fbpx

HILDUR YEOMAN – CHEER UP!

OUTFITSAMSTARF

Samstarf við Hildi Yeoman

Ein af þeim verslunum sem ég heimsæki alltaf þegar ég er á Íslandi er Yeoman á Skólavörðustíg. Þessi fallega verslun er í miklu uppáhaldi hjá mér og merkið hennar Hildar Yeoman sérstaklega. Ég kíkti þangað í síðustu viku til að skoða nýjustu línuna hennar, Cheer Up! Fyrir átti ég þennan topp sem ég skartaði á strönd hér í Svíþjóð fyrr í sumar og skrifaði um hér, en mamma sendi mér hann í miðju covid volæðinu sem gladdi mig svo sannarlega. Algjört Cheer Up! Línan er gríðarlega skemmtileg og litrík og kemur manni hreinlega í gott skap. Um er að ræða línu sem er ekki eingöngu hugsuð sem sumarlína, hún heldur áfram og við hana munu bætast stílar þegar það fer að hausta. Þá megum við búast við dekkri litum og meira knitwear. Ég er að elska þessa hugsjón. Hérna eru nokkrar af mínum uppáhalds flíkum:

Yeoman er á Skólavörðustíg 22b en vöruúrval Hildar Yeoman er einnig hægt að skoða hér.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

MYNTO ÓSKALISTINN

MYNTO

Í vikunni var vefverslunarmiðstöðin Mynto sett á laggirnar. Mynto er miðstöð íslenskra netverslana og núna eru 40 verslanir í appinu. Ég fagna þessari nýjung þar sem netverslun hefur svo sannarlegra færst í aukana síðustu misseri og mér finnst frábært að hafa yfirsýn yfir alls kyns flottar íslenskar netverslanir. Mynto er mjög þægilegt í notkun og hægt er að setja saman í appinu óskalista úr mismunandi verslunum. Til stendur svo að opna Mynto.is þar sem hægt verður að versla í gegnum tölvu – fylgist með öllu hér.

Ég tók saman minn óskalista í Mynto appinu en hann er einnig sjáanlegur á forsíðunni í appinu undir Mynto listar.

Mynto nálgist þið í App Store!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

OUTFIT

OUTFITPERSÓNULEGT

Ég átti dásemdar vinkonustund á laugardagskvöld sem við framlengdum svo með brunch í gær. Þið sem fylgið mér á instagram hafið eflaust tekið eftir því að við mæðgurnar erum komnar til landsins og höfum verið hérna að njóta síðustu vikurnar eftir langan tíma í Svíþjóð án heimsókna eða hvers kyns ferðalaga. Það er yndislegt að vera heima og Aþena Röfn er sérstaklega að njóta þess að hitta alla, hafa nóg af fólki til að leika við og bræða með krúttheitunum sínum. Í fullkomnum heimi væri Arnór hérna með okkur en hann er einn duglegur vinnandi maður heima í Malmö. Ég segi ykkur miklu betur frá Íslandsheimsókninni  sem fyrst.

Kjóll: Acne Studios
Skór: Onitsuka Tiger
Taska: Dior
Peysa: &Other Stories
Sólgleraugu: Han Kjobenhavn

<3

Andrea Röfn

SÆNSKI DRAUMURINN

OUTFITPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐ

Við litla fjölskyldan áttum dásamlegan dag í enn betri félagsskap fyrir stuttu. Arnór var í fríi og við ákváðum að fara í smá roadtrip, en suður Svíþjóð hefur að geyma endalaust af fallegum perlum sem við elskum að skoða og kynnast þegar tími gefst. Á austurströndinni hittum við Elísabetu og fjölskyldu, tókum picknick á ströndinni og enduðum í pizzu á litlum bóndabæ. Fullkominn dagur sem gaf mikla hlýju í hjartað. Ég mæli með færslunni hennar hér, stútfull af myndum og upplýsingum um sænsku sæluna.

Mesh toppur frá Hildi Yeoman, minni allra uppáhalds. Hann er úr nýju línunni hennar Cheer Up! og fæst hér og í Yeoman, Skólavörðustíg. Fullkominn fyrir helgina eða veislurnar á næsta leyti. Ég er by the way að elska þessa línu, svo sumarleg og skemmtileg og inniheldur fullt af fallegum gersemum.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

 

OUTFIT

PERSÓNULEGT

Notaleg morgunstund hjá okkur litlu fjölskyldunni. Öll samveran síðustu mánuði hefur svo sannarlega verið dýrmæt og þó maður geti dottið í óþolinmæði og þreytu vegna veirunnar og þeim áhrifum sem hún hefur haft í för með sér, veit ég að maður mun líta til baka og þakka fyrir þennan tíma. Þegar maður er neyddur til að bregða út af vananum, ferðast minna og hitta færra fólk, lærir maður að finna fegurðina í litlu hlutunum. Mér finnst ég hafa lært fullt og skapað öðruvísi minningar en áður, en ekkert minna dýrmætar <3

Buxur: Acne Studios
Skyrta: Hope Stockholm
Peysa: & Other Stories
Skór: Nike Blazer Mid ’77
Sólgleraugu: Ray Ban

Ég minni á #BLACKLIVESMATTER færsluna mína síðan í gær – þið finnið hana hér.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

#BLACKLIVESMATTER

Góðan daginn elsku þið. Mótmælin í Bandaríkjunum og byltingin sem er að eiga sér stað í kjölfar andláts George Floyd hefur haft mikil áhrif á mig síðustu daga. Myndefnið sem flæðir í kjölfarið um samfélagsmiðla og fréttavefi er skelfilegt og sýnir skýrt og greinilega hversu rótgróinn rasismi er og hefur verið það í áraraðir. Ég hef nýtt tímann minn síðastliðna viku í að lesa og fræða mig um kynþáttahatur, forréttindi hvítra og þetta rótgróna og kerfisbundna samfélagsmein. Fyrir tilstilli tækninnar eru augu heimsins alls að opnast fyrir þessum raunveruleika sem verður að breytast. 

Fyrir nokkrum dögum leið mér eins ég hefði ekki rétt á því að tjá mig um þessi málefni, verandi hvít kona sem aldrei hefur mætt mótlæti í líkingu við það sem svartir og litaðir í Bandaríkjunum og um allan heim þurfa að horfast í augu við hvern einasta dag. Hins vegar áttaði ég mig fljótt á því að mér finnst það í  mínum verkahring að nota röddina mína og þennan vettvang sem ég hef til að miðla upplýsingum um það sem við getum gert til að læra um og uppræta rasisma. Ég viðurkenni forréttindi mín og þá staðreynd að ég gerði mér ekki grein fyrir því að rasismi er miklu algengari en við héldum, meira að segja í litla samfélaginu okkar á Íslandi.

Það er hafsjór af efni í boði sem útskýrir það sem er að eiga sér stað í Bandaríkjunum, sögu svartra, forréttindi hvítra og hvers vegna hlutirnir hafa þróast í þann raunveruleika sem við sjáum í dag. Á samfélagsmiðlum er að finna tillögur um sjóði og undirskriftarlista til að leggja baráttunni lið. Einnig er mikið af upplýsingum um lesefni, sjónvarpsefni og hlaðvörp sem snúast um málefnið. Á þriðjudaginn var #blackouttuesday á samfélagsmiðlum. Fjölmargir tóku þátt og í kjölfarið heyrðust raddir um að það væri ekki nóg að birta eina mynd til að „vera með“ og halda síðan áfram með daginn sinn. Fólk yrði að opna augun og taka þetta lengra, læra, fræða aðra ásamt því að leggja baráttunni lið með fjárframlögum og undirskriftum. Tjá sig og nota rödd sína. Ég skil að mörgum líður mögulega ekki nógu upplýstum og treysta sér ekki til að tjá sig akkurat núna.  Við viljum eðlilega byrja hjá okkur sjálfum, líta inn á við og taka þetta svo lengra. En hvort sem það er online eða ekki, miðlum því sem við erum að læra þessa dagana á einn eða annan hátt. Það er undir okkur komið. Þetta er ekki bara bylgja á samfélagsmiðlum sem gengur síðan yfir. Ég ákvað að taka saman í eina færslu nokkra instagram posta sem hafa reynst mér vel og innihalda mikið magn af upplýsingum um rasisma, white privilege, fræðsluefni, sjóði og undirskriftalista. Ég á margt eftir ólært og þetta er bara brotabrot úr hafsjó af upplýsingum sem eru aðgengilegar á netinu – en ég hvet ykkur til að skoða þetta nánar. 

Fyrst langar mig að mæla með þessu viðtali við Brynju Danþessu viðtali við Kolfinnu og Sigurð og þessu viðtali við Chanel Björk ásamt story sem er í highlights hjá henni á instagram @chanelbjork.

Andrea Röfn

 

SAMSTÖÐUBOLUR CHILD REYKJAVÍK

OUTFIT

Samstöðubolur íslenska fatamerkisins CHILD Reykjavík fór í sölu á dögunum. Allur ágóði af sölu bolsins rennur óskiptur til Kvennaathvarfsins. „Samtökin um kvennaathvarf vinna það mikilvæga starf að hýsa og styðja við konur og börn sem geta ekki búið inná eigin heimili sökum ofbeldis. Töluverð aukning tilkynninga um heimilisofbeldi hefur orðið vegna aðstæðna í samfélaginu.“ Þetta er sorglegur raunveruleiki og ég hvet ykkur til að festa kaup á samstöðubolnum og styrkja í leiðinni það góða og mikilvæga starf sem Kvennaathvarfið stendur fyrir. Bolurinn fæst hér.

<3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

MÍN UPPÁHALDS HLAÐVÖRP

ANDREA RÖFNHLAÐVARP

Góðan og gleðilegan föstudag. Föstudagar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér eins og ég hef oft nefnt hérna á blogginu. Á því er engin breyting á þessum tímum þrátt fyrir að flestir dagar geti verið frekar líkir. Mér finnst svo mikilvægt að gera greinarmun á því hvaða dagur er, þannig lærir maður að meta enn frekar litlu hlutina eins og pizzu á föstudögum, notalega sunnudagsmorgna og rútínu á mánudögum svo eitthvað sé nefnt.

Annars langaði mig til að deila með ykkur mínum uppáhalds hlaðvörpum. Ég hlusta mikið á þau úti á röltinu, meðan ég elda og þegar ég æfi. Mér finnst þau frábært meðal fyrir andlegu hliðina sem þarf reglulega á upplyftingu að halda þessa dagana.

Mín uppáhalds hlaðvörp, ekki í neinni sérstakri röð!

Normið 

The Snorri Björns podcast show

Í ljósi sögunnar

Hismið

Helgaspjallið

Kraftbirtingarhljómur guðdómsins

Þarf alltaf að vera grín?

Skoðanabræður

Laugardagskvöld með Matta

Bara við

Þegar ég verð stór

Málið er

Grínland

Fæðingarcast

Þokan

Vonandi fáið þið innblástur frá þessum lista og hlustið á eitthvað skemmtilegt með helgarbakstrinum, æfingunni, tiltektinni eða bara uppi í sófa með góðan kaffibolla. Góða helgi!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

Á ÓSKALISTANUM

ÓSKALISTINN

Góðan daginn og gleðilegan föstudag. Ég elska föstudaga, það mikið að þó að flestir dagar séu eins á þessum tímum fer ég undantekningarlaust í sérstakan fíling og betra skap á föstudögum.

Ég tók saman óskalista yfir alls kyns hluti sem mér þykja fallegir. Hann er innblásinn af því sem ég væri til í að klæðast þegar lífið fer að ganga sinn vanagang á ný, heimilisvörum og húsgögnum, snyrtivörum og skartgripum. Mig klæjar í fingurna að breyta til hérna heima en það hefur staðið til í langan tíma að mála og skipta nokkrum húsgögnum út. Ég held að við vindum okkur í þetta sem fyrst, þangað til nýti ég tímann í hugleiðingar og leit að innblæstri. Allt á listanum fæst í íslenskum verslunum – að frátöldum Marni söndulunum. Nokkra hluti á ég sjálf en setti þá með, einfaldlega til að miðla því til ykkar hvað ég elska þá mikið og í leiðinni mæla með!

// 66 North Flot kápa – ég er svo hrifin af þessari kápu. Army grænn er einn af mínum uppáhalds litum og ég fíla sniðið í tætlur.
// Won Hundred – Húrra Reykjavík. Ég á þessar buxur sjálf og fíla þær svo mikið að ég varð að hafa þær með. Ekki týpískar svartar niðurþröngar heldur er smá grár tónn í þeim. Hef ofnotað mínar síðan ég eignaðist þær.
// AGUSTAV high mirror – íslenska hönnunarteymið AGUSTAV eiga meðal annars hönnunina að Alin mælieiningunni sem ég skrifaði um hér. Hönnunin þeirra höfðar mikið til mín og þessi spegill er ansi ofarlega á lista hjá mér.
// Chanel – Le Volume De Chanel maskari. Einn af mínum uppáhalds og alltaf til í minni snyrtitösku.
// Tekla fabrics – Rúmföt sem fást m.a. í Norr11 á Hverfisgötu.
// Marni Fussbett sandalar – svooo fallegir.
// Pallo vasi Skruf Glasfabrik – Haf Store – sænsk hönnun sem ég sé víða hérna úti. Fullkomlega stílhreinn og tímalaus.

// Maria Black – Húrra Reykjavík
// Adidas EQT – Húrra Reykjavík – þau ykkar sem hafa fylgt mér lengi vitið hvað ég er veik fyrir silfri og glimmeri. Og auðvitað sneakers, Helst stórum og „miklum“. Þessir kalla því á mig.
// Stussy – Húrra Reykjavík – aldrei of mikið af hvítum t-shirts.
// Simonett – Yeoman Reykjavík – sjúk í þennan topp frá Simonett sem fæst í Yeoman, Skólavörðustíg. Skal sko alveg klæðast honum við fyrsta tilefni að loknu kósýgallatímabilinu mikla.
// String – Epal – ég er mikið að pæla í stofunni okkar og hvernig hillur myndu passa vel inn. Núna erum við með svartar Ikea hillur sem áttu ekki að koma með frá Grikklandi en komust með í sendiferðabílinn og hafa í kjölfarið staðið í stofunni í tvö ár, haha. Ég er bæði hrifin af String systeminu en Montana hillur eru einnig ofarlega á listanum.
// Won Hundred – Húrra Reykjavík – fullkominn sumarkjóll.
// HUGG stjörnumerkjaplakat – við erum með plaköt uppi á vegg með stjörnumerkjum okkar Arnórs. Ég bloggaði um þau hérna – falleg hönnun og hugsjón HUGG er til fyrirmyndar en fyrir hvert selt plakat gróðursetja þau eitt tré.
// HAY crinkle rúmteppi – Epal

Góða helgi og farið vel með ykkur <3 

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn