Andrea Röfn

22 ára fyrirsæta sem hefur m.a. gaman af tísku, íþróttum og dansi. Búsett í Reykjavík en stöðugt á flakki um heimsins höf.

Olivia

Olivia Palermo – einhver sem flestir tískuunnendur ættu að kannast við.

26 ára og er fræg fyrir sérstakan og flottan stíl ásamt t.d. fyrirsætustörfum og hlutverki í raunveruleikaþáttunum The City.

Ég fíla hana og fallega stílinn hennar í botn en henni tekst að vera glæsileg og kvenleg í hverju sem er.
Flott á forsíðu InStyle UK október 2012

Hún heldur úti BLOGGI þar sem hún skrifar um tísku og lífsstíl og var kosin nýliði ársins hjá Bloglovin fyrr á árinu.

Andrea Röfn

 

NIKITA LOOKBOOK FW12

Loksins, loksins!!

NIKITA lookbook fyrir veturinn sem er að koma: á netinu fyrir ykkur að skoða – HÉRNA

Tökurnar voru fyrir tæpu ári og því höfum við þurft að hlakka til að fá fötin í hendurnar og sýna öllum myndirnar í þónokkurn tíma.

Myndirnar voru teknar í skógræktinni í Fossvogsdal, á KEXinu og í Hörpunni. Hér eru nokkar:

Myndir: Börkur Sigþórsson // Make-up: Fríða María Harðardóttir // Allt annað: eintómir Nikita snillingar

Ég er ótrúlega hrifin af fötunum í þessari línu; mikið af skemmtilegum haustlitum og mynstrum, gallaefni, stórum peysum fyrir veturinn, flottum yfirhöfnum o.fl.

Nikita tökurnar eru alltaf jafn skemmtilegar, sama hvort þær fari fram í Reykjavík, Mexíkó, Miami eða úti í íslenskri náttúru.

Andrea Röfn

NB

Skór dagsins.

Strigaskó-æðið mitt heldur áfram. New Balance, ný uppáhöld.

Mæli með því að þið kaupið New Balance í númeri stærri en þið notið venjulega, það gerði ég allavega – 38 í stað 37.

Þægilegir fyrir allan peninginn.

Andrea Röfn

CENTRAL PARK

Hjólatúr í Central Park, gerist ekki mikið betra.

Ekki góðar myndir af outfittinu..
stuttbuxur:H&M, skyrta:SoHo, fannypack:Urban Outfitters, skór:Converse

Sundlaug inni í garðinum.

Þessi mynd fékk að fylgja, göngutúr í kvöldsólinni með uppáhaldinu, Mandi. // This picture comes as an extra, a walk in the evening sun with Mandi, our favorite.

Andrea Röfn

VOLUSPA

Ég er mikill aðdáandi VOLUSPA varanna og sérstaklega kertanna.

Kertin eru úr kókoshnetuvaxi og brenna fallega í umbúðunum sem þau koma í – svo auðvitað ilma þau guðdómlega.


 Þessi kerti eru auðvitað bara brotabrot af því úrvali sem til er. En þessi hér að ofan eru í miklu uppáhaldi.

„Voluspa kertin hafa skapað sér sess með sláandi útliti og ótrúlegum ilmi og fást einungis hjá virtum smásölum um allan heim. Þau eru fastur liður á heimilum Hollywood elítunnar og eru reglulega viðfangsefni í tísku- og heimilistímaritum”

Ég keypti nokkur kerti hérna úti um daginn í búð sem heitir Anthropologie. Þau fást líka í Aftur heima á Íslandi.

Hlakka til að kveikja á kertum þegar það byrjar að dimma.

Andrea Röfn