Andrea Röfn

22 ára fyrirsæta sem hefur m.a. gaman af tísku, íþróttum og dansi. Búsett í Reykjavík en stöðugt á flakki um heimsins höf.

OUTFIT: ICELAND AIRWAVES

OUTFITUncategorized

Einn af skemmtilegustu menningarviðburðum ársins stendur nú yfir: Iceland Airwaves. Ég hef ekki komist síðustu ár vegna skóla en gat ekki staðist boðið að fara í ár, jafnvel þó ég byrji í prófum eftir rúma viku. Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég held ég hafi bara gott af því að zone-a aðeins út og fara og hlusta á góða tónlist með góðu fólki!

Þetta er outfit-ið mitt frá því á miðvikudagskvöldið þegar við úr vinnunni fórum í Hörpu á Sturla Atlas, Reykjavíkurdætur, Axel Flóvent, Emmsjé Gauta og Dizzee Rascal.

untitled

Jakki: SUPREME
Skyrta: Han Kjobenhavn
Jeans: Carhartt WIP
Sneakers: Onitsuka Tiger

Kvöldið í kvöld er ekki planað í þaula en við ætlum að minnsta kosti að sjá VÖK í Listasafninu. Ég hlakka sjúklega til að heyra í þeim live. Hér er nýjasta lagið þeirra, Show Me. Ansi mikið spilað í Húrra Reykjavík þessa dagana.

Góða skemmtun um helgina allir Airwaves farar

xx

Andrea Röfn

 

 

SNEAKERS OF THE DAY

SNEAKERS OF THE DAY

Strigaskór dagsins eru frá Filling Pieces. Merkið er hollenskt og var stofnað í Amsterdam árið 2009 af hönnuðinum Guillaume Philibert. Filling Pieces hefur verið til sölu í Húrra Reykjavík síðan byrjun árs 2015 og einnig frá opnun Húrra Reykjavík women í ágúst. Allir skór merkisins eru unisex og hannaðir bæði í dömu- og herrastærðum, en í vikunni kom út fyrsta ‘capsule collection’ eða smálína Filling Pieces sem tileinkuð er konum. Skórnir eru hannaðir með einkenni Filling Pieces í huga og eru skórnir fullkomin blanda af high-fashion og streetwear. Að mínu mati eru þetta LANGsjúkustu (!) skórnir sem komið hafa frá Filling Pieces en það var ofurtöffarinn Caroll Lynn sem hannaði þá. Hún er gríðarlega hæfileikaríkur hönnuður og ég mæli með því að fylgjast með henni undir @careaux á instagram.

Línan er fáanleg í Húrra Reykjavík women á Hverfisgötu 78 en Húrra er ein tveggja verslana í Skandinavíu sem selur línuna.

filling-pieces-presents-aw16-womens-capsule-collection-05-1170x78014615712_756771634463377_240728723128660784_ofilling-pieces-presents-aw16-womens-capsule-collection-03-1170x78014633592_756771677796706_2450820270164573926_ofilling-pieces-presents-aw16-womens-capsule-collection-02-1170x78014713001_756771637796710_83992215924618656_ofilling-pieces-presents-aw16-womens-capsule-collection-01-1170x78014706877_756771641130043_6160852798205562862_o

 xx

Andrea Röfn

WORK – BLÆTI

WORK

English below

Dagurinn minn byrjaði í myndatöku fyrir nýtt tímarit sem kemur út í næsta mánuði. Tímaritið ber nafnið Blæti og er unnið af fjórum ofursvölum konum, þeim Sögu Sig, Ernu Bergmann, Helgu Dögg og Sigrúnu Eddu. Myndatakan var á svítu á Oddsson, sem er tryllt location, húsgögnin og hönnunin þarna eru á öðru leveli. Saga Sig tók myndirnar, Erna Bergmann sá um styling og Flóra Karítas sá um make-up.

Við Húrra Reykjavík stelpurnar vorum svo í annarri myndatöku fyrir Blæti í síðustu viku sem fór fram úti á Granda og var líka mega mega flott.  Ég hlakka mikið til að sjá blaðið sem mun innihalda ógrynni af fallegum myndum, greinum og ljóðum. Fylgist endilega með þeim á instagram: @timaritidblaeti.

untitled

My day started off with a photoshoot for a new magazine launching next month. The magazine’s name is Blæti and the women behind it are Saga Sig, Erna Bergmann, Helga Dögg and Sigrún Edda. The shoot was at a suite at Oddsson hostel, which is an extremely nice location, the furniture and design there is on another level. Last week, me and the girls from Húrra Reykjavík did another shoot for the magazine which also turned out great. I’m so excited about the magazine which will include a lot of beautiful photos, articles and poems. Feel free to follow them on instagram: @timaritidblaeti.

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram @andrearofn og snapchat: andrearofn

Follow me on instagram @andrearofn and snapchat: andrearofn

OUTFIT

ANDREA RÖFNOUTFIT

 English below

FullSizeRender-2 FullSizeRender-3 Processed with VSCO with f2 preset FullSizeRender

Þessar myndir tókum við Irena fyrir Instagram @HurraReykjavik um daginn.

Skórnir eru Nike Cortez sem ég bloggað um fyrr í mánuðinum en ég hef varla farið úr þeim síðan ég fékk mér þá.
Rauða settið er frá Libertine Libertine, einu af mínum uppáhalds dönsku merkjum. Settið er úr merino ull en stingur ekki og er fullkomið fyrir veturinn þar sem það heldur vel á manni hlýju.
Leðurjakkinn er svo frá Edwin. Japanska merkið er þekktast fyrir gallabuxurnar sínar en framleiðir mikið af fallegum efri pörtum í bland.

Irena and I took some photos for the @HurraReykjavik instagram the other day.

The shoes are Nike Cortez, which I’ve hardly taken off since I first had them.
The matching pants and turtleneck are from Libertine Libertine. The fabric is merino wool, perfect for the winter.
The leather biker is from Edwin. The Japanese brand is best known for its quality jeans but also makes some good upper parts such as jackets and sweaters.

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn og á Snapchat: andrearofn
Follow me on instagram: @andrearofn and Snapchat: andrearofn

HYPEBAE X HÚRRA REYKJAVÍK

HÚRRA REYKJAVÍK

English below

Það var virkilega gaman að vakna í morgun og sjá umfjöllun Hypebae um Húrra Reykjavík Women.

Hypebae.com er afsprengi Hypebeast.com en síðurnar tvær eru virtustu streetwear síður í heimi. Það er því risastórt að fjallað hafi verið um búðina okkar á Hypebae. Við erum í skýjunum.

Ég læt fylgja með skjáskot af umfjölluninni, ásamt myndum af búðinni sem birtust einnig á síðunni. Myndirnar tók Snorri Björns.

1

2

5141131089126137415

// It was a pleasure waking up this morning to  Hypebae’s feature on Húrra Reykjavík. Hypebae and Hypebeast are the two biggest streetwear blogs in the world so it’s huge for us to be featured there. Photos are taken by Snorri Björns.

Andrea Röfn