Andrea Röfn

22 ára fyrirsæta sem hefur m.a. gaman af tísku, íþróttum og dansi. Búsett í Reykjavík en stöðugt á flakki um heimsins höf.

WORK – BLÆTI

WORK

English below

Dagurinn minn byrjaði í myndatöku fyrir nýtt tímarit sem kemur út í næsta mánuði. Tímaritið ber nafnið Blæti og er unnið af fjórum ofursvölum konum, þeim Sögu Sig, Ernu Bergmann, Helgu Dögg og Sigrúnu Eddu. Myndatakan var á svítu á Oddsson, sem er tryllt location, húsgögnin og hönnunin þarna eru á öðru leveli. Saga Sig tók myndirnar, Erna Bergmann sá um styling og Flóra Karítas sá um make-up.

Við Húrra Reykjavík stelpurnar vorum svo í annarri myndatöku fyrir Blæti í síðustu viku sem fór fram úti á Granda og var líka mega mega flott.  Ég hlakka mikið til að sjá blaðið sem mun innihalda ógrynni af fallegum myndum, greinum og ljóðum. Fylgist endilega með þeim á instagram: @timaritidblaeti.

untitled

My day started off with a photoshoot for a new magazine launching next month. The magazine’s name is Blæti and the women behind it are Saga Sig, Erna Bergmann, Helga Dögg and Sigrún Edda. The shoot was at a suite at Oddsson hostel, which is an extremely nice location, the furniture and design there is on another level. Last week, me and the girls from Húrra Reykjavík did another shoot for the magazine which also turned out great. I’m so excited about the magazine which will include a lot of beautiful photos, articles and poems. Feel free to follow them on instagram: @timaritidblaeti.

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram @andrearofn og snapchat: andrearofn

Follow me on instagram @andrearofn and snapchat: andrearofn

OUTFIT

ANDREA RÖFNOUTFIT

 English below

FullSizeRender-2 FullSizeRender-3 Processed with VSCO with f2 preset FullSizeRender

Þessar myndir tókum við Irena fyrir Instagram @HurraReykjavik um daginn.

Skórnir eru Nike Cortez sem ég bloggað um fyrr í mánuðinum en ég hef varla farið úr þeim síðan ég fékk mér þá.
Rauða settið er frá Libertine Libertine, einu af mínum uppáhalds dönsku merkjum. Settið er úr merino ull en stingur ekki og er fullkomið fyrir veturinn þar sem það heldur vel á manni hlýju.
Leðurjakkinn er svo frá Edwin. Japanska merkið er þekktast fyrir gallabuxurnar sínar en framleiðir mikið af fallegum efri pörtum í bland.

Irena and I took some photos for the @HurraReykjavik instagram the other day.

The shoes are Nike Cortez, which I’ve hardly taken off since I first had them.
The matching pants and turtleneck are from Libertine Libertine. The fabric is merino wool, perfect for the winter.
The leather biker is from Edwin. The Japanese brand is best known for its quality jeans but also makes some good upper parts such as jackets and sweaters.

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn og á Snapchat: andrearofn
Follow me on instagram: @andrearofn and Snapchat: andrearofn

HYPEBAE X HÚRRA REYKJAVÍK

HÚRRA REYKJAVÍK

English below

Það var virkilega gaman að vakna í morgun og sjá umfjöllun Hypebae um Húrra Reykjavík Women.

Hypebae.com er afsprengi Hypebeast.com en síðurnar tvær eru virtustu streetwear síður í heimi. Það er því risastórt að fjallað hafi verið um búðina okkar á Hypebae. Við erum í skýjunum.

Ég læt fylgja með skjáskot af umfjölluninni, ásamt myndum af búðinni sem birtust einnig á síðunni. Myndirnar tók Snorri Björns.

1

2

5141131089126137415

// It was a pleasure waking up this morning to  Hypebae’s feature on Húrra Reykjavík. Hypebae and Hypebeast are the two biggest streetwear blogs in the world so it’s huge for us to be featured there. Photos are taken by Snorri Björns.

Andrea Röfn

SNEAKERS OF THE DAY

SNEAKERS OF THE DAY

Strigaskór dagsins að þessu sinni eru Nike Cortez

Nike Cortez var fyrsti íþróttaskórinn hannaður af Nike, árið 1972, og er þar af leiðandi sagður risa stór ástæða fyrir velgengni Nike. Skórinn var fyrst hannaður af Bill Bowerman, einum stofnenda Nike. Bowerman var hlaupaþjálfari og þjálfaði meðal annars Ólympíukeppendur, en hann taldi íþróttamenn þurfa þægilegan og endingargóðan skó hannaðan fyrir langhlaup. Hann hannaði því Cortez með það að leiðarljósi að skórinn yrði jafn þægilegur og hann væri endingargóður. Skórinn var gefinn út á meðan Ólympíuleikarnir árið 1972 fóru fram og mátti sjá fjölda keppenda í skónum, sem orsakaði gríðarlega hraða útbreiðslu skósins til almennings. Nike Cortez gjörbreytti hlaupaheiminum, hlauparar entust lengur og hlupu hraðar. Cortez skórinn hlaut strax mikla velgengni og var hampað fyrir óneitanleg þægindi og einfalt útlit. Hönnunin var einstök og ólík öðru sem áður hafði sést.

11

b6f1a549bef9e16603dc23ba844bd336

Síðan skórinn var fyrst gefinn út hefur hann farið frá því að vera hlaupaskór og yfir í að vera götuskór. Skórinn hefur þótt viðeigandi í meira en 40 ár og var endurútgefinn í hinni upphaflegu litasamsetningu á síðasta ári. Litasamsetningin er blá, rauð og hvít, sú sama og Forrest Gump klæddist í samnefndri kvikmynd.

 

Ég fékk mér mitt fyrsta par af Nike Cortez fyrir stuttu. Þeir fást í Húrra Reykjavík í litasamsetningunni hvítur/svartur/hvítur, eða þessari hér:

6c360c4ec9f4458b744d47dfb97c8ec9
Þessir skór fá toppeinkunn frá mér. Fimm stjörnur fyrir þægindi og fimm fyrir útlit. Næst langar mig í upprunalegu litasamsetninguna!

xx

Andrea Röfn

 

SNEAKERS OF THE DAY

SNEAKERS OF THE DAY

Þar sem ég er umvafin vægast sagt fallegum strigaskóm á hverjum einasta degi hef ég ákveðið að byrja með nýjan lið á blogginu: SNEAKERS OF THE DAY eða á okkar ástkæra og ylhýra: strigaskór dagsins. Hér ætla ég að kynna fyrir ykkur mín uppáhalds skópör hverju sinni.

Fyrstu sneakers sem ég kynni til leiks eru Gel Lyte III – frá japanska skó- og íþróttarisanum ASICS. Skórinn var framleiddur í fyrsta skipti árið 1991 og á því 25 ára afmæli í ár. Í upphafi var skórinn hannaður sem íþróttavara, en síðan þá hefur hann hægt og bítandi breyst í götuskó. Einkennandi fyrir skóinn er ‘the split tongue’, en tungan skiptist í tvennt. Fjölmörg collaborations hafa verið gerð með Gel Lyte III og þar má nefna samstarf við Size?, Kith, Beams, Ronnie Fieg  og Solefly.

2

Ég fékk mér mitt fyrsta par af Gel Lyte III fyrir stuttu í Whisper Pink litasamsetningunni. Þessir skór eru gríðarlega þægilegir og ég fíla ‘split tongue’ twistið mjög vel. Skórnir mínir fást í Húrra Reykjavík.

Whisper Pink

asics-whisper-pink-pack-2

xx

Andrea Röfn