Andrea Röfn

22 ára fyrirsæta sem hefur m.a. gaman af tísku, íþróttum og dansi. Búsett í Reykjavík en stöðugt á flakki um heimsins höf.

NOAH

Ég var svo heppin að fá örlítið „hlutverk” í NOAH kvikmyndinni sem verið er að taka hérna heima. Ekkert sem þið munuð sjá í myndinni þó.

Síðustu tveir dagar hafa því verið bráðskemmtilegir og mikil tilbreyting að fá öðruvísi verkefni en venjulega.

Með Huldu Halldóru í Hollywood

Núna liggur leiðin niður í bæ að kíkja á alla flottu hlauparana og fatamarkað á Faktory.

Seinna á Laugardalsvöllinn á bikarúrslit – mikið er ég spennt!

Eigið góða Menningarnótt

Andrea Röfn

GALLABUXUR

Mig er farið að langa í mynstraðar gallabuxur eftir allt úrvalið sem ég sá úti í sumar. Hitinn gerði það þó að verkum að ég nennti aldrei að máta neinar en ég geri það klárlega næst.

Þessar eru allar frekar fínar, þrennar frá Nasty Gal og tvennar frá Urban Outfitters.

 

Svo dauðlangar mig í þennan jakka frá Nasty Gal:

 

Andrea Röfn


Vinna

Gleðilegan mánudag!

Er komin í smá rútínu eftir lúxusinn í New York, vinna á föstudaginn og aftur í dag.

Núna sit ég læst úti á tröppunum heima. Nýti tímann í að blogga á meðan ég bíð eftir fjölskyldunni og matarboði kvöldsins.

 

Uppáhalds skóparið – Nike Air Max

Andrea Röfn

behind the scenes

Nikita setti nýlega inn á Facebook  behind the scenes myndir úr tökum fyrir sumarlínu sína, SS’12.

Myndirnar voru teknar í fyrravor á fallega landinu okkar. Þó að þær myndir sem notaðar voru í lookbook og auglýsingar séu svo sannarlega sumarlegar þá var oft ansi kalt á meðan tökum stóð.

Fjólublái svefnpokinn og frábæra fólkið sáu um að halda á manni hita milli taka. Þessar tökur eru alltaf skemmtilegar, sama í hvaða veðri þær eiga sér stað.

Andrea Röfn

Kápa

Ég datt inn á ZARA.com um daginn og fór beinustu leið í búðina daginn eftir til að kíkja á þessa kápu:

Var ekki lengi að ákveða mig að fá hana og ég hlakka til að byrja að nota hana fljótt.. þegar kuldinn skellur á.

Andrea Röfn