fbpx

MÓÐURMÁL

ANDREA RÖFNAÞENA RÖFNMEÐGANGAN

Á dögunum birtist viðtal við mig í Lífinu á Vísi.is. Viðtalið var í flokknum Móðurmál og líkt og nafnið gefur til kynna var móðurhlutverkið í aðalhlutverki. Ég naut þess að svara þessum spurningum og leiða hugann aftur að síðastliðnum mánuðum, breytingunum sem hafa átt sér stað og öllu því sem ég hef lært. Móðurhlutverkið er magnað og lífið hefur svo sannarlega tekið stakkaskiptum á allan máta. Ég var spurð að því hvort mér þætti ég sjálf hafa breyst við það að verða mamma og svarið mitt var: „Ég held að það hafi einfaldlega dregið fram í mér mínar bestu hliðar og ég geri mér betur grein fyrir því hvaða manneskju ég hef að geyma. Mér finnst ég hafa áttað mig betur á því hvað skiptir mig mestu máli í lífinu, og í hvað ég tími orku minni og athygli.“  Mér finnst þetta svar ná ágætlega yfir þessar helstu breytingar sem ég hef fundið fyrir á sjálfri mér, enda miklu minni tími til að velta sér upp úr óþarfa hlutum nú þegar orkan mann beinist að annarri manneskju meirihluta dagsins.

Í viðtalinu fer ég yfir það hvernig við komumst að óléttunni, hvað fótboltinn stjórnar miklu og hvernig okkur gekk að velja nafn, svo fáeitt sé nefnt. Þá nefndi ég einnig að „Mér finnst alltof mikið talað um meðgöngu og fæðingar, miðað við það sem koma skal að lokinni fæðingu. Brjóstagjöf er klárlega umræðuefni sem á skilið meira pláss. Mér finnst umræðan snúast rosalega mikið um það hvað brjóstagjöfin sé falleg og yndisleg, en það gleymist að nefna erfiðleikana, hvað hún tekur á í upphafi og mögulega fylgikvilla eins og sýkingar og stíflur. Þá finnst mér einnig gleymast að tala um að hún hentar ekki öllum og að það sé líka bara allt í lagi.“

Þið sem fylgið mér á samfélagsmiðlum hafið kannski tekið eftir því hvað fótboltinn spilar stóran sess í lífi okkar.  „Það gengur mjög vel en er krefjandi fyrir okkur bæði. Fótboltinn er mjög óhefðbundin vinna, honum fylgir mikil pressa um að vera í standi andlega sem líkamlega, standa sig vel í einum til tveimur leikjum í viku og vera á sífelldu ferðalagi. Honum fylgir ekkert fæðingarorlof og það er nánast aldrei frí um helgar. Helsti kosturinn er klárlega sá að hann klárar æfingar um eitt eða tvö og á þá restina af deginum til að eyða með okkur. Þann tíma nýtum við vel enda mjög dýrmætur. Þetta fótboltalíf er alls ekki sá glamúr sem margir halda að það sé, og það tekur á okkur bæði á mismunandi máta. Við mæðgurnar erum meira og minna límdar saman en fyrir Arnór fylgir þessu mikill söknuður á köflum. Sem betur fer er fótboltinn líka skemmtilegur og gefandi, sérstaklega þegar það gengur vel hjá liðinu eins og núna.“ 

Mín uppáhalds spurning var: Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? 
„Að fylgja eigin innsæi í einu og öllu og hugsa fyrst og fremst um þarfir sínar og barnsins. Mér finnst líka mikilvægt að vera aldrei í samanburði við aðrar mæður og börn, það tekur allt sinn aðlögunartíma og hann er ekki sá sami hjá öllum – börn eru öll sitthvor einstaklingurinn og þau passa ekki öll inn í einn kassa. Það þurfa allir að fá að finna sína rútínu í mismunandi aðstæðum og þó að barnið þitt sofi eða borði öðruvísi en það næsta, eða er lengur að fá tennur eða byrja að skríða, þá er það alveg eðlilegt. Ég fagna hverju stigi hjá Aþenu Röfn en hún fær að finna sinn takt upp á eigin spýtur og ég hef aldrei staðið sjálfa mig að því að bíða eftir næsta stigi í hennar þroska. Það er miklu skemmtilegra að njóta hvers tímabils fyrir sig því tíminn líður svo hratt.“ 

Mér finnst þetta það mikilvægasta sem ég hef lært síðustu 9 mánuðina. Það kom mér á óvart hversu miklar skoðanir fólk hefur á foreldrahlutverkinu og hvað mörgum finnst börn eiga að passa inn í sama box. Það tók mig þó nokkurn tíma að átta mig á því að það er allt í góðu þó að Aþena Röfn sofi ekki jafn langa lúra og önnur börn, sé með aðra rútínu og sofni út frá brjóstinu, sem dæmi. Þetta með rútínuna fannst mér erfiðast en eins og gefur að skilja er ekkert sjálfsagt að halda henni góðri þegar við erum á stöðugu flakki og ekki alltaf í sama umhverfinu. Um leið og ég áttaði mig á því að það eru ekki öll börn eins og hver og einn þarf að finna sinn takt, fann ég fyrir miklum létti og gat hætt að afsaka mig í tíma og ótíma fyrir að gera ekki allt nákvæmlega „eftir bókinni“.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér

x

Andrea Röfn

instagram: @andrearofn

JÓLAGJAFAHANDBÓK 66°NORÐUR

SAMSTARF

Við fjölskyldan erum hluti af jólagjafahandbók 66°Norður þar sem við förum yfir okkar uppáhalds flíkur ásamt því að svara ýmsum spurningum um jólahátíðina. Við Arnór höfum bæði klæðst 66°Norður síðan við munum eftir okkur og verið í samstarfi við merkið síðustu ár. Svo er Aþena Röfn nú þegar orðin dyggur notandi ungbarnavaranna. Helgi Ómars tók myndirnar.

Hvað er það besta við jólin? „Númer eitt, tvö og þrjú er það samvera með fjölskyldunni. Við búum erlendis og fjarri okkar nánustu og því njótum við þess í botn þegar allir eru samankomnir yfir hátíðarnar. Golf og sól fylgir þar fast á eftir, en jólin eru okkar eina frí allt árið og því kærkomið að eyða því í rólegheitum og allt öðru umhverfi en heima hjá okkur.“

Er einhver jólahefð órjúfanlegur partur af jólunum ykkar? „Fyrir jól förum við á Hamborgarabúllu Tómasar sem er alltaf klædd í skemmtilegan jólabúning og fáum okkur tilboð aldarinnar. Við verðum erlendis um hátíðarnar og spilum því golf á aðfangadag, og reyndar flesta aðra daga um jólin.“

Hvaða flík frá 66°Norður notið þið mest?„Við notum úlpurnar mest og deilum nokkrum þeirra enda henta mörg snið bæði körlum og konum. Svanur kerrupoki er alltaf í notkun þar sem við förum mikið út að labba með Aþenu Röfn dóttur okkar, og hún er í langflestum tilvikum klædd í Spóa merinósamfestinginn og lambúshettuna. Nú er farið að kólna þannig að Bylur peysan hefur verið tekin fram hjá okkur báðum og Laki buxurnar fara að koma sterkar inn hjá Andreu. Arnór er kuldaskræfan á heimilinu og er stundum gert grín að því þegar hann mætir í úlpu í vinnuna í 10 stiga hita. Tindur er fullkomin úlpa í hans tilfelli þar sem hún er bæði mjög létt og hlý.“

Hafið þið eytt jólunum á einhverjum framandi stað?„Andrea er vön því að vera erlendis um jólin og hefur til dæmis eytt þeim í Cape Town, Suður Afríku og Orlando, Flórída. Arnór braut hefðina í fyrsta skiptið síðustu jól og prófaði jól í Flórída. Nú verður ekki aftur snúið hjá honum og jólin verða haldin á sama stað í ár.“

Viðtalið er að finna HÉR og ásamt fleiri vörum í uppáhaldi frá 66°Norður. Á listanum er fullt af sniðugum jólagjafahugmyndum  fyrir alla fjölskylduna <3

x

Andrea Röfn

instagram: @andrearofn

FRÍ ♡

AÞENA RÖFNPERSÓNULEGTTRAVEL

Ég er ennþá í algjörri paradísarvímu eftir að við Aþena Röfn, ásamt Hjördísi vinkonu og stráknum hennar, skelltum okkur í vikuheimsókn til Pöttru okkar. Þið kannist eflaust mörg við Pöttru héðan af Trendnet, en hún býr núna í Izmir, Tyrklandi, ásamt Elmari manninum sínum og Atlasi Aroni stráknum þeirra. Hluta vikunnar eyddum við svo á hóteli tveimur tímum frá Izmir, eins og hefur örugglega ekki farið framhjá neinum sem fylgir mér á instagram! Hótel„herbergið“ var stórkostlegt hús með sjávarútsýni og infinity sundlaug – en til að komast á veitingastaðinn eða ströndina voru golfbílar sem sóttu okkur og skutluðu milli staða. Umhverfið var hreinlega draumi líkast og þetta er staður sem mig langar svo sannarlega að heimsækja aftur.

Aþena Röfn naut sín í sinni fyrstu strandarferð. Þessi fallegi sundbolur er frá Petit.is ♡

Þetta litla frí var yndislegt og félagsskapurinn upp á 10. Við mæðgurnar erum núna komnar heim til Malmö með þakklæti og dýrmætar minningar í farteskinu. Arnór er kominn heim úr síðasta landsliðsverkefni ársins og á bara tvo leiki eftir af þessu svakalega fótboltaári. Svo ætlum við öll saman í langþráð fjölskyldufrí – eftir smá aðventu og nóg af heitu súkkulaði á Íslandinu góða.

x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram:@andrearofn

GJAFALEIKUR – HILDUR YEOMAN

INSTAGRAMMEÐGANGANOUTFIT

Undur og stórmerki eru að eiga sér stað hjá mér á instagram. Ég er í fyrsta skipti með gjafaleik! Viðeigandi að sá leikur sé með Hildi Yeoman enda höfum við unnið saman á margan hátt síðustu 10 árin, eins og mörg ykkar hafa eflaust tekið eftir. Vinningshafi leiksins fær að gjöf vinsælu ullarpeysuna frá Hildi Yeoman en hún var að koma í þessum fallega koníaksbrúna lit og er hluti af nýjustu línu Hildar, The Raven, sem innblásin er af Vestfjörðum og galdramenningu. Peysan er úr merino og mohair – sú sama og ég bloggaði um hér og var ómissandi á meðgöngunni minni. Með peysunni fylgir 10.000 kr.- gjafabréf fyrir Vanessu Mooney skarti sem fæst í Yeoman, Skólavörðustíg. Aldeilis veglegur gjafaleikur og ég mæli með því að taka þátt!

Meira á instagram: @andrearofn.

XO..

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

UPPÁHALDS HLUTIR OKKAR AÞENU RAFNAR

Ég setti inn spurningaglugga á Instagram um daginn þar sem fylgjendur mínir gátu spurt út í alls kyns tengt mömmuhlutverkinu og Aþenu Röfn. Þar fékk ég margar spurningar út í þá hluti sem við notum mest, vagninn, rúmið, aukahluti o.s.frv. Ég fæ síðan reglulega spurningar út í þessi atriði og skynja áhuga margra á að vita hvað við fílum og hvers vegna. Sjálf hefði ég gjarnan viljað sjá svona lista þegar ég var að pæla í þessum hlutum á meðgöngunni og vona því að þessi listi gagnist einhverjum ykkar. Á sama tíma vil ég taka það fram að það er alls ekki nauðsynlegt að eiga hvern einasta hlut sem ég tel hérna upp, það verður hver og einn að finna það hjá sér hvað hann telur mikilvægt og hvað ekki. Ég ákvað að skrifa bara um þetta helsta – þá hluti sem við notum mest og ég er mikið spurð út í. Ef þið hafið einhverjar spurningar um þá eða eitthvað annað, ekki hika við að senda mér línu á instagram.

VAGNINN – BUGABOO FOX: Af mörgum mikilvægum hlutum finnst mér vagninn allra mikilvægastur. Ég lofaði sjálfri mér á meðgöngunni að fara út úr húsi á hverjum degi sama hvernig viðraði og þá er vagninn í 99% tilvika með í för. Fyrir valinu varð Bugaboo Fox, í samstarfi við Petit. Vagninn er rosalega meðfærilegur og vegur einungis 9,9 kíló, sem kemur sér vel þar sem ég þarf að taka hann upp og niður eina hæð til að komast að lyftunni í húsinu okkar. Þá er ekkert mál að smella honum í sundur og taka hann í tveimur pörtum milli hæða. Vagninn leggst síðan auðveldlega saman þegar við setjum hann í skottið á bílnum.

Við skiptum úr vagnstykkinu yfir í kerrustykkið þegar Aþena Röfn var sirka 5 mánaða og hætt að nenna að liggja í vagninum. Mér fannst hún tilbúin til að sitja í kerrustykkinu þar sem hún var farin að halda vel höfði og var almennt frekar styrk í líkamanum. Eftir að við skiptum gat hún fylgst með umhverfinu sínu og er alsæl með það, en sefur líka eins og engill í liggjandi stöðunni. Hún tekur núna daglúrana sína í vagninum úti á svölum, en þegar hún var nýfædd lögðum við hana mikið í vagninn innandyra.

Þegar hitinn fór að aukast hérna úti skiptum við um skerm á vagninum yfir í sólarskerm með UV vörn sem andar vel. Í honum er  líka innbyggt flugnanet sem við notuðum óspart i sumar. Ég verð svo að nefna Bugaboo töskuna sem hengist á stýrið, mér finnst hún snilld þar sem ég geymi lykla, símann minn, veskið og fleiri litla hluti. Að lokum er Bugaboo ferðataskan algjör snilld fyrir fólk sem ferðast töluvert eins og við.

RÚMIÐ – SEBRA: Bæði fallegt og praktískt þar sem rúmið er stækkanlegt og vex með barninu. Hægt er að stilla hæðina á dýnunni og fjarlægja rimla, en við tókum einmitt aðra hliðina af rúminu og settum hana að minni hlið á hjónarúminu, sem kom sér mjög vel í brjóstagjöfinni fyrstu mánuðina. Núna höfum við svo lækkað botninn og sett hliðina aftur á rúmið. Við keyptum okkar rúm hérna í Svíþjóð en það er fáanlegt  í Petit á Íslandi.

BABYNEST – ORGINALET: Aþena Röfn svaf í babynestinu hverja nótt þangað til hún óx upp úr því ca. 5 mánaða. Þetta babynest frá Petit.is er öryggisprófað og Oeko-Tex vottað. Svo er það líka sænskt eins og svo margar aðrar barnavörur! Við vorum ekki með vöggu frammi í stofu og því svaf hún mikið í nestinu frammi í sófa hjá okkur á daginn og kvöldin fyrstu vikurnar. Þegar við fórum svo sjálf að sofa gátum við fært hana inn í rúm í nestinu án þess að hún fyndi fyrir því. Babynestið hefur svo fylgt okkur á ferðalögum.

NAJELL MAGAPOKINN OG SLEEP CARRIER: Najell er sænskt merki með höfuðstöðvar í Lundi, en fyrsta módelverkefni Aþenu Rafnar var einmitt fyrir þau :-) Magapokinn hefur algjörlega bjargað mér á ferðalögum og á tímabilinu þegar Aþena Röfn var orðin þreytt á að liggja í vagninum, en mér fannst hún ennþá aðeins of lítil til að skipta yfir í kerrustykkið á Bugaboo. Þá var ekkert mál að skella henni í pokann og leyfa henni að sjá heiminn. Þar að auki notaði ég pokann hérna heima fyrir, til dæmis meðan ég gekk frá eða eldaði, þegar hún var ýmist óvær eða þreytt. Mesta snilldin við Najell pokann eru festingarnar við axlirnar, en það er segull í þeim og þar af leiðandi mjög auðvelt að smella þeim af og á með annarri hendi. Að mínu mati skipta þægindi og einfaldleiki lang mestu máli með svona vöru sem þessi uppfyllir að öllu leiti. Svo skemmir það ekki fyrir hvað hann er fallegur.

SleepCarrier er brilliant lausn til að svæfa barnið og leggja frá sér án þess að það vakni. Við notuðum SleepCarrier í vagninn í fyrstu göngutúrana í feb/mars þegar það var ennþá frekar kalt úti. Það var dásamlegt að geta farið inn á kaffihús og tekið Aþenu með mér inn í honum þannig að hún svaf áfram ótrufluð. Núna tökum við SleepCarrier með okkur í matarboð og heimsóknir og þá getur hún lagt sig í honum hvar sem er. Svo er hægt að búa til leikteppi úr honum.

BLEYJURNAR: Ég hef fengið spurningar um hvaða bleyjur við fílum best. Við höfum alltaf notað Libero bleyjur og verið mjög ánægð með þær. Bleyjurnar eru svansvottaðar og fá meðmæli norrænu astma og ofnæmissamtakanna. Ég kaupi alltaf touch bleyjurnar en þær koma einnig sem buxnableyjur sem er einmitt næst á dagskrá hjá okkur enda 7 mánaða orkuboltinn sjaldan kyrr á skiptiborðinu.

ÖMMUSTÓLLINN – BABYBJÖRN: Þessi stóll var endalaust notaður á okkar heimili og fylgdi okkur hvert sem er, bæði innan heimilisins og einnig þegar við fórum í heimsóknir. Hann er núna í smá pásu þar sem Aþena Röfn er orðin aðeins of stór til að vera bundin í honum – en verður tekinn aftur í notkun þegar hún getur labbað og fengið sér sjálf sæti í honum. Fyrir mitt leyti var ömmustóll must have fyrstu mánuðina.

MATARSTÓLLINN – STOKKE TRIPP TRAPP: Við Arnór sátum bæði í Tripp Trapp langt fram eftir aldri og vorum því alltaf ákveðin í að Aþena Röfn fengi svona stól. Við vorum síðan svo heppin að fá hann í babyshower gjöf. Snilldin við stólinn er fyrst og fremst að hann vex með barninu. Í byrjun vorum við með ungbarnasæti sem við elskuðum og Aþenu leið svo vel í, það var svo notalegt að hafa hana með okkur við matarborðið . Núna höfum við skipt því sæti út fyrir það næsta þannig að hún situr upprétt við borðið. 

BÍLSTÓLLINN – MAXI COSI PEBBLE PLUS: Þeir eiginleikar sem við vildum í bílstól voru að hann væri léttur og öruggur. Tvær vinkonur mínar voru með Pebble Plus og töluðu vel um hann og í staðinn fyrir að flækja hlutina keyptum við bara eins. Við keyptum svo millistykki til að geta smellt honum á Bugaboo grindina, sem var mjög sniðugt þegar hún var minni og maður þurfti að skreppa aðeins en nennti ekki að taka allan vagninn með. 

VAGNPOKINN – 66°NORÐUR SVANUR: Dúnpoki sem passar í vagninn, kerruna og bílstólinn. Samkvæmt mömmuhópunum sem ég er meðlimur í er þessi poki númer eitt hjá flestum íslenskum mæðrum. Ég sé það bara á Aþenu hvað henni líður vel í pokanum, hann er svo mjúkur og hlýr. Pokann fengum við í samstarfi við 66°Norður en ég hef unnið með þeim í mörg ár.

BABYZEN YOYO+: Við ferðumst mikið til Íslands og í nóvember ætlum við mæðgurnar í smá frí. Við keyptum því Yoyo+ kerruna frá Babyzen í Petit í síðustu Íslandsheimsókn og erum ótrúlega ánægð með kaupin. Þessi kerra leggst saman með einu handtaki og kemst upp í hólf í flugvélum. Þegar við erum hérna heima í Malmö er kerran svo í skottinu og er fullkomin í smá-stúss. Ég mæli heilshugar með þessari kerru, sérstaklega við þá sem eru á töluvert á ferðalagi eins og við.

Svo langar mig að nefna það að til að byrja með þarf maður svo ótrúlega lítið og svo er auðveldlega hægt að nálgast aðra hluti þegar líður á og maður finnur þörfina fyrir þá. Til dæmis föt í stærri stærðum, allt tengt mat (nema kannski pela til öryggis), alls kyns dót o.s.frv. Svo eru ekki allir sem finna þörf fyrir ömmustól, ferðakerru eða burðarpoka á meðan aðrir nota það mikið. Að lokum er margt sem maður notar í svo stuttan tíma og ég mæli hiklaust með því að fá dót að láni frá fólkinu í kringum ykkur ef það stendur ykkur til boða.

Andrea Röfn

Instagram @andrearofn

GOSH COPENHAGEN

GOSHSAMSTARF

SAMSTARF

Ég er andlit og brand ambassador GOSH á Íslandi! Eins og einhver ykkar muna kannski eftir heimsótti ég ásamt fríðu föruneyti höfuðstöðvar GOSH í Kaupmannahöfn vorið í fyrra (meira hér). Merkið er rótgróið fjölskyldufyrirtæki frá árinu 1945 og er selt í yfir 90 löndum. Í heimsókn minni til GOSH sá ég það berum augum um hversu flott fyrirtæki var að ræða og heillaðist mikið af hugsjón þeirra.

GOSH..

Er cruelty free
Býður mikið úrval vegan snyrtivara
Sinnir allri vöruþróun og framleiðslu í höfuðstöðvum sínum í Kaupmannahöfn
Er annt um umhverfið en nýjustu umbúðir GOSH eru gerðar að hluta til úr endurunnu plasti úr sjónum.

Þessar myndir voru teknar þegar ég var rúmlega hálfnuð með meðgönguna!

Ég hlakka svo til að sýna ykkur myndbönd sem við tókum upp með nokkrum lykilvörum GOSH.

Förðun: Natalie Hamzehpour með vörum frá GOSH
Myndir: Sara Björk Þorsteinsdóttir

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

ÓSKALISTI: HÚRRA REYKJAVÍK 5 ÁRA

HÚRRA REYKJAVÍKÓSKALISTINN

Húrra Reykjavík fagnar um þessar mundir 5 ára afmæli sínu og í tilefni af því er 20% afsláttur af öllum vörum til miðnættis í kvöld. Kjörið tækifæri til að gera frábær kaup, sérstaklega í ljósi þess að það er september sem þýðir að nánast allar vörurnar eru nýkomnar í verslanirnar. Ég tók saman lista yfir flíkur sem ég elska – nokkrar sem ég á og aðrar sem ég gæti vel séð í mínum fataskáp.

Allar vörurnar hér að neðan eru fáanlegar á hurrareykjavik.is og nú á 20% afslætti!

Nike P6000 19.990 / 15.992 | Heron Preston 17.990 / 14.392 | Common Projects 54.990 / 43.992 | Wood Wood 15.992 / 12.792 | Eytys 69.990 / 55.992 | Maria Black 9.990 / 7.992 | Maria Black 21.990 / 17.592 | Super 27.990 / 22.392 | Filling Pieces 36.990 / 29.592

Won Hundred 35.990 / 28.792 | Mads Norgaard 8.990 / 7.192 | Blanche 15.990 / 12.792 | Norse Projects 12.990 / 10.392 | Blanche 15.990 / 12.792 | Eytys 33.990 / 27.192 | Wood Wood 27.990 / 22.392 | Maria Black 22.990 / 18.392

Í tilefni 5 ára afmælisins var ljósmyndabókin Húrra Reykjavík 2014-2019 gefin út – 350 blaðsíðna bók sem inniheldur alla helstu myndaþætti sem komið hafa út síðastliðin 5 ár. Bókin er einnig fáanleg í vefverslun Húrra Reykjavík – HÉR.

Hjartanlega til hamingju með afmælið @hurrareykjavik

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

Í UPPÁHALDI: NIKE P-6000

NIKESNEAKERSSNEAKERS OF THE DAY

Ég verð að segja ykkur frá uppáhalds götuskónum mínum þessa stundina, P-6000 frá Nike. Þeir eru mega þægilegir, sem skiptir mig öllu máli núna þar sem ég þramma marga kílómetra á dag með Aþenu Röfn í vagninum. Þar að auki elska ég hvað þeir eru íþróttalegir í útliti og koma í fallegum litasamsetningum. Ég pantaði mína skó frá Nike, en heima á Íslandi veit ég að þeir fást í þremur litasamsetningum í Húrra Reykjavík.

Svo verð ég líka að lofsyngja þessar buxur – frá Won Hundred / Húrra Reykjavík.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

OUTFIT

OUTFIT

Við mæðgurnar erum nýkomnar heim eftir Íslandsheimsókn. Mamma og pabbi voru hjá okkur í nokkra daga og skutust í brúðkaup á Ítalíu yfir helgina og koma svo aftur. Á meðan náum við okkur niður eftir Íslandsbrjálæðið, það er aldrei rólegt á Íslandi!

Hér er ennþá sumar og kjólarnir því enn fremst í fataskápnum.
ÉG: Kjóll: Filippa K // Skór: Nike Vapormax – hér
AÞENA RÖFN: Samfella*: Petit.is – hér // Skór: Nike

Góða helgi!

Andrea Röfn 

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

 * gjöf

OUTFIT

AÞENA RÖFNOUTFIT

Við litla fjölskyldan kíktum til Kaupmannahafnar í fyrradag. Þetta var þriðja skiptið okkar mæðgna þar á einni viku, það er bara svo auðvelt að fara á milli, meira að segja með barn og allt sem því fylgir. Við kíktum aðeins í búðir og á kaffihús og Aþena Röfn naut sín í botn í magapokanum framan á pabba sínum. Hún stefnir í ansi góðan heimsborgara enda alltaf á flakki með foreldrum sínum. Svo er þetta hennar uppáhaldssvipur þessa dagana:

Buxur: Won Hundred
Jakki: Libertine Libertine // Húrra Reykjavík
Skyrta: Norse Projects // Húrra Reykjavík
Skór: Nike
Taska: Chanel

Ég er svo heppin með þessi tvö að ég á erfitt með að koma því í orð <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn