Andrea Röfn

HM Í RÚSSLANDI – PART TWO

ÍSLANDPERSÓNULEGTTRAVEL

Þá er Rússlandsævintýrinu lokið og við komin aftur heim til elsku Malmö. Ég get ekki lýst því nógu vel hvað þetta var ótrúleg upplifun í alla staði. Eftir Moskvu var ferðinni heitið til Volgograd og síðar Rostov. Af borgunum þremur stóð Moskva klárlega upp úr. En félagsskapurinn var sá sem stóð allra mest upp úr og ég er strax farin að hlakka til næsta hittings hjá þessum dýrmæta hópi. Arnór kom svo inn á í síðasta leiknum og þið getið rétt ímyndað ykkur tilfinningarnar sem ég upplifði á því momenti. Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og klárlega persónulegi hápunktur ferðarinnar <3

Jæja – back to basics! & áfram Svíþjóð (og Frakkland) restina af mótinu

Andrea Röfn

HM Í RÚSSLANDI – PART ONE

PERSÓNULEGTTRAVEL

Góðan daginn frá HM í Rússlandi þar sem ég hef eytt síðustu 10 dögum í yndislegum félagsskap. Strax daginn eftir flugið til Moskvu var komið að fyrsta leik Íslands á HM, Argentína-Ísland. Þið ættuð öll að vita hversu spennuþrunginn og skemmtilegur leikurinn var! Við vorum alls 6 daga í Moskvu og náðum að sjá mikið af þessari stórkostlegu borg sem kom skemmtilega á óvart. Nú erum við á leið frá Volgograd eftir fjögurra daga dvöl til Rostov-on-Don þar sem síðasti leikurinn í riðlinum mun fara fram á morgun. Svo sjáum við hvert leiðin liggur eftir hann!

Ég læt myndirnar tala sínu máli og hlakka til að deila með ykkur fleiri myndum frá Rússlandsævintýrinu.

Andrea Röfn

ACAI SKÁLIN MÍN

MATUR

Fyrsta máltíð dagsins er mín uppáhalds máltíð og er oftar en ekki matarmikill smoothie eða acai skál. Mér finnst fátt betra en góð skál af Acai, en ég skellti í eina slíka í gær. Í skálina notað ég nýtt acai duft frá Ofurfæði.is. Í vefversluninni er gott úrval af heilsuvörum frá SunFood, sem er amerískt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsuvörum og ofurfæðu.

Acai duftið er unnið úr Acai berjum sem eiga uppruna sinn í Suður-Ameríku og eru í hópi næringarríkustu berja sem til eru. Acai er ofurfæða full af andoxunarefnum, omega fitusýrum og aminosýrum. Berin hafa góð áhrif á líkamann, að innan sem utan. Ég mæli með þessari grein til að lesa enn meira um Acai.

Duftið fæst HÉR Uppskriftin mín:

1 frosinn banani
1 bolli jarðarber
1/2 bolli hindber
2 teskeiðar Acai duft frá Ofurfæði.is
Sirka 1-1/2 dl af möndlumjólk

Lykillinn að góðri Acai skál er að vera með kraftmikinn blender og nota lítinn vökva til að áferðin verði eins lík ís og mögulegt er! Ég setti svo banana út á, jarðarber, bláber, hempfræ, chia fræ og goji ber. Mér finnst líka gott að setja haframjöl, aðrar berjategundir, kiwi og kókos út á.

Nammi!

Afsláttarkóðinn andrearofn gefur ykkur 10% afslátt af öllum vörum á Ofurfæði.is!

Andrea Röfn

OUTFIT

ÍSLANDOUTFIT
English version below

Ég er komin til Íslands, rétt í tæka tíð fyrir öll veisluhöldin sem eru um allan bæ á þessum tíma ársins. Á föstudaginn fórum við í stúdentsveisla til frænda Arnórs og laugardeginum var varið í fermingarveislu hjá Tönju frænku minni.

Outfittið á laugardaginn vakti athygli og ég fékk þónokkrar spurningar út í það. Gula dragtin er úr Zöru – ég hef ekki verslað mikið þar síðustu ár en rakst á buxurnar fyrr í vetur og varð ástfangin af sniðinu. Seinna meir sá ég svo jakkann paraðan við buxurnar og fannst það tilvalið veisludress. Loksins kom svo tilefnið fyrir dragtina, nokkrum mánuðum seinna. Skórnir eru frá Miista.

I’m in Iceland, just in time for all the spring festivities. On Friday we went to a graduation party and on Saturday my little cousin had her confirmation gathering. My outfit on Saturday caught the attention of some of my followers when I posted it on Instagram. The two piece set is from Zara, and finally there was an occasion for wearing it this weekend. The shoes are  from Miista.

Þessar myndir eru teknar með Sony A6000 frá Origo

Annars var Trendnet gleði í gærkvöldi þar sem var mikið hlegið. Dýrmætt að geta hitt þennan góða hóp loksins eftir allt of langan tíma!

Andrea Röfn

Instagram: @andrearofn 

GOSH COPENHAGEN VISIT & OUTFIT

MAKE UPSNYRTIVÖRUR

English version below

Í síðustu viku fengum við Elísabet skemmtilegt boð um að heimsækja höfuðstöðvar GOSH Copenhagen. Við vorum sóttar á hótelið okkar í Kaupmannahöfn og keyrðar, ásamt Glamour dömunum Rósu Maríu og Hörpu Kára og stelpum frá Dubai og Rússlandi, upp í höfuðstöðvarnar. Þar tók við dagskrá allan daginn sem innihélt kynningu á vörumerkinu, vegan hádegismat, varalitagerð, „treasure hunt“, heimsókn í verksmiðjuna og skál í kampavíni. Veðrið var eins og best verður á kosið og svæðið í kringum höfuðstöðvarnar er draumi líkast svo við nutum okkar í botn.

Last week Elísabet and I were invited to visit the GOSH Copenhagen HQ. The visit consisted of a presentation of the brand, vegan lunch, custom lipstick making, a treasure hunt, a visit to the factory and finally a champagne toast. The weather was perfect and the HQ area is extremely beautiful so we enjoyed the day to the fullest.

Fallegur vinnufélagi og fallegar móttökur!Dream team

..Þá sjáldan sem ég set á mig varalit! Þessi litur heitir 003 ANTIQUE frá Gosh og ég fíla hann í botn.

Outfit dagsins:

Toppur: Style Mafia // Yeoman
Buxur: Levis 501 vintage // Nørgaard på Strøget
Skór: Alexander McQueen
Eyrnalokkar: Sif Jakobs

Verksmiðjuheimsókn – GOSH framleiðir meirihluta varanna í eigin verksmiðju í Kaupmannahöfn. Sérstaða merkisins er að það er ekki selt í Kína, þar sem allar snyrtivörur sem selja á í Kína þarf að prófa á dýrum. Gosh hefur aldrei prófað á dýrum og tók því þann slag að fara ekki til Kína.

Hápunktur dagsins var klárlega að fá að mixa sinn eigin varalit! 

Skál fyrir GOSH <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

OUTFIT

OUTFITPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐTRAVEL

Við Arnór skutumst til Kaupmannahafnar í gær. Hann átti afmæli og við ákváðum að kíkja yfir brúna, skelltum okkur í 66° Norður heimsókn og late lunch. Mig langar að skrifa betur um daginn en vildi skella inn outfitti gærdagsins þar sem ég var að birta mynd af því á Instagram. Eruð þið að fylgja mér þar? Ég poppaði aðeins upp á outfittið með chokernum frá Hildi Yeoman sem ég nota við allt, hann er einfaldlega of fallegur til að nota bara spari! Um kvöldið fórum við í smá heimaparty og ég rokkaði hann við hvítan T-shirt sem passaði líka mjög vel.

Kápa: Libertine Libertine / Húrra Reykjavík
Skyrta: Norse Projects Women
Choker: Hildur Yeoman
Buxur: Levi’s
Skór: Nike x Comme des Garçons
Taska: Chanel

XO..

Andrea Röfn 

Instagram: @andrearofn

WHEN IN STOCKHOLM VOL. 2

PERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐTRAVEL

Í vikunni átti mamma leið til Stokkhólms vegna vinnu og ég skellti mér með henni. Hún kom fyrst til Malmö í tæpan sólarhring áður en við hoppuðum upp í lest sem tók okkur á leiðarenda. Í Stokkhólmi sátum við í sólinni, borðuðum ótrúlega góðan mat, löbbuðum út um allt og kíktum á Fotografiska ljósmyndasafnið. Það er svo dýrmætt að geta knúsað mömmu svona oft þegar maður býr ekki í sama landinu – en við vorum líka í Stokkhólmi í janúar sem ég skrifaði um hér. Við gistum á Nobis Hotel í þetta skiptið sem er ótrúlega flott hótel og vel staðsett á Norrmalmstorg í miðbæ Stokkhólms. Hótelið er staðsett í húsi sem var áður Kreditbanken. Árið 1973 var fjórum starfsmönnum bankans haldið í gíslingu í bankahvelfingu í sex daga. Á meðan gíslatökunni stóð þróaðist jákvætt tilfinningasamband milli gíslanna og gíslatökumannsins og neituðu þau öll að bera vitni eftir að hafa losnað úr prísundinni. Þvert á móti stóðu þau þétt við bakið á manninum. Út frá þessu atviki varð Stokkhólmsheilkennið (e. Stockholm Syndrome) til sem við höfum flest lært eða heyrt um áður. Mér finnst þetta svo mögnuð staðreynd að ég varð að deila henni með ykkur.Ég pantaði mér nýtt par af Air Force 1 um daginn. Þetta eru skór sem ég nota meira en aðra og finnst nauðsynlegt að eiga ferskt par af þeim.Okkur hefur lengi langað að fara á Fotografiska og létum loks verða af því. Við tókum okkur eftirmiðdag í að rölta úr miðbænum og að safninu með smá kaffistoppi á Grand Hotel Stockholm. Fotografiska er ljósmyndasafn þar sem um 20-25 sýningar fara fram á hverju ári. Það voru fjórar sýningar í gangi í þetta skiptið sem voru allar gjörsamlega truflaðar. Hjá okkur mömmu var það sýning Ellen von Unwerth sem stóð upp úr – „Devotion! 30 years of photographing women“.

Hans Strand – „Manmade LandÉg tók mér langan göngutúr meðan mamma var á fundi og ómeðvitað labbaði ég í átt að Balettakademien, ballettskóla sem ég og Katrín vinkona vorum nemendur í sumarið 2008. Þvílíkt nostalgíukast sem ég fékk. Rútínan þá var alls ekki flókin, við tókum lestina á morgnanna í ballett, spiluðum skítakall milli æfinga, borðuðum óteljandi margar kókoskúlur og McDonald’s og spiluðum ennþá meiri skítakall. Svo fengum við að vita að við hefðum komist inn í Verzló. Yndislegar minningar sem rifjuðust upp!Morgunmatur á Pom och Flora

Ég er svo heppin að hafa þessa konu í lífinu mínu. Hún kennir mér endalaust af hlutum en eitt af því mikilvægasta sem hún hefur kennt mér er að njóta, við gerðum það svo sannarlega í þetta skiptið.

Myndavélin sem ég er að nota er SONY A6000 frá Origo Ísland. Ég segi ykkur betur frá henni fyrr en síðar!

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

OUTFIT & NEW IN

OUTFITSVÍÞJÓÐ

Vorið er loksins komið eftir sögulega kaldan og langan vetur. Síðustu dögum hef ég varið á svölunum heima en ég leyfi mér að staðfesta að þær séu þær bestu í Malmö! Hér verða ófá grillin haldin í sumar, en þið ykkar sem fylgið mér á instagram hafið eflaust tekið eftir því að gillið hefur verið í stöðugri notkun síðan sólin byrjaði að skína hjá okkur.

Í síðustu Íslandsheimsókn eignaðist ég þessa draumakápu frá Libertine Libertine. Hún fæst í Húrra Reykjavík og þið getið skoðað hana nánar hér. Efnið í henni er alls ekki of þykkt þannig hún mun virka vel bæði í sumar og næsta vetur með góðri peysu undir og stórum trefli.

Kápa: Libertine Libertine
Bolur: Blanche 
Gallabuxur: Weekday
Skór: Common Projects
Sólgleraugu: Han Kjøbenhavn

Annars er ég í þessum skrifuðu orðum á leiðinni til Aberdeen að heimsækja eina af mínum allra bestu og ætla að vera þar í nokkra daga

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

WORK: NIKE OUTBURST OG

HÚRRA REYKJAVÍKWORK

Síðustu 10 dögum varði á Íslandi en flaug svo aftur til Malmö í gærmorgun. Ég var ekki með mikið planað fyrir þessa Íslandsheimsókn nema að hitta fólkið mitt og njóta. En óvænt læddust inn þrjár myndatökur, ein sem ég planaði með Höllu vinkonu fyrir bloggið, önnur fyrir Önnu Kristínu og sú þriðja fyrir Húrra Reykjavík. Eins og ég hef sagt áður á blogginu var alls ekki auðvelt að hætta í Húrra Reykjavík þar sem allir þar sem fyrirtækið og allir sem þar starfa eru mér sem fjölskylda. Það eru því forréttindi eða geta unnið aðeins með þeim þegar ég kem til landsins, þó á annan máta en áður. Í þetta skiptið voru það Nike Outburst OG sem ég klæddist, en skórinn kom fyrst út á 10. áratugnum og er í fyrsta skipti að koma út á ný. Ólafur Alexander tók myndirnar.

Skóna getið þið séð nánar hér

Andrea Röfn

OUTFIT

OUTFITSVÍÞJÓÐ

Bæjarrölt með betri helmingnum í vikunni. Ég var að sjálfsögðu allt of illa klædd, kuldinn í Malmö er ennþá svakalegur og ég viðurkenni alveg fúslega að gríska hitans er saknað. Ekki misskilja samt, við elskum Malmö og okkur líður svo vel þar. Get hreinlega ekki beðið eftir að sjá borgina í vor- og sumarbúningnum og kynnast henni betur.

Loðjakki: Armani Exchange
Suede jakki: AllSaints
Skyrta: ZARA
Buxur: Levi’s
Skór: Alexander McQueen

Annars er ég komin til Íslands og verð hér í tæplega tvær vikur. Ég ætlaði að koma á mánudaginn en þar sem Denise besta vinkona mín er á landinu yfir helgina, en hún býr í Hong Kong, ákvað ég að fljúga í gær og koma henni á óvart. Get ekki lýst því hvað það var gott að knúsa hana en við sáumst síðast í klukkutíma á nýársdag og það var í fyrsta skipti síðan í júlí síðasta sumar.

Eigið góða helgi

Andrea Röfn