muuun líklegra að maður sé að fara að mæta! Það eru ekki allir sem hafa tíma til að vera í einkaþjálfun eða hentar þeim ekki að vera í ákveðinni þjálfun aukalega en inni í æfingakortinu fylgir aðgangur að öllum opnum tímum á stundaskrá og því tilvalið að nýta sér það sem í boði er. Þarna kynnist maður ólíkum æfingakerfum og þjálfurum og því um að gera að prófa sig áfram með tíma – það er líka mjög gaman að æfa í hóp. Þeir tímar sem ég fýla og mæti mest í eru; tabata, hot yoga, body toning (í heitum sal), buttlift og svo fer ég einstaka sinnum í spinning.
Telma Rut vinkona var að byrja að kenna buttlift í Laugum og Ingibjörg Thelma vinkona kennir Coach by Color (spinning) í Smáralindinni en þær eru báðar á mán- og miðvikudögum. Ég mæli að sjálfsögðu með því að kíkja til þeirra!

Úrval opinna tíma í World Class má sjá hér: https://www.worldclass.is/timatafla/

SWEAT with Kayla – SWEAT with Kayla er æfingaprógram í formi símaapps sem ég fylgdi fyrir um þremur árum þegar ég var ekki í ákveðinni þjálfun. Æfingarnar eru stuttar og hnitmiðaðar og fýlaði ég þær vel. Appið kostar, ég er ekki alveg klár á hversu mikið núna, en fyrir þá sem eru að leita af æfingaprógrami til að fylgja sjálfir í ræktinni er SWEAT fínn kostur.

Dansstúdíó World Class – Þar sem ég elska að dansa og hef æft dans síðan ég var þriggja ára get ég ekki annað en skotið dansnámi hér inní. Fyrir mér er það að fara á dansæfingu ekki einsog að fara í “ræktina” heldur eintóm skemmtun þar sem það að svitna og taka vel á því er bara bónus! Það sem ég elska líka við dansæfingar er hversu fjölbreytt hreyfingin er en ég finn einna helst fyrir því þar sem ég fæ harðsperrur á skrítnustu stöðum eftir dansæfingar. Fyrir þá sem eru kannski ekki all in í dansi en langar að dansa, svitna og skemmta sér eru 20+ tímarnir í Laugum mjög góður kostur en þeir eru dans- og tæknilega séð ekki eins erfiðir og venjulega dansnámið heldur hugsaðir fyrir þær sem t.d. æfðu dans sem krakkar og langar að dansa aftur. Æfingakort í World Class er innifalið í dansnáminu hjá DWC og því tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi.

Ég er alltaf að dansa inn á milli og tek enn þátt í ýmsum verkefnum tengd dansinum þrátt fyrir að vera ekki ennþá eins all in og ég var á menntaskólaárunum – þar sem ég dansaði í Nemóleikritunum og nánast öllu sem ég gat dansað í í Verzló! Eitt af markmiðunum mínum þetta ár er að vera duglegri að mæta á dansæfingar og taka fleiri dansverkefni að mér þar sem mér finnst það alltaf jafn gaman. 


Það er fjöldinn allur af öðrum þjálfunum, tímum o.s.frv. í boði en mig langaði að segja ykkur frá því sem ég sjálf hef reynslu af og get mælt með xx

Mottó 2018? Just do it!

 

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Síðustu dagar 2017

66° NORTHLífið

Gleðilegt nýtt ár ♡

 

Alltaf líður tíminn jafn hratt og árið 2018 gengið í garð. Ég tek því fagnandi og er virkilega spennt fyrir komandi tímum og verkefnum.

Ég naut hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina. Desember var að sjálfsögðu fullur af æfingum en einsog alltaf var nóg um að vera – ég skrapp til London milli jóla og nýárs með Telmu vinkonu og endaði svo árið á því að koma fram með Áttunni í upphitun fyrir stórtónleika Palla í Höllinni  sem er alltaf jafn skemmtilegt! Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum frá síðustu dögum og vikum ársins.

Fyrsta og (líklega) stærsta verkefni ársins er að skrifa meistararitgerðina mína sem ég er byrjuð að vinna í.Ég hlakka til 2018 með ykkur kæra Trendnet!

xx

Birgitta Líf

instagram & snapchat: birgittalif

Hátíðarheimsókn: Geysir Heima

HeimiliðLífið

Geysir opnaði nýlega þriðju búð sína á Skólavörðustígnum sem ber nafnið Geysir Heima. Ég eyddi gærdeginum í notalegt jólastúss með Helga Ómars og heimsóttum við meðal annars Geysir Heima á þeim leiðangri.

Okkur var boðið að koma og velja okkur varning; handklæði, teppi og Geysiskerti. Búðin er ótrúlega björt og falleg með  mikið úrval af heimilis- og gjafavöru. Geysir er með ýmis hátíðartilboð í gangi á aðventunni en handklæðalína Geysis kom í búðir núna rétt fyrir jól í fyrsta sinn. Handklæðin koma í fjórum litum og tveimur stærðum og eru dásamlega mjúk og falleg. Á hátíðartilboði fær maður eitt stórt og eitt lítið handklæði saman á 7.000 kr. en ég valdi mér dökkblá handklæði. Handklæðin fást í Geysir Heima á Skólavörðustíg og í verslunum Geysis í Kringlunni og á Akureyri.

Ullarteppin frá Geysi eru einnig á hátíðartilboði en þau eru úr íslenskri ull og fáanleg í alls kyns litum og mynsturgerðum. Teppin eru á tveimur hátíðarverðum: kögurteppi á 12.800 kr. og stærri teppi á 14.800 kr. Ullarteppi Geysis fást í öllum verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu, í Haukadal og á Akureyri.

Ég fékk að auki að velja mér Geysiskerti og varð lyktin Bókstofuilman fyrir valinu hjá mér. Kertin koma í fimm ilmum og kosta 5.800 kr.

Ég komst loksins í jólaskap á þessu bæjarrölti og nýt þess nú í botn að vera í jólafríi. Leiðin liggur á jólatónleika í kvöld og annað kvöld, á Þorláksmessu, ætlum við vinkonurnar að rölta Laugaveginn og setjast niður í kakó og kósýheit.

Takk fyrir okkur Geysir!

Ég vona að þið njótið vel um hátíðarnar með ykkar nánustu.

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Gjafaleikur: Bitz Living

HeilsaHeimilið

UPPFÆRT

Ég er búin að draga út vinningshafa af handahófi með hjálp random number generator. Anna Björt Sigurðardóttir var dregin og eignast þetta fallega sett frá BAST. Takk allir fyrir þátttökuna xx

Anna Björt vinsamlegast sendu mér skilaboð á Facebook, instagram eða birgittalif@trendnet.is til að nálgast vinninginn.


Það er komið að virkilega fallegum gjafaleik hjá mér sem ég er búin að vera mjög spennt fyrir að deila með ykkur!

Í haust opnaði BAST – ný lífsstílsverslun á 1. hæð í Kringlunni. BAST er með fjölbreytt úrval af fallegri heimilis- og gjafavöru þar sem skandinavísk hönnun er áberandi. Sjálf hef ég mikinn áhuga á fallegum hlutum fyrir heimilið og er dugleg að safna mér í búið. BAST er strax orðin ein af mínum uppáhaldslífsstílsverslunum og er það einna helst vegna þess að þar fást vörurnar frá Bitz Living. Í samstarfi við BAST langar okkur að gefa einum heppnum lesanda veglegan pakka frá Bitz xx

Ég fór í BAST í vikunni og valdi vörur í gjafaleikinn. Ég hugsaði pakkann þannig að hann henti þeim sem eru að byrja að búa eða safna í búið og því er tvennt af hverjum hlut í stell – þó svo að allir geti að sjálfsögðu tekið þátt sem hafa áhuga á að eignast þessa fallegu hluti! Bitz er hönnun danska næringafræðingsins Christian Bitz og það er skemmtileg hugsun á bakvið alla hlutina í línunni, t.a.m. stærð diska út frá ráðlögðum skammti o.þ.h.


Gjöfin samanstendur af:

 • 2x Bitz diskum
 • 2x Bitz skálum
 • 1x Bitz eldfast mót
 • 2x Bitz göfflum
 • 2x Bitz hnífum
 • 2x Bitz skeiðum
 • Servíettupakka
 • Súkkulaði

Til að taka þátt:

1. Fylgið @bast.kringlan á instagram

2. Deilið þessari færslu

3. Skiljið eftir komment hér að neðan með fullu nafni 

Svo einfalt er það! (Ath. að það þarf að uppfylla öll skilyrðin til að komast í pottinn)


Dregið verður föstudaginn 22. desember

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Nocco Christmas Breakfast + Giveaway

Lífið

Nocco á Íslandi bauð í gærmorgun samstarfsaðilum og vinum í jólamorgunverð Nocco til að fagna endurkomu Sveinka í búðir.

Það var skemmtilegt að brjóta upp vikuna og taka smá pásu frá vinnu, borða góðan morgunverð og njóta samverunnar með skemmtilegu fólki. Ljúfir tónar Jóns Jónssonar komu manni í jólaskapið og Herra Hnetusmjör sá svo um að hressa fólkið við.

Sveinki sjálfur var að sjálfsögðu á staðnum – örlítið stæltari en við erum vön!

Það fengu allir smá glaðning með sér heim frá Sveinka sem innihélt ýmislegt (hollt) góðgæti.

 


G I V E A W A Y

 

Í samstarfi við Nocco á Íslandi ætla ég að gefa poka af nokkrum exclusive Nocco sem eru ófáanlegir í búðum OG kassa af Nocco að eigin vali fyrir vinningshafann + vin! Gjafaleikurinn fer fram á instagraminu mínu @birgittalif en þú getur farið beint á leikinn með því að smella á þessa mynd:

Takk fyrir mig Nocco Iceland!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Laugardagsæfingin vol. 3

ÆfingarLífiðRVKfitWorld Class

Laugardagsæfingin var á sínum stað í World Class Kringlunni síðasta laugardag. Indíana vinkona kom með okkur Jórunni að þessu sinni en hún er einnig hóptímakennari og einkaþjálfari hjá World Class. Indí sá um að setja saman æfingu dagsins og leyfði hún mér að deila henni hérna með ykkur!

Einsog í síðustu viku ákváðum við að vinna aðallega með bodyweight æfingar þar sem líkaminn var þreyttur eftir æfingavikuna. Við enduðum svo að sjálfsögðu á því að fara í Betri stofuna í Laugum xx


Súpersett #1

Þrír hringir:

 • 15 glute bridge m/mini bands
 • 30 mountain climbers í teygju+sliders
 • 15 axlapressur í teygju
 • 15 kcal airrunner

Súpersett #2

Þrír hringir:

 • 8 squat + squat jump m/ketilbjöllu
 • 5-10 leg raises (hné + beinir fætur)
 • 12 toga sundur teygju
 • 12 kcal airbike

Súpersett #3

Þrír hringir:

 • 40 bein hjól (kviður)
 • 15 kb swings
 • 8-10 roll out
 • 50 þung sipp

 

Ath: myndbandið sýnir fyrst einn hring af hverju súpersetti hægt en síðan alla æfinguna hraðar. Súpersett = allar æfingarnar í súpersettinu í röð án pásu og síðan hvíld!

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Gómsæt jólagjöf

Lífið

Ég fékk heldur snemmbúna en gómsæta jólagjöf í vikunni frá Apotek Kitchen Bar. Gjöfin sem ég fékk voru gjafabréf sem gilda á fjóra af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar: Apotek Kitchen Bar, Tapasbarinn, Sæta Svínið eða Sushi Social! Virkilega sniðugt concept og gaman að geta valið um stað.

Staðirnir eru hver öðrum betri og er Sushi Social einn af mínum uppáhalds (einsog svo margra annarra). Mér fannst tilvalið að deila þessari gjöf með vinkonum mínum þar sem það er svo sniðugt að gefa upplifun og samveru í jólagjöf – hvort sem það er til þeirra sem eiga allt eða einmitt til að njóta með fjölskyldu eða vinum. Ég hef lengi verið á leiðinni á Apotekið en aldrei farið svo að sá staður varð fyrir valinu hjá okkur vinkonunum. Við ákváðum að gera okkur bara strax glaðan dag og fórum þangað síðasta laugardagskvöld í góðra vina hópi – en við æfum alltaf saman á föstudögum og skelltum þessu uppí hálfgerða árshátíð föstudagshópsins.

Ég valdi mér lönguna af matseðlinum sem var virkilega góð og drykkirnir voru mjög góðir og öðruvísi. Ég mæli klárlega með svona gómsætu gjafabréfi í jólagjöf fyrir þá sem eiga allt! Takk fyrir mig Apotek Kitchen Bar xx

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif