Andrea Röfn

22 ára fyrirsæta sem hefur m.a. gaman af tísku, íþróttum og dansi. Búsett í Reykjavík en stöðugt á flakki um heimsins höf.

Fyrsta

Halló kæru Trendnet lesendur

Þetta er fyrsta alvöru bloggið mitt! Ég er ótrúlega spennt og stolt yfir þessu nýja verkefni enda ekki amalegur félagsskapur sem ég hef hérna.

Hérna munið þið geta séð hvað er í gangi hjá mér og vonandi fengið einhvern innblástur.

Meirihluta sumarsins hef ég eytt í New York í frábærum félagsskap. Þessi tími hefur farið í afslöppun, skemmtun, fótboltaleiki, heimsóknir frá Íslandi og auðvitað nóg af búðarápi.

Ég mæli með því að þið kíkið á Monitor sem kom út í dag ef þið eruð forvitin um okkur bloggarana.

Andrea Röfn