Andrea Röfn

22 ára fyrirsæta sem hefur m.a. gaman af tísku, íþróttum og dansi. Búsett í Reykjavík en stöðugt á flakki um heimsins höf.

HELGIN

Átti góða helgi sem ég festi á „filmu”

Við Denise fórum í brunch á Vox

KR urðu bikarmeistarar

Systkinin að skemmta sér

Þingvellir

Laugarvatnshellar, þar sem langamma og -afi bjuggu og voru síðustu hellisbúar á Íslandi!

Sveitin okkar fallega

Nóg til af bláberjum í garðinum

Lauk svo helginni með því að kveðja vin minn hann Finn sem er floginn til Dubai að vinna á Marriott

Þessi vika verður eflaust rólegri en sú síðasta og því meiri tími fyrir blogg

Andrea Röfn

NOAH

Ég var svo heppin að fá örlítið „hlutverk” í NOAH kvikmyndinni sem verið er að taka hérna heima. Ekkert sem þið munuð sjá í myndinni þó.

Síðustu tveir dagar hafa því verið bráðskemmtilegir og mikil tilbreyting að fá öðruvísi verkefni en venjulega.

Með Huldu Halldóru í Hollywood

Núna liggur leiðin niður í bæ að kíkja á alla flottu hlauparana og fatamarkað á Faktory.

Seinna á Laugardalsvöllinn á bikarúrslit – mikið er ég spennt!

Eigið góða Menningarnótt

Andrea Röfn

GALLABUXUR

Mig er farið að langa í mynstraðar gallabuxur eftir allt úrvalið sem ég sá úti í sumar. Hitinn gerði það þó að verkum að ég nennti aldrei að máta neinar en ég geri það klárlega næst.

Þessar eru allar frekar fínar, þrennar frá Nasty Gal og tvennar frá Urban Outfitters.

 

Svo dauðlangar mig í þennan jakka frá Nasty Gal:

 

Andrea Röfn


Vinna

Gleðilegan mánudag!

Er komin í smá rútínu eftir lúxusinn í New York, vinna á föstudaginn og aftur í dag.

Núna sit ég læst úti á tröppunum heima. Nýti tímann í að blogga á meðan ég bíð eftir fjölskyldunni og matarboði kvöldsins.

 

Uppáhalds skóparið – Nike Air Max

Andrea Röfn