Andrea Röfn

22 ára fyrirsæta sem hefur m.a. gaman af tísku, íþróttum og dansi. Búsett í Reykjavík en stöðugt á flakki um heimsins höf.

behind the scenes

Nikita setti nýlega inn á Facebook  behind the scenes myndir úr tökum fyrir sumarlínu sína, SS’12.

Myndirnar voru teknar í fyrravor á fallega landinu okkar. Þó að þær myndir sem notaðar voru í lookbook og auglýsingar séu svo sannarlega sumarlegar þá var oft ansi kalt á meðan tökum stóð.

Fjólublái svefnpokinn og frábæra fólkið sáu um að halda á manni hita milli taka. Þessar tökur eru alltaf skemmtilegar, sama í hvaða veðri þær eiga sér stað.

Andrea Röfn

Kápa

Ég datt inn á ZARA.com um daginn og fór beinustu leið í búðina daginn eftir til að kíkja á þessa kápu:

Var ekki lengi að ákveða mig að fá hana og ég hlakka til að byrja að nota hana fljótt.. þegar kuldinn skellur á.

Andrea Röfn

Opin

Loksins er síðan opin!

Ég er komin á klakann og næst á dagskrá er að fagna með snillingum á RUB23.

Andrea Röfn

Fyrsta

Halló kæru Trendnet lesendur

Þetta er fyrsta alvöru bloggið mitt! Ég er ótrúlega spennt og stolt yfir þessu nýja verkefni enda ekki amalegur félagsskapur sem ég hef hérna.

Hérna munið þið geta séð hvað er í gangi hjá mér og vonandi fengið einhvern innblástur.

Meirihluta sumarsins hef ég eytt í New York í frábærum félagsskap. Þessi tími hefur farið í afslöppun, skemmtun, fótboltaleiki, heimsóknir frá Íslandi og auðvitað nóg af búðarápi.

Ég mæli með því að þið kíkið á Monitor sem kom út í dag ef þið eruð forvitin um okkur bloggarana.

Andrea Röfn