Andrea Röfn

22 ára fyrirsæta sem hefur m.a. gaman af tísku, íþróttum og dansi. Búsett í Reykjavík en stöðugt á flakki um heimsins höf.

NY DRESS

Er komin aftur til stórborgarinnar sem er mjög ljúft.

Þetta er útsýnið frá húsinu okkar:

Ég fór í Nostalgíu á meðan ég var heima og fann svo margt fínt þar! Keypti mér tvær flíkur þó ég hefði viljað hafa þær enn fleiri – ljósbláan blazer sem minnir á kápu og þennan samfesting hér að ofan.

Samfestingur: Nostalgía second hand

Belti: búð í Soho

Veski: Guess

Andrea Röfn

EFVA ATTLING

Í vikunni fékk ég síðbúna útskriftargjöf frá frænku minni sem býr í Svíþjóð.

Gjöfin var fallegt silfurhálsmen frá Efvu Attling, einum helsta skartgripahönnuði Svía.

Mér finnst það svo flott að ég hef ekki tekið það af mér síðan ég fékk það. HOPE finnst mér líka fallegt orð.

Það sem gerir gjöfina svo enn skemmtilegri er Efva Attling sjálf en hún er fyrrum dansari, fyrirsæta OG söngkona. Talandi um konu með frama!

Andrea Röfn

HELGIN

Átti góða helgi sem ég festi á „filmu”

Við Denise fórum í brunch á Vox

KR urðu bikarmeistarar

Systkinin að skemmta sér

Þingvellir

Laugarvatnshellar, þar sem langamma og -afi bjuggu og voru síðustu hellisbúar á Íslandi!

Sveitin okkar fallega

Nóg til af bláberjum í garðinum

Lauk svo helginni með því að kveðja vin minn hann Finn sem er floginn til Dubai að vinna á Marriott

Þessi vika verður eflaust rólegri en sú síðasta og því meiri tími fyrir blogg

Andrea Röfn

NOAH

Ég var svo heppin að fá örlítið „hlutverk” í NOAH kvikmyndinni sem verið er að taka hérna heima. Ekkert sem þið munuð sjá í myndinni þó.

Síðustu tveir dagar hafa því verið bráðskemmtilegir og mikil tilbreyting að fá öðruvísi verkefni en venjulega.

Með Huldu Halldóru í Hollywood

Núna liggur leiðin niður í bæ að kíkja á alla flottu hlauparana og fatamarkað á Faktory.

Seinna á Laugardalsvöllinn á bikarúrslit – mikið er ég spennt!

Eigið góða Menningarnótt

Andrea Röfn